Upp á stól stendur mín kanna ...
15.12.2011 | 07:30
Margt dýrgripa er ađ finna á Ţjóđminjasafni, sem enn hefur ekki veriđ skrifađ um ellegar af vanţekkingu. Einn ţeirra er ţessi forláta kanna sem myndin er af. Henni var lýst svo í ađfangabók safnsins í lok 19. aldar:
Ţjms. 7169
Vatnskanna úr messing, sívöl, 11,2 ađ ţverm. um bumbuna, 4,2 um hálsinn, 8,5 um opiđ, sem er međ kúptu loki yfir á hjörum viđ handarhald, sem er á einn veginn, en langur og mjór stútur er gegnt ţví á hinn veginn: 4 cm. hátt, sívalt og útrent kopartyppi er á lokinu miđju. Uppaf löminni á lokinu gengur typpi til ađ opna međ lokiđ, ef vill, um leiđ og haldiđ er í handarhaldiđ: ţađ typpi er sem dýrshöfuđ međ stórum, uppstandandi eyrum. Stúturinn er einnig sem dýrshaus og er pípa fram úr gininu á honum. Undir bumbunni er um 6,5 cm. hár fótur, 3,5 ađ ţverm. en stjettin á honum 12,5 cm. Öll er kannan međ laglegu útrensli og vel smíđuđ, há og grönn og fallega löguđ: h. er alls 33,3 cm. Útlend er hún vafalaust og líklega frá síđari hluta 16. aldar, eđa varla yngri. Hún er frá Bólstađarhlíđarkirkju og mun hafa veriđ höfđ ţar undir skírnarvatn.
Ekki er hćgt ađ fetta fingur út í svo greinagóđa lýsingu, en aldurgreiningin er hins vegar alvitlaus. Uppruninn hefur einnig veriđ greindur rangt í skrám Ţjóđminjasafnsins og ţar er nú vitnađ í Kirkjur Íslands 8. Bindi (bls. 125), ţar sem kannan er sögđ vera "ţýzk" og frá síđari helmingi 16. aldar, ţar sem slíkar könnur sjást oft á málverkum frá ţeim tíma". Er sú tímasetning fjarri lagi og verđur ţađ ađ skrifast á höfund ţess verks.
Ímikilli frćđigrein frá 1975 lýsti A.-E. Theuerkauff-Liederwald: Die Formen der Messingkannen im 15. Und 16. Jahrhundert, grein til heiđurs Frau Prof. Dr. Lottlisa Behling. Í ţessari lćrđu grein kemur fram ađ málmkönnur ţeirri gerđar sem varđveittist í Bólstađarhlíđarkirkju séu flestar frá síđari hlut 15. aldar. Reyndar er ein nánasta hliđstćđa könnunnar frá Bólstađarhlíđarkirkju ađ finna á mynd á altaristöflu frá 1437 eftir Hans Multscher, sem sýnir Pílatus ţvo hendur sínar. Altaristaflan er varđveitt í Berlín, á Stiftung Preußischer Kulturbesitz.
Ekki voru ţessar messingkönnur alltaf notađar fyrir vígt vatn eđa sem skírnarkönnur. Á heldri manna heimilum í Evrópu voru ţćr notađar sem vatnskönnur eđa til handţvotta. Ţćr voru iđulega seldar međ fati úr sama efni, messing eđa bronsi, svokallađri mundlaug, en á Íslandi og öđrum Norđurlöndum voru slík föt gjarnan notuđ sem skírnarföt. Könnur međ svipuđu lagi voru einnig steyptar í tin.
Kannan úr Bólstađarhlíđarkirkju í Austur-Húnavatnssýslu er úr messing, sem er blanda af ca. 68% kopar og 32% zinki. Ţví minna sem zinkiđ er, ţví rauđleitari verđur málmblandan. Ţegar ţessum grunnefnum er blandađ saman í fyrrgreindum hlutföllum fáum viđ hiđ gyllta messing. Á miđöldum ţekktu menn ekki zink sem málm (grunnefni) eđa kunnu ađ vinna hann. Ţeir brćddu Galmei", málmstein úr Eifel fjöllum, inniheldur mikiđ zink, saman viđ kopar sem helst kom frá Harz- og Erzfjöllum. Ef koparmálmblandan samanstendur hins vegar af kopar og tini gefur ţađ rauđleitan eđa appelsínugulan lit á málmblönduna, og er sú blanda ţađ sem flestir kalla brons.
Kannan frá Bólstađarhlíđarkirkju er svokallađ Dinanterí, ţ.e.a.s. fjöldaframleidd messingvara frá Niđurlöndum, sem fékk nafn sitt af bćnum Dinant í Namur í Belgíu, sem var ţekktust niđurlenskra borga í Maas-dalnum fyrir framleiđslu á ílátum úr messing. Erfiđara er ţó ađ segja til un hvort hún er ćttuđ frá öđrum borgum í núverandi Belgíu, eđa hvort hún sé frá Vesturhluta Ţýskalands, ţar sem einnig var fariđ ađ fjöldaframleiđa messingvöru til útflutnings á 15. öld. Ţetta var eftirsótt vara og höfđu Mercatores de Dinant heildsölur og markađi í mörgum stćrri borgum Evrópu og var sá ţekktasti Dinanter Halle í Lundúnum.
Ţví er haldiđ fram, og réttilega, ađ framleiđsla messingíláta og sala ţeirra hafa veriđ vagga kapítalismans í evrópskum viđskiptum. Meira um ţađ síđar.
Hingađ til lands hefur kannan án efa borist međ Hansakaupmönnum, sem áttu mikil ítök í t.d. Dinant og sáu til ţess ađ afurđir ţessa iđnađar bárust um alla Norđurevrópu og alla leiđ til Íslands. Saga messingiđnađarins á miđöldum í Niđurlöndum og Norđvestur Ţýskalandi er mjög merkileg, en allt of viđamikil til ađ lýsa henni frekar hér.
Ţví má bćta viđ ađ í Heynesbók AM 147 4to, sem er líklega frá 15. öld eđa byrjun 16. aldar, er ađ finna mynd af konu sem fćrir liggjandi konu könnu, sem mjög líklega á ađ sýna messingkönnu, ţar sem hún er gul á litinn. Sjá enn fremur hér.
Upp á stól, stól, stól
stendur mín kanna.
Níu nóttum fyrir jól
kemst ég til manna
og ţá dansar hún Anna.
Eins og dr. phil.og úraauglýsingafyrirsćtan Árni Björnsson hefur bent á, fjallar ţessi vísa alls ekki um jólasveina. Ţeir eru ađ vísu margir um ţessar mundir á Ţjóđminjasafni, og hefur greinilega einn bćst í hópinn og heitir sá Aldavillir. Menn verđa ađ kunna deili á ţví sem ţeir eru međ í söfnum sínum.
Ítarefni:
Hatcher, J. 1973. English Tin Productions and Trade before 1550. Oxford.
ter Kuile, Onno 1986. Koper & Brons. Rijksmusuem Amsterdam. Staatsuitgeverij. Gravenhage (den Haag).
Teuerkauff-Liederwald, Anna-Elisabeth 1975. Die Formen der Messingkannen im 15. Und 16. Jahrhundert. Rotterdam Papers II, A contribution to medieval archaeology, (Ritstj. J.G.N. Renaud), Rotterdam 1975.
Teuerkauff-Liederwald, Anna-Elisabeth 1988. Mittelalterliche Bronze- und Messinggefässe : Eimer, Kannen, Lavabokessel.Deutscher Verlag für Kunstwissenschaft, Berlin.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1983. Metallysekroner i senmiddelalderen. Hovedfagseksamensopgave, prřve e. Afdeling for Middelalder-Aarkćologi, Aarhus Universitet, maj 1983.
Meginflokkur: Kirkjugripir | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt 12.6.2022 kl. 15:36 | Facebook
Athugasemdir
Ţessi vísa er merkileg og er sennilega hundheiđin ađ uppruna, eins og flestir jólasiđir. Til dćmis tala níu, sem var háheilög í heiđnum siđ og kemur víđa fyrir. Ég hef einhvers stađar séđ, ađ á miđöldum hafi veriđ til svokallađir „könnustólar“, ţ.e. litlar hillur, sem könnur voru hafđar á, en sel ţađ ekki dýrar en ég keypti.
Vilhjálmur Eyţórsson, 15.12.2011 kl. 08:02
Anna er ekki heiđiđ nafn, er ţađ? Anna kanna, pottur og panna.
FORNLEIFUR, 15.12.2011 kl. 08:20
Anna gćti veriđ síđari tíma viđbót, en ţessi vísa mun vera til í ýmsum útgáfum, ţótt sjálfur grunnurinn sé trúlega, sem fyrr sagđi heiđinn, eins og jólahátíđin sjálf og flestir siđir sem henni fylgja.
Vilhjálmur Eyţórsson, 15.12.2011 kl. 08:26
Mjög góđ skýrsla sem tengir sögu okkar viđ atvinnusögu Miđ-Evrópu.
Aths.:
Ekki er ólíklegt ađ upphaf vísunnar sé:
Upp á hól stend eg og kanna.. o.s.frv. og ţá er áframhaldiđ eđlilegt. En stóllinn og kannan gera ţessa vísu óskiljanlega.
Mér ţykir miđur ađ sjá leiđlega glósu um Árna Björnsson á ţennan hátt. Ţađ spillir mjög góđri og vandađri skýrslu. Auđvitađ búum viđ í frjálsu samfélagi ţar sem öllum er frjálst ađ gera ţađ sem leyfilegt er.
Góđar stundir!
Guđjón Sigţór Jensson, 15.12.2011 kl. 22:35
Sćll Guđjón, hvađa glósa? Árni er dr. hon. causa, og síđast ţegar ég sá hann auglýsti hann úr fyrir íslenskan úrsmiđ sem setur saman forláta úr, og ţótti mér ţađ vel, ţví oft eru ţeir menn sem notađir eru í slíkar auglýsingar allt of smáfríđir og tímalausir ellegar einhver sterabúnt sem lćrđu fyrst á klukku um tvítugt, eđa flugmenn og kafarar. Árni ţekkir hins vegar vel á dagana og tímana og er sćmilega viđ aldur, og ţví viđ hćfi ađ nota hann í auglýsingar fyrir úr. Eru ţađ ekki frekar ţínir fordómar sem hér birtust?
Vísan er líklega bara skáldaleyfi, ţađ ţarf ekki allt ađ "meika sens".
FORNLEIFUR, 16.12.2011 kl. 00:03
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6418
Lestu ţetta Guđjón. Hóllinn er seinni tíma túlkun.
FORNLEIFUR, 16.12.2011 kl. 00:07
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.