Furđumyndir frá 18. öld á Listasafni Íslands : Fyrri hluti
18.11.2012 | 18:00
Nýlega var frétt í Sjónvarpi/RÚV (29.10.2012), og skömmu áđur viđtal á RÚV (25.10.2012), ţar sem talađ var viđ Ólaf Inga Jónsson forvörđ á Listasafni Íslands, sem sagđi frá kenningum sínum.
Ólafur, sem orđiđ hefur hvađ frćgastur fyrir ađ gera ţriđja hvert íslenskt listaverk frá 20. öld ađ fölsuđum fermetrafjárfestingum á veggjum nýríkra labbakúta á Íslandi, hélt ţví fram ađ 24 málverk sem gefin voru Íslendingum áriđ 1928 af dönskum baróni vćru hollensk og frá lokum 17. aldar.
Ólafur gerđi ţannig málverk, sem hingađ til höfđu veriđ talin frá síđari hluta 18. aldar, eitt hundrađ árum eldri. Hann bćtti um betur og gerđi ţau hollensk á einni kvöldstund á besta tíma í sjónvarpinu og á Rás 1, ţví öllu er trúađ sem ţar er sagt, eđa svona hér um bil.
Ég tel ţó ađ litlar líkur séu á ţví ađ Ólafur forvörđur hafi rétt fyrir sér í ţetta sinn og vona ekki ađ röksemdafćrslur hans í fölsunarmálunum frćgu hafi veriđ í sama dúr og ţađ sem ég heyrđi í ríkisfjölmiđlinum um furđumálverkin 24.
Ég set í ţessari grein minni, sem verđur í tveimur löngum hlutum, fram ađra tilgátu og undirbyggi hana einnig. Í síđari hlutanum greini ég frá ţeim manni sem ég tel líklegastan til ađ hafa málađ ţessi undarlegu verk, sem ég er ekki í vafa um ađ hafi orđiđ til í Danmörku á árunum 1776-1789.
Gjöf frá Kjeld Thor Tage Otto Reedtz-Thott
Áriđ 1928 bárust Listasafni Íslands, sem ţá var enn deild í Ţjóđminjasafni Íslands, ađ gjöf 24 fremur einkennileg landslagsmálverk sem sýna eiga Ísland. Málverkin höfđu veriđ í eigu Reedtz-Thotts ađalsćttarinnar og voru myndirnar gefnar úr dánarbúi K. Th. T. O. Reedtz-Thotts eđa Kjeld Thor Tage Otto Reedtz-Thott (1839-1923), eins og hann hét fullu nafni. Hann var lénsbarón og fyrrum forsćtisráđherra (konseilprćsident eins og ţađ hét ţá) og utanríkisráđherra Dana, nokkuđ merkilegur karl ef dćma má út frá dönskum alfrćđiritum og sögubókum.
Kjeld Thor Tage Otto Reedtz-Thott gefandi myndanna
Eftir ađ lénsbarón Kjeld Thor Tage Otto andađist, voru ţessi málverk, sem eru öll um 35 x 48 sm ađ stćrđ ánöfnuđ Íslandi. Hér eru nokkur dćmi sem lesendur geta notiđ (númerin eru hvorki ţau sem máluđ hafa veriđ á verkin né safnnúmer á Listasafni Íslands):
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14
Almannagjá, trúi ţeir sem vilja
Eyjafallajökull, samkvćmt áletruninni, sem er frá 18. öld.
Hnappafellsjökull. Hver hefđi látiđ sér detta ţađ í hug?
Spurst fyrir um sögu málverkanna
Áđur en ganađ er út í tilgátur um eđli og aldur myndanna er viđ hćfi ađ kanna eigendasögu ţeirra, en ţađ hefur enginn gert á Listasafni Íslands.
Á óđalssetri Reedtz-Thott ćttarinnar á Gavnř (Gaunř) á Suđur-Sjálandi og á stóru listasafni ćttaróđalsins, spurđist ég áriđ 2009 fyrir um, hvort ađ einhverjar heimildir vćru til um ţessar myndir í eigu ćttarinnar. En ekki höfđu menn í höllinni tök á ţví ađ upplýsa um ţađ. Enginn vissi neitt. Ţar vissu menn ekki einu sinni ađ málverk úr eigu ćttarinnar hefđu veriđ gefin til Íslands áriđ 1928. Á Gavnř komu menn af sams konar furđufjöllum og málverkin sýna okkur.
Nýlega komst ég í samband viđ doktorsnema viđ Statens Museum for Kunst, Jesper Svenningsen ađ nafni, sem er einmitt ađ rannsaka dönsk einkalistasöfn á fyrri öldum. Hann gat upplýst mig um ađ til er listi frá 1785 sem listmálarinn C.A. Lorentzens gerđi yfir málverkasöfnin á Gaunř og Lindervold, sem nú er ađ finna á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn. Í 2. bók ţess lista stendur, ađ hangiđ hafi "Paa anden Etage, i fřrste Kammer ved Opgangen" "16 Islandske Vuer" og í "Hjřrnesalen ud til Haugen" yderligere "16 Islandske Vuer". Ţađ er ađ segja 16 yfirlitsmyndir frá Íslandi í fyrsta herbergi viđ stigaganginn á annarri hćđ og 16 ađ auki í hornsalnum viđ hólinn.
Númerin í hćgra horninu neđst á myndunum 24 á Íslandi eru einnig ţau sömu og númerin í lista Lorenzens.
Matthías Ţórđarson taldi myndirnar vera frá lokum 18. aldar
Ţegar myndirnar voru fyrst gefnar af erfingjum Kjeld Thor Tage Otto Reedtz-Thott áriđ 1928, ályktađi hinn mjög svo glöggi mađur Matthías Ţórđarson, sem ţá var ţjóđminjavörđur, ađ myndirnar hefđu veriđ málađar á síđasta hluta 18. aldar eđa um 1780. Ekki ţótti mér ţađ í fljótu bragđi ólíklegt, ţegar ég sá ţessar myndir fyrst.
Á 18. öldinni bjó lénsgreifinn Otto Thott (1703-1785) á Gavnř, og safnađi međal annars listaverkum og merkum bókum og handritum, ţar á međal íslenskum handritum. Bókasafn hans taldi um 120.000 bindi. Runnu fágćt handrit og 6159 bćkur prentađar fyrir 1531 eftir hans dag (áriđ 1789) til Konunglega einkabókasafnsins í Kaupmannahöfn og keypti konungur ţar ađ auki 60.000 bóka Thotts lénsgreifa.
Otto Thott, safnarinn mikli á Gavnř
Á Gavnř mun í dag vera ađ finna stćrsta einkasafn málverka frá fyrri öldum, um 1000 verk, ţar á međal málverk eftir meistara eins og Rubens, svo og samtímaeftirmyndir eftir málverkum heimsfrćgra listamanna. En ađ sögn Jespers Svenningsens á Statens Museum for Kunst er langt á milli gćđaverka í höllinni. Otto Thott keypti stórt inn en hafđi sannast sagna ekki mikiđ vit á ţví sem hann keypti.
Ljóst má vera, samkvćmt nýjustu upplýsingum frá 1785, ađ Íslandsmyndirnar, sem gefnar voru til Íslands áriđ 1928, voru upphaflega í eigu stórsafnarans Otto Thotts og ađ ţćr voru upphaflega 32 ađ tölu.
Bíđ ég nú eftir svari núverandi baróns, sem einnig heitir Otto, um hvort mögulegt sé ađ Gavnřhöll geymi enn 8 furđuverk, sem sé einhvers stađar ađ finna í salarkynnum barónssetursins.
Ţess ber einnig ađ geta Kjeld Thor Tage Otto sem andađist 1923 var vitaskuld ekki sonur Otto Thotts lénsgreifa og safnara, ţó svo ađ Ólafur Ingi forvörđur hafi haldiđ ţví fram í fyrrnefndu viđtali.
Fyrirmyndir og áhrif
Málverkin 24 eru afar einkennileg, og hafa menn ţví taliđ ţađ víst ađ sá sem málađi ţau hafi aldrei til Íslandsála komiđ.
Hann, eđa hún, hefur hins vegar greinilega haft ađgang ađ bókum, ferđalýsingum međ myndum og landakortum frá 17. og 18. öld, jafnvel útgáfur af falsriti Ditmar Blefkens um Ísland: Sheeps-togt Ysland en Groenland gedaan door Dithmar Blefkenius in ´t Jaar 1563. Leyden 1706.
Mynd af Heklu (viđ sjóinn). Beriđ saman viđ sumar af myndunum 24, sem ég hef gefiđ númerin 1 og 8 hér ađ ofan. Myndina er ađ finna í hollenskri útgáfu (frá 1706) af riti ţýska lygamarđarins Didthmars Blefkeníusar (Blefken), (sem upphaflega kom út áriđ 1609) um ferđ til Íslands sem hann sagđist hafa fariđ áriđ 1563. Myndin er frá byrjun 18. aldar. Ţađ rit taka menn enn nćrri sér á Íslandi, enda allt í ţví lygar og uppspuni. Arngrími lćrđa og öđrum tókst ekki almennilega ađ andmćla ruglinu í Blefken og ţví var rit Blefkens ađ koma út allt fram á 18. öld, og greinilega tóku margir ţađ trúanlega, nema Íslendingar, sem vissu náttúrulega betur.
Ćtli málarinn hafi ekki einnig orđiđ fyrir áhrifum af landakorti Olaus Magnusar af Íslandi og bók hans Historia de Gentibus Septentrialibus sem i fyrsta sinn kom út áriđ 1555, ţegar hann málađi ţríhnjúkana í málverkunum númer 4, 5 og 6 hér ađ ofan? Hjá Olaus Magnúsi er einmitt hćgt ađ sá fjöllin Heklu, Mons Crucis (Krossfjall) og eitthvert ţriđja fjall teiknađ á svipađan hátt.
"Listamađurinn" sem málađi verkin 24 hefur síđan látiđ ímyndunarafliđ sjá um afganginn í ćvintýraheimi hugsýnar sinnar. Mikiđ er af strýtumynduđum fjöllum og einkennilegum nöfnum eins og fjallinu Rauđamel (sjá efst í fćrslunni) og "Sukkertopperne". Nafniđ Sukkertoppen ţekkjum viđ einnig frá fjalli á Grćnlandi, sem reyndar svipar nokkuđ til sykurstrýtu.
Málverk ţessi geta vart skilgreinst sem "fínlist", en eiga miklu frekar heima í flokknum curiosa, ţótt greinilegt sé ţó ađ listamađurinn sé skólađur. Ţau minna mest á verk leiklistatjaldsmálara eđa ţeirra sem máluđu myndir á alţýđuhúsgögn. Ţetta eru fantasíulandslög, sem voru ekki óţekkt fyrirbćri frá og međ 17. öld og jafnvel fyrr í evrópskri list.
Fangamark Kristjáns konungs sjöunda
Aftan á einu málverkanna er samkvćmt Ólafi Inga stimpill (öllu heldur brennimark) međ fangamarki Kristjáns sjöunda Danakonungs. En ćtli Kristján Konungur, sem var geđsjúkur og hugsanlega geđklofi, hafi átt ţessar myndir á einhverju stigi? Hann var viđ völd frá 1766 til 1808, og var frćgastur fyrir ađ flakka á milli öldurhúsa Kaupmannahafnar í fylgd ţýskrar portkonu sem kölluđ var stígvélađa Katrín, ef hann var ekki ađ giftast 16 ára gamalli frćnku sinni til ađ fullkomna skyldleikarćktina. Kristján Konungur VII, eins ruglađur og hann var, hafđi ekki mikinn áhuga á fögrum listum og menningu og safnađi ekki málverkum. En nú hef ég ekki séđ ţetta fangamark konungs, svo ég veit ekki hvort um hann er ađ rćđa. Stendur ekki frekar OT (Otto Thott)? Otto Thott merkti reyndar ekki bćkur sínar međ fangamarki (monogrammi) en hann merkti myndir sínar. En ef fangamarkiđ er í raun Kristjáns 7. er ţađ kannski dágóđ vísbending um ađ myndirnar séu í raun frá hans tíma, en ţó ekki óyggjandi sönnun ţess.
Skip, fánar og bókstafir
Hér skal upp taliđ sitt lítiđ af hverju af ţví sem ég tel útiloka ađ myndirnar 24 séu málađar í Hollandi í lok 17. aldar.
Nokkrar myndanna sýna skip og báta. Ţar má m.a. greina skip ţau sem kallast heokers (húkkertur), sem Hollendingar hönnuđu fyrst og ţróuđu í lok 17. aldar, en sem ekki urđu algengar fyrr en á 18. öld, og voru notađar í mjög mörgum gerđum og stćrđum fram á ţá 19. Ekki tel ég líklegt ađ málari í Hollandi hafi málađ 18. aldar skip á 17. öld. Á málverkunum í Listasafni Íslands má sjá mismunandi húkkertur, 1-3 mastra.
Yslandsvarder, Íslandsfar, húkkerta. Koparstungan sem var gerđ af G. Groenewegen áriđ 1789 (G. Groenewegen, Verzameling van Vier en Tachtig Stuks Hollandsche Schepen, Rotterdam 1789).
Tvímöstruđ húkkerta. Sjómennirnir um borđ eru málađir óţarflega stórir.
Einmmöstruđ húkkerta
Textinn, sem málađur hefur veriđ á myndirnar í hćgri hornin efst, er ekki hollenska heldur danska og hann er ekki ritađur međ stafagerđ sem notuđ var á 17. öld. Gćti ţađ veriđ vegna ţess ađ upplýsingarnar hafi veriđ málađar á síđar en málverkin voru máluđ?
Ég tel ţó líklegra ađ ţessar myndir hafi veriđ merktar um leiđ og ţćr voru málađar. Lorentzen, sá er skráđi ţćr áriđ 1785, er ekki í vafa er hann kallar ţćr Vuer fra Island. Hann gat lesiđ ađ myndirnar vćru frá Íslandi. Textinn er skrifađur međ 18. aldar skrift á dönsku. Ef myndirnar eru frá 17. öld, líkt og Ólafur Ingi heldur, og áletranirnar eru málađar á síđari hluta 18. aldar, ţá er spurningin, hver hafi getađ gefiđ upplýsingar um nöfn íslenska jökla, fjöll og t.d. Almannagjá á 18. öld fyrir ómerktar myndir frá 17. öld?
Fánar á skipum eru heldur ekki hollenskir, svo sýnilegt sé, en sjaldan hef ég séđ málverk hollensk af skipum frá 17. öld, ţar sem hollenski ţríliti fáninn er ekki viđ hún. Hollendingar voru jafn stoltir af konungsfána sínum ţá, eins og ţeir eru af Oraníufánanum í dag á knattspyrnuvellinum, sem og hinum forljóta ESB-fána, en áhuginn á ESB fánanum er ţó farinn ađ dala nokkuđ eins og skiljanlegt er.
Eins vekur athygli, ađ sá sem málađ hefur myndirnar 24, hefur ekki málađ eitt einasta tré eđa hríslu (nokkrar hríslur eru á ţrítindunum á mynd 4 og á ás fyrir ofan húsiđ á mynd 9 hér ađ ofan). Ţađ útilokar ađ mínu mati erlendan mann sem komiđ hefur til Íslands, og sérstaklega Hollending, sem aldrei hefur komiđ til Íslands.
Uppruninn
Mér ţykir, međal annars vegna ofangreindra raka, ólíklegt ađ málverkin séu hollensk frekar en t.d. dönsk og gef lítiđ í einkunn fyrir ţćr tilhćfulausu yfirlýsingar um list Dana á 17. og 18. öld sem Ólafur kom međ í útvarpsviđtalinu
En ţegar á 17. öld stunduđu ţekktir hollenskir málarar, sem og málarar í öđrum löndum, reyndar margir ţá list ađ mála landslag og stađi sem ţeir höfđu aldregi augum boriđ. Til gamans má nefna sem dćmi málarann Cornelis de Man (1621-1706) frá Delft, sem áriđ 1639 málađi gífurlega áhugavert málverk af hvalveiđistöđ í íshafinu, Een Nederlandse trankokerij in de Noordliijke Ijssee, sem í dag hangir á Rijksmuseum í Amsterdam. Málverkiđ á ađ sýna hvalveiđistöđ hollenska hvalveiđasambandsins Noordse Compagnie (sem starfađi 1614-1648) á Smeerenburg á Spitzbergen, og sýnir í senn hvalveiđar, hvalskurđ, lýsisbrennslu og lýsiskaupmenn. Fjallasýnina á Smeerenburgh á Spitzbergen er ţó ekki hćgt ađ ţekkja á myndinni, en eldfjallinu Beerenberg á Jan Mayen hefur veriđ komiđ fyrir í í ýktri stćrđ bakgrunninum, en fjalliđ lítur svona út á myndinni.
Beerenbergh Willem Bleaus á Jan Mayen setti Kornelis de Man í bakgrunn myndar sem sýna átti Smeerenburg á Spitzbergen. Beriđ fjalliđ saman viđ fjalliđ sem Jan Bleau kortagerđamađurteiknađi áratugi fyrr.
Allt á mynd Cornelis de Man er málađ eftir fyrirmyndum, nálastungum og tréristum annarra og t.d. landakorti Willems Bleaus af Jan Mayen frá 1620-30, en allt annađ á málverki de Mans byggir á góđu ímyndunarafli hans og ef til vill upplýsingum sem hann hefur fengiđ frá hvalveiđimönnum og lýsisbrćđslukörlum. De Man kom nefnilega aldrei til Jan Mayens og ţađ sem hann málađi var hvorki Spitzbergen né Jan Mayen, en samt dálítiđ ađ hvoru. Sama á ugglaust viđ um myndirnar af Íslandi sem gefnar voru Listasafni Íslands áriđ 1928. Ţćr eru eins og áđur segir ekki málađar af neinum meistara, en höfundur hefur haft hliđsjón af eldra myndefni úr ferđalýsingum og af kortum Willem Bleaus og Abrahams Orteliusar og jafnvel ristum úr bók Olaus Magnusar um ţjóđir norđursins frá 1555 og Íslandskorti hans frá 1539.
En eins og áđur greinir tel ég ţó ekki ađ leita ţurfi uppruna myndanna í Hollandi á 17. öld.
*
Í öđrum hluta ţessarar greinar, (sem birtist brátt), set ég fram tilgátu mína um hver hafi málađ myndirnar 24, sem upphaflega voru 32. Sú fćrsla fjallar um ađ menn geti stundum ţurft ađ líta sér ađeins nćr.
Meginflokkur: Gamlar myndir frá Íslandi | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt 3.9.2019 kl. 15:52 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.