Hvalasaga - 2. hluti
6.2.2014 | 10:17
Ýmis konar heimildir um hvalveiđar fyrri alda á Norđurslóđum eru til. Nú fleygir fornleifafrćđinni fram og fornleifarannsóknir sem gerđar hafa veriđ á Spitsbergen, Íslandi og Nýfundnalandi veita okkur haf af upplýsingum sem ekki voru áđur ţekktar.
Á okkar tímum má finna öfgafyllstu hvalavinina á međal Hollendinga. Um tíma hélt ég ađ annar hver Hollendingur vćri annađ hvort öfgafullur ESB sinni eđa haldinn enn öfgafyllri hvalaţrá. Fyrr á öldum voru Hollendingar aftur á móti ein stórtćkasta hvalveiđiţjóđ í heiminum. Ţess vegna er til margar heimildir um iđnvćddar hvalveiđar Hollendinga, og sumar ritheimildir um ţađ efni eru enn órannsakađar. Hugsanlega kann eitt og annađ ađ finnast ţar um hvalveiđar viđ Íslands. Viđ Íslendingar höfum varđveitt annála frá 17. öld sem upplýsa um upphaf ţessara mikilvćgu veiđa viđ Ísland, en nú bćta frábćrar fornleifarannsóknir í eyđurnar. Enn hafa ekki fundist leifar eftir hvalveiđiútgerđir Baska viđ Íslandsstrendur, en ţađ er ađeins tímaspursmál, hvenćr slíkar minjar finnast.
Hvalveiđar og lýsi í list
Eitt skemmtilegasta heimildasafn um hvalveiđar á 17. og 18. öld er ađ finna í alls kyns myndefni, sér í lagi frá Hollandi, hvort sem ţađ eru málverk, prentverk, teikningar eđa annađ. Áhugi Hollendinga á hval var gríđarlegur, eins og öllu sem ţeir sáu arđ í á gullöld sinni á tíma hollenska lýđveldisins.
Myndirnar sýndu mikilvćgan iđnađ, sem gaf af sér mikilvćga vörur, t.d. hvalalýsiđ, sem notađ var til götulýsinga og vinnslu á brennisteini til púđurgerđar. Dýrasta lýsiđ var hins vegar höfuđlýsi, einnig kallađur hvalsauki. Ţađ var unniđ úr fitu úr höfđi búrhvala og annarra hvala. Hvalsaukinn varđ fljótandi viđ 37°C en storknađi viđ 29 °. Taliđ er ađ ţessi olía stýri flothćfni hvala. Fyrrum óđu menn í villu um eđli olíunnar og töldu hana vera sćđi, ţar sem hún ţótti minna á sćđi karla og var kalla spermaceti (dregir af sperma og ceti, sem er latneskt orđ fyrir hvali). Úr stórum búrhval gátu menn fengiđ um 3-5 tonn af ţessari merku olíu, sem var notuđ í snyrtivörur smyrsl, kerti og margt annađ.
Ríkir útgerđamenn í hollenskum bćjum ţar sem hvalaútgerđin hafđi heimahöfn létu útbúa fyrir sig skápa međ myndum af hvalveiđum. Húsgaflar hvalveiđiskipstjóra voru skreyttir međ lagmyndum af hvalveiđum og ýmsir smćrri gripir voru skreyttir međ myndum af hvalveiđum. Hvalskíđi voru notuđ í alls kyns vöru, t.d. regnhlífar, en einnig í ramma utan um myndir, í öskjur og mismunandi heimilisiđnađ.Skođi mađur málverk og myndir af hvalveiđum Hollendinga á 17. öld, er oft hćgt ađ finna hafsjó af upplýsingum, ţó svo ađ myndirnar hafi ekki veriđ málađar af mönnum sem sjálfir ferđuđust til Spitsbergen, Jan Mayen, Grćnlands og Íslands. Áđur hef ég greint frá málverki Cornelis de Man af Smeerenburg (sem yfir á íslensku er hćgt ađ ţýđa Spikbćr) á Spitsbergen (sjá enn fremur hér). Ţar er mikiđ um ađ vera og stórir brennsluofnar í notkun. Leifar af ofnum í líkingu viđ ţá sem sjást á málverkinu hafa ekki veriđ rannsakađir á Spitsbergen, og hafa ekki fundist. Prentmyndir (ristur) annarra listamanna myndir sýna ef til vill raunsćrri mynd af vinnu viđ hvalinn í landi og ofna sem líkjast meira ţeim sem rannsakađir hafa veriđ, t.d. á Strákatanga og á Spitsbergen. Ţeir eru af sömu stćrđ (sjá fyrri fćrslu). Listamađurinn de Man hefur líklega sett spikofna eins og hann ţekkti ţá frá Hollandi inn á mynd sína, eins og svo margt annađ.
Málverk eftir Abraham Storck. á Rijksmuseum het Zuiderzeemuseum, Enkhuizen. Klikkiđ nokkrum sinnum međ músinni á myndina til ađ sjá smáatriđin.
Tvö málverk Abrahams Storcks (1644-1708) sýna úrval ađ ţví sem gerist viđ hvalveiđar og hvalavinnslu á norđurslóđum. Ţó ađ allt sem á myndunum sjáist sé ekki nákvćmt, eru ţćr frábćr heimild, jafnvel ţó svo ađ listamađurinn hafi aldrei sett fćru á Spitsbergen. Hann hafđi heimildarmenn, og notađist viđ teikningar annarra listamanna og safaríkar frásögur hvalveiđimanna sjálfra.
Skođiđ ţennan hluta málverksins efst, og klikkiđ á myndina til ađ skođa smáatriđ. Er ţetta er miklu skemmtilegra en sjórćningjamynd? Málverkiđ tilheyrir Rijksmuseum í Amsterdam.
Föt hvalveiđimanna
Gaman er bera saman hinar mismunandi heimildir um hvalveiđar á 17. öld. Skođar mađur til dćmis vel föt og flíkur hvalveiđimanna á málverkum hollenskrar gullaldar, er ćvintýri líkast ađ sjá ţau föt sem fundust viđ fornleifarannsóknir á gröfum hvalveiđimanna á Smeerenburg. Stćkkar mađur brotiđ úr mynd Abrahams Storcks hér fyrir ofan mćtti halda ađ ţarna vćru ţeir komnir sem létust viđ störf sín ţegar ţeir dvöldu á Spitsbergen.
Tengd efni:
Kaptajn, Křbmand og Helligmand
Allen die willen naar Island gaan
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Fornleifar, Hvalveiđar, Málverk | Breytt 7.2.2014 kl. 08:56 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.