Fiskveiđimaskína Sćmundar Magnússonar Hólm

saemundur_fornleifur.jpg

 

Ekki alls fyrir löngu skrifađi ég um 24 olíumálverk frá Íslandi sem Ţjóđminjasafninu áskotnađist áriđ 1928 úr dánarbúi dansks baróns. Ţau eru nú geymd í Listasafni Íslands. Myndirnar áttu ađ sýna ýmsa stađi á Ísland, en sýna miklu heldur ímyndunarafl listamannsins sem málađi myndirnar. Ég tel nokkuđ víst, ađ Sćmundur Hólm (1749-1821) hafi veriđ höfundur myndanna og ađ hanni hafi selt ţćr Otto Thott greifa. Fćrđi ég fyrir ţví ýmis rök (sjá hér og hér).

Otto Thott greifi skildi eftir sig meira sem Sćmundur hafđi gert og selt honum. Greifinn hefur ugglaust veriđ velunnari margra stúdenta á listaakademíunni í Kaupmannahöfn, en ţar var Sćmundur fyrsti Íslendingurinn sem stundađi nám. Otto Thott var líka mikill bóka og handritasafnari og safnađi m.a. ritum upplýsingaaldar. Eftir hann liggur eitt merkilegasta safn pólitískra ritlinga á franska tungu, sem margir hverjir varđveittust í Danmörku en ekki í ringulreiđ byltingar í Frakklandi fallaxarinnar. Thott greifi var afar upplýstur mađur. Hann safnađi sömuleiđis bókum og ritum um alls kyns atvinnubćtur og nýjungar í anda upplýsingaaldarinnar. Hann unni sömuleiđis mjög myndlist og fornum frćđum, ţó svo ađ hann hefđi ekki hundsvit á ţeim efnum. Í höll Thotts á Gavnř á Suđur-Sjálandi hangir fjöldi málverka af ţekktum persónum sögunnar. Myndirnar eru greinilega málađar eftir prentmyndum og koparristum. Gćđin eru ekki mikil og ţađ lćđist ađ manni sá grunur ađ Thott greifi hafi látiđ mála ţessar myndir fyrir sig á akademíunni. Vel get ég ímyndađ mér ađ Sćmundir ćtti ţar einhver verkanna.

Machina Sćmundar Hólm

Sćmundi var meira til listanna lagt. Hann úthugsađi líka vélar, Machinu, til fisk og selveiđa. Hann settist niđur og handritađi lítinn ritling á kynvilltri dönsku og myndskreytti, ţar sem hann lýsti tillögum sínum ađ veiđiađferđum á fiski og selum sem honum hafđi dottiđ í hug. Ritlinginn kallađi hann Nogle Tanker om Fiske og Laxe Fangsten.

Ég tel nćsta víst ađ verkiđ Traité général des pesches, et histoire des poissons qu'elles fournissent  (Almennar frásögur af fiskveiđum, og saga af fiski ţeim sem ţćr fćra) hafi haft einhver áhrif á Sćmund. Höfundar verksins voru Henri-Louis Duhamel du Monceau (1700-1782), sem var einn af risum upplýsingaaldarinnar í Frakklandi, og Jean-Louis De La Marre. Byrjađ var ađ gefa út ritiđ, sem var í ţremur bindum, í París áriđ 1769. Hér er hćgt ađ fletta verkinu góđa.

silungar.jpg
Teikning af laxfiskum í bók  Duhamel du Monceau og de la Marre

 

Ugglaust hefur ţetta verk veriđ til í einkabókasafni Thotts greifa, og einn ţeirra 120.000 titla sem eftir hans dag voru seldir hinu Konunglega Bókasafnsins. Eins tel ég nokkuđ öruggt ađ Sćmundur hafi komist í ţetta verk og hugsanlega hjá greifanum. Ţađ var ekki langt ađ ganga frá Listaakademíunni yfir í Kaupmannahallarslot Thotts, sem kallađ var Det Thottske Palae, sem á okkar tímum hýsir franska sendiráđiđ í Danmörku. Svo tilgátusmíđum og vangaveltum sé haldiđ fjálglega áfram, ţykir mér allt eins líklegt ađ Sćmundur hafi, líkt og íslendinga er siđur, sniglast í kringum fyrirmenn og fengiđ ađ skođa og lesa í ţessu merka franska verki um fiskveiđar og fiskirćkt.

Ljóst ţykir mér af öllu, ađ Sćmundur hafi veriđ okkar fyrsti Georg gírlaus, en greinilega var hann einnig haldinn vćgum átisma. Hann gat ekki lćrt dönsku sér til gagns, og latína var ekki hans sterka hliđ ef dćma skal út frá fleygum orđum á latínu á forsíđunni. En hann sá hins vegar smáatriđi í eldgosum og úthugsađi vélar í smáatriđum til ađ efla veiđar. Ekki ćtla ég ađ dćma um notagildi fiskivélar Sćmundar, en skemmtileg er hugmyndin.

tabula_vii_skarp_c.jpg
 
tab_iii_karlar_1245452.jpg
Hugmyndir Sćmundar Hólm
 
part_2_section_2_plate_17_b.jpg
Úr bók  Duhamel du Monceau og de la Marre 
 

Hvort Sćmundur hefur hugsađ sér ritkorn sitt til útgáfu, er ekki hćgt ađ segja til um međ vissu, en ţađ ţykir mér ţó líklegt. Greinilegt er út frá lýsingum á stađháttum ađ Sćmundur hefur haft íslenskt umhverfi í huga, enda hvergi neitt landslag í núverandi Danmörku sem líkist ţví sem hann lýsir í ritlingnum. Handritiđ komst í safn Háskólabókavarđarins, guđ og sagnfrćđingsins Abrahams Kall, sem var einnig mikill safnari í samtíđ sinni. Safn hans var síđar selt Konunglega bókasafninu. Handritiđ međ ţönkum Sćmundar um fisk og laxveiđar fékk handritaeinkennisstafina Kall 628 b 4to.

Hér skal ráđin bót á ţekkingarleysi Íslendinga á ţessu framtaki Sćmundar Hólm. Fornleifur gefur hér međ út lýsingu Sćmundar Magnússonar Hólm á fiskveiđimaskínu hans. Bókina er ekki hćgt ađ kaupa.

Hér er hćgt ađ lesa ritling Sćmundar Hólms Nogle Tanker om Fiske og Laxe Fangsten og hér má betur skođa myndir ritlingsins.

Hér er síđan hćgt ađ lesa afritun mína af af textanum í ritlingnum međ myndum Sćmundar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Áriđ hefur veriđ  1952

Ég og vinur minn fengum járnsmiđ sem viđ ţektum til ađ smíđa fyrir okkur stóra gjörđ  ca. 2,5-3 m. í ţvermál.

Viđ bundum síldarnet á gjörđina ţannig ađ ţađ myndađi grunnan poka. Viđ bundum fjóra tauma í gjörđina og ţeir sameinuđust í löngum kađli. Viđ festum síldarbita á taumana.

Síđan létum  viđ háfinn síga fram af bryggjuendanum á stćrstu bryggjunni á Akranesi.

 Ţar var vel djúpt. Viđ létum háfinn liggja á botni í ca. 15-20 mín. Ţá lćddum viđ kađlinum varlega á axlirnar á okkur og hlupum upp bryggjuna ţar til viđ vorum vissir um ađ háfurinn vćri kominn uppúr.

Aflinn var ótrúlega mikill. Stundum tugir fiska. Marhnútur,ţyrsklingur og koli .Viđ stálum handkerrum sem trillukarlarnir áttu.  Afla dagsins slefuđum viđ síđan upp bryggjuna og á hafnarvogina og sturtuđum síđan í ţró sem var fyrir brćđslu fisk.

Ţetta gerđum viđ litlir átta ára strák pattar í ţónokkra daga og karlinn á voginni  glotti í kampinn.

Síđan fengum viđ uppgjör og aflinn sagđur 800 kg. Viđ skiptum jafnt og ég gat keypt lugt og bjöllu á hjóliđ mitt. Ég var ekki ánćgđur og fannst viđ prettađir. Og hér líkur minni útgerđarsögu.

Ekki man ég hvernig viđ fengum leiđbeiningar um gerđ háfsins góđa. Ef til vill sáum viđ mynd í bók.  

Snorri Hansson, 9.9.2014 kl. 02:57

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Snorri, og ţakka ţér fyrir ţessa skemmtilegu útgerđarsögu.  Ţađ er ekki ađ spyrja af Skagamönnum.  Ţiđ strákarnir hafiđ örugglega sett heimsmet í ţessu mikilfenglega dorgi ykkar á bryggjunni og offiskađ smkv. Hafró. Stofninn viđ bryggjurnar á Akranesi hrundi bókstaflega og hefur enn ekki náđ sér. Ef ESB heyrđi ţessa sögu, myndi sambandiđ setja ykkur á hryđjuverkalistann. Ţiđ stefnduđ stofnstćrđum í ESB í hćttu međ ţessu athćfi ykkar.

Aumingja Fornleifur, sem í ćsku dró fáeina olíumettađa smákola og marhnúta upp úr Reykjavíkurhöfn beygir sig í lotningu. Ćtli Sćmundur hafi ekki veriđ međ ykkur í anda, eins og ţađ er kallađ? Karlinn var kannski ekki eins galinn og mig grunađi.

FORNLEIFUR, 9.9.2014 kl. 05:01

3 Smámynd: Snorri Hansson

Ţú verđur ađ lofa ađ láta ESB ekki vita af ţessum glćp.

 Eftir á ađ hyggja virđist kolinn og ţorskurinn hafa jafnađ sig en ég hef ekki heyrt neinar sögur  af stofnmćlingum marhnúts !?

Ţegar viđ strákarnir vorum ađ dorga (á fćri) í höfninni á Akranesi  ţá hentum viđ marhnútnum  í sjóinn aftur.

En ţađ var ein regla.:  Var hann í sparifötunum? (Marhnúturinn var ekki alltaf eins á litinn.)

Ef hann var í sparifötunum ,ţá sprćndum viđ uppí hann áđur en honum var sleppt.  

Snorri Hansson, 9.9.2014 kl. 13:25

4 Smámynd: Snorri Hansson

Ţađ er rétt ađ geta ţess Fornleifur.

Ađ framkvćma ţessa skylduathöfn, töldu viđ guttarnir vera ţađ sem var lang hćttulegast viđ bryggjuveiđar.

Snorri Hansson, 9.9.2014 kl. 14:50

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţađ er ekki ađ spyrja af Skagamönnum. Alltaf er typpiđ á ţeim uppí einhverju. En ţó lengi verđi leitađ, ţá er ţetta líklegast undarlegasta veiđiađför sem ég hef heyrt um, ţó víđa vćri leitađ, og líka í ESB.

FORNLEIFUR, 10.9.2014 kl. 15:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband