Svartir sjóliđar á Íslandi

hverager_i_1957.jpg

Fornleifur er áhugamađur um sögu svarta mannsins á Íslandi og hefur gert sér far um ađ skrifa um hana í stađ ţess ađ fárast út af ţví hvađa orđ mađur notar um fólk sem er svo dökkt á hörund ađ ljósara fólk getur ekki tekiđ sér ţau orđ í munn.

Hér úti á vinstri vćngnum má lesa eilítiđ um sögu svarta mannsins á Íslandi eftir ritstjóra Fornleifs. Ţađ á viđ ađ hafa ţađ til vinstri ţví ţar í pólitíkinni ímynda margir sér, ađ ţeir beri mesta virđingin fyrir minnihlutum og séu sérleyfishafar á réttar skođanir og hugsanir. Ţađ er nú vart ađ ég ţori lengur ađ nota nokkuđ orđ um blökkumenn, ţví sama hvađ mađur skrifar, ţá kemur oft kolruglađ fólk, og segir mér ađ ekki megi mađur nefna svarta međ ţví orđi sem ég nota; ađ mađur sér kynţáttahatari ef mađur noti eitthvađ tiltekiđ vitameinlaust orđ. Heyrt hef ég ađ svertingi, negri, svartur, blökkumađur, ţeldökkur séu orđin algjör bannorđ hjá háheilögu fólki, svo ekki sé nú talađ um surt og blámenn. Mikill vandi er okkur á höndum, ţegar máliđ fer ađ flćkjast fyrir okkur.

Hér eru tvćr furđugóđar myndir af svörtum  mönnum sem komu viđ á Íslandi. Sú efri er tekin áriđ 1957 í Hveragerđi og eru ţetta foringjaefni frá Kongó úr sjóher Belgíu. Hattamerki ţeirra sýnir ađ ţeir hafa tilheyrt ţeim hluta sjóhersins Belgíu sem hafđi ađsetur í Kongó.  Kragamerki sýna ađ ţeir voru "officer candidates"  (undirforingjaefni).

Offiserarnir ţeldökku komu hingađ á belgísku herskipi og var fađir minn oft leiđsögumađur fyrir áhafnir belgískra og hollenskra NATÓ-skipa. Ţađ var einmitt í einni slíkri ferđ, ađ pabbi sagđi áhöfninni ađ setja vasaklútana sína í hverinn Grýtu í Hveragerđi, sem stundum er kölluđ Grýla. Svo var sett grćnsápa í gatiđ. Andstćtt ţví sem oft hafđi gerst áđur, ţegar fađir minn lék ţennan leik, komu engir hreinir vasaklútar. Ţađ koma alls engir vasaklútar upp í nćstu gosum. Menn gátu vitaskuld ekki beđiđ endalaust eftir snýtuklútum sínum, svo lagt var ađ stađ án nýţveginna vasaklúta. Skömmu síđar munu tugir klúta hafa legiđ allt í kringum Grýtu og voru ţeir jafnvel bundnir saman a hornunum.

Líklega hefur Kongómönnum ţótt gaman og heimilislegt í bananalundi Hvergerđinga. Gaman vćri ađ vita hvađ foringjaefniđ međ myndavélina hefur tekiđ af myndum á Íslandi - hvađ hefur honum ţótt áhugavert ađ ljósmynda í ţví landi sem honum hefur ugglaus ţótt álíka framandi og hvítbleikum íslendingi ţćtti allt í Kongó? Ef ţessir menn eru á lífi, eru ţeir líklega komnir fram á nírćđisaldurinn.

svartir_sjoli_ar_1940-43_svavar_hjaltested.jpg

Neđri myndin er hins vegar eins og sjá má tekin í Bankastrćti. Nánar tiltekiđ fyrir utan Bankastrćti 3. Ţar sem vikublađiđ Fálkinn hafđi til húsa. Myndin, sem sýnir dáta af bandarísku skipi sem kom viđ í Reykjavík í síđara heimsstríđi, er sennilegast tekin af Svavari Hjaltested ritstjóra, en hann mun síđar hafa lánađ hana Gunnari M. Magnúss sem ćtlađi ađ nota hana í bókarverk sitt "Virkiđ í norđri". Hvort myndi birtist í bókinni veit ég ţó ekki.

Ljósmyndin af matrósunum birtist hins vegar ekki í Fálkanum. Ađ lokum lenti myndin á Ţjóđminjasafninu og kom úr búi Gunnars. M. Magnúss. Vafalaust eru flestir mannanna á myndinni löngu látnir - og nei, ţetta er ekki hann Morgan Freeman ţarna fyrir miđju.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband