Nćla frá Vađi

Allmargir gripir sem ćttađir eru frá austurhluta Skandinavíu og löndunum viđ botn Eystrasalts hafa fundist í jörđu á Íslandi. Sumir ţessara gripa eru greinilega gerđir ţar austur frá, en ađrir eru undir stíláhrifum ţađan. Í raun hafa fundist fleiri gripir frá Eystrasaltslöndunum norđanverđum en gripir sem óyggjandi er hćgt ađ tengja Írlandi eđa svokölluđum keltneskum stíláhrifum.

Nćlan frá Vađi í Skriđdal 2
Ljósm. Ívar Brynjólfsson. Ţjóđminjasafn Íslands.

Nćlan frá Vađi í Skriđdal í Suđur-Múlasýslu fannst í kumli áriđ 1894 en kom á Forngripasafniđ tveimur árum síđar, Ţađ er til góđ lýsing á fundi hennar frá 1897 eftir Stefán Ţórarinsson:

Ţess skal ţá fyrst getiđ ađ ţessi stađur er rétt fyrir utan og ofan túniđ á Vađi  á snöggu grasbarđi. Ţannig var variđ ađ utan af ţessu barđi hefi blásiđ, grasrótin og moldin, sem mun vera c. 3 kvartél á ţykkt ofan á aur. Svona hefur haldiđ áfram ađ blása upp ţar til komiđ var ađ beinunum, ţá lomu ţau í ljós. Auđvitađ sást ekki nema höfuđkúpan sem upp var komin, en ţegar grafiđ var svo sem 4-5 ţuml., og sumstađar ekki nema 2-3 ţuml., ţá komu öll beinin í ljós. Öll mannabeinin sáust bćđi tábein og fingur, nema hvađ ryfbein og hryggur var farin ađ fúna, ţar sem innýflin höfđu legiđ

Eftir ţví sem eg ţekki best til átta, ţá lág mađurinn frá há norđri til há suđurs, ţannig ađ höfuđiđ snöri suđur, en fćturnir norđur. Beinin lágu öll reglulega, og var auđ séđ, ađ viđ ţau hefđi aldrei veriđ átt. -  Sverđ ţađ sem sumir segja ađ hafi fundist hef ég ekki getađ fengiđ áreiđanlegar sagnir um, enda hefđi ég best getađ trúađ, ađ ţađ vćri ósatt? En Björn á Vađi segiđ ţađ satt vera ađ ţar hafi fundist hnappar nokkuđ einkennilegir, en víst eru ţeir tapađir. Brjóstnálina fann eg af ţeirri ástćđu ađ ţegar ég sá höfuđkúpuna, ţá fór eg ađ grafa ţar niđur og fann eg ţá strax nálina hjá hálsinum.

Ég tók öll beinin saman og gróf ţau í sama stađ niđur, ţó nokkru dýpra. Ţess skal getiđ ađ barđiđ er ekki blásiđ lengra upp inneftir en rétt yfir beinin, svo fleiri bein geta ef til vil veriđ ţar. Sendi form. Forngripasafnsins mann hér austur ţá er ég jafnan reiđubúinn ađ gefa ţćr upplýsingar er ég get af ţessum fundi mínum.

Borrodýriđ frá Vađi

Ţessi hringlaga nćla, sem er úr koparblöndu, er steypt og lokuđ ađ aftan međ plötu sem nál er fest á. Bronsplatan, sem hangir í keđjunum og sem á eru leifar af gyllingu, er međ skrautverki í Borróstíl. Nćlan, keđjurnar og axalaga plötu sem hanga á ţeim benda til stíláhrifa frá baltnesku löndunum eđa Rússlandi og ađ hún sé frá 10. öld. Svipađar nćlur finnast í Finnlandi, norđur í Ţrumu (Troms) í Norđur-Noregi, en finnast hins vegar ekki í sunnan- og  vestanverđri Skandinavíu. Austrćnir hlutir finnast afar sjaldan ţar. Tvćr mjög líkar nćlur hafa fundist á Íslandi.

Baltneskir, rússneskir og finnskir gripir, sem finnast í Norđur-Noregi, eru jafnan tengdir samískri búsetu eđa verslun Sama á ţessum slóđum. Samar, sem áđur voru kallađir Lappar, hlutu ekki verđskuldađa athygli í fornleifafrćđinni fyrr en fyrir nokkrum áratugum, og ekki eru mörg ár síđan ţessi frumbyggjar Skandínavíu voru var nefndir í bókum um víkingaöldina. Ţjóđernisnćrsýni norrćnnar fornleifafrćđi og sagnfrćđi gerđi ţađ ađ verkum ađ hlutu Sama í menningu járnaldar gleymdist og ađ ţeir voru jafnvel taldir óćđri Skandínövum. Ţótt enn sé vinsćlt ađ sjá Sama í hlutverki náttúrubarnsins eru frćđimenn nú sammála um mikilvćgi ţeirra fyrir menningar- og verslunartengsl í Norđur-Skandinavíu á járnöld og miđöldum.

Verslunarhćfileika Sama könnuđust fyrstu landnemar á Íslandi vel viđ, enda margir ţeirra ćttađir úr nyrstu héruđum Noregs og voru  jafnvel af samískum ćttum. Rannsóknir danska mannfrćđingsins Hans Christian Petersens  í Ţjóđminjasafni sumariđ 1993 á beinum fyrstu Íslendinganna virđast eindregiđ benda til ţess ađ ţau tengsl kynni ađ vera meiri en t.d. Landnámabók getur um. Austrćnir gripir á Íslandi gćti ţví sýnt tvennt. Annars vegar verslunartengsl viđ Norđur-Skandínavíu, og hins vegar skyldleika Íslendinga viđ ţá sem ţar bjuggu.

Grein ţessi birtist fyrst í bókinni Gersemar og Ţarfaţing  (1994), bók sem Ţjóđminjasafn Íslands gaf út á 130 ára afmćli safnsins og sem Árni Björnsson ritstýrđi. Örlitlar viđbćtur hafa veriđ gerđar viđ grein mína hér.

Ítarefni:  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, "Archaeological Retrospect on Physical Anthropology in Iceland". Populations of the Nordic countries Human population biology from the present to the Mesolithic." [Proceedings of the Second Seminar of Nordic Physical Anthropology, Lund 1990. Editors Elisabeth Iregren and Rune Liljekvist ]. Report Series from the Archaeological Institute, University of Lund No. 46 (1990), 198-214. Hćgt er ađ lesa greinin hér í pdf sniđi, en dálítinn tíma tekur ađ hlađa hana niđur.

SJSAMI~1
Ivar Samuelsen, Sami frá Finnmörku

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband