Einn á kjammann

Ţjórsárdalur Tori

Ef ţú ert međ beingarđ á innanverđum neđri kjálka, ţá áttu líklega ćttir ađ rekja til Norđur-Noregs og Sama. Samískan uppruna Íslendinga ţekkjum viđ úr fornbókmenntum okkar. Viđ erum ófá sem rakiđ getum ćttir okkar til hálftrölla og lappa á Hálogalandi. Rannsóknir danska líkamsmannfrćđingsins Hans Christians Petersens, sem rannsakađi elstu mannabeinin á Íslandi á síđasta tug 20. aldar, leiddu einnig í ljós ađ Íslendingar voru, hvađ varđar hlutfall í lengd útlimabeina mjög skyldir fólki í Norđur-Noregi ađ fornu.

Torus mandibularis og Torus Palatinus eru einkenni sem voru algeng í Íslendingum ađ fornu og munu enn vera nokkuđ algeng á Íslandi. Torus Mandibularis er beinabreyting, hnúđađ ţykkildi fyrir neđan tennur í innanverđum neđri kjálka. Ţykkildi ţetta, sem getur veriđ mjög mismunandi af stćrđ og útliti, er taliđ vera til komiđ vegna erfđaţátta í bland viđ annađ, t.d. mikla tuggu. Ţetta fyrirbćri á neđri kjálka tengist oft beingarđi á miđjum efri góm, torus palatinus. Einkennin birtast ţegar á barnsaldri og aukast venjulega ţegar menn vaxa úr grasi. Sumir láta fjarlćga Tori Mandibularis og Palatinus, ef ţessar beinamyndanir eru til mikilla óţćginda.

Vísindamenn deila enn um hvort Tori séu eingöngu erfđaţćttir eđa erfđaţćttir í bland viđ mikla notkun kjálkans. Ţar sem ţessi einkenni er enn ađ finna í Íslendingum, ţó svo ţeir stundi ekki neina óhóflega tuggu og noti kjálkann lítt til mjög stórra verka fyrir utan ađ rífa óhóflega mikinn kjaft, ţá finnst manni nú öllu líklegra ađ ţessi beinaţykkildi séu fyrst og fremst til komin vegna erfđa. Ég tel ađ beinvöxtur ţessi sýni hugsanlega skyldleika Íslendinga viđ frumbyggja Skandinavíu, Sama (Lappa), sem einnig eru og voru međ ţessi einkenni.

Kjálkarnir á efstu myndinni eru allir fundnir viđ rannsóknir í Ţjórsárdal. Kjálkar Ţjórsdćla eru athyglisverđir. Stóri kjálkinn til hćgri á myndinni efst er úr karli sem borinn var til grafar í kirkjugarđinum á Skeljastöđum, sem var nćrri ţar er Ţjóđveldisbćrinn í Ţjórsárdal er í dag. Kjálkar einstaklinga í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal, sem rannsakađur var áriđ 1939, bera margir ţessa beinabreytingu.

Áđur en kristin greftrun uppgötvuđust viđ fornleifarannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal áriđ1992, og vörpuđu ljósi á ađ sú rúst, sem fornfrćđingar kölluđu útihús áriđ 1939, var í raun kirkja, fannst mannstönn og brot (sjá efst) af kjálka úr manni međ jaxli í fyllingarlagi yfir gröfunum. Kjálkabrotiđ sýnir ađ skyldleiki hefur veriđ međ ábúendum á Stöng og á Skeljastöđum. Ef til vill sýnir ţessi ţáttur einnig, ađ ábúendur í Ţjórsárdal hafi átt ćttir sínar ađ rekja til Norđur-Noregs, ţar sem ţessi einkenni eru algengari en annars stađar á ţeim svćđum ţađan sem Íslendingar eru frekast taldir geta rekiđ ćttir sínar. Minni kjálkinn hér ađ ofan er úr konu sem fannst í heiđnu kumli í Hólaskógi í Ţjórsárdal. Hún gćti hafa átt ćttir sínar ađ rekja til Sama.

Skeljastađir torus

Tori eru einnig algengir međal ţjóđarbrota í Síberíu, í Japönum, Inúítum og ákveđnum hópum af Indíánum.

Mér dettur í hug ađ kannski tengist tori miklu fiskiáti í bland viđ mikinn mjólkurmat? Hver veit?

torus mandibularis

Ljósmyndin efst var tekin af Ívar Brynjólfssyni, Ţjóđminjasafn Íslands.

Ítarefni: 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1990. "Archaeological Retrospect on Physical Anthropology in Iceland. Í Populations of the Nordic countries Human population biology form the present to the Mesolithic." [Proceedings of the Second Seminar of Nordic Physical Anthropology, Lund 1990. Editors Elisabeth Iregren and Rune Liljekvist ]. Report Series from the Archaeological Institute, University of Lund No. 46 (1990), 198-214. (Sjá hér).

Svend Richter og Sigfús Ţór Elíasson 2007. Beingarđar neđri kjálka: Torus mandibularis. Tannlćknablađiđ 1.tlb. 25. Árg. 2007,  21-28. (Sjá hér)  [Í ţessari grein gefa höfundar sér ađ Íslendingar hafi komiđ frá Bretlandseyjum, Noregi og Danmörku, en blöndum viđ Sama er ekki nefnd á nafn].


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

 Ţetta er athyglisvert.  Hef nokkrum sinnum rekiđ mig á ađ fólk sem skilur hvorki  íslensku né Finnsku en hefur heyrt  Finna tala , ţađ telur okkur Íslendinga vera Finna ţá ţađ heyrir hljómfalliđ.  

Margt er og líkt međ orđum í norđur Sćnsku og Íslensku.  Móđir mín er úr Örćvum og Mýrdal og hafđi ađeins asísk einkenni, ég hef svona beingarđa í neđrigóm.

Hrólfur Ţ Hraundal, 7.2.2012 kl. 23:38

2 identicon

Voru Húnar međ ţetta?    Eitthvađ flćktust ţeir til norđurlanda í bland viđ Herúlana ađ sumir telja.  Ţađ er ţó nokkuđ mongólalegt útlit á ýmsum Íslendingum,há kinnbein og ađeins píreygđir. Ţađ er raunar ýmislegt sem bendir til samgangs forfeđra Íslendinga viđ Asíu. Hundar međ hringađa rófu og upprétt eyru  finnast í Japan (nauđalíkir ţeim Íslenska) og svo hjá eskimóum.  Einhverja "slóđ" minnir mig ađ Karl Kortson dýralćknir hafi taliđ sig sjá eftir íslensku sauđkindina. Ţ.e. leifar af svipuđum stofnum í Danmörku eđa Ţýskalandi. 

Svo má náttúrulega nefna frásögn Heimskringlu af ţjóđflutningum frá Ásgarđi til Svíţjóđar sem eru nú ekki vitlausari en svo ađ sumt er hćgt er ađ tímasetja t.d. út frá 3 ára kuldaskeiđi í Evrópu.

Afskaplega erum viđ nú líklega samt blandađur stofn, Íslendingar.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 8.2.2012 kl. 01:36

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Nafni minn sćll! Hér ert ţú kominn út á hálan ís. Samkvćmt ţeirri „mannfrćđi“, sem kennd er í háskólum Vesturlanda er hugtakiđ „kynţáttur“ ímyndun ein, uppátćki illmenna sem vilja drepa gyđinga (sem raunar eru alhvítir). Háskóla- mannfrćđingar telja, ađ nú sé uppi einhver „nútímamađur“ ( Modern Human) sem sé alls stađar eins, ţannig ađ t.d. indíánar og Ástralíu- frumbyggjar, Danir og dvergsvertingjar séu allir nákvćmlega eins. Ađeins umhverfi og uppeldi sé öđru vísi. Ţessi pistill ţinn er hins vegar gegnsósa af argasta rasisma og yrđi örugglega harđlega fordćmdur í „háskólasamfélaginu“ ţar sem fyrrnefndar kenningar eru allsráđandi.

Vilhjálmur Eyţórsson, 8.2.2012 kl. 03:42

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Nafni, ţú ert víst enn sem komiđ er sá eini sem skrifađ hefur orđiđ kynţáttur í tengslum viđ fćrslu mína. Ég nota ekki orđiđ í frásögn minni, en ekki er ég hrćddur viđ ţađ. Ég hlakka til ađ fá gagnrýni frá háskólasamfélaginu. Viđ erum öll meira eđa minna "rasistar", sumir ţora bara ađ viđurkenna ţađ. Verstu rasistar sem ég ţekki er einmitt háskólafólk. 

Hrólfur, hefur ţú ţessi einkenni ţín eingöngu úr móđurćtt? Ég hef hitt útlendinga, sem ekki voru miklir málamenn, sem fannst íslenska og finnska mjög keimlík tungumál. Ţađ er ákveđin hljóđ og hljómfalliđ sem er líkt. En ţađ er engin tilviljun ađ hlutfall útlimabeina elstu Íslendinga og hlutfall á milli lengdar á beinum Sama er svo svipađ. Íslendingar hafa líklega ađ mestu leiti komiđ frá Ţrćndalögum og norđurúr og ţar var margt norrćnt fólk blandađ sömum. Fundist hafa heiđin bátskuml á Hálogalandi, ţar sem einstaklingurinn sem grafinn var var međ flest einkenni Sama en var vopnum búinn og grafinn eins og norrćnn mađur.

Satt segirđu Bjarni Gunnlaugur. Íslendingar eru miklu blandađri "stofn" en rannsóknir á erfđum Nútímaíslendinga hefur leitt í ljós á síđari árum. Ég tel ađ rannsókn á beinum séu miklu betur til ţess hćf ađ rannsaka uppruna Íslendinga, en krómósóm Nútímaíslendinga.

Ég ţekki fáar rannsóknir á líkamsmannfrćđi Húna, en tel ekkert ólíklegt ađ ţeir gćtur haft beingarđ ţennan ef ţeir voru upphaflega ćttađir frá Mongólíu, ţar sem hann hefur einnig háa tíđni, sem og í Kínverjum.

Varđandi Húna í Skandinavíu, ţá deila fornleifafrćđingarnir enn eins og ţú getur lesiđ hér. Fyrrverandi prófessor minn og leiđbeinandi í doktorsverkefni mínu í Árósum, Svíinn Ulf Näsman, fer á kostum gegn Lotte Hedeager, Dana sem er prófessor í Osló, sem vill út frá mjög litlum efniviđ og enn minni rökum álykta ađ Húnar hafi ráđiđ ríkjum í Suđurhluta Skandinavíu á tímum Atla Húnakonungs. Sjá enn fremur hér, ţar sem Martin Rundquist gerir dálítiđ grín af Hedeager á bloggi sínu Aardvarchaeology.

Ég er sammála Ulf Näsman, en meiri rannsókna er ţörf og hugsanlega geta beinarannsóknir leitt eitthvađ í ljós međ tímanum, eđa DNA-rannsóknir

FORNLEIFUR, 8.2.2012 kl. 07:44

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Hér er hćgt ađ lesa grein Ulf Näsmans frá 2008 http://fornvannen.se/pdf/2000talet/2008_111.pdf

FORNLEIFUR, 8.2.2012 kl. 08:06

6 identicon

Takk fyrir ţessar tilvísanir ţćr verđa örugglega lesnar viđ tćkifćri ;-)

 Rasistar af germönsku bergi brotnu eiga ţađ til ađ hampa Íslendingum sem eitthvađ sérlega upprunalegum eintökum ţess kynţáttar. Ţađ er nú varla hćgt ađ finna óheppilegra dćmi um hreinan forn-germanskan stofn.  Ađ auki virđist mjög ólíklegt ađ forfeđur okkar hafi haft hina minstu fordóma gagnvart öđrum kynţáttum, ekki víluđu ţeir fyrir sér ađ taka sér kvonfang (jafnvel konunga) međal hertekinna ţjóđa. Til dćmis hinir dularfullu Herúlar. Ţeir virđast hafa veriđ sameinađir af hugmyndafrćđi,lífsháttum og trú frekar en kynţćtti. Einhvers konar hermaurar fornaldar sem sóttu lífskraft sinn í undirokađar ţjóđir,ţar međ talin gen. (Ekki ólíkt og Kósakkarnir öldum seinna)Ţetta dćmi sem ţú nefnir af Samískum fornhöfđingja styđur ţetta líka. Ţađ vćru ţá helst "skrćlingjar" sem má merkja einhvers konar kynţáttafordóma gegn, hjá áum okkar.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 8.2.2012 kl. 08:52

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Bjarni Gunnlaugur, Herúlar og Benjamínítar eru of dularfullir fyrir mig. Viđ vitum ekkert um Herúla í Skandinavíu og ekki mikiđ meira annars stađar. Í sambandi viđ Herúla ţá er tilgátan um ađ ţeir hafi fariđ til Íslands enn sterkari en veruleikinn og viđ verđum ađ varast ađ trúa á tilgátur og halda ađ ţćr verđi ađ sannleika viđ ţađ. Međan enginn getur í raun sagt okkur neitt áţreifanlegt um Herúla í Skandinavíu, ţá er engin leiđ ađ segja ađ Íslendingar séu komnir af Herúlum.

FORNLEIFUR, 8.2.2012 kl. 09:36

8 identicon

Ţađ er nú samt óneitanlega freistandi ađ velta ţessu fyrir sér. Eitthvađ hefur Snorri fyrir sér í Heimskringlu sinni, um ađflutning herraţjóđar til norđurlanda um og eftir innrásir Húna í Evrópu.  Bara lýsing hans á  botni Miđjarđarhafs , bóndakurfs upp á Íslandi, er svo nákvćm ađ ekki er hćgt ađ gera betur međ ađstođ landakorts. Ţegar svo Rómverskir (og ţeim tengdir) sagnaritarar lýsa frá sinni hliđ Herúlunum sem virđast hafa einhver tengsl til Skandinavíu á sama tíma, ţá fer tilgátan ađ verđa ansi freistandi. A.m.k. ţurfa fornleifafrćđingar ađ vera vel á verđi í túlkunum sínum á ţví sem fyrir augu ţeirra ber frá ţessum tímum.

Semsagt, "samtíma"frásagnir frá Rómverjum greina frá herskárri flökkuţjóđ sem ţeir kalla Herúla og hafi tengsl viđ Skandinavíu. Norrćnar frásagnir frá 13. öld sem greina frá konungakyni sem rekur uppruna sinn til Svartahafs og eru furđu návćmar á sumum sviđum ţótt óneitanlega blandist ţar margt inn í.

Bara ţetta er nóg til ađ "hringja viđvörunarbjöllum".  Ţađ ađ norrćnir menn nefna ekki Herúla segir kanski ekki mikiđ. Óvíst ađ meintir Herúlar hafi einusinni kallađ sig ţessum nöfnum sjálfir, ţó nöfnin Herjólfur og Ingólfur séu ansi nćrri ţessu.

Síđan er ţađ međ Íslendinga sjálfa, ţađ hafa ekki veriđ neinir kotbćndur sem höfđu efni á ađ splćsa í skip og búnađ til landnáms. Voru ţetta kanski hernámsliđiđ sem norrćnu ţjóđirnar ráku af sér, jarlarnir,earls,herúlar? Hver veit, ţarna erum viđ vissulega komin í mistur tilgátnanna.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 8.2.2012 kl. 11:12

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Eins og nafni minn bendi reyndar á, er nánast ekkert vitađ um Herúla í Skandinavíu og lítiđ sem ekkert annars stađar. Miklu, miklu mera er vitađ um ađrar, stćrri og merkilegri ţjóđflutningaţjóđri, t.d. Gota, Vandala, Búrgúnda, Langbarđa o. fl.  Herúlar eru sárasjaldan nefndir í heimildum, en ţó er vitađ, ađ ţeir voru margir sagđir samkynhneigđir. 

Vilhjálmur Eyţórsson, 8.2.2012 kl. 11:57

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Segđu okkur endilega meira frá ţví Vilhjálmur. Voru ţađ ekki bar illar raddir suđur í Rómarborg, eđa hýrir Rómverjar sem litu á gott vaxtarlag ţessara meintu forfeđra vorra.

FORNLEIFUR, 8.2.2012 kl. 12:11

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég lofa ţér Bjarni Gunnlaugur, ađ ég reyni ađ hafa augun opin. Herúlar komast kannski aftur í tísku á norđurlöndum. Mig minnir ađ fyrrnefnd Lotte Hedeager hafi einnig skrifađ um ţá.

FORNLEIFUR, 8.2.2012 kl. 12:26

12 identicon

Talandi um "Húnverskan" uppruna Íslendinga sem sjá megi í dag er hér ágćtt dćmi, ekki spillir nafniđ:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/atli-gislason-haettir-i-politik-veit-litid-um-nytt-frambod-lilju---tek-afstodu-thegar-eg-veit-meira

Tek fram ađ ég veit svosem ekkert um ćttir viđkomandi.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 8.2.2012 kl. 12:42

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Sakvćmt Prókópíusi stunduđu Herúlar mjög mannfórnir. Einnig voru gamalmenni drepin, en til verksins var ţó ávallt fenginn mađur úr annarri fjölskyldu. Sem fyrr sagđi var samkynhneigđ algeng og viđurkennd međal ţeirra, en einnig stunduđ ţeir ţann siđ, sem lengi hélst á Indlandi, ađ konur gengu á báliđ ţegar eiginmađur ţeirra lést.

Vilhjálmur Eyţórsson, 8.2.2012 kl. 12:57

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Fyrirgefiđ, konur gengu ekki á báliđ, heldur var ćtlast til ađ ţćr hengdu sig ef eiginmađurinn lést. Ţeir gengu til bardaga lítt varđir, báru ađeins hjálm og skjöld. Ekki ađeins voru gamalmenni drepin hjá ţeim, heldur líka sjúkir og fatlađir. Ţeir voru međ öđrum orđum ekki eins aumingjavćnir og núverandi afkomendur ţeirra, Svíar og Danir, ţví almennt virđist taliđ ađ ţeir hafi veriđ upprunnir á Skáni eđa í Danmörku.

Vilhjálmur Eyţórsson, 8.2.2012 kl. 13:43

15 identicon

Ţađ er nú samt svo merkilegt ađ komiđ hafa fram kenningar um ađ arfur Herúlana sé hiđ norrćna velferđarkerfi. Ţađ komi til af rótgróinni andúđ ţeirra á foringjarćđi.Einskonar uppivöđslusamir jafnađarmenn. Ţeir hafi ţar međ veriđ lýđrćđissinnar sem var nauđsynlegur jarđvegur undir bćttan almannahag á norđurlöndum.   Ef viđ skođum nú ţjóđareinkenni Íslendinga í dag, sjáum viđ ţá ekki bara talsverđa samsvörun?   Lesbískur forsćtisráđherra sem allir hnýta í, stöđug úlfúđ órói og sundurlyndi. Menn ganga frámunalega illa varđir til bardaga í fjármálaheiminum, álíta sig hafa rétt til ađ nýta sér ţađ besta frá öđrum ţjóđum án ţess ađ leggja neitt til sjálfir,ćttbálkahegđun flökkuţjóđar, hugsanlega bókmentaástríđa (ţar spilar nú Írski arfurinn inn í og trúlega víđar) Siđleysishegđun viđ útihátíđir ásamt eldsdýrkun (fer vel á ţví ađ sú stćrsta er í "Herúlfsdal") kćruleysi um afdrif gamalmenna og öryrkja hvađ sem öllu jafnađartali líđur o.s.frv.

ps. er nú ekki mjög trúađur á hćrra hlutfall samkynhneigđar međal Íslendinga en annara, enda er arfur Herúlana líklega meiri í menningu og hegđunarmunstri en genum (hvađ sem rétt var í ţeim sögusgönum). Sbr. ađ ofan um blöndun stofnsins. Hugsanlega hafa ţeir ţó veriđ umburđarlyndir gagnvart kynhneigđ og kynstofnum og ţađ séu Íslendingar ţrátt fyrir allt í dag.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 8.2.2012 kl. 15:06

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Of mikill spuni!. Eruđ ţiđ nokkuđ međ ţykkildi innan á neđri kjálka eins og Hrólfur? Höldum okkur viđ efniđ. Hvađ međ Sama?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2012 kl. 16:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband