Hvalasaga - 1. hluti

walvisch_zorgdraager_lille.jpg

Einn af merkari fornleifauppgröftrum síđari ára á Íslandi eru rannsóknir dr. Ragnars Edvardssonar á rústum hvalveiđistöđvar frá 17. öld á Ströndum. Ragnar hefur rannsakađ rústir hvalveiđiverstöđvar og lýsisbrćđslu á Strákatanga í Steingrímsfirđi, (sem er ađ finna í Hveravík í norđanverđum firđinum gegnt Hólmavík). Ragnar hefur sömuleiđis unniđ frumrannsókn á rústum hvalveiđistöđva í Strákey og í Kóngsey, sem eru norđur af Steingrímsfirđi. Rannsóknirnar varpa skíru ljósi á verslunar- og iđnađarsögu Íslands. Sögu hvalveiđa er einnig mikill akkur af rannsóknum Ragnars. 

Ég set hér hlekki í rannsóknarskýrslur Ragnars svo menn geti kynnt sér ţessar merku rannsóknir hans og félaga hans árin 2007, 2008, 2009, 2010 og 2012.lysisofn.jpg

Lýsisbrćđsla á Strákatanga

Á Strákatanga fundust vel vađveittar rústir lýsisbrćđsluofns. Engum vafa er undirorpiđ ađ hann er byggđur af hollenskum hvalföngurum. Tígulsteinninn í honum er greinilega hollenskur, einnig minni forngripir sem fundust ţeim húsarústum sem rannsakađar voru. Reyndar telur Ragnar ađ mögulegt sé ađ Baskar hafi einnig veriđ ţarna á ferđinni. Ţađ ţykir mér frekar ólíklegt út frá ţeim forngripum sem fundist hafa á Stráka. En ekki ćtla ég ađ útiloka ég ţađ, ţar sem baskneskir hvalveiđimenn kenndu Hollendingum hvalveiđar og hollenskar útgerđir höfđu í byrjun 17. aldar oft baskneskar áhafnir eđa baskneska sjómenn um borđ á skipum sínum.  Íslenskir annálar greina hins vegar frá hvalveiđum Baska frá Spáni viđ Íslandsstrendur upp úr 1610 og frá baskneskum hvalveiđiskipum. Önnur heimild, Íslandskort frá 1706 (í útgáfu á Blefken sem prentuđ var í Leyden í Hollandi), upplýsir ađ Baskar hafi veriđ viđ hvalveiđar viđ Ísland áriđ 1613. Ţađ hefur veriđ til umrćđu áđur á Fornleifi.

ofn_plan_1227801.jpg

Brćđsluofninum á Strákatanga svipar mjög til brćđsluofns sem rannsakađur var á 8. áratug síđustu aldar á Spitzbergen. Í Gautavík í Berufirđi hefur einnig veriđ rannsakađur hollenskur lýsisbrćđsluofn. Óvíst er ţó hvort hann hefur veriđ notađur til brćđslu á hvalspiki.

lysisofn_smeerenburg.jpg

Ţessi ofn var rannsakađur af hollenskum fornleifafrćđingum á Smeerenburg-tanga á Amsterdameyju á Spitzbergen á 8. og 9. áratug síđustu aldar. Hann er sömu gerđar og ofninn sem rannsakađur var á Strákatanga. Úr gein Louwrens Hacquebords um rústirnar í bókinni Walvisvaart in de Gouden Eeuw (Amsterdam 1988). Hvalveiđistöđin á Strákatanga var lítil miđađ viđ stöđina á Spitzbergen. 

Fornleifafrćđingarnir hollensku, sem rannsökuđu hvalveiđistöđina í Smeerenburg á Spitzbergen á 8. áratug síđustu aldar, gerđu sér í hugarlund ađ brennsluofninn sem ţeir rannsökuđu viđ erfiđar ađstćđur hefđi veriđ byggđur upp á ţennan hátt:

ofnar_smeerenburg.jpg

Svona ímynda menn sér ađ ofninn á Smeerenberg hafi veriđ byggđur. Úr grein Louwrens Hacquebords um rústirnar í bókinni Walvisvaart in de Gouden Eeuw (Amsterdam 1988). Eins og sjá má voru ţetta stórar hlóđir sem á var sett stór ketill, ţar sem spikiđ bar brćtt. Eldsneytinu var ýtt inn um bogamynduđ göng, sem mér sýnist vera samanfallin, en annars vel varđveitt á ofninum á Strákatanga.

Einnig er til fjöldi málverka og prentmynda frá 17. og 18. öld sem sýnir spikbrćđslu Hollendinga, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Norđurhöfum.

Ţar ađ auki eru húsin á Strákatanga sem Ragnar og samstarfsmenn hans hafa rannsakađ mjög svipuđ húsakynnum Hollendinga á hvalveiđistöđvum ţeirra í Norđuríshafinu.  Gólf sumra húsanna í hvalverstöđvum Hollendinga voru lögđ tígulsteinum.

strakatangi_hus.jpg
hus_a_smeerenberg_1227812.jpg
 Hús á Strákatanga međ gólfi lögđu tígulsteinum (efri mynd). Húsiđ er frá fyrri hluta 17. aldar, en sams konar gólf fannst í rústum stórrar byggingar frá sama tíma á Smeerenburg á Spitzbergen.
 
Hugmynd Ragnars Edvardssonar um húsaskipan á Strákatanga:
strakatangi_hugsyn_red_2008.jpg

 

Leifar eftir baskneskar hvalveiđar hafa enn ekki fundist á Íslandi?

Hugsanlega má vera ađ brćđsluofn ađ gerđ Baska sé ađ finna undir hollenska ofninum á Strákatanga.  Hann vćri ţá meira í líkingu viđ ţá ofna sem fundist hafa á Penny Island í Red Bay á Nýfundnalandi, ţar sem Baskar höfđu hvalstöđvar ţegar á 16 öld. Kanadamenn hafa gert hvalveiđiminjum Baska í Rauđuvík hátt undir höfđi og voru minjarnar og stađurinn settar á heimsminjaskrá UNESCOs áriđ 2013. Hugsanlega gera Íslendingar sögu annarra ţjóđa viđ Ísland eins vel, en  miđađ viđ ţćr heimalningslegu áherslur sem Íslendingar hafa lagt áherslu á til útnefningar á Heimsminjaskrá er ólíklegt ađ hinn merki minjastađur Strákatangi fari á ţá skrá í bráđ, ţó svo ađ hvalveiđar Baska og Hollendinga hafi veriđ ein mesta byltingin í veiđum viđ Strendur Íslands.

article_large_1227780.jpg

Lýsisbrćđsluofnar Baska á Penny Island voru miklu minni en ofnar Hollendinga og af annarri gerđ. Ef ţannig ofnar finnast einhvern tíman á Íslandi, höfum viđ fornleifar sem styđja ritheimildir um Baska. Enn sem komiđ er sýna fornleifar ekki ţau tengsl. Ţađ er hins vegar ađeins tímaspursmál ađ slíka minjar finnist.

row2_3.jpg

 

 Svona ímynda menn sér ađ basknesku ofnarnir á Penny Islands hafa litiđ út, en miđađ viđ upplýsingar af fundarstađ, er ţetta oftúlkun. 

Til ţess ađ ég sé sćmilega fullviss um ađ hvalveiđistöđ sem grafin er upp á Íslandi hafi veriđ undir stjórn Baska, verđa forngripirnir ađ vera frá Baskalandi, ţ.e. Spáni eđa t.d. Frakklandi. Í ţví forngripameni sem fundist hefur á Strákatanga er ekkert sem bendir til Baksa, hvorki leirker né ađrir gripir. Á Spitzbergen, hafa hins vegar fundist spćnskir diskar og krukkur, en ţađ er hins vegar ekki mjög óeđlilegt, ţví hollendingar fluttu unn leirker frá Spáni.

Ţessa fćrslu er vart hćgt ađ enda nema međ tilvitnun í meistaralegt en hvalrćđislegt prumpurraggae eftir Ómar Ragnarsson, föđurbróđur Ragnars Edvardssonar. Ómar lýsir ţar raunum sínum eftir kynni sín af hinum umdeilda bjór Hvalnum, sem mun innihalda vel sođnar iđraleifar. Pempíur og nöldurkerlingar nútímans, sem fárast yfir hvađa bakteríu sem er, ćttu ţá ađ vita hvađ sett er í ostinn sem ţćr borđa svo ekki sé talađ um jógúrtina, sem byggđ er upp af bakteríum sem danskt fyrirtćki rćktar eftir ađ hafa safnađ ţeim úr bleyjum kornabarna á dönskum spítölum:

Kvalinn eftir Hvalinn

Hvalaiđra beiskan bjór

í bland međ skötu kćstri

ákaft  bergđi og svo fór

međ útkomunni glćstri

á klósett eftir ţetta ţjór 

međ ţarmalúđrablćstri. 

 

Vínţoliđ, ţađ var ađ bila, -  

veifađ gulu spjaldi, -

orđiđ nćrri ađ aldurtila

og gegn dýru gjaldi,

ţarmabjór hann ţurfti ađ skila

í ţarmainnihaldi.

(Ómar Ragnarsson, 2014)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sćll. Rétt er ađ geta ţess ađ ég er enn sami óvirki alkinn og ég hef veriđ frá fćđingu, en drápan sú arna ort í orđastađ manns, sem át og drakk yfir sig í mannfagniđi í síđustu viku.

Ein af skemmtilegri fréttum, sem ég hef gert, var um rústir af hvalbrćđslu í Reykjarvík í Steingrímsfirđi 2004, en upp af henni er Reykjarvíkurdalur, og ég sé ekki betur en ađ Hveravík og Reykjarvík séu sama víkin.

Vestfirđir snerta streng í brjóstum okkar frćndanna ţví ég er giftur konu frá Patreksfirđi og Anna Guđrún, systir Ragnars, hefur veriđ búsett í Bolungarvík í áratugi og veriđ ţar skólastjóri og fleira, framarlega í félagsmálum og formađur Fjórđungssambands Vestfjarđa.

Spánverjavígin svonefndu 1614-15 voru dramatískir atburđir og svart blettur í sögu okkar Íslendinga, en ţađ er önnur saga.   

Ómar Ragnarsson, 3.2.2014 kl. 17:30

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Hveravík mun áđur hafa heitiđ Reykjarvík. Hvađ ćtli Hollendingar hafi kallađ ţennan stađ, eđa ţá Baskar?

Ég hef einnig veriđ svo heppinn ađ kynnast Vestfjörđum gegnum Ragnar, sem hefur einnig grafiđ međ mér. Systir hans, Anna,  var í skóla međ mér og bróđir ţinn var kennari í Hlíđaskóla ţegar ég gekk ţar, og langamma mín bjó ekki svo langt frá ykkur í Stórholtinu - og svo var uppáhaldslag mitt lengi vel Lok, lok og lćs og allt í stáli. Síđar vann ég á sömu stofnun og ţú, RÚV (ég var sendisveinn á Skúlagötunni). Ísland er lítiđ.

Spánverjavígin er önnur saga og blóđugri. Ţađ er skemmtilegast ađ skođa hana í ljósi sálfrćđi. Hópćsingurinn er oft fljótur ađ espast upp í litlum ţjóđfélögum. 

FORNLEIFUR, 4.2.2014 kl. 02:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband