Spurning á 400 ára fćđingarafmćli Hallgríms
22.9.2014 | 07:08
Margrét Eggertsdóttir, einn helsti sérfrćđingurinn á sviđi starfs og lífs Hallgríms Péturssonar, hefur haldiđ ţví fram ađ ţađ sé ekki ađ finna tangur né tetur af gyđingahatri í Passíusálmum hans. Hún hefur ţó ekki sett fram nein haldbćr rök fyrir ţví, utan ađ sveifla sérfrćđingskortinu. Margrét er vitaskuld ekki gyđingur og leggur allt annađ mat á illa orđrćđu um gyđinga en gyđingar sjálfir, sem lesiđ hafa Passíusálmana og undrast ţađ sem vel má kalla dýrkun ţeirra og Hallgríms á Íslandi.
Hverjir ađrir en gyđingar hafa bestan skilning og dómgreind á ţví hvađ gyđingahatur er? Ţeir verđa fyrir ţví hatri, og hafa orđiđ fyrir ţví síđan ađ frumkirkjan hóf ađ stunda skipuleg leiđindi og ofsóknir gegn ţeim, ofsóknir sem leiddu til annars og verra og ađ lokum leiddi ţađ af sér helförina og ofsóknir í garđ Ísraelsríkis, sem til varđ vegna afleiđinga hatursins í Evrópu og annars stađar.
Áriđ 2011 gagnrýndi Stofnun Símon Wiesenthals, SWC, dýrkun á Passíusálmunum á Íslandi, ţví stofnunin telur sálmana andgyđinglega. SWC freistađi ţess ađ fá RÚV til ađ láta af árlegum lestri sálmanna. Margrét Eggertsdóttir sagđi ţá í raun rabbínum stofnunar Simon Wiesenthals, sem berjast gegn gyđingahatri, ađ ţeir vissu ekki hvađ gyđingahatur vćri. Páll Magnússon útvarpsstjóri vitnađi í sérfrćđiţekkingu hennar ákvörđun sinni til stuđnings. Passíusálmarnir verđa lesnir um ókominn tíma á RÚV og eru jafnöruggur dagsskrárliđur og hatur sumra fréttamanna RÚV í garđ Ísraelsríkis. Á Íslandi vega orđ Íslendinga meira en útlendinga og vitaskuld eru Íslendingar langtum meiri sérfrćđingar í gyđingahatri en gyđingar. Ţarf ađ spyrja ađ ţví?
En af hverju er ţetta gyđingahatur í Passíusálmunum ekki ađ finna í ţeim guđspjöllum sem Hallgrímur orti upp úr, eđa telur Margrét bara ađ gyđingahatur sé óţarfa hársćri?
Fornleifur og fjöldi manna sem lesiđ hafa Passíusálma Hallgríms Péturssonar telja ţá innihalda svćsiđ, guđfrćđileg gyđingahatur (Anti-judaisma) 17. aldar, sem bćđi er tímaskekkja og smekkleysa, sér í lagi ef sálmarnir eru taldir uppbyggilegir og jafnvel mikil list sem á erindi til fólks á 21. öld.
Til dćmis vekur ţađ furđu manna erlendis, ađ dćmigert trúarlegt gyđingahatur 17. aldar, sem er mjög ríkt í Passíusálmunum, sé enn vinsćlt og í hávegum haft á Íslandi á 21. öld. Menn undrast einnig ađ yfirlýstir guđleysingjar og trúleysingjar úr röđum íslenskra ţingmanna og annarra stjórnmálamanna flykkjast í kirkjur fyrir páska til ađ lesa upp úr sálmunum (síđast hér). Helgislepjan er ţá mikil, líkt og tvískinnungurinn. Ţetta einkennilega trúarćđi trúleysingjanna virđist reyndar vera bundiđ viđ Passíusálmana. Einhver fullnćging hlýtur ađ fylgja ţessari fíkn yfirlýstra atheista eftir sálmalestri í kirkjum. Ég hef vitaskuld velt ţví fyrir mér, hvort ţađ sé í raun gyđingahatriđ í sálmunum um manninn sem ţetta fólk trúir alls ekki á, sem gerir trúleysingja ađ sálmaáhugafólki?
Persónuleg lífsreynsla Hallgríms og gyđingahatur
Margrét Eggertsdóttir sagđi um daginn viđ opnun nýrrar sýningar um Hallgrím á 400 ára afmćlishátíđ hans, ađ "persónuleg lífsreynsla Hallgríms skíni í gegnum margt af ţví sem hann hefur ort og gert."
Réttmćt ţykir mér í ţví sambandi ţessi spurning :
Hvađa lífsreynsla síra Hallgríms gerđi ţađ ađ verkum ađ hann er svo illur í orđi gagnvart gyđingum, svo mikiđ ađ hvergi finnst annađ eins í varđveittum trúarlegum kveđskap frá 17. öld?
Hér skal reynt ađ svara ţví:
Marteinn Lúther
Eins og allir vita ritađi Lúther, guđfrćđingurinn međ harđlífiđ, rćtinn og sviksamlegan bćkling um gyđinga Von den Jüden und i[h]ren Lügen sem út kom áriđ 1543. Hann bćtti um betur og gaf sama ár út ritiđ Vom Schem Hamphoras und vom Geschlecht Christi, sem skreytt var međ myndum af gyđingum í miđur siđlegum atlotum viđ gyltu (sjá neđar), sem var vel ţekkt minni úr kaţólskri list. Ţrátt fyrir "siđbót" tók Lúther ţađ versta upp úr kaţólskri "guđfrćđi".
Líkt og sumir Íslendingar hatast út í múslíma í dag og t.d. halal-slátrađ kjöt ţeirra, sagđist Lúther hafa borđađ kosher mat, ţađ er kjöt af gripum sem slátrađir voru schechíta (slátrađ ađ hćtti gyđinga), og hafa orđiđ illt af. Lúther taldi gyđinga hafa reynt ađ byrla sér eitur. Ţau rit ţar sem Lúther greindi frá ţessu hatri sínu voru til í Kaupmannahöfn og hafa veriđ ađgengileg manni sem lćrđi til prests í Kaupmannahöfn. Ţess ber einnig ađ geta ađ nasistar notuđust óspart viđ ţessi rit Lúters sér til halds og gagns, og lúterska kirkjan hefur enn ekki beđist afsökunar á framferđi sínu eins og t.d. sú kaţólska hefur veriđ ađ myndast viđ ađ gera. Í litlu lútersku landi á hjara veraldar ţykir enn fínt ađ ţylja andgyđinglega, lúterska sálma.
Sumir guđfrćđingar lútersks siđar hafa afsakađ ţessi rit meistara síns međ ţví ađ halda ţví fram ađ gyđingahatriđ í Lúther hafi mest veriđ í nösunum á honum og hafi raun veriđ "hluti af stefnu hans gagnvart kaţólsku kirkjunni". Ţađ er vitaskuld dómadags rugl. Bábiljan lifir sem sagt enn, og er varin af lúterskum trúfrćđingum og líka kaţólskum. Ţá er ekki ađ furđa ađ menn dáist af Passíusálmunum, sem endurspegla andgyđinglega guđfrćđi Lúthers. En samt afneita "frćđimenn" og útvarpsstjóri Íslandi, og auđvitađ Egill Helgason sá er allt veit, ađ ţađ sé gyđingahatur í Passíusálmunum.
Gyđingahatur Lúthers, sem ţjóđkirkja Íslendinga kennir sig viđ, hefur međ sönnu mótađ gyđingahatriđ í Passíusálmunum. Hiđ trúarlega gyđingahatur voru helstu fordómar Norđurevrópumanna á 17. öld. Undantekningu var ţó ađ finna í hluta samfélagsins í Hollandi.
Gyđingahatur var ríkt á tímum Hallgríms
Er Hallgrímur dvaldi í Kaupmannahöfn gekk bylgja af gyđingahatri yfir Danaveldi, fyrst og fremst ćttuđ úr Ţýskalandi. Gyđingahatur var ţó engin ný bóla, heldur löng hefđ úr kaţólskum siđ, sem Lúterstrúarmenn létu ekki af og gagnrýndu ekki. Gyđingahatriđ var eins og elexír fyrir kristna trú á ţessum tíma. Lúterskir biskupar Danmörku vildu fyrir enga muni leyfa gyđingum ađ setjast ađ í Danmörku ţegar ţađ kom til tals. Gyđingar voru hins vegar afar fáir í Danaveldi og ţeir sem til Kaupmannahafnar komu og ćtluđu sér ađ vera ţar eđa ađ halda til Íslands, var skipađ ađ taka kristna trú. Ţađ gerđist t.d. áriđ 1620 er Daniel Salomon, fátćkur gyđingur frá Pólandi var skírđur í Dómkirkju Kaupmannahafnar ađ viđstöddu margmenni og konungi. Síđar, áriđ 1625, fékk hann 6 ríkisdali frá konungi til ađ halda til Íslands. Ţá hét hann ekki lengur Daniel, heldur Jóhannes Salómon.
Glückstadt
En leiđum hugann ađ veru Hallgríms í Danaveldi. Sagan segir, ađ áđur en Brynjólfur Jónsson (síđar biskup) kom Hallgrími til náms viđ Frúarskóla í Kaupmannahöfn, hafi Hallgrímur hugsanlega veriđ járnsmíđasveinn bćnum Glückstadt í Suđur-Slésvík (Ekki Lukkuborg eins og sést hefur í ritum íslenskra sérfrćđinga um Hallgrím; Lukkuborg eđa Glücksburg er allt annar stađur en Glückstadt).
Brynjólfur mun hafa heyrt Hallgrím bölva húsbónda sínum á íslensku. Portúgalskir gyđingar voru ţá farnir ađ setjast ađ í Glückstadt, bć sem Kristján 4. stofnađi áriđ 1616. Hugsast gćti ađ Hallgrímur hafi veriđ í vist hjá gyđingakaupmönnum sem hann bölvađi, eđa veriđ nágranni ţeirra, t.d. Samuel Jachja, sem einnig kallađi sig Albert Dionis (einnig Anis eđa Denis og jafnvel Jan Didrichs; Portúgalskir Gyđingar notuđu oft mörg mismunandi nöfn allt fram á 20. öld; Ţessi nafnafjöldi var oft til ţćginda og til ađ koma í veg fyrir gyđingahatur), sem ţekktur var fyrir myntfölsun og ţrćlaverslun og var einmitt beđinn um ađ setjast ađ í Danaveldi vegna ţess, Samuel Jachja og auđur hans og sá auđur sem beindi til Glückstadts byggđi bćinn upp. Hins vegar gćti Hallgrímur allt eins hafa veriđ vinnumađur Danans Hans Nansen, guđhrćdds lúthertrúarmanns, sem settur var yfir Íslandsverslunina, Islandske Kompagni, sem frá 1628 hafđi sínar bćkistöđvar í Glückstadt. Auđur Íslands var einnig notađur til byggingar bćjarins. Nansen var hins vegar einn versti arđrćninginn sem "verslađ" hefur á Íslandi í einokuninni. Hann varđ síđar borgarstjóri Kaupmannahafnar, vellauđugur af viđskiptum sínum á Íslandi. Albert Dionis (Anis, Denis, Didrichs) setti ásamt öđrum gyđingum í Glückstadt einnig fjármagn í Íslandsverslunina og lagđi til skip ţegar fáir sigldu til Íslands.
Tíđarandinn var andgyđinglegur trúarlega séđ, ţó svo ađ konungur byđi gyđingum fríhöfn í Glückstadt. Í Danmörku var öđrum en Lútherstrúarmönnum bannađ ađ búa eđa setjast ađ. Vinátta og gestrisni Kristjáns 4. viđ gyđinga af portúgölskum uppruna, sem hann leyfđi ađ setjast ađ i Glückstadt kom sömuleiđis ađeins til af ţví ađ konungur sá sér fjárhagslegan ávinning í ţví. Hallgrímur gćti hafa kynnst gyđingahatrinu í bćnum Glückstadt (ef upplýsingarnar í ţjóđsögunni um veru hans ţar eru réttar) og hann gćti einnig hafa kynnst ţví međal guđfrćđinganna sem kenndu honum í Frúarskóla í Kaupmannahöfn.
Ţađ var ekkert í lífi Hallgríms, sem viđ ţekkjum sem réttlćtt getur hatriđ í píslarlýsingum hans. Ţetta hatur finnst, eins og áđur segir, alls ekki í nýja Testamentinu nema ef ţađ er túlkađ á hatursfullan hátt, líkt og öfgamúslímar hafa túlkađ Kóraninn til ađ myrđa međ honum og aflima fólk. Sálmarnir eru ţví afurđ ţess tíma sem Hallgrímur lifđi á. Ef menn telja ţann tíma eiga listrćnt og siđferđilegt erindi viđ fólk á 21. öld, er kannski eitthvađ mikiđ ađ í ţví landi sem slíkt gerist, eđa hjá ţví fólki sem slíkt bođar. Ţetta hatur var hluti af ţeim tíma sem hann lifđi á.
Passíubókmenntir 16. og 17. aldar
Fólk sem kallar sig sérfrćđinga í lífi og verkum Hallgríms, og sem segir lífsreynslu hans hafa mótađ list hans verđa ađ kynna sér líf hans og tíđarandann í Danmörku og Glückstadt betur. Ţeir verđa ađ ţekkja guđfrćđilegt hatur kennara hans viđ Frúarskóla og hatriđ í ritum Lúthers, hatriđ í ritinu Soliloquia de passione Jesu Christi , píslarsögu eftir ţýska skáldiđ Martin Moller (1547-1606) sjá hér, (Soliloquia de passione Jesu Christi ) sem greinilega hafa haft mikil áhrif á Hallgrím og sem var ţađ sama og í Passíusálmum hans. Píslarsagan eftir Martein Moller, sem reyndar er ekki lesin upp í útvarpi í Ţýskalandi, var gefin út á íslensku fram á miđja 18. öld í ţýđingum Arngríms lćrđa og einnig Péturs Einarssonar lögréttumanns. Greinilegt er ađ eftirspurn hafi veriđ eftir slíkri afurđ međal Íslendinga í trúarhita 17. og 18. aldar.
Önnur íslensk skáld, sem uppi voru á sama tíma og Hallgrímur, voru ekki ekki eins hatrömm í garđ gyđinga og hann. Jón Ţorsteinsson prestur í Vestmannaeyjum, sem var veginn í Tyrkjaráninu skrifađi t.d. og fékk prentađa Genesis-sálma á Hólum, ţar sem ekki var ađ finna snefil af illyrđum um gyđinga. Ţađ hlýtur ađ hafa veriđ eitthvađ í lífsreynslu Hallgríms sem gerđi hann örđuvísi en t.d. Jón Píslarvott í Eyjum.
Međan Passíónsbók Marteins Mollers er ađ mestu gleymd og grafin í Ţýskalandi eru Íslendingar, og jafnvel örgustu trúleysingjar á hinu háa Alţingi, á kafi í dýrkun Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Ţegar menn gera sér grein fyrir ţví ađ Hallgrímur var ekkert öđruvísi en samtími hans, sjá ţeir kannski hatriđ sem skín út úr sálmum hans.
Ţađ er frekar frumstćtt hatur 16. og 17. aldar sem ekkert erindi á til okkar á 21. öld frekar en hatursrit Marteins Lúthers, safarík passíón Mollers eđa ţá Öfgaíslam.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Gyđingar, Sagnfrćđi, Trúmál og siđferđi | Breytt 11.2.2021 kl. 08:16 | Facebook
Athugasemdir
Efnislega er ekki meiningin ađ gera athugasemdir viđ pistilinn en bara minna á ađ ţegar svo og svo mörg ár eru liđin frá fráfalli manns er talađ um ártíđ, ekki árStíđ, og hátíđ sem haldin er til minningar um fćđingu einhvers er yfirleitt kölluđ afmćli. Og um ţessar mundir eru einmitt liđin 400 ár frá fćđingu sr. Hallgríms sem mun hafa fćđst 1614.
Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 25.9.2014 kl. 21:21
Rétt Ţorvaldur. Ţetta hefur veriđ leiđrétt.
FORNLEIFUR, 26.9.2014 kl. 18:41
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.