Lakkspjöld ástar og hjónabands

L1020492 b

I.  Inngangur

Enn freista menn ţess ađ finna Gullskipiđ svonefnda á Skeiđarársandi, eđa öllu heldur á Skaftafellsfjöru, ţar sem skipiđ sökk nú ađ öllu heldur. Menn gefast oftast upp ađ lokum á vitleysunni og nú lítur út fyrir ađ síđasti hópur leitarmanna sé búinn ađ leggja árar sínar í bát.

Heimasíđu sjórćningjafyrirtćkis, sem kallađist eins og fyrirtćkiđ Anno Domini 1667 og sem fékk leyfi frá Minjastofnun Íslands til vitleysu og ćvintýramennsku, er ađ minnsta kosti búiđ ađ loka og lćsa. Hćtt er viđ ađ menn hafi rekist á lítiđ gull og vćntanlega enga geimsteina. Minjastofnun gerir oft vísindamönnum erfitt fyrir ađ fá leyfi til rannsókna, jafnvel vegna duttlunga, vanţekkingar og pólitískra tenginga starfsmannanna, en stofnunin gefur hiklaust leyfi til ađ grafa upp loftkastala í svörtum söndum Sunnanlands. Og ţegar vel liggur á er heimilađ ađ leita hins heilaga grals á örćfum Íslands. Ţađ er ekki laust viđ ađ íslensk ţjóđminjalög séu enn ófullkomin, ţrátt fyrir meira en 20 ára vinnu viđ ađ breyta ţeim til batnađar.

Eins og ég hef skrifađ um áđur, hefur „gulliđ“ úr Het Wapen van Amsterdam, einu af skipum Austurindíafélags Hollendinga, ţegar fundist. Menn verđa ađ sćtta sig viđ ţađ ađ annađ gull finnist ekki, og ađ ţeir hafi einfaldlega ekki veriđ lćsir á ţann menningararf sem skipiđ tilheyrir. Um ţađ hef ég fjallađ áđur (sjá hér og hér).

Hér mun ég aftur á móti ég fjalla um helstu dýrgripina sem nćr ugglaust eru úr skipinu. Ţar á međal eru hurđarspjöld og kistulok međ lakkverki. Öđrum gripum sem tengjast hugsanlega Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam geri ég svo skil síđar.

Íslendingar hirtu gripina úr Het Wapen van Amsterdam sem rak á fjörur ţeirrar og endurnotuđu ţessa fáséđu gripi af mikilli ánćgju í kirkjum sínum. Annađ sökk í sandinn, riđlađist í sundur og um tíma brögđuđust sandormar af fínust karrýblöndu, sjófuglum til ómćldrar ánćgju. Er ekki laust viđ ađ sumir fuglar gargi enn "Karríkarríkarríkarrí". En gerumst nú ekki of skáldlegir á miđvikudegi og höldum okkur viđ efniđ.

Um er ađ rćđa:

1) Kistulok í Skógum

Kistulok, (sjá mynd efst) notađ sem sálmaspjald, sem varđveitt er á Byggđasafninu í Skógum undir Eyjafjöllum og sem ber safnnúmeriđ R-1870. Ţađ er komiđ í Skóga úr Eyvindarhólakirkju,  ţar sem ţar var notađ sem sálmaspjald. Ţar á undan hafđi lokiđ/spjaldiđ veriđ notađ sem altaristafla í Steinakirkju.

Lokinu er er lýst ţannig á Sarpi :

Spjald međ gylltu blómkeri, lakkerađ, kínverskt eđa austurlenskt, mun upphaflega " fulningsspjald" úr húsgagni, var lengi notađ sem altaristafla í Steinakirkju, síđar sem númeraspjald í Eyvindarhólakirkju. Svipuđ spjöld voru í nokkrum kirkjum í Skaftafellssýslu og kynnu ađ hafa borist hingađ til lands međ Austur-Indíafarinu, sem strandađi á Skeiđarársandi 1663 [Athugasemd Fornleifs: árstaliđ er rangt, skipiđ fórst 1667]. Afhent af sóknarnefnd Eyvindarhólakirkju.

Stćrđ: Stćrđ loksins var mćld af Andra Guđmundssyni starfsmanni Byggđasafnsins í Skógum ţann 7.12.2015. Safngripurinn R-1870 er 72,2  cm ađ lengd, 2,1 cm ađ breidd og 51,2 cm ađ hćđ.

Skógar E

Ţess ber ađ geta ađ um miđbik 19. aldar mun einnig hafa veriđ til spjald, sem notađ var sem sálmaspjald í kirkjunni ađ Dyrhólum í Mýrdal. Séra Gísli Brynjólfsson greinir frá ţví í grein í Lesbók Morgunblađsins áriđ 1971 er Helgi biskup Thordersen vísiterađi kirkjuna ađ Dyrhólum áriđ 1848:

„Biskup telur, eins og venjulega, alla muni kirkjunnar. Um ţá er ekkert sérstakt ađ segja. Fremur virđast ţeir hafa veriđ fátćklegir. Biskup getur um „fornt og lakkerađ slétt spjald, sem til forna var yfir altari en er nú brúkađ til ađ kríta á númer og er ei heldur til annars hćft."  Ţessi gripur hefur eflaust áskotnazt Dyrhólakirkju úr strönduđu skipi. Slíkt spjald er enn til í altarishurđinni í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi.”

2) Spjald af hurđ frá Höfđabrekku

Fig. 4

Ljósmynd: Ţjóđminjasafn Íslands

Spjald í hurđ úr skáp sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands (Ţjms. 11412/1932-122) og var áđur í kirkju ađ Höfđabrekku í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu.

Hurđarblađinu er lýst á ţennan hátt af Ţjóđminjasafni á Sarpi:

Altarishurđ, 58,5 cm ađ hćđ og 39 cm ađ breidd, umgerđin úr rauđmáluđum furulistum, sem negldir eru međ tveimur trénöglum í hverju horni. Listarnir eru 6,9 - 7,5 cm breiđir.  Járnlamir eru hćgra megin á hurđinni, en lćsingar útbúnađur enginn.  Fyllingin, sem er 44 x 24,5 cm ađ stćrđ, er úr furu, sem sjá má á bakhliđinni, en framan á er lakkađ spjald međ fínu austurlenzku, listskrautverki.  Grunnurinn er svartur, en uppdrátturinn er blómsturker, sem stendur á ferköntuđum reit ( borđi?). Keriđ er brúnflikrótt og dálítiđ upphleypt, 12,7 cm ađ hćđ og 9.8 cm yfir um bolinn, útlínurnar gylltar og ţannig eru einnig blóm ţau öll, er upp ganga af kerinu.  Sum eru lögđ međ silfurlit, önnur gulls lit, ein/blađka er brúnskýjótt eins og keriđ, og efst í blómvendinum er stórt blóm međ rauđum krónublöđum.  Allt er skrautverk ţetta gert af hinum mesta hagleik og öryggi í handbragđi. Verkiđ er líklega japanskt eđa ef til vill austurindverskt, en ekki kínverskt.  Hugsanlegt er ađ gripur ţessi sé úr dóti ţví er á land rak, er Austurindiafar braut fyrir Skeiđarársandi áriđ 1669 [Athugsemd Fornleifs: Ţetta er rangt ártal og á ađ vitaskuld ađ vera 1667], sbr. Ísl. annála, ţađ ár.  Úr Höfđabrekkukirkju.(Framan viđ bogageymslu).

Takiđ eftir notkuninni á orđinu dót í skráningu Ţjóđminjasafns og sjá síđan skýringu sérfrćđinga á ţví orđi. Mađur trúir ţví nú vart ađ grip sem ţessum sé lýst sem dóti.

3) Spjald í hurđ á altarisskáp í Kálfafellskirkju

Kálfafellsspjald lilleLjósmynd: Kristján Sveinsson

Hurđin er enn notuđ í altarisskáp í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi. Lakkmyndin á spjaldinu, sem er nú mjög illa farin og slitin, snýr nú inn í altarisskáp sem er frá 18. öld og sem  er undir altaristöflunni í kirkjunni, en taflan er greinilega frá 18 öld, ţótt einhver hafi reynt ađ spyrđa hana viđ 17. öldina. Spjaldiđ er svipađ ađ stćrđ og hurđarblađiđ frá Höfđabrekku, og međ sams konar mynd og er á spjaldinu í Ţjóđminjasafni og ţví sem hangir í Skógum (sjá neđar); ţađ er blómsturvasa sem á er einfalt skreyti: Hjarta sem upp úr logar efst og sem tvćr örvar stingast gegnum í kross ađ ofan.

Myndin og vinnan viđ vasann á spjaldinu en er greinileg unniđ af sama listamanni og spjaldiđ frá Höfđabrekku. Lásinn/skráin sem upphaflega hefur ugglaust veriđ á kistu er japanskur. Hespa af japönskum kistulás hefur veriđ settur á utanverđa altarisskápshurđin ţegar lakkmyndin var látin snúa inn í skápinn innanverđan. Hvort ţađ hefur gerst ţegar kirkjan var máluđ af Grétu Björnsson og eiginmanni hennar skal ósagt látiđ, en ţađ ţykir mér sennilegt. Spjaldsins er getiđ í vísitasíu áriđ 1714 og sneri ţá fram.

Ţví miđur hafđi láđst ađ taka málband međ í leiđangurinn til ađ skođa hurđina í janúar 2016 og verđa mál ađ bíđa betri tíma. Lakkmyndin á spjaldinu í Kálfabrekkukirkju er ţó ađ sömu stćrđ og lakkmyndin frá Höfđabrekku og eru myndirnar spegilmyndir hverrar annarrar.

L1020585 c

Hespa af lćsingu af japanskri kistu. Hespan hefur veriđ tekin af japönsku lásverki. Hćgt er ađ sjá notkunina á henni á myndunum hér fyrir neđan. Hluti hennar, ţ.e. spjaldiđ, var endurnotađ sem skráarlauf ţegar lakkspjaldiđ var sett í hurđarramman á altarisskápnum. Sćnskćttađa listakonan Gréta Björnsson (sem upphaflega hét Greta Agnes Margareta Erdmann) og eiginmađur hennar Jón Björnsson málarameistari máluđu skápshurđina eftir forskrift Önnu Jónsdóttur frá Moldgnúpi, sem og kirkjuna ađ innan í eins konar sćnskum "horror vacuii-stíl" međ tískulitum 8. áratugar 20. aldar. Hugsanlegt er ađ ţau hafi sett gulllakk á hespuna og shellakk yfir ţađ, ţannig ađ bronshespan hafi varanlega, gyllta áferđ. Hjónin Jón og Gréta skreyttu ófáar íslenskar kirkjur ađ innan. Ljósmynd Kristján Sveinsson.

Hespur á Namban b

Hér sést hvernig hespur eins og sú sem er á altarishurđinni ađ Kálfafelli, voru festar á lok kistla og skrína og var hlutinn af lásafyrirkomulaginu. Myndir ţessar eru af netinu og hespurnar og lásarnir á Namban-lakkverki međ perlumóđurskreyti frá lokum 16. aldar og byrjun ţeirrar 17, listmunum sem Portúgalar sóttu mjög í. Namban var ţađ heiti sem Japanar gáfu Portúgölum og ţýđir Namban einfaldlega Suđrćnir barbarar. Barbararnir höfđu ţó sćmilega smekk og voru sólgnir í listiđnađ Japana - og gátu borgađ fyrir sig međ međ gulli sem ţeir höfđu ruplađ í Suđur-Ameríku. Ţessir lásar héldust ţó áfram í notkun langt eftir 17. öldinni á kistum jafnt sem á kistlum og smćrri skrínum. Myndir fundnar á veraldarvefnum.

II.  Rannsóknarferđ á Gullskipsslóđir ţann 23.janúar 2016

Laugardaginn 23. janúar 2016 svifu ţrír ţjóđlegir menn á besta aldri langt austur í sveitir í sćnskum eđalvagni eins ţeirra. Slíkur fararskjóti er vitanlega viđ hćfi ţegar menn fara ađ vitja gulls og gersema úr Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam, Skjaldamerki Amsterdamborgar. Samferđarmenn mínir eru oft miklar frćđilegar hjálparhellur fyrir ritstjóra Fornleifs.

Verđriđ var međ ólíkindum gott, enginn snjór á láglendi, sólskin upp úr hádegi og hlýtt. Fyrst var komiđ í Skóga, á Byggđasafniđ í Skógum, ţar sem á móti okkur tók einn helsti fornfrćđingur ţjóđarinnar, Ţórđur Tómasson sem og  starfsmađur safnsins í Skógum Andri Guđmundsson.  Viđ ljósmynduđum spjaldiđ/kistulokiđ međ lakkverkinu sem ţar er ađ finna og sem ég hef ósjaldan haft í huga síđan ég kom fyrst í Skógasafn er ég gróf ţar sem ungur námsmađur öđrum efnilegum ungmennum undir stjórn Mjallar Snćsdóttur á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum.

skogarcollage

Hér má sjá efst yfirlýstan Einar Jónsson frá Skógum, Ţórđ Tómasson og Kristján Sveinsson, og í neđri röđ Andra Guđmundsson međ spjaldiđ góđa úr Het Wapen van Amsterdam, síđan ritstjóra Fornleifs ađ bograr yfir lakkverkinu sem hann hafđi ekki strokiđ síđan 1993 og ađ lokum unglambiđ Ţórđ Tómasson í Skógum. 23. Janúar 2016. Ljósmyndir Kristján Sveinsson og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Viđ rćddum mikiđ og lengi viđ meistara Ţórđ sem ţótti vitaskuld áhugavert ađ viđ hefđum gert okkur leiđ um miđjan vetur á safniđ hans, sem hann hefur byggt upp međ svo miklum myndabrag. 

Kristján viđ stýriđKomiđ var fram yfir hádegi er viđ héldum áfram uppfullir af fróđleik.  Áđ var í Framnesi í Mýrdal í einstaklega fallegu sumarhúsi sem Einar Jónsson lögfrćđingur og sagnfrćđingur hefur byggt međ öđrum, Einar var stađkunnugur leiđsögumađur okkar ţremenninganna vísu í sćnska Veltisvagninum. Ţegar viđ höfđum borđađ hádegisverđ sem viđ höfđum tekiđ međ okkur úr stórborginni og rćtt viđ móđurbróđur Einars, hinn kankvísa Siggeir Ásgeirsson í Framnesi, kom Kristján Sveinsson, sagnfrćđingurinn prúđi og bílstjóri okkar í ferđinni, okkur ađ Kálfafelli í Fljótshverfi. Ţar hafđi kirkjan veriđ skilin eftir opin fyrir okkur, ţökk sé síra Ingólfi Hartvigssyni á Kirkjubćjarklaustri, sem ţví miđur gat ekki heilsađ upp á ađkomumenn vegna anna. Viđ gengum í kirkju og tókum margar myndir af altarisskápnum og héldum svo ađ Núpsstađ ţar sem viđ heimsóttum kirkjuna ţar til ađ fá andlega blessun áđur en viđ leituđum aftur á vit stórborgarinnar.

kalfafellskirkja

Kálfafellskirkja. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

En mađur lifir ekki á andlegu brauđi einu saman. Á bakaleiđinni áđum viđ á nýju hóteli í Vík, ţar sem ritstjórn Fornleifs bar mat á samferđamenn sína. Ţađ var hin besta máltíđ fyrir utan undarlegustu sósu sem ritstjóri Fornleifur hefur bragđađ - Opal-sósu !? Hún var borin fram međ ljúffengri lambakrónu. Ópalsósa er alvarlegt slys og sullumall í íslenskri matargerđarlist sem ćtti ađ banna. Miklu nćr vćri fyrir hótel á slóđum Gullskipsins ađ bjóđa upp á lambakjöt framreitt á indónesískan hátt og kalla réttinn t.d. Het Wapen van Amsterdam. Tillaga ţessi er hér međ til sölu.

Ţegar til Reykjavíkur var komiđ, eyddum viđ kvöldstund međ kaffi, te og međlćti heima hjá Kristjáni Sveinssyni, sem dags daglega er starfsmađur hins háa Alţingis. Úti í rómagnađri og magnesíumgulri Reykjavíkurnóttinni var fariđ ađ snjóa, en ţríeykiđ rćddi afar ánćgt um árangur ferđarinnar sem var mikill, ţó ekki vćru notađir radarar, fisflugvélar, dýptarmćlar, Ómar Ragnarsson eđa annar álíka hátćknibúnađur – ađeins ljóskastari frá 1983 og myndavélar, ein ţeirr óttarlegur garmur.

III.  Myndmáliđ á spjöldunum

Kálfafell samanburdur largeMyndmál lakkverksspjaldanna ţriggja er ţađ sama: Blómavasi, sem upphaflega virđist hafa átt ađ vera brúnleitur, jafnvel međ skjaldbökuskeljaráferđ. Hugsanlega var listamađurinn ađ reyna ađ sýna japanskan bronsvasa. Vasinn stendur á litlum ţrífćti sem sem hvílir á ferningi/plötu á borđi. Blómin í vasanum eru greinilega sum austurlensk, en vel ţekkjanleg (sjá neđar).

Spjöldin úr Höfđabrekkukirkju og Kálfafellskirkju eru nćr eins ađ útliti og gerđ og blómavasarnir á ţeim nćr nákvćm spegilmynd hvers annars. Spjaldiđ frá Höfđabrekku er nokkuđ slitiđ ţannig ađ litir og gylling hafa afmáđst. Hins vegar er spjaldiđ í altarisskápnum ađ Kálfabrekku mjög illa fariđ ţar sem lakkiđ hefur sums stađar losnađ frá undirlaginu og tréspjaldinu undir. Spjöldin gćtur vel veriđ úr sama grip, skáp eđa kistu. Ţau eru örugglega ćttuđ frá sama verkstćđinu og eru ađ mínu mati gerđ af sama handverksmanninum.

Spjaldiđ í Skógum er greinilega frá sama verkstćđi og spjöldin frá Kálfafelli og Höfđabrekku, en gerđ međ annarri tćkni og á helmingi ţykkara spjald. Myndmáliđ er ţađ sama og gert eftir nćr sama skapalóni, en er ađeins gyllt en nćr ekkert litađ nema vasinn sjálfur. Gyllingin hefur máđst nokkuđ af og ekki er ólíklegt ađ ţađ hafi gerst ţegar á strandstađ. Hinn stóri sandpappír Íslands er ekki fínkornóttur viđ viđkvćma hluti eins og ţennan.

Á blómavösunum (sem í verkinu Kirkjur Íslands eru svo ţjóđlega kallađir "jurtaker") ofarlega er skreyti: hjarta sem logar úr ađ ofan og sem tveimur örvum hefur veriđ skotiđ í gegnum í kross ađ ofan.

Skogar detail repaired

Afar erfitt reyndist ađ taka mynd af spjaldinu í Skógum vegna endurskins frá lakkinu og án einhvers apparats til ađ sía ljósiđ. Á ţessari mynd af spjaldinu í Skógum, sem sýnir dýptina í myndverkinu nokkuđ vel, hefur endurskin frá lampa veriđ fjarlćgt međ photosjoppu hćgra megin viđ vasann. Ljósmynd Kristján Sveinsson.

hjartađ

Vasi međ logandi hjarta og örvum á spjaldinu í Kálfafellskirkju. Ljósmynd Kristján Sveinsson.

 

IV.  Uppruni og aldursgreining lakkspjaldanna sem talin eru vera úr Het Wapen van Amsterdam

Engin vafi leikur á ţví ađ lakkspjöldin ţrjú eru japanskt verk og gerđ af japönskum listamönnum á 17. öld. Ţau eru annađ hvort framleidd á eyjunni Kyushu í Japan eđa í Macau í suđur-Kína, ţangađ sem japanskir lakkverkslistamenn, kaţólskir, höfđu flúiđ vegna trúar sinnar frá Japan og héldu ţar áfram ađ framleiđa fyrir portúgalskan markađ sem upphaflega hafđi hafiđ innflutning á lakkverki til Evrópu á 16. öld.

Afar sennilegt má ţví telja ađ spjöldin séu reki úr Het Wapen van Amsterdam. Strönduđ verslunarskip önnur frá VOC, Vereenigde Oostindische Campagnie, frá Hollandi ţekkjum viđ ekki viđ Ísland frá ţessum tím. Ţađ álit manna ađ spjöldin séu komin úr skipinu virđist ţví engum vafa undirorpiđ.

Hugsanlega verđur hćgt ađ skera úr um, hvort spjöldin séu frá Japan eđa Macau í Kína međ efnagreiningum á lakki og undirlaginu undir lakkinu, og stendur til ađ sćkja um leyfi til slíkra rannsókna sem gerđar verđa af portúgölskum sérfrćđingi í forvörslu sem vinnur ađ doktorsverkefni um lakkverkshúsgögn sem voru flutt frá Austur-Asíu til Portúgals.

V.  Aldursgreining

Aldursgreiningin á lakkspjöldunum sem nćr örugglega rak í land á Íslandi áriđ 1667, er einnig hćgt ađ byggja á samanburđarmyndefni á kínversku og japönsku útflutningspostulíni frá sama tíma.

Blómavasar áţekkir ţeim sem skreyta vasana á lakkverksgripunum á Íslandi, var greinilega mjög hugleikin Portúgölum og síđar Hollendingum á 17. öldinni og er hann upphaflega skreyti sem kom fyrir á kínversku postulíni en síđar t.d. á fajansa frá Delft og öđrum borgum í Hollandi. Blómavasi á ţremur litlum fótum međ tígullaga stalli undir kemur oft fyrir á kínverskum og japönsku postulínsdiskum og skálum frá síđasta hluta 16. aldar og meira eđa minna alla 17. öldina og er algengastir á leirtaui frá síđari hluta aldarinnar. Her skulu sýnd nokkur dćmi. Einn diskanna er evrópsk eftirlíking og gaman vćri ađ sjá hvort einhver sér í fljótu bragđi hver diskanna er ţýskur.

Arita 1

 

Arita 2

VI.  Túlkun myndmálsins

Hollenskur listfrćđingur, Christiaan Jörg ađ nafni, sem er vafalítiđ fremsti sérfrćđingur heims í innfluttu lakkverki frá Japan og Kína til Portúgals og Niđurlanda, hefur ađstođađ mig viđ rannsóknir mínar á lakkverkinu sem rak á fjörur Íslands. Hann lagđi upphaflega til ađ vegna skreytisins, hins logandi hjarta međ örvum, ađ spjöldin vćru gerđ á Macau, ţar sem hann taldi ađ hjartađ vćri hjarta Ágústínusar eđa brennandi hjarta Krists eđa Maríu meyjar, cor ardens, ţ.e.a.s. kaţólskt tákn.

Viđ nánari athugun hefur ţetta ţó ekki reynst rétt tilgáta hjá Jörg. Logandi hjarta međ örvum sem skotiđ hefur veriđ ađ ofan er miklu frekar algengt tákn hjónabands í Hollandi sem og á Ítalíu og í Portúgal á 17. öld. Fjöldi dćma um ţetta tákn, eitt og sér ellegar í tengslum viđ annađ tákn, vinarhandabandiđ eđa hjónahandabandiđ, hefur fundist á mismunandi gripum í Hollandi sem eru frá sama tíma og óheillafleyiđ Het Wapen van Amsterdam.

Ef lakkverkiđ, sem varđveist hefur á Íslandi, hefur veriđ framleitt í Japan, er ekki víst ađ Japanir, sem voru mjög andsnúnir harđhentu kaţólsku trúbođi og ţreyttir á öfgafullri framkomu Portúgala á 16. og í byrjun 17. aldar hafi tengt ţetta tákn trú.

Mun líklegra verđur ađ teljast, ađ einhver sem vel var í álnum í Hollandi hefur pantađ gripi frá Batavíu (Jakarta á Jövu) međ ţessu tákni á, til ađ fćra hjónakornum í Hollandi ađ gjöf.

Hollenski fornleifafrćđingurinn og leirkerjasérfrćđingurinn Sebastiaan Ostkamp, sem er hafsjór ađ fróđleik um miđalda- og endurreisnarfrćđi, og ađ mínu mati einn fremsti sérfrćđingur á ţví sviđi, hefur sýnt fram á ţađ í mjög áhugaverđri grein um táknmál hjónabands í hollenskri list, grein sem er afar áhugaverđ fyrir evrópska listasögu og skilning á myndmáli hjónabandsins á 17. og 18. öld.

1-P1260860 b223574_449246045149325_1632337050_n

Handaband og brennandi hjarta. Tvö brot af diskum. Til vinstri er brot af ítölskum fajansadiski sem er jarđfundinn í Graft í Norđur-Hollandi. Til hćgri brot úr hollenskum fajansadisk sem er í eigu einkasafnara. Myndirnar er teknar af Sebastiaan Ostkamp hjá Terra Incognita í Amsterdam, sem vinsamlegast hefur sent mér ţćr.

Pyngja Rijksmuseum

Pyngja útsaumuđ međ gull og silfurţrćđi. Upphafsbókstafirnir M og S eru sitt hvoru megin viđ hjartađ, en á hinni hliđinni eru bókstafirnir D og A og standa ţeir fyrir Dirck Alewijn (1571-1637) sem giftist Mariu Schurman (1575-1621). Pyngjan er talin vera frá ţví um 1617-1620, en líklega eldri ţar sem ţau MS og DA gengu í hjónaband áriđ 1599. Ţau voru ekki kaţólikkar. Rijksmuseum, Amsterdam (BK-NM-8327).

 

Fries Museum 1699 b

Ţađ er ekki Maríumynd sem sést á ţessu meni, né aftan á samkvćmt lýsingu safnsins sem varđveitir ţađ. Hjartađ (safnnúmer Z08959) er túlkađ sem trúlofunargjöf frá 1600-1699 og er ađ finna í Fries Museum í Leuwaarden á Fríslandi (sjá frekar hér).

Annađ tákn sem sést á gjöfum sem gefnar voru viđ brúđkaup í Hollandi, voru gripir međ einmitt myndir af blómavösum; t.d. myndir af blómavösum á leirtaui, fajansa og postulíni. Svo allt ber ađ sama brunni.

Hiđ logandi hjarta, stundum ásamt handabandi hjóna eru tákn sem sett voru á alls kyns gjafir handa nývígđum hjónum. Lakkgripirnir sem rak á fjörur Íslands voru ţví vafalaust hlutar úr kistum, skápum eđa álíka húsgögnum sem einhver Hollendingur sem var vel í álnum hafđi pantađ til til ađ gefa sem gjöf viđ brúhlaup.

imageproxy.aspx

Portúgalskur diskur frá ţví um 1660-1700, fundinn í jörđu í Hollandi áriđ 1982. Hann var gerđur í Lissabon og fundinn viđ rannsóknir viđ göturnar Visserdijk-Van Bleiswijkstraat í Enkhuizen ţar sem rannsóknir fóru fram 1994 og 2010. Huis van Hilde (8727-04). Hér fyrir neđan er ítalskur majolicadiskur fra lokum 16. aldar eđa byrjun 20. aldar.

Majolica italian

VII.  Blómin í vasanum

"Segđu ţađ međ blómum", einkunnarorđ Interflora-keđjunnar, ţekkja allir rómantíkerar sem komnir eru á aldur. Japanir eru mikiđ fyrir blóm, og frá örófi alda hafa ákveđin blóm veriđ notuđ sem tákn fyrir góđa eiginleika og fagrar kenndir. Ţađ er ekki laust viđ ađ flest blómanna í vösunum á lakkverkinu sem rak í land á Íslandi áriđ 1667 hafi veriđ valin til segja ţađ sama og hjartađ og örvarnar á vasanum: Ţ.e. Til hamingju međ brúđkaupiđ. Uppstilling blómanna er eins konar Ikebana blómaskreyting, sem er mikil list í Japan.

Ritstjóri Fornleifs er sannast sagna hvorki mikill grasafrćđingur né blómarćktunarmađur. En karlinn telur sig ţó međ hjálp sér vísari fólks ţekkja blómin á lakkspjöldunum. Flest blómin tákna ýmislegt sem tengist hjónabandi og árnađaróskum viđ ţann áfanga í lífi margra.

Blómin í vasanumÍris, Iris Sanguinea (Japönsk Iris)

Jap. Ayame.

Blómiđ táknar göfgi eđa ćttgöfgi, glćsileika sem og von og visku. Rauđleit eđa írrauđ íris var upphaflega ađeins til í Ameríkunum. Blómin á spjöldunum eiga ađ öllum líkindum ađ tákna purpurarauđar Írisar. Purpurarauđur litur táknađi Međal Japana visku og von en  tengist einnig göfgi eđa ćttgöfgi og glćsileika, von og visku.

Freyjulykill, Primula Sieboldii (Enska:Primrose).

Jap. Sakurasou

Sakurasou táknar ástarţrá eđa langlífa ást.

Kirskuberjablóm, Prunus serrulata (Japanskt kirsuberjatré).

Jap. Sakura

Sakura táknar hjartafegurđ.

Bóndarós,  Paeonia (ćttin Paeoniaceae)

Jap. Botan

Á lakkspjöldunum ţremur má sjá bóndarósir sem eru viđ ţađ ađ springa út.

Bćndarósin táknar m.a. velmegun, auđ og góđa auđnu. 

Bóndarósin var flutt frá Kína til Japan á 8. öld og rćktuđ ţar í klaustur- og hallargörđum fram til 1603 ţegar fariđ er ađ rćkta blómiđ víđar. Síđar á 19. og 20. öld voru peóníutré/-runnar fluttir út frá Yokohama í Japan til Evrópu og Ameríku.

Hugsanlega má einnig sjá eina staka frćblöđku af hlyn sem hefur veriđ stungiđ í blómaskreytingarnar í vösunum.

Japanskur hlynur, (Acer Palmatum).

Jap. Momiji.

Momiji táknar hendur barna og er ţar átt viđ blöđin á hlyninum. Er tákn frjósemi og barnaauđs. Hlynurinn táknar einnig tímann í japanskri list.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2017

Ţakkir.

Höfundur ţakkar sérlega Kristjáni Sveinssyni og Einari Jónssyni fyrir fylgdina á Gullskipsslóđir í janúar 2016. Ţakkir fćri ég einnig Christiaan Jörg, Sebastiaan Ostkamp, Mariu Joao Petisca og Jan van Campen fyrir veittar upplýsingar viđ ritun greinarinnar.

Greinin er tileinkuđ föđur mínum, sem ćttađur var úr Amsturdammi og var sömuleiđis mikill áhugamađur um Austurlandaverslun og blómarćkt. Hann hefđi orđiđ 91 árs í gćr hefđi hann ekki falliđ frá um aldur fram.

Nokkrar heimildir.

Duijn, Dieuwertje M., 2010: Het vondstmateriaal van de opgraving op het terrein van de Banketfabriek in Enkhuizen. Materiaalpracticum master archeologie en prehistorie, Universiteit Amsterdam

Impley, Oliver & C.J.A. Jörg 2005: Japanese Export Lacquer 1580-1850. Hotei Publishing. The Netherlands.

Jörg, C.J.A. 1983: Oosters porselein Delfts aardewerk. Wiselwerkingen. Uitgeverij Kemper Groningen.

Ostkamp, Sebastiaan 2004: Tortelduiven en vlammende harten; Huwelikssymbolen op zilver en aarewerk uit Alkmaar tussen 1575 en 1675. Vormen uit vuur 186/187, 2004/1-2 ;[Sérnúmer: De verbogen stad. 700 jaar Alkmaar onder de grond], 112-168.

Tómasson, Ţórđur 2011. Svipast um á söguslóđum. Skrudda 2011.


Ť Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla ť

Athugasemdir

1 identicon

Bestu ţakkir fyrir frábćra og einstaklega áhugaverđ grein !

Bjarni Júlíusson (IP-tala skráđ) 14.6.2017 kl. 20:28

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ekkert ađ ţakka Bjarni. Gott er til ţess ađ vita ađ einstaka mađur lesi ţessar langlokur mínar.

FORNLEIFUR, 16.6.2017 kl. 10:50

3 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Ţakka fróđlega og mjög svo vandađa grein. Réttast ađ kalla ţetta ritgerđ, svo mikil vinna og natni sem lögđ hefur veriđ í ţetta. Ţađ fer hinsvegar sorglega lítiđ fyrir fróđleik sem ţessum núorđiđ og átt ţú ţví ţakkir skiliđ, fyrir framlag ţitt. Vonandi heldur ţú áfram ađ miđla okkur  af ţekkingu ţinni og grúski, um forna tíđ.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 29.6.2017 kl. 02:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband