Langspil á Íslandi og í erlendum söfnum

Your image is loading...

Er bandaríski tónmenntafræðingurinn David G. Woods rannsakaði langspil og íslensku fiðluna árið 1981 skoðaði hann 21 eintök af langspilum í eigu safna og einstaklinga á Íslandi. Sum þeirra hljóðfæra sem hann skoðaði voru reyndar ekki sérlega gömul, nokkur meira að segja smíðuð á síðari hluta 20. aldar (sjá hér).

Hér verða sýnd og safnað saman upplýsingum um hljóðfæri sem flest eru smíðuð fyrir aldamótin 1900. Flest þeirra eru frá 19. öldinni en nokkur eru með vissu frá þeirri 18. 

Þetta er enn ekki tæmandi skrá, því ekki er búið að hafa samband við öll söfn sem eiga langspil og hugsanlega eru til hljóðfæri í eigu einstaklinga sem eru eldri en frá aldamótunum 1900. 

Mig langar þess vegna að biðja fólk, sem veit um gömul langspil sem ekki eru enn með í þessari skrá, að hafa samband við mig, sér í lagi ef langspil í þeirra eigu eru frá því fyrir aldamótin 1900. Fréttir af hljóðfæri Sigurðar Björnssonar á Húsavík, Guðrúnar Sveinsdóttur Reykjavík og Herdísar H. Oddsdóttur, Reykjavík væru t.d. vel þegnar.

Upplýsingarnar um þessi hljóðfæri, sem safnað verður saman hér, vonast ég að gagnist mönnum sem vilja smíða sér þetta merka hljóðfæri, annað hvort með bogadreginni hlið, eða langspil með beinar hliðar. Vonast ég til að menn hafi þá eitthvað annað en og einskis nýtar vefsíður og með hljóðfæri misjafnlega góðra spilimanna á YouTube sér til fyrirmyndar.

Í næstu færslu um langspilin verður greint frá heimildum um langspil á 20. og 21. öld.

 

Ísland

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði

Siglufjörður langspil photo Jon Steinar Ragnarsson 2

IMG_1989_1200x800
Ljósm. Jón Steinar Ragnarsson
 

Þetta fagra hljóðfæri er erfðastykki Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts í Reykjavík, en hún hefur lánað það til Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði

Fyrsti eigandi þess, og jafnvel smiður, er talinn hafa verið Stefán Stefánsson bóndi á Heiði í Gönguskörðum (1828-1910), sem var langafi Guðrúnar. Sonur hans var Stefán Stefánsson (1863-1921), kennari við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum og síðar skólameistari á Akureyri. Dóttir Stefáns skólameistara var Hulda, fyrrum skólastjóri húsmæðraskólans í Reykjavík og móðir Guðrúnar. Frá Heiði kom hljóðfærið að Möðruvöllum árið 1890.

IMG_1985_1200x800 b
Ljósm. Jón Steinar Ragnarsson

Að sögn Huldu Stefánsdóttur var það fyrsta verk Stefáns afa hennar á hverjum morgni að taka langspilið ofan af vegg og leika á það. Hann notaði vinstri þumalfingurinn á laglínustrenginn og gripbrettið, og var vinstri höndin sveigð yfir strengina. Boganum var haldið með hægri hendi og strokið yfir strengina nærri enda hljóðfærisins. Þetta langspil var notað til að læra sálmalög sem sungin voru á heimilinu en ekki var það notað við kirkjuathafnir.

Þetta fallega hljóðfæri hefur 4 strengi og eru tveir þeirra strendir úr sniglinum en þeir tveir sem lengst eru frá gripbrettinu eru styttri en meginstrengirnir og mislangir og eru festir með höldum sem skrúfaðar hafa verið í kassa hljóðfærisins. Þetta fyrirkomulag strengjanna er líklega ekki mjög frábrugðið því sem var á hljóðfæri sem John Baine einn af ferðafélögum Stanleys á Íslandi árið 1789 lýsti í dagbók sinni: When Mr. Stanley came on board, he shewed us an Icelandic Instrument of music called Langspiel. It is a frustrum of a rectangular pyramid 5½ in by 3 and 1 sq at the top. height 39 in with 6 Strings of thick brass wire the longest about 37 inches and the Shortest 12½ inches with stops like those of the Guitar .. (sjá frekar hér)

Í gripbrettið, háls og fót hafa verið innlagðar beinþynnur sem gegna hlutverki gripa og brúa. Hljóðopið er hringlaga með skreyti umhverfis. Erfitt er að átta sig á viðnum sem notaður hefur verið í kassann. David G. Woods taldi kassann vera smíðaðan úr furu, en það getur vart verið. Ef til vill er þetta viður ávaxtatrés, einna helst kirsuberjatré, en kannski reynir sem hefur verið litaður. Það er þó sagt með með miklum fyrirvara. Verð ég að fara norður á Siglufjörð til að sjá gripinn, áður en ég get slegið nokkru föstu um það.

 

Minjasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni (Minjasafni Reykjavíkur) eru tvö langspil, eitt rauðmálað með bogadreginni hlið og hitt blámálað langspil með beinni hlið.

ÁBS 28 lille 

Ábs 28

Þetta langspil kom á safnið árið 1952. Það var í eigu Þorbjargar Bergmann (1875-1952). Þorbjörg safnaði gömlum gripum. Dóttir hennar Hulda Bergmann og eiginmaður hennar Einar Sveinsson afhentu safninu 399 gripi þegar Þorbjörg lést árið 1952. Ekkert er vitað um uppruna langspilsins. Það (stokkurinn) er 86 sm að lengd og rauðmálað. Það er með fætur á kraga og botni og er fóturinn á botninum brotinn. 

ÁBS 1316 lille
Ábs 136

Þetta fallega og litríka langspil var keypt til safnsins og er sagt vera smíðað eftir skagfirskri eftirmynd. Engar upplýsingar er um smið eða aldur. Gefandi er einnig óþekktur sem og koma langspilsins í safnið, en það var tölvuskráð þar árið 1993 löngu eftir að Lárus Sigurbjörnsson hafði upphaflega skráð það. Engar upplýsingar eru heldur um stærð. Líklega er þetta 20. aldar smíði, sem byggir á eldra hljóðfæri, en engu skal slegið föstu um það enn

Byggðasafn Skagfirðinga, Glaumbæ

Á byggðasafninu í Skagafirði hef ég séð langspil, en aldur þess þekki ég ekki enn. Beðið er eftir upplýsingum frá Byggðasafninu. 

Minjasafn Akureyrar

Tvö langspil tilheyra Minjasafni Akureyrar. Eitt í safninu sjálfur og annað í Davíðshúsi, en það langspil tilheyrði Davíð Stefánssyni skáldi. Langspilið í Davíðshúsi virðist mjög fornt. Samkvæmt upplýsingum safnsins er kassinn er 65 sm að lengd og snigillinn 20 sm. Kassinn er 10 x 10 sm neðst en 8,0 x 8,0 sm efst. Þetta hljóðfæri hefur upphaflega verð með 4 strengi, tvo sem strekktir voru efst í sniglinum og tveir styttri sem strekktir voru með stillingarpinnum neðst en festir á höld á kassanum.

Langspil MSA 2 3

Langspilið í sjálfu Minjasafninu er vandaðri smíð en langspilið í Davíðshúsið og líklegra yngra. Það er málað rautt og svart. Kassinn er 63,5 sm  og snigillinn 10 sm.  Kassinn er 10 x 6 sm neðst  og 5,3 x 5.5 efst, mjórri strengjamegin.

 Langspil MSA2 2 

Byggðasafn Árnesinga

Í Byggðasafni Árnesingar eru til tvö langspil með safnnúmerin 680 og 1326. Beðið er eftir fyllilegri upplýsingum um þau.

Árnessýsla 1326
1326

Eitt langspil safnsins ber númerið 1326 og svipar mjög til langspils á Musik/Teatermuseet í Stokkhólmi með safnnúmerið M1890 (sjá neðar).

 

Byggðasafnið Görðum, Akranesi

Akranes
1959/1077

Langspilið að Görðum hefur safnnúmer 1959/1077. Litlar sem engar upplýsingar eru til um upphaf og komu þessa langspils í byggðasafnið að Görðum. Aldursgreining þess er því ekki alveg örugg, en út frá lagi og tækni er líklegt að það sé smíðað á seinni hluta 19. aldar.

Mesta lengd: 86 sm; Hæð snigils: 17 sm; Breidd snigils efst: 4,2 sm: Breidd framhlið efst: 5,4 sm; Breidd framhlið við botn: 14 sm; Þykkt hliðar efst: 6,7 sm og neðst 9,1 sm.

 

Þjóðminjasafn Íslands

Þjóðminjasafnið á þrjú langspil af mismunandi gerðum. Beðið er eftir nánari upplýsingum um hljóðfærin. 

Eitt langspila safnsins, sem mjög svipar til hljóðfæris Stephensens fjölskyldunnar á Innra-Hólmi, sem Sir George Steuart Mackenzie fékk og lýsti í bók sinni um Íslandsför sína árið 1811 (hljóðfæri sem nú er kannski að finna í Edinburgh, sjá neðar), er skráð með safnnúmerið Þjms. 635 og upplýst er í aðfangabækur að það hafi verið gefið á Fornminjsafnið af Katrínu Þorvaldsdóttur árið 1868. Það mun vera Katrín Þorvaldsdóttir úr Hrappsey sem var kona Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara. Langspilið er ekki lengur til sýnis í Þjóðminjasafninu, heldur má sjá það í Tónlistarstofu Þjóðmenningarhússins.

Þjms 365

Þjms. 635

635b

Danmörk

Musikmuseet, København  

Er nú hluti  af Þjóðminjasafni Dana - Nationalmuseet.

Í Kaupmannahöfn er að finna fimm merk langspil og eina fiðlu íslenska. Allt mjög merkileg hljóðfæri. 

Ljósmyndir: Musikmuseet/Nationalmuseet.

D50_1

D 50
D50_6


Safnnúmer: D 50

Smiður: Óþekktur; Uppruni: Gefið safninu af Kammerådinde enkefrue Emilie Johnsson (f. Mayer). Sagt er í safnaskrá, að Emilie Johnson hafi verið ættuð frá Íslandi. Langspilið var sent frá Íslandi til South Kensington Museum (Hér er átt við Museum of Musical Instruments) í Lundúnum, en hafnar að óþekktum ástæðum í Kaupmannahöfn; Aldur:  Sennilegast miðbik 18. aldar; Lengd: 78,4 sm; Mesta breidd: 13 sm neðst og efst 5,8 sm: Mest þykkt hliðar neðst: 11.8 sm; Mesta þykkt hliðar efst: 8,2 sm; Hljóðop: Í laginu eins og einhvers konar Þórshamrar. Grip: Er úr tré og stillanlegt. Frekari upplýsingar hefur Fornleifur.

X13_3
X 13  - Frá Staðarhrauni

 

Safnnúmer: X 13; Saga: (áður N 117 í Þjóðminjasafni Dana í byrjun 20. aldar; Þar á undan (árið 1891) X 175; Smiður: Óþekktur; Uppruni: Staðarhraun í Mýrarsýslu; Aldur: Sennilegast miðbik 18. aldar; Lengd: 93,3 sm; Mesta breidd: 16,2 sm; Hljóðop: Í laginu eins og einhvers konar Þórshamrar; Grip: Upplýsingar hefur Fornleifur.

Anna Þórhallsdóttir söngkona lét smíða eftirlíkingu af þessu hljóðfæri, sem hún lék á. Eftirlíkingin var gerð um í lok 6. áratugar síðustu aldar af hljóðfærasmið í Kaupmannahöfn.

D68_1
D 68
D68_3
D 68
 

Safnnúmer: D 68

Mjög ónógar upplýsingar um skráningu og uppruna þessa langspils eru til í safninu. Svo virðist sem þær upplýsingar hafi týnst einhvers staðar frá því að hljóðfærið kom í safnið og þar til að safnvörður skoðar það og dæmir árið 1972. Þetta er tveggja strengja langspil

Efni: "Mahogni" samkvæmt skrásetjara safnsins og er það rangt; Smiður: Óþekktur; ; Uppruni: óþekktur; Aldur: Safnið telur langspilið smíðað um aldamótin 1900 Sennilegra er að hljóðfærið sé frá 19. öld. Langspil D 50 kom á safnið árið 1899 og er því líklegt að langspil D68 hafi komið litlu síðar og miðað við slit, er greinilegt að hljóðfærið er gamalt þegar það kemur á Musikmuseet í Kaupmannahöfn; Lengd: 78 sm; Lengd án snigils: 63,7; Breidd kassa efst: 6,7 sm; Mesta breidd: 18,4.; Þykkt hliða efst 4,9 sm; Þykkt hliða neðst: 5 sm; Hljóðop: Hjartalaga (hjarta á hvolfi); Grip: Upplýsingar hefur Fornleifur; Strengir: 2

D130_1 lille

D 130
D130_3

D 130

D130_4

Safnnúmer: D 130

Þriggja strengja hljóðfæri. Efni:   Smiður: Óþekktur; Uppruni: Hljóðfærið var keypt af skolebetjent Lyum, Larslejestræde 9 í Kaupmannahöfn, Sjálendingi sem hefur engin sjáanleg tengsl haft við Ísland; Aldur: Sennilegast fyrri hluti 19. aldar; Hljóðop: Hjartalaga; Lengd: 86,1 sm; Mesta breidd: 16,4 sm; Breidd kassa við snigil; 6,5 sm; Þykkt hliða efst og neðst: 5,2 sm: Lengd kassa: 37 sm; Grip: Upplýsingarnar hefur Fornleifur; Strengir: 3.

D165_1
D 165
 
D165_3

Safnnúmer:  D 165

Efni: Smiður: Óþekktur; Saga: Langspilið var keypt á Det Kgl. Assistenthus, sem var hið opinberlega
danska veðlánahús frá 1688-1974. Langspilið er keypt og kemur á safnið 22/1 1942; Aldur: 19 öld;
Lengd með snigli: 77,5 sm; Lengd kassa: 63,5 sm; Mesta breidd 15,3 sm; mesta breidd við snigil: 6.7 sm; Hljóðop: S-laga: Grip: Upplýsingar hefur Fornleifur.

Svíþjóð

Musik / Teater Museet, Stokkhólmi

Í Stokkhólmi er að finna 3 gömul langspil og eitt sem líklegast er frá 20. öld.

 

N35179%20Langspil
N34179

(Ljósm. Hans Skoglund)

Safnnúmer: N35179;

Smiður: Óþekktur; Aldur: Óþekktur, en sennilegast er hljóðfærið frá 19. öld. Langspilið kom árið 1882 á Nordiska Museet i Stokkhólmi;  Lengd: 83,5 sm; Strengir: Upphaflega 3.

N35180 Nordiska Museet d 

 
N35180 (Ljósm. Hans Skoglund)


N35180_1

Safnnúmer: N35180, upphaflega í Norsiska Museet, að láni þaðan;

Smiður: Óþekktur; Aldur: Óþekktur, sennilegast miðbik 19. aldar: Lengd: 97 sm; 3 strengir; Grip: Úr messingvír; Strengir: 3.
N38855 aN38866 Musik & Teatermuseet

N38855 (Ljósm. Hans Skoglund)

Safnnúmer: N38855, Upphaflega komið úr Nordiska Museet. Að láni þaðan;

Smiður: Óþekktur; Aldur: Óþekktur, sennilegast frá fyrri hluta 19. ald; Lengd: upplýsingar vantar; Strengir: Hafa upphaflega verið 3.


Í Musik / Teater Museet í Stokkhólmi er einnig að finna langspil, (M1890), sem búið var til á Íslandi og kom á Nordiska Museet árið 1934. Það er með einn streng (einn stillingarpinna) og hjartalaga hljóðopi. Ég tel mjög líklegt að þessi smíð sé frá 20. öldinni og að hugsanlega séu einhver tengsl á milli þessa hljóðfæris og hljóðfæris nr. 1326 á Byggðasafni Árnesinga (sjá ofar). En allar upplýsingar væru vel þegnar. Sjá hér.

M1890_3
M1890

Tækniteikningar af íslensku hljóðfærunum er hægt að kaupa í verslun Musik/Teater Museet.

 

Skotland

Edinburgh University
Collection of Historic Musical Instruments

Langspilið kom upphaflega í desember árið 1858 á the Edinburgh Museum of Science and Art. Það var upphaflega í eigu R.M Smith í Leith. Upphaflega fékk hljóðfærið og meðfylgjandi bogi safnnúmerin 3385 og 3386. Síðar lánað af Trustees of the National Museum of Scotland (NMS A301.26). Á miða á botninum stendur hins vegar "INDUSTRIAL MUSEUM / of Scotland /No. 301 26".

Edinburgh 2

Hljóðfærið var endurskráð þann 30.8.2011 með þessari lýsingu:

Technical description: Instrument built of pine, the soundboard and back overlapping the ribs by 3mm. There are 4 strings, one bowed and three drones, one of the drones possibly tuned an octave higher, going through a hook in the soundboard 468mm from the nut. The hitchpins are attached to the bottom of the instrument. The tuning pegs go into a scroll, similar to that on a hurdy gurdy, the bowed string peg of stained beech, an unoriginal drone peg of oak. Iron plate on the nut and bridge for the strings to run over. Sound-hole at the widest part of the soundboard, 40 diameter, marks on the soundboard to indicate that the rose was 48mm. Distance of frets to the nut 749, 666.5, 630, 564, 501.5, 473, 420.5, 374, 333.5, 316, 282.5, 252, 238, 211.5, 187.5, 168, 159.5. Repair History: Of
the three tuning-pegs present, one has an ivory button matching those on the scroll; the remaining two are presumably replacements.

Sjá frekar hér.

Verið er að rannsaka í Edinborg, hvort hljóðfærið geti verið sama hljóðfæri og Sir George Steuart Mackenzie fékk að gjöf á Íslandi árið 1810 (sjá hér), og að bæti hafi verið einum streng í það hljóðfæri.

 

Belgía

Musée des Instruments de Musique/

Muziekinstrumenten-museum

Það er : 4. deild Musées royaux d'Art et d'Histoire, Bruxelles | Koninklijke Musea voor Kunst en
Geschiedenis, Brussel.

1520_1 b Brussel

1520

Safnnúmer 1520, aldur óþekktur, en langspilið er eldra en 1883, en þá er hljóðfærið komið á safnið í Brussell. Lengd: 88,9 sm.

Langspil þetta er óneitanlega mjög líkt langspili því sem Mayer teiknaði í hlóðaeldhúsinu á Grímsstöðum á Fjöllum árið 1836.

Grimsstaðir langspil
 
Brussel langspil

Kanada

Candian Museum of Civilization

Canada langspil

Ljósm: © CMC/MCC, 69-62 Canadian Museum of Civilizations

"A 1962 survey by Kenneth Peacock of Icelandic settlement in Manitoba noted only one traditional instrument, the langspil, a narrow rectangular box about a metre long, fitted with two metal strings and frets. This instrument was made shortly after 1900 by a farmer south of Gimli. It is housed in the Canadian Museum of Civilization folk instrument collection." (Sjá hér). Hljóðfærið er tveggja strengja.

canada Gimli langspil

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtileg og fróðleg samantekt. Ég hef verið að velta einu fyrir mér, en það er hvernig haldið er á svona hljóðfæri þegar á það er spilað. Einhverjar teikningar sýna menn halda þessu í kjöltu sér, sem mér finnst skrítið, vegna þess að það getur ekki verið þægilegt að beita boganum þannig. Oft eru menn í dag með þetta liggjandi á borði eða á knjám sér.

Hljóðfærið sjálft er byggt þannig að engu líkara er en að ætlast sé til þess að það standi upp á endann líkt og lítið selló, sem þá hefur væntanlega staðið á kistli eða einhverri upphækkun.

Þetta ræð ég af því að á breiðendanum er nánast alltaf stettur eða flatur pallur.

Kannski er það eingöngu vegna þess að þannig var fyrirverðarminnst að geyma hljóðfærið, þegar það var ekki í notkun, þ.e. Láta það standa upp á endann í stað þess að láta það liggja.

Hvað heldur þú? Eru einhverjar öruggar upplýsingar um þetta? Er hægt að treysta inspíreruðum og tiltölulega nýlegum renderingum teiknara sem vissu máske lítið um þetta eða jafnvel sáu þetta aldrei notað í praksís?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 10:44

2 identicon

Ertu alveg viss um að Byggðasafn Skagfirðinga sé í Laufási?

Mig minnir endilega að það sé í Glaumbæ?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 10:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri gaman að sjá hvort einhver gæti tekið Hendrix cover á langspil, eins og þessi Kóreanska stúlka gerir á sitt þjóðlega hljóðfæri. :)

http://m.youtube.com/watch?v=NfOHjeI-Bns

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 11:21

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Rétt Þorvaldur. Ég rugla þessum stöðum gjarnan saman.

FORNLEIFUR, 29.3.2013 kl. 12:18

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Aldeilis fyrirtaks samantekt.

Ragnhildur Kolka, 1.4.2013 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband