Heimildir um langspil fyrir aldamótin 1900

02663AH-B-045 D

Á síđari árum hefur blómstrađ mikill áhugi á langspilinu, einu af tveimur ţekktum hljóđfćrum Íslendinga fyrr á öldum. Af ţví sem skrifađ hefur veriđ á síđustu áratugum um langspiliđ, er grein David G. Woods í Árbók hins íslenska Fornleifafélags sennilega besta heimildin um langspil á Íslandi og sú áhugaverđasta. Ég bendi áhugasömu fólki á ađ lesa hana. Hún er ţó alls ekki tćmandi heimildarsafn um langspiliđ. Woods rannsakađi fyrst og frem hljómgćđi hljóđfćra en hér verđur lögđ meiri áhersla á elstu heimildir og ađ sýna elstu hljóđfćrin.

Hér skal tekiđ saman ţađ sem vitađ er um langspil á Íslandi fyrir aldamótin 1900, bćđi ritađar heimildir teikningar og ljósmyndir.

Í nćstu fćrslu um langspiliđ verđur greint frá ţeim hljóđfćrum sem til eru í söfnum og einkaeign og voru smíđuđ fyrir aldamótin 1900 - ţó ekki hljóđfćri smíđuđ úr krossviđ.

Arngrímur Jónsson

Arngrímur lćrđi (1568-1648) nefnir ekki, eins og margir halda fram, langspil í bók sinni Anatome Blefkeniana  sem út kom á Hólum áriđ 1612 og ári síđar í Hamborg. Bókin var andsvar gegn falsi og lygum Ditmars Blefkens um Ísland og Íslendinga. Anna Ţórhallsdóttir hin mikla áhugakona um langspiliđ skrifađi ađ Arngrímur hefđi gert ţessa athugasemd viđ lygar Blefkens:  Hvađ sönglist og lagfrćđi snertir, hafa landar mínir veriđ svo vel ađ sér, ađ ţeir hafa búiđ til hljóđfćri upp á eigin spýtur og tekizt vel. Taldist Önnu til ađ ţarna gćti veriđ átt viđ langspil.

Anatome Blefkeniana

 

En upphaflegi textinn hljóđađi nú svona ţegar ég fór ađ lesa hann:

Quoad Musicam et melodiam, non fuerunt adeo amusi nostri homines, quin instrumenta Symphoniaca ipsi artificiose facerent, et melodiam vel musicam, ut vocant, figurativam, recentiore memoria noverint.

Sem getur ađeins útlagst ţannig:

Hvađ varđar tónlist og sönglist, ţá geta landar mínir, ţađ er viđ vitum síđast til eins og ţađ er orđađ, ekki hafa veriđ án hljóđfćra, sem ţeir hafa byggt listavel, eđa án tónlistar eđa söngs

I handriti ađ Íslensk-latnesku orđasafni (AM 433 1, fol. I-IX) Jóns Ólafssonar Grunnvíkings, sem tekiđ var saman á árunum ca. 1736-1772, kemur orđiđ Langspilsstrengur fyrir. Rósa Ţorsteinsdóttir ţjóđfrćđingur á Árnastofnun hefur vinsamlegast upplýst mig ađ í seđlum Jóns Ólafssonar viđ orđasafn hans komir orđiđ langspil fyrir (sjá athugasemd Rósu í athugasemdum neđst).

Á tveimur seđlum nefni Jón Ólafsson ţau hljóđfćri sem hann ţekkir á Íslandi. Á seđli sem á ađ bćtast viđ flettiorđiđ "hljóđfćri" telur hann fyrst upp hljóđfćri sem ţekkt eru í Danmörku og öđrum löndum og nefnir síđan ţau sem algengust eru á Íslandi:„harpa et fidla. laang-spil, symphon, etc. it. Clavier, qvod etiam clavichordium vocant“ (AM 433 fol. V 1: 178r-v).
 
Á seđli, sem er viđbót viđ flettiorđiđ spil stendur: „Laang Spil, instrumentum musicum, fi dibus instruetum [!]. Danicč Langeleeg. Spectat ad hljood-fćri, ut: fi dla, fjool, harpa, symphoon et clavier, aliis clavicordium. item Bumba; vesicam habens in fl atam. Loqvos enim de illis instrumentis tantum qvć Islandis sunt familiari simi“ (AM 433 fol. VIII 2: 288r).

 

Kveđskapur á 18. öld 

Vísa Árna Böđvarssonar (1713-1776) á Ökrum á Mýrum tileinkuđ Latínu Bjarna, Jónssyni (f. 1709), sem einnig var kallađur djöflabani. Bjarni Jónsson var bóndi og bjó á Knerri í Breiđuvík. Af Bjarna ţessum eru einnig til ţjóđsögur í safni Jóns Árnasonar.

Smiđur bezti, vanur til veiđa,

vistast hjá honum allar listir,

fiđlu, simfun, fer hann tíđum,

fiol, hörpu, langspil, gígju,

kirurgus er mörgum meiri

mađur tryggur, vel ćttađur,

orđsnotur, skáld, allvel lćrđur

Árni kveđur um Jónsson Bjarna.

Jón Steingrímsson

Önnur 18. aldar heimild um íslenska langspiliđ er ćvisaga séra Jóns prófasts Steingrímssonar (1728-1791) sem hann ritađi sjálfur á árunum 1784-1791. Í sögunni er tvisvar minnst á langspilsleik:

Hún [ţ. e. Ţórunn Hannesdóttir, síđar eiginkona höfundar] hafđi mig og áđur séđ, er eg var í skóla [í Hólaskóla 1744-1750], ţví síra Sveinn [Jónsson, prestur á Knappsstöđum] og síra Pétur [Björnsson, prestur á Tjörn], skólabrćđur mínir, sem voru um hátíđir ţar á klaustrinu,lokkuđu mig um ein jól ađ koma ţangađ ađ sjá stađ og fólk og slá ţar upp á langspil, er eg međ list kunni, ásamt syngja međ sér, hvar af klausturhaldari hafđi stóra lyst á stundum. Ţá eg í minni Setbergsferđ, hvar um áđur er getiđ, hafđi nćturstađ á Bć í Borgarfirđi, sá eg ţar snoturt langspil, er ţar hékk, og ţarverandi húsmóđir, Madame Ţuríđur Ásmundsdóttir átti og brúkađi. Hún, sem gera vildi mér alt til ţénustu og afţreyingar, bauđ mér ţađ til ađ slá upp á ţađ. Og ţá eg ţađ reyndi, gat eg ţađ ei fyrir innvortis angursemi og hugsun til fyrri daga, hvađ ţá hún sá, tók hún sjálf ađ spila á ţađ ein ţau listilegustu lög, hvar viđ eg endurlifnađi viđ og fékk ţar af sérleg rólegheit.

John Thomas Stanley 

Stanley

Enski ferđalangurinn og John Thomas Stanley barón af Alderley (1766-1850) stýrđi leiđangri til Fćreyja og Íslands áriđ 1789. Í ferđ sinni um Ísland heimsótti Stanley og rannsakađi ýmsa ţekkta stađi og umhverfi ţeirra. 28. ágúst 1789 var ritađ í dagbók leiđangursins ađ Stanley hefđi fundiđ íslenska hljóđfćriđ langspil (Ţannig ţýtt i grein D.G. Woods):

Ţegar Stanley kom um borđ í skip leiđangursins sýndi hann okkur íslenskt hljóđfćri, sem heitir langspil. Ţađ er í lögun líkast stýfđum píramíđa, 5 ˝ ţuml. sinnum 3 og 1 í toppinn, hćđin 39 ţuml., međ sex strengjum úr látúnsvír, hinn lengsti 37 og hinn stysti 12 ˝ ţumlungur festir líkt og gítarstrengir viđ grunn píramíđans, og leikiđ á ţá međ klunnalegum boga. Stanley lék á ţađ, en naumast getur annađ hljóđ látiđ verr í eyrum en ţau, sem úr ţví komu. [Hér vantar setningu hjá ţeim sem ţýddi]

(Upphaflegi textinn er ţannig: When Mr. Stanley came on board, he shewed us an Icelandic Instrument of music called Langspiel. It is a frustrum of a rectangular pyramid 5˝ in by 3 and 1 sq at the top. height 39 in with 6 Strings of thick brass wire the longest about 37 inches and the Shortest 12˝ inches with stops like those of the Guitar -  The strings come over a Moulding at the base of the pyramid and are played upon by a clumsy Bow.  -  Mr. Stanley played upon it but nothing is more grating to the ear than the sounds it produced. It is it seems a very Ancient intrument, introducing here perhaps by the first Norwegian Colonists.

Erfitt er ađ átta sig á útliti ţessa 6 strengja hljóđfćris, međ mismunandi lengd strengja.

William Jackson Hooker

220px-William_Jackson_Hooker_by_Spiridione_Gambardella

Áriđ 1809 ferđađist um Ísland ungur enskur grasafrćđingur, William Jackson Hooker (1785-1865). Áriđ 1811 kom  út í Yarmouth bók hans Journal  [á 1. titilblađi stendur reyndar Recollections] of a Tour in Iceland in the Summer of 1809. Hooker, sem síđar varđ forstöđumađur grasagarđsins frćga í Kew, lýsti međ mikilli hrifningu heimsókn sinni ađ Innra-Hólmi nćrri Akranesi, ţar sem Magnús Stephensen bjó. Magnús var sem kunnugt er sonur Ólafs Stephensens og var hann lögmađur norđan lands og austan áriđ (1789), síđan settur landfógeti og áriđ 1800 og varđ dómstjóri (háyfirdómari) í Landsyfirrétti, sem ţá var nýstofnađur. Ţar ađ auki bar hann titilinn Etatsráđ (Etatsrĺd) sem var ţađ sem Íslendingar komust nćst ađalstign. Magnús bjó áriđ 1809 međ fjölskyldu sinni ađ Innra-Hólmi viđ Hvalfjörđ. Til er góđ stutt íslensk endursögn á ţví sem Hooker sá á upplýsingarheimilinu ađ Innra-Hólmi í tímaritinu Brautinni áriđ 1928, en í bók Hookers sjálfs er lýsingar allar mjög langdregnar:

Segir Hooker, ađ ţar sé ágćtlega húsađur bćr, enda búi ţar mađur sem sé háyfirdómari, og svo vel búinn ađ gáfum og lćrdómi, ađ sómi myndi ađ honum í hverju ţjóđfélagi sem vćri. Alt benti til ţrifnađar, jafnvel útihúsin báru vott um smekk og snyrtimennsku. Var ađ vísu fylgt gamalli landsvenju i húsaskipun og byggingaefni. Mörg hús í röđ hlađin upp úr torfi og grjóti, en ţó var svo frá öllu gengiđ, torfveggjunum og torfţökunum, ađ sannarlegt prúđmennskusniđ var á. Útidyrnar voru málađar og stórir gluggar á bćnum. Var gengiđ inn löng göng alţiljuđ, og međ timburgólfi. Bókastofa húsbóndans var í međallagi stórt herbergi, alsett bókum. Innar af ţví dagstofa, var hún blámáluđ međ gipsrósum á lofti. Var ţar inni góđur húsbúnađur líkur ţvi er tíđkađist á Englandi. Á veggjunum voru nokkrar litmyndir međal annars af Napóleon Frakkakeisara og Nelson sigurvegaranum viđ Trafalgu. Strax er ţeir voru seztir ađ, bar bóndinn fram hvítt vín og tvíbökur, og međan beđiđ var til máltíđar sýndi húsbóndinn Hooker ýmsar fágćtar og merkar bćkur, og handrit um sögu landsins. Ţar voru og bćkur eftir merkustu rithöfunda, franska, ţýzka, sćnska og danska, og mikiđ af enskum skáldritum. Par ađ auki megniđ af fornritum Grikkja og Rómverja. - Sönglistin var einnig í hávegum höfđ á Innrahólmi. Stóđ upp ađ vegg í dagstofunni stórt orgel, og ţegar Hooker lét á sér skilja, ađ sig langađi til ađ heyra íslenskan söng, kom fjölskyldan inn, og söng fyrir hann nokkur sálmalög, en húsbóndinn lék undir á hljóđfćriđ. Einnig söng dóttir húsbóndans nokkra íslenzka og danska söngva, og lék undir á langspil. Um kl. 3 var sezt ađ miđdegi, var fram borin steik međ sćtu kirsuberjamauki og kálstöppu, en á eftir kom rauđvín, laufabrauđ og kökur.

Hooker teiknađi eitt langspilanna eftir minni og birtist teikningin í bók hans um Íslandsförina áriđ 1811.

Langspil Hooker

Í bók Hookers var langspiliđ sýnt á haus

George Steuart Mackenzie

Sir George Steuart Mackenzie by WilliamGodwin

Sir Mackenzie (1780-1848) kom einnig viđ hjá Stephensen fjölskyldunni á Innra-Hólmi á reisu sinni áriđ 1810 sem hann greindi frá í mikilli bók sinni Travels on the Island of Iceland during the Summer of the Year MDCCCX, sem var gefin út áriđ 1811.  Mackenzie greinir svo frá langspilinu á bls. 146-47:

While busily engaged with our viands, our ears were all at once struck with musical sounds. Knives and forks were instantaneously laid down; and we gazed at each other in delight. Having heard nothing of the kind before in Iceland, except the miserable scraping of the fiddle in the Reikjavik ballroom, the pleasure we now derived from agreeable sounds and harmonious music, was very great. When our first surprise was over, and we could recollect ourselves, we thought that the music, which proceeded from an apartment above, was from a pianoforte; but we were told that it was an Icelandic instrument, called the Lang-spiel; and that the performers were the son and daughter of Mr Stephenson, whose proficiency upon this instrument was considered to be very great. The Lang-spiel, which was now brought down for our inspection, consists of a narrow wooden box, about three feet long, bulging at one end, were there is a soundhole,and termination at the end like a violin. It has three brass wires stretched along it, two of which are tuned to the same note, and one an octave lower. One of the two passes over little projections, with bits of wire on the upper part. These are so placed, that when the wire above them is pressed down by the thumbnail, the different notes are produced on drawing a bow across; and the other wires perform the same office as the drones of a bagpipe. In short, it is simply a monochord, with two additional strings, to form a sort of bass. When the instrument is near, it sounds rather harsh; but, from adjoining room, especially when the two are played together, as was the case when we first heard the music, the effect is very pleasing. The tunes we heard played were chiefly Danish and Norwegian. Mr Stephenson's daughter made me a present of her Lang-spiel,from which this description and the drawing were taken.

Viđ ţessa frásögn er rista af langspilinu gerđ af E. Mitchell.

 

Stanley Langspil
Stćkkiđ myndina međ ţví ađ smella á hana og beriđ saman viđ teikningu Hookers 

Eftir dóm um miđur fallegan söng ungra stúlkna á Innra-Hólmi skrifar Mackenzie: Mr Stepenson's family is the only one in Iceland that be said to cultivate music at all.  He himself plays upon a chamber-organ, which he brought from Copenhagen a few years ago.

Innri-Hólmur 1789
 
Innri-Hólmur áriđ 1789. Vatnslitamynd eftir E. Dayes; Myndin teiknuđ og vatnslituđ eftir teikningum gerđum í leiđangri Stanelys á Íslandi áriđ 1789.

 

Auguste Étienne François Mayer

02663AH-B-045 b

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana

Listamađurinn Auguste Mayer (1805-1890)  ferđađist međ lćkninum og náttúrfrćđingnum Joseph Paul Gaimard (1796-1858) um Ísland árin 1835 og 36, og teiknađi af mikilli leikni ţađ sem fyrir augun bar. Listaverk hans voru gefin út í ţremur stórum bindum (Atlösum) sem fylgdu 11 binda ritröđ um ferđir Gaimards til Íslands og Grćnlands, sem bar heitiđ Voyage en Island et au Groënland. Ekki er í bókunum greint frá ţeim "concert" sem frönsku ferđalangarnir upplifđu í hlóđaeldhúsinu á Grímstöđum á Fjöllum, en myndin sem birtist í öđrum atlas leiđangursins er steinprent (litógrafía) međ lýsingunni: Un concert ŕ Grimsstadir (Islande). Myndin er á viđ mörg langspil.

Benedikt Gröndal

Gröndal

Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1827-1907) verđur ađ teljast međ hér, ţegar hann lýsir langspilsleik móđur sinnar í Dćgradvöl, bók sem út kom ađ honum látnum áriđ 1923 og var eins konar blogg ţess tíma. Gröndal óđ úr einu í annađ. Kallinum ţótti gaman ađ lífinu! Hann segir svo frá langspilinu í bókinni:

Um Langspil hjá Benedikt Gröndal: Dćgradvöl (Afisaga Mín), Bókaverslun Ársćls Árnasonar , Rvík, Prentsmiđjan Gutenberg - MCMXXIII (bls. 40)

Einu sinni man jeg til at Bjarni Thararensen kom; jeg man eptir honum og sýndist mjer hann stćrri en hann var í raun og veru, ţví ađ jeg var barn, en Bjarni bar sig hátt og ljet mikilmannlega; hann var á rauđum kjól, eđalmađur á hćđ, baraxlađur og flatvaxinn; hann beiddi móđur mína ađ spila á langspil, sem hún var ágćtilega vel leikin í, og spilađi hún ţá Lyt Elskede, ut", en Bjarni söng undir. Ţetta hefur veriđ 1836 eđa 7.; Ţá voru Langspil alltíđ á Alptanesi; í Mackenzies ferđabók er mynd af langspili međ bumbu, alveg eins og móđir mín átti, međ ţrem strengjum, myndin er alveg rétt. Móđir mín var frćg fyrir ţetta spil, hún ljek valsa og allskonar lög. Sum langspil voru ekki međ bumbu, en einungis breiđari í ţann endann sem hljóđopiđ var á og leikiđ var yfir; strengirnir voru ţrír en nótur settar einungis á ţann strenginn sem nćstur manni var og hćst var stemdur. ţar nćst var strengur einni octövu lćgri og svo bassinn. Í bók Ólafs Davíssonar um gátur og leiki og í Sunnanfara (nr. 6, 1893) er talađ um langspil af töluverđum ókunnugleik (ţar sendur og bls. 272 ađ M. St. hafi andast 1827) Ólafur ćtlar ađ ţau sjeu alíslenzk ađ uppruna,en ţau eru sjálfsagt frá Noregi og heita (hjetu) "langeleg", "Langeleik" og "Langspel" (I. Aasen). Um langspil eru ţessi vísa, líklega eptir Rósu;

"Netta fingur venur viđ
veifir slingur korđa
hjartađ stingur, fćr ei friđ,
fallega sýngur langspiliđ".

Vatnsenda Rósa

Ţađ var Rósa Guđmundsdóttir (1795-1855) sem svo orti ţannig um langspiliđ:

 

Hvort ţetta var ort er Rósa var í ţingum viđ Natan Ketilsson í Húnaţingi, eđa síđar er hún bjó í Markúsarbúđ undir Jökli (Snćfellsnesi), er ekki vitađ, en falleg er vísan.

Ljósmyndir

Jón Goskall

Til eru tvćr skemmtilegar ljósmyndir af mönnum sem leika á langspil. Ein er af Jóni Ásbjörnssyni (f. 1821), sem einatt var kallađur goskall. Jón var vinnumađur og bóndi víđa í Borgarfirđi og á sunnanverđu Snćfellsnesi en átti heima í Borgarnesi frá 1879 til dauđadags 1905. Myndina hefur Árni Thorsteinsson sennilega tekiđ (Úr ljósmyndasafni Ţjóđminjasafns Íslands). Svo virđist sem Jóns leiki á langspil međ bogadreginni hliđ.

Klein Langspil 1898

Hin ljósmyndin var tekin einhvers stađar í Húnaţingi (Skagaströnd) af danska ljósmyndaranum Johannes Klein sem ferđađist međ Daniel Bruun um Ísland áriđ 1898. Bóndinn leikur á langspil međ bogadreginni hliđ (sem sumir kalla bumbu).


Ť Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla ť

Athugasemdir

1 identicon

Hafđu bestu ţakkir fyrir mjög fróđlega grein!!!....

Jón Kristjánsson (IP-tala skráđ) 23.3.2013 kl. 09:21

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Bestu ţakkir fyrir heimsóknina, Jón Kristjánsson.

FORNLEIFUR, 23.3.2013 kl. 11:41

3 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Frábćrt, áhuga vert, takk fyrir.

Hrólfur Ţ Hraundal, 23.3.2013 kl. 14:20

4 identicon

Sir Mackenzie

Ţetta hefđi Guđni kjaftur gert athugasemd viđ!

Jón (IP-tala skráđ) 23.3.2013 kl. 14:27

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ţér Hrólfur.

Jón, segđu okkur hvađ skólameistarinn hefđi gert athugasemd viđ? Var ţađ Sir eđa Mackenzie? Reyndar var Mackenzie líka barón (baronet). En láttu okkur hafa kennslustund í Guđna sem var fjarskyldur frćndi minn.

FORNLEIFUR, 23.3.2013 kl. 16:54

6 identicon

Sir George var hann titlađur, sem barnonet mátti ekki titla hann lord Mackenzie. Baronet er ekki ţađ sama og barón.  Lord er ađeins fyrir baróna og upp ađ hertogum.

Wikipedia

 Lord is used as a generic term to denote members of the peerage. Five ranks of peer exist in the United Kingdom, in descending order these are duke, marquess, earl, viscount, and baron. The appellation 'Lord' is used most often by barons who are rarely addressed by their formal and legal title of "Baron", a notable exception being during a baron's introduction into the House of Lords when he begins his oath by stating "I, Baron X...of Y...". The correct style is 'Lord (X)', for example, Alfred Tennyson, 1st Baron Tennyson, is commonly known as 'Lord Tennyson'. The ranks of marquess, earl and viscounts are commonly also addressed as lord. Dukes use the style 'Duke of (X)', and are not correctly referred to as 'Lord (X)'. Dukes are formally addressed as 'Your Grace', rather than 'My Lord'.

Jón (IP-tala skráđ) 23.3.2013 kl. 17:42

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Sir Jón, hvađ var ţá ađ??? Og hvađ hefđi  Guđna mislíkađ?

Sirvar Mackenzie og ţađ skrifađi ég, og ţađ var ekkert út á ţađ ađ setja. Ţess vegna skil ég ekki alveg athugasemdir ţínar, Sir John. En ţakka ţér fyrir frćđslu í titlatogi Breta. Hér vćru betur ţegnar athugasemdir um langspil.

FORNLEIFUR, 23.3.2013 kl. 18:08

8 identicon

Hann var Sir George, ekki Sir Mackenzie. Titilinn er međ skírnarnafninu, ekki ćttarnafninu. Svo vitnađ sé aftur í Wikipediu:

 In formal protocol Sir is the correct styling for a knight or a baronet (the United Kingdom nobiliary rank just below all peers of the realm), used with (one of) the knight's given name(s) or full name, but not with the surname alone ("Sir James Paul McCartney", "Sir Paul McCartney", or "Sir Paul", but never "Sir McCartney").

Jón (IP-tala skráđ) 23.3.2013 kl. 18:54

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Alveg hrein ótrúlega skemmtilegur fróđleikur sem ţú berđ á borđ fyrir okkur fróđleiksfíklana.takk fyrir ţetta.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.3.2013 kl. 19:02

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Dear sirs and Ađals-Jón á Barónsstíg (ţú ert ekki međ neitt ćttarnafn. svo ég svipti ţig hér međ Sir-tittlingnum).

Ég verđ ađ viđurkenna ţessa fávisku mína í ensku titlatogi. Ţađ er ekki nema von ađ mér sé ekki lengur bođiđ í Buckinghamhöll. Sir George, who? 

                                                   Yours sincerely Lord Longplay

FORNLEIFUR, 24.3.2013 kl. 06:43

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ţér fyrir heimsóknina Jósef Smári.

FORNLEIFUR, 24.3.2013 kl. 09:20

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Rósa Ţorsteinsdóttir mannfrćđingur á Árnastofnun sendi mér línu ţann 19. 5. 2015 međ mikilvćgum leiđréttingum og viđbótum sem ég hef fćrt inn í texta minn:

Hér fyrir neđan er athugasemd Rósu í heild sinni. Fćri ég henni bestu ţakkir fyrir ţessar "nýju" og mikilvćgu upplýsingar um orđasafn Jóns Gunnvíkings:

Sćll Vilhjálmur

Ég hef lesiđ fróđalegar greinar ţínar um sögur langspilsins og ţakka fyrir ţćr. Í ţeirri sem fjalla um langspil í heilmildum fyrir aldamótin 1900 segir ţú: „Ţví hefur ítrekađ veriđ haldiđ fram, ađ í handriti ađ Íslensk-latnesku orđasafni (AM 233 1, fol.) Jóns Ólafssonar Grunnvíkings, sem tekiđ var saman á árunum ca. 1736-1772, sé ađ finna orđiđ langspil. Ţetta er heldur ekki allsendis rétt. Orđiđ Langspilsstrengur kemur hins vegar fyrir í orđasafninu.“

Ţađ er orđiđ of seint ađ gera athugasemd viđ greinina sjálfa, en ég vildi upplýsa um ţetta:

1) Orđabók Jóns ber safnmarkiđ AM 433 fol. I–IX.

2) Jakob Benediktsson orđtók handritiđ eftir myndum sem voru teknar af ţví á Árnastofnun í Kaupmannahöfn og hann segir frá ţví í greininni „Glíman viđ orđabók Jóns Ólafssonar“, í Hrćringur úr ritum Grunnavíkur-Jóns. Erindi flutt á málţingi um Jón Ólafsson úr Grunnavík laugardaginn 16. apríl 1994 (Reykjavík: Orđmenn og Góđvinir Grunnavíkur-Jóns 1994), bls. 19–22:

Ţađ var ţó ekki fyrr en Árnastofnun í Höfn fékk bćtta ađstöđu og meiri fjárráđ á síđari hluta sjötta áratugarins ađ Jón Helgason gekkst fyrir ţví ađ ljósmyndir vćru teknar af handritinu og eintak af ţeim gefiđ Orđabók Háskólans. Ţó voru seđlarnir ekki teknir međ, ađallega af kostnađarástćđum, en reyndar taldi Jón Helgason ađ lítill slćgur mundi í ţeim. Ţess má geta ađ Páll Eggert Ólason hafđi skrifađ upp fyrstu ţrjú bindin af handritinu og tekiđ seđlana međ. Ég athugađi uppskriftirnar af seđlunum á sínum tíma, og man ekki betur en ađ harla lítiđ vćri á ţeim ađ grćđa (bls. 20).

Sem sagt: áđur en handritiđ var sent til Íslands í handritaskilunum var ţađ bundiđ inn og ţá voru allir seđlarnir bundnir međ á viđeigandi stađi og viti menn: Á tveimur seđlum telur Jón Ólafsson upp ţau hljóđfćri sem tíđkast helst á Íslandi. Á seđli sem á ađ bćtast viđ flettiorđiđ hljóđfćri telur hann fyrst upp hljóđfćri sem ţekkt eru í Danmörku og öđrum löndum og nefnir síđan ţau sem algengust eru á Íslandi: „harpa et fidla. laang-spil, symphon, etc. it. Clavier, qvod etiam clavichordium vocant“ (AM 433 fol. V 1: 178r-v).

Og á seđli sem er viđbót viđ flettiorđiđ spil stendur: „Laang Spil, instrumentum musicum, fi dibus instruetum [!]. Danicč Langeleeg. Spectat ad hljood-fćri, ut: fi dla, fjool, harpa, symphoon et clavier, aliis clavicordium. item Bumba; vesicam habens in fl atam. Loqvos enim de illis instrumentis tantum qvć Islandis sunt familiari simi“ (AM 433 fol. VIII 2: 288r).

Vildi bara saegja ţér frá ţessu!

Bestu kveđjur,

Rósa Ţorsteinsdóttir

ţjóđfrćđingur á Árnastofnun

FORNLEIFUR, 24.5.2015 kl. 06:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband