Hvenær leiðréttir Alþingi villur á vef sínum?

Davíð Ólafsson

Á vef Alþingis eru upplýsingar um alla alþingismenn. Einn þeirra hefur gefið rangar upplýsingar um sjálfan sig, eða aðrir um hann. Hér á ég við Davíð Ólafsson sem var þingmaður 1963-1967 og einnig fiskimálastjóri og seðlabankastjóri.

Glæstur ferill Davíðs er útlistaður á vef Alþingis, en þar er þó hvergi minnst á pólitískan feril hans sem meðlims Þjóðernishreyfingar Íslendinga. 

Upplýst er að hann hafi fengið prófgráðu við háskólann í Kiel árið 1939.

Skjalasöfn í Þýskalandi finna engar upplýsingar um þá prófgráðu eða að hann hafi verið á lista yfir erlenda námsmenn við háskólann í Kiel.

Vitaskuld er ekki við Alþingi að sakast, ef þinginu hafa verið færðar rangar upplýsingar. Í Hagfræðingatali er því haldið fram að Davíð hafi verið Bac. sc. oecon. eða "bac[calaureus] sc[ientiæ] oecon[omicæ]. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar við þessa upplýsingu, og það heldur stór. Ekki voru gefnar bakkalárusagráður í Þýskalandi að ráði eftir 1820 (þið lesið rétt: Átjánhundruð og tuttugu). (sjá hér og hér).

Óskandi væri að Alþingi tæki ekki þátt í hvítþvætti á íslenskum nasistum sem lugu til um menntun sína, Íslandi til vandræða á alþjóðavettvangi. Það þarf að gera betur hreint !

Myndin efst er af hálfóttaslegnum Davíð Ólafssyni. Hún var tekin á OECD-fundi. Engu er líkara en að Davíð hafi verið hræddur á meðal allra topp-hagfræðinganna sem þar voru staddir.


Bloggfærslur 16. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband