Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2017

Eruptions Volcaniques

eruptions_volcaniques_2_1298313.jpg

Ţessa mynd, sem Fornleifur eignađist nýlega, er ađ finna á stílaörk (tvíblöđungi) sem unglingar í Frakklandi skrifuđu á stutta tímastíla og próflausnir sínar á síđari hluta 19. aldar.

Á ţessa örk hefur unglingur međ fallega hönd skrifađ um eignarfornöfn, les pronoms possessifs.

Slíkar arkir voru mikiđ notađar af Frökkum og var upplýsingaefni međ myndefni af öllu á milli himins og jarđar á forsíđu arkarinnar og frćđandi texta á baksíđunni.

Myndin sem er öll hin ćvintýralegasta á ađ sýna Eldgos (Eruptions Volcaniques), n.t. í Heklu og Geysi (Les Éruptions de l´Hécla, les Geysers (Islande). Ţegar á 19. öld gerđu menn sér grein fyrir ţví ađ eldgos vćru frábćrt landkynningarefni.

Stúlkuna međ krókfaldinn í söđlinum, sem virđist flýja hamfarirnar, nema ađ hún sé ríđandi gćfum túrhesti, hefur listamađurinn ţekkt frá öđrum myndum og vitanlega gamla góđa Geysi. En Hekla er ţarna hrein hugarsmíđ. Efst i vinstra horninu er skeytt inn lítilli mynd sem sýnir smala og fjárflokk hans, sem og furđulega hóla og eitthvađ sem virđist vera hellir. Ég kannast ekki viđ ţennan stađ en fjöllin minna mig á ýktan fjallasal í prentmyndum af Hólum í Hjaltaldal í bók Ebenezer Hendersons frá 1819.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband