Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2016

Súkkulađi-Sigga - Fyrsta fornplakat Fornleifs

tinni_og_kolbeinn.jpg

Heilaga hámeri! Tinni og Kolbeinn kafteinn hafa enn einu sinni leyst eitt erfiđasta vandamál íslensku ţjóđarinnar. Ekki hafa ţeir ţó myndađ ríkisstjórn í hinu stjórnlausa landi, ţótt ráđagóđir séu. Ţeir hafa hins vegar fundiđ bestu jólagjöfina í ár sem ţeir telja ađ muni seljast betur en verstu Arnaldsreifarar Indriđasonar. Ţeir félagar slá einnig tvćr flugur í einu höggi, ţví ţetta er líklegast besta tćkifćrisgjöfin áriđ 2017.

Tinni og Kolbeinn hafa hjálpađ Fornleifi viđ ađ útbúa bestu jólagjöfina í ár: Súkkulađi-Siggu međ sitt dularfulla bros sem óneitanlega minnir á lokkandi glott Mónu Lísu ţar sem hún hangir löngum á Louvre-safninu í París.

chokoblog_fornleifur.jpg

MONA LISA Íslands í neđanverđu Bankastrćti 1932; Ţetta er fyrsta fornplakat Fornleifs, og vonandi ekki ţađ síđasta. Chokolat Pupier, var nafn verksmiđju í eigu fjölskyldunnar Pupier í Saint Étienne (sjá hér og hér) sem lét útbúa ţessar smámyndir sem fylgdu súkkulađinu sem ţeir framleiddu.

escoffiersept.jpgPupier-verksmiđan i Saint-Étienne á velmektardögum hennar, ţegar "Súkkulađi-Sigga" var sett í pakkana ţeirra.

 

Súkkulađi Sigga kom upphaflega í heiminn í súkkulađipökkum í Frakklandi snemma á 4. áratug síđustu aldar.

Fyrirtćkiđ Chokolat Pupier, var stofnađ áriđ 1860 í bćnum Saint-Étienne suđvestur af Lyon í Loire hérađi i Rhône-Alpes í Suđaustur-Frakklandi. Pupier var selt öđru fyrirtćki, CÉMOI, áriđ 1981. CÉMOI er nú fyrir nokkrum árum alveg hćtt ađ nota nafniđ Pupier.

Chokolat Pupier framleiddi um langt skeiđ súkkulađipakka sem í var stungiđ kortum međ uppfrćđandi efni, mannbćtandi og jafnvel trúarlegu. Slík kort í pakkavöru tíđkuđust víđa og einnig var ýmsu fróđlegu og uppbyggilegu gaukađ í tóbakspakka sem framleiddir voru í Evrópu í lok 19. og byrjun 20. aldar. Seinna komu leikararnir, sem viđ verđandi gamalmennin ţekkjum manna best, einnig ţrykkmyndirnar ađ ógleymdum stimplatyggjómyndunum.

tre_kort_2.jpg

Í langan tíma var efniđ á smákortunum sem finna mátti í pökkum Chokolat Pupier frćđsla um lönd og ţjóđir heimsins. Venjulega voru kortin ţrjú fyrir hvert land. Kortin voru framleidd á tímabilinu 1920-39. Ţannig varđ Súkkulađi-Sigga og tvö önnur kort, ţar sem Íslandi voru gerđ skil, til áriđ 1932. Kortin ţrjú voru alls ekki stór, eđa ađeins 5,1 x 6,9 sm ađ stćrđ.

img_5972_b_1295906.jpgFyrir utan Siggu á upphlutnum, (sem er nú ekki alveg réttur ţar sem vestiđ er rautt líkt og á norskum búningum), var framleitt kort međ landakorti af Íslandi og annađ sem sýndi íslenska fánann (reyndar í röngum litum) og skjaldamerkiđ.

Ofdekruđ frönsk börn gátu ţegar ţau höfđu safnađ 6 eđa 9 kortum fariđ međ ţau út í nćstu nćstu búđ og afhent og fengiđ nýjan súkkulađipakka. Ţá var kortiđ gatađ svo ekki vćri hćgt ađ nota ţađ aftur.

Franskir tóbakssalar seldu venjulega einnig súkkulađi og eftir nokkur ár voru dekruđu börnin orđin tóbaksfíklar. Góđ börn og ţćg létu sér hins vegar nćgja ađ safna kortunum og og setja ţau í albúm sem hćgt var ađ kaupa til ađ halda safni sínu til haga. Ţađ hafa sum ţeirra gert af mikilli natni

Plakatiđ

Súkkulađikortiđ međ upphlutsfegurđardísinni Siggu, sem Fornleifur keypti á eBay, hjálpađi norskćttađur vinur minn Milton heitinn Rotschild mér ađ fá prentađ sem 50 x 70 sm. stórt plakat. Ţađ passar t.d. vel í "standardramma", sem ýmis fyrirtćki selja, t.d. stórverslun ein sem árlega býđur brennuvörgum ađ kveikja í risvöxnum, sćnskum geithafri. Viđ segjum ekki meira, missjö.

En á myndinni hér fyrir ofan er sendisveinn Fornleifs einmitt búinn ađ setja Siggu í ramma frá sćnska geithafrafyrirtćkinu. Ísetningin er auđveld ţó mađur hafi 12 ţumla líkt og Fornleifur.

Plakatiđ fćst nú ađeins hjá hinni frábćru Guđrúnu í Gudrun´s Goodies i Sankt Peders Strćde 35 (kjallaranum) í Kaupmannahöfn. Athugiđ: Upplagiđ er takmarkađ, svo fyrstur kemur, fyrstur fćr.

 


Heljarskinn - asískt útlit eđa stökkbreyting ?

heljarskinn.jpg

Stundum verđur manni um og ó er mađur sér útlendinga (og jafnvel Íslendinga) hamast í fornbókmenntum okkar líkt og vćru ţćr heilagur sannleikur og einhvers konar sagnfrćđirit á tag-selv-smurbrauđsborđi norrćnna frćđa.

Ţetta á vitaskuld ekki viđ um flesta útlenska sérfrćđinga sem eru hiđ besta fólk sem kann ţó margt listina ađ skjalla Íslendinga. En inn á milli leynist einn og einn grillumakari. Einmitt ţeim tekst oft nokkuđ vel upp í ađ koma ađ stađ trú á hindurvitnum, ţó svo eigi ađ heita ađ viđ séum komin svo langt fram á veginn, brott frá bókstafstrú 19. aldar og ţjóđernisrembingi sjálfstćđisbaráttunnar. Ekki batnar ástandiđ ţegar einstaka Íslendingur fer síđan ađ trúa rugli fólks sem vart getur taliđ lćst á forna texta, íslenska eđa norrćna, eđa búa sjálfir til ćvintýri og sögur til nćsta bćjar (urban myths).

Á safni einu í Noregi, nánar tiltekiđ ađ Avaldsnesi (sem fengiđ hefur nafn sitt frá Augvaldi sagnakonungi) á eyjunni Körmt (sem Norđmenn kalla Karmřy) nćrri bćnum Haugsundi í Noregi, er greint frá íslenska landnámsmanninum Geirmundi Heljarskinni .

Viđ gestum, sem ţangađ koma, blasir viđ myndin hér ađ ofan. Hún á ađ sýna Geirmund og tvíburabróđur hans Hámund á unga aldri. Sömuleiđis sýnir hún rauđhćrđan mann, Hjörr Hálfsson, konungsćttar frá Rogalandi, sem samkvćmt öđru bullukollurugli, Islendingabok.is , er forfađir minn. Hins vegar er í Íslendingabók upplýst ađ kona Hjörs Hálfssonar sé óţekkt. Ţar hefur forsvarsmönnum ćttfrćđigrunnsins brugđist bogalistin. Formóđir mín er nefnilega greinilega nefnd til sögunnar í fornum ritum og hét hún Ljúfvina. Furđa ég mig mjög á ţví, af hverju hana má ekki nefna í gagnagrunni Islendingabok.is, en grunar mig vitaskuld ađ fordómar og fáfrćđi séu líklegasta skýringin eins og fyrri daginn.

Rauđhćrđi forfađir minn (skv ofanstćđri hugmyndateikningu), hann Hjörr, var víst ţađ sem í dag er kallađ "Pussy Grabber". Hann herjađi á saklausar konur konur Bjarmalands, sem liggur norđaustur af Skandínavíu. Ţar tók hann einfaldlega verđandi konu sína, hana Ljúfvinu, herfangi, áđur en hann gerđist landnámsmađur á Íslandi.

Ljúfvina var líklega eins og fólk var flest á Bjarmalandi - af samójeđsku bergi brotin og líklega mongólóíđ í útliti. Gaman vćri ađ fá skýringu á ţví af hverju hún er strikuđ út í opinberri ćttartölu minni. Ekkert hef ég á móti ţví ađ vera komin af prinsessunni Ljúfvinu frá Bjarmalandi.

Heldur ruddaleg "bónorđsför" forföđur míns til Bjarmalands bar ávöxt og eignuđust ţau Ljúfvina og Hjörr tvíburasynina Geirmund og Hámund sem fengu báđir viđurnefniđ Heljarskinn vegna eins konar útlitsgalla sem ţeir fćddust međ.

Á fyrrnefndu safni á Augvaldsnesi er ţví haldiđ fram (međ tilvísun í Ísleskan frćđimann) ađ Heljarskinn ţýđi svört/dökk húđ, og er ţađ sagt skýra útlit og nafn tvíburabrćđranna og sér í lagi "asískt" útlit ţeirra! Ţetta kom m.a. fram á Stöđ 2 í vetur sem leiđ og selja menn á Stöđinni ţađ ekki dýrara en ţeir keyptu og hafa ađ hluta til úr skáldsögu eftir íslenska doktorinn, Bergsvein Birgisson, sem búsettur er í Björgvin í Noregi. Hann tók sig til fyrir fáeinum árum og skrifađi skáldsögu, eins konar Geirmundar sögu Heljarskinns. En fyrir utan ţann nútímaskáldskap, sem ekkert kemur málum viđ, og er ađ öllu leyti fantasía dr. Bergsveins sjálfs, er Geirmundur ađeins nefndur ađ einhverju ráđi í Landnámabók og Geirmundar ţćtti Heljarskinns. Viđ lestur frumheimildanna um ţennan forföđur minn kemur eftirfarandi í ljós:

Fćddir Geirmundr ok Hámundr heljarskinn.

Geirmundr heljarskinn var sonr Hjörs konungs Hálfssonar, er Hálfsrekkar eru viđ kenndir, Hjörleifssonar konungs. Annarr sonr Hjörs konungs var Hámundr, er enn var kallađr heljarskinn. Ţeir váru tvíburar.
   En ţessi er frásögn til ţess, at ţeir váru heljarskinn kallađir, at ţat var í ţann tíma, er Hjörr konungr skyldi sćkja konungastefnu, at dróttning var eigi heil, ok varđ hon léttari, međan konungr var ór landi, ok fćddi hon tvá sveina. Ţeir váru báđir ákafliga miklir vöxtum ok báđir furđuliga ljótir ásýnis, en ţó réđ ţví stćrstu um ófríđleika ţeira á at sjá, at engi mađr ţóttist sét hafa dökkra skinn en á ţessum sveinum var. Dróttning felldi lítinn hug til sveinanna, ok sýndist henni ţeir óástúđligir. Lođhöttr hét ţrćll sá, er ţar var fyrir stjórn annarra ţrćla. Ţessi ţrćll var kvángađr, ok ól kona hans son jafnframt ţví sem dróttning varđ léttari. Ok ţessi sveinn var svá undarliga fagr, er ţrćlskonan átti, at dróttning ţóttist ekki lýti sjá á sveininum, ok sýndist henni nú ţessi sveinn ástúđligri en sínir sveinar. Síđan rćđir dróttning til kaups um sveinana viđ ambáttina. En ambáttinni sýndist svá sem dróttningu, at henni ţótti sinn sonr tíguligri, en ţorđi ţó eigi at synja at kaupa viđ dróttningu um sveinana. Ok tekr dróttning viđ ambáttarsyni ok lćtr nafn gefa ok kallar sveininn Leif, ok segir dróttning ţenna svein sinn son. En ambáttin tekr viđ ţeim dróttningarsonum, ok fćđast ţeir upp í hálmi sem önnur ţrćlabörn, ţar til ţeir váru ţrévetrir. En Leifr leikr á lófum ok hefir virđing, sem ván var, at konungsbarn mundi hafa.
   En svá sem aldr fćrist á sveinana alla jafnt saman, ţá guggnar Leifr, en ţeir Hámundr ok Geirmundr gangast viđ ţví meir sem ţeir eru ellri, ok bregzt ţví meir hverr til síns ćtternis.

Hér má glögglega sjá og skilja ađ

  • Ţeir brćđur voru stćrri en gengur og gerist međ kornabörn
  • Ţeir voru sömuleiđis einstaklega dökkir eđa á anna hátt ófrýnilegir, svo mjög ađ móđir ţeirra vildi helst ekkert af ţeim vita, ţó svo ađ ađ hún eins og menn ćtla í dag hafi einnig veriđ dekkri á hörund en Norđmenn enda komin af konungum á Bjarmalandi.,

Ef nokkur trúanlegur kjarni er í ţessari frásögn, sem má lesa til enda hér, ţá má furđu sćta ađ kona af asísku bergi brotin hafi fćtt börn sem voru meiri af vöxtum en gerđist á međal norskra kvenna, og sér í lagi ţar sem ţeir voru tvíburar, sem oft eru heldur rýrari í vexti en einburar.

Ef Ljúfvina hefur sjálf veriđ dekkri á brún og brá, líkt og listamađurinn hefur túlkađ hana á myndinni í safninu á Augvaldsnesi, ţá má furđu sćta ađ börnin hafi orđiđ dekkri en hún sjálf, ef gengiđ er út frá ţví ađ fađirinn hafi veriđ rauđhćrđur ribbaldi međ ljósa húđ sem skađbrenndist ţegar hann berađi handleggina.

Ađ mínu viti hefur ţađ litla sem viđ vitum um Geirmund forföđur minn og fjölskyldu hans veriđ skrumskćlt í myllu frćđimanna sem eru illa lćsir eđa illa haldnir ađ pólitískri rétthugsun nútímans.

Eins og sjá má hér í ţćtti Stöđvar 2 er mýtan farin ađ snúast víđa.

Ţess vegna leyfi ég mér í vinsemd ađ benda fólki á ađ til er önnur skýring á heljarskinni tvíburanna Geirmundar og Hámundar.

 

Heljarskinn = cutis laxa

Ef ţeir sem tóku sér ţađ bessaleyfi ađ skrifa um hinn hörundsdökka og "asíska" Geirmund Heljarskinn, hefđu beitt rökhugsun hefđu ţeir líklega leitađ ađ öđrum skýringum á sögunni. Til er heilkenni (sem oftast nćr eru stökkbreyting) í ýmsum birtingarmyndum sem bera samheitiđ Cutis laxa (laus húđ). Oftast erfa menn ţessa kvilla vegna stökkbreytinga á X-kynlitningum.

cutis-laxa-photo.gif

Börn međ Cutis laxa

cutis_laxa.jpg

Helstu einkenni ţeirra sem erfa ţennan sjúkdóm, á ţví stigi ađ ţađ aftrar ţeim ekki á annan hátt en útlitsins vegna, er mikil umframhúđ. Fólk međ sjúkdóminn er oftar dekkra á hörund en skyldmenni ţeirra sem ekki hafa heilkennin. Í verri tilfellum geta menn átt viđ kvilla í liđum og limum ađ stríđa, sem jafnvel getur hindrađ gang og hreyfigetu. Sjúkdómurinn getur einnig leitt til alvarlegra afbrigđileika í líffćrum. Einnig er til sjúkdómur sem ber heitiđ Cutis verticis gyrata og sem lýsir sér í miklum húđfellingum á höfuđleđri manna.

0365-0596-abd-89-02-0326-gf01.jpg

Hérhérhér og hér geta menn sem áhuga hafa á cutis laxa, sem er samheiti heilkenna sem oftast erfast, lesiđ meira um heilkennin.

Geirmundur Heljarskinn og Hámundur bróđir hans voru drengir sem voru miklir af vöxtum, dekkri en foreldrarnir og höfđu mikla húđ og hold umfram ţađ sem eđlilegt gat talist. Útlit ţeirra ögrađi fegurđarmati foreldra ţeirra. Kannski hefur Geirmundur forfađir minn og margra annarra Íslendinga í ćsku veriđ eins útlítandi og Michelin-mađurinn?

En eru Íslendingar tilbúnir ađ taka ţví ađ forfađir ţeirra međ viđurnefniđ Heljarskinn hafi veriđ međ stökkbreytingu (mutation) sem veldur cutis laxa, utan ţess ađ vera asískir?

Líklegast er auđveldara ađ lesa óţarflega í kringum ţađ sem í raun og veru stendur um hann í fornum ritum og álykta, ađ hann hafi veriđ dökkur á húđ og hár og ţví eins konar Asíumađur eins og móđir hans - ekki ósvipađur börnum taílenskra kvenna á Íslandi og í Noregi.

En hafđi Ljúfvina einhverja ástćđu til ađ leggja fćđ á drengina sína fyrir ađ líkjast sér og hafa sama litarhaft og hún? Varla. "Ljótleikinn" sem olli fráhvarfi hennar frá börnum sínum var líklega annars eđlis.

Ţađ sem gerst hefur í nýrri sögu um Geirmund Heljarskinn og á veggmálverki á safni í Noregi eru selektívur skilningur og hlutlćgar skýringar sem eru ţví miđur vandamál víđar í frćđunum en á Íslandi. Ţađ er svo enn verra, ţegar menn fara ađ trúa ruglinu og jafnvel ruglinu í sjálfum sér (sjá hér).

V.Ö.V.

Skylt efni: Finnar á Íslandi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband