Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

17. júní á dönsku fjalli

17_juni_2014.jpg

Í dag hélt ég upp á 17. júní, aleinn. Ég kleif hćstu hćđ yfir jafnsléttu á Sjálandi, sem er 45 metrar yfir umhverfinu í kring og 67 metra yfir sjávarmáli, og ekki nema tćpir 3 km. frá heimili mínu.

Stađurinn heitir Herstedhřje. Á 7. og 8. áratug síđustu aldar auđgađist bćjarfélagiđ Albertslund á ađ leyfa öđrum bćjarfélögum á Stórkaupmannahafnarsvćđinu á losa sig viđ byggingar- og vegavinnuúrgang nyrst á landi sínu, í allt 3 milljónir teningsmetra. Síđan voru haugarnir grćddir og liggja í jađri eins stćrsta skógar Danmörku Vestskoven sem einnig var rćktađur á ţessum árum.

Víđsýnt er af hćsta hólnum á Herstedhřje. Til vesturs ađ Hróarskeldu, í austur ađ kirkjuturnum Kóngsins Kaupmannahafnar, suđur í Kögunarflóa og eitthvađ norđur fyrir Héraskóg og Lyngby. Fáir Kaupmannahafnarbúar vita sem betur fer af ţessari hćđ, enda hćtta ţeir sér venjulega ekki út fyrir bćjarmúrana og ţola ekki hćrri hćđir en 6. hćđ í Bellahřj.

herstedhoje.jpg
Hćđin Herstedhřje ţann 17. júní 2014

Ţegar upp á fjalliđ var komiđ breiddi ég út dúk viđ útsýnisskífuna sem ţar er á gríđarstórum granítsteini. Ég setti á dúkinn tvo silfurstjaka og dró íslenska fánann ađ húni og í stórt glas hellti ég svo ískaffi sem ég hafđi búiđ til heima. Ekkert sterkara var haft viđ hönd. Ég sönglađi svo og flautađi nokkra ćttjarđarsöngva, eđa ţau erindi sem ég man í svipinn eftir langa útivist.

Til ađ fagna nýjasta sigrinum yfir ESB, sem gerir Dönum kleift ađ borđa áfram kanilsnúđa eins og ţeir hafa alltaf gert, og sem Íslendingar hafa apađ eftir ţeim, át ég girnilegan snúđ til ađ halda upp á afmćli Jóns Sigurđssonar forseta. Ég er alltaf međ mynd af Jóni í veskinu.

Međan ég smjattađi ánćgjulega á snúđnum, hugsađi ég til ţýsku sígaunafjölskyldunnar Ringat, aldrađra hjóna og barnabarns ţeirra á 14. ári, sem ég ćtla ađ skrifa um. Danir vildu ekki veita ţeim landvist áriđ 1946 og helst koma ţeim úr landi. Hjónin höfđu misst 4 af börnum sínum í Stutthof og Auschwitz, nokkur tengdabörn og fjölda barnabarna. Ţetta voru ţví mjög pólitískt kórréttur 17. júní hjá mér.

Ég var lengst af einn í veislunni fyrir utan ćr og lömb sem beitt er ţarna á sjálenska hálendiđ. Ţjóđlegra gat ţetta ekki veriđ. Megn lykt af sauđatađi og lambaspörđum, sólbrenndur og sauđalegur náungi í sólinni međ snúđ í andvaranum, hátt hafinn yfir lítilmennsku og lágkúru landsins fyrir neđan hann, nćstum ţví eins og Andri Snćr Magnason.

"Tillykke med fřdselsdagen Jón, du ville have gjort ţađ sama í mínum sporum."


Majstro Ţórbergur

majstro_thorbergur_de_hali.jpg

La Tradukisto, eđa Ţýđandinn, heitir netrit esperantista á Íslandi. Áđur, eđa síđan 1989, var La Tradukisto gefinn út á pappír, en nú heldur ritiđ áfram á veraldarvefnum. Ţar er nú hćgt ađ sjá tvćr listagóđar ţýđingar Kristjáns Eiríkssonar á tveimur bréfum Ţórbergs Ţórđarsonar á esperantó, međal annars allrafyrsta bréf Ţórbergs á esperantó frá 1926, sem hann skrifađi Vilmundi Jónssyni síđar landlćkni. Bréfiđ er ţađ sem í dag kallast "tćr snilld".

Einnig er, á međal fjölbreyttra ţýđinga, ađ finna bréf Ţórbergs frá 1932 til hollenskrar konu sem hét Gerarda de Waart. de Waart var mikill esperantisti og rithandarrýnir. Ţórbergur hafđi líklega lofađ henni safaríkum bréfum međ íslenskum hneykslissögum og ţađ loforđ hélt hann svo sannarlega. Vart hefur hinni hollensku slúđurkerlingu ţótt merkilegar upplýsingar um tilfallandi og óţekkta Íslendinga, en líklega hefur hún fengiđ ágćta fullnćgingu úr safaríkum stíl Ţórbergs.

Ţegar Ţórbergur var annars vegar ađ skrifa hneykslissögur á esperantó, gátu bréfin orđiđ mjög löng "eđa sextíu síđur međ minni hjartahreinu eigin hendi", en ţađ var reyndar lengd slúđurbréfsins til frú Gerördu de Waart. Sannleikurinn tekur nefnilega alltaf meira pláss en lygin. Hér má lesa unađslegan kafla um Laxness í ţýđingu Kristjáns Eiríkssonar. Ţví miđur hefur Ţýđandinn enn ekki sett allt bréfiđ á veraldarvefinn. Hann er líklega hrćddur viđ skođanalögreglu og menningarmafíur, en ţar má lesa stćrri hluta bréfsins, ţótt mikiđ af ţví safaríkasta vanti. 

index.jpg

Útvarpiđ var um daginn međ ágćtan ţátt (síđari ţáttinn má hlusta á hér)um esperantóskrif Ţórbergs, ţar sem rćtt var viđ ţýđanda hans, Kristján Eiríksson. Kristján lét á sér skilja ađ búast mćtti viđ bók međ ţessum góđu bréfum, ţá vonandi bćđi á esperantó og íslensku. Lestur Pálma Gestssonar úr bréfinu til Gerördu de Waart er ađ vonum meistaralegur. Pálmi les úr bréfinu án styttingar eđa "ritskođunar" og ţar fáiđ ţiđ ţađ sem uppá vantar í ţýđingunni á La Tradukisto á lýsingu Ţórbergs á Laxness og Stefáni frá Hvítadal.  Ţađ er mikill unađur fyrir fólk sem hefur gaman af hneykslissögum. Viđtal er svo viđ Halldór Guđmundsson, en ekkert heyrđist í Hannesi Hólmsteini. Mér heyrist ađ Halldór Guđmundsson sé ađeins of bitur og sár og jafnvel ógeđslega spćldur yfir ţví ađ hafa ekki fengiđ ţessi esperantóbréf Ţórbergs međ í risaverki sínu um Laxness, eđa um Ţórberg. Nú ţarf líklega ađ gefa út nýjar ćvisögur Laxness, Ţórbergs og Gunnars Gunnarssonar, og í ţeirri síđastnefndu verđur vonandi loks viđurkennt ađ Gunnar Gunnarsson var habíll nasisti, og ekki á undanţágu eins og allt og allir á Íslandi. Meira hlakka ég ţó til ađ lesa komandi bók Kristjáns Eiríkssonar um esperantistann Ţórberg Ţórđarson.

Gunnar in Gera

 Gunnar Gunnarsson, islanda nazia aĹ­toro, neniam skribis unu vorto en esperanto.
Vidita tie kun siaj amikoj en la SS.

Mig langar einnig ađ benda á heimasíđuna esperanto.is, ţar sem er ađ finna tengil viđ forrit sem menn geta nýtt sér til ađ lćra esperantó. Hvet ég menn ađ stúdera ţetta snjalla alheimsmál til ađ geta talađ kurteislega viđ fólk frá framandi löndum, til ađ segja ţví hneykslissögur og síđast en ekki síst til ađ forđast misskilning og fordóma. Mćli ég sérstaklega međ ţessu tungumáli fyrir framsóknarmenn, múslíma og ađra, ţó svo ađ gyđingur hafi veriđ heilinn á bak viđ ţađ. Ţađ voru hvorki samantekin ráđ né samsćri.

pt60_esperanto_globe.jpg

Ţegar Matthíasi var hent á haugana

imgp5366b.jpg

Nú ćtla ég ađ segja ykkur ljóta, íslenska sögu. Áđur hef ég sagt hluta hennar ţegar ég greindi frá landakorti sem henda átti út á Ţjóđminjasafni í byrjun tíunda áratugar síđustu aldar. Kortiđ, einblöđung, sem prentađ var á ţunnan dagblađapappír, átti upphaflega Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur. Ţegar skjala- og einkasafn hans var skráđ á Ţjóđminjasafninu fyrir rúmum 20 árum var á algjörlega óskiljanlegan hátt ákveđiđ ađ farga ýmsu úr einkasafni Matthíasar sem ekki ţótti ástćđa til ađ geyma á Ţjóđminjasafninu.

Matthías safnađi öllu, t.d. öllum ađgöngumiđunum sínum í Tívolí til fjölda ára. Ţeir voru einnig međal ţess sem ţjóđminjavörđur ákvađ ađ farga í byrjun 10. áratugar síđustu aldar (sjá mynd efst). Matthías fékk líka mikiđ af rituđu máli frá háttsettum nasistum í Ţýskalandi, sem stundum var áritađ af höfundum. Svo mikiđ var af ţannig bleđlum í ţví sem Ţjóđminjasafniđ henti út á tveimur pöllum á haugana, ađ vart verđur í framtíđinni hćgt ađ sjá ađ Matthías hafi veriđ hallur undir hakakrossinn eins og svo margir kirkjurćknir menn gátu veriđ á Íslandi. Ađ mínu mati heillađist Matthías mjög af ţýskri menningu, en var einnig veikur fyrir nasismanum eins og margir Íslendingar, sem ekki sáu í gegnum hatriđ og helstefnuna.  

Ţegar persónulegri söfnunargleđi Matthíasar Ţórđarsonar var kastađ á haugana var ég kominn međ annan fótinn inn á Ţjóđminjasafniđ, og fékk leyfi ţjóđminjavarđar í snarheitum ađ tína smárćđi úr ţví "rusli" sem hent var úr geymslum Matthíasar Ţórđarsonar, áđur en ţví var hent inn í sendibíl. Međal ţess sem ég tók var kortiđ. En ég tók einnig sýnishorn af Tívolí, sirkusprógrömmum og nasistableđlum. 

img_0001.jpg

Matthías átti mikiđ af sérritum úr Völkischer Beobachter (Das deutsche Weltblatt im Kampfe gegen Alljuda) og frá Ahnenerbe-stofnun SS, sem "vinir" hans í Ţýskalandi sendu honum. Ţetta var nú í raun eins konar sirkusblađ.

img_0002.jpg
 
fananefndin.jpg
Matthías var ekki nasisti, heldur ţjóđernissinni af gamla skólanum, sem elskađi danska menningu og síđar ţýska. Hér er hann (lengst til hćgri) í fánanefndinni.
matthias_synir_skeljasta_i_1236890.jpg
Matthías í leđurjakka og međ hvítt kaskeiti sýnir fólki mannabein í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal áriđ 1939, ţar sem hann stóđ fyrir rannsókninni. 
 
 

Eyđilegging Ţjóđminjasafns á menningararfinum

Ímyndiđ ykkur hve mikiđ hefur veriđ eyđilagt af minjum um ţá menningu sem ríkti á dansk-íslenskum heimilum í Reykjavík í byrjun 20. aldar. Hugsiđ ykkur hve mikilvćgur ţessi efniviđur hefđi veriđ ţegar fólk fór loks ađ asnast til ađ rannsaka stöđu Dana og áhrifa danskra og annarra menningarstrauma á Íslendinga og Dani á Íslandi á 20. öld. Nýlega las ég um doktorsritgerđ Írisar Ellenberger um ţau málefni. Henni hefđi ugglaust ţótt bitastćtt ađ komast í ţađ efni sem sýndi áhuga Íslendinga á danskri skemmtanahefđ snemma á 20. öld, en sem Ţjóđminjavörđur og safnstjóri Ţjóđminjasafnsins létu henda á haugana.

Í ţessu tilfelli var kastađ á glć einstakri heimild um fólkiđ sem menntađist í Danmörku, sem fór til Hafnar til ađ ná sér í menningarauka. Ţetta var fólkiđ sem ferđađist á Gullfossum. Ţađ var auđvitađ ekki öllum gefiđ, en ţessi menning var mikilvćgur ţáttur af menningarsögu Íslendinga. Matthías, sem um skeiđ var kvćntur danskri konu, Avilde Marie Jensen, hafđi safnađ saman sögu sinni í Kaupmannahöfn frá lokum 19. aldar og byrjun ţeirrar 20, og fyrri konu sinnar. Ţví var kastađ á glć fyrir skammsýni Ţórs Magnússonar Ţjóđminjavarđar.

img_0004_1236867.jpg
Matthías var í Tivolis Glassal ţann 5. september 1903, á 60 ára afmćli Tivolis. Líklega hefur hann einnig hlustađ á Harmoniorkesteret, sem mynd var af í skrá yfir Tivolis 60 Aars Jubilćums Fest, sem hann tók međ sér til Íslands.
img_0006.jpg

Kanahatriđ efldi Danahatriđ

Ţjóđernishyggja vinstrimanna sem blossađi upp eftir síđara stríđ, eđa ţegar bandarísk herliđ kom aftur til ađ koma upp herstöđ, olli á furđulega hátt ímugust á öllu dönsku. Keltamanían fékk byr undir báđa vćngi. Ţađ komst í tísku ađ vera kelti en ekki einhver Skandínavi, sem bara höfđu veriđ Íslendingum til vansa síđan 1262.  Aftur var fariđ ađ kalla Dana Bauni og Baunverja. Ţjóđviljinn kepptist viđ ađ skíta allt danskt út og hamra á gömlum mýtum um stjórnartíđ Dana á Íslandi. Herinn átti ađ vera álíka slćmur ef ekki verri en stjórnartíđ Dana, og ađ sögn nýţjóđernissinnanna, sem trúđu frekar á Kreml en kapítalista, var bandarískur her hiđ nýja ok sem Íslendingar kölluđu yfir sig rétt eftir ađ ţeir höfđu losađ sig undan Dönum. Samlíkingar milli varnaliđs og meints oks Dana á Íslendingum komst í tísku. Ţetta hugarfar smitađi langt út fyrir hugarheim ţeirra sem notuđust viđ barnalegar ţjóđernisklisjur líkt og Ţjóđviljinn notađi óspart.

Á fundi ţjóđminjavarđa í Borgarnesi áriđ 1994, ţegar minjar um síđari heimsstyrjöld á Norđurlöndunum voru m.a. á dagsskrá, hélt Ţór Magnússon eintal um hvel lítils virđi honum og Íslendingum ţćttu herminjar á Íslandi. Ég var ritari fundarins, og man ađ ég var ađ springa úr skömm. Augnagotur annarra Ţjóđminjavarđa sýndu mér líka, ađ menn voru forviđa yfir áhugaleysi Ţórs Magnússonar á stríđsára- og hernámsminjum á Íslandi. Ég greindi eftir fundinn ţjóđminjaverđi Dana, Olaf Olsen, frá ţví hvernig Ţór hefđi leyft ađ varpa nasistableđlum og öđrum afrakstri söfnunargleđi  Matthíasar Ţórđarson á öskuhaugana. Ég vil ekki hafa ţađ eftir sem Olaf Olsen, fyrrv. prófessor minn, sagđi um fyrrv. ţjóđminjavörđ okkar.

En hér viđ ţessa fćrslu sjáiđ ţiđ úrval af ţeim nasistaáróđri sem mér tókst ađ bjarga úr hrúgum ţeim af ritum og bćklingum sem varpađ var í tvö stór trog eđa kassa, sem komiđ hafiđ veriđ fyrir á brettum. Mikiđ var af nasistaáróđri. Ég man eftir úrklippu, sem ég tók ţví miđur ekki fyrir litarefni "Nationalbraun" sem men gátu keypt til ađ lita skyrtur sínar. Ef til vill hefur Matthías veriđ ađ velta fyrir sér ađ kaupa slíkan "taulit" til ađ vera í rétta tauinu ţegar hann tók á móti "frćđimönnum" nasista sem ólmir vildu koma til Íslands.

heitmannnationalbraunxt8.jpg

Öllu ţessu var lyft upp í sendibifreiđ og ekiđ á haugana. Ég sársé eftir ađ hafa ekki beđiđ sendibílstjórann um ađ aka ţessu "drasli" heim til foreldra minna.

 

"Handritin heim", en dönsk-íslensk menningarsaga er sett haugana.

Á menningararfurinn á Íslandi ađeins ađ vera "hreinrćktađur"? Ţađ er ţörf spurning handa Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni, manninum sem í dag stýrir öllum menningararfinum úr ráđuneyti sínu. Hann situr einnig í forystu flokks sem notar hatur lítils hluta ţjóđfélagsins í garđ trúar- og minnihlutahópa til ađ snapa sér atkvćđi í sveitarstjórnarpólitíkinni. 

Ţađ hefur líklega ekki fariđ framhjá ykkur, en ađrir en skyldleikarćktađir heimalningar hafa búiđ á Íslandi og gefiđ íslenskri menningu mikiđ og stundum meira en ţeir sem vart migu út yfir hreppamörkin. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband