Bloggfćrslur mánađarins, maí 2019

Anna María snýr aftur

Málverk ţessi munu brátt hanga í Faktorshúsinu á Ísafirđi. Ţau voru nýveriđ (29.4.2019) keypt á uppbođi í Kaupmannahöfn. Myndin sýnir hjónin Önnu Maríu Benedictsen Meyer og Johan Ferdinand Meyer. Anna fćddist í Faktorshúsinu og snýr nú aftur í ţađ 144 árum eftir dauđa sinn. Hér verđur saga hennar sögđ í stórum dráttum:

Anna Maria lilleFerdinand-1 lille

Áriđ 1835 kom í heiminn lítil stúlka, í Faktorshúsinu vestur í Hćstakaupstađ. Stúlkubarniđ var skírt Anna María Benedictsen. Síđar á lífsleiđinni varđ hún leikkona í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og rithöfundur. Hún var góđ vinkona og trúnađarmađur H.C. Andersens. Jú, ekki vita ţetta nú allir, en Anna María var líklega međal frćgari Íslendinga í Danmörku, en hefur aldrei hlotiđ verđskuldađa athygli á Íslandi – líklega vegna ţess ađ hún var „bara kona“ og ţar ađ auki ekki alíslensk, sem lengi ţótti til vansa á Íslandi.

   Nú ţegar neyđist ég til ađ ćttfćra Önnu Maríu. Ţađ er nauđsynlegur siđur á Íslandi, svo konur giftist ekki náfrćndum og karlar kvćnist ekki frćnkum sínum. Ţá verđur allt fólk eins í framan. Fađir Önnu var Jens Jacob Benedictsen (1806-1842). Hann var íslenskur útgerđamađur, fyrst á Bíldudal en en síđar  á Hćstakaupstađ viđ Skutulsfjörđ. Móđir Önnu Maríu var Anna Benedictssen (1811-1891), fćdd Frahm í Kaupmannahöfn. Jens Jacob Benedictsen var sonur Boga Benedictsens (1771-1849) kaupmanns og frćđimanns, fćddist á Bíldudal ţar sem fađir hans, Bogi, rak verslun um tíma. Eftir ađ Bogi Benedictsen var sestur í helgan stein ađ Stađarfelli í Dölum og hóf ađ stunda frćđimennsku ađ miklu kappi, tók Jens sonur hans viđ útgerđinni og rak verslun á Bíldudal. Áriđ 1828, ţegar Jens var rétt rúmlega tvítugur, keypti hann verslunarréttindin í Hćstakaupstađ međ ađstođ fjölskyldu sinnar. Var Jens farsćll í viđskiptum og efldi útgerđ viđ Ísafjarđardjúp til muna og kom sér upp litlum flota ţilskipa og gerđist sterkur samkeppnisađili norskra og danskra kaupmanna, sem fyrir voru á Ísafirđi. Jens giftist Maríu, dóttur Jóhannesar Frahm Jensen frá Aabenraa á Suđur-Jótlandi, sem hafđi um langan aldur stundađ siglingar til Íslands og veriđ í nánu samfloti viđ Boga Benedictsen.

Faktorshús 2 VÖV

Faktorshúsiđ á okkar dögum. Ljósmynd höfundurjanson_herman_diedrich_original  

Ungu hjónin Jens og Marie fluttu í norskt timburhús í Hćstakaupstađ, svo kallađ Faktorshús, sem enn stendur á Ísafirđi. Ţađ var friđađ áriđ 1975 og hefur nýlega veriđ endurbćtt og lagfćrt međ miklum tilkostnađi af eigendum hússins, heiđurshjónunum Áslaugu Jensdóttur  og Magnúsi Helga Alfređssyni, sem síđar  segir frá. Ţess verđur ađ geta ađ húsiđ var flutt í einingum frá Noregi áriđ 1787, áriđ sem einokun Dana var lögđ formlega af á Íslandi. Húsiđ var síđan reist í Hćstakaupstađ af norskum kaupmanni af hollenskum og dönskum ćttum. Sá hét Herman Didrich Jansen (1723-99, mynd hér til vinstri). Jansen hafđi hér verslunarútibú, og stundađi útflutning á fiski til Spánar og Ítalíu. Jansen er ţó líklegast frćgastur fyrir ađ vera afi tónskáldsins Edvards Griegs.

   Viđskiptavit Jens Benedictsens olli ţví ađ hćgt er međ góđri samvisku ađ kalla hann fyrsta kapítalista Íslands. Hann og Marie eignuđust ţrjú börn á Íslandi, en fluttu sig svo um set til Kaupmannahafnar ađ ósk Marie. Í Kaupmannahöfn eignuđust ţau ţrjú börn ađ auki. Ţau áttu heimili sitt í Strandgade á Christianshavn í Kaupmannahöfn. Jens hélt áfram siglingum og verslun á Íslandi, en áhuga hans á fisksölu og sala á lambaskrokkum og skyri í Kaupmannahöfn, svo eitthvađ sé nefnt, deildi frú Marie svo sannarlega ekki međ honum. Ađ sögn fróđra manna hafđi hún mikla ímugust á öllu sem íslenskt var, og ţráđi lífiđ í höfuđborginni. Sagan segir, ađ ţegar Marie hélt veislur hafi hún í hvert sinn er Jens vildi blanda sér í umrćđur, sagt: „Ti stille Jens, vi taler ikke om tran“ (Ţegiđu Jens, viđ erum ekki ađ rćđa um lýsi“).

   Sú hjónabandssćla varađi ekki viđ. Áriđ 1842, á einni sínum mörgu ferđum til Íslands, til ađ sćkja ţann varning sem hafđi gert fjölskylduna nokkuđ vel stćđa á danskan mćlikvarđa, varđ Jens ađ leita vars í Vestamannaeyjum í miklum stormi. Orđrómur var á kreiki um ađ danski sýslumađur í Eyjum, Johan Nikolai Abel (1794-1862), hefđi myrt Jens. Aldrei var sá kvittur kveđinn niđur eđa sannreyndur fyrir dómsstólum.

Hekla briggen

Briggskipiđ Hekla var í eigu Jens Benedictsens. Hann sigldi á ţví í sinni síđustu för til Íslands. Myndin var seld á uppbođi í Kaupmannahöfn áriđ 2007 og er nú í eigu félags á Fjóni. Mynd Aabenraa Antikvitetshandel 2007.

   Marie bjó áfram í Kaupmannahöfn eftir dauđa manns síns og hélt vaflaust veislur án fiskmetis. Nokkru síđar flutti hún međ börnin og ásamt foreldrum sínum öldnum í Nyhavn 12 í hjarta Kaupmannahafnar. Ţađ var ţeim megin Nýhafnar er skip frá Íslandi lönduđu varningi sínum á 19. öld. Ţar bjó fjölskyldan í hluta mikils og vandađs húss, sem enn stendur og sem mikill glćsibragur er yfir.

Nyhavn 12 VÖV

Nyhavn 12 ađ kvöldi til fyrir allnokkrum árum. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Leiklist og ópera

Anna María ólst nú upp í skarkala stórborgar danska ríkisins. Snemma hneigđist hugur hennar ađ listum. Marie móđir hennar var mjög gefin fyrir óperur og leikhús, sem hana hafđi sárţráđ í myrkrinu á Ísafirđi.

   Áriđ 1855 tók hún ţrjár dćtur sínar međ í menningarreisu til Ţýskalands til ađ fara í óperuhús. Ţar hittu ţau engan annan en H.C. Andersen, sem er til vitnis um ţá ferđ. Í einni af dagbókum sínum ţann 19. júlí 1855 reit hann: „Í Dresden, ţar sem ég hitti ungfrú Benedichtsen frá Kaupmannahöfn, var fariđ í óperuna á hverju kvöldi, hún hafđi í 14 daga hlustađ á fleiri en allan vetrartímann heima“.

   14 árum síđar, ţegar Anna María var orđin ţekkt leik- og söngkona á fjölum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, hélt hún skáldinu lofrćđu er hann sneri heim eftir langa dvöl erlendis. Hún flutti ljóđ, lofgjörđ um Andersen, ţar sem hann var nefndur til sögunnar „som den store Politiker, der havde forstaaet den store politiske Kunst at vinde: fřrst Břrnene, saa Moderen og saa Manden.“ Ţessu skýrđi Dagbladet frá ţann 7. september 1869.

Einn af ţeim sem heilluđust ađ leik- og söngkonunni Önnu Maríu Benedictsen, var Philip Ferdinand Meyer (1828-1887). Hann fćddist inn í gyđingafjölskyldu í bćnum Nakskov á Lálandi. Foreldrar hans voru Jacob Joseph Meyer úrsmiđur (1787-1848)og kona hans Jette (f. 1795), sem fćdd var i Nakskov, af ćttinni Levison. Jacob Josef kom frá Ţýskalandi, nánar tiltekiđ borgarhlutanum Moisling viđ Lübeck. Honum voru veitt borgararéttindi í Nakskov áriđ 1812.

   Philip Ferdinand var einn átta systkina. Ţegar hann komst á fullorđinsár, hóf hann heildverslunarrekstur í Hamborg og Danmörku. Hann komst fljótt í álnir og ţótt álitlegt mannsefni í Kaupmannahöfn er hann kvćntist Önnu Maríu Benedictsen áriđ 1855. Áđur en ţađ gerđist, hafđi hann tekiđ kristna trú, svona til vonar og vara, og hét upp frá ţví formlega Johann Ferdinand Philip Meyer, en hann notađi mest nafniđ Ferdinand. Hann fylgir nú ástkćrri eiginkonu sinni til Íslands.

   Anna María vann ekki lengi á Konunglega leikhúsinu. Hún blandađist inn í illdeilur ţar og tengdist stjórnanda leikhússins sem var rekinn. Eftir ţađ átti hann hún ekki afturkvćmt ţangađ. Ferdinand efnađist vel og hjónin reistu sér mikiđ og virđulegt hús á Friđriksbergi, viđ skemmtanargarđinn Alhambra.Alhambravej 9 sh

Alhambravej 9 var eitt sinn virđulegt hús međ miklum ávaxtagarđi. Nú eru í ţví einhver braskfyrirtćki og eignina á banki á Jólandi.

Ţar mun Anna María hafa sungiđ. Húsiđ er enn til, en er fyrir löngu umgirt af yngri og forljótum byggingum frá ţeim tíma sem Frederiksberg breyttist líkt og Reykjavík gerir í dag, og ekki til hins betra. Í stađ ţess ađ syngja og leika á fjölum Hins konunglega leikhúss, hóf Anna María ađ rita greinar og ljóđ, međal annars undir dulnefninu Anna Rembrandt og Nemo.

   Eftir ţađ vitum viđ svo sem ekkert mikiđ um Önnu Mariu og mann hennar, annađ, en ađ ţau eignuđust 6 börn, m.a. soninn Aage Meyer Benedictsen (1868-1926), sem gerđist nokkuđ frćgur á sínum tíma bćđi í Danmörku sem og í öđrum löndum. Saga hans er merkileg og hefur ađeins veriđ rakin lítillega hér á blogginu, en betri greinargerđ um hann verđur ađ bíđa betri tíma. Ég hef flutt tvö erindi um Aage i Litháen á ráđstefnum sem hinn mikli Íslandsvinur og norrćnufrćđingur Svetlana Steponoviciene hefur stađiđ fyrir. Svetlana, sem er orđin öldruđ nú, er formađur Félags til minningar um Aage Meyer Benedictsen. Aage Meyer Benedictsen var mjög annt um frelsi Litháa, dvaldi í landinu og skrifađi bók Et Folk, der vaagner (1895) / Awakening of a People (1924), um nauđsyn ţess ađ Lithaugaland fengi frelsi.

ĹMB 1909 Johannes Frigast Kalundborg cAage Meyer Benedictsen. Ljósmynd tekin af Johanne Frigast í Kalundborg. Myndin er í eigu safns háskólans í Vilnius.

Anna María  var ţegar farin ađ missa heilsuna á 7. áratug 19. aldar, og á ljósmynd, sem til er af henni frá 8. áratug aldarinnar, má sjá mjóslegna og heilsulitla konu, en ţó er hćgt ađ sjá ađ ţar fer sama fallega konan međ sama brosiđ og á málverkinu fremst í ţessari grein.

Anna ung og gammel 2

Á ferđ til lćkninga í Stokkhólmi í lok árs 1874, andađist Anna ţar í borg ađeins 39 ára gömul og var ţađ manni hennar og börnum mikill sorgardauđi. Hver annar en H.C. Andersen ritađi um hana látna međ miklum söknuđi. Laugardaginn 2. janúar 1874 skrifađi hann sorgmćddur:

”Benedictsen-Meyer er dáin í Stokkhólmi segja blöđin ...”.

Dagblađiđ Berlingske Tidene hafđi ţetta ađ segja um Anne Marie: 

”Under et Ophold i Stockhom dřde den 27de December f. M. Fru Maria Meyer, f. Benedictsen. Den Afdřde, der var fřdt paa Island den 1ste Februar 1835, debuterede i sit 18de Aar paa det Kgl. Theater som Ragnhild i ”Svend Dyrings Huus” og vakte allerede ved denne Debutrolle ikke ringe Forhaabninger; til Scenisk Virksomhed medbragte hun et i flere Henseender fordeelagtigt Ydre, en god Sangstemme og sćrlig en ualmindelig Begavelse og Dannelse, men hun optraadte i den vanskelige Tid, da der fra flere Sider arbejdedes mod J. L. Heiberg, og dennes store Interesse for hendes Talent foraarsagede hende mange Krćnkelser i det 3 Aaar, hun offrede i Theatrets Tjeneste. Maria Meyer har til forskjellige Tider, 1857 og 1868, deels under Pseudonymet Anna Rembrandt, deels under eget Navn skrevet flere Eventyr og Noveller, ligesom de i sin Tid meget omtalte ”Breve fra og til en Skespillerinde”, udgivne af Nemo, hidrřrer fra hendes Haand. Var hendes literaire Production vel vćsentligt paa grund af hendes svagelige Helbred, ikke meget omfattende, vidner den dog om hendes fleersidige Dannelse og Talent, Rige Aandsevner og personlig Elskvćrdighed samlede om hende en stor Kreds af Venner, der med Veemod ville have modtaget Budskabet om hendes Tidlige Dřd.”

Um málverkin sem brátt munu hanga í Faktorshúsinu

Nýveriđ tilkynnti mér einn af afkomendum Önnu Maríu, sem ég komst í samband viđ fyrir nokkrum árum, ađ hún hefđi sett tvö málverk, sem fjölskyldan átti af hjónunum Önnu Maríu og Ferdinand Meyer, á uppbođ hjá Bruun & Rasmussen í Kaupmannahöfn. Fyrir nokkrum árum hafđi stađiđ til ađ ég myndi fá ađ skođa myndirnar og ljósmynda, en alvarleg veikindi mín um tíma komu m.a. í veg fyrir ţađ.

   Mér fannst tími til kominn ađ Anna María fćri aftur Vestur, ţar sem hún fćddist, og ţegar ég frétti af uppbođinu, sem fór fram ţann 29 apríl sl. á netinu, hafđi ég ţegar samband viđ Áslaugu í Faktorshúsinu og hvatti hana til ađ bjóđa í verkin. Hún og Magnús mađur hennar, sem á heiđurinn ađ einstaklega vel unnum smíđaviđgerđum á Faktorshúsinu, ákváđu ađ reyna viđ uppbođiđ.

   Bćđi mér og Áslaugu til mikillar furđu, var enginn áhugi á verkunum, og bođ Áslaugar fékk enga mótbjóđendur. Ţađ tryggđi henni ţessi fallegu málverk af íslensku leikkonunni, sem menn hafa vitađ allt of lítiđ um, og eiginmanni hennar sem enn minna er vitađ um, annađ en ađ hann hafđi fjári gott peningavit. Ég held ađ mađurinn hennar, hann Ferdinand hafi heldur ekkert á móti ţví ađ komast í hreina loftiđ á Íslandi.

   Málverkin voru bćđi máluđ af kennara viđ Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn, Christian Andreas Schleisner (1810-1882). Málverkiđ af Önnu Maríu var málađ áriđ 1857 er hún var 22 ára gömul, en málverkiđ af eiginmanni hennar er dagssett áriđ 1868. Schleisner hlotnađist prófessorsstađa viđ Akademíuna áriđ 1858.

   Nú koma málverkin á nćstu dögum til Íslands og verđa til prýđi í Faktorshúsinu, gestum ţar til mikillar ánćgju. Vona ég ađ fólk fari og kaupi sér kaffi og kökur hjá Áslaugu og Magnúsi í Faktorshúsinu og virđi fyrir sér ţessa frćgu íslensku konu og líka manninn hennar.

   Menning kemur svo sárasjaldan vestur á Firđi, segja sumir. Ég er nú hrćddur um ađ ţađ sé ađ breytast, ţó sumir hafi aldrei fariđ suđur - en ţađ gerđi Anna María.

Málverkiđ af Önnu Maríu: 55x47 cm, olía á striga,

Málverkiđ af Ferdinand Meyer: 58x49 cm, olía á striga.

 

Kaupmannhöfn, 4. maí, 2019

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson ©


1. maí

Fornleifur og ritstjórinn óska lesendum sínum nćr og fjćr, gleđilegrar hátíđar á degi verkalýđsins. Ţađ er ávallt ađ styttast í byltinguna, en líklega verđur aldrei neitt úr henni vegna mannlegra galla eđa heimsendis. Lenín Vilhjalmur Örn Vilhjalmsson 1975 small


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband