Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2015

Var Mökkurkálfi Snorra Sturlusonar skyldur gólem gyđinga?

Fornleifur er hálfgjört nátttröll, og einn af ţessum körlum sem er kominn á ţann aldur er ţeir telja sig nćr alvitra og ţurfi ţví ekki ađ hlusta á sér yngra fólk, og ţađan ađ síđur ađ hafa áhuga á ţví sem ţađ er ađ gera í frćđunum.

Ţótt Leifur sé oft afar ţurr á manninn og algjör sleggja ţegar kemur ađ gangrýni á augljósa vit og rökleysu, ţá hefur hann gaman ađ ţví ađ kynna sér hvađ ungviđiđ skrifar og hugsar, ţó ţađ sé sjaldnast af nokkru viti. Ungviđinu hefur auđvitađ alls ekki fariđ aftur. Ţađ hefur miklu meiri möguleika en viđ sem erum handan viđ 50 ára múrinn höfđum á ţeirra aldri. En ćvintýramennska í frćđunum er greinilega aftur komin í tísku.

Einn af ţeim ungu frćđimönnum sem vinna međ fornan íslenskan menningararf er Richard Cole. Ritverk hans hef ég skrifađ um áđur (sjá hér). Ţetta er greinilega upprennandi frćđimađur. Mér ţykir mjög gaman ađ lesa ţađ sem Richard Cole skrifar. Hann skrifar vel og á fallegri ensku, og er jafnframt stútfullur af nýjum hugmyndum sem engum, eđa fáum, hefur dottiđ í hug ađ tengja saman vegna íhaldssemi í frćđunum. Á ég ţar fyrst og fremst viđ íslenska sérfrćđinga í rituđum arfi ţjóđarinnar, sem alltaf virđast vera ađ skrifa um ţađ sama. Er hugsandi ađ ekki sé hćgt ađ mjólka meira úr júgrum hins ritađa ţjóđararfs?

Um daginn fékk ég pata af ţremur nýjum frćđigreinum eftir Cole, ţar sem ég fylgist međ frćđimennsku hans á Academia.edu

Ég hef nćrlesiđ eina af hinum nýju greinum Coles sem hann kallar The French Connection, or Ţórr versus the Golem og hana má lesa hér. Fjallar greinin um hugsanleg tengsl frásagna af Mökkurkálfa í Snorra Eddu viđ fyrirbćriđ golem (hér kallađur gólem) í Gyđingdómi:

Ţannig er Mökkurkálfa lýst í Eddu:

"Ţá gerđu jötnar mann á Grjóttúnagörđum af leiri, ok var hann níu rasta hár, en ţriggja breiđr undir hönd, en ekki fengu ţeir hjarta svá mikit, at honum sómđi, fyrr en ţeir tóku úr meri nökkurri, ok varđ honum ţar eigi stöđugt, ţá er Ţórr kom... Á ađra hliđ [jötunsins Hrungnis] stóđ leirjötunninn, er nefndr er Mökkurkálfi, ok var hann allhrćddr. Svá er sagt, at hann meig, er hann sá Ţór."

Richard Cole gerir ţví einnig skóna, ađ trémađur sá sem er lífgađur međ mannshjarta og sendur til ađ drepa vandrćđaskáld í Ţorleifs ţćtti Jarlsskálds, sé einnig undir einhvers konar áhrifum frá gólemasögu gyđinga, eđa réttara sagt úr sagnaheimi gyđinga.

"En nú er ţar til ađ taka er Hákon jarl er, ađ honum batnađi hins mesta meinlćtis en ţađ segja sumir menn ađ hann yrđi aldrei samur mađur og áđur og vildi jarl nú gjarna hefna Ţorleifi ţessar smánar ef hann gćti, heitir nú á fulltrúa sína, Ţorgerđi Hörgabrúđi og Irpu systur hennar, ađ reka ţann galdur út til Íslands ađ Ţorleifi ynni ađ fullu og fćrir ţeim miklar fórnir og gekk til fréttar. En er hann fékk ţá frétt er honum líkađi lét hann taka einn rekabút og gera úr trémann og međ fjölkynngi og atkvćđum jarls en tröllskap og fítonsanda ţeirra systra lét hann drepa einn mann og taka úr hjartađ og láta í ţennan trémann og fćrđu síđan í föt og gáfu nafn og kölluđu Ţorgarđ og mögnuđu hann međ svo miklum fjandans krafti ađ hann gekk og mćlti viđ menn, komu honum síđan í skip og sendu hann út til Íslands ţess erindis ađ drepa Ţorleif jarlaskáld. Gyrti Hákon hann atgeir ţeim er hann hafđi tekiđ úr hofi ţeirra systra og Hörgi hafđi átt."

Margt er mjög áhugavert í grein Coles, en Cole segir hins vegar ekki nćgilega vel ţróunarsögu gólemsins i sagnaheimi gyđinga. Ýmsu er ţar ábótavant. Tilgátan stendur á leirfótum.

Orđiđ golem (ft. golomim) kemur afar sjaldan fyrir í helgum ritum gyđinga. Í Sálmunum (139:16), kemur orđiđ galmi, (ţ.e. góleminn minn) fyrir og er ţýtt sem ómyndađ efni;

Augu ţín sáu mig,er ég enn var ómyndađ efni,
ćvidagar voru ákveđnir
og allir skráđir í bók ţína,
áđur en nokkur ţeirra var til orđinn

Í Sálmunum er vitaskuld ekki veriđ ađ skrifa um leirrisa miđalda. Í Mishnah, munnlegum arfi Gyđingdóms kemur orđiđ fyrir sem skilgreining á ósiđmenntađri persónu. Í nútíma hebresku (Ivrit) er orđiđ einnig notađ um fólk sem er illa gefiđ eđa hjálpalaust og í jiddísku er orđiđ goylem notađ um fólk sem er klunnalegt, illa gefiđ og seint til skilning, sbr. orđiđ "vanskapađur" sem lengi var notađ í Íslensku. Orđiđ kemur fyrir í Talmud, (Talmud eru skýringar og frásagnir byggđar á Torah, lögunum (Mósebókunum), nánar tiltekiđ í  hinum babýlonska Talmud (Bavli). Í Talmud er orđiđ notađ til ađ lýsa ţví ađ Adam hennar Evu var upphaflega veriđ skapađur af guđi sem gólem (sjá Sanhedrin (ţingi) 38b í Talmud Bavli (hér á ensku): Adam var hnođađur saman í formlaust hýđi og var hann myndađur úr leir eđa mold.

54451_1258941.jpg

Samkunduhúsiđ í Worms áđur en nasistar eyđilögđu byggingarnar. Elsti hluti ţeirra var frá 11. öld. Ţarna veltu menn fyrir sér gólemum, en ekki til ţess ađ búa ţá til, heldur til ađ sýna fram á tilgangsleysi ţess, ţar sem slík sköpunarverk voru vanskapnađur og ekki Guđiđ ţóknanlegur.

worms_synagogue_rubble_1258942.jpg

900 ára Guđshús rústir einar eftir eyđileggingu nasista. Trúleysiđ er systir eyđileggingarinnar.

Sumir frćđimenn telja ađ á miđöldum Evrópu hafi brot úr sköpunarsögunni Sefer Yetzirah í hinum babýlónska Talmud veriđ ţaullesin af gyđingum til ađ reyna ađ skapa sér gólem. En ţađ er ţó algjörlega ósönnuđ tilgáta, sem byggir á frásögum sem eru skráđar löngu eftir miđaldir!  Ţađ er ekki fyrr en á 12. öld e. Kr. ađ fróđir menn telja, ađ eiginleg lýsing á ţví hvernig hćgt er ađ búa  sér til eđa vekja upp gólem hafi veriđ sett á bókfell.  En galli er á gjöf Njarđar, ef svo má ađ orđi komast. Ţá lýsingu er ađ finna í fyrsta hluta Sodei Rezyya (einnig kallađ Sode Raza, Sefer Sode raze semukhim eđa Sefer Sode razaya), sem kallađur var Sod Ma'aseh Bereshit (ţ.e. leyndardómar sköpunarinnar). Ţađ rit var sagt vera eftir rabbí Eleazar ben Judah ben Kalonymus (1165–1230) í Worms í Ţýskalandi. En vandamáliđ er aftur á móti, ađ fráögn hans og ritiđ Sode Raza ţekkist ađeins úr bókinni Sefer Razi'el ha-Gadol (Bók hins stóra [erkiengils] Raziels [Raziel ţýđir leyndardómar Guđs]) sem fyrst kom út í Amsterdam áriđ 1701 (sjá hér). Segir útgefandi ţess rits, ađ hann hafi lesiđ rit rabbí Eleazars frá Worms í frönsku riti sem hann kallar Images des Lettres de l'Alphabet, sem er hins vegar ekki til á okkar tímum - og hefur ugglaust aldrei veriđ til.

Í Ţýskalandi og Miđ-Evrópu á 17. öld fer ađ bera mjög á lýsingum á rabbínum sem skópu gólem, en elsta lýsingin sem til er af manni sem á ađ hafa framiđ slíkan verknađ er ţó ekki til frá ţví fyrr en um miđja 16. öld, er rabbíni og mikill kabbalisti og dulspekimeistari, Eliyahu Ba'al Shem (1550-1583) í Chelm (bć suđaustur af Lublin í Póllandi nútímans) mun hafa reynt fyrir sér í ţeim efnum.

Cole gleymir ţví miđur ađ nefna Elías í Chelm, og sömuleiđis ađ ađeins eru sárafáar upplýsingar til um gólema og sköpun manna á gólemum frá ţví ađ orđiđ gólem er ritađ í elstu ritum gyđingdóms fram á miđaldir í Ţýskalandi.

Cole gleymir einnig ađ draga inn ákvćđi Avodah Zarah samningsins í Talmud. Samningurinn fjallar um skurđgođadýrkun (Avodah Zarah ţýđir bókstaflega útlensk eđa framandi dýrkun, ţ.e. dýrkun hjáguđa eđa og skurđgođadýrkun). Sköpun/gerđ gólema er skýlaust brot á Avodah Zarah.

Lćknirinn, heimspekingurinn, skáldiđ og rabbíinn Rambam (sem er skammstöfun á Rabbeinu Moshe Ben Maimon, ţ.e. rabbí Móses Maimonsson; Hann er einnig kallađur ), sem upp var á 12. og 13. öld (1137-1204), skrifađi í einu rita sinna Moreh Nevukhim (sem ţýđist best sem Leiđbeiningar fyrir ráđalausa; Hér er hćgt er ađ skođa handrit frá 14. öld af ţessu riti sem skrifađ var í Barcelona og sem er varđveitt í Kaupmannahöfn) um Avodah Zarah. Rambam er mjög gagnrýninn á alls kyns skurđgođadýrkun, helgimyndir og notkun ţeirra í gyđingdómi.

Maimonides er ađ minna lesendur sína og samtímamenn á ákvćđi Aodah Zarah og virđist jafnvel undir áhrifum frá Íslam í algjörri andúđ sinni á skurđgođadýrkun (sem viđ sjáum enn á okkar dögum í úrkynjuđu formi ţegar ISIS brýtur og sprengir gođ annarra trúarbragđa), eđa ţegar Ţorgeir Ljósvetningagođi kastađi  í fossinn. Ţess vegna kemur spánskt fyrir sjónir, ţegar Rambam kemur fyrir í rituđum heimildum í miđöldum í Miđ-Evrópu, ţar sem ţví er haldiđ fram ađ hann hafi búiđ til svo kallađa humunculi (smákarla) úr leir. Ţarna er örugglega um misskilning 17. aldar manna, ţví ekkert slíkt hefur  Rambam skrifađ um eđa látiđ eftir sig. En viđ vitum hins vegar, ađ múslímskir heimspekingar og lćknar og alkemistar veltu fyrir sér möguleikanum á ţví ađ skapa líf á ónáttúrulegan hátt, t.d. í glerflösku.  Hindurvitni 17. aldar spurđu ekki af heimildarýni. Sögur hjátrúarfullra gyđinga í Póllandi og Ţýskalandi á 17. öld um kukl Rambams eru líklega ekkert annađ en svar ţeirra viđ mjög strangri afstöđu hins stóra rabbína til skurđgođadýrkunar, sem "helgir" menn međal gyđinga í Miđevrópu voru greinilega farnir ađ stunda á miđöldum.

Josef De Medigo

Hér skal einnig nefndur til sögunnar sefardíski rabbíninn, heimsspekingurinn, stjarnfrćđingurinn, stćrđfrćđingurinn og tónlistafrćđingurinn Jósef Solomo Qandia Delmedigo, einnig kallađur Joseph Salomo Del Medigo (1591-1655). Hann fćddist a eyjunni fögru Krít (ég hef eitt sinn skrifađ litla grein ţar sem honum bregđur fyrir). Hann var m.a. lćknir í Vilnu (Vilnius), rabbíni í Prag, Amsterdam, Hamborg og Glückstadt, ţar sem Hallgrímur Pétursson dvaldist nokkrum árum síđar (sjá hér), Frankfurt am Main og í Prag, ţar sem Del Medigo lést. Hann lćrđi stjarnfrćđi hjá Galileo di Galilei í Padua og lćrđi einnig viđ háskóla í Kaíró og Istambul. Í ritum sínum greini Jósef Del Medigo aldrei frá neinni gólem-hefđ í sefardískum gyđingdómi, en nefnir í ritgerđ sem varđveist hefur, hvernig sögur af gólemum séu algengar í Ţýskalandi á hans dögum.

Richard Cole nefnir ekki Jósef Delmedigo í grein sinni, og ţykir mér ţađ furđu sćta. Delmedigo sýnir okkur nefnilega ađ gólemar, sem leirrisar, eru líklega sköpunarverk rabbína í Ţýskalandi á miđöldum. Margt gćti frekar bent til ţess ađ góleminn, leirrisi sá sem Cole er ađ hugsa um sem "ćttingja" Mökkurkálfs, hafi í raun fyrst orđiđ til á miđöldum og eigi sér enga stođ eđa uppruna í elstu ritum, bókum eđa lögum gyđingdóms.  Viđ getum međ góđri ástćđu leyft okkur ađ leika međ ţá hugmynd, ađ ţegar gyđingar á miđöldum voru spurđir um hvađ orđiđ gólem ţýddi, ţá hafi ţeim veriđ svara vant, en svo leitađ til germanskra og slavneskra ćvintýra um leir- og drullukarla til ađ skýra betur hiđ dularfulla fyrirbćri gólem.

Ekki ćtla ég ţó alveg ađ útiloka ađ einhverjar sögur um miđaldagólem Evrópu hafi borist til Íslands frá Frakklandi eins og Cole vill halda, en ţá hefđi hann átt ađ segja lesendum sínum betur frá sögu gólema og t.d. ađ trékarlinn í Ţorleifs ţćtti Jarlsskálds, (sem er varđveitt elst frá byrjun 14. aldar), sem einhver hefur gaukađ ađ honum upplýsingum um. Trékarlinn var ekki kvenkyns vera eins og ţađ fyrirbćri sem Cole segir skáldiđ Salomon Ibn Gabirol (réttu nafni Shelomo [Salomon] ben Yehuda ibn Gabirol) hafi skapađ. Sagan af Ibn Gabirol sem skapađi kvenkyns veru er heldur ekki frá tímum Gabirols sjálfs, ţ.e. fyrri hluta 11. aldar, heldur er ţađ miklu seinni heimild sem orđiđ hafa til í Ashkenaz (Ţýskalandi). Ţađ er ţví afar ólíklegt ađ ţeir Norđmenn sem voru viđ nám í St. Victor skólanum í París, og sem hugsanlega ţekktu til verka og ljóđa Ibn Gabirols á 13. öld hafi heyrt um gyđinglega sögur af manngerđum leirrisum, og hafi síđan sagt forvitnum forföđur mínum, Snorra Sturlusyni, frá ţeim, sem svo bjó til úr sögunni Mökkurkálfa. 

Mig grunar, ađ Cole verđi ađ leggja ađeins betri rćkt á tímasetningar og upprunaleika heimilda, sem og ađ reyna ekki ađ blanda saman sögulegum viđburđum og ţjóđsögum frá mismunandi tímum án ţess ađ hćgt sé ađ sýna fram á bein tengsl ţeirra.  Ţađ er nćr ómögulegt, ađ álykta ađ Snorri Sturluson hafi heyrt af gólem/mökkurrisum hjá mönnum í Noregi sem lćrđu viđ St. Victorsskóla. Viđ vitum ekki hvort heimildir um gólem-gerđ hafi veriđ til í St. Victor. Bók Eleazars ben Judah, sem nefnir einn slíkan, er ađeins til í handriti frá 1701. Og ţó ibn Gabirol hafi veriđ ţekktur međal lćrđra í París á 12. og 13. öld, er ekkert sem sýnir fram á franskir klerkar hafi veriđ ađ velta fyrir sér leirkarla eđa drullukökugerđ. Ţví miđur, merde, eins og Frakkar segja!!

Ég held ađ viđ ćttum ekki ađ leggja of mikiđ í ţekkingu manna á Íslandi á Gyđingdómi á 12. og 13. öld. og allra síst ađ fara út í miklar vangaveltur a la Einar Pálsson eđa í líkingu viđ Keltaţvađriđ sem tröllríđur einnig frćđunum. Ţađ er svo langsótt. Mađurinn fékk oft sömu hugmyndirnar á mismunandi stöđum á jörđinni, án ţess ađ nokkur tengsl séu sjáanleg.  Ţađ geta mannfrćđingar og ţjóđfrćđingar frćtt ykkur betur um en ég. Ég er bara fornleifatröll. Tröll voru t.d. víđa til. Menn geta notađ mikinn tíma til ađ finna einhver tengsl. En ţegar Mökkurkálfi og spýtukarl eru heimfćrđir á gólem verđa menn ađ vera mjög vel ađ sér í gyđingdómi og sagnaheimi gyđinga, og finna sér mun fróđari rabbína sér til ađstođar en Cole hefur fundiđ.

Ég kaupi ţví alls ekki tilgátu Richards Coles í grein hans The French Connection, or Ţórr versus the Golem, ţó hún sé mjög áhugaverđ og vissulega skemmtileg. En hún stendur á leirfótum.

Hér býđur Fornleifur ađ lokum í bíó. Myndin sem sýnd verđur er Der Golem, wie er in die Welt kam, sem var gerđ áriđ 1920 af Paul Wegener og Carl Boese; Lék Wegener sjálfur góleminn. Wegener gerđi einnig Gólemmynd áriđ 1914 sem frumflutt var áriđ 1915. Sú kvikmynd er ađ mestu týnd, en hér má finna brot úr henni.

 


Sumt er lengra úti en annađ

471745.jpg

Reynt hef ég ađ fylgjast međ tilgátum Vesturíslendingsins Kristjáns Ahronsons varđandi krossinn í Kverkarhelli (Morgunblađiđ kallar hellinn Kverkhelli, en ég er nokkuđ viss um ađ ţađ "heimilisfang" sé rangt). Ég hef heyrt af ţessari furđusögu af og til og t.d. lesiđ ţetta, ţar sem ekkert kemur fram sem beinlínis stađfestir ţessa tilgátu ţessa unga fornleifafrćđings. Ekkert kemur heldur bitastćtt fram í greininni á bls. 39 Morgunblađinu í dag.

Ţetta eru sem sagt ekkert annađ en vangaveltur. Ţađ er ekkert sem aldursgreinir krossinn í Kverkarhelli međ vissu. Vona ég svo sannarlega ađ Ahronson komi međ eitthvađ áţreifanlegt á fyrirlesturinn í dag, sem ég kemst ţví miđur ekki á. Ţeir sem komast mega gjarna senda mér upplýsingar eđa setja ţćr í athugasemdir.

Ahronson er líka dálítiđ valtur í grundvallarţekkingu á fornleifafrćđi Norđurlanda og stílfrćđi sögualdar (víkingaaldar). Áriđ 2001 birtist eftir hann grein sem hann kallar: ‘Hamarinn’ frá Fossi: Kristinn norrćnn kross međ keltneskum svip. Árbók Hins Íslenzka Fornleifafélags 1999, 185–9 (sjá hér).

Já, hann er verulega langt úti í hinum dimma Keltaskógi, hann Kristján Ahronson, ţví ekkert viđ hamarinn frá Fossi er "keltneskt" frekar en ţann kross sem einhver hefur krotađ í vegg Kverkarhellis. Ég sýndi manna fyrstur fram á norska hliđstćđu viđ krossinn á Fossi. Sjá t.d. hér. Ţađ hafđi Ahronson ekki getu til ađ kynna sér og er ţađ miđur.

Hvađ mönnun finnst er ekki áhugavert í fornleifafrćđi. Ţađ sem menn geta sýnt fram á međ vissu er ţađ sem skiptir ađalmáli. Ţannig er ţađ nú međ öll frćđi. Tilgátur er vissulega ágćtar, en ţađ minnsta sem menn verđa ađ láta ţeim fylgja eru frćđileg rök. Annars eru menn ađ leika sér líkt og ţeir vćru í hlutverkaleik um helgi. Fornleifafrćđi er ekki ćvintýri.

P.s. Mađurinn efst, á góđri mynd RAX, er ekki Kelti. Ţetta er bara fornvinur minn góđur, Ţórđur Tómasson í Skógum, einn fremsti fornleifafrćđingur landsins (um ţann heiđursmann skrifađi ég hér).


mbl.is Segir Kverkhelli frá um 800
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

9 April: It´s Danish Butter Cookie Day

danish_collaboration_2.jpg

moving-picture-denmark-flag-waving-in-wind-animated-gif-1_1257727.gif75 years ago, next week, fantastic Queen Margrethe II of Denmark was born. Happy Birthday to her and all best wishes to the granddaughter of King Christian X, who realized that his Jewish citizens were in peril. Unfortunately the old King couldn´t do so much about that during the Nazi occupation of Denmark 1940-1945, except writing about it once in one of his four diaries. Meanwhile Danish politicians were systematically trying to get rid of refugee Jews, and even Danish Jews, to Nazi Germany.

Today it is also exactly 75 years since Nazis forces attacked Denmark. Only due to a breach in communication some minor fighting took place at the Danish-German border. The Danish Government instantly, or even before 9 April, decided to become the well behaved lapdog of the Third Reich.

About 73 year ago another queen, the Queen of Nazi terror, walked the streets of Copenhagen (see the image at top). She was the local Nazi beauty queen, wearing the uniform of the female division of the Danish Nazi Party. This "Blonde Gespenst" was the cheerleader of the Nazi-occupation, legitimized by the warm welcome which the Danish authorities decided to give the German aggressors on 9 April 1940. She was probably the pin-up babe for some of the 10.000 Danish men who applied for entering the the Waffen-SS as well as the little darling of the collaboration politicians, who encouraged Danes to join the SS while introducing grave penalties to Danes who engaged in the brave resistance fight.


Nazi collaboration was great, says historian Lidegaard

The Danish collaboration during the Nazi occupation has in later years been in the process of a major historic whitewash undertaken by few Danish historians, who don't seem to be able to live with the dark fact-sheet of their countries WWII past.

The Danes are now being told that the collaboration was the best possible thing to happen to the Danes. One of the revisionist historians preoccupied in this historical cleansing is Bo Lidegaard. According to Lidegaard the Danish Nazi collaboration also rescued the Danish Jews to Sweden in 1943. Jewish historians in Denmark disagree.

With support from the Danish Foreign ministry, which incidentally is now lead by his brother, Martin Lidegaard a member of a politically party most involved with the Nazis 70-75 years ago, his book Landsmćnd (Countrymen in the English version) on the rescue of the Danish Jews to Sweden in 1943 has been published in several foreign languages. The nicer version of the Danish occupation year is now being launched as an export article.

timthumb_php.png

The latest version of Bo Lidegaard´s book on the 1943 rescue of the Danish Jew, is the Italian volume (view here in some layout variations), which received the fantastic title Il Popolo Che Disse No (The people who said no) In the Italian volume the publishers argue that Bo Lidegaard is the first historian ever to tell the story of the rescue of the Jews to Sweden in 1943.

Of course Bo Lidegaard´s book is by far the first book on the subject. However, it is probably the first book where the obfuscation and revision have been brought to extremes. The book has to the Danish public been launched with this message from one of the publishers, Carol Janeway, a renowned, or rather notorious promoter of the the memoirs of  Bruno Grosjean, a Swiss national who hoaxed his childhood memories and created an alter ego, Binjamin Wilkomirski, to fool the world into believing he was a child-survivor of the Vilne (Vilnius) Ghetto and Auschwitz. :

"She [Janeway] believes that if one in France and the Netherlands had manoeuvred oneself half as well through the war as did the Danes, WW II had not been quite so bleak" (see here for more details)

Quite deliberately Lidegaard in his book on the rescue of the Danish Jews forgets to mention the fact that the Danish authorities made systematic attempts to get rid of Jewish refugees from Denmark and made it a crime for Danes to hide Jews in their homes. (See here and here). Are those atrocities compatible with the deeds of those people who Lidegaard calls 'good countrymen'?

Instead of publishing ridiculous claims that the Danish authorities had something to do with the rescue of the Danish Jews to Sweden in 1943, historian Bo Lidegaard should rather dwell on the facts which he and many of his colleagues weren´t interested in or which they ignored. Why didn´t they, but a foreign historian, write about the worst war-criminal from Denmark, Alfred Jepsen? Why did the Danish Ministry of Justice,

ss-jepsen_1257730.jpg

Danish War Criminal Alfred Jepsen

s_ren_kam.jpg60 years after Jepsen committed his crimes, conceal information about Jepsen, which had been available in the National Archive in the UK a decade earlier. Why did the Danish authorities in the late 1940s manage to conceal his crimes and execution in Germany?  Why has a journalist and not a historian been the best  mediator of information about the crimes of recently deceased SS-officer Sřren Kam (Photo to the left)? Why has the Simon Wiesenthal Center in Jerusalem, and not the Danish government, demanded an investigation into the case of Sřren Kam or demanded an expulsion of this war criminal from Germany, a country who gave him save haven from legal actions and prosecution? Will the present day terrorists of Europe receive the same "special treatment" in the future?

9_april33_926746w.jpg

The explanation is simple. Many Danes like glossy pictures from their past and they have a severe problem with their country´s past. They don´t like to hear about the bad things or 'some Jews' that were expelled and killed. That is for instance the reason we did not until 2014 hear about Danish SS units acting in an infamous torture camp for Jews in Belorussia, near Bobruisk.

A new Danish WWII history is now being sold like Danish butter Cookies. In a nice tin, with a idealized picture on the lid. Beware though, the glossy image is false and the contents listing is insufficient. Most Danes did nothing to help Danish Jews and the free WWII government of Denmark was engaged in getting rid of them until 1943.

No Danish politician, nor high official, was ever brought to justice for their participation in the killing of Jewish refugees, Danish resistance fighters, nor German communists, who were handed over to the Nazis by the Danish authorities - often without any demand from the Nazi occupants.

Who benefits?

Bo Lidegaard is writing history as some Danes like to see it. He is not writing the correct history of the Danish Jews. He is exploitin the rescue of the Jews in 1943. His case studies are quite atypical for most Danish Jewish experiences during the Nazi occupation of Denmark. Diaries he uses are written after the war.

Writing history doesn´t make historians wealthy. Well, there are exceptions. Historian Bo Lidegaard has become a wealthy man creating his Potemkin curtains for a generation or two of Danes with bad or even no conscience.

I think I know what kind of people like Lidegaard´s WWII revisionist books: They are politicians and diplomats still busy polishing the Danish image of WWII. The kids of the many Danish collaborators and all the Waffen-SS men, and the descendants of the high officials and politician who committed war-crimes also buy the books of Lidegaard. So, when Lidegaard heads off for vacation in his summer residence in Tuscany, he can tell his neighbours, who have bought Il popolo che disse no to learn something from Danish high moral instead of all of that "heil´a Mussolini" stuff their ancestor where into, that not all the folks in Denmark are buying what he writes, nor are saying " Si " to it.

In fact the moral and altruism of the Danish people was not greater than that of the Italians during WW II. In countries like The Netherlands one can see from the bad sales of the Dutch version of Lidegaard´s Danish Butter Cookie Adventure, that the Dutch are not buying some crap which is launched by telling them that they should have done the same as the Danes did, and that the Danish Nazi collaboration was the best solution of all. The situation of the Dutch and the Danes and the Jewish populations of the two countries cannot be compared.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Se also Danish Holocaust Distortion


Amen und Dresden

halleluja.jpg

Páskaandagt forsćtisráđherra hefur vakiđ mikla athygli. Í anda nýjasta nútímans birtist hún ţó ekki í fjallrćđu, heldur á fésbók ráđherrans.

Fílósófían í páskaandagt Sigmundar Davíđs er einfaldlega Upprisan. Endurreisnartímabiliđ hefur nú einnig náđ ađ ströndum Íslands međ sínum vindum ţíđum. Og ţađ er sko ekkert prump. Nú verđur allt endurreist í háprússneskum DDR-blöđrubarokksstíl. Abstrakt og annađ úrkynjađ rusl mun fara rakleiđis á hauga sögunnar. Nú verđa ţjóđminjarnar nýjar, ferskar og ţjóđlegar. Hallelúja:: hallelújaaaaa!

Sigmundur forsćtisráđherra er greinileg mjög gervilegur mađur. Hann virđist nú kominn í rjúkandi samkeppni viđ léttmaníska arkitekta sem stundađ hafa fornaldarframleiđslu á Íslandi. Ég ţekki Sigmund ekki neitt, en hefđi helst haldiđ ađ hann hefđi lagt stund á leiktjaldahönnun eđa veriđ á sjónhverfingaháskóla, ef ég vissi ekki ađ hann hefđi ađ minnsta kosti doktorsgráđur tvćr frá Oxfurđu.   

Vart hafđi Sigmundur Davíđ lokiđ kynningu á hugarfóstri sínu Blufftown bei Selfoss, ađ í ljós kemur ađ Ţjóđmenningarráđuneyti hans hefur unniđ gífurlega öflugt starf áriđ 2014-2015. Áđur en yfirmađur hins íslenska Amt Ahnenerbe, Margrét Hallgrímsdóttir, sem er kona af logandi Framsóknarkyni, hafđi hćtt störfum sem yfirţjóđmenningarstjóri, fann hún og starfsmađurinn hennar gamlar og gulnađar teikningar á söfnum svo hćgt vćri ađ reisa Bluff Stadt beim Sundin Blau - í anda Dresden. Margrét, sem ţó er annt um furđulegan frama sinn, sneri aftur til embćttis síns á Ţjóđminjasafninu, ţví hún gerir sér ugglaust grein fyrir ţví hvađ er ađ gerast í "ţjóđmenningu" endurreisnarráđherrans.

Til ađ gera drauma Sigmundar ađ veruleika verđur fyrst ađ fá almennilega loftárás á Reykjavík. Bandamenn munu hins vegar vart ráđast í teppasprengingar á Reykjavík. Ţađ ţarf meira en gyđingahatur og útrýmingar til ţess ađ fá slíka himnasendingu.

Skemmtilegar og uppbyggilegar myndir segir landsfađirinn í andagt sinni. Hmm? Neiii - varla... Ég mćli međ ţví ađ Simmi litli fái sér páskaegg frá NS af stćrstu gerđ og gleymi ţessum áformum, nema byggingu Ţjóđmenningarhúss, ţví mér sýnist ađ álíka kreppufyrirbćri og Jón Gnarr var í ráđhúsinu í Reykjavík sitji nú á stóli forsćtisráđuneytisins í gamla fangelsinu. Ţetta er ekkert annađ en andleg uppgjöf líkt og Píratar. Ţjóđin er enn í sárum, og er ţví ţćgilegt ađ heyra um upprisur og endurkomur til fyrirheitna landsins á páskum.

Eftir nokkur ár munum viđ vonandi minnast ţessarar andlegu kreppu ţjóđarinnar í kjölfariđ á 2008 međ hryllingi. Ţađ verđur engin ástćđa til ađ endurreisa Framsóknarflokkinn. Fráleitt vćri einnig ađ setja hann í formalín og varđveita í glerskáp á landnámssýningunni. Hann er einn af ţessum fornleifum sem enginn mun sakna enda ekki friđađur.

Sveltandi fornleifafrćđingar munu ţá ekki einu sinni vilja grafa Framsóknardrauginn upp. Heygjum hann sem fyrst. Jafnvel vćri ekki fráleitt ađ teppabomba hann dálítiđ, áđur en hann fer undir kalna torfu.


Húsiđ međ stjörnuna

jacobsen_mao_um_1921_1257543.jpg

Stundum getur mađur orđiđ langţreyttur á ţrálátu rugli. Ţađ á t.d. viđ rugliđ í blađakonu einni á Iceland Review og í mýtusmiđ sem hún hefur gert ađ sannleiksvitni um ađ húsiđ í Austurstrćti 9 í Reykjavík hafi veriđ reist af "gyđingnum Agli Jacobsen". Sjá hér.

Margir ferđamenn sem til Reykjavíkur koma hrífast af Jacobsenshúsinu međ stjörnuna og margir, og sér í lagi gyđingar, spyrja sig af hverju Davíđsstjarnan sé á húsinu og halda um stund ađ ţarna gćti hafa veriđ samkunduhús gyđinga.

Áriđ 2008 hafđi Oren nokkur frá Ísrael samband viđ Iceland Review til ađ fá skýringu á stjörnunni í Austurstrćti. Oren er reyndar Oren Asaf (f. 1979), og er listamađur sem var á Íslandi um tíma viđ listsköpun.

Honum var svarađ af blađakonu á Iceland Review, ađ forstöđumađur Torfusamtakanna, Snorri Freyr Hilmarsson, hefđi upplýst hana ađ húsiđ hefđi veriđ byggt af Agli Jacobsen sem hafi veriđ danskur gyđingur. Egil Jacobsen var ţó hvorki gyđingur né af gyđingaćttum  eins og lesa má hér, hér og ekki síst hér.

Hafđi ég ţví samband viđ blađakonuna á sínum tíma, sem ekki vildi breyta upplýsingunum. Í janúar sl. leiđrétti ég misskilninginn í athugasemd á vefsíđu Icelandic Review. Ţađ var fjarlćgt eftir skamma stund. Ég setti inn athugasemd í dag og býst harđlega viđ ađ hún verđi fjarlćgđ, ţví blessuđ blađakonan var af ţeirri gerđinni sem ekki getur viđurkennt mistök sín fyrir nokkurn hlut.

Ég skýrđi máliđ út fyrir Oren Asaf á sínum tíma. En enn stendur á vefsíđu Iceland Review, ađ Snorri Freyr Hilmarsson, sem er menntađur leikmyndahönnuđur, segi húsiđ hafa veriđ reist af gyđingnum Agli Jacobsen. Sannleiksvitni Iceland Review um Austurstrćti 9, Snorri Freyr Hilmarsson, er reyndar einn af hugmyndasmiđunum á bak viđ leikmyndabćinn Blufftown viđ Selfoss, sem ég afgreiddi hér í blogggrein um daginn. Bölvađ rugl er ţví auđsjáanlega sérgrein hans.

Vonandi getur Icelandic Review látiđ af Gróusagnaframleiđslu og sögufölsun sinni í framtíđinni. En kannski er ţetta vandamál á blađinu (sjá hér).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband