Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2022

Undur og stórmerki: Tekanna úr gullskipinu margfrćga er frá 19. öld

Kanna Skogum 2

Tekanna ein í Skógasafni undir Eyjafjöllum hefur veriđ tengd viđ Gullskipiđ, skip sem íslenska drengi dreymir mjög vota drauma um.

Sagan segir ađ kannan sé hugsanlega úr Het Wapen van Amsterdam (sem safniđ kallar Waben van Amsterdam). Kannan er greinilega undir kínverskum áhrifum og ef til vill japönskum, en hún er glerjuđ eins og breskt Luster-ware. Ţađ framleiddu hvorki Kínverjar né Japanar á 17. öld. Nćsta víst taldi ég ađ kanna ţessi gćti ekki veriđ frá 17. öld.

kanna Skogum

Merki Alloa-verksmiđjunnar á könnunni í Skógasafni. Undir gyđjunni stendur W&JAB sem stendur fyrir W. & Joseph A. Bailey. Bailey keypti verksmiđjuna áriđ 1856.

Eftir 1. klassa skemmti- og lćrdómsferđ til norđurhluta Englands og Skotlands er hausinn á mér sannast sagna fullur af lausnum á stílfrćđilegum vandamálum sem Ţjóđminjasafniđ hefur aldrei getađ leyst, ţrátt fyrir mikinn fjölda vísra hreingerningakvenna sem ţar vinna i meira mćli en sérfrćđingar - ađ ljósmyndaranum ólöstuđum, sem ég tel helsta sérfrćđing safnsins ţó hann gagni ekki í hvítum slopp međ hvíta hanska eins og sumir "sérfrćđingar" safnsins.

Skógasafn upplýsir á Sarpi (sjá hér), ađ safniđ hafiđ leitađ til Ţjóđminjasafns til ađ fá upplýsingar um tekönnuna:

"Leirkanna, brún. Skrautmynstruđ. Er sporöskjulaga, 14x14 cm, hćđ 9 cm. Loklaus, stútbrotin og hornabrotin. Framleiđslumerki á botni, kona sem heldur uppi vasa og blómi. Neđan viđ letur. Leitađ var hjálpar í Ţjóđminjasafni viđ greiningu. Safniđ sendi út myndir en án árangurs. Óljós sögn tengir könnuna Índíafarinu Het Waben van Amsterdam frá 1667".

Er frá Alloa i Clackmannanshire milli Edinborgar og Stirling

71388016_913644549022334_1399630602252058624_n

Leirtaus- og glergerđarverksmiđjurnar í Alloa.

En blessuđ tekannan er örugglega framleidd af fyrirtćkinu Alloa sem fékk nafn sitt eftir samnefndum bć í Clackmannanshire á síđari hluta 19. aldar. Hér fyrir neđan má sjá framleiđslumerki á annarri könnu frá ţeirri verksmiđju. Frekari upplýsingar um fyrirtćkiđ má finna hér og hér. Ekki myndi ţađ undra mig, ef kannan brúna hefđi veriđ seld í versluninni Edinborg í Reykjavík.

Alloa-JABailey-web


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband