Bloggfćrslur mánađarins, október 2022

Gullskipsfregnir: Fagur fiskur úr sjó og merkisljón

Koi fra Kalfafelli Sarpur b

Heyrt hef ég ađ ćvintýramenn séu enn ađ leika sér á Skeiđarársandi í leit ađ "gullskipinu" Het Wapen van Amsterdam. Ţeir voru jafnvel komnir međ rússneska hjálparkokka sem notuđust viđ dróna til ađ hafa upp á fjársjóđum. Ţađ getur vart endađ nema illa.

Fornleifur hefur hins vegar á síđari árum reynt ađ miđla mörgu ţví sem viđ vitum um "gullskipiđ" (Lesiđ greinarnar hér, hérhér og hér) og reynt ađ leiđrétta villur ćvintýramanna og segja frá gripum úr flakinu, t.d. ţeim "kylfum" sem sem mađur nokkur sem vann á Ríkisútvarpinu, n.t. á fréttastofunni, hafđi fengiđ á heilann. RÚV-mađurinn taldi ađ "kylfur" hefđu veriđ í tonnatali í skipinu er ţađ strandađi. Kylfurnar voru vitaskuld ţýđingarvilla; farmskráin lýsti mörgum smálestum af múskatblómu, sem var, og er jafnvel enn, eitt af vinsćlustu kryddum í Hollandi - allt síđan á 17. öld.

Ţar sem ritstjóri Fornleifs er sonur ekta kryddkaupmanns úr Niđurlöndum ólst Leifur upp viđ múskat, bćđi hnetu og blómu. Flutti fađir minn inn báđar gerđir múskatsins og seldi í stórum stíl sem eitt af ţeim kryddum sem voru í hinum fyrrum svo vinsćlu og rómuđu kryddhillum. Sannast sagna voru hillurnar hvor tveggja, vinsćlar og óvinsćlar gjafir, sem menn keyptu gjarnan og gáfu brúđarhjónum. Heyrt hef ég af einu pari fyrir Norđan, sem fékk ţrjár hillur og eru enn ađ nota kryddiđ úr ţeim. Sum glösin hafa reyndar veriđ endurfyllt. Hins vega hafa ađrir endađ í skilnađi vegna kryddhillnanna. Illa upp alinn karlpeningur á Íslandi vildi lengi ađeins pipar og salt og ekkert gras.

Áriđ 2017 sagđi ég frá leifum af lakkskápum sem heimamenn höfđu tínt upp á sandinum eftir ađ "gullskipiđ" strandađi áriđ 1667. Voru ţessi lakkverk endurnotuđ í kirkjum. Eitt af ţeim lakkhurđum af skáp međ dćmigerđri japanskri hespuloku hefur varđveist í kirkjunni, en á 19. öld voru ađrir gripir í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi/Skáftárhreppi, sem vafalaust eru einnig úr Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam.

Kálfafellsspjald lille

Hurđ međ lakkverki í kirkjunni ađ Kálfafelli. Ljósm. Kristján Sveinsson 2016.

Áriđ 1864 barst Jóni Árnasyni ţjóđsagnasafnara og kennar á viđ Lćrđ skólann ţeim gripum, sem eru skurđmyndir af fiski og ljóni, á nýstofnađ Forngripasafniđ, ţar sem ţeir fengu númerin 66 og 67. Jón Árnason, sem var fyrsti forstöđumađur Forngripasafnsins, sem stofnađ var áriđ 1863, sat vafalítiđ međ Sigurđi málara, sem hann fékk sem ađstođarmann, uppi undir ţaki Dómkirkjunnar. Sigurđur ţjóđbúningahönnuđur sagđi oft svćsnar klámsögur. Sagan hermir ađ Jón (sem síđar var kallađur Bitter af skólasveinum í Lćrđa Skólanum, sem ţó kunnu honum vel) hafi eitt sinn beđiđ Sigurđ um ađ dempa sig, ţví í kirkjuna voru komnar konur. Er ekki hugsanlegt ađ konurnar vćru einmitt komnar í kirkju til ađ heyra klámkjaftinn á Sigga málara?

Nú, á milli klámsagna Sigurđar, dáđust Jón og Sigurđur ađ skurđmyndunum úr dyraumbúnađi Kálfafellskirkju. Ţeim var lýst á eftirfarandi hátt í ađfangabók Forngripasafnsins uppi á kirkjuloftinu áriđ 1964, en eigi höfđu ţeir fullan skilning á eđli skurđmyndanna:

Fiskurinn Koi

Kalfafells Koi Sarpur.is - Skurđmynd

Ljósm.Ţjóđminjasafn Íslands

[Ţjóđminjasafniđ] 67/1864-25:  Lax, skorinn úr tré, 1 álnar og 15 ţumlúnga lángur.  Sumir kalla hann guđlax. Hann hefir veriđ einkar haglega skorinn, og er mćlt, ađ ţađ hafi gjört Eiríkur nokkur í Holti á Síđu. Lax ţessi var ţversum yfir sömu kirkjudyrum og ljónin (nr. 66), og sýnir hvorttveggja skraut á byggingum fyrri alda, enda einnig mikinn hagleik manna á ţeim tímum.

Útskorni fiskurinn úr Kálfafellskirkju, sem er lágmynd, er hvorki meira né minna en 104 sm. ađ lengd og 28 sm. ţar sem hann er breiđastur. Ţetta er ţó greinilega enginn lax.

Jón Árnason var glöggur mađur en sjóndapur mjög. Kannski hefur hann heldur ekki haft mikil kynni af laxfiski. Fiskurinn er karpi (vatnakarfi) og er lágmyndin vafalítiđ ćttađur austan úr Asíu og líkast til frá Japan.  Japanir fóru snemma ađ rćkta ýmis litafbrigđi af vatnakarfanum og munu vera til ein 30 afbrigđi af vatnakarfar sem Japanir kalla Koi. Koi er ţeir "gullfiskar", sem menn ţekkja í almenningsgörđum erlendis og jafnvel á Íslandi. Útskornir vatnakarfar frá Japan og Kína bárust oft til Vesturlanda á 17. öld og síđar.

Vatnakarfinn er mikilvćgt tákn í Búddisma. Hćgt er ađ finna alls kyns myndir af ţeim í musterum og í líst Austurlanda fjćr.  Koi táknar auđ og góđa auđnu í asískri menningu. Koi er einnig tákn gnćgđar, hugrekkis og umbreytingar. Kínversku táknin fyrir gnćgđ og  fisk eru mjög lík. Koi er er ţví líklega fjárorđ Kínverja.  Vegna hinna mörgu litaafbrigđa sem menn hafa aliđ fram í fiskinum  er hann einnig tilvaliđ tákn "einingu andstćđnanna" - Yin og Yang, ţ.e. alhliđa tákn fyrir alla hluti sem innihalda bćđi hiđ góđa sem hiđ illa. Vatnakarfinn hefur mjög flókiđ mikilvćgi í asískri menningu og eru jafnvel álitnir vera gođsagnakenndir. Fiskurinn var sömuleiđis notađur til ađ tákna baráttu (einstaklingsins) gegn mótbáru til ađ ná markmiđum sínum, og Koi ţví sérlega vinsćlt tákn á ólgutímum.

Nú, fiskurinn sćmdi sér vel á kirkjuţilinu í Kálfafelli, ţví fiskur er einnig gamalt tákn Krists.

Fornleifur telur ađ karfinn útskorni sé vafalítiđ úr Het Wapen van Amsterdam. Hvort hann er hluti af skreyti skipsins eđa asískur gripur er ég ekki viss um.

IMG_5099 C

Í lok júlí í ár (2022) rakst ég á ţennan japanska koi (frá 19. öld), á Ţjóđminjasafninu í Edinborg. Nokkru síđar sá ég annan líkan á asíska safninu í háskólabćnum Durham á Englandi. Hann sá ég fyrst áriđ 1989, er ég bjó og stundađi nám í Durham. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2022.

Ljon Sarpur Kalfafell

Ljóniđ af stefni "Gullskipsins".

Ljon B Kalfell

[Ţjóđminjasafniđ] 66/1864-24: Tvö ljón, 2 álna og 15 ţumlúnga laung skorin úr tré.  Almenningur segir, ađ ţau sé sćljón.  Ţau teygja sig líkt og ţau sé á sundi: einnig hafa ţau einkennilega fćtur og mjög grimmilegan einkennilegan svip.  Ţau hafa veriđ mjög haglega skorin, en eru nú mikiđ skemmd af elli.  Ljón ţessi voru sitt hvorumegin viđ kirkjudyr á Kálfafelli í Fljótshverfi.  Sumir segja, ađ ljón ţessi hafi veriđ gjör handa kirkjunni af Írum, ađrir segja af Frökkum, en engar sönnur vita menn á ţví.

Ljónin úr Kálfafellskirkju sem Jón Árnason fćrđi á Forngripasafniđ voru reyndar ekki tvö. Ţetta er eitt og sama ljóniđ í tveimur hlutum, ţ.e. tvćr vangamyndir sama ljónsins, eđa tvćr lágmyndir sem ćtlađ var ađ sýna ljóniđ beislađ viđ eins konar kassa sem oft myndađi skutstrjónuna á skipum 17. aldar. Kassi ţessi var styrktur til ađ skip löskuđust síđar er ţeim var siglt á önnur skip. Ljónsmyndirnar eru nokkuđ verkleg eđa um 1,68 metri ađ lengd án halanna. Ţetta gćti ţví vel veriđ hluti af stefnisdýri (gallíonsfígúru) Het Wapen van Amsterdam.  RP-P-OB-11.354  detail

Dćmi af stafni Hollensk verslunarskips frá 17. öld. Koparristan er gerđ áriđ 1647 af Wenceslaus Hollar (1607-1677), listamanni frá Bćheimi sem settist ađ í Niđurlöndum og gerđi listagóđar og nákvćmar ristur af skipum: Fyrir neđan er ítarmynd af trjónunni og Kálfafellsljóninu hallađ til ađ sýna hvernig ţađ hefur fyrrum svifiđ yfir höfin blá í stafni Het Wapen van Amsterdams. Myndir Rijksmuseum, Amsterdam og myndin neđst Ţjóđminjasafn Íslands.

RP-P-OB-11.354  detail b

Skáljón d

RP-P-OB-11.344(2) detail

Stefnistrjóna af herskipi hollensku sem var stćrra en Het Wapen van Amsterdam. Hér sést ljóniđ ađeins betur. Rista gerđ af Wenceslaus Hollar áriđ 1647. Rijksmuseum, Amsterdam.

Ţađ má líklegast vera orđiđ öllum mjög ljóst ađ ţessi síendurtekna leit gamalla manna međ sjórćningjagen, er út í hött og hálfkjánaleg. Aftur var ýtt, frekar en hitt, undir međ ţessari vitleysu í fyrra ţegar mjög slök heimildamynd birtist um gullskipiđ (sjá um ţá sögu hér). 

Fleiri mikilvćg gögn varđandi Gullskipiđ

Áriđ 2020 vakti ţađ ţví miđur ekki verđskuldađa athygli, ađ Ţjóđskjalasafniđ setti út á Fésbók sína merkilegt bréf frá 1763 og afskrift af ţví, sem sýnir svart á hvítu hve mikiđ gullskipsleitamenn hafa vađiđ í villu um stađsetningu flaksins. Bréfiđ er frá 1763 eđa 96 árum eftir ađ Het Wapen van Amsterdam strandađi. Ţá voru menn enn međ miklum erfiđismunum ađ nýta sér efniviđ úr skipinu. Ţeir sem hyggja í framtíđinni í frekari gullskipsleit, ćttu kannski ađ líta á ţessa heimild frá 1763 á vef Ţjóđskjalasafnsins.

Sömuleiđis töldu fyrri kynslóđ sig vera búna ađ finna skipiđ áriđ 1974, alveg niđur viđ sjávarborđ rétt austan Markóss ţar sem sem heiti Síki. Ţetta kom fram í skýrslu sem bandarískt fyrirtćki gerđi fyrir Bandaríska flotann sem vildi vera Íslendingum hjálplegur í fjársjóđaleit. Ekki reyndist neitt vera ţar sem menn grunađi áriđ 1974 ađ Gullskipiđ vćri.  Sérfrćđingsálit bandarísku sérfrćđinganna birtist í skýrslu áriđ 1974 og niđurstađa hennar var mjög neikvćđ. Sérfrćđingar frá ýmsum löndum töldu ţađ borna vona ađ finna leifar af Gullskipinu.IMG_5099 B

Stálţiliđ mikla sem rekiđ var niđur umhverfis ţađ sem menn héldu vera Het Wapen van Amsterdam. Ţar innan í fundu menn togarann Friedrich Albert. Ljósm. RÚV/Sjónvarp 1983.

Síđar, eđa áriđ 1983, "endurholdgađist" gullskipiđ leitarmönnum aftur. Ţá birtust dollaramerki i augu sumra stjórnmálamanna og međ miklum viđbúnađi og gríđarleg styrkjum úr ríkissjóđi var sér kastađ út í óhemjumiklar framkvćmdir á sandinum. Árangur erfiđisins var ţýski togarinn Friedrich Albert frá Geestemünde sem strandađi á sandinum áriđ 1903.

Niđurstađa skýrslunnar sem bandaríski flotinn gaf Íslendingum var virt ađ vettugi áriđ 1983. Leitarmenn fengu tugi milljóna úr ríkiskassanum. Sjórćningjar međal stjórnmálamanna létu leitarmenn "Gullskipsins" ljúga sig fulla.

Ekki var ţó allt slćmt. Stafsmenn Ţjóđminjasafnsins komust í ćvintýraleit og var Ţór Magnússon ţjóđminjavörđur farinn ađ trúa ţví ađ Gullskipiđ vćri í raun fundiđ. Ţeir fúlsuđu síđan viđ ţýska togaranum sem var ţađ eina sem í sandinum var. Ţjóđminjasafniđ sat eftir međ hvítan Jeppa sem safniđ fékk ađ kaupa međ beiđnibleđli vegna ćvintýrisins. Hann var löngum kallađur Gullkálfurinn. Menntamálaráđuneytiđ reyndi ítrekađ ađ fá hann endurgreiddan, en árangurs.

 

Flestir ţekkja Hollendinginn fljúgandi sem var ţjóđsagna og draugaskip, sem aldrei var til nema í hugum manna. Hyllingar (fata morgana) gćtur veriđ skýringin á skipi ţví. Gullskip fullorđinna manna sem hafa leikiđ sér á Skeiđarársandi í dýrasta sandkassaleik Íslandssögunnar, án ţess ađ hafa fyrir ţví ađ rannsaka fyrirliggjandi heimildir, er einnig hylling.  

Ef Íslendingar vilja verđa ríkir, verđa ţeir ađ hafa fyrir hlutunum, líkt og Hollendinga var vani á ţeirra gullöld. Íslensku peningatrén visnuđu flest eftir hruniđ, enda ímyndunarplöntur. Mér fannst afar furđulegt, ađ rotnir ávextir ţeirra heilluđu Hollendinga sem eru ţekktir fyrir ađ halda vel í aurinn. Vonandi hćtta menna ađ leita ađ ríkidómi í svörtum sandi Suđurlands og lćra ađ peningar koma ađeins međ vinnu, ţjófnađi, sem happdrćttisvinningar og frá ríkum ćttingjum úti í heimi, nema kannski í Nígeríu.

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.10.2022

Mikilvćg viđbót 2. nóvember 2022.

Fornleifur var alveg búinn ađ gleyma ţví ađ meistari Ţórđur Tómasson skrifađi um ljóniđ og karfann í bók sinni Svipast um á Söguslóđum (Skrudda 2011; bókina fćrđi mér gamall vinur og grafari m.m. Einar Jónsson, sem vitaskuld hefur gert athugasemd viđ minnisleysi mitt).

Ţórđur kallar ţó fiskinn guđlax (sem hann er ekki), en telur hann, andstćtt Jóni Árnasyni (1864), sem og ljónin hiklaust vera erlent verk og vafalaust vera úr Het Wapen van Amsterdam. Hinn fjölfróđi Ţórđur taldi ađ ljónin gćtu hafa tilheyrt skjaldamerki Amsterdam-borgar sem var rauđur skjöldur međ miđborđa svörtum sem er langsum um skjöldinn miđjan og á honum ţrjú X silfruđ eđa hvít; og ađ ljónin vćru hluti af skutmynd (spegilsmynd) skipsins. Skutljón sem héldu skildi Amsterdam-borgar voru á 17. öld jafnan sýnd ţannig ađ ţau horfđu til hliđar, fram í ţann sem á lítur, eins og ljónin sem Austuríndíafélagiđ (VOC) notađist viđ, t.d. í skjaldamerki Batavus-borgar síđar Jakarta) í Indónesíu. Ţau setja venjulega eina afturlöppina fram fyrir hina. Kannski eru skutljónin enn í Skaftafellssandi, en ţađ er ţó fremur ólíklegt. Guđlax (Lampris Guttatus) er sömuleiđis allt annar fiskur en sá sem festur var yfir kirkjudyrum á Kálfafelli.

Ţórđur Tómasson vísar í bók sinni Svipast um á Söguslóđum (bls. 297) í bréf séra Jóns Sigurđssonar á Kálfafelli (22. jan. 1862 og 1. júlí sama ár) til Jóns Árnasonar biskupsritara og síđar fornmenjavarđar, ţar sem hann segir af sendingu gripanna ađ austan frá Kálfafelli. Séra Jón á Kálfafelli gat einnig fyrr um "trémyndir af tveim ljónum og einn guđlax" í atriđi um fornleifar í sóknarlýsingu til Bókmenntafélagsins um Kálfafellssókn í Fljótshverfi sem hann dagsetti á Kálfafelli ţann 12. júlí 1859 (Sjá Skaftafellssýsla sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1873. Sögufélag. Rv. 1997:180).

Ţökk sé meistara Ţórđi! En einnig Einar Jónssyni og Kristjáni Sveinssyni fyrir upplýsingar og hjálp viđ ađ finna ritheimildir um hvernig ljónin og fiskurinn úr Het Wapen van Amsterdam bárust Jóni Árnasyni.

SK-A-4643 b

Skjaldamerki VOC-borgarinnar Batavus (Jakarta) á Jövu frá 1651. Skjöldurinn er varđveittur í Rijksmuseum, Amsterdam. Neđst má sjá Guđlax nýkominn í verslun í Reykjavík. Vel gćti mađur ţegiđ sneiđ úr slíkum eđalfiski. Sjá í athugasemdum samtímamynd af Het Wapen van Amsterdam (1653-1667). Sjá vinsamlegast einnig athugasemdir neđst.

Fallegur fiskur lagđur í sósuna - Vísir


Rassskák í Reykjavík

Buttscan

Ţegar fréttir berast af ţví ađ Hans Niemann ćtli ađ "súa" norska heimsmeistarann Magnus Carlsen "till Kingdom come", líkt og Kanar hóta öllum stundum - berast einnig ferskar fregnir af ţátttöku Magnúsar Carlsens í slembilukkumóti í Reykjavík til minningar um Íslendinginn Bobby Fischer.

Ţess verđur eiginlega ađ geta, áđur en lengra er teflt á tćpasta vađ, ađ ritstjóri Fornleifs ţótti um tíma efnilegur í ţessari íţrótt peđanna, en ţekkti sem betur fór sínar takmarkanir og vitjunartíma. Hann hafđi ţess í stađ lúmskt gaman af skákbrjálćđinu sem herjađi á unga, bólugrafna unglinga í MH á ţeim tíma sem hann var í ţeim skóla. Nú kann hann ađeins ađ tefla fram eitruđu peđum sér og öđrum efahyggjumönnum til skemmtunar. Efahyggjumenn máta kannski ekki menn, og annan, en ţeir geta, ef ţeir leika rétt, fengiđ fólk til ađ hugsa međ öđrum líkamshlutum en rassinum og álíka verkfćrum.

Skák er forn og göfug list/íţrótt, sem utan nýrrar ţróunar međ senditćkjum djúpt í endagörn í beinu sambandi viđ Deep Blue skákforritiđ eđa síđar IBM RS6000/SP, er ćttuđ austan úr Asíu, nánar tiltekiđ Íran.

Eitthvađ hefur boriđ á ţví í fjölmiđlum ađ unglingurinn Hans Niemann sé sagđur ćttađur austan úr Asíu líkt og skáklistin. Margir ćtla einnig ađ hann sé gyđingur. Ţví er risin upp sveit manna fyrir Vestan sem heldur međ honum vegna meints uppruna frekar en manndóms. Kjánaskapur Bandaríkjamanna veldur manni sífellt meiri áhyggjum.

Skákuđ ćttfrćđi

Nú er ţví reyndar svo háttađ ađ Niemann er reyndar alls ekki gyđingur líkt og sumir stuđningsmenn drengsins í BNA ímynda sér á svipađan hátt og ţeir sem styđja Úkraínumenn í stríđi viđ Rússa ímynda sér ađ Volodomir Zelenskij sé af ćtt Salómons. Margir eru jafnvel farnir ađ skrifa nafniđ Nieman, til ađ hreinsa nafniđ frá ţýskri gerđ ţess međ mann-endanum.

Hans Niemann er annars vegar af dansk-ţýskum ćttum (Niemann) og hins vegar af "Mormónaslekti" frá Utah (Irvine). Niemann-ćttirnar í Danmörku tilheyra allar ţýska minnihlutanum í Danmörku. 

Ţví er einnig oft haldiđ fram ađ Hans Niemann sé af dansk-hawaiískum ćttum. Hawaii-ćttfćrslan kemur einvörđungu af ţví ađ foreldra hans hafa klínt nöfnum frumbyggja Hawaii á öll fimm barna sinna. Hans Niemann heitir t.d. fullu nafni Hans Moke Niemann. Nafniđ Moke er reynda byggt á misskilningi eđa misheyrn foreldra hans, ţví Moke ţýđir gjaldţrot eđa asni á máli innfćddra. Líklegt ţykir, ađ nafniđ hafi átt ađ vera Moge, sem ţýđir draumur.

Fađir Hans Niemanns, David, og móđir hans Mary, sem bćđi hafa unniđ hjá tölvufyrirtćkjum, unnu eitt sinn í 4 ár í Utrecht í Hollandi. Ţar var Hans litla trođiđ í skóla fyrir foreldra sem halda ađ börnin ţeirra séu snillingar. Skóli ţessi ber nafniđ Leonardoschool og hefur mjög misjafnt orđ á sér. Ţađan brautskrást ekki margir snillingar.

Í hollenska dagblađinu Volkskrant las ég um daginn áhugaverđa grein um minningar fólks um Niemann í barnasnillingaskólanum í Utrecht. Ţar er međal sagt frá skákáhuga drengsins og ţví ađ hann átti afar erfitt međ ađ beisla vonbrigđi sín ef hann tapađi - í hvađa leik sem var. Er hann var níu ára og ekki enn farinn ađ sćkja snillingaskólann, ritađi kennari hans ţessa umsögn:

Síđan í Janúar hefur ţú veriđ mjög ofstćkisfullur. Hafđu í huga ađ ţetta fjallar um ađ tefla betur og ađ hugsa dýpra. Ţá getur ţú náđ mjög langt (á hollensku: Sinds januari ben je heel fanatiek bezig geweest. Houd wel in de gaten dat het erom gaat dat je beter schaakt en dieper denkt. Dan kun je héél ver komen.

Ţví er einnig haldiđ fram í Volkskrant ađ hrokkinkollurinn (Krullenbol) Niemann hafi veriđ lýst sem snillingi í hjólreiđum á barnsaldri. Ţví halda foreldrar hans ađ minnsta kosti  fram viđ umheim sinn (FB). Hollendingar segja hins vegar ađ ţađ sé bölvađ opscheppen (Grobb, sem hugsanlega skylt íslenska orđinu uppskafningur). Ţeir sem stunda opscheppen (grobb) og eru opscheppers eru litnir mjög neikvćđum augum í Hollandi og gilda hin vel ţekktu dönsku Jantelög víst einnig í Niđurlöndum.

Hiđ rétta í reiđhjólaframa Niemanns er ađ hann tók ţátt í reiđhjólamóti í skóla á barnsaldri og kom í mark á ţriđja besta tímanum (á eftir stelpu). Hann grét sáran yfir ţeim aumu örlögum - og skömmu síđar hvarf hjól hans á dularfullan hátt. Mörg hjól finnast í díkjum Hollands.

225018_10150264592673185_8056001_n

 

Niemann lenti alltaf í ţriđja sćti í hjólreiđum í Utrecht

314477_10150435340228185_692929051_n

Ći, ţarna fékk strákurinn bara silfur. Aumingja kallinn. Mađur kennir í brjósti um hann.

389974_10150546825748185_706691891_n

Ekki var hann sérlega ánćgđur međ lítinn bikar. Bermúdaskál hefđi veriđ miklu betri eins og allir Íslendingar vita. En keppendur fengu jafnstóran bikar. Hollendingar hafa sparađ allar götur síđan allt fór á hass ţegar blómlaukar settu ţá á hausinn áriđ 1700 og súrkál.

Niemann mun hafa grátiđ mikiđ og látiđ illa er hann vann ekki skákir í snillingaskólanum í Utrecht og á barnaskákmótum í Hollandi.

Líklega hefur hann veriđ mjög metnađargjarn barn, en ţađ er ekki nauđsynlega merki um snilligáfu, segir dóttir Fornleifs sem er sálfrćđingur. Ţađ getur einnig og oftast veriđ birtingarmynd ofdýrkunar og vćntingar foreldranna, sem eru  yfirmóta  metnađargjörn fyrir hönd barna sinna. Ţađ er fólkiđ sem sem setur börnin sín í sérskóla fyrir snillinga og sem uppgötvar 10 árum síđar ađ börnin voru eins allir ađrir. Allir selló, fiđlu og píanótímarnir voru jafnvel til einskis. Börnin voru í besta máta ađeins "klárara" fólk en foreldrar ţeirra og er ţađ ekki bara fínt ađ vera smábetrungur gamla fólksins. Foreldrarnir eru, oft sem áđur, vandamáliđ.

Rassmyndatökur í Reykjavík?

Eins og menn sjá á myndinni efst viđ ţessa frétta og skákskýringu Fornleifs, eru ţađ nú orđin örlög bestu barnasnillinga ađ rassinn á ţeim sé myndađur í bak og fyrir, allt frá bleyjualdri fram undir tvítugt. Ţar gćtu leynst ýmsar grćjur og jafnvel einn og einn d(r)óni.

Ćtli ţátttakendurnir fimm á rassskákmótinu í Reykjavík fái slíkar rassíu á sig? Er ekki alltaf veriđ ađ spara?

En ég held međ Carlsen, svo ţađ fari ekkert á milli mála. Hann verđur ađ eiga fyrir sektum ef Nieman súar han till Kingdom come.


mbl.is Carlsen lentur og teflir á ţriđjudag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sígarettu-Sigga

Funny card Iceland

Ritstjóri Fornleifs hefur lengi veriđ á ţeirri skođun, ađ Bandaríkjamenn stígi ekki almennilega í vitiđ.

Áriđ 1909 var ţađ líka vandamál. Kanar lćra seint og nýlega kusu ţeir svo yfir sig brjálađan forseta - og ţar á undan einn fáráttuvitstola.

Áriđ 1909 gat ţađ hent reykingamenn í Vesturheimi, ađ ţeir fengju glađning međ sígarettum sínum í formi lítilla litmynda eđa póstkorta af konum, nokkuđ vel klćddum.

Ţeir sem keyptu pakka af MURAD sígarettum, sem var krassandi tyrknesk blanda, glöddust mjög ţegar ţeir fengu fagrar ţjóđbúningastúlkur frá öllum heimshornum beint í pakkann sinn. Ţeir gátu hóstađ eistun úr pung er ţeir dásömuđust yfir fegurđ ţeirra. Ţetta var vitaskuld heilli öld áđur en ađ menn pússígröbbuđu sig ţar vesturfrá upp í hćstu embćtti.

Ísland var kynnt til sögunnar í BNA undir fána Kongelig Grřnlandsk Handel og hinu gamla merki Íslands - hinum grófa plattfiski (sjá allt sem vita ţarf um plattfiskinn hér). Ţađ er engu líkara en ađ Siggan á myndinni sé norđur á Lófóti í Noregi međ danska hanska frá Randers.

Ţó ţessi "íslenska stúlllKKKa" reykingamannanna sé tómt tóbak og tjara, er hún ţó öllu skárri en hryllingsmyndirnar sem nú prýđa sígarettupakkana. Ćijá.


SJÓN innleiddi pönkiđ í Sovétríkjunum

Screenshot 2022-10-19 at 10-09-35 Tíminn - 188. Tölublađ (30.08.1977) - Tímarit.isSkáldiđ Sjón, sem forđum var ţekkt sem Sigurjón Birgir eđa bara Grjóni kynnti pönkiđ í Sovétríkjunum sumariđ 1977. Ţví heldur skáldiđ sjálft fram í viđtali viđ Ríkissannleiksveituna RÚV í tilefni af sextugsafmćli sínu (lesiđ og hlustiđ hér). Ţar sem pönkiđ eru formlega orđnar fornleifar lćtur Fornleifur ţessa sögu til sín takaRannsóknarvinnan bendir til ţess ađ Sjón sé einnig orđin gamlingi.

Um leiđ og ég óska SJÓN - formerly known as Grjóni - innilega til hamingju međ ađ vera orđiđ hálfgert gamalmenni og ţví tćkan á til yfirkeyrslu á Fornleifi, leyfi ég mér ađ segja meiningu mína um gloppótt minni hans. Mig grunar ađ Sjón sé kominn međ forstig karlrembings, sem er allra fyrsta stig Alzheimers. Ég get einfaldlega ekki fengiđ tímavélar Fornleifs til ađ stemma viđ yfirlýsingar Grjóna um ađ hann hafi innleitt pönkiđ í Sovétríkjunnum sálugu.

En - ef svo er sem SJÓN segir og rétt ţykir, virđist fullvíst ađ SJÓN beri geysimikla ábyrgđ á stríđinu í Ukraínu, Glasnost og jafnvel ýmsu öđrum heimsviđburđum.

Nú skilur mađur ađeins betur af hverju menn trampa á Guđbergi Bergssyni eins og rusli á nírćđisafmćli hans, en lofa ţess í stađ SJÓN upp til skýjanna. Menn ţola ekki sannleikann á Íslandi.

Í tilefni af sextugs afmćli Grjóna, er RÚV međ viđtal viđ hann - eđa hann viđ RÚV. Í viđtali ţessu notar Sjón sömu stílbrögđ og Laxness gerđi um sextugt. SJÓN setur sjálfan sig í innstu hringiđu sögunnar líkt og Laxness gerđi - en um sjálfssviđssetningu Laxness má lesa í bók Fornleifs Laxness Leiđréttur, sem enn á ný er metsölubók fyrir jólin, enda ókeypis. Kaupiđ hana ókeypis hér.

SJÓN segir RÚV frá ţví (hlustiđ hér) ađ hann hafi áriđ 1977, er hann var tćpra 15. vetra, keypt heila glás af pönkplötum í Kaupmannahöfn og fariđ međ ţćr á ungliđaráđstefnu á Krímskaga.

Ég tel mig vita, eftir ađ hafa samband viđ vin minn í Rússlandi, V.P. ađ nafni, ađ ţetta hafi veriđ samkoman á Artek, um síđari hlutann í júlí 1977.  Á samkomunni á ARTEK, voru saman komin ungmenni frá 103 ţjóđlöndum og slagorđ hátíđarinnar ţetta ár var  May the Sun be Forever Látum nú SJÓN og RÚV gera sögu ríkari:

Ţegar Sjón var 16 ára [Viđbót Fornleifs: Sjón var ađeins 14 ára - starfsfólk RÚV kann ekki ađ reikna] var pönkbylgjan í algleymingi. Áriđ 1977 [Innskot Fornleifs og KGB: í lok júlí] fór hann til Sovétríkjanna međ sex öđrum íslenskum krökkum á Alţjóđamót ćskunnar á Krímskaga. „Í ţessari ferđ flugum viđ í gegnum Kaupmannahöfn og ţar komst ég í plötubúđir og ég fór međ úttrođna ferđatösku af pönki til Sovétríkjanna.“ Eitt kvöldiđ bađ starfsmađur sumarbúđanna eftir ađ fá plöturnar lánađar. „Ég ţorđi ekki ađ láta ţćr frá mér af ţví ađ ég hélt ađ ţau ćtluđu kannski ađ taka ţćr og eyđileggja ţćr. Svo ég náđi í ferđatöskuna og fór međ honum ofan í kjallara og ţar sat mađur [Viđbót Fornleifs: Ţađ var fyrrnefndur V.P.] tilbúinn, tveir, ţrír, međ stórt spólutćki og svo tóku ţeir upp allar plöturnar.“ Ţađ má leiđa líkur ađ ţví ađ eitthvađ af ţessum plötum hafi fariđ í dreifingu í Sovétríkjunum og fengurinn frá Kaupmannahöfn ruddi ţví pönkinu rúms ţar í landi.

Screenshot 2022-10-19 at 10-11-19 Tíminn - 188. Tölublađ (30.08.1977) - Tímarit.is

Íslendingar rottuđu sig vitaskuld saman viđ Palestínumenn á ARTEK-ungliđaráđstefnunni á Krím og rćddu um ađ ryđja gyđingum í sjó fram. Ţađ var vel ađ merkja, ţegar ekki var veriđ ađ afrita pönkiđ í kjallara hótelsins sem Pönkpíónerinn Grjóni hafđi keypt ferđatöskufylli af í Kóngsins Kaupmannahöfn. Kannski hlustuđu hryđjuverkamenn framtíđarinnar á pönkiđ hans Grjóna. Ég leyfi mér ađ efast um ţađ. Myndin er úr skjalasafni Mossad.

Já, nú vitum viđ ađ SJÓN, háaldrađur, telur sig hafa fćrt fulla tösku pönks til Sovétríkjanna áriđ 1977, og ţađ löngu áđur en KGB frétti af komu tónlistastefnunnar áriđ 1978 (sjá hér ţar sem saga pönksins í Sovétríkjunum er rakin, en hvergi er ţó minnst aumingja Grjóna). Samkvćmt SJÓN er ţađ sjónminninu ađ ţakka ađ viđ fengum Glasnost - og enn fremur honum ađ ţakka, ađ viđ höfum Putín í dag. 

fs46175

Svetlana Nektarína var, og er enn, njósnari. Hún kom upp um pönkplötur Grjóna, svo hann var fćrđur niđur í kjallara hótelsins af Valdimar túlki og öđrum fauta. Hér sést Svetlana Nektarína segja indverskum stúlkum frá yfirpönkaranum Lenín. Hćgt er ađ sjá kvikmynd frá ARTEK 1977 á Krím hér.

Öllu erfiđara er aftur á móti ađ skýra, hvernig tćplega 15 ára stráklingur ofan af Íslandi hafđi ráđ á ţví ađ trođfylla ferđatösku međ pönkviníl, í landi (Danmörku) ţar sem pönkiđ fékk ekki almennilega fótfestu fyrr en síđla sumars 1977 er Johnny Rotten kom til Köben (ítarefni má finna hér). Plötur voru fjári dýrar á ţessum tíma og ekki var börnum úr auđmannastétt bođiđ á ungliđaţingin á ARTEK á Krím.

Afkomendur drekaflugunnar sem settist á rasskinn Grjóna (hlustiđ á RÚV - SJÓN er sögu ríkari), eftir ađ hann hafđi synt nakinn í á á Spáni, hafa reyndar stađfest ađ hafa sest á afturendann á Sjón, ţví hvítara rassgat höfđu ţćr vissulega aldrei litiđ viđ bakka árinnar. Ţćr suđa enn um hvíta rassinn frá Ísalandi. Ţví miđur hefur ekki enn tekist ađ ná í miđil til ađ mana upp anda Madame Elisu Breton, sem rak SJÓN í bađ, en viđ látum erfđasögur drekaflugnanna á Spáni nćgja. Ađrar sögur eru ekki nema svipur hjá SJÓN.

fs46174

Hér má sjá frćndur vora Dani viđra ţjóđfána sinn á ARTEK sumariđ 1977.

Lítill Lenín

 


Smáterroristar í 1. Maí göngu á Akureyri

309414627_179956377879816_2620637158346325382_n

Akureyri minnir mig alltaf á dönsku sjónvarpsmyndaröđina Matador í sjónvarpinu. Ţar var allt sĺ skidedansk og fínu frúrnar fengu ađsvif ef ţćr fundu vonda lykt úr sveitinni eđa af sjónum, er ţćr spásseruđu um fortóin.

Allir á Akureyri voru međ dönsk og zýsk ćttarnöfn nema öreigarnir, en ţeir voru hins vegar á 4. áratugnum búnir ađ kría út einum sérfrídag sem ljósmyndarar eyddu jafnvel einni eđa tveimur plötum á.

Öreigar Akureyrar

Tannlćknirinn

Sá međ sólgleraugun varđ fyrirmynd síđari kommísara í DDR og víđar. Mig grunar ađ mađurinn honum til vinstri handar gćti hafa veriđ ţýskur krati gyđingaćttar, Kurt Sonnenfeld, sem lengi var tannlćknir á Akureyri.

Ţýsku kramćttirnar á Akureyri fylgdust vel međ í sínu ćttlandi og sendu börn sín til ađ angra fólk í löglegum skrúđgöngum öreiganna. Ţess má geta ađ eftir ađ myndin var tekin og skrúđgangan hafđi gengiđ fram og aftur um allar virđulegar götur á Akureyri, tóku stúlkur í ljósbláum skyrtum, međ rauđan hálsklút og alpahúfur (dćtur kratanna) sig til og börđu Hjalta og vitleysingana vini hans í plokkfisk. Ţeir sem barđir voru er eru víst sumir ćttfeđur fyrrverandi ţingmanna Flokks Fokksins á Akureyri.

Hjalti litli

Helvískur Akureyrarpésinn hćlađi beint framan í fasiđ á framtíđinni og var međ hakakross á foringjahjólinu og vinstri upphandlegg. Ćtli hann hafi gengiđ í Sjálfstćđisflokkinn?

Hr Hansen og SoffíaŢar fór fremstur í flokki Hjalti litli Braun í Stormsveit Akureyrar, á foringjahjólinu sínu, sem hann fékk vinveittan járnsmiđ til ađ setja hakakross á.

Hjalti var sjálfur, ţótt ungur vćri, smátt og smátt ađ koma sér upp SA-búningi og hafđi hr. Hansen í Verzlun Brauns (í gáttinni hér til vinstri), sem upphaflega hét Brauns Verslun Hamburg, og var ađ finna í Reykjavík, Hafnarfirđi og á Akureyri, hjálpađ Hjalta litla, enda taliđ víst ađ Hjalti vćri launsonur Ryels gamla sem áđur hafđi starfađ dyggilega fyrir Braun. Hansen var einkar laginn viđ allan saumaskap, styttingar og svo saumađi hann forláta kjóla og matrósaföt. Hansen var einnig nýyrđasmiđur og bjó til orđin "lummó" og "púkó". Međ tíđ og tíma vildu menn ekki vera ţađ á Akureyri. Svo ađ segja allir sem voru púkó og lummó fluttust suđur.

Menn voru greinilega ekki alvitlausir á Akureyri á 4. áratug síđustu aldar, ţví erfitt var ađ manna lögreglu til atgerđa gegn ungnasistum. Smánasistarnir á Akureyri voru ađeins međ platbyssur en í dag eru ţeir komnir međ plastbyssur. En ungliđahreyfingin međ Hjalta litla í broddi fylkingar var send í stađinn fyrir lögguna til ađ koma í veg fyrir kröfur lýđsins um betri laun, betri vinnu og mannsćmandi líf. Enn er langt í ađ allir hafi fengiđ ţađ.

En auđvitađ hét Hjalti litli ekki Hjalti. Ţess vegna langar nasistaveiđideild Fornleifs ađ heyra frá ţeim sem ţekkja deili á foringjanum á nasistahjólinu og lagsmönnum hans á Akureyri. Ef einhver les lengur Fornleif á Akureyri, og veit hver "Hjalti" var (hann var fćddur ca. 1920-25) setjiđ endilega athugasemd. Örlög foringjahjólsins vćru einnig fréttnćm tíđindi.

Werner kunni kveđjurnar


Svante Pääbo Nóbelsverđlaunahafi 2022 og heimsókn hans á Íslandi 1995

image03 b

Nóbelsverđlaunahafinn i lćknisfrćđi, Svante Pääbo, prófessor í Leipzig og Japan, sem ber eftirnafn móđurfjölskyldu sinnar í Eistlandi, kom eitt sinn viđ á Íslandi.

Sumariđ 1995 hélt tannlćknafélagiđ á Íslandi merkilega ráđstefnu. Ráđstefnan bar nafniđ DNA in Calcified Tissues. Forensic Odontology and Anthropology. Nordic Symposium og var hún haldin í húsakynnum Tannlćknafélagsins í Síđumúla, 22.- 25. júní. Hafđi Svend Richter veg og vanda af ráđstefnunni. Ţarna mćttu sérfrćđingar eins og Svante Pääbo, sem ţá starfađi í München og Erika Hagelberg, sem ţá stjórnađi DNA-rannsóknum í Oxford. Hinn merki réttarmannfrćđingur okkar, Ewa Elvira Klonowski, var ţarna einnig. Ég fékk 20-25 mínútur til ađ segja frá rannsóknum mínum (á sögu íslenskrar líkamsmannfrćđi, sjá t.d. hér) og rannsóknum danska líkamsmannfrćđingsins Hans Christian Petersen, í verkefni sem viđ höfđum unniđ sameiginlega ađ (sjá hér).

Samkvćmt prógrammi ráđstefnunnar (greinasafn var aldrei gefiđ út í riti), hélt Pääbo nokkra fyrirlestra, m.a. um rannsóknir sínar á DNAi úr múmíum í Egyptalandi, en Hagelberg almennara yfirlit yfir ađferđafrćđilega ţćtti rađgreininga á erfđaefni úr fornum beinum og vefjasýnum. Ég gat ţví miđur ekki komiđ á alla fyrirlesrana, ţví ég var einhvers stađar viđ uppgröft ef ég man rétt.

Líkt og Hannes Hólmsteinn talađi mikinn forđum viđ sér fróđari menn í kennarastofu í Oxfurđu, átti ég mjög ánćgjulegar samrćđu viđ Svante Pääbo, sem klćjađi greinilega í fingurna og stakk upp á DNA-verkefni á íslenskum beinum. Úr ţví varđ nú aldrei, ţví ég var ţá ţegar orđin persona non grata fyrir ađ segja sannleikann á Íslandi um óáfalliđ silfur úr jörđu og lélega stjórnarhćfileika yfirmanns míns sem snúin var aftur til starfa eftir nokkurra ára fyllerísfrí sem hann var settur í. Ég rađgreindi vandamál Ţjóđminjasafnsins rétt, og nú vitum viđ ađ  ţau erfast kannski líka.

Ég var reyndar kominn í samband viđ Hagelberg varđandi áform um ađ rađgreina bein í Ţjóđminjasafni í samvinnu viđ fornleifafrćđing í York, sem starfađi í Orkneyjum. Ég vildi einnig ađ Hans Christian Petersen yrđi međ. En síđla árs 1995 fóru bréf til mín frá ţessum ađilum ađ hverfa á mjög furđulegan hátt. Ég frétti löngu síđar ađ bréf hefđu veriđ send og ađ menn undruđust ţögnina frá mér. Ţannig voru nú ađferđir á stofnun ţeirri sem ég vann viđ.

Ţett var löngu áđur en Pääbo fór ađ rannsaka Neanderthalsmenn, en Hans Christian Petersen lauk um ţetta leyti doktorsritgerđ í Árósum og Bordeaux um mćlingar sínar á beinum Neanderdalsmanna, og tel ég ađ Hans hafi séđ fyrir ýmsa hluti sem Pääbo stađfesti suma hverja međ DNA-rannsóknum.

Einhverju sinni ţađ sumar sem Hans mćldi bein Forníslendinga (1994), kom hann allur uppveđrađur ofan úr turni safnahússins, ţar sem hann sat viđ mćlingar á 6. hćđi, niđur í kaffiđ á jarđhćđ Ţjóđminjasafnsins. Hann sagđi mér frá einstaklingi í kumli í Skagafirđi sem var međ herđablađ sem var nćr alveg eins og herđablađ á Neanderdalsmönnum. En ţá hafđi Hans skođađ marga í Frakklandi og öđrum löndum, áđur en hann fékk doktorsnafnbót sína fyrir frćđin. Ég gat ekki setiđ á mér og miđlađi strax uppgötvuninni til samstarfsmanna minna og spurđi, hvort einhverjir vćru međ slík herđablöđ í kaffinu ţann daginn. Ţađ var ekki laust viđ ađ mér fyndist ég bćri slíka byrđi á herđum mér, enda ćttađur ađ hluta til úr Skagafirđi (Homo Skagafiordensis). Mig minnir ađ Árni Björnsson hafi allur vaknađ viđ ţessi tíđindi, en Elsa Guđjónsson fussađi eins og hún gerđi nú oft blessunin, ţegar hún heyrđi um ískyggilegar nýjungar í frćđunum.

En nú 27 árum síđar vitum viđ ađ: Einhver prósent af nútímamönnum í Evrópu eiga ćttir ađ rekja til Neanderdals - ţó enn hafi ekki veriđ greint frá ţeim tengslum á Íslendingabók.

Ţess má geta ađ sćnskur fađir Svante Pääbos, Sune Bergström, fékk Nóbelsverđlaunin ásamt öđrum fyrir árangur í lífefnafrćđi áriđ 1983. Hann vann viđ hormónarannsóknir. Epliđ fellur sjaldan langt frá eikinni eins sagt var í löndum ţar sem engin eplatré uxu, og hvađ ţá eikartré.

Svo fariđ sé dýpra í genamengi Pääbos sjálfs, ţó hann hafi vćntanlega ekki rađgreint sig, ţá taldi Pääbo sig vera Homo Sexualis og er svo sagt frá ţví á Wikipediu:

In Pääbo´s 2014 book Neanderthal Man: In Search of Lost Genomes, he stated that he is openly bisexual—he assumed he was gay until he met Linda Vigilant, an American primatologist and geneticist whose "boyish charms" attracted him. They have co-authored many papers. They are married and raising a son and a daughter together in Leipzig.

Jammi já, mannveran er fjölbreytileg, sem betur fer, en ţađ hafa Íslendingar ekki enn skiliđ, ţó ţeir taki eins og ólmir ţátt í göngum á hinsegin dögum en eru samt međ fordóma. Homo Hypocriticus er stór ćtt á Íslandi, komin af formóđurinni Gróu á Leiti, sem hafđi ţóttann međ frá Noregi í öllum sínum beinum.

Myndin efst (Ljósm. Frank Vinken) sýnir Pääbo í "ađ vera - eđa ekki ađ vera" stellingu, međ einn af fyrstu Heimdellingunum sem rađgreindir hafa veriđ. Helst mćtti halda ađ sá Homo Neanderthalensis hafi veriđ hýr - kannski er ekki hćgt ađ rađgreina allt. Hauskúpan minnir ţó mjög á Bjarna Ben, án ţess ađ ég hafi rađgreint Bjarna. Sumt er sagt međ fyrirvaralit.

                           Nobel Prize - Wikipedia


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband