Bloggfćrslur mánađarins, september 2018
Í himinsćng í klaustri
27.9.2018 | 08:25
Fornleifur er enn einu ferđina genginn í klaustur á Jótlandi. Nú húkir hann í hvítkalkađri sellu abbadísarinnar, sem er um 7x10 metrar ađ flatarmáli og nćrri 6 metrar ađ lofthćđ. Ekki abbadísin, heldur sellan. Sannast sagna bjó engin abbadís svo vel, ţví ţessu klaustri var breytt í danskan herragarđ á 16 öld og síđan ţá bjó hér alltaf rassbreitt fólk, ţangađ til síđasta ćttin dó út međ áhugaverđri, lesbískri komtessu, sem hafđi vit á ţví ađ ánafna stađnum ţenkjandi fólki međ lítil auraráđ.
Ég sef hér á dimmum nóttum á svartasta Jótlandi í 130 ára gamalli himinsćng, sem sem ég leyfi ykkur ađ sjá, eins og ţetta sé eitthvađ andskotans lífsstílsblogg skrifađ af draumlyndri baunaprinsessu í Garđabć.
Ein spíran á rúmgaflinum er reyndar fallin og tjaldiđ eđa mýflugnanetiđ vantar. Ţađ kemur ekki ađ sök. Ţađ stendur til bóta sagđi einn ábótinn hér, sem unniđ hefur á Íslandi sem fornleifafrćđinemi. Brátt verđur fariđ í viđgerđir á ţessu frábćra rúmi. Mig grunar ađ listrćn kona hafi veriđ hér á undan mér og ćft sig í súludansi ţegar hún var komin međ ritkrampa eđa í andlega ţurrđ. Í hamagangi sínum hefur hún fellt súluna.
Rúmiđ góđa er ćttađ er úr eigu danskra baróna, sem hér höfđu bú eftir klausturtíma en grćddu ţar fyrir utan tá á fingri á sykri og ţrćlavinnu í Vestur-Indíum. Ţađan er rúmiđ komiđ frá einhverjum búgarđinum. Black Betty, sem oft er sungiđ um, hefur ţó ekki enn riđiđ mér eins og Mara í rúmi ţessu, fyrir syndir gráđugra Dana, en rúmiđ á sér örugglega góđar minningar og heitari en fleti fölra nunnanna sem hér húktu í smá sellum í klaustri viđ Limafjörđinn. Dýnan er ný og ţrćlgóđ, ţađ er pláss fyrir ađ minnsta kost ţrjár. Já dream on eins og Kaninn segir. Slíkar ćfingar stunda ég ekki lengur. Ég sef eins og Egill forfađir minn á Mýrum, međ hita á mér, sem kemur úr forláta rafmagnshitapúđa, ţýskum.
Ég tek ţađ fram ađ rauđi knćppe-sófinn fyrir framan rúmiđ verđur ekki notađur međan ég er hér. Mađur veit ekki hvađ hefur gerst á honum.
Hér er dálítill Laxnessfílingur ţegar andinn kemur yfir mann. Hér er um 6 ađrir andans menn (konur međtaldar, sem eru líka menn nema hjá sćnskmenntuđum Íslendingum), í minni "sellum", sem er útdeilt í ţeirri röđ sem menn koma. Ţannig er vistin í sćng sykurbarónanna alls endis laus viđ klíkuskap og mútur. Allt fólkiđ er ađ leita ađ einhverju álíka og ég, eđa um ţađ bil ađ ljúka viđ handrit, ţrírit eđa afrit. Ţannig er nú ţađ. Amen ađ sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Á Hudson fljóti, eđa ...
18.9.2018 | 08:05
Ljósmynd ţessi virđist í fljótu bragđi sýna verksmiđjur í forljótu iđnađarhverfi viđ Hudson fljótiđ í New York á fallegum sumardegi. Flotaforingi í bandarísku strandgćslunni siglir framhjá međ háttsettum borgarstarfsmanni á Manhattan, eđa kannski mafíuforingja. Leyfisveiting fyrir neđansjávarkirkjugarđi er kannski í bígerđ.
En skođiđ myndina betur. Húsin eru viđ enda eyju, ţar sem forfađir minn einn bjó, og skálinn til vinstri er löngu horfinn, og ţar var önnur bygging í tóttinni til skamms tíma, sem var einnig algjörlega horfin síđast ţegar ég sigldi ţarna hjá. Í húsinu til hćgri á myndinni er enn veitt Marshall-hjálp. Reyndar í fljótandi formi.
Myndin var tekin áriđ 1957 af hollenskum ljósmyndara, líklega Hollendingnum fljúgandi.
Ég held ađ ţađ sé fokinn einhver Jónas-K í mig; Textinn er orđinn svo stuttur, hálfgert rapp.
Gamlar myndir og fróđleikur | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldjárn í Höllinni
17.9.2018 | 08:13
Áriđ 1967 gekk Haraldur 5. Noregskonungur ađ eiga Sonju Haraldsen. Ţá var vitaskuld kátt í höllinni og ţangađ var líka bođiđ dr. Kristjáni Eldjárn forseta Íslands og frú Halldóru.
Mér sjálfum var 1996 bođiđ í Gyllta salinn á Drottningholm Slott, heim til sćnska konungsins sem tók í höndina á mér og um 20 öđrum norrćnum gestum. Kóngur var nýkominn úr sundi og hafđi smeygt sér í gul Armani-föt og var í rauđbrúnum mokkasínum međ tveimur skúfum á. Ţá var ég í vinnunni, nánar tiltekiđ í norrćnni samstarfsvinnu um heimsminjar UNESCO. Hluti af höll konungs, eđa sá sem hann býr jafnan ekki í, var settur á heimsminjaskrá. Ţađ er ekki bara HHG sem hefur tekiđ í höndina á frćga fólkinu og ekki ţvegiđ á sér lúkuna síđan.
Síđan ég var á bónuđu gólfum Carls 16. Gústafs, hefur lítiđ veriđ um ađ íslenskir fornleifafrćđingar hafi umgengist konungaliđ, en núverandi ţjóđminjavörđur sem ekki er fornleifafrćđingur í orđsins fyllstu merkingu, hefur ţó fengiđ ađ sitja í sama sal og Margrét Ţórhildur Danadrottning. Ţađ er víst í fyrsta sinn sem dóttir manns sem m.a. varđ frćgur af ţví ađ aka afturábak kringum landiđ, fékk ađ sitja međ ađli.
Jamm, ţađ var kátt í höllinni. Og eins og ţiđ sjáiđ, leit ein af hinum konungsbornu hýru auga til forseta vors áriđ 1967. Kristján mun hafa ţótt fríđilegur mađur. Hann var mér afar vćnn, enda mikill heiđursmađur sem ég er upp međ mér af ađ hafa haft langar viđrćđur viđ um frćđin, og ţó var ég ţá enn bara á fyrri hluta náms míns. Í tvígang bauđ hann mér heim til sín á sunnudagsmorgni í kaffi og međlćti, en ţá var Vigga orđin forseti.
Ţetta er auđvitađ bölvađ snobb hjá ritstjóra Fornleifs, manni sem ekki einu sinni kominn af íslenskum sveitaađli.
Hrádemantar | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Baltageymslan á Horni
13.9.2018 | 06:33
Ţađ leiđinlegasta og ömurlegasta sem til er, eru Víkingakvikmyndir. Ţćr gefa nćr alltaf ranga og ógeđfellda mynd af "víkingum", nema ţetta skot Monty Pythons.
Sumt fólk dáist ađ ribböldum og morđingjum og vilja ađ ţeir fái uppreist ćru nokkrum árum eftir ađ ţeir fremja morđ og annan skunda. Áhuginn á Barbara-víkingum eins og ţeir eru sýndir í ţessum sođmyndum, sem flestar eru nú framleiddar í hinum menningarsnauđu Bna, á skylt viđ áhugann sem sumar konur sýna fjöldamorđingjum sem ţćr vilja ólmast giftast. Kafbátaperrinn í Danmörku var ekki fyrr kominn undir lás og slá en ađ fangavörđur í fangelsinu vildi búa međ honum. Víkingamyndir eru sem sagt viđfangsefni fyrir sálfrćđinga. Ef mađur hefur áhuga á ţeim, er best ađ panta sér tíma sem fyrst hjá hnetubrjótnum.
Myndir eftir Kormák eru heldur ekki nein upplifun. Víkingakvikmyndir eru flestar subbulegar og ţeim fylgir sóđaskapur. Hrafn inn limaskorni skildi einnig eftir rusl í Drangshlíđ ţar sem forfeđur mínir bjuggu á 18. öld, fyrir löngu ţegar nafni hans fór á flug undir klettunum. Mađur hafđi ţó lúmskt gaman af Krummamyndunum. Danska myndin Rauđa skikkjan, sem ađ hluta til var tekin upp á Íslandi, var einnig óborganleg fyrir ţá sem stúdera vildu rennilása á leikbúningum og víkinga međ úr.
Á Íslandi bjuggu reyndar aldrei neinir víkingar ađ ráđi, hvorki međ eđa án "ţrćlageymslu". Kvikmyndaheimurinn er búinn ađ búa til einhvern bjórdrukkinn, síđnauđgandi sadista međ húđflúr, tíkarspennur eđa fléttur í skegginu - sem höfđar til nútímafólks, sem er ekki lengur međ ţađ á hreinu hvort ţađ sé karl eđa kona. Ţađ er kallađ gender-óöryggi.
Vonandi verđur hćgt ađ rústa ţessu setti sem fyrst og ađ landeigandi fái ríflegar bćtur fyrir misnotkun á velvilja hans. Ef ekki, er ljóst ađ ţetta hrynur allt, og ţá ţarf ađ láta fornleifafrćđinga grafa ţađ upp - sem er fokdýr andskoti og setur fljótt skitin kvikmyndafyrirtćki í Hollywood og Sánkti Barbara á hausinn, ef ţau eru ţá ekki ţegar farin á hausinn.
Nú verđur El Balto ađ standa sig. It´s clean-up-time - Es hora de limpiar la mierda.
Annars lendir Kormack í ţrćlageymslunni úti á Horni fyrir verstu landspjöll sem unnin hafa veriđ síđan ađ víkingar komu til Íslands áriđ 801 og byggđu sér svo kallađa Stöđ, til ađ geta flutt ósaltađan og ófređin fisk, (ţ.e. er skreiđ), til landa sem fluttu út skreiđ. Svo iđkuđu ţeir afbrigđilegt kynlíf međ 79 stellingunni á Stöđinni. Ágćt kvikmynd var reyndar búin til um ţađ á síđustu öld, og lék Pétur Gautur ađalhlutverkiđ.
Víkingaţorpiđ stađiđ autt í níu ár | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Biblíufornleifafrćđi | Breytt s.d. kl. 06:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Vovehals-buxur koma til Íslands áriđ 1911
11.9.2018 | 16:47
Sumariđ 1911 pantar Geir Zoëga (1830-1917) verslunar og útgerđarmađur Vovehals-Buxur, eđa efni í ţćr, frá Jydsk Kjole-Klćdehus á Křbmagergade 48. Ţessar buxur voru saumađar úr ullarefni, sem spunniđ var af Ullarjótum á Jótlandi. Efniđ var rómađ fyrir styrkleika. Ţađ var Jóska Kjóla og Fathúsiđ sem hóf ađ kalla efniđ Vovehals Cheviot og Vovehals bukser, sem sem er hćgt er ađ ţýđa sem ofurhuga buxur. Ţannig var ţetta efni selt á Íslandi í um áratug eftir ađ greint var frá ţví fyrst í íslenskum blöđum.
Nýlega fann ég umslag hjá frímerkjakaupmanni í Danmörku. Í ţví hafđi Jydsk Kjole-Klćdehus sent Geir Zoëga prufur af efninu í júlí 1911 eins og kemur fram á framhliđ umslagsins. Aftan á umslaginu (sjá efst) er hinsvegar auglýsing fyrir ţessar níđsterku buxur, sem verstu villingar gátu fyrir enga munu slitiđ gat á, sama hvađ ţeir reyndu.
Fyrst ţessar buxur voru eins níđsterkar og látiđ var ađ, svo sterkar ađ "Deres Riv ihjel Drenge" gátu ekki á ţćr sett gat, sama hvađ ţeir rembdust, gćti vel hugsast ađ einhver kynni enn ađ leyna á einu pari. Lítiđ upp á háaloft og takiđ til. Ef ţiđ finniđ slíkar brćkur fariđ ţá endilega međ ţćr á eitthvađ safn í nágrenninu.
Geir Zoëga var afar fjölbreyttur karakter, sama hvađ hann tók sér fyrir hendur. Hann var einn helsti atvinnurekandinn í Reykjavík um langt skeiđ. Upphaflega varđ ţessi rauđhaus ţekktur úti í heimi sem leiđsögumađur ferđalanga, ţví hann var allvel fćr á ensku, og önnur tungumál ef hentađi. Menn rugla honum ţví iđulega viđ nafna hans Geir Tómason Zoëga sem var rektor Latínuskólans í Reykjavík. Sá Geir gaf út ensk-íslenska orđabók, eins og kunnugt er, og síđar íslenskt-enskt orđasafn.
Hér ber Geir hundinn sinn Brussu (eđa Brúsu) áriđ 1862.
Fornleifur hefur áđur minnst á Geir kaupmann hinn fyrsta (sem einnig var kallađi Geir gamli), t.d. hér, og í grein um langafa minn íslenskan, Ţórđ Sigurđsson (hér). Tengdasonur Ţórđar, afi minn Vilhelm, hafđi mikiđ yndi af ţví ađ segja söguna af Ţórđi sem vann lengi fyrir Geir sem stýrimađur á skipum hans. Ţórđur langafi minn var afar feiminn mađur; Svo mjög ađ eitt sinn sagđi Geir viđ hann: "Snúđu nú ađ mér andlitinu Ţórđur, svo ég ţurfi ekki ađ tala viđ afturendann á ţér". Ţessi saga fór víst víđa um Reykjavík. Afi sagđi stundum ţessa sögu til ađ stríđa ömmu minni. Afi hefur hugsanlega gengiđ í níđsterkum Vovehals-buxum á yngri árum. (Sjá minningar um hann hér, hér og hér).
Ef einhver veit, hvernig stendur á ţví ađ safn af umslögum sem send voru til Geirs Zoëga hafa lent á frímerkjasölu í Danmörku, ţar sem er veriđ ađ selja ţau nú, mćttu ţeir láta mig vita. Verslunarsaga Íslendinga má ekki gloprast niđur međ ţví ađ henda öllu eđa gera sér hana ađ féţúfu fyrir smáskildinga. Umslagiđ getur veriđ miklu meira virđi fyrir söguna en skitiđ frímerki međ Friđriki VIII, sem andađist á hóruhúsi í Hamborg og vann aldrei ćrlegt handtak á ćvileiđinni. Menn eins og Zoëga voru hins vegar konungar Íslands.
Menning og listir | Breytt 12.9.2018 kl. 15:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Pakkamyndir fortíđar 1. hluti
2.9.2018 | 12:40
Í dag ferđast fólk um heiminn sem aldrei fyrr, eins og ţađ hafi étiđ óđs manns skít. Mengunin sem ţví fylgir er gríđarleg. Ţeir sem ferđast einna mest syngja í helgikórnum Heimsendi, sem einatt kyrjar söngva um heimshitnun og náttúruhamfarir af mannsins völdum, en sem allir ađrir en ţeir sjálfir eiga sök á. "Er ađ fara til Víetnam á morgun - nenni ekki ađ ansaessu rugli", svo dćmi sé tekiđ um svör viđ ásökunum um ađild ađ heimshitnun.
Dóttir ritstjóra Fornleifs, sem stundar nám á ţriđja ári í sálfrćđi, sem er tilvalin grein ţegar mađur á föđur eins og hún, hefur ţegar veriđ í Víetnam og kennt ţar unglingum sem vart voru eldri en hún sjálf. Ekki langar mig ţangađ í mergđ af mýflugum og illfygli, en kannski pínu-ponsu. En dóttir mín er vitaskuld mjög međvituđ um mengun og hamfarir ađ völdum minnar og eldri kynslóđa. Viđ vorum algjör svín ađ hennar mati, ţó viđ eigum enga hlutdeild í glćpum verstu grćđgiskynslóđar allra tíma - hinni baneitruđu 68-kynslóđ. Ţađ var bansettur ruslalýđur.
Sú var tíđin ađ almenningur ţurfti ađ lesa sér til um suđrćn lönd og komust menn ađeins ţannig til fjarlćgra stranda. Einnig gátu menn gerst sjómenn eđa trúbođar til ađ finna fjarlćgar og framandi ţjóđir. Ađrir, eins og margir frönskumćlandi menn og Hollendingar, létu sér nćgja ađ dreyma um pálmalundi eđa spúandi eldfjöll međ ţví ađ kaupa sér kakó eđa súkkulađipakka. Í pökkum međ ýmsu nautnaefni og annarri vöru fylgdu einatt pakkamerki međ ýmsum fróđleik.
Fornleifssafn hefur í nokkur ár sankađ ađ sér súkkulađikortum og pakkamerkjum, sem og öđrum kortum sem fylgdu ýmsum vörum ţar sem draumamyndum var stungiđ í pakkann. T.d. voru slík kort mjög algeng međ súpukrafti í nokkrum löndum Vestur-Evrópu fyrir rúmlega 100 árum síđan. Ţađ eru fyrst og fremst myndir sem varđa Ísland sem Fornleifur eltir uppi á forn og skransölum. Flest ţessara korta hafa međ tímanum fariđ forgörđum og einstaka eru afar sjaldséđ. Allir sem komnir eru á aldur muna eftir "leikurunum" sem krakkar söfnuđu. Fótboltakortin í dag eru líklega angi af ţeirri menningu. En ţađ er ekkert barnalegt viđ ţađ ađ láta sig dreyma í stađ ţess ađ hrifsa, taka og rćna, eins og svo margt gengur út á í dag.
Mórallinn međ frćđslu og skemmtikortum í pakkavöru var ađ upplýsa almenning, sem hafđi ráđ á súkkulađimolum eđa vöru sem var stungiđ mynd. Ţeir sem ekki höfđu ţađ og ţar sem sígarettur voru keyptar í stađ ţess ađ fá kolvetni fyrir heilann, gátu líka fundiđ miđa, fána og og fróđleik um lönd í tóbakspökkum. Nú eru tímarnir breyttir og myndin er af illkynjuđu krabbameini. Allur ţessi áróđur í nautnavöru bar ađ lokum árangur. Kirkjan tók meira ađ segja upp á ţví ađ gefa myndir. Sumir prestar tóku of mikiđ fyrir eins og nú er orđiđ kunnugt.
Í dag ferđumst viđ eins og zombíar, hvert á land sem er, án ţess ađ hugsa nokkuđ út í afleiđingarnar en brjálumst ţegar eldgos, ţ.e. algjörlega náttúruleg mengun, uppi á Íslandi stöđvar ţessa sjúklegu ferđaáráttu okkar.
Svo ađ efninu
Eftir ţennan langa formálsvafning, sem ađ lokum mun líklega eyđa ósónlaginu, mun Fornleifur í dag og á nćstunni opna nokkra forna súkkulađipakka og borđa innihaldiđ međ góđu kaffi og halda nokkrar sýningar á Íslandskortum sínum úr kaffi-, súkkulađi-, sígarettupökkum og skókössum - svo eitthvađ sé nefnt.
Sumir safna hringum af vindlum, (vindlamerkjum) og eitt sinn sá ég dágott safn af vindlamerkjum međ íslenskum ţemum. Ţađ er örugglega hćgt ađ komast á flug međ ţeim líka. Ég vonast til ađ geta sett safniđ mitt smátt og smátt til sýnis hér á blogginu, áđur en flćđir yfir danska láglendiđ vegna hitnunarinnar af allri ferđamennsku nútímans.
Í dag skal byrjađ í Frakklandi, sem vafalaust var Mekka pakkamerkjanna. Ţar í landi gleymdu menn svo sannarlega ekki Íslandi - frekar en flestum öđrum ţjóđum. Frakkar kunnu eitt sinn ađ láta sig dreyma. Nú hafa ţeir orđiđ allt til alls, óánćgja innflytjendur, nćrri fullkomna bíla en sumir hanga ţó enn í sér eldri konum. Ţađ er vitaskuld líka áhugaverđur forngripaáhugi, en verđur seint ađ söfnunaráráttu.
Nýlega eignađist Fornleifur tvö súkkulađikort frá verđlaunađri súkkulađiverslun, Guérin-Bouteron sem eitt sinn um aldamótin 1900 lá á Boulevard Poissonniere (Fisksalabreiđstrćti) nr. 29 í París og sem framleiddi gćđasúkkulađi í eigin verksmiđju á Rue du Maroc númer 23 og 25. Verđlaunađir á öllum sýningum, ađ eigin sögn, og međ súkkulađi í hágćđaflokki. Ţetta var tilkynnt kaupandanum aftan á kortum sem voru af ýmsum gerđum og sýndu myndir frá mismunandi löndum heims en einnig kyndir međ öđru efni en landafrćđi fyrir alţýđuna.
Fyrirtćkiđ Courbe-Rouzet í Dole í Júrafjöllum og í París á Rue d´Haueville prentuđu myndirnar fyrir fyrrgreinda súkkulađiverslun á Boulevard Possonnierre sem og margar ađrar verslanir.
Efst sjáiđ ţiđ kort sem sýnir smalastúlku gćta lamba, međan ađ Hekla lćtur ađeins á sér krćla.
Flest litprentskortin frá ţessum tíma, um og rétt eftir aldamótin 1900, voru notuđ af fjölda verslana. Auglýsingin á bakhliđinni gat veriđ mismunandi. Til ađ mynda á Fornleifssafn kortiđ međ smalastúlkunni viđ Heklu međ auglýsingu fyrir framleiđanda skótaus "fyrir ríka sem fátćka" og íţróttaskćđis, Huet, á Rue de Rivoli og Rue de Roule í Paris.
Kortiđ hér fyrir neđan sýnir tvo ferđalanga međ íslenskum leiđsögumanni, dást ađ himinmigunni í Haukadal sem nú er vart lengur hćgt ađ skođa fyrir útgeldingum sem ferđast um heiminn eins og heimsendir sé í nánd.
Kortin tvö eru 6,3 x 10,5 sm stór. Fáiđ ykkur nú suđusúkkulađi og njótiđ nćgjuseminnar fyrir rúmum 100 árum síđan. Ţiđ fáiđ aldrei svona kort í Costco. Ađeins á Fornleifi.
- Leyfi mér ađ lokum ađ minna lesendur á plakatiđ međ Súkkulađi-Siggu, sem er mynd af korti sem stungiđ var í súkkulađipakka í Frakklandi. Plakatiđ er enn fáanlegt (sjá hér).
Pakkamyndir | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)