Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2020

Gröf Davíđs konungs

Davids Tomb

Mynd ţessa keypti ég nýlega. Ţetta er laterna magica skyggna frá ţví á síđasta áratugi 19. aldar og ljósmyndin er líklega tekin um 1890 - í morgunsólinni sýnist mér.

Myndin er af svćđi í gömlu Jerúsalem sem gegnum tíđina hefur stjórnast af mörgum herrum, Gyđingum, Rómverjum, múslímum og kristnum.

Ţarna töldu kristnir sig finna gröf sjálfs Davíđs konungs. Deildir úr ţremur trúarbrögđum hafa síđan trúađ ađ svo sé. Ekkert er ţví til sönnunar og menn halda ađeins í hefđina.

Í dag er gröfin undir umsjá hóps heittrúađra ţjóđernissinna sem fylgja gyđingdómi. Fyrir nokkrum árum síđan braut brjálćđingur fornar flísar frá ţeim tíma er ţarna var moska. Skemmdarverkiđ var unniđ í ţví húsi sem gröf Davíđs er talin vera í. Margt gćti hins vegar bent til ţess ađ bygging sú sem hýsir meinta gröf Davíđs hafi veriđ samkunduhús gyđinga á 2. og 3. öld e.Kr.

Takiđ eftir gröfunum í forgrunninum. Ţćr eru margar horfnar nú, ţví kristnir menn ákváđu í byrjun aldarinnar ađ byggja ţarna á svćđinu nýtt klaustur og kirkju í byrjun 20. aldar. Ţađ olli ekki öfgum og óeirđum, líkt og ţegar hróflađ er viđ grafreitum múslíma í dag. En virđingarleysi hefur oft veriđ mikiđ á Zíonsfjalli sem er nafn sem notađ um ţessa hćđ í suđurhluta gömlu Jerúsalemborgar.

Til samanburđar set ég hér ađ lokum ljósmynd eftir franska stórljósmyndarann Felix Bonfils sem tekin var áriđ 1865.

Souvenirs_d'Orient,_1878_by_Félix_Bonfils_0130-2


Gluggađ í skjalasafn heiđrađrar fornleifanefndar - Anno 1996

Screenshot_2020-07-13 17917550(1)

Ţegar ég sá myndina hér ađ ofan á tímarit.is um daginn, var mér af einhverjum ástćđum hugsađ til setu okkar Bjarna F. Einarssonar í Fornleifanefnd um 1996. Ţar sat einnig Ţór Magnússon Ţjóđminjavörđur, en fyrir nefndinni sat lögfrćđiprófessor, mjög formfastur mađur, eins og lögfrćđingum ber ađ vera - fyrir utan ađ ţekkja reglurnar. 

Ţađ var Páll Sigurđsson og Páll má ekki vamm sitt vita, og ţví til jarteina hefur einhver (og líklegast hann sjálfur) skrifađ lengsta kafla um nokkurn mann, íslenskan, á Wikipediu.

En, eins og fornleifafćđingum, og ekki síst lögfrćđingum sem ekki vita ađ ţađ er falliđ á silfur sem finnst í jörđu, getur lögfrćđiprófessorum einnig orđiđ á í messunni. Eitt sinn, svo vitađ sér, henti ţađ Pál Sigurđsson, og skal sagt frá ţví hér.

Páll Sigurđsson kallađi til fundar í Forleifanefnd ţann 22. júlí 1996 međ ólöglega stuttum fyrirvara. Ég frétti ađeins af fundinum fyrir tilviljun. Ţá voru menn ekki komnir međ tölvupóstkerfi og ţess háttar. Bođleiđin brást og hún brást hjá Ţór Magnússyni. Hann gleymdi ađ segja mér frá fundi í nefndinni.

220px-Pall_Sigurdsson

Páll Sigurđsson vísađi mér ólöglega af fundi

Viđ upphaf fundar vísađi Páll mér af fundinum. Ég vissi ekki hvađan á mig stóđ veđriđ. En ţađ kom fljótlega í ljós. Páll hafđi greinilega ekki haft tíma til ađ lesa fundargerđina, sem Ţór Magnússon hafđi tekiđ saman, ţó ađ síđarnefndi ćtti ekkert međ ađ gera ţađ. Ég maldađi í móinn viđ Pál, en var ţá skipađ af yfirgefa fundarherbergiđ og fékk ekki ađ skýra mál mitt. Allt sem ég reyndi ađ segja viđ formanninn viđ dyr fundaherbergisins, sem einni var ađalkaffistofa safnsins, drukknađi í orđskrúđ Páls, sem oft gat veriđ fjandi kúnstugt og "barokkt", ef hćgt er ađ nota ţađ orđ fyrir málnotkun í íslensku máli. Sem dćmi má nefna ađ Páll svarađi oft mönnum og vísađi í "heiđruđ" bréf ţeirra. 

Ţađ var hins vegar ekki heiđruđ međferđ sem ég fékk frá ţessum heiđvirđa manni, heldur skagfirskur ruddaháttur sem ţekktur er frá örófi alda ţegar fautar í ţví hérađi hafa brunađ yfir lítilmagnana á hrossum sínum.

Páll hafđi séđ í fundarbođi, sem hann hafđi ekki haft fyrir ţví ađ nćrlesa, ađ mál var á borđi nefndarinnar varđandi eitthvađ Miđhús. Hann ályktađi ađ um vćri ađ rćđa Miđhús viđ Egilsstađi, sem nokkur styr stóđ út af á ţeim tíma, sérstaklega heima hjá Ţórarni Eldjárn.

Ég tel víst ađ hinir nefndarmennirnir hafi veriđ á sömu skođun og Páll, ţví ţeir gerđu engar athugasemdir viđ brottrekstur minn af fundi, og heldur ekki Bjarni Einarsson sem ţó vissi betur en ţeir sem ekki höfđu lesiđ fundarbođ og málsgögn, enda fyrir löngu búiđ ađ ákveđa ađ ég skyldi "tekinn af lífi" varđandi ţetta margfrćga silfurmál sem einnig tengdist miđhúsum. Glćpur minn var ađ vera sammála breskum sérfrćđingi.

Prófessor Páll Sigurđsson ýtti mér bókstaflega út úr gátt fundarherbergi safnsins, og ég hundskađist upp á skrifstofu mína í turni Ţjóđminjasafnsins. Í góđu stuđi skrifađi ég ţegar harđort kvörtunarbréf vegna ţess ađ mér var meinađ ađ setja fund í nefnd sem ég var skipađur í. Bréfiđ sendi ég Menntamálaráđuneytinu og síđar fékk hin heiđvirđa Fornleifanefnd einnig bréf dags. 29. júlí 1996. 

Hvort ţađ var vegna mjög langra sumarleifa starfsmanna ráđuneytinu, fékk ég ekki svar ţađan fyrr en 9. september (sjá bréfiđ hér). Ţađ kom frá gamalli skrifstofurottu ráđuneytisins, Árna Gunnarssyni, sem  ósjaldan var haukur í horni ţegar forsvarsmenn Ţjóđminjasafns óku útaf í fjármálum og öđrum málum. Árni Gunnarsson tjáđi mér ađ prófessor Páll myndi svara mér. Takiđ eftir ţví ađ bréf Árna Gunnarssonar er dags. 9. september 1996 - en 9. September 1996 er einnig dagsetning á svari Páls til mín. Bođleiđin á milli Ráđuneytis og prófessors í lögfrćđi var greinilega hrađvirkari en svarviđleitni viđ doktorsrćfil í fornleifafrćđi sem vissi, án ţess ađ vera stađkunnugur, ađ Miđhús er mjög algengt nafn á kotum um land allt. 

Eins sjá má tók ţađ málskreytingamanninn Pál Sigurđsson 11 línur ađ komast ađ merg málsins og niđurstađan sem er furđu klaufalega er ţessi:

... Sökum ónógrar stađkunnáttu minnar á Austurlandi hef ég ţá ekki áttađ mig á ţví ađ leyfisumsóknin mun ekki hafa beinst ađ rannsóknum á ţeim bć, sem málaferlin tengjast, heldur öđrum, samnefndum, sem einnig er á Fljótsdalshérađi en í öđru sveitarfélag. Hér er um mistök mín ađ rćđa, sem ég ábyrgist ađ öllu leyti einn. Á ţeim mistökum biđst ég velvirđingar. (Sjá bréfiđ í heild sinni hér).

Ţetta var furđuleg niđurstađa í ljósi ţess ađ Miđhús viđ Egilsstađi höfđu ekkert veriđ rćdd í nefndinni.

Ég sćtti mig vitaskuld aldrei viđ ţessa afsökunarbeiđni. Hvađa erindi hann átti sem formađur í ţessa nefnd var alltaf ofar mínu skilningi. Hann er einn af ţessum skrýtnu köllum sem stjórnađ er af mönnum međ nábláar hendur  sem trúa ţví sem eđlilegum hlut ađ silfur finnist óáfalliđ í jörđu á Íslandi. Hvar annars stađar en á Íslandi?

Vanţekking Páls prófessors á Miđhúsum var líka merkileg, ţegar tillit er tekiđ til ađ afi hans, Stefán Vagnsson hagyrđingur, fćddist á einum af mörgum ţessara Miđhúsa, en ţađ var á Miđhúsum í Blönduhlíđ. Ekki er ţví hćgt ađ kenna bláum krumlum um fávisku prófessorsins um stađarnöfn landsins. Mađur bjóst viđ meiru, ţví um skeiđ var prófessor Páll líka ofarlega í stjórn Ferđafélagsins. 

Skömmu síđar ţetta sama sumar 1996, óskađi Ţór Magnússon ekki starfa minna á Ţjóđminjasafni vegna opinberrar gagnrýni minnar á störf hans, til ađ mynda á óstjórn og framúrkeyrslur á ráđstöfunarfé stofnunarinnar. En fyrir slíkan utanvegaakstur var honum ađ lokum vikiđ úr starfi međ mikilli skömm eins og frćgt er orđiđ. Sjálfur hafđi ég um voriđ 1996 ákveđiđ ađ flytja úr landi. Kona mín fór fyrst međ dóttur okkar nýfćdda og ég fór síđar á árinu. Viđ settum síđan ađ í besta stađ í Kaupmannahöfn í janúar 1997. Ţar pakkađi ég skjöl mín varđandi Fornleifanefnd niđur í kassa og skođađi ţau ekki ađ ráđi aftur fyrr en hér um daginn. Ég gat ekki setiđ á mér og varđ ađ deila sögunni af ţessari valdbeitingu í dyragátt kaffistofu Ţjóđminjasafns 22. júlí 1996. Hún er ţó ekkert einsdćmi um dómgreindarleysi manna sem titla sig prófessora í íslenskum lögum.

Málsbćtur til handa Páli Sigurđssyni áđur en dómur fellur

Einu langar mig viđ ađ bćta, háheiđruđum Páli Sigurđssyni til málsbóta, ţrátt fyrir svínslega međferđ hans á mér, og ţađ á afmćlisdegi mínum mínum. Páll var kominn í mikla ormagryfju ţegar hann tók ađ sér stjórn Fornleifanefndar. Sumir fornleifafrćđingar sem sátu í nefndinni notuđu hana óspart í sinn hag. Ađrir notuđu allan sinn tíma til kćrumála, enda komiđ stríđ um töglin og hagldirnar í ţessum málum á Íslandi. Hér fáiđ ţiđ eitt sýnishorn: Félag Íslenskra Fornleifafrćđinga (FíF) nauđađi á ţessum árum mikinn og barmađi sér. Félagsmenn sumir sem gengu í liđ viđ bláu höndina og fengu hana nćr upp í afturendann, kvörtuđu ţá undan framgangi Bjarna F. Einarssonar í nefndinni. Félagsmenn ţar útbjuggu ţetta skjal og sendu Ţór Magnússyni. Ef menn fletta yfir á bls. 2. sjá ţeir afrit til Páls Sigurđssonar af bréfinu međ miđa Bjarna F. Einarssonar til Páls (ţ.e. Bjarna međ arabísku augnperlurnar).

Bjarnakćra1996

Bjarni, vinur minn, sá greinilega ástćđu til ađ greina Páli frá ţví ađ "varamađur minn í nefndinni hefđi stutt ályktun FíF".

Ég man ađ ég hló ţegar ég sá ţetta, ţví mér var sannast sagna ekki vel kunnugt um hver var varamađur minn, og enginn samskipti hef ég haft viđ hann (hana?) um athćfi Bjarna sem sjálfskipađan fornleifalögreglumann. Mest hló ég ţó í einhvers konar angist, ţví mér varđ ljóst ađ mađur sem ég taldi til vina minn, var greinilega svona falskur.

Bjarni óđ einnig í villu eins og oft áđur og síđar. Varamađur minn í Fornleifanefnd var Margrét Hallgrímsdóttir sem ég hafđi engin tengsl viđ, hvorki persónuleg né fagleg. En núverandi ţjóđminjavörđur hafđi vitaskuld mörg horn í síđu Bjarna F. Einarssonar á óvenjulegri leiđ hennar í ţćr stjórnunarstöđur sem hún sótti í. Ţađ var ekkert leyndarmál. Horn hans stóđu einnig í síđu hennar. Ţađ var ţó ekkert sem ég lét mig varđa, og kom ekkert starfi í Fornleifanefnd viđ - ađ ţví er ég held. En í klíkuveldinu Íslandi veit mađur aldrei.

Líklegt tel ég ađ Bjarni Einarsson, međ miđur hreina samvisku sína í "Miđhúsaupphlaupinu" ţ. 22. júlí 1996, hafi veriđ ađ reyna ađ koma ţví inn hjá lögfrćđiprófessornum, ađ ég stćđi á bak viđ gagnrýnina á sig međal félagsmanna í FÍF. Ég hafđi ekkert samband viđ ţađ fólk.

Já, ţannig eyddu menn tíma sínum og skattpeningum landsmanna áriđ 1996. Fróđleiksfúsir menn gćtu vissulega spurt: Hefur nokkuđ breyst síđan ađ ég sat rúmt ár í ţessari nefnd? Svari ţeir sem svara vilja.


Metin falla

Met Sandtorgum svart

Glöggir lesendur Fornleifs, (sem ţeir eru vitaskuld allir), muna kannski eftir grein um met frá fornrústinni Bólstađ í Álftafirđi og hliđstćđu ţess, nokkuđ minni, sem fundist hefur í grafreit norrćnna manna í Wales.

Í gćr frétti ég af meti (sjá mynd efst, sem tekin er af Tor-Erik Krokmyrdal) sem fundist hefur á Hálogalandi í Norđur-Noregi, og sem er af sömu gerđ - og mjög líkt metunum frá Bólstađ og Llanbedrgoch á Angelsey í Wales sem ég greindi frá áriđ 2013.

large better

Met frá Anglesey í Wales

 

435637

Metiđ frá Bólstađ í Álftafirđi vestri.

Norska metiđ fann fornleifafrćđingurinn Tor-Erik Krokmyrdal  sem nýlega lauk mastersnámi í fornleifafrćđi viđ háskólann í Tromsö. Hann fór um miđjan aldur í nám í fornleifafrćđi vegna brennandi áhuga síns á málmleitartćkjum.

Efniviđur ritgerđar hans voru merkir fundir sem hann hafđi fundiđ međ tćkjum sínum í Sandtorgum (Norska Sandtorg, upphaflega ef til vill Sandhörgi) i Tjeldsund, sem er í bćjarfélaginu Harstad í Ţrumu (Troms og Finnmark fylke) - ţađan sem margir landnámsmanna á Íslandi voru ćttađir. Hér á vefsíđu Háskólans í Tromsö má lesa um árangur mjög merkilegra rannsókna Tor-Eriks Krokmyrdals.

T-Erik telur Sandtorg geta hafa veriđ mikilvćgan verslunarstađ og byggir ţađ m.a. á rökum örnefnafrćđingsins og fornfrćđingnum Oluf Rygh sem uppi var á 19. öld. Mín ţekking á ţeim meistara er sú ađ ţađ verđur ađ taka hann međ fyrirvara ţegar kemur ađ örnefnarannsóknum hans, sem oft voru tómar stađhćfingar. Sandtorg ţarf ekki ađ hafa rótina torg líkt og sumir telja, heldur getur rótin vel veriđ hörg, og var ţví nafni ef til vill upphaflega Sandhörg. Hörg (eđa hörgur) voru heiđnir blótstađir kallađir og orđiđ ţekkist í ýmsum örnefnum á Íslandi (t.d. Hörgárdalur, Hörgsholt og Hörgshlíđ svo eitthvađ sé nefnt). Nafniđ getur ţví hćglega ţýtt blótstađur á Sandi. En viđ blótstađi og hof var oft blómleg verslun eins og síđar viđ útvalda kirkjustađi, eđa ţar sem fólk hittist oft ţegar menn fóru í stađ. Á Sandtorgi gćti ţví vel hafa veriđ blómleg verslun.

Ég hef gert Krokmyrdal viđvart um metin á Íslandi og í Wales, sem eru hliđstćđur metsins frá Sandtorgi, en hann ţekkti ţau ekki og ţau eru ekki nefnd í lokaritgerđ hans sem má lesa i heild sinni hér. Metin sem Krokmyrdal fann eru nefnd á blađsíđu 38. 

Screenshot_2020-07-15 Science brings to life the witnesses to the Viking-age in North Wales

Ég er nú alls ekki alveg sammála ályktun Krokmmyrdals um aldur metsins. Í kumlateignum í Llanbegdrgoch (mynd hér fyrir ofan),  ţar sem sams konar met hefur fundist, fannst mynt sem er frá  10. öld. Mannabein úr kumlateignum hafa einnig veriđ aldursgreind til 10. aldar og hér fyrir neđan get menn skemmt sér viđ ađ skođa túlkun á ţví hvernig fólkiđ sem ţar var heygt, leit út. Ţađ var allt innbyrđis skylt ađ sögn mannfrćđinganna. Mér sýnist nćsta víst ađ ţetta hafi veriđ Íslendingar, ja ef vera skyldi "Hálygingar" eđa Hálogaverjar eins og ţeir eru kallađir einhvers stađar í fornum ritum. En mig grunar einnig ađ mannfrćđingarnir/listammennirnir sem unnu ţessar styttur í Manchester hafi starfađ fyrir kvikmyndirnar Apaplánetuna. Höfukúpurnar og önnur bein í Llanbegdrgoch eru af fínlega byggđu fólk, en ég ţykist sjá samísk einkenni - og er vitaskuld međvitađur um ađ engum hafi dottiđ ţađ í hug í Wales, en mađur verđur ađ koma sínum metum viđ, eins og sagt var til forna.

Screenshot_2020-07-15 Science brings to life the witnesses to the Viking-age in North Wales(1)

Nú eru met af ţessari gerđ ţessi talin hafa veriđ framleidd á Bretlandseyjum eđa á Írlandi, og ţađ ţykir mér líklegt. Hins vegar er mjög athyglisvert ađ sjá víđáttumikla dreifingu ţessarar gerđar af metum nú. Líklega breytist myndin síđar, ţegar fleiri met finnast.

Ţyngdin er mismunandi. Metiđ frá Bólstađ er 86,5 gr. en Llanbedrgoch er léttara eđa 57,2 gr. Gaman vćri ađ fá ţyngd metsins frá Sandtorg.

Til gamans skal hér látinn fylgja elsti ritađi texti ţar sem nefnt er stađarnafniđ Sandtorg í Ţrumu, en hann er frá 1321 og varđar ađ sjálfsögđu kaup, og lesiđ nú ţađ sem Nútímanorđmenn skilja ekki bofs í. Ég hef lent á tali viđ frćđimenn í Noregi, sem ekki trúa ţví ađ ég og ađrir Nútímaíslendingar geti lesiđ texta sem ţennan:

Ollum monnum ţeim sem ţetta bref sea eđa heyra, senda
Ogmundr prestr a Ţrondarnese ok Jwar loghmađr a Haloghalande, Q.G. ok sina, yđr se kunnikt. at vit varom ţar hia i Oddzhusum i Vaghom a friadaghen nesta eptir kross messo vm varet anno domini millesimo, trescentesimo, vicesimo primo. er Helgi huasse lauk herra Ellingi Viđkunnar syni međ handa teke spannzleighu iarđar i Sandtorghe j sakareyri ţan sem Helgi var honom skylldugr, frialsa ok veđeslausa firir huerium manne. Ok til sanz vitnisburđar settom vit okor insigli her firir.

sandtorgÍ Sandtorgum


Hvítt dusilmenni verđur undir í glímu á Snćfellsnesi

adolf-hitler-150448_960_720

Já, á Snćfellsnesi arkar vel skyldleikarćktađ dusilmenni um međ svart frímerki á efrivörinni og límir eins og óđur mađur miđa međ skítkasti út um allt.

Líklegast kemst slíkur mođspređill í kynferđislegt stuđ ţegar hann er ađ líma haturssnepla sína. Ţađ er ágćtt ađ fá frétt í  Morgunblađiđ um slíka límstauta. En hjá blađinu skrifar einn ungritstjóranna reglulega greinar um heri og hermenn nasista og "glćsileg" afrek ţeirra á vígvöllum sem nasisminn skapađi.

Ţađ verđur ađ teljast flókiđ og frekar sjúkt hobbí sem blađamađurinn fćr ađ deila međal áskrifenda Moggans. Áskrifendur eru ekki einu sinni spurđir hvort ţeir vilji lesa um Gunther og Frantz, sem í ímynduđum glćsileika "germanans" brytja niđur Igor og Leonid á Austurvígstöđvunum. Ţađ hefur líklega fariđ fram hjá ţessum kúlupenna Moggans ađ Kalda Stríđiđ er fyrir löngu forbí.

Dusilmenniđ á Snćfellsnesi lćtur sig hins vegar dreyma um hengingar í Suđurríkjunum, sem er miklu verra en ađ skrifa hermannasögur á Mbl. Fjölmiđlar Íslands ćttu ađ líta sér ađeins nćr. Ţađ er ekki nóg ađ skrifa um kynţáttahatur á útkjálkum Íslands - nasistadýrkun á síđum Moggans er líka tímaskekkja.

Lesiđ sögu svarta mannsins á Íslandi á dálkinum hér til vinstri, en viđ hana bćttist enn einn ljótur kafli međ Miđalími á Vegamótum. Einnig má benda á skođanakönnunina efst á hinum siđvandađa dálki Fornleifs.


mbl.is Rasísk skilabođ límd á bíl mćđgina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţeir eru ađ fáana á Spáni

103272070_2663645677247290_3888717254164586686_o

alterskab_08_3bŢeim sem ţykir gaman af líkneskjum aftan úr pápísku og sem lásu greinar mínar um Madonnuna frá Múla nýlega (sjá hér og hér, mynd hér til vinstri) ţykir líklega sú veiđifrétt sem sögđ verđur hér nokkuđ góđ fiskisaga.

Í miđri ánni Sar, sem á íslenskan mćlikvarđa er töluverđ sprćna en ekki straumhörđ ţegar hún rennur gegnum Santiago, hrasađi Fernando um hálan stein ţegar hann leitađi betri fótfestu í eltingaleik sínum viđ ţann stóra.  Honum var litiđ á bölvađan steininn eins og menn gera ţegar ţeir kenna dauđum hlutum um klaufsku sína. Á móti starđi kona upp úr slýgrćnni ánni. Fernando Brey datt um fornt líkneski, styttu af Maríu mey, sem situr í sömu stellingu og Madonnan frá Múla, sem er sjúkdómsteppt í Barcelona međ soninn í kjöltunni.

a-virxe-do-sar-15Veiđimađurinn til vinstri.

Ţađ bar vel í veiđi hjá spćnska stangveiđimanninum Fernando Brey, sem í byrjun júní brá sér í veiđiferđ viđ ána Sar nćrri Santiago de Compostela á Norđvestur-Spáni. Eins og margir Spánverjar, langţreyttir og hrjáđir af faraldrinu sem hrjáir okkur öll, sótti Fernando út í náttúruna til ađ róa geđ sitt í einangruninni. Stöng og vöđlur er leiđ hans til afslöppunar.

Maria SAR Brey gerđi safnafólki ţegar viđvart og sérfrćđingar frá Pílagrímasafninu (Museo das Peregrinacións) í Sankti-Jakobsborg komu á vettvang međ grímur. Í veiđifatnađi og í tilhlýđilegri fjarlćgđ frá hverjum öđrum, dáđust fornleifafrćđingar og listfrćđingar safnsins ađ styttunni í ánni.

1592284071606

María komin á Safn Pílagrímanna í Santiago.

IMG_2333-1536x1024

Undir fćti styttunnar í ánni var höggviđ blóm og fléttuverk. Kannski hefur steinninn veriđ endurnotađur? Kannski var styttan tilraun ungs steinhöggvara, sem mistókst?

Styttan er um 700 ára gömul og er líklega eitthvađ yngri en  Múla-María, sem er frá seinni hluta 13. aldar.  Fariđ var međ styttuna til Santiago til rannsóknar og lítiđ hefur síđan frést til hennar, nema hvađ upplýst hefur veriđ ađ hún sé um 150 kg. ađ ţyngd.

Hvađ olli ţví ađ menn losuđu sig viđ svona forlátafína styttu skal ósagt látiđ, en henni hefur ekki veriđ kastađ ţar nýlega. Líklega skođa sérfrćđingar kirkjur og klaustur í nágrenni fundarstađarins til ađ leita ađ hugsanlegum uppruna Maríumyndarinnar í ánni Sar. Guđshús eru ţar fjölmörg, enda áin Sar nćrri Sankti Jakobsvegi, sem sífellt verđur vinsćlla ađ arka eftir, sama hvađa trúar mađur er.

a-virxe-do-sar-13

Nú bíđur forvarsla.


Skođanakönnun á Fornleifi

Kuifje en Congo

Takiđ ţátt efst á vinstri dálkinum hér á Fornleifi

Hvađa orđ mega helst heyra sögunni til ţegar rćtt er um ţeldökkt fólk?

Eftir ađ ég birti grein um grafalvarlegt mál á blogginu Fornleifi hér um daginn (sjá hér), fletti ég yfir á nýja síđu á Tinna-veggjadagatali mínu (ţiđ vitiđ hvađ barnalegur ég er í anda). Ég var búinn ađ gleyma ţví ađ ţađ var kominn júlí.  Tinna-myndin fyrir júlímánuđ á vel viđ greinina á Fornleifi. Ţótt Tinni hafi mikiđ veriđ gefin fyrir drengi, trúi ég ţví ekki upp á hann ađ hann hafi talađ eins illa um svart fólk og hann talađi um konur. En sá sem skóp Tinna var greinilega međ gömul rasistagleraugu sem voru algeng víđar en í Belgíu ţegar hann var ađ alast upp.

Hvađ finnst ykkur lesendur góđir? Eru orđ eins og blökkumađur og ţeldökkur of hlađin til ađ viđ getum notađ ţau á 21. öld? Látiđ í ljós skođun ykkar.  Ég er sjálfur farinn ađ vera í vafa um notkun ţessara og annarra orđa, eftir ađ ég fékk tölvupóst frá Íslendingi sem lítur á sig sem litađan mann. Orđ eins og svertingi, blökkumađur, ţeldökkur, surtur, blámađur, og meira mćtti telja upp, eru ekki lengur nauđsynleg, sér í legi ef ţau sćra fólk og ef ţau eru einvörđungu notuđ til ađ hćđast ađ fólki.

Hvađ finnst ykkur?  - Takiđ vinsamlegast (nafnlaust) ţátt í skođanakönnuninni um nokkur orđ.

Lesiđ ykkur til frćđslu sögu svarta mannsins neđar á vinstri spássíu Fornleifs.


Nú er ţađ aftur svart ... og kannski tími til íhugunar

Negir Ásmundar

Nú eru miklir niđurbrotstímar. Í hinum velstćđari ríkjum jarđar ríkir eins konar aflátsćđi sem kemur niđur á fortíđinni. Allt gamalt sem er taliđ vera af hinu vonda hjá nútímadýrkendum er brotiđ og bramlađ. Yfirvöld ţjónkast viđ óskirnar og fjarlćgja styttur. T.d. í BNA, ţar sem nćr vćri ađ ađstođa sjúkt fólk í faraldrinum í stađ ţess ađ láta styttur angra sig. Bandaríkjamenn styđja greinilega illfygliđ í Hvíta Húsinu á marga vegu.

Ungt fólk, sem fyrst og fremst dýrkar EGO sitt, og heldur sig vera bestu og fremstu verur mannkyns, vill brjóta niđur allt sem minnir á gamlan tíma. Sjálfselskan hjá ţessari illa upp öldu og naflapillandi kynslóđ, leiđir til ţess ađ hún telur ađ hún verđi ađ brjóta niđur styttur og fjarlćgja orđ og jafnvel skođanir sem eru á öndverđur viđ skođanir ţess sjálfs - til ađ bjarga heiminum. Ţegar mikil vandamál hrjá íslenskt ţjóđfélag, líkt og víđa annars stađar, rís ţessi sjálfselska kynslóđ upp í örvinglan ţví hún hefur aldrei ţekkt mótgang eđa erfiđi líkt og fyrri kynslóđir. COVID-19 hefur einnig sett ýmislegt í gang, sem ţó ekki verđur rćtt hér.

Hrćđsla mannsins - og ungviđisins - lýsir sér oft sem öfgar í eina eđa ađra áttina.

Ungur mađur hafđi samband og vill ađ ég noti ekki orđiđ blökkumađur

Ungur Íslendingur hafđi samband viđ mig í síđustu viku og bađ mig um ađ fjarlćgja orđiđ blökkumađur af bloggi mínu. Ég svarađi honum á eftirfarandi eins og sjá mér neđar. Ég skýrđi út fyrir honum ađ hann vćri víst ađ herja á rangan bć ef hann leitađi manna sem nota orđiđ blökkumađur ađ stađaldri.

Eitt áđur en ţíđ fáiđ ađ lesa svar mitt: Veit einhver, hvort "Svertingi" Hafnfirđinga nr. 2 (sem ég nefni í svari mínu) sé enn uppi viđ í skrúđgarđi Hafnarfjarđar? Hann er glögglega dćmi um hafnfirskan rasisma og ćtti ţví, ef hann er til, ađ setja hann á safn sem dćmi um birtingarmynd kynţáttahaturs Hafnfirđinga, sem er er ţó ekkert gífurlegra en gengur og gerist á Íslandi. Svartir verđa örugglega fyrir miklum fordómum á Íslandi, líkt og gyđingar, fólk frá Filippseyjum og Taílandi, og ţegar mađur sér augljóst kynţáttahatur fáeinna Pólverja og Litháa í garđ annarra innflytjenda á Íslandi, og jafnvel Íslendinga sjálfra, er vitaskuld vandamál í landinu litla viđ heimsskautsbaug.

Hér kemur svo svariđ. Nafn mannskins, sem sendi mér línu um orđiđ blökkumađur, hef ég fjarlćgt og ég kalla hann N.N.. Best er ađ undirstrika ađ í ţví felast engin dulin skilabođ sem leyfilegt er ađ misskilja á nokkurn hátt.

Ágćti N.N.,

Ég ţakka áhugaverđan póst, sem ţú sendir mér í síđustu viku (25. júní sl.) Ţađ gleđur mig mikiđ ađ vita af ţví ađ yngra fólk en kjarnalesarinn er ađ stelast inn á hiđ sífellt unglega blogg Fornleif.

Póstur ţinn undrar mig ţó töluvert, ef tekiđ er tillit til ţess ađ orđiđ blökkumađur kemur fyrir fjórum sinnum á bloggum mínum en óbeint (sem skýring og tilvitnun):

Tvisvar er ég međ ţađ, ţegar ég skýri andstöđu manna viđ ýmis orđ sem notuđ eru um svart fólk; einu sinni kemur ţađ fyrir í texta úr dagblađi sem ég vitna í og í fjórđa skiptiđ á spássíu Fornleifs, ţegar veriđ er ađ vitna í grein í eldra bloggi mínu (Hvađ er í ísskápnum;https://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/356276/ ). Í ţeirri grein fjallađi ég m.a. um styttu í Hellisgerđi sem Hafnfirđingar kölluđu "svertingja". Gaflararnir gerđu ţađ enn áriđ 2006, er ný stytta af svörtum manni var sett upp í garđinum (sjá Fjarđarpóstinum 2006 https://timarit.is/page/5812215?iabr=on#page/n7/mode/2up ). Svo mjög söknuđu Gaflararar (Hafnfirđingar) fyrstu "svertingjastyttunnar". Hvort búiđ er ađ rífa niđur hina síđari birtingarmynd hins annálađa rasisma í Hafnarfirđi, veit ég ekki?

En ţú hlýtur ađ sjá, N.N., ađ ţú hefur hoppađ yfir gerđiđ ţar sem ţađ er lćgst, ţegar ţú skrifa mér,  líkt og ég sé helsti notandi orđsins blökkumađur á Íslandi. Skođađu frekar notkun orđsins á rituđum fjölmiđlum á Íslandi eđa. Menn verđa  nefnilega ađ vita, hvert ţeir eiga ađ beina spjótum sínum í baráttu viđ hatriđ og fordómana.

Ert ţú sjálfur svartur Íslendingur (afrískur Íslendingur) ? Afsakađu svo nćrgöngula spurningu.  Ef ţú ert ţađ sannanlega, má vera ađ ég íhugi ađ breyta orđalagi hjá mér nema ţar sem um beina tilvitnun er ađ rćđa (innan gćsalappa eđa í skáskrift). Skilyrđiđ er ađ ţú og ađrir svartir Íslendingar móđgist út af orđinu blökkumađur. En ég verđ ađ fá betri rök frá ţér en ađ tilsvarandi orđ og blökkumađur sé ekki til um hvíta.

Orđiđ hvítingi er vissulega til, en ţađ er ţegar upptekiđ og stundum notađ fyrir albínóa, en í ţví samhengi er orđiđ vissulega dálítiđ hjákátlegt. Ţegar nćpuhvítir og svínabelgsbleikir Íslendingar uppgötvuđu ađ til var fólk međ annan húđlit en ţorri Íslendinga er og var međ, var enn ekki til nein krafa frá  svörtum mönnum um hvernig tala  ćtti um útlit ţeirra, enda svarti mađurinn í 99,9% allra tilfella ţrćll án nokkurra áhrifa í samfélögum ţangađ sem ţeir voru oftast fluttir nauđugir. Sú krafa kom ţó loks frá svörtu fólki, sem náttúrulega leiddist orđin nigger, negro og svo framvegis. Nú ţekki ég ekki neinn íslenskan mann, svartan, sem hefur kvartađ yfir orđinu blökkumađur. Ţađ gćti veriđ ađ ţetta hafi breyst, og ađ einhver svartur Íslendingur hafi gert athugasemd. Ţess vegna hringdi ég í lögregluna á Höfuđborgarsvćđinu í ţegar ég fékk póstinn ţinn. Ţar voru allir uppteknir, en símakonan komst ađ ţví hjá sérfrćđingi ađ ţađ vćri ekki lögbrot sem varđađi t.d. viđ hegningarlög ađ nota orđiđ "blökkumađur", ef ekki vćri fari niđrandi orđum um svarta menn.

Ég hef notađ orđiđ blökkumađur í greinum á bloggum mínum tveimur um svarta menn á Íslandi, eins og ég skýri ofar,  - án ţess ađ notkun ţess sé á neinn hátt niđrandi (ađ mínu mati).

Ég geri mér grein fyrir ţví ađ orđ eins og blakkur minni vitanlega nútímafólk á litaskilgreiningu dýra og ţar gćti hnífurinn stađi í kúnni.  En lýsingarorđiđ blakkur er af gamalli rót og sama orđiđ og black á ensku og af sama meiđi og orđin blćc ("black, dark") í fornensku og sögnin ađ blika á norrćnum málum; sem málsifjalega er skylt blakkaz (brennt) í frum-Germönsku og bhleg- (sem ţýđir ađ brenna, skína, glimta og blika á frum-indóevrópsku; Og af sama meiđi eru sagnorđin flagrare á latínu (ađ brenna, tendra, kynda eld) og "phlegein" (ađ brenna, svíđa) á grísku.

Dags daglega nota ég sjálfur ekki orđiđ svertingi og orđiđ negri nota ég ađeins sjaldan vegna ţess ađ sumt svart fólk, sem notar orđ eins og nigger og nigga um sit sjálft, krefst ţess ađ ađrir geri ţađ ekki.

En ţegar orđ móđga, án ţess ađ ţau varđi viđ hegningarlög ríkja, eigum viđ ţá ekki bara ađ banna orđabćkur eđa brenna ţćr um leiđ og viđ brjótum niđur styttur á sama hátt og međ sama ofsa og liđsmenn ISIS, ţegar ţeir eru ekki ađ útrýma fólki? Ţá ţykir mér baráttan fyrir jafnrétti sökkva í djúpan og dimman hyl.

Ţađ nú líka óumflýjanleg stađreynd ađ orđiđ blökkumađur stendur enn í öllum orđabókum íslenskum og lög "orđalögreglunnar" er, eins og allir vita, orđabókin = https://islex.arnastofnun.is/is/ord/6225/tungumal/DA ...

Eins og ţú kannski veist hefur ekki falliđ dómur yfir mönnum sem nota orđiđ blökkumađur. Ég hef heldur ekki séđ yfirvöld nota ákvćđi í lögum um hatursrćđu gegn ţeim fjölda manna sem á samfélagsmiđlum tjá sig um gyđinga á miđur geđslegan hátt, sér í lagi ţegar stríđ blossa upp fyrir botni Miđjarđarhafs. Mađur einn, Bobby Fischer, sem fékk heldur sérstakt dvalarleyfi og ríkisfang á Íslandi, var heldur aldrei sóttur til saka fyrir svćsiđ gyđingahatur sem hann dreifđi um allan heim međ hjálp japönsku konunnar sem erfđi hans jarđnesku eigur. Bobby var tćknilega séđ gyđingur, en hann afneitađi uppruna sínum og hatađist síđan  sjúklega út í gyđinga. EKKERT yfirvald á Íslandi ađhafđist nokkuđ vegna brota Fischers á hegningarlögum, ţegar hann var orđinn íslenskur ríkisborgari.

Orđiđ blökkumađur lýsir ekki, eitt og sér ef ţađ er notađ hlutlaust (ef ţađ er ţá hćgt), hatri notenda orđsins á fólki međ afrískan uppruna. En nú verđ ég líka ađ minna á ađ ekki er fólk međ afrískan uppruna allt svart. Ég get ekki skýrt fyrir ţér af hverju ég er međ niturbasa (DNA) í erfđamengi mínu sem gerir ađ verkum ađ ţađ eru 5% líkur eru á ţví ađ ég eigi negra ađ forföđur á síđustu 500 árum. Ţessi svarti angi í mér kemur vafalaust úr ćtt föđur míns sem var frá Hollandi. Eins hvítur og ég er, er nćr ótrúlegt ađ ég hafi átt svarta forfeđur. Eitt sinn var ég á ferđ međ pabba á Ítalíu í hópferđ ţar sem flestir voru gyđingar frá Hollandi og tveir frá Súrínam. Ţađ voru tvćr konur frá Súrínam komnar vel yfir sextugt, dökkar á húđ (svo ţćr myndu flokkast sem svartar konur), vel í holdum og međ álíka stífhrokkiđ hár og fađir minn. Ţćr voru reyndar međ skćrblá augu. Ţćr horfđu alltaf svo hugfangnar á pabba, ađ ég unglingurinn var farinn ađ hafa áhyggjur á hrifningunni í bláu augum systranna. Eitt kvöld sátu ţćr viđ sama borđ og viđ og yfir pastinu sögđu ţćr af ţessu glápi sínu. Pabbi var ađ ţeirra sögn "alveg eins og fađir ţeirra" í útliti nema ađ fađir minn var hvítur en fađir ţeirra var svartur mađur, en blandađur.

En öll samúđ mín í garđ svarta mannsins og baráttu hans fćr mig nú ekki til ađ hćtta ađ nota orđiđ blökkumađur í ţví samhengi sem ţađ var notađ á 20. öld, t.d. um blökkumanninn í Hellisgerđi, sem var rasísk stytta sem Hafnfirđingar og ađrir höfđu mikiđ yndi af og grétu sárt ţegar hún hvarf. En ég tek ţó ekki í mál ađ kalla hann "svertingja" líkt og helv. Gaflararnir gerđu svo seint sem áriđ 2006, ţessir bévítis ţorparar.

Fjardarpóstuinn 29.6.2006Mynd ţessi birtist í frétt um "svertingjann í Hellisgerđi", sem birtist í Fjarđarpóstinum 29. júní 2006.

Afsakađur orđabelginginn í mér, en máliđ er vitaskuld viđkvćmt. Of fá orđ geta veriđ hćttuleg ţví viđ lifum á tímum hálfsögulausra endurskođunarsinna, sem virđast ekkert betra hafa viđ tímann ađ gera en ađ bregđa fćti fyrir náungann međ nútíma siđvendni, sem í raun er alveg eins og sama gamla siđvendnin. Ágćtt er ađ benda fólki á ađ tímar eru breyttir og orđ líka, en minni ástćđa er til ađ gera ţađ ađ einhvers konar sporti, líkt og margir gera, en ţar er ég ekki ađ meina ţig.

Međ bestu kveđju,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

 

ATH. Innan viđ klukkustund frá ţví ađ ég sendi ungamanninum langloku mína, fékk ég stutt en laggott svar, sem gefur okkur hinum svínslituđu mörlöndum vafalaust góđa ástćđu til ađ íhuga mjög vandlega orđaval okkar:

Já ég er svartur/litađur Íslendingur. Já ég móđgast yfir ţessu orđi. Fólk hefur kallađ mig og mömmu mína allt frá afrikunegrum og apa til múlatta og ţeldökkan. Mér svíđur mest undan ţví ađ fjölmiđlum hérna finnst líka í lagi ađ nota niđrandi samheiti yfir litađ fólk. 

Meira lesefni um vandamáliđ / Styttan efst ber heitiđ Negri og er eftir Ásmund Sveinsson. Sjá einnig greinar Fornleifs um sögu svarta mannsins á Ísland, sem og grein á hćgri dálki um hvađ íslensk mannfrćđi hefur veriđ ađ bauka međ sögu svarta mannsins út frá blindri, en jafnframt barnalegri tröllatrú á DNA-rannsóknir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband