Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2012

Hlustiđ ţiđ enn á ţetta gamla hatur?

Halli Pé

Ekki kemur öll forneskja úr jörđunni. Svo á viđ um Passíusálmana, sem er gert mjög hátt undir höfđi á Íslandi, ţótt innihaldiđ sé gegnumsýrt af andstyggilegum hatursglósum 17. aldar. Efniskenndar menjar eru sérfrćđiţekking Fornleifs frekar en fornir sálmar, en hatriđ í Passíusálmum Hallgríms er svo efniskennt ađ ţađ drýpur af ţví blóđ og vart er hćgt annađ en ađ fjalla um ţá hér.

Svo mikiđ álit og dálćti hafa Íslendingar á ţessum forna haturkveđskap og níđi, ađ ţegar prestur nokkur, sem valinn hafđi veriđ til ţess ađ lesa ţennan forna hatursbođskap í ár, bauđ sig fram sem biskupsefni, var hann umsvifalaust látinn hćtta lestrinum í Ríkisútvarpinu. Einhver gamall guđleysingi var látinn ţylja sálmana í útvarpinu í hans stađ. Lestur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar eru greinilega svo mikill heiđur, ađ lestu hans gćti gert útslagiđ fyrir frambjóđanda í biskupskosningum. Allir vilja greinilega lesa og tönnlast á svikum, prettum, hatri, undirferli og blóđţorsta gyđinga sem ađ sögn myrtu Krist.

Stofnun Simon Wiesenthals hefur nú haft samband viđ RÚV, ţar sem sálmarnir eru lesnir á hverjum degi. Sjá hér.

Af RÚV
og hér er hćgt ađ sjá allt, nema hatriđ, í Passíusálunum

 

Vissuđ ţiđ lesendur góđir, ađ Passíusálmarnir eru svo grasserandi af gyđingahatri 17. aldar, ađ ţeir menn sem hafa ţýtt ţá yfir á ensku (Charles Gook), og dönsku (Björn Sigurbjörnsson) hafa sérstaklega gert sér far um ađ ţýđa burt andstyggđina gegn gyđingum. Í ítalskri ţýđingu Diego Rossi og Silviu Cosimini, sem kom út áriđ 1998 var ţađ reyndar ekki gert, en sú ţýđing er mjög rétt og fullkomin miđađ viđ ensku og dönsku ţýđinguna.

Eftir stendur, ađ Íslendingar eru greinilega heillađir af safaríku gyđingahatri 17. aldar og sumir telja ţetta jafnvel ort beint upp úr Jóhannesarguđspjalli. Nei, svo er ekki, ţetta er gyđinghatur ţess tíma sem Hallgrímur Pétursson lifđi á. 

Mögulegt er ađ Hallgrímur Pétursson hafi hitt fyrir Gyđinga í Glückstadt og Kaupmannahöfn. En kannski hefur hann ţó aldrei séđ eđa kynnst gyđingum og ađeins látiđ kveđskap sinn um endalok meistara síns gegnumsýrast af hatursáróđri 17. aldarinnar. Samkvćmt rannsóknum danska guđfrćđingsins Martin Schwarz Lausten í bók hans Kirke og synagoge, holdninger i den danske kirke til jřdedom og jřder i middelalderen, reformationstiden og den lutherske ortodoksi (1992), var ţađ umhverfi sem Hallgrímur var í í Kaupmannahöfn gegnumsýrt af ţessum fordómum í garđ gyđinga og bókasöfnin full af pésum međ slíku hatri sem bárust sunnar úr álfunni. Skóli Frúarkirkju, ţar sem Hallgrímur lćrđi til prests, var engin undantekning. 

Ţótt hatriđ í Passíusálmunum sé frá ţví á 17. öld, er ţađ samt sem áđur gyđingahatur, og ţó ţessir sálmar séu nćrri dýrkađir í kirkjum Íslands í dag og árlega ţuldir í útvarpi af leikum sem lćrđum, guđhrćddum sem guđleysingjum, eru ţeir enn sem áđur svćsiđ gyđingahatur. Hatriđ og orđbragđi í sálmunum fer reyndar langt fram yfir ţađ sem t.d. íslenskir nasistar létu frá sér fara á prenti á 20. öld.

Nú er svo komiđ á Íslandi, ađ pólitísk rétthugsun, meira en annađ, kemur fyrir ađ menn séu međ ónot út í svarta menn, samkynhneigđa, múslíma eđa ađra minnihluta. En árlega á föstunni er útvarpađ lestri sálma sem eru fullir af gyđingahatri. Ţeir eru  lesnir međ helgislepju og margir munu hlusta á ţetta. Halda mćtti ađ slepjan vćri svo yfirgengileg, ađ menn hlusti ađeins á ţetta međ einu eyranu og séu ónćmir fyrir ljótu orđavali um gyđinga. En persónulega tel ég ađ ţetta hatur seytlist inn í undirmeđvitund fólks.

Sumar fornleifar á ekki ađ friđlýsa og ég tel ađ íslensk yfirvöld verđi ađ gćta ađ sér. Međan ekkert ljótt má segja um ţá sem minna mega sín eđa ţá ofsatrúarmenn sem drepa fyrir minnstu vangát trúleysingja og heiđingja, ţá gengur ekki ađ hafa árlega frumstćđa endurtekning á illsku gyđinga í opinberum fjölmiđlum.

Gyđingar drápu ekki Jesús. Ţađ hefur páfinn í Róm meira ađ segja sýnt fram á í bók sinni. Meintur brotavilji íslenskra ađdáenda 17. aldar útleggingar á píslasögu Jesús er fyrir hendi. Ţađ er sama frá hvađa tíma gyđingahatriđ er, ţađ er og verđur gyđingahatur, og ţađ varđar reyndar einnig viđ íslensk lög. Brotin eru framin á Íslandi, og lögin eru til og heita hegningarlög.

von-den-juden

Ekki lesa lúterskir ţennan pésa, Von den Juden und Iren Lügen, í kirkjum sínum á Íslandi, ţó ţađ sé eftir sjálfan Martein Lúther?

Best vćri ţó fyrir alla ađ setja ţessa hatursperlu íslensku ţjóđarinnar niđur í skúffu. Nóg er til af öđru uppbyggilegu efni en ónot í garđ gyđinga - er ţađ ekki annars? Eđa er ţađ hlutverk trúarsálma ađ fara međ hatursglósur um önnur trúarbrögđ og ţjóđir?

Rabbi Abraham Cooper hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Los Angeles hefur nú sent Útvarpsstjóra, Páli Magnússyni, bréf og beđiđ hann um ađ brjóta ţá hefđ ađ lesnar séu upp lygar um gyđinga og svćsiđ, fornt gyđingahatur á RÚV.

Vćnti ég ţess ađ nćsti Biskup Íslands sýni sóma sinn í ţví ađ gera hiđ sama. Viđ lifum á öđrum tímum en Hallgrímur Pétursson.


Getes Sevrement Getes

Getes Sevrement Getes 1bGetes Sevrement Getes 2

Getes Servement

Getes Sevrement Getes stendur á bronspeningi nokkrum sem fannst fyrir nokkrum árum viđ fornleifarannsóknir ađ Skriđuklaustri. Margir merkir gripir hafa fundist viđ fornleifarannsóknirnar á Skriđuklaustri síđastliđin ár, en eins og ég hef margoft bent á hefur ţeim sem stjórnađ hafa rannsókninni ekki tekist ađ gera hinum merku fundum nćgilega góđ skil. Glannalegar yfirlýsingar koma um sumt í fjölmiđlum á sumrin, en hins vegar er skrifađ af vanefnum um mjög merka hluti sem hafa fundist á Skriđuklaustri. Ţađ á til dćmis viđ um peninginn ađ arna.

Á heimasíđu Skriđuklausturs er fjallađ um grip sem geymir miklu meiri sögu en ţar er sögđ:

„Franskur reiknipeningur er međal ţess sem fundist hefur viđ fornleifauppgröftinn. Slíkir peningar voru notađir sem merki á línum til útreiknings og höfđu sjálfir ekkert sérstakt verđgildi. Línurnar voru dregnar á dúk eđa fjöl en einnig voru til reikniborđ međ inngreiptum línum. Peningurinn sem fannst á Skriđuklaustri er skreyttur sverđliljum, merki frönsku konungsfjölskyldunnar og Möltukrossi, sem tengist međal annars musterisriddurum og ýmsum miđaldareglum í Evrópu. Ţekkt er ađ franskir konungar létu árlega slá reiknipeninga handa embćttismönnum sínum og ţetta er einn slíkur, trúlega frá síđari hluta 15. aldar. Hvernig hann er kominn til Íslands og hvort hann hefur veriđ notađur viđ útreikninga á Skriđuklaustri verđur ekki sagt til um međ vissu en Stefán biskup Jónsson var lćrđur frá [sic] Frakklandi og gćti hafa komiđ međ peninginn"

Hér verđur ađ leiđrétta. Vera má ađ mynt sú sem fannst á Skriđuklaustri hafi veriđ notuđ sem reiknipeningur, regnepenning á dönsku, en upphaflega var hann ef til vill sleginn til annars. Hins vegar finnst mér tilgátan um ađ Stefán biskup Jónsson hafi komiđ međ myntina upp á vasann nokkuđ líklegri en margt af ţví sem hingađ til hefur veriđ sagt um myntina.

Í umfjöllun um myntina í rannsóknarskýrslu og á heimasíđu Skriđuklausturs er einnig ranglega hermt ađ sverđliljur, sem eru margar á peningnum, tengist ađeins frönsku konungsfjölskyldunni  Rangt er einnig ađ Möltukross sé ađ finna á peningnum. Krossinn á peningnum er ekki Möltukross, og  meira ađ segja Dan Brown veit ţađ, ţví Möltukrossinn er svona:

Möltukross

Krossinn á peningnum er hins vegar ţannig:

Kross

og er kross sem gjarnan var settur á áletranir á innsiglum, myntum og öđru til ađ sýna upphaf texta eđa enda hans og um leiđ hiđ helga tákn krossins. Menn međ lágmarksţekkingu í miđaldafornleifafrćđi ćttu ađ ţekkja muninn á ţessum krossum.

Ekki er greint frá ţví á heimasíđu Skriđuklausturs eđa í rannsóknarskýrslu fyrir áriđ 2005, hvađ stendur í raun á framhliđ peningsins. Má ţađ vera vegna ţess ađ fornleifafrćđingarnir sem fundiđ hafa hana kunni ekki ađ lesa á miđaldatexta, eđa mismunandi miđaldaletur. Á peningnum má lesa

Getes Servement

 

Sevrement er sama orđiđ og surement á nútímafrönsku, og er ţví hćgt ađ leggja út af textanum á ţennan hátt: "Kvittun: međ vissu : Kvittun", eđa öllu heldur "reikningur án skekkju", („Account without mistakes").

Peningurinn frá Skriđuklaustri er frá lokum 15. aldar, er franskur, og götin á honum gćtu bent til ţess ađ hann hafi veriđ notađur á "borđtölvu" miđaldamanna, reikniborđiđ og voru til mjög flóknar reglur um ţessi göt í Niđurlöndum og Ţýskalandi, en í Frakklandi virđast gatađir peningar ekki hafa veriđ notađir.

jet14 

Belgísk bók frá 16. öld sem kennir borđreikning međ reiknipeningum međ götum.

Ég vona ađ ţessi greinargerđ mín sé getes sevrement og leyfi mér svo ađ segja eins og Frakkinn gerđi forđum: Ils doivent surement avoir les jetons ŕ Skriduklaustur.

De la Tour Pl. XXV 5De le Tour Pl XXI 8

Tveir líkir peningar fundnir í Frakklandi. Eftir de le Tour 1899.

Ţakkir fyrir ađstođ fćri ég Dr. Claude Roelandt í Belgíu og Michel Prieur í Frakklandi.

Ítarefni:

De la Tour, Henri (1899 ). Catalogue de La Collection Rouyer: Premičre Partie: Jetons et méreaux du Moyen Âge, Léguée en 1897 Au Département Des Médailles Et Antiques.[Bibliothčque Nationale]. Paris.

Roelandt, Claude; Stéphan Sombart, Michel Prieur, Alain Schärlig (2005). Jetons & Méreaux du Moyen Âge. Chevau-légers.

Myntir líkar peningnum sem fannst í jörđu á Skriđuklaustri eru alls ekki óalgengar og er hćgt ađ kaupa ţćr á netinu í miklum mćli. Sjá t.d. hér. Hins vegar er peningurinn sem fannst á Skriđuklaustri af frekar sjaldgćfri gerđ.


Skálholtsskúrinn

Skalholtsskurinn Mynd Eiđs 

Eiđur Guđnason brá sér um daginn í Skálholt til ađ skođa Skálholtsskúrinn og skrifar hann um ţađ á bloggi sínu.

Eđlilega hefur veriđ skrifađ nokkuđ um skúrinn hér á ţessu fornleifabloggi. Í desember sl. sendi ég fyrirspurn um máliđ til Menntamálaráđuneytis og fékk svar frá Katrínu Jakobsdóttur um ađ svör myndu berast. Katrín skrifađi ţann 20.12. 2011: Sćll, erindiđ er móttekiđ og svar ćtti ađ berast innan tíđar. K.kv., Katrín. Sjá erindi mitt hér

Svörin eru ţví miđur enn ekki komin, svo einhver tregđa virđist vera á ţví ađ fá svör frá ţeim sem bera ábyrgđ á slysinu í Skálholti. Tregđuna er líklega ađ finna hjá yfirmanni Fornleifaverndar Ríkisins, sem ég get mér til ađ hafi veriđ beđin um ađ koma međ skýringar. Ég bíđ áfram eftir svörum.

Ég tek mér ţađ bessaleyfi ađ birta myndir Eiđs. Mikil hörmung er ađ sjá ţetta. Skemmdaverkiđ í Skálholti kallar Eiđur bloggfćrslu sína, og er erfitt ađ vera ósammála ţví. Ţetta er eins og léleg leikmynd, einhvers konar knallkofi fyrir lélega Víkingakvikmynd.

Lesiđ fyrri fćrslur Fornleifs um Skálholtskúrinn hér, hér og hér.

Meira skálholt
Ljósmyndir Eiđur Guđnason

Íslendingar selja frekar ömmu sína

Silver Police 2
 

Margrét Hallgrímsdóttir ţjóđminjavörđur, starfsmađur Ţjóđminjasafns og fulltrúar safnaráđs tóku silfur af útsendara málminnkaupafyrirtćkis á Bretlandseyjum sem aliđ hefur manninn á hótelherbergi í Reykjavík. Ţar hefur hann undanfarna daga tekiđ á móti Íslendingum sem vilja selja honum ćttarsilfriđ og gulliđ sitt. Ekki ósvipađ og ESB sem vill kaupa fjöregg ţjóđarinnar. Ţjóđminjavörđur lét eftirfarandi eftir sér hafa í morgun, ţegar hún var búin ađ taka silfriđ af Bretanum:

„Ţađ er kannski erfitt ađ segja nákvćmlega til um hvađ ţetta er gamalt. Ţetta er frá síđustu öld," segir Margrét. „Viđ teljum ástćđu til ađ fjalla um ţetta sérstaklega. Ég spyr mig hvort ţađ sé ekki eitthvađ sem viđ ţurfum ađ hugleiđa Íslendingar hvort ţađ sé ţess virđi ađ selja fjölskylduarfinn, fjölskyldusilfriđ, ţađ sem tilheyrđi ömmu eđa langömmu, bara út frá ţyngd málmsins."

Sem sagt, ekki er einu sinni víst ađ silfriđ, sem gert var upptćk í morgun, uppfyllti 100 ára regluna í Ţjóđminjalögum, sem ákvarđar hvort gripur er forn eđa ekki. Ég tel nćsta öruggt ađ ţetta hafi ekki veriđ austfirskt gćđasilfur sem alls ekki fellur á eđa úr verđi, ţví til stađar var einn helsti sérfrćđingur landsins í ţannig silfri. Greinilega kemur einnig fram í hreyfimynd međ frétt Morgunblađsins, ađ útrásarvíkingar hafa ekki veriđ ađ selja silfriđ sitt. Mest af ţessu var bölvađ rusl, eins og ţađ heitir á fagmálinu.

Fyrirtćkiđ P&H Jewellers/Honest Advise, sem er sagt hafa bćkistöđ í Nottingham, er kannski ekki ţađ fyrirtćki sem ţađ gefur í skyn ađ ţađ sé. Útsendarinn á Íslandi segist aldrei hafa lent í silfurlögreglu í öđrum löndum en á Íslandi. Ţví trúi ég, en ef viđ skođum heimasíđu fyrirtćkisins. http://www.pandhjewellers.com/2012/02/jewellery-roadshow-in-rekjakvik/, sjáum viđ ađ fyrirtćkiđ hefur svo sem ekki veriđ međ neitt annađ á dagsskránni en Jewellery Roadshow í Rekjakvik [sic] 7.-9. janúar (á líklega ađ vera febrúar) 2012. Líklega er ţetta bara fyrirtćki framtakssams manns sem frétt hefur af ríkidómum Íslands.

Hafiđ ţiđ einhvern tíma heyrt um Nígeríusvindl...? Einhvern megin verđur sumt fólk vitaskuld ađ bjarga sér, og ţví ekki á heimsku og menningarleysi Íslendinga, sem vilja selja silfriđ hennar ömmu sinnar?

Ţetta silfur, sem vösk sveit silfurlögreglunnar tók í morgun, hefur ađeins verđmćti á Íslandi, ţađ er ađeins sérstakt í íslensku samhengi, og ţví gćti ţetta virst broslegt, ţar sem óhemjumikiđ er til af víravirki á Íslandi. En ţótt menn hafi fariđ međ jarđýturnar á torfkofann, sem menn skömmuđust sín fyrir, ţá er engin ástćđa ađ selja "ćttarsilfriđ" í deiglu skammvinnrar grćđgi. Kannski er fátćktin í kreppunni svona mikil? Kannski var víravirkiđ bara ţýfi?

Fréttin og framgangur silfurlöggunnar fćr ađ minnsta kosti silfurverđlaun Fornleifs fyrir skemmtilega uppákomu.


mbl.is Skart stöđvađ á leiđ úr landi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einn á kjammann

Ţjórsárdalur Tori

Ef ţú ert međ beingarđ á innanverđum neđri kjálka, ţá áttu líklega ćttir ađ rekja til Norđur-Noregs og Sama. Samískan uppruna Íslendinga ţekkjum viđ úr fornbókmenntum okkar. Viđ erum ófá sem rakiđ getum ćttir okkar til hálftrölla og lappa á Hálogalandi. Rannsóknir danska líkamsmannfrćđingsins Hans Christians Petersens, sem rannsakađi elstu mannabeinin á Íslandi á síđasta tug 20. aldar, leiddu einnig í ljós ađ Íslendingar voru, hvađ varđar hlutfall í lengd útlimabeina mjög skyldir fólki í Norđur-Noregi ađ fornu.

Torus mandibularis og Torus Palatinus eru einkenni sem voru algeng í Íslendingum ađ fornu og munu enn vera nokkuđ algeng á Íslandi. Torus Mandibularis er beinabreyting, hnúđađ ţykkildi fyrir neđan tennur í innanverđum neđri kjálka. Ţykkildi ţetta, sem getur veriđ mjög mismunandi af stćrđ og útliti, er taliđ vera til komiđ vegna erfđaţátta í bland viđ annađ, t.d. mikla tuggu. Ţetta fyrirbćri á neđri kjálka tengist oft beingarđi á miđjum efri góm, torus palatinus. Einkennin birtast ţegar á barnsaldri og aukast venjulega ţegar menn vaxa úr grasi. Sumir láta fjarlćga Tori Mandibularis og Palatinus, ef ţessar beinamyndanir eru til mikilla óţćginda.

Vísindamenn deila enn um hvort Tori séu eingöngu erfđaţćttir eđa erfđaţćttir í bland viđ mikla notkun kjálkans. Ţar sem ţessi einkenni er enn ađ finna í Íslendingum, ţó svo ţeir stundi ekki neina óhóflega tuggu og noti kjálkann lítt til mjög stórra verka fyrir utan ađ rífa óhóflega mikinn kjaft, ţá finnst manni nú öllu líklegra ađ ţessi beinaţykkildi séu fyrst og fremst til komin vegna erfđa. Ég tel ađ beinvöxtur ţessi sýni hugsanlega skyldleika Íslendinga viđ frumbyggja Skandinavíu, Sama (Lappa), sem einnig eru og voru međ ţessi einkenni.

Kjálkarnir á efstu myndinni eru allir fundnir viđ rannsóknir í Ţjórsárdal. Kjálkar Ţjórsdćla eru athyglisverđir. Stóri kjálkinn til hćgri á myndinni efst er úr karli sem borinn var til grafar í kirkjugarđinum á Skeljastöđum, sem var nćrri ţar er Ţjóđveldisbćrinn í Ţjórsárdal er í dag. Kjálkar einstaklinga í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal, sem rannsakađur var áriđ 1939, bera margir ţessa beinabreytingu.

Áđur en kristin greftrun uppgötvuđust viđ fornleifarannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal áriđ1992, og vörpuđu ljósi á ađ sú rúst, sem fornfrćđingar kölluđu útihús áriđ 1939, var í raun kirkja, fannst mannstönn og brot (sjá efst) af kjálka úr manni međ jaxli í fyllingarlagi yfir gröfunum. Kjálkabrotiđ sýnir ađ skyldleiki hefur veriđ međ ábúendum á Stöng og á Skeljastöđum. Ef til vill sýnir ţessi ţáttur einnig, ađ ábúendur í Ţjórsárdal hafi átt ćttir sínar ađ rekja til Norđur-Noregs, ţar sem ţessi einkenni eru algengari en annars stađar á ţeim svćđum ţađan sem Íslendingar eru frekast taldir geta rekiđ ćttir sínar. Minni kjálkinn hér ađ ofan er úr konu sem fannst í heiđnu kumli í Hólaskógi í Ţjórsárdal. Hún gćti hafa átt ćttir sínar ađ rekja til Sama.

Skeljastađir torus

Tori eru einnig algengir međal ţjóđarbrota í Síberíu, í Japönum, Inúítum og ákveđnum hópum af Indíánum.

Mér dettur í hug ađ kannski tengist tori miklu fiskiáti í bland viđ mikinn mjólkurmat? Hver veit?

torus mandibularis

Ljósmyndin efst var tekin af Ívar Brynjólfssyni, Ţjóđminjasafn Íslands.

Ítarefni: 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1990. "Archaeological Retrospect on Physical Anthropology in Iceland. Í Populations of the Nordic countries Human population biology form the present to the Mesolithic." [Proceedings of the Second Seminar of Nordic Physical Anthropology, Lund 1990. Editors Elisabeth Iregren and Rune Liljekvist ]. Report Series from the Archaeological Institute, University of Lund No. 46 (1990), 198-214. (Sjá hér).

Svend Richter og Sigfús Ţór Elíasson 2007. Beingarđar neđri kjálka: Torus mandibularis. Tannlćknablađiđ 1.tlb. 25. Árg. 2007,  21-28. (Sjá hér)  [Í ţessari grein gefa höfundar sér ađ Íslendingar hafi komiđ frá Bretlandseyjum, Noregi og Danmörku, en blöndum viđ Sama er ekki nefnd á nafn].


Hverasođning

Sođiđ lambalćri

Í gömlum, erlendum ferđabókum sem fjalla um Ísland ađ öllu eđa einhverju leyti, hefur mátt finna skemmtilegar myndir af nokkuđ sérstćđri matreiđslu sem menn stunduđu á Íslandi á 17. og 18. öld. 

Áriđ 1720 komu út frásagnir hollenska kapteinsins Gornelis Gijsbertsz. Zorgdragers, ritađar af Abraham Moubach, sem mest fjallađi um hvalveiđar og Grćnlandútgerđ Hollendinga. Zorgdrager kom viđ á Íslandi áriđ 1699 og hitti ţar danskan kaupmann á Goswijk, sem er hollensk hljóđritun á Húsavík. Kaupmađurinn sagđi hollensku ferđalögnunum frá goshver, líklega viđ Námaskarđ. Ţangađ fóru Hollendingarnir. Eins og gengur á ferđalögum urđu ţeir svangir. Bundu ţeir kindalćri í snćri og suđu í hvernum. Í bókinni er koparstunga sem sýnir ţessa matreiđslu Zorgdragers og félaga. Zorgdrager sagđi síđan Abraham Moubach, ađ hann hafi haldiđ til haga vel sođnu stykki af kjötinu og fariđ međ ţađ á nćrliggjandi sveitabć eđa kofa og hafi fengiđ ţar mjólk ađ drekka, en annars hefđi menn hans drukkiđ kćlt vatniđ úr hvernum. Koparstungan í bók Zorgdragers er greinilega ekki gerđ af listamanni sem hafđi veriđ í för međ Zorgdrager.

The Boiling Springs 2

Önnur mynd af svipuđum toga birtist í bresku riti sem fyrst kom út áriđ 1802 í London. Bókin ber heitiđ Geography illustrated on A Popular Plan; for the Use of Schools and Young Persons, sýnir The boiling Springs af GIESAR with a distant View of Mount HEELA. Koparstungan sýnir Íslendinga á eins konar lautarferđ viđ viđ Geysi í Haukadal, og er fólkiđ ađ sjóđa eitthvađ í katli yfir vellandi hver. Einn karlmađur á myndinni heldur á fiski og Geysir og Hekla gjósa sínu fegursta í bakgrunninum. Bókin ţar sem myndin birtist er eftir Sir Richard Phillipseđa séra J. Goldsmith, sem var eitt af fjöllmörgum höfundnöfnum Phillips sem var mjög öflugur í útgáfustarfssemi og stjórnmálum á fyrri hluta 19. aldar.

Ekki er mér kunnugt um hvađan Philips hefur náđ í myndina, eđa hvort hún hafi veriđ teiknuđ sérstaklega  fyrir ţessa landafrćđi hans, en mig grunar ađ hluti af henni hafi veriđ fengin "ađ láni" úr fyrsta bindi bókar síra John TruslerThe Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788. Ţar birtist mynd in hér fyrir neđan, og hef ég fjallađ um hana áđur:

Icelanders
Sir_Richard_Phillips
Sir Richard Phillips

Ítarefni:

ZORGDRAGER, CORNELLIS GIJSBERTSZ. 1720: Bloeijende opkomst der aloude en hedendaagsche groenlandsche visschery. War in met eene geoeffende ervaarenheit de geheele omslag deezer visschery beschreeven, en wat daar in dient waargenomen, naaukeurig verhandelt wordt. Uitgebreid met eene korte historische beschryving der Noordere gewesten, woornamentlyk Groenlandt, Yslandt, Spitsbergen, Nova Zembla, Jan Mayen Eilandt, de Straat Davis, en al `t aanmerklykste in de ontdekking deezer landen, en in de visschery voorgevallen. Met byvoeging van de walvischvangst, in haare hoedanigheden, behandelingen, `t scheepsleeven en gedrag beschouwt. Door Abraham Moubach.

Hćgt er ađ lesa bókina hér

Ég sé ađ enn er hćgt er ađ kaupa bókina (ađra útgáfu á hollensku frá 1727) á 30.000 norskar á fornbókasölu í Osló - og ţýska útgáfu frá 1723 á 50.000 danskar krónur ef einhver hefur áhuga.

Hér má lesa um athafnamanninn, Sir Richard Phillips, sem m.a. var Sheriff í London


Landnámsvandinn

Ţór og Ţorvaldur

Mikiđ hefur boriđ á ţví í íslenskri fornleifafrćđi, ađ fornleifafrćđingar vilji helst hafa fundi sína sem elsta og gjarnan frá ţví fyrir hefđbundiđ landnám á síđari hluta 9. aldar. Í fyrra heyrđum viđ til dćmis af veiđistöđ (verstöđ) frá ţví fyrir landnám. Ţeir sem höfđu fyrir ţví ađ fara alla leiđ til Íslands frá öđrum löndum til ađ veiđa, voru greinilega ekki ađ hafa fyrir ţví ađ nema land. Fornleifur á sannast sagna dálítiđ erfitt međ ađ skilja slíkar tilgátur (sjá hér).

Allt tal um landnám fyrir 9. öld kemur oft til vegna ţesa ađ kolefnisaldursgreiningar, sem menn fá gerđar á rannsóknarstofum af mismunandi gćđum, sýna aldur sem hćgt vćri međ varúđ ađ túlka ţannig, ađ ţćr sýni aldur löngu fyrir 870 eftir Krists burđ. Engir aldursgreinanlegir forngripir styđja ţó slíkar niđurstöđur og ekki ţekki ég til ţess ađ aldursgreinanleg gjóskulög bendi heldur til ţess. Sumir fornleifafrćđingar og jarđfrćđingar hafa hins vegar ekki túlkađ kolefnisaldursgreiningar međ nógu mikilli varúđ.

Nú er svo komiđ, ađ flestir sem ţekkja nokkuđ til kolefnisaldursgreininga telja ađ ţćr henti einfaldlega ekki vel til ađ aldursgreina atburđi eins og landnámiđ. Ađferđin er einfaldlega of ónákvćm fyrir ţann tíma.

Svo er einnig til í dćminu ađ menn hafi rokiđ í fjölmiđla og hafi lýst yfir stórum hlutum, bara vegna ţess ađ ţeir kunnu ekki ađ lesa ţćr aldursgreiningarniđurstöđur sem ţeir fengu í hendur. Ţetta gerđist áriđ 1985.

Ţá setti Ţorvaldur Friđriksson fornleifafrćđingur, sem í dag er kannski betur ţekktur sem Miđausturlandasérfrćđingur fréttastofu RÚV og skrímslafrćđingur í frístundum, fram ţá tilgátu ađ hann hefđi fundiđ  „keltneskt kristiđ klaustur" frá frá 7. öld á Dagverđarnesi viđ Breiđarfjörđ og međal annars keltneskan steinkross. Ekki var mikill hljómgrunnur fyrir ţessum hugmyndum Ţorvalds, sem hann studdi ţó međ niđurstöđu einnar kolefnisaldursgreiningar sem ađ sögn Ţorvalds sýndi aldursgreininguna 680 +-100 ár.

Ţorvaldur Friđriksson 

 

Sá galli var á gjöf Njarđar ađ Ţorvaldur Friđriksson hafđi fengiđ geislakolsaldur, ţ.e.a.s. talningu sýnisins, sem var 680 ár (BP/ fyrir 1950) +/- 100 ár. Ţegar ţađ hefur veriđ umreiknađ og leiđrétt međ alţjóđlegum leiđréttingatöflum, (kalibreringum / Calibrations), sem kolefnisaldursgreiningarsérfrćđingar hafa unniđ vegna ţess ađ magn geislakols í andrúmslofinu var mismunandi á hinum mismunandi tímum sögunnar, ţá er aldursgreiningin á sýninu sem greint var á rannsóknarstofu í Ţrándheimi viđ 1 stađalfrávik (68% líkur) 1225-1394 e. Kr.; Og viđ 2 stađalfrávik (95% líkur) 1057-1435 e. Kr. Ţetta er ţví mjög breiđ aldursgreining, sjá hér, en sýnir líklega ađ viđur sá sem mćldur var fyrir Ţorvald hafi veriđ kolađur á Dagverđarnesi á 13. eđa 14. öld eđa jafnvel síđar.

Ţví miđur, engir Keltar, engin klaustur einsetumanna, ekkert Guiness eđa 1200 ára whisky á Dagverđarnesi. Ţađ voru hugarórar líkt og ţegar sumir fréttamenn telja fólki trú um ađ ríki sem heitir Palestína hafi veriđ til, ađ Hamas séu góđgerđarsamtök og ađ Ísrael hafi hafiđ sex daga stríđiđ.

Myndirnar hér fyrir ofan birtust í DV 17. júlí 1985

Dagverđarnes
Birkikol frá Dagverđarnesi viđ Breiđafjörđ

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband