Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2016

Ísland í töfralampanum: 1. hluti

magic-lantern.png

Inngangur og minningar

Nýveriđ var hér á Fornleifi greint frá fyrstu kvikmyndinni sem tekin var upp á Íslandi. Hún hefur ţví miđur falliđ nokkuđ í gleymsku, enda  eru engin ţekkt eintök af henni til. Viđ höfum ţó lýsingar um efni hennar eftir kvikmyndatökumanninn.  

Nú heldur myndafornleifafrćđi Fornleifs áfram. Nćstu daga býđur Fornleifur lesendum sínum  upp á nokkrar myndasýningar og tilheyrandi fróđleik upp á gamla mátann. Ţađ verđa ţví miđur ekki týndar íslenskar kvikmyndir heldur myndaskyggnur, einnig kallađar skuggamyndir, sólmyndir eđa  ljóskersmyndir. Fyrir ţá sem ekki muna tímana tvenne, verđ ég ađ skýra út fyrir ungu kynslóđinni. Myndunum var varpar upp á tjald eđa vegg međ hjálp ljóskastara/lampa, sem kallađur var Lanterna Magica, eđa töfraljósker og töfralampi á íslensku.  

Engin ţörf er hins vegar lengur á ađ sýna myndirnar á tjaldi međ lampa, enda eru ţađ skyggnurnar sem er hiđ bitastćđa og ţćr er í dag meira ađ segja hćgt ađ sýna á bloggi og gera ţannig fleirum kleift ađ sjá myndir frá Íslandi 19. aldar.

Ţetta verđur fróđleikur um einu varđveittu Laterna Magica glerskyggnurnar frá 19. öld međ myndum af fólki og náttúru Íslands. Fornleifur festi fyrir skömmu kaup á slíkum myndum á  Bretlandseyjum. Ţćr eru nokkuđ einstakar og afar sjaldséđar. Sérfrćđingar sem skráđ hafa og fengist viđ ađ safna frćđslu- og ferđaskyggnum frá síđari hluta 19. aldar viđ háskóla á Bretlandseyjum og í Ţýskalandi hafa aldrei séđ svo gamlar skyggnur međ myndum frá Íslandi. Áđur en Fornleifur fann ţćr og keypti voru ţćr ađeins ţekktar úr sölulistum, katalógum, frá fyrirtćkjum á Bretlandseyjum sem framleiddu og seldu seldu slíkar skyggnur á síđari hluta 19. aldar.

Laterna Magica í Stykkishólmi áriđ 1966

Fćstir Íslendingar hafa líklega séđ skyggnumyndir sýndar međ laterna magica vél. En ég er nú svo gamall ađ hafa orđiđ vitni ađ sýningum međ slíkri vél. Ţađ var í Stykkishólmi áriđ 1966, ţar sem ég dvaldi nokkrar vikur í sumarbúđum hjá kaţólskum nunnum  St. Franciskusreglunnar, sem ţćr ráku í samvinnu viđ Rauđa Krossinn. Reglan reisti spítala í Stykkishólmi á árunum 1934-1936. St. Franciskussysturnar sáu ađ miklum hluta um rekstur á spítalanum allt fram til 2006 ađ spítalinn var seldur íslenska ríkinu. Klaustur er ţar enn og síđar er komin önnur regla en St. Franciskusarreglan í klaustriđ í Sykkishólmi, en ţađ er önnur saga.

stykkisholmsspitali.jpgÁ efstu hćđ spítalans í Stykkishólmi, eiginlega undir ţakinu á hćđ ţar sem gluggarnir voru einungis mjóar rifur, gistu krakkar, kaţólskir og ađrir og tilheyrđi ég síđastnefnda hópnum. Nunnurnar í Stykkishólmi voru hinar bestu konur, sem kunnu ađ annast börn. Öllum leiđ ţar vel. Manni ţótti vitaskuld skrítiđ ađ búa á spítala ţar sem einnig var vistađ fatlađ fólk, andlega vanheilt og ellićrt.  Spítalinn var víst ađ hluta til útibú fyrir konur frá Kleppi eins og Ólafur P. Jónsson lćknir lýsti í lćknablađinu áriđ 1960 (sjá hér og hér). Ólafur skrifađi "...hafa ađ jafnađi veriđ vistađar hér frá 19 og upp í 23 konur á vegum Kleppsspítalans. Hin síđari ár hafa auk ţess dvaliđ hér nokkrir fávitar."

Međal krakkanna sem dvöldu í Stykkishólmi fóru miklar sögur af konu sem kölluđ var Gauja gaul, sem átti ţađ til ađ góla og garga. Ég sá hana aldrei, en viđ krakkarnir töldum okkur stundum heyra í henni, ađ ţví er viđ héldum. Ţó alltaf vćri mikiđ brýnt fyrir okkur ađ hlaupa ekki niđur tröppurnar međ látum, flýttum viđ okkur venjulega á tánum framhjá ţeirri hćđ ţar sem hún dvaldist á, ţegar viđ gengum niđur tröppurnar á Spítalanum til ađ komast í matsal og tómstundasal á jarđhćđ. Viđ mćttum hins vegar stundum "fávitum" Ólafs lćknis á ganginum og held ég ađ mađur hafi líklega fyrr en flestir jafnaldra sinna lćrt sitthvađ um veikleika mannkyns og ađ bera virđingu fyrir lítilmagnanaum viđ ađ dvelja hjá nunnunum í Hólminum.

Dvölin í Stykkishólmi var ćvintýri líkust og nunnurnar, sem sumar voru menntađar í uppfrćđslu barna, áttu sem áđur segir einnig töfralampa. Hann var af tiltölulega nýrri gerđ, af síđustu tegund slíkra slíkra lampa sem framleiddir voru, fyrir utan ráđstjórnarríkin . Ţetta var ekki skyggnumyndavél fyrir 35 mm "slćtur" eđa stćrri glerskyggnur (6x6) sem einnig voru ţá á markađnum. Myndarúllum í lit og svarthvítu var rennt gegnum vélina međ handafli. Sýningar úr ţessari vél ţóttu krökkunum mjög merkilegar, ţó mađur kćmi frá heimili međ Kanasjónvarpiđ ţar sem hćgt var ađ horfa á teiknimyndir allan liđlanga laugardaga og stundum ađra daga líka.

Systur sem hétu Harriet, Lovísa og Henríetta, sumar hverjar frá Belgíu, svo og íslenskar konur sem unnu í sumarbúđunum, sýndu okkur ţessar myndir fyrir háttinn í lok leiktíma á kvöldin og sögđu okkur sögur međ ţeim. Eins var horft á myndasyrpur úr töfralampanum ţegar veđur voru vond og ekki tilvalin til útiveru.

scan10009_a.jpg

Ekki á ég neinar ljósmyndir frá laterna magica myndasýningum nunnanna í Stykkishólmi, en hér er ég ađ vega salt, nýkominn í Stykkishólm voriđ 1966. Ég sit ţarna efst á saltinu, himnasendur fyrir framan kapelluna viđ St. Franciskusarspítala í Stykkishólmi. Vel var tekiđ á móti eina dökkhćrđa drengnum í Stykkishólmi ţađ sumariđ. Flestir drengjanna á ţessari mynd voru úr ţorpinu og vildu vera vinir manns vegna ţess ađ ég var úr Reykjavík. Ţađ var sjaldan ađ ţeir sáu slíka villinga úr stórborginni. En fyrst og fremst var ég nú áhugaverđur vegna ţess ađ ég átti forláta sverđ úr plasti međ rómversku lagi. Sverđiđ kom ekki  međ mér suđur ađ lokinni 5 vikna dvöl. Eins og ţiđ sjáiđ  á myndinni var höfđingi hinna ljóshćrđu ţegar búinn ađ semja friđ viđ ţann hrokkinhćrđa ađ sunnan fyrir rómverska brandinn. Líklega hef ég gefiđ heimamönnum sverđiđ ađ lokum fyrir vernd og vinsćldir. Ljósm. Erla Vilhelmsdóttir.

holmarar_me_sver_i.jpg

Ćgir í Hólminum

Viđ smá eftirgrennslan á veraldarvefnum fann ég nafn á manni, Ćgi Breiđfjörđ Jóhannssyni, sem ég taldi líklegan til ađ vita eitthvađ um sýningarvél nunnanna í Stykkishólmi. Ég hringdi nýlega snemma morguns í Ćgi, en hann er umsjónamađur fasteigna á St. Franciskusspítala í Hólminum og bloggari á blogginu Gáđ ofan í Glatkistuna. Ćgir er einnig mikill áhugamađur um Camera Obscura(sjá hér).

Hann hefur líklega haldiđ ađ ţađ vantađi rúm uppi á 3. hćđ. Fljótlega kom í ljós ađ Ćgir er mikill áhugamađur um Laterna Magica, ţví hann hefur í sínum fórum sýningarvél St. Franciskussystranna í Stykkishólmi og myndarúllur ţeirra.

lanterna_magica_sth_2_1280682.jpg

Hér sést sýningarvélin í Stykkishólmi og lítiđ safn nunnanna af rúllum međ myndasyrpum fyrir ţessa vél. Ljósmynd Ćgir Breiđfjörđ Jóhannsson.

Ćgir sendi mér góđfúslega mynd af sýningarvélinni og sömuleiđis af nokkrum af ţeim rúllum sem sýndar voru í ţessari vél. Ég taldi mig muna sýningar á rúllum međ belgísku teiknimyndafígúrunum Strumpunum. Ţar leiđrétti Ćgir mig, ţví hann finnur ađeins i dag kvikmyndir međ Strumpunum. Kvikmyndir voru líka sýndar í Stykkishólmi, en sjaldnar, ţví ég man ađ peran sprakk í kvikmyndsýningarvélinni međan ađ ég var í Stykkishólmi. Kassinn međ rúllunum á myndinni hér fyrir ofan inniheldur ýmis konar efni ćttađ frá Belgíu, og tel ég ljóst, ađ nunnurnar hafi ekki sýnt okkur allt. Ekki man ég t.d. eftir mjög safaríkri rúllu um heilaga Fatímu frá Portúgal, sem Ćgir sendir mér mynd úr. Skyggnulýsingar međ henni hafa nunnurnar unađ sér viđ eftir ađ börnin voru farin ađ sofa. Ţađ er kaţólskt hard-core og ađeins fyrir fullorđna.

Ţarna var hann ţá aftur kominn, töfralampi ćsku minnar, sem enn var mér minnistćđur eftir 50 ár. Tćkiđ var af fínustu gerđ frá Karl Leitz í Ţýskalandi. Mér sýnist einna helst ađ ađ ţetta sé Ernst Leitz Episcope af gerđinni Leitz/Leica Prado 500, međ 200 mm Dimar linsu. Myndasyrpan hér fyrir neđan er gerđ úr eftirmyndunum sem Ćgir Breiđfjörđ Jóhannsson hefur látiđ gera eftir rúllunum belgísku í Stykkishólmi. Mér telst til ađ rúllur ţessar í Hólminum séu ţađ sem menn koma nćst Dauđahafsrúllunum í Hólminum.

myndir_i_stykkisholmi.jpg

myndir_ur_stykkisholmi_2.jpg

Ísland í töfralampanum 2. hluti


Sjórćningjaleikur í sandkassa: Gullskipiđ fundiđ

het_wapen_van.jpg

Fáeinir fullorđnir menn á Íslandi ćtla í sjórćningjaleik í sumar. Ţeir eru meira ađ segja búnir ađ fá til ţess leyfi frá Minjastofnun Íslands, sem hins vegar bannar á stundum fornleifafrćđingum ađ rannsaka menningararfinn.

Leyfiđ til sjórćningjanna gengur út á ađ svífa yfir sanda međ mćlitćki til ađ finna gull og geimsteina. Fornleifafrćđingur verđur ađ vera međ í sandkassaleiknum segir í leyfinu. Sá aumi félagi úr íslenskri fornleifafrćđingastétt sem tekur slíka róluvallaleiki ađ sér verđur sér til ćvarandi skammar og háđungar. Hann verđur ţó líklega sá eini sem grćđir á ćvintýrinu, ef honum verđur yfirleitt borgađ. Ţađ verđur ţó aldrei greiđsla í gulli, geimsteinum, demöntum eđa perlum.

Minjastofnun hefur leyft fyrirtćki ćvintýramanna undir stjórn Gísla nokkurs Gíslasonar ađ leita ađ "Gullskipinu" margfrćga, sem er betur ţekkt annars stađar en á Íslandi sem Het Wapen van Amsterdam. Síđast er leitađ var ađ flaki ţessa skips sem strandađi viđ Ísland áriđ 1667, fundu menn ţýskan togara sem strandađi áriđ 1903. Hafa sumir greinilega ekkert lćrt af ţví. Ţessi greindartregđa virđist lama allt á Íslandi. Ţetta er eins og međ hruniđ. Ţađ var rétt um garđ gengiđ ţegar menn byrjuđu aftur sama leikinn og rotnir pólitíkusar taka ólmir ţátt í grćđgisorgíunni.

Leitiđ og ţér muniđ finna

Stofnađ hefur veriđ sjórćningjafyrirtćki sem kallar sig Anno Domini 1667. Sjórćningjarnir eiga sér einkunnarorđ. Ţađ er vitaskuld stoliđ, og ţađ úr sjálfri Biblíunni: "Leitiđ og ţér muniđ finna." Ţeir rita ţađ á bréfsefni fyrirtćkisins á latínu. Afar furđulegt ţykir mér, ađ menn sem eru svo vel sigldir í fleygum setningum á latínu geti ekki lesiđ sér heimildir um skipiđ Het Wapen van Amsterdam sér til gagns.

Sjórćningjarnir gera sér von um, samkvćmt ţví sem ţeir upplýsa, ađ finna 1827 tonn af perlum. Vandamáliđ er bara ađ farmskrár skipanna, sem Het Wapen van Amsterdam var í samfloti viđ ţegar ţađ strandađi viđ Íslandsstrendur, upplýsa ekkert um 1827 tonn af "ýmis konar perlum", heldur um 1,827 tonn af perlum sem voru ekki nauđsynlega á Het Wapen van Amsterdam. Yfirsjórćninginn hjá 1667, Gísli Gíslason menntađist víst í Verslunarskólanum, til ađ byrja međ. Ţar hélt ég ađ menn hefđu lćrt á vigt og mćli. Lítiđ hefur Gísli greinilega lćrt, ţví 1,827 tonn (ţ.e. eitt komma átta tvö sjö tonn) verđa ađ 1827 tonnum af perlum. Hvernig getur ţađ veriđ ađ ţessum talnasérfrćđingi sé veitt leyfi af ríkisstofnum til ađ leika sjórćningja sem leitar ađ sandkorni í eyđimörkinni? Hvađ halda landkrabbarnir í sjórćningjafélaginu ađ skipiđ hafi eiginlega veriđ stórt?

Slíka vitleysu höfum viđ séđ áđur í tengslum viđ leit ađ "Gullskipinu", ţegar "fróđir menn" héldu ţví fram ađ rúm 49 tonn af kylfum og lurkum vćru um borđ (sjá hér). Á einhvern ćvintýralegan hátt tókst einhverjum álfi ađ ţýđa orđiđ foelie sem kylfur.  Ţetta var alröng ţýđing eins og ég frćddi lesendur Fornleifs um fyrr á ţessu ári, áđur en ađ kunngert var ađ sjórćningjaleikur myndi fara fram aftur á Skeiđarársandi. Foelie er gamalt hollensk heiti fyrir múskatblóm, hýđiđ utan af múskathnetunni. Ţetta krydd, sem hćgt er ađ kaupa undir enska heitinu mace á Íslandi, var fyrrum gulls ígildi. Ţó ađ ţađ hafi veriđ um borđ á Het Wapen van Amsterdam, er ég hrćddur um ađ Matvćlastofnum geti ekki leyft neyslu ţess. Síđasti söludagur rann ugglaust út fyrir nokkrum öldum. Ef múskatblóma fyndist vćri úr henni allur kraftur og hún vćri frekar vatnsósa og ónýt til matargerđar.

Ţađ verđur ađ grípa í taumana. Sjórćningjar mega ekki ganga lausir á Íslandi. Einnig mćtti ráđa hćft fólk til Minjastofnunar. Mest ađ öllu vorkenni ég börnum íslensku sjórćningjanna sem eyđa peningum fjölskyldna sinna sem ella gćtu hafa runniđ til barna og barnabarna mannanna, sem vonandi munu stíga meira í vitiđ en ţeir. Öll vitum viđ ađ síđustu karlarnir međ Asperger-heilkenni sem leituđu ađ "Gullskipinu" eins og ađ sandi í eyđimörkinni létu íslenska ríkiđ ganga í ábyrgđ fyrir vitleysunni.

Mann grunar ađ menn eins og fyrrverandi sjálfkrýndur "forleifaráđherrann", Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, hefđi veriđ til í svona sjórćningjaleik. Vonandi hefur hann nú ekki skrifađ undir gruggugan sjórćningjasamning hjá 1667 sem skattgreiđendur verđa svo ađ borga á endanum eins og allar ađrar vitleysur í íslensku ţjóđfélagi. Legg ég hér međ til ađ sjórćningjarnir fari frekar og hjálpi kollegum sínum, íslensku stórţjófunum og skattskvikurunum viđ ađ grafa upp gull ţeirra og geimsteina í heitum sandinum á Tortólu, og skili sköttum og gjöldum af ţví fé í sameiginlega sjóđi landsins. Ţađ vćri ţjóđţrifamál á viđ nokkur gullskip.

Myndin efst

er hluti af stćrra málverki eftir hollenska meistarann Aelbert Cuyp. Ţarna sjást tvö skip VOC (Vereenigde Oost-Indische Compagnie/Sameinađa Austur-indíska Verslunarfélagsins) í Batavíu um 1660. Batavía var helsta höfn Hollendinga í Indónesíu. Í dag heitir borgin á ţessum stađ Jakarta. Ef vel er af gáđ, sjá menn kannski ađ skipiđ til hćgri ber skjaldamerki Amsterdamborgar.

Hugsanlega er ţetta skipiđ sem menn eru ađ leita ađ á Íslandi. Einhver annar en listamađurinn Cuyp hefur skrifađ 'Banda' á skut skipsins. Banda var ekki nafn ţessa skips heldur höfnin á samnefndri eyju á Malaccasundi, ţar sem múskattréđ óx upphaflega. Höfnin í Banda var heimahöfn múskatsskipsins Het Wapen van Amsterdam, sem sigldi međ mörg tonn af ţví verđmćta kryddi í síđustu för sinni. Menn mega trúa mér eđa ekki. Ef ekki, mega ţeir trúa ćvintýramanninum Old Red Gísli Gold sem hér sýnir innistćđulaust sjórćningjakort nútímans, međ leyfi Minjastofnunar Íslands til ađ leita uppi vitleysuna endalausu. Ţađ kalla menn víst ćvintýri.

0aaba8bfd1812b33b5fc646681a5c432.jpg


Sagnfrćđilegt mat á tveimur forsetaefnum

dreamland_965260.jpg

Ţađ er skrítiđ hvernig nasisminn lođir viđ suma forseta og forsetaframbjóđendur á Íslandi. Allir ţekkja örugglega örlítiđ til sonar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýđveldisins. Sögurnar eru margar upp lognar, ađrar réttar.

Ég leyfđi mér nýlega ađ skrifa smá viđbćtur viđ ţá sögu (sjá hér) sem ekki voru áđur ţekktar. Ég uppgötvađi fyrr á árinu, ađ Björn gerđist SS-dómari í lok stríđsins og dćmdi mann til dauđa fyrir liđhlaup. Ţetta hafđi sonur forsetans tíma til ađ gera ţegar hann var ekki ađ leggja litla, sćta danska skrifstofukonu hjá SS í einelti, bćđi vegna ţess ađ hann hafđi kynferđislegan áhuga á henni en einnig vegna ţess í ljós kom ađ hún hafđi veriđ kunningi dansks gyđings sem tókst um tíma ađ plata Gestapo ţannig ađ ţeir héldu ađ hann vćri Dani sem vildi njósna í ţágu Ţjóđverja.

Ţađ notađi Björn gegn konunni, ţegar hún hafnađi tilburđum hans viđ ađ sćnga međ henni. Björn hafđi meira ađ segja skaffađ íbúđ handa skrifstofupíunni og samverkakonu hennar, og hélt greinilega ađ hann međ lyklavöldin hefđi ótakmarkađan ađgang ađ konu ţessari. Hitnar nú yfir 1000 gráđur. Gyđingurinn, sem hún hafđi ţekkt, og sem einnig hafđi falliđ fyrir fegurđ hennar, hafđi litađ á sér háriđ, gult og síđar rautt. Međ ţví furđulega uppátćki var hann fyrst og fremst ađ reyna ađ bjarga ćttingjum sínum í fanga og útrýmingabúđum Evrópu.

Ţessi mađur, Jacob Thalmay ađ nafni, ćtlađi međ gagnnjósnum ađ freista ţess ađ komast til Ţýskalands undir fölsku flaggi. Hann missti hins vegar lífiđ fyrir bragđiđ, ţar sem íslenska hetjan Guđmundur Kamban bar kennsl á hann og sagđi Ţjóđverjum hver hann var. Gyđingurinn hafđi búiđ í sama húsi og Kamban á Řsterbro. Ţetta hefur vitanlega ekki komiđ fram í ćvisögum um Björn Sv. Björnsson eđa Kamban, frekar en sú vitneskja ađ Kamban hafi ţóst veriđ sérlegur sérfrćđingur nasista í kalkúnum í Evrópu á fyrri hluta miđalda. Meira um ţađ síđar á Fornleifi. Ţangađ til geta menn frćđst hér og hér.

toepfer_hess.jpg

Rudolf Hess međ Töpfer

Andra Snć langar ađ stýra Draumalandinu 

Ţótt langt sé um liđiđ frá lokum síđar stríđs, flćkist ţađ á hinn furđulegasta hátt fyrir forsetaframbjóđendum nútímans. Fyrst er ţađ náttúrudrengurinn Andri Snćr - Tarzan Íslands, sem nú er búinn ađ taka allan vafa af áćtlunum sínum. Hann nennir ekki ađ skrifa lengur, nema undir lög. Já, hann er einnig líka örlítiđ nasífíserađur. Fyrir nokkrum árum tók hann á móti stórfé frá ţýskum sjóđi sem stofnađur var af gömlum nasista - en ekki hvađa nasista sem er. Ţađ fúlmenni hét Alfred Töpfer(1894-1993) og var félagi í SS. Hann var m.a. foringi í gagnnjósnadeild í París. Hann komst í álnir vegna starfa sinna fyrir SS. Starf hans var ađ rćna fé af fórnarlömbum nasismans. Hann stórgrćddi á stríđinu. Seldi međal annars kalk til Lodz ghettósins, sem notađ var til ađ hella yfir líkhrúgurnar. Eftir stríđ hafđi hann í ţjónustu sinni stríđsglćpamenn eins og  Edmund Veesenmayer sem hafđi unniđ međ Adolf Eichmann viđ morđ á 400.000 ungverskum gyđingum. Hjá honum starfađi einnig Hans-Joachim Riecke, sem var viđriđinn útrýmingu á rússneskum föngum.  Allt fram til 1970 studdi Töpfer nasistann Thies Christoffersen fjárhagslega, (Christoffersen bjó um tíma í Danmörku), Christoffersen gaf síđar út ritiđ "Lygarnar Um Auschwitz" (Die Auschwitzlüge). 

Af sjóđum ţessa Töpfers hefur náttúrubarniđ Andri Snćr einnig veriđ alinn og notiđ góđs af illa fengnu fé líkt og einn helsti helfararafneitari Dana. Ţađ finnst mér álíka ósiđlegt og ađ fela fé sitt á aflandseyjum. En Andri Snćr sér ekkert athugavert viđ ađ hafa veriđ styrktur fyrir fé sem grćddist á ţví ađ heygja gyđinga undir kalki og stefnir beint í virđulegasta embćtti Íslands. Spurningin er bara, hvort umheimurinn muni ekki spyrja Andra forseta, hvađ hann hugsađi, ef ţá nokkur,  er hann tók viđ morđfé frá SS-Töpfer? Já, ein réttmćt spurning til viđbótar. Gaf Andri fé sitt úr fjöldagröfunum upp  til skatts? 

arctic_a_skotlandi_1942.jpg
Frystiskipiđ Arctic sem kyrrsett var um tíma á ytri höfninni viđ bćinn Gourock á vestursströnd Skotlands sumariđ 1942. Afa Guđna Th. og nafna var faliđ ađ ađ halda áhöfninni um borđ, en Bretar fengu einn Íslending í áhöfninni til ađ ljóstra upp um áhöfnina. Sá hét Hallgrímur Dalberg og varđ síđar starfsmađur í íslenskum ráđuneytum.

Guđni Th. og nafni hans á frystiskipinu Arctic

Hinn ágćti sagnfrćđingur Guđni Thorlacius Jóhannesson, sem alltaf er til í fréttaskýringar og tilfallandi barning á Ólafi Ragnari Grímssyni á besta útsendingartíma, og sama hvađ rćtt er um, er nú enginn heiđa-Tarzan. Ég hef gaman af Guđna og gćti vel hugsađ mér ađ kjósa hann eftir svona 8-12 ár, ţegar hann hefur nćgan ţroska til.  Áđur en ţađ gerist gćti ég vel hugsađ mér ađ spyrja Guđna, af hverju hann setti eftirfarandi athugasemd sína viđ á síđu sem Óli nokkur Ragg heldur úti og sem kallast Fragtskipaskrá Óla Ragg:

"Kćrar ţakkir fyrir ţessa fróđlegu Arctic-frásögn." (15.2.2015).

Ţarna ţakkađi Guđni Óla Ragga fyrir frásögn af skipinu Arctic sem afi Guđna og nafni sigldi um tíma á sem 1sti stýrimađur. Ţví miđur er frásögn Óla Ragg sem Guđni gleđst yfir langt frá sannleikanum og heilu kaflana vantar í sjóferđ Arctic hjá Óla Ragg farskipafrćđingi. Öđru safaríkara er bćtt viđ.

Ţađ undrar mig ađ Guđni, sem nú hugsar sinn gang varđandi Bessastađavist, ţakki fyrir slíkt - í ljósi ţess ađ hann er sagnfrćđingur og veit hvernig mađur á ađ nálgast heimildir öđruvísi en ađ vitna ađeins í "eina hliđ" málsins. Arctic-máliđ er nú flóknara en sem svo. Njósnari sá sem var um borđ á skipinu og sem sendi út veđurskeyti fyrir Ţjóđverjana var í nánu sambandi viđ Helga Jónsson nasista og kaupmann í Keflavík. Afi Guđna forsetaefnis var hins vegar "bara stýrimađur", og kom svo vitađ sé ekkert nálćgt Ţjóđverjum í ţeirri för Arctic til Vigo á Spáni, sem varđ svo afdrifarík fyrir hann, ađ hann var ađ sögn barinn í plokkfisk af Bretum á Kirkjusandi eftir heimkomuna frá Bretlandseyjum. En var ţađ nú ţađ sem gerđist? Vart hefur Guđni forsetaefni aldur til ađ muna afa sinn vel, og ólíklegt tel ég ađ afinn hafi sagt nafna sínum sögur af Arctic, áđur en hann dó ţegar Guđni yngri var á 8. ári.  Kannski segir Guđni okkur ţó alla söguna ţegar hann er orđinn forseti, ef hann ţekkir hana. Ef ekki gćti hann bođiđ mér í menningarkaffi á Bessastađi, jafnvel í Candle light dinner, ţar sem ég gćti sagt honum sögur af hinu góđa, en hripleka skipi, Arctic. Sagan sem hingađ til hefur veriđ sögđ er ţó greinilega álíka óţétt og dallurinn, en virđist ţó ekki valda Guđna neinum töluverđum áhyggjum sem sagnfrćđingi.

Ţetta voru nú bara minnispunktar um tvo af ţeim mönnum sem vilja hugsanlega njóta útsýnisins frá Bessastöđum nćstu fjögur árin. Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég veit ekkert hvor nasistadraugar og sjóferđarsögur sveimi í kringum hina frambjóđendurna, en mér ţykir vitaskuld ótćkt ađ mađur eins og Andri Snćr, sem hefur ţegiđ fé sem safnađist viđ ţjóđarmorđ, sé kosinn forseti - nema ađ hann skili ţví aftur. Náttúra Íslands gćti fljótt orđiđ ađ ónáttúru og Draumalandiđ ađ helvíti.

Sterkustu rök stuđningsfólks Andra Snćs síđast ţegar ég benti á ósiđleika hans, er hann ţáđi fé úr illa fengnum sjóđum Töpfers, voru ţau ađ ég hlyti sjálfur ađ hafa drukkiđ Fanta. Ţjóđverjar ţróuđu Fanta ţegar ţeir gátu ekki lengur fengiđ Coca Cola til ađ svala sér viđ gyđingamorđin. Vörumerkiđ Fanta var síđar notađ af Coca Cola Company. Nei, ég drekk ekki nema til neyddur Fanta, en appelsínur eru vitaskuld alsaklausar og hollar ef ţćr eru ekki bragđbćttar međ nasistasykri. Ég bíđ mig heldur ekki fram til Bessastađa eins og sá sem ţáđi morđfé frá Ţýskalandi - Enda hef ég engin "lík í lestinni" og er ekki haldinn fanta-ţorsta eftir peningum sem grćddir voru á ţjóđarmorđi.


Mörg ljón verđa á vegi íslensks prófessors

rosenborg.jpg

Prófessor einn viđ Háskóla Íslands hefur leitađ ađ afdrifum íslenskra klausturgripa úr góđmálmi í ţrjú ár. Á ferđ í Kaupmannahöfn á kostnađ ţess sem styđur rannsóknir hennar, "dettur" hún svo loks niđur á heimild sem svarar öllum spurningum hennar. Hún viđurkennir reyndar ađ hún sé ekki fyrst manna til ađ uppgötva sannleikann, ţví sagnfrćđingar hafa meira ađ segja nefnt heimildina fyrir 70-80 árum. Eins og Steinunn Kristjánsdóttir segir sjálf viđ Morgunblađiđ međ mikilli andargift:

„Ég trúi ekki ađ ég hafi fundiđ ţessi skjöl og ađ ţetta hafi veriđ svona. En ţetta stend­ur ţarna svart á hvítu. Og viđ skođun eldri heim­ilda og verka fyrstu sagn­frćđing­ana hér á landi, upp úr 1900, ţá má sjá ađ til dćm­is Páll Eggert Ólason not­ar ţessi skjöl og seg­ir ţetta - ađ á Íslandi hafi allt gjör­sam­lega veriđ hreinsađ í burtu. En síđan virđast frćđimenn hćtta ađ nota ţau og vitna ekk­ert í ţau. Ég var ađ minnsta kosti ekki fyrst til ađ finna ţetta.“

Ljón á vegi klaustursérfrćđingsins

Steinunn er svo sannarlega ekki fyrst til ađ oftúlka ţessar heimildir í ţjóđernisrembingslegu offorsi. Hún lýsir ţví svo, hvernig hún rauk út á Rósenborgarsafn eftir ađ hafa uppgötvađ hinn mikla sannleika, svartan á hvítu. Svo greinir prófessorinn og klausturfrćđingurinn, sem enga menntun hefur í miđaldafornleifafrćđi, frá ţví ađ ljón hafi orđiđ a vegi hennar í höllinni. Nei, látum hana sjálfa segja frá ţví. Ţessu lýsir hún best sjálf:

"Ég rauk svo út í Ró­sen­borg­ar­höll, sem Dana­kon­ung­ur byggđi upp úr 1600, ţví ţar er minja­safn dönsku krún­unn­ar. Ţar er nátt­úru­lega bara allt silfriđ, ţar á međal ţrjú ljón í fullri stćrđ, sem sögđ eru hafa veriđ steypt úr inn­fluttu silfri í kring­um 1600".

Viđ Morgunblađiđ heldur Steinunn ţví fram ađ ţar sé allt silfriđ frá Íslandi niđur komiđ, međal annars ljónin í fullri stćrđ, sem prófessorinn heldur fram ađ hafi veriđ steypt úr innfluttu silfri í kringum 1600. 

Ég biđ lesendur mína afsökunar á ţví ađ ţetta er fariđ ađ hljóma dálítiđ ad hominem, en ţađ er ţađ alls ekki. Ţiđ getiđ lesiđ margar greinar hér á Fornleifi um skissur og mistök Steinunnar, sem sýna ađ hún hefur stundum ekkert vit á ţví sem hún skrifar um. Ţađ er ekki bara ég sem er á ţeirri skođun. Menn geta lesiđ ritdóm Guđrúnar Ásu Grímsdóttur á bók Steinunnar um Skriđuklausturrannsóknir sem birtist í Árbók hins íslenzka fornleifafélags áriđ 2012. Ég er sjálfur farinn ađ hafa áhyggjur. Steinunn Kristjánsdóttir heldur ţví fram viđ einn ađal fjölmiđilinn á Íslandi (Morgunblađiđ) ţann 3. apríl 2015 (tveimur dögum eftir 1. apríl) ađ ljón Danakonunga í Rósenborgarhöll séu úr innfluttu silfri kringum 1600 og gefur í skyn ađ silfriđ sé m.a. komiđ frá Íslandi (sjá hér).

209551.jpg

Alvarlegur ţekkingarbrestur prófessors á sögu landsins

Ljónin ţrjú í Rósenborgarhöll voru gerđ af ţýskćttađa listamanninum Ferdinand Kübich í Kaupmannahöfn á árunum 1665-1670, nćr 7 áratugum síđar en Steinunn heldur fram. Ekki 1 gramm af silfri í ljónunum eru ćttađ ofan af Íslandi, enda allur málmur úr íslenskum klaustrum, sem alls ekki urđu eins illa út úr klausturhreinsunum og klaustur í Danmörku og Noregi, löngu farinn í kostnađ viđ hallir og hernađ, kúlur og krúdt. Nákvćmar heimildir og rentubókafćrslur eru til fyrir gerđ ljónanna. Legg ég til ađ prófessorinn yfirlýsingaglađi kynni sér ţćr áđur en hún gerir sig frekar ađ athlćgi í fjölmiđlum.

Kann prófessorinn frá Íslandi ekki ađ lesa heimildir sér til gagns? Ég efa stórlega ađ ljón Friđriks ţriđja frá 1665-70 séu nokkur stađar eignuđ Kristjáni 4., nema af Steinunni Kristjánsdóttur. Ţessi furđulega endurritun sögunnar, sem Steinunn er á kafi í, er einstök í sinni röđ. Frćđilegt er ţađ ekki, en ţađ hljómar óneitanlega vel í fjölmiđlum og ćsir einn og annan eins og athugasemd Jóns Vals Jenssonar viđ greinina um fund Steinunnar ber ágćtt vitni um.

Hér má lesa ađra grein um frćđistörf prófessorsins.


mbl.is Dýrgripir Íslands brćddir í Danmörku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vikings on Point Rosee - Some more evidence, please!

space_vikings.jpg
The International reporting of a possible Norse ruin on Point Rosee, Newfoundland, has reached new and unseen levels in the Viking-craze among some people in America (USA/Canada). Renowned space archaeologist Sarah Parkac and her husband and fellow archaeologist, Greg Mumford, have left the archaeological world close to speechless with their new discovery of "Viking enterprises" seen from outer space. With the help of satellite imagery, Dr. Parkac has located "something" on a small Peninsula in the south-west of Newfoundland. 

iron_lady_of_viking_space_archaeoogy_1279806.jpg

The new Iron lady of Viking-satellite studies

With hardly any evidence the world media is reporting something called a Viking settlement on heavily eroded Point Rosie. A report presented by Greg Mumford on Academia.edu really doesn't add so much more, except for a non detailed mention of a series of radiocarbon dates which might indicate a very wide habitation time span. Why are we not allowed to see the details? In the report, there is also not very detailed mention of a preliminary metallurgical report of 22 pages. The iron remains depicted in Mumford's Academia.edu report, which are referred to as "probables bog iron ore roasting installation" have to bee explained much better. It takes more than a charred stone to roast bog iron.

turf_at_point_rosie.jpg
Photographs of probable turf constructions found at Point Rosie bear very little resemblance to turf constructions of the early Icelanders and the first Norse settlers in Greenland. Other people than the Norse (Viking age settlers of Iceland and Greenland)built sod houses. Even the Dutch, in the late Iron Age as well as much later.

"Space archaeologist" Sarah Parkac, who allegedly located the structure on Point Rosee, although it is very clear on Google Earth after one plays with any photo processing program (see image at top), has made mistakes in her interpretation of ruins in Egypt. Maybe I am just too conventional and envious, when I suggest that egyptologists, who are the special protégés of the colourful State Archaeologist of Egypt, Zahi Hawass, who move into the boggy and foggy North Atlantic, do their homework. Before everything Norse is dubbed VIKING, and the archaeologist involved don't have the slightest clue how Norse turf structures look like, this find is being promoted as a sensation.

seyla.jpgIt is also to say the least sensational, that a "Viking expert" like Douglas J. Bolender, who belongs to a team doing research in North-Iceland, is the main authority on a "probably Norse settlement" in Newfoundland. The Boston based team lead by John Steinberger, which Bolender worked with at Stóra-Seyla in Skagafjörđur, N-Iceland, once claimed the team had found a 11th century bronze coin from Denmark. With no coinage of bronze coins in Denmark at that time, I pointed out that a bronze coin in the 11th century Denmark would be a major sensation. The Viking experts from Boston didn't know that what they found was a dress ornament copying very crudely a coin, its depiction and legend. Although the team was notified about their hilarious mistake, the copper disc is still catalogued as a "coin/copper disc" in the reports and publications of the team. On Icelandic Television John Steinberg commented his use of geo-radars, which by the way has lead to lot of interesting results for Icelandic archaeology. Steinberg argued: "We can see what we are going to find, before we find it" (see here). My advise in 2008 was: "But you sure ain't goin' to discover what you find, if you don't make an effort to know". That is also an advise I would give the Egyptologists in Newfoundland, who use satellites in their quest for "Vikings", and don't have the faintest idea how the "Vikings" used turf.

With this recent turn in so called "Viking studies" on Point Rosee, which I hope will turn successful and produce better evidence, I wish that the Vikings will not be found on the moon, too soon.

There's a great discussion on the Rosee Point finding at FB North Atlantic Archaeology 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband