Kom ek viđ hjá skransala

IMG_8779 b

Fréttaritari Fornleifs í Danmörku og Úkraínu kom nýlega viđ á skransölu í Kaupmannahöfn og fann gersemar sem eigandinn hafđi akkúrat ekkert vit á. Tvo vasa frá miđbiki 18. aldar ćttađa frá Delft í Hollandi.

Fréttaritari Fornleifs veit auđvitađ allt og ekkert, líkt og flestir fréttaritarar íslenskir - en hefur reyndar veriđ međhöfundur í mýflugumynd af miklu verki um hvíta en ekki blámálađa hollenska fajansa frá 17. öld í sýningarriti fyrir sýningu í hinu heimsţekkta listasafni Gemeente Museum í Haag í Hollandi (sjá hér).

Nú vasarnir, sem ég fékk fyrir slikk, reyndust vera frá verkstćđi í Delft, sem kallađ var ´t Hart, eđa Hjörturinn, sem var rekiđ í yfir 100 ár á sama stađ í Delft. Sá sem rak verkstćđiđ ţar er vasar mínir voru framleiddir, hét Hendrik van Middeldijk, og hann merkti vöru sína međ skammstöfun á nafni sínu.

IMG_8770 b

Nú vildi svo vel til ađ fornleifafrćđingurinn sem ég ritađi grein međ í fyrrnefnt sýningarriti, sá um fornleifarannsókn á verkstćđinu ´t Hart í Delft í upphafi ferils síns. Hún kannađist ekki viđ ţessa vasa, sem stundum er kallađir engiferkrukkur og eru í japönskum stíl. Ekki fundust ţeir heldur í ruslaholum leirkerjaverkstćđisins Het Heart.

Myndmáliđ er hins vegar kínverskt og stćling á kínversku postulíni. Vasarnir og hafa upphaflega haft lok og veriđ hluti af setti međ vösum um og stórum krukkum sem vel efnađir Hollendingar settu gjarnan á miklar hillur yfir arni sínum - og miklu frekar en málverk eftir Rembrandt eđa Frans frá Hálsi (Frans Hals). Ţarf ađ finna góđa mynd af slíkri uppsetningu. 

... Nú vantar mig bara heljarins arinn. Leitt ađ mamma mín  skyldi banna pabba ađ kaupa sér gamalt hús á 3 hćđum og 25 langt, í niđurníđslu Jordaan-hverfinu í Amsterdam, sem honum bauđst einu sinni og ég fór til ađ skođa međ honum. Ţar sem hann vildi hafa "sumaríbúđ"- Kostnađurinn viđ viđarmiklar endurbćtur voru ef til vill of miklar og raunsći móđur minnar sálugu byggđist á reynslu eyđslugrannrar bústýru sem ólst upp í Verkó og fékk ađ vita ađ ekkert vćri hćgt. Útlöngun karls föđur míns sýndi ef til vill best, hve vel honum leiđ á Íslandi.

Sumt fólk kemst aldrei úr anda borgarinnar sem ţeir fćđast í. Ég hefđi kunnađ vel viđ mig í mjóu húsi í Amsterdam reykjandi litla kjaftrifuvinda (tuitknaks) og á endalausu portvínsfylleríi í ellinni.

Ég verđ greinilega ađ kaupa mér lottómiđa á morgun ţví ég geng á krukkum eins og móđur Tótu tindilfćttu forđum, sem ekki las Morgunblađiđ - en ţá var bloggiđ auđvitađ ekki komiđ. Af og til reyki ég kjaftrifuvindla, en ég spara portóiđ, ţví ég er ađeins međ eitt nýra, og hef ekkert veriđ ađ auglýsa ţađ á öllum fjölmiđlum ţó krabbinn hafi tekiđ ţađ anno 2017. Lćknarnir töldu sig hafa fundiđ "golfkúlu" inni í nýranu, sem síđan reyndist vera ćxli á stćrđ viđ hćnuegg - og út fór ţađ og allt nýrađ međ eftir rúmlega 5 tíma ađgerđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gersemar. En hvađ varđveittu Hollendingar 17. aldarinnar í svona orkanfínum postulínskirnum? Reyktóbak, snús eđa jónur kannski?

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 26.2.2024 kl. 19:15

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Corn Flakes kannski? Eđa dúkata.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.3.2024 kl. 17:46

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Forfađir minn einn í Amsturdammi, sem bjó mjög nćrri Rembrandt, átti vćntanlega ekki svona vasa, ţví sá var uppi áđur en ţeir voru gerđir, en hann lét múra silfurmynt á gólfiđ í búđinni sinni, í stađ flísa. En mönnum ţótti engifer góđ. Ţannig er ţađ enn. Menn notuđu ţessa fajansvasa undir sultađan "gember", telja sumir, og krukkan er ekki úr postulíni.

FORNLEIFUR, 2.3.2024 kl. 07:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband