Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013

Geigenwerk da Vincis ?

Um daginn lék píanóleikarinn Slawomir Zubrzyck á eftirlíkingu sem hann hefur smíđađ af merku hljóđfćri sem sumir telja uppfinningu Leonardos da Vincis. Ţetta gerđist í Krakow. Árin 1488-89 hripađi Leonardo niđur teikningar í bćkur sínar af hljóđfćri sem hann kallar viola organista.

Slawomir Zubrzycki  í Póllandi datt í hug ađ byggja hljóđfćri sem byggđi á ţessari teikningu. 

Pólverjar, sem töldu ađ ţetta vćri í fyrsta sinn ađ menn heyrđu í ţessu hljóđfćri, tóku skakka hćđ í pólinn. Til er sams konar hljóđfćri fornt, svokallađ Geigenwerk, á hljóđfćrasafninu margfrćga í Brussel (sem einnig geymir merkilegt langspil frá Íslandi). Hljóđfćriđ í Brussel er frá 1625 og var smíđađ af seńor Raimundo Truchado í Toledo á Spáni. Enginn veit reyndar lengur, hvort ţađ hljóđfćri byggir á einhverju sem varđ til í kollinum á da Vinci, eđa hvort da Vinci hafi veriđ ađ skissa hugmyndir annarra (sjá frekar hér). Japanskur lútuleikari hefur einnig búiđ til útgáfu af ţessu "hljóđfćri da Vincis" sjá hér.

geigenwerk

Geigenwerk eđa viola organista Raimundos Truchados frá 1625

Njótiđ tónanna frá Krakow. Leonardo og Mona L hefđu örugglega fílađ ţessa tóna ţótt ţeir séu á tíđum nokkuđ kakafónískir.

Mona-da-vinci


Óđ Snorri Sturluson líka í gyđingahatri?

Gyđingar 

Á hinum síđustu og verstu tímum, ţegar gyđingahatur hefur sjaldnast veriđ meira í Evrópu og "venjulegir" Íslendingar skrifa í umrćđu á Smettiskruddu um umskurn, ađ gyđingar séu sjálfir ađ kalla yfir sig nýja helför, međan enn ađrir segja fjálglega frá ţví ađ ţeir hafi á ćvi sinni "lent í ferlegum Gyđingi, sem beitti bćđi slćgđ og kćnsku til ađ grćđa á ţeim sem öđrum, laug, sveik og stal og ţađ..." (sjá athugasemdir ţann 10. nóvember 2013 á snjáldurskinnu Ragnhildar Pálu, sem er mikill vinur gyđinga).

Ţegar svo hrćđilega er komiđ fyrir Íslendingum í ófétis hatrinu og fordómunum, er áhugavert ađ detta ofan á nýja frćđigrein um Snorra Sturluson og gyđinga. Ég hef sjálfur skrifađ niđursođna, en ţó mest lesnu (og stolnu) sögu gyđinga á Íslandi (sjá hér), en hefi aldri rekist á neitt um ađ Snorri forfađir minn, og okkar margra, eigi ađ hafa ritađ um gyđinga eđa gyđingdóm. Hann velti vissuleg fyrir sér ţjóđum ađ siđ fróđra samtíđarmanna sinna, sem vissu mest lítiđ um allt. En ţađ er glćnýtt fyrir mér ađ Snorri hefđi veriđ ađ gangast upp í gyđingum. Hann nefnir gyđinga ekki einu sinni í Eddu sinni.

Ungur frćđimađur viđ Harvard/UCL, Richard Cole ađ nafni, hefur mikiđ velt fyrir sér frásögnum  af gyđingum í fornbókmenntum Norđurlanda. Í nýrri grein (sem hér er í nýjustu gerđ sinni frá 2017, en ţessi grein var skrifuđ á grundvelli "draft" gerđar. Richard hefur breytt grein sinni eitthvađ) sem hann hefur ritađ um gyđinga og Snorra Sturluson er margt á huldu og flest mjög tilgátukennt. Segir Cole reyndar sjálfur ađ hugmyndir sínar, sem eru vćgast sagt frekar langsóttar, séu kannski "unpalatable". Ég verđa ađ viđurkenna ađ mér ţykir tilgáta Cole algjörlega óćt, ţótt margt áhugavert sé hćgt ađ lesa í grein ţessa unga, áhugaverđa frćđimanns sem ég fylgist međ á Academia.edu.

Múspells synir voru synir jötunsins Múspells, sem samkvćmt Snorra áttu ađ ríđa ađ Bifröst til ađ berjast viđ ćsina viđ Ragnarökkur á Vígríđarvelli ásamt öđrum illfyglum eins og Surti, Fenrisúlfinum og Miđgarđsormi. Cole telur ađ Snorri lýsi Múspels sonum í Eddu sinni (ca. 1215) međ minnum sem notuđ voru til ađ lýsa gyđingum, sér í lagi svo kölluđum "rauđum gyđingum" í frásögnum af Antikristi. Telur Cole ađ Snorri sé ađ nota lýsingar af "Rauđu gyđingunum" ţegar hann lýsir Múspells sonum. Samkvćmt miđaldahindurvitnum áttu ţeir ađ búa í Kákasus, einangrađir mjög, og áttu ţeir ađ koma á hinsta degi til ađ berjast viđ góđ öfl og til ađ koma í veg fyrir ćtlunarverk Krists.

Sér Cole margt líkt međ lýsingum á rauđu gyđingum og sögum af Loka og af ţursunum Múspellssonum. Segir hann ađ kenningin Muspellz synir hjá Snorra sé "halfrím" viđ kenninguna Ísrćls synir sem er skilgreining sem gefin er á gyđingum í Stjórnahandriti  (AM 226 and 228 folios) sem er samansafn frásagna úr Gamla Testamentinu og er frá 14. öld, en ekki ţeirri 13. eins og Cole heldur fram. Vitnar Cole einnig til miđaldakvćđis sćnsks og miđaldatréristu máli sínu til stuđnings. En Cole gleymir hins vegar ađ segja okkur ađ sćnska miđaldakvćđiđ Konung Alexander, sem inniheldur frásögn af "rauđum júđum", er frá 1380 og tréristan sem han birtir mynd af í grein sinni er úr ţýska ritinu Der Antichrist frá 1480. Elsti textinn sem nefnir rauđu gyđingana er handritiđ Der Jungere Titurel frá 1272 , og telur Cole ađ sagan ţar af rauđgyđingunum geti byggt á miklu eldri heimildum. Engar sönnur eru ţó fćrđar fyrir ţví eđa í riti ţví sem Cole vitnar í eftir Andrew Colin Gow. The Red Jews. Antisemitism in an Apocalyptic Age 1200-1600. (Leiden: E.J. Brill, 1995).  Mér ţykir í hćsta máta ólíklegt ađ Snorri Sturluson (1179-1241) hafi veriđ búinn ađ ná sér í hugmyndir sem byrjuđu ađ gerjast eftir 1220 suđur í Evrópu.

Rauđir Júđar

Ţessa mynd notar Cole til ađ fćra rök fyrir ađ lýsingar Snorra á Múspells sonum séu lánađar af lýsingum miđaldaruglubókmennta um svokallađa "rauđa júđa". Myndin er hins vegar ekki frá tímum Snorra, heldur frá 1480.

Grein Coles er tilraun til tilgátu. Hann setur ekki fram nein óyggjandi sannindi um ţekkingu Snorra Sturlusonar á gyđingum eđa notkun hans á gyđingalýsingum ţeim sem hann telur ađ Snorri heimfćri upp á ađra óvinsćlar eđa óferjandi fígúrur. Mér finnst Cole gera Snorra upp ţekkingu á frćđum og kreddum sem alls ekki eru varđveittar frá tímum Snorra sjálfs.

Ekki ćtla ég ađ útiloka, ađ Snorri hafi ţekkt til gyđingahaturs. Hugsanlega hefur Snorri fengiđ ađ láni einhver hatursminni um illsku gyđinga til ađ heimfćra á ţurs úr Múspellsheimum. En ef ekki liggja fyrir betri heimildir en ţćr sem Cole framreiđir, verđur ţetta í mesta lagi skemmtileg tilgáta og tómar vangaveltur. 

Myndin efst er niđurlensk eđa ţýsk trérista á pappír frá ca. 1470, sem sýnir gyđinga rćđa viđ Jóhannes skírara. Gyđingahatur, sem Cole sér bergmálast í lýsingum Snorra á Múspellssonum var vissulega í hćsta máti áţreifanlegt á miđöldum. Ţađ voru sannarlega til illmenni á tímum Snorra. Mörg ţeirra störfuđu innan kirkjunnar, sem eins og öfgaíslam í dag ól á og nćrđist á hatri í garđ annarra ţjóđa og trúarbragđa.

taxroll

Ţessi mynd er frá sama tíma og Snorri var upp á sitt besta. Myndin (músiđ myndina til ađ stćkka hana) er teiknuđ af meinfýsnum munki í skattaskrá Norwichborgar áriđ 1233, og á henni er hćđst ađ gyđingum sem bjuggu á ţeim tíma í borginni. Ţeir voru greinilega hatađir á sama hátt og konan hatađi gyđinga í athugasemd á smettiskruddu Ragnhildar Pálu um daginn.

Háđsmyndin er m.a. af Isaak syni Jurnetts, syni Eliabs. Hann er sýndur sem konungur međ ţrjú andlit. Í Norwich er reyndar enn til hús sem kallađ er Music Hall, sem er taliđ vera afbökun á Moishe Hall, og telja sumir ađ húsiđ sé ađ grunni til ţađ hús sem Isaak ben Jurnet bjó í á 13. öld. Ísak ţessi var lánadrottinn Hinriks III  Englandskonungs, svo og munka í Westminster sem hann saksótti fyrir skuldir, og einnig biskupsins af Norwich.

Moshe Mokke og kona hans Abigail eru einnig hćdd á níđteikningunni. Moshe Mokke var dćmdur fyrir ađ slá mann og síđar hálshöggvin fyrir ađ höggva silfur. Hinrik III greiddi aldrei Ísak fé ţađ sem hann skuldađi honum og setti á lög sem gerđi gyđingum lífiđ mjög leitt. Ţađ átti ađ heita ađ hann verndađi ţá, en fyrir ţađ lánuđu ţeir honum á mjög góđum kjörum og greiddu stundum sjálfir fyrir međ lífi sínu. (Hinrik III hef ég áđur nefnt. Hann elskađi hvítabjörn sinn meira en gyđinga. Heinrekur III tjóđrađi björninn í Tower of London og á tyllidögum fékk björninn ađ synda í Thamesá og veiđa sér fisk. Henrý var mikill dýravinur og átti líka fíl sem dó líklega úr rauđvínsdrykkju).

Áriđ 1144 var gyđingum í borginni Norwich kennt um barnaníđ og morđ, ţegar 12 ár drengur, Vilhjálmur ađ nafni, hvarf. Ţótt aldrei hafi sannast ađ Villi litli hefđi veriđ myrtur, og líklegra sé, ađ hann hafi veriđ grafinn lifandi af ćttingjum sínum sem héldu ađ hann vćri látinn, ţá komu upp svipađar ásakanir á hendur gyđingum á nćstu árum víđs vegar um Bretland. Vilhjálmur var tekinn í dýrlinga tölu. 

Líklegt er ađ beinagrindurnar 17 (ţar af 11 af börnum) sem fornleifafrćđingar fundu í brunni í Norwich (sjá hér) séu afleiđing múgćsingar sem greip um sig á Bretlandseyjum á 12. öld? Kannski töldu kirkjunnar menn, sem fengiđ höfđu fé ađ láni frá gyđingum, múgnum trú um ađ fólkiđ sem myrt var vćri Múspells börn og ţví réttdrćpt.

Gyđingahatur er enn notađ til ađ hlaupa frá skuldum sínum, til ađ fyrra sig ábyrgđ og til ađ kenna öđrum um allt sem miđur fer.  Ţađ sannađist er einn af pótentátunum sem settu Ísland á skuldamannabekk hér um áriđ ásakađi ásamt öđrum ýmsa gyđinga á Bretlandseyjum fyrir ađ reyna ađ ná í auđćvi sín fyrir slikk (sjá hér, hér, hér , hér og hér).


Fjórar drottningar í einum sal

707921


Frábćrt er ađ heyra ađ bók Jóns Ţ. Ţórs og Guđjón Friđrikssonar, Kaupmannahöfn, höfuđborg Íslands í 500 ár, sé loks ađ koma út. Hafđi ég búist viđ verkinu fyrr, en allt hefur sinn tíma, jafnvel ţótt verkiđ hafi veriđ margstyrkt af ríkustu mönnum Dana- og Íslandsveldis, lífs og liđnum.

Danadrottningu og Forseta voru afhent séreintök af bókinni, sem kemur ekki á markađ dauđlegra manna fyrr en í byrjun desember. Ţetta eru tvö bindi og munu ţau kosta 14.900 krónur, sem er líklega ekki hátt verđ fyrir 4 kílógramma bók. Ég hlakka til ađ lesa ţetta verk. Ég fć ţađ kannski ađ láni hjá Ţórhildi ţegar hún er búin ađ lesa ţađ.

Myndin hér ađ ofan segir margt. Hún er af Danadrottningu ţar sem hún skiptist á orđum um bókina viđ konung vorn Ólaf Ragnar. Greinilegt er á fasi Danadrottningar ađ hún er búin ađ finna villu. Hún er nokkuđ natin viđ slíkt.

Guđrún Nordal situr ţeim á vinstri hönd eins og Foxill Lady međ lágfótu slengda um hálsinn, búin ađ setja handritin aftur í tóma skápana í Ţjóđmenningarhúsinu. Guđrún hefur augljóslega skotiđ öđrum ref fyrir rass, eftir ađ hún hefur látiđ skikka yfirvald allra safna, Margréti Hallgrímsdóttur, til ađ setja nćturvörđ og brunatryggingu á handritin međan ţau verđa til sýnis í Ţjóđmenningarhúsin í eina viku (sjá hér).

Margrét ţjóđminjavörđur lítur dálítiđ veimiltítulega út og stjörf, ţarna fyrir aftan royalíteitin. Líklega verđur hún ađ kaupa sér einhvers konar kött um hálsinn til ađ geta klórađ sig fram á fremsta bekk. Hún stjórnar ţó húsinu sem ţau sitja í. Sigmundur Davíđ mun redda ţví, ef hún sparar alla ónauđsynlega starfsmenn og stofnanir í burtu fyrir hann, svo hann geti jafnađ skuldavanda eyđsluseggjanna. Ţannig á nefnilega ađ gera ţađ. Ţjóđernisrembingurinn í honum er bara yfirklór.

Ég hef lítiđ álit á framsóknarkóngum. Ţađ held ég líka ađ Árni Magnússon hefđi haft.


Malbik er lausnin

706199

Eftir miklar vangaveltur hafa mér fróđari menn ákveđiđ ađ vernda náttúruna međ malbiki.

Ţetta er líklega ţađ sem koma skal. Sumir vilja ólmir stórhýsi ofan á viđkvćmar fornminjar og malbiksstígar um náttúruperlur eru auđvitađ kćrkomin lausn fyrir ađra fatlađa en ţá sem hella vilja malbiki yfir náttúruna. Fram međ hjólabrettin!

Eru Íslendingar ekki farnir ađ láta malbika og valta einum of mikiđ yfir sig, eđa eru ţeir hćttir ađ geta gengiđ á móđur jörđ nema ađ hún sé öll útötuđ í tjöru?

Icelandic Nature


mbl.is Göngustígar malbikađir í Dimmuborgum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband