Bloggfærslur mánaðarins, mars 2022

Rauða Torgið: Cut and Paste kemur til Íslands

IMG_8076 b

Er ritstjóri Fornleifs var miklu, miklu yngri en hann er i dag, var hann ekta sjónvarpsbarnastjarna og það langt á undan Boga Ágústssyni.

Stundin Okkar hét og heitir mikil menningaþáttaröð í Sjónvarpi á Sunnudögum, sem óefað er sá þáttur í Sjónvarpi sem lengst hefur gengið fyrir utan Bogafréttir. Þetta var á þeim árum að fólk leiddist út á hálar dráttarbrautir glæpa vegna þess að það var akkúrat ekkert í Sjónvarpinu á fimmtudögum.

En um sexleytið á Sunnudögum horfðu allir á Stundina Okkar. Einnig ykkar einlægur, sem bæði horfði á RÚV og Kanann, enda upp alinn á heimili, þar sem lengstum voru tvö svokölluð sjónvarpsviðtæki.

Fúsi Flakkari

Ég brilleraði hálfgert í spurningaleik fyrir krakka sem öðlingurinn Pálmi Pétursson stýrði. Hin landselskaða Kristín Ólafsdóttir stjórnaði Stundinni og menningardúkkan Fúsi Flakkari var helsta viðnámið gegn Roy Rogers og týnda kjötfarsinu í Herstöðvarsjónvarpinu frá Vellinum, sem enn var erfitt fyrir Menntamálaráðuneytið að ráða niðurlögum á um 1970. Sögusagnir herma, að Fúsi Flakkari og Bogi Ágústsson séu ein og sama persónan. Einhver tengsl eru líka við Hrannar Björn Arnarsson, þótt óljós séu.

Pálmi Pétursson hafði verið bekkjarkennari minn í 4. bekk (9. ára bekki) í Æfinga og tilraunaskóla Kennaraskóla Íslands, sem í dag ber hið borgaralega nafn Háteigsskóli. 

Screenshot 2022-03-30 at 09-43-39 18020274

Pálmi tók nokkra krakka úr gamla bekknum sínum og var með spurningakeppnir 1970-71. Það var eins og Pálmi hefði aldrei gert annað. Hefði hann verið upp á sitt besta síðar á öldinni hefði hann ekki haft undan því að stjórna skemmtiefni í Sjónvarpi.

Pálmi hvarf langt fyrir aldur fram yfir í annan heim Alzheimerssjúkdómsins. Ég var eitt sinn, snemma á 9. tug 20. aldar, á leið heim úr miðbænum í vagni nr. 3. Ég var í vetrarleyfi á Íslandi, en þá bjó ég í Danmörku. Ég sé Pálma og geng til hans og heilsa á hann. Hann þekkti mig ekki og ég sá þegar að eitthvað var að. Sambýliskona hans, að því ég tel, skýrði í fljótheitum hvers kyns var og ég sagði bara að Pálmi hefði eitt sinn verið kennarinn minn. Hann var frábær karl í alla staði og kunni sitt fag, sem ekki var hægt að segja um suma aðra kennara í fyrrnefndum tilraunadýraskóla.

Fólk tók fljótt eftir hvolpafeitum og hrokkinhærðum dreng, sem ekki var kominn yfir í hina hræðilegu bítlatísku. Á kvenfélagsfundum um land allt var mikið talað um þennan vel klædda og kembda dreng: "Bara að öll börn væru eins og hann" heyrðist sagt á bestu bæjum.  "Vertu eins og strákurinn í Stundinni okkar" heyrðist oft í Vesturbænum.

En svo breyttist allt á einum sunnudegi rétt eftir kl. 18. Idealkrakkinn, pattaralegi drengurinn í P&O fötunum frá C&A og SÍS féll af stjörnuhimnum því hann vissi hvar mynd sem liðunum var sýnd, var tekin. Upp fór armurinn og litla gáfnaljósið setti upp lítillætissvipinn og másaði næstum af gleði með byltingarglóð í aguum: "Rauða torgið í Mosku".

Í Velvakanda var vart ritað um annað í tvær vikur. Drengur í Stundinni okkar var svo heilaþveginn að hann vissi hvað Rauða Torgið var. Hannes Hólmsteinn Gissurarson helgaði síðar þessari spurningakeppni heilum kafla í einni af bókum sínum um Hættur Kommúnismans. Ég hafði reyndar aðeins séð Rauða Torgið á forsíðu Moggans.

9687624325_cab8b82b79_b

Ég lifði lengi á frægðinni úr þessum þætti. Það var tekið eftir þessu hjá Alþýðubandalaginu, og Þjóðviljinn rómaði þessa spurningaleiki Pálma Péturssonar, enda voru þeir góðir.

Langt fram yfir fermingaaldurinn var ég spurður, hvort það hefði ekki örugglega verið ég sem vissi hvað Rauða Torgið í Moskvu var; Og eins og þið sjáið var ég enn nokkrum árum síðar mjög upp með mér af því að vita það og lítillætissvipurinn var algjörlega farinn. Ég lifði lengi á Rauða Torginu.  Vilhjalmur-1978-0-Enhanced-Anima(1)Reyndar verður að viðurkennast, að besti heilinn meðal krakkana sem Pálmi Pétursson sérvaldi í Æfinga- og tilraunaskólanum fyrir þáttinn sinn var hún Olga heitin Harðardóttir, sem ég var lengi hálfskotin í vegna þess að hún var svo svakalega klár. Olga bjargaði alltaf okkar liði með hugarreikningi einum saman. Hugarreikningur í sjónvarpssal þótti góð og holl skemmtun fyrir börn í þá daga.

Jón Atli Benediktsson, í daglegu tali kallaður Beni Speni, núv. rektor HÍ, komst með í aðra umferð hjá Pálma Péturssyni í Stundinni. Jón brosti bara og sagði aldrei neitt og gat ekkert reiknað. En það skipti engu máli, þegar við höfðum Olgu Volgu. Jón Atli vildi bara komast í návígi við Fúsa Flakkara og var afar lukkulegur með að hitta hann í eigin persónu og talaði vart um neitt annað í heilt ár.

Fyrir fjölmörgum árum síðan, þegar einhver nostalgía færðist yfir ritstjóra Fornleifs, líkt og oft gerist þegar menn gerast eldri og virkum líffærunum þeirra fækkar, hafði ég samband við RÚV og spurði hvort að hugsanlega væru til einhverjir þeirra þátta sem ég trauð upp í án þess að fá greitt fyrir. "Bla,bla,bla ekkert var varðveitt, því þetta var tekið upp á fjölnota spólur og da dí da". Sem sagt - allt komið á öskuhauga sögunnar.

Því kemur sér vel fyrir íslenska sjónvarpssögu, að móðir vatnskembda drengsins í nælonskyrtunni með gáfumannabindið, lengst til vinstri á ljósmyndinni efst, var duglegur áhugaljósmyndari.

Fyrir daga Vídeós og Windows datt henni það snjallræði í hug að taka ljósmynd af sjónvarpstækinu í svefnherberginu. Hún skaut nokkrum sinnum, og með flassi sýnist mér.

Útkoman var því miður ekki góð, en Erla Vilhelmsdóttir (nú á 93. aldursári), gafst aldrei upp. Hún framkvæmdi Cut & Paste og það löngu á undan sinni samtíð. 

Þetta afrek mömmu litla kommúnistans á Rauða Torginu hefur varðveist fram á okkar daga. Efst sjáið þið andartak úr spurningakeppni barna í Stundinni Okkar árið 1970.

Ef einhver á betri myndir, hafið endilega samband.


Gullskipið enn eina ferðina

het_wapen_van

Í gær var frumsýnd heimildakvikmynd um leitina að Het Wapen van Amsterdam, gullskipinu sem sumir kalla svo. Sú leit er víst enn í gangi vegna misskilnings ævintýramanna sem ekki hafa fyrir því að lesa heimildir. Þessir ævintýramenn geta greinilega fengið í lið við sig auðtrúa fólk sem ekki hefur heldur hænuvit á því hvað heimildir og heimildarýni gengur út á. 

Mér til mikillar furðu voru mér færðar þakkir í rúllutexta síðast í þættinum. Ja, fyrir hvað, er mér spurn?

Screenshot 2022-03-14 at 08-37-33 Leitin að Gullskipinu - RÚV Sjónvarp

Fundur minn með Jóni Ársæli Þórðarsyni í Kaupmannahöfn 2019

Ég hélt fund yfir nokkrum kaffibollum og bakkelsi á listasafni í Kaupmannahöfn með Jóni Ársæli Þórðarsyni, sem ólmur vildi fá mig með í þáttinn þennan, þó hann þekkti afstöðu mína til allra leita að skipinu fram á okkar dag. Um skoðanir mínar er hægt að fræðast hér á blogginu Fornleifi.

Ég benti Jóni Ársæli á það sem ég hef skrifað um skipið (hér, hér og hér) og sé ég að lítið af því hefur komist til skila í þættinum. Svo vart er mér þakkað fyrir það. Ég heyrði aldrei frekar í Jóni eftir fund þennan, enda hefur honum örugglega skilist á mér að ég hefði lítinn áhuga á því að ræða dagdrauma fjársjóðaleitarmanna og furðudýrafræðinga.

Jón blessaður veiktist svo eins og alþekkt er orðið, og það mjög illilega af Covid-veirunni. Ég heyrði ekki meira frá Jóni um þáttinn fyrr en ég sé hann nú í gær. Nafn mitt á ekkert erindi í rennitextann á eftir þættinum. Það er enn verið að skapa eitthvað ævintýri, og skáldskap. Mig grunaði að það væri tilgangurinn með þættinum og þess vegna er ég feginn að ég tók ekki þátt í því að veita leitinni gæðastimpil forleifafræðings.

Aðrir meistarar nálarinnar í sandinum

Hinn látni meistari Þórður Tómasson í Skógum kemur fram í þættinum og fer því miður með rangar upplýsingar um kistuspjöldin. Hann hefur greinilega lesið greinar mínar en aðeins munað hluta úr því sem ég skrifaði. En gaman var að sjá Þórð, þarna á 100 ára afmæli sínu.

Þór Magnússon var einnig fyllingarefni, en hafði að vanda frekar lítið að segja. Áhugaverðara hefði verið að fá að vita, af hverju hann fór að trúa að því að skipið væri fundið skömmu áður en þýski togarinn birtist holunni miklu á sandinum.

Ómar Ragnarsson var þá nokkuð merkilegri til viðræðu og sagði það sem hann hefur áður haft eftir heimamönnum: Að leitað hafi verið á röngum stað á söndunum, þ.e.a.s á Svínafellsfjöru, en ekki á Skaftárfellsfjöru sem heimamenn tengja strandinu. Ómar benti einnig réttilega á breytileika árfarvega á söndunum og hvernig staðfræði sandanna hefði ef til vill breyst gegnum tíðina við það.

Fyrst mér er þakkað í heimildamyndinni, leyfi ég mér að setja hér hlekki (hér, hér og hér) í greinar sem ég hef skrifað um skipið Het Wapen van Amsterdam hér á Fornleifi, svo fólk geti lesið um vitleysuna sem hefur verið í gangi um áratuga skeið.

Upphaflegu gullskipaleitamennirnir höfðu engan áhuga á að vita hvað hollenskumælandi menn sögðu þeim og sýndu þeir samt þeim mönnum sem samband var haft við hroka og útlendingafyrirlitningu. Hér á ég við föður minn, sem þeir höfðu samband við, en vildu ekki hlusta á skýringar hans og þýðingu.

Síðar var notast við mann sem síðar var fréttamaður hjá RÚV, sem Gullskipsmenn vildu heldur trúa en þeim sem gátu lesið hollenskan texta. Það var Þorvaldur Friðriksson, sem var með í þættinum. Sem dæmi um þýðingartilburði hans á 17. aldar hollensku var að hann þýddi orð sem notað var yfir rauða himnu múskatblómunnar, foelie, sem "kylfur" (sjá hér).

000004_1276016

Rauða himnan utan um múskatblómuna (hnetuna) er það sem Hollendingar kölluðu á 17. öld foelie. Hún var þurrkuð og þótti besti hluti Múskatávaxtarins. Þegar Íslendingar kaupa hana í dag malaða, er hún í umbúðum með enskum texta, og kallast Mace. Sérfræðingurinn Þorvaldur Friðriksson þýddi foelie sem "kylfur".   

Er ekki frekar kominn tími til að íslenska ríki gefi upp þá heildarupphæð sem íslenska ríkið setti í gullgrafaraverkefnið á Skeiðarársandi, vegna þess að stjórnmálamenn létu líka glepjast og létu sig dreyma um gull og geimsteina? Það var mikið fjármagn, sumir tala um 50 milljónir, aðrir segja að það hafi verið hærri upphæð. Það var fjármagn sem aldrei var greitt til baka í ríkissjóð. Ríkisstjórn notaði almannafé í fíflaskap og ævintýri leikbræðra úti á stærsta sandkassa landsins.

Það hefur því miður lengi verið ævintýrafólk í íslenskum stjórnmálum og því verður Alþingi aldrei betra fley en þeir sem sigla því. En Het Wapen van Amsterdam er löngu sokkið og í sjónvarpsþætti Jóns Ársæls var ekki  minnst einu orði á skýrslu sem rannsóknarstofnun Bandaríska flotans í Maryland ritaði á sínum tíma og sem lengi var að finna á skrifstofu starfsmanns eins á Þjóðminjasafni Íslands, Guðmundar Ólafssonar. Guðmundur er ekki þakkað í rennitextanum við þáttinn í gær, og því býst ég við að ekki hafi verið haft samband við hann. Er ekki kominn tími til þess að Þjóðminjasafnið taki skán af skýrslu þessari og setji hana á netið, svo gullleitarmenn framtíðarinnar, sem læsir eru, geti fræðst. Skýrlan er til í Þjóðarbókhlöðunni.

Ég sagði Jóni Ársæli frá þessari bandarísku skýrslu (sem ég á nokkur ljósrit úr) á Cafe Polychrom á den Frie i Kaupmannahöfn í september 2019, og Jón fékk einnig að vita, hvar hann gæti náð í hana. Skýrslan segir allt sem segja þarf um strauma og krafta í sandinum, sem taka ætti af allan vafa um að nokkuð sé eftir af skipinu góða sem sumir kalla "Gullskip" - vegna þess að þeir lifa í draumalandi, þar sem menn vilja ekki taka sönsum eða þroskast.

Krydd varðveitist ekki vel í sandi og leit að ímyndun er heldur ekki nógu sterkt krydd fyrir mig. Ómar Ragnarsson taldi sig aftur á móti finna furðulega lykt í sandinum þegar þýski togarinn var að birtast. Lyktin var að minnsta kosti ekki af karrýpylsum (Currywurst) frá Berlín, því þær komu fyrst til sögunnar þegar stríðshrjáðir Þjóðverjar fengu óhemjumagn af karríblöndu frá velunnurum sínum í BNA árið 1949.

Screenshot 2022-03-14 at 09-40-29 Leitin að Gullskipinu - RÚV Sjónvarp

Hér rekur Ómar Ragnarsson nefið í togaraleifar og telur sig finna kryddlykt. Svo fleygði hann barasta sönnunargagninu í sandinn eins og einhverjum sora. Kannski var þetta fnykur af kylfum Þorvalds Friðrikssonar.

Gísli Gíslason gullgrafari 21. aldar. tjáir sig í upphafi þáttarins, þannig að ljóst má vera að fræðilegur tilgangur með leitinni er ekki meiri eða merkilegri en hann var á 20. öld. hjá Björgunarkörlunum, sem ekki vildu, eða gátu, lesið sér til gagns.

"Við erum ekki að þessu til þess að auðgast; við erum að þessu til að taka þátt í ævintýri og auðvitað væri gott að finna eitthvað þarna til að koma einhverju í ríkiskassann - ekki veitir af og fá einhver verðlaun, það væri gaman."

Fullorðnir karlar þurfa stundum að leika sér eins og smápollar, og af og til kostar það nú skildinginn. Það er alltaf gaman að því þegar menn koma upp um sig í sömu setningu og þeir neita öllu. Svo er Gísli Gislason einnig kominn í bullandi samvinnu við Rússa sem verður að teljast mjög vafasamt á þessum síðustu og verstu tímum. Kannski dreymir karlana þá um að verða olígarkar, þegar gulli og gersemum verður dælt upp úr sandinum.

Gull var reyndar ekki grafið úr jörðu eða unnið í Indónesíu á 17. öld (þó svo að það sé gert í dag í hinni risavöxnu námu í Papúa-hluta eyjanna) og það gull sem lestað var í skipalestina, sem Het Wapen van Amsterdam sigldi með frá Indónesíu/Suður-Afríku, var sett í lestar annarra skipa í Suður-Afríku.

Myndin efst: er málverk af skipi VOC deildarinnar í Amsterdam. Þarna er mjög líklega komið skipið Het Wapen van Amsterdam, þar sem skjaldamerki Amsterdamborgar (Het Wapen van Amsterdam) er listilega útskorið og steint á skut skipsins. Þar stendur einnig Banda, sem var heimahöfn Het Wapen van Amsterdam í Indónesíu. Í upphafi sjónvarpsþáttarins um leitina að gullskipinu er akrílmynd af skipi sem ekki einu sinni er með skjaldamerki Amsterdamborgar á skutnum. Það hefði nú verið við hæfi, þar sem skipið dregur nafn sitt af því. 


Danish journalist visited one of Ukraine´s modern day heroes - or so he thought

myhail-gredil5-583x430

This is a modern-day story, from a continent being wrecked by short destructive men like Putin, Biden and the new minute-man on the block, Mr. Volodimyr Zelinskij.

Sorry, I do not believe in short heroes, except for short women heroes.

A week ago, February 28, Danish State Broadcasting Service (DR) reported from a town close to Lviv. The town is Horodok (one of 6 towns bearing that name in Ukraine) The short-news item was posted at 20:22 local time in Copenhagen by journalist Sean Coogan.

The Danish journalists visited an alleged NGO-aid organisation called NGO Apostelska Chota, which is being lead by a Catholic priest by the name of Myhail Gredil, who is an ordained priest who studied at the a seminary in Lublin, Poland (Katolicki Uniwersytet Lubelski Jana Pawla II).

275204234_10209087827309497_2387022777531835837_n

The priest Gredil in his ornate.

Gredil is a very special type of clergy, to say the least. Apart for fighting with his congregation of extreme-nationalist and antisemites, he runs an organisation, which apart from hailing Jesus and his venerable mother Mary (as he should), also hails the WWII Ukrainian Nazi-collaborator Stepan Bandera, who was responsible for the killing of thousands of Jews in the Ukraine in 1941 (See here).

The Holy Trinity of Horodok

275014129_10209087841029840_8669287079879739590_n

Jew murderer and present day Ukrainian National Hero, Stepan Bandera (1909-1959) overlooks Catholic aid in Horodok - Apostelska Chota headquarters.

274187949_1181924969006707_3748813061692230258_n

Mihayl Gredil teaches hate in the name of the Catholic Church when he is't fighting the Russian minority in East-Ukraine ...

myhail-gradil-13-750x430

...splashing Holy Water on cars full of material for the fight against the Russian aggressors, whom Gredil calls Jews.

275185172_10209093453610151_5947229913987288743_n

In the hall of the building which houses Apostelska Chota in Horodok, one finds a painting of Jesus on one wall, mother Mary on another, but the Nazi-congregation's real hero, the Jew-killer Stepan Bandera, hangs on the third wall. The new Holy Trinity in the Ukraine is Jesus, Mary and St. Bandera the Jew-slayer.

The Catholic Church has a problem (or two). Some of the Gods´ children which Jesus asked us to send to him are not so innocent. Is Myhail Gredil something the Catholic Church wants to support? I hope someone in the Vatican reads this blog and makes the necessary arrangement to remove Mr. Gredil from his priesthood. An anti-Semite is not, and will never be a representative of a Jew later known as Jesus Christ. But we have seen some horrible dispensations from that for the past centuries.

202828805_4005257376225467_4046744568086754004_n

Gredil´s going to shoot the bullets of God. Look, he is a short man too. A tiny guy.

Back in war-torn Ukraine. A hero-apostle has risen on the heaven of European (and seemingly Jewish) stars. Only few weeks ago many Ukrainians demanded Volodomyr Zelinskij out of office, with the help of weapons if necessary. They wanted the former president Pedro Porochenko back in office. Porochenko is an exiled major league criminal. His followers wanted him back into the presidential palace, because they believed that he would give Putin a more firm fight than Jewish Zelinskij.

Well, didn´t Zelinskij prove them wrong. He is going to fight to the bitter end against the small character from Russia. Unfortunately, however, he will confirm Putins´ claims about Nazis. However, It is still to be seen who the drug-addicts are.

It will also help his obvious sainthood that Mr. Volodomyr Zelinkij has also praised Jew-killer Bandera. No, not in an ironic way in his former, allegedly hilarious, stand-up comedy shows. He has done so in  office as the president of the Ukraine:  "There are indisputable heroes. Stepan Bandera is a hero for a certain part of Ukrainians, and this is "a normal and cool thing" for these guys. He was one of those who defended the freedom of Ukraine" See here.

000_324E6BP-e1646326432856-640x400

The "Jew" who believes that nasty killer of Jews, Stepan Bandera, was a hero for some and that it´s cool and normal. Please do not blame me for not percieving Zelinskij as "cool or normal", nor associate me with Putin for doing so. In my opinion Volodimyr Zelinskij is also a part of the problem.

Jews, who support short-guy Zelinskij against the tiny character Putin, can do so if they wish to. The best scenario, however, would be to back out of the Ukraine which was created by Lenin in the Bloodlands for so many a Jew. The area was once a home to millions of Jews. Now it is a battlefield for nations with post-traumatic stress disorder after the Soviet Union experience, where certain portions of the populations still engage in Nazi-like worship, believing it is an antidote to their Soviet experience (or their bad national conscience (if they have any at all), from the days the themselves engaged in the mass-killing of Jews).

Bundesarchiv_Bild_101I-186-0160-12,_Russland,_Misshandlung_eines_Juden

Ukrainians killing Jews on the Street of Lviv in 1941

Denmark State Broadcasting Service (DR)-journalist removed his news about the Nazi-Priest in Horodok

Am happy to tell you that journalist Sean Coogan removed the "good news" about the priest in Horodok. I confronted the journalist with my knowledge about Nazi-priest Gredil. The journalist quickly and politely responded to my e-mail and removed the item without me asking him to so. Presented with facts about Gredil he knew what the right thing to do was. He had had absolutely no idea about the character he had been advised to visit in Horodok. He is my journalist hero for the moment. Unfortunately journalists in my native country, Iceland, seem to know it all, although they were born yesterday, and never make mistakes nor correct them. The modern day hero-reporter in Iceland is sometimes more preoccupied in committing burglary to be able to create the news. I am not using the expression "fake news" - it has too great an association and toxic-orange feel to it for my taste.

However, I will gladly argue that some journalists in Iceland seem to have the same gene-defects as Donald with the dead ginger raccoon on his head - yes I men the former US president who wasn´t like Daniel Boone at all, and who respected Putin in his own, strange clockwork orange universe. But can emperor Putin be blamed for that?

This song is for Putin, Volodomyr and Biden - Don´t want no short people here:

My sincere apology to all decent short men and women of the World, who are not engaged in the destruction of Europe. We will make it up to you later. There are lots of songs about huge people.


Rjúpur í Upernavik 1889

IMG_6420 e FORNLEIFUR

Það er orðið langt síðan að maður borðaði rjúpur. Þær eru dýrari en gull og Kobekjöt íslensku elítunnar. Maður leggur ekki í slíkar fjárfestingar.

Forfeður mínir á Íslandi, sem voru vitaskuld eintómir fátæklingar, (þó sumir afkomenda viðurkenni það ekki og haldi að þeir séu furstar), veiddu sér einstaka sinnum rjúpur til að lifa af í íhaldssömu landi, þar sem lífsbaráttan var hörð við sömu valdaættirnar og enn stjórna og stela á Íslandi. Sem betur fór borðaði heldra fólk helst ekki yfir sig af illfygli, svo rjúpan var í þá daga nógu helvíti góð fyrir fátæklinga og þurfalinga, meðan stórbændur og prestníðingar átu á sig gat svo landið blés einnig upp í kjölfarið.

Börnin á myndinni bjuggu í Upernavík á NV-strönd Grænlands. Þau voru send til skoskra leiðangursmanna til að þakka þeim góð kynni og gefa Skotunum rjúpur í morgunmat. Skotarnir voru að leita að týndum leiðangri sem fórst við Grænland. Leiðangursmenn komu í alla staði vel fram við heimamenn og leiðangurstjórinn og bróðir hans tóku ljósmyndir sem þeir framkölluðu stundum samdægurs og gáfu fólkið á staðnum mynd af sér á pappír. Það vakti mikla lukku. Fyrr sama ár höfðu þeir gert það sama á Íslandi. Þeir voru gáttaðir á því að bæði Íslendingar og Grænlendingar þökkuðu með handabandi. Nokkrar rjúpur á Grænlandi gátu verið meira virði en sauður á Íslandi. Börnin halda þarna á stórri gjöf.

Síðan voru myndirnar sem ónískir Skotar tóku gefnar út í nokkrum eintökum á Latterna Magica skyggnum. Örfáar þeirra eru enn til í dag. Fornleifur á sumar af þessum grænlandsmyndum og hefur rannsakað þær niður í kjölinn og líklega fundið út hvað börnin á myndinni hétu og mun birta það í fræði(mynda)grein síðar á þessu ári.

Ég læt Grænlandsáhugafólk vita þegar sú grein birtist, ef litlu karlarnir í Rússlandi og Úkraínu hafa ekki sprengt upp heiminn fyrir okkur hinum sem reynum að njóta hans án lítilla karlam þjóðernisrembu, merkjablætis og eiturefna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband