Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2023

Sendibođi Sinfóníunnar 1975 reddađi mokkakápum Perlmans

Perman Ice Mocca 1975

Einu sinni fyrir langalangalöngu, aftur í sótsvartri forneskju á rangri öld, starfađi ég under-cover fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég var um tíma eins konar fyrsta fiđla í reddingum fyrir heimsfrćga listamenn sem ţurftu ađ fá eitthvađ fyrir sinn snúđ. Listamenn eru, eins og allir vita, alltaf staur. Ég hefđi vitaskuld getađ leikiđ á langspil í Sinfóníunni, en eftir slíkum músíkköntum var ţví miđur ekki mikil eftirspurn. Í stađ ţess var í snatti og reddingum fyrir hina margfrćgu hljómsveit á hjara veraldar.

Ritstjóri Fornleifs starfađi af og til á unglingsárunum sem sendisveinn hjá RÚV; tvö heil sumur ađ ţví er mig minnir, einnig í jólafríum og svo tvo daga á viku snemma árs 1975. Ég klippti yfir áramótin og límdi minningar inn í bćkur fyrir dagsskrárdeildina. Ţađ var nú heldur ekki leiđinleg vinna, enda vann mađur međ sćtum stelpum í límeríinu á 5. hćđ í Skúlagötu 4.

Í ţá daga hélt RÚV utan um fjármál Sinfóníunnar og fyrir Sinfóníuna var gjarnan mikiđ snatt. Gunnar Guđmundsson, sem var eitthvađ skyldur ömmu minni (skagfirsku tengslin), var ţá framkvćmdastjóri Sinfóníunnar og hafđi skrifstofu neđst á Laugarvegi. Ţar réđi hann ríkjum međ frú Ásthildi Egilson (systir Gunnars Egilsonar klarínettuleikara, sem fćddur var á Spáni). Ásthildur og Gunnar tóku ávallt vel ađ móti sendisveinum og ósjaldan međ konfektmola eđa öđru nammi.

Margir landsţekktir menn fengu vinnu á sumrum sem stikkírenddrengir og stúlkur. Fyrir minn tíma var ţar sendisveinn, sem Guđmundur Magnússon hét, er síđar varđ sagnfrćđingur, settur Ţjóđminjavörđur og blađamađur Moggans. Ţarna var t.d. líka skólabróđir minn Einar Gröndal, og um leiđ og ég byrjađi hóf störf í sendisveinastöđu jómfrú Sigríđur Árnadóttir sem síđar varđ fréttamađur. Hún varđ síđar ţjóđţekkt og annáluđ fyrir yfirgengilega raddfegurđ og margt annađ. Sigríđur var einfaldlega séní, líkt og viđ mörg ţarna í sendlastarfinu. Hún  gerđi sér lítiđ fyrir, eftir ađ lítilmenni og hrappar grófu undan henni hjá Stöđ 2, og fór í lögfrćđinám sem hún lauk á mettíma og cum laude etc. Nú sćkir hún vonandi íslenska glćpona til saka.

Ungsendlar RÚV voru hiđ mesta einvala liđ, ţó međ fáeinum undantekningum eins og t.d. mér.  

Afi minn, (Vilhelm Kristinsson f. 1903 og sem ólst upp í Skuggahverfinu) sem var komminn hátt í áttrćđisaldurinn hafđi náđ sér í vinnu sem "sendiherra" hjá RÚV á Skúlagötunni eftir ađ hann var ađ komast á aldur í starfi sínu sem yfirvatnsvörđur hjá Reykjavíkurhöfn, en sökum starfs síns var hann stundum kallađur Villi Vatns (ég hef áđur skrifađ ýmislegt hér á blogginu um hinn íslenska Villa afa. Leitiđ og ţér munuđ finna). Allir ţekktu afa, og ađeins af góđu einu.

Fornleifur reddar Perlman

Eitt sinn, snemma árs 1975, var afi veikur og ég fékk ađ taka einstaka "vaktir" hans sem sendisveinn međ skóla. Mig minnir ađ ég hafi tekiđ tvo daga í viku. Ţá var ég einn morguninn beđinn um ađ fara og ná í beiđni hjá Gunnari Guđmundssyni og fara međ hann til gjaldkerans á 5. hćđ á Skúlagötu 4. Hún sendi mig svo međ ávísun upp á X-ţúsundir dollara, sem ég fór međ í gamalli brúnni leđurtösku niđur í banka. Ţar átti ég ađ greiđa fiđlaranum Itzhak (sem á hebresku er boriđ fram It´srock) Perlman, sem beiđ ţar međ konu sinni, hćkjum og hjólastól. Perlman hafđi ungur veikst af lömunarveiki.

Hann sat í norđursal bankans og beiđ eftir ţví ađ fara út á flugvöll. Ég gaf mig til kynna og hann sagđi skćlbrosandi eitthvađ í ţessum dúr: You are the man with the money; I am sooo happy to see you. Litlu gat ég svariđ, nema einhverju uh og oh en mig minnir ađ ég hafi sagt unfortunately it isn´t my money.

Eftir ađ búiđ var ađ afgreiđa ávísunina, sem tók drykklanga stund, fékk Perlman 2-3 búnt af dollurum frá mér í stóru umslagi bankans. Ég kvaddi ţau hjónin međ virktum. Ţau brunuđu síđar út á flugvöll, ađ ţví er mig minnir međ Ashkenazi í gráa kátalákanum hans, og flýđi Perlman ţar međ sífellt fall íslensku krónunnar og skattayfirvöld í BNA.

Nýlega fór ég ađ leita ađ upplýsingum um tónleikana sem ég greiddi mćestro Perlman fyrir áriđ 1975, eftir ýmsum hringaleiđum. Ţá fann ég m.a. baksíđugrein í Vísi, sem segir frá kaupum fiđlusnillingsins ísraelska á nokkrum mokkaskinnsjökkum og frökkum í Rammagerđinni.

Mig grunar, ađ Perlman haft lítiđ cashflćđi og ţurft peninga til ađ borga fyrir allar kápurnar sem hann pantađi á sig konuna og börnin og fjölskyldumeđlimi međ milligöngu Vladimirs. Ţá kom greiđsluţjónusta Vilhjálms Arnar sér svo sannarlega vel, og ţađ löngu áđur en VISA og ađrir plastpeningar voru byrjađir ađ grafa undan efnahag Íslands.

Hver var svo ţáttur Ashkenazis í ţessum mökkurbissnes međ Mokkapelsa?

Jú, ţađ lítur út fyrir ađ Ashkenazi hafi veriđ hinn versti Mokkakápu-pusher. Látum gamlan góđkunningja föđur míns heitins, Hauk Gunnarsson heitinn í Rammagerđinni hafa orđiđ: "Askenazy er eins og pabbi allra ţessara frćgu tónlistarmanna, sem koma hingađ til landsins. Hann hefur komiđ međ ţá marga". Ţetta upplýsti Haukur blađamann Vísis um. Nokkrum dögum áđur hafđi Vladimir til ađ mynda veriđ međ Daniel Barenboim í eftirdragi til ađ koma honum í íslenskan gćrupels.

Nćst ţegar ég kem til Íslands, og ţađ verđur bráđlega, verđ ég ađ athuga hvort ég hafi nú loks ráđ á Mokkaskinnskápu. Kannski eru ţeir ekki lengur í tísku. Ef til vill eru ţeir enn alltof dýrir og ég ţarf líka stóran belg úr fjölda lamba. Hugsanlega gćti ég trođiđ upp á Laugarvegi međ langspiliđ mitt og safnađ mér fyrir kápu međ túristabetli, sem er orđin ţjóđariđja landsmanna. Mig hefur sannast sagna alltaf langađ í svo sem eina Mokkaskinnskápu, enda hálfgerđur kósakki og jafnvel kominn af ótíndum gćruţjófum úr Skagafirđi í ofanálag.

Kannski fýsir einhvern ađ vita, hvađ Perlman spilađi fyrir gesti í Háskólabíói kvöldiđ áđur en hann fékk peningana hjá mér til ađ kaupa allar Mokkakápurnar fyrir familíuna heima í New York. Jú, hér fáiđ ţiđ matseđilinn:

Tónleikar 1975 međ Itzhak Perlman

ŢAKKIR: Fornleifur fćrir framkvćmdastjóra Sinfóníunnar, Láru Sóleyju Jóhannsdóttur og nótnastjóra hennar, Kristbjörgu Clausen, innilegar ţakkir fyrir upplýsingar um tónleikana fimmtudaginn 20. febrúar 1975. Ég komst ţví miđur ekki á tónleikana - en reddađi ţó mokkainu daginn eftir.


Tíminn stendur í stađ á Lćkjartorgi

Ţetta var í ţá tíđ er útlendingar voru heldur ekki vel séđir á Íslandi og suma dreymdi um Hitler, líkt og ađra dreymir um fangabúđir og útvísanir í dag. Ađrir létu sér nćgja ađ lesa Vísi. Myndin fyrir neđan er tekin á sama tíma en nokkrum árum fyrr en sú efri. Hvenćr breytast tímarnir? Ekki spyrja Fornleif, hann er pikkfastur í fortíđinni.

Neđst má sjá Kana handan viđ horniđ hringja í Honey á Hofsvallagötunni úr sćnska símaklefanum (sjá nánar um hann hér á Fornleifi).

s-l162c

Lćkjartorg

Kanar phone Home to mummy and Honey


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband