Bloggfćrslur mánađarins, september 2013

Allen die willen naar Island gaan

Ísland hefur lengi veriđ hugleikiđ erlendum mönnum. Fyrr á tímum sóttu ţeir í fiskinn og hvalinn kringum landiđ, og fáir eins mikiđ og lengi og Hollendingar. Ţeir voru oft meiri aufúsugestir en t.d. Englendingar sem gátu veriđ til vandrćđa og leiđinda. Hollendingar voru ef til vill nógu líkir Íslendingum til ađ koma í veg fyrir ađ verđa myrtir eins og Baskarnir sem voru brytjađir niđur af skyldleikarćktuđum stórmennum á Vestfjörđum.

Hollendingar stunduđu mikla verslun viđ Íslendinga sem kom sér oft vel fyrir Íslendinga, ţegar Danir, í sínum endalausu stríđum viđ Svía, höfđu ekki tíma eđa getu til ađ sinna ţeirri einokun sem ţeir komu á áriđ 1602.

Melckmeyt div b 

Um ţađ bil 30 kg. af leirkerum fundust viđ frumrannsókn á flaki hollenska kaupfarsins de Melckmeyt (Mjaltastúlkunnar), sem sökk viđ Hafnarhólma viđ Flatey á Breiđafirđi áriđ 1659. Breiđafjörđur kemur einmitt fyrir í hollenska ţjóđkvćđinu Allen die willen naar Island gaan. Hér má sjá brot A hollensks fajansadisk međ kínversku mynstri, B franskrar skálar međ bylgjuđum börmum frá Nevers eđa Rouen í Frakklandi, C portúgalskrar grautaskálar og D hollensks disks međ skjaldamerki . Nú eru fyrirhugađar nýjar rannsóknir á flakinu undir stjórn Ragnars Edvardssonar og Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Fálkaprins

Hingađ sóttu Hollendingar hina verđmćtu fálka, sem ađallinn í Evrópu sóttist mjög eftir til veiđa.

Íslendingar geta ţakkađ ţessum gestum af ýmsu ţjóđerni fyrir ađ vera ekki afdalafífl, ţótt einhverjir hafi nú ekki sloppiđ undan ţeim örlögum, t.d. ţeir sem vilja gefa landiđ og auđlindir hafsins stórsambandi gráđugra, hungrađra og skuldsettra menningaţjóđa í suđri. Hér áđur fyrr var ekki siđur greindra manna ađ gefa hinum ríku.

Sá guli, sem sungiđ er um í hinni gömlu niđurlensku ţjóđvísu (sem hugsanlega er frá 16. öld), sem ţiđ getiđ heyrt hér, og annađ silfur hafsins er enn í hávegum haft og Evrópuţjóđir nútímans eru tilbúnar ađ beita smáţjóđir bolabrögđum til ađ ná í fiskinn. 

Hér fylgir lausleg íslensk ţýđing á vísunni Allen die willen naar Island gaan og hér eđa hér má sjá textann á hollensku og hér nótur međ góđri útsetningu. Efst syngja spilamennirnir í hópnum Aija frá í Norđur-Hollenska, ţau heita Leo, Titia, Herman og Greetje. Neđst syngur frábćr kór ungra Flćmingja vísuna.

 

Allir vilja Íslands til

Í hinn gula ţorsk ađ ná,

og ađ fiska ţar af ţrá.

Til Íslands til Íslands,

Íslands til

eftir ţrjátíu og ţrjár ferđir

erum viđ enn ţá til.

 

Rennur upp tími sem líkar oss vel,

viđ dönsum af sálargleđi

og setjum ekkert ađ veđi.

En svo kemur, já svo kemur

ađ ţví ađ halda á haf,

ţá drjúpum viđ höfđi

áhyggjum af !

 

Ţegar vindur úr norđri ţýtur

höldum viđ á krár

og drekkum ţar af kćti.

Viđ drekkum ţar og drekkum ţar

í góđra vina böndum,

uns okkar síđasti eyrir

horfinn er úr höndum

 

Ţegar austanvindur blćs af landi

"vindurinn er á okkar bandi"

segir skipper glađur í bragđi

"og best er, já best er

jú allrabest er,

ađ beita fyrir hann ţvert

ţá á Ermasundi ţú ert."

 

Fram hjá Lizard point og Scilly eyju

og ţađan allt til höfđans Skćra [Claire höfđa á Írlandi]

Sá sem ekki ţekkir ţessa leiđ skal nú lćra,

ţví hér kemur, já hér kemur hann

stýrimađurinn okkar

sem gefur okkur stefnu rétta

beint á Ísland setta.

 

Hjá Rockall eyju viđ siglum svo

allt til Fuglaskerja [Geirfuglaskers],

eins og hver og einn mun ferja.

Og ţađan, já og ţađan

inn til Breiđafjarđar

ţar köstum viđ netum

á landi grćnu Njarđar.

 

Loks erum viđ Íslandsálum á

ţorskinn til ađ fanga,

og fiska ţar af ţrá.

Til Ísalands, Til Ísalands,

já Íslands ţađ,

eftir ţrjátíu og ţrjár ferđir

erum viđ ennţá ađ.


Alveg met

435637

Eins og ég hef áđur útlistađ er sjónminniđ góđur eiginleiki og kemur sér vel ţegar mađur rekst á eitthvađ merkilegt á stćrsta ruslahaugi sögunnar. Hann er ađ finna í ţeim hluta hins mikla syndadals sem kallast veraldarvefur, ţó vel fjarri Klámholti, ţar sem meginţorri fólks í dalnum ku ala manninn í göngum, götum, holum og alls kyns ranghölum.

Um daginn rakst ég á met (sjá einnig hér) sem fundist hefur í Wales, nánar tiltekiđ sem lausafundur nćrri rannsökuđum kumlateig norrćnna "víkinga" á stađ sem heitir Llanbedrgoch (boriđ fram Hlanbedrchock, en ţýđir ţađ skrýtna nafn Patrekstún eđa Patreksland). Llanbedrgoch er á eyjunni Angelsey. 

Llanbedrgoch on Anglesey
Met frá Llanbedrgoch í Wales. Metiđ er 2,4 sm ađ breidd og 1,5 cm ađ hćđ.
 
Isle_of_Anglesey_UK_location_map_svg
 
large weight
Met sem fundist hafa í grafreitnum Llanbedrgoch. Ljósm. Amgueddfa Cymru - National Museum Wales
large better

Metiđ, sem er úr blýi, á sér hliđstćđu á Íslandi. Metiđ íslenska fannst áriđ 1931 á fornbýlinu Bólstađ í Álftafirđi vestri (í Helgafellssveit) (sjá hér). Ekki kannast ég viđ ađ sams konar met hafi fundist annars stađar en á Íslandi og í Wales, en á heimasíđu ţjóđminjasafni Wales er talađ um líkt met hafi einnig fundist á norđur-Englandi. Reyndar er metiđ á Englandi minna en ţađ íslenska, ađeins 57,2 gr. međan ţađ íslenska er 86,5 gr. Metin eru hins vegar međ sams konar skreyti.

Sennilega verđur ađ breyta aldursgreiningu á íslenska metinu sem á Sarpi er tímasett frá 900-1100 e. Kr. Grafreiturinn í Llanbedrgoch á Angelsey í Wales, sem Dr. Mark Redknap viđ ţjóđminjasafn Wales hefur stýrt rannsóknum á, er frá 9. - 10. öld, en skreytiđ á metinu og á mörgum gripum frá kumlateignum í Llanbedrogoch sver sig í ćtt viđ 8.-9. aldar skreyti á Bretlandseyjum.

Lengi hefur veriđ taliđ ađ blýmet eins og ţessi, sem á var sett skreytt ţynna úr málmi, eins og á ţessum tveimur metum, vćri írskt fyrirbćri í flokki međ gripum sem túlkađir eru sem "Hyberno-Norse". Mörg slík met eru afar vel gerđ og er gylling einatt varđveitt á málmţynnunni. Nýlega birtist ágćt grein eftir Mariu Panum Baastrup í SKALK (4:2013), sem lýsir ţannig metum sem fundist hafa í Danmörku. 

Nú hallast fornleifafrćđingar frekar ađ ţví ađ ţessi met hafi veriđ framleidd víđar á Bretlandseyjum en bara á Írlandi. Ţessi met höfđuđu mjög til norrćnna manna á 9. öld sem ţá voru mikiđ á ferđinni á Bretlandseyjum og voru ţeir miklir kaupahéđnar og voru met á reislur ţeirra örugglega vinsćl vara. Útbreiđsla einnar gerđa meta á Íslandi, í Wales og á norđur-Englandi sýnir líflega verslun.

Margir telja ađ málmplöturnar sem sett voru á blýmetin hafi veriđ plötur af helgum skrínum, írskum eđa skoskum sem norrćnir menn rćndu úr klaustrum og kirkju og bútuđu niđur til annarra nota.  

ranvaiks_skrin
"Skrín Rannveigar" á danska Ţjóđminjasafninu. Skríniđ er afar lítiđ og fíngert, ađeins 13,5 sm langt og 5,3 sm ađ breitt og 10 sm ađ hćđ. Gripurinn hefur safnnúmeriđ NM 9084. Kom á safniđ áriđ 1845 er ţađ bar nafniđ Museet for Nordiske Oldsager áriđ frá Kunstmuseet ţađan sem ţar komiđ frá Kongens Kunstkammer, ţar sem ţađ er ţegar nefnt í ađfangaskrá áriđ 1690. Ţar er upplýst ađ skríniđ hafi fundist í Noregi. (Ljósm. Ţjóđminjasafn Dana Kaupmannahöfn). Skríniđ er taliđ írskt eđa skoskt verk. Á botni skrínsins eru ristar myndir af stöfnun víkingaskipa en einnig er ţar ađ finna rúnir RANVAIK A KISTU ŢASA. Hér fyrir neđan sést botninn á skríninu. Rúnaáletrunin er frá 11. öld.
daol-4-362

Mjög líklega hefur veriđ smelt (emaljering) í reitum skrautsins á blýmetinu frá Bólstađ, ţó ţađ komi ekki fram í doktorsritgerđ Kristjáns Eldjárn, Kuml og Haugfé, eđa öđrum heimildum. En leifar smelts er ađ finna á metinu frá Llanbedrgoch.

Mest minnir mynstriđ á lóđunum frá Llanbedrgoch og Bólstađ á myntriđ á einni hliđ helgidómaskrínsins sem kennt er viđ Rannveigu, sem líklega var norsk kona sem uppi var á 10. öld. Á botnplötu skrínsins er rist RANVAIK A KISTU ŢASA. Samkvćmt rúnasérfrćđingum hafa rúnirnar veriđ ristar á 10. öld. Skrín Rannveigar er mjög lítiđ, ekki nema 13,5 sm ađ lengd. Mynstriđ á skríninu svipar mjög til skreytisins á annarri langhliđ skrínsins. Taliđ er ađ skríniđ hafi veriđ gert á Írlandi eđa Skotlandi á 8. eđa 9. öld.

Bólstađur og skrín Rannveigar
 
Bólstađurákorti 
Fornbýliđ Bólstađur í Álftafirđi (merkt A)

Hart í ári

LÍN

Nú er greinilega hart í ári hjá íslenskum fornleifafrćđingum. Atvinnuleysi er reyndar ástand sem er ţekkt mjög víđa í ţessu fagi, sem eitt sinn ól af sér forseta lýđveldis (sem tćknilega séđ var ekki fullmenntađur fornleifafrćđingur).

Ég sá í morgun, ađ fornleifafrćđingur međ doktorspróf sótti um framkvćmdastjórastöđu Lánasjóđs Íslenskra Námsmanna (LÍN).

Ég verđ sannast sagna ađ viđurkenna, ađ ég íhugađi einnig ađ sćkja um ţessa stöđu, ţar sem ég hef nú í heilt ár engar tekjur haft og fć engar bćtur vegna atvinnuleysis. Ég hugsađi mig um eina kvöldstund og minntist ţeirra kvala sem ég og ađrir hafa ţurft ađ ţola af höndum LÍN. Ţar sem ég hef ţar ađ auki lítiđ vit á fjármálastjórn, sem ég geri ráđ fyrir ađ framkvćmdastjóri LÍN verđi ađ hafa á ţessum síđustu og verstu tímum, ţá komst ég ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţessi stađa vćri líklega ekki neitt fyrir mig, ţar sem ég get ekki einu sinni greitt af námslánum mínum. Ég fć nefnilega engar ívilnanir og skuldaaffellingu eins og ţeir sem voru á feitum kúlulánum.

Ég óska Margréti Hermanns-Auđardóttur góđs gengis og vona ađ hún hreppi stöđuna hjá LÍN. Hún hefur lengi veriđ útilokuđ úr sinni starfsgrein og veriđ fórnarlamb ills umtals og lítilmótlegs áróđurs. Hún er atvinnulaus, međan ađ fólk sem ekki eru fornleifafrćđingar, sem og ađrir sem ekki kunna ađ vitna rétt í texta, eru ađ kenna fornleifafrćđinemum á fullum námslánum í HÍ - svo ţeir geti fyllt rađir atvinnuleysingjanna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband