Bloggfćrslur mánađarins, desember 2019

Ţingvalla-bagallinn endurskođađur

Tau Bagall Ţingvellir

Međal fegurstu forngripa sem fundist hafa í jörđu á Íslandi er haus, eđa öllu heldur húnn, af svo kölluđum tau-bagli (Ţjms. 15776/1957-39) eđa tau-staf, sem fannst í jörđu áriđ 1957. Bagallinn var lausafundur sem fannst viđ framkvćmdir á Ţingvöllum og eru fundarađstćđur allar frekar óljósar (sjá um ţađ hér á bls. 24-25). 

Tau-baglar (tau er boriđ fram á íslensku) eru ţeir stafir kirkjunnar manna nefndir sem hafa T-laga haus. Tau er gríska heiti bókstafsins té. Bagall er hins vegar hiđ forna norrćna orđ fyrir biskupsstaf og er orđiđ afleitt af latneska orđinu fyrir staf, baculus (stundum ritađ í hvorugkyni baculum), sem og gríska orđinu baktron, sem hinar margfrćgu bakteríur (stafgerlar), sem hrjá mannkyniđ, mega ţakka nafn sitt.

Ta-bagall-fra-thingvollumGripur ţessi, sem vćntanlega hefur veriđ biskups- eđa ábótastafur, var sendur utan á mikla sýningu 1992-93 sem kostuđ var af Norrćnu Ráđherranefndinni og Evrópuráđinu. Ég (VÖV) ritađi um gripinn í sýningaskrár sem komu út í tengslum viđ hinar stóru farandsýningu sem sett var upp í París, Berlín og Kaupmannahöfn 1992-93. Skráin hét á dönsku Viking og Hvidekrist, Norden og Europa 800-1200; á ensku:  From Viking to Crusader, The Scandinavians and Europe 800-1200,  á ţýsku Wikinger, Waräger, Normannen. Die Skandinavier und Europa 800-1200 og á frönsku Les Vikings... Les Scandinaves et l´Europe 800-1200.

Í afar stuttum texta sýningarskránna, gaf ég upp ađeins ítarlegri upplýsingar um tau-bagalinn frá Ţingvöllum en t.d. Kristján Eldjárn eđa James Graham-Campbell höfđu áđur gert er ţeir veltu fyrir sér ţessum einstaka grip í verkum sínum, sem ég vitnađi sömuleiđis í.  Mađur sökkti sér niđur í frćđin, en gat ţá ekki skrifađ nema nokkra línur. Nú verđur bćtt úr ţví.

Tau-stafurinn frá Ţingvöllum, sem er auđveldast ađ stílgreina sem tilheyrandi Úrnes-stíl, er ekki stór gripur. Lengd hans međ leifunum af tréstafnum sem fundust í fal stafsins er ekki nema 7,1 sm og breidd er 8,6 sm. Viđurinn í stafnum hefur veriđ greindur sem blóđhyrnir (cornus sanquinea L.).

Tau-tákniđ og baglar voru á hámiđöldum taldir skírskota til tau-krossins, té-laga kross, sem var einkennistákn heilags Antoníusar munks í Egyptaland sem talinn er hafa veriđ uppi 3-4. öld e. Kr. Einnig hefur Tau-kross veriđ tengd heilögum Frans af Assisi í list síđmiđalda. Tau-stafir hafa lengir veriđ ţekktir sem biskups og prestastafir í austurkirkjunni, í armensku kirkjunni, međal koptískra kristinna og hjá Eţíópum.  Menn hafa leikiđ sér ađ tengja stafinn frá Ţingvöllum viđ austurkirkjuna, en ţví miđur er lítiđ sem stutt getur slík tengsl og Antoníus og heilagur Fransiscus (Frans) koma tau-baglinum á Íslandi ekkert viđ, enda er tau-kross hans ekki eins í laginu og bagall sá sem Antoníus og Frans eru sýndir međ í freskum og altarislist miđalda.

Líkt og ég benti á í afar stuttum texta mínum um bagalshúninn frá Ţingvöllum í sýningaskrám Víkingasýninganna í París, Berlín og Kaupmannahöfn, ţá ţekkjum viđ hausa úr viđi af stöfum sem mest líkjast hausnum frá Ţingvöllum. Ţeir hafa fundist  í Dublin. Ţađ hefur lengi veriđ ljóst ađ Íslendingar hafa grimmt sótt í vöruviđskipti í Dyflinni og í enskum verslunarstöđum á fyrrihluta miđalda (sjá nánar neđar í ţessum texta). Ég er enn á ţví ađ húnninn geti veriđ verk frá Bretlandseyjum eđa Írlandi, ţar sem Íslendingar versluđu mikiđ á 11.12 og fram á 13. öld. Ég hika ekki viđ ađ aldursgreina stafinn til um 1100 e.Kr. og jafnvel getur hann veriđ eitthvađ yngri. Hann er heldur ekki í hreinrćktuđum Úrnesstíl.

Baglar kirkjunnar

Bagallinn, eitt af einkennistáknum biskupa og annarra háttsettra manna innan mismunandi kirkjudeilda, hafa gegnum söguna hlotiđ margar skýringar. Sumir vilja álíta ađ ţetta sé fjárhirđstafur, međ vísunar til ţess ađ ţessir menn gćttu hjarđar Drottins. Flestir baglar fengu ţví fljótlega svipađ form og krókstafir fjárhirđa. Ađrir sérfrćđingar sjá frekar uppruna tau-bagalsins međal gyđinga sem fyrstir tóku kristni. Ţeir áttu ađ hafa ćttleitt bagalinn úr gyđingdómi. Tíu ćtthvíslir gyđinga áttu sér hver sinn staf og var hver stafur merktir bókstafi ćttarinnar, en sá sem kristnin "erfđi" eđa fékk ađ láni var stafur prestanna, Levítanna, sem blómsrađi og laufgađis (varđ tré lífsins, lífsins tré arbor vitae; og síđar meir róđan/krossinn) ţ.e. stafur Arons sem greint er frá í 4. Mósebók, 17 kafla og t.d. einnig í 2. Mósebók, 7. kafla: Drottinn ávarpađi Móse og Aron og sagđi:

„Ef faraó segir viđ ykkur: Geriđ kraftaverk, skaltu segja viđ Aron: Taktu staf ţinn og kastađu honum niđur frammi fyrir faraó. Hann verđur ađ eiturslöngu.“ Síđan fóru Móse og Aron til faraós og ţeir gerđu ţađ sem Drottinn hafđi bođiđ ţeim. Aron kastađi staf sínum frammi fyrir faraó og ţjónum hans og hann varđ ađ eiturslöngu. Ţá kallađi faraó fyrir sig vitringa og galdramenn og spáprestar Egyptalands gerđu eins međ fjölkynngi sinni. Hver ţeirra kastađi staf sínum og stafirnir urđu ađ eiturslöngum en stafur Arons gleypti stafi ţeirra. En hjarta faraós var hart og hann hlustađi ekki á ţá eins og Drottinn hafđi sagt.

41083148992_61188b5def_b

Stafur Móses er einnig nefndur í Síđari Konungabók, kafla 18:4, ţegar segir frá Hiskía Akassyni, sem svo er kallađur á íslensku (Hezekijah ben Ahaz):

Ţađ var hann sem afnam fórnarhćđirnar, braut merkisteinana og hjó niđur Asérustólpana. Hann braut einnig eirorminn, sem Móse hafđi gert, en allt til ţess tíma höfđu Ísraelsmenn fćrt honum reykelsisfórnir og var hann nefndur Nehústan.

Síđast en ekki síst má finna "stađfestingu" á ţessu í Nýja Testamentinu, nánar tiltekiđ í Jóhannesarguđspjalli 3:14, sem einnig skýrir af hverju menn voru međ bronsstafi sem sýndu táknrćnan orm á Íslandi um 1100 árum e.Kr.:

Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyđimörkinni, ţannig á Mannssonurinn ađ verđa upp hafinn svo ađ hann veiti hverjum sem trúir á hann eilíft líf. 

Eirormur var um langan tíma eitt af táknum Krists. Óneitanlega minnir bagallinn frá Ţingvöllum á eirorm Móses, sem kallađur var Nehushtan, og sams konar mynd af krossinum virđist hafa lostiđ niđur í biblíuglansmyndahöfunda í Bandaríkjunum á 20 öld og listamanna sem hefur skreytt kirkjuhurđ í San Zeno í Verona á Ítalíu sem er frá fyrri hluta miđalda (12. eđa 13. öld).MosesAndTheBrassSerpenturn cambridge.org id binary 20161128160751923-0656 9781316402429 12361fig61

Abraham og Drottinn

Sagan um stafi ćtthvíslanna 12 á kirkjuhurđinn á San Zeno í Veróna; 1. Mósebók kafli 14: Ţá kom orđ Drottins aftur til Abrams: „Ekki mun hann erfa ţig heldur sá sem af ţér mun getinn verđa. Hann skal erfa ţig.“
Ţá leiddi hann Abram út fyrir og mćlti: „Líttu til himins og teldu stjörnurnar ef ţú getur.“ Og hann sagđi: „Svo margir munu niđjar ţínir verđa.“

Verona,_Basilica_Moses lögmáliđ og stafir ćtthvíslanna

Móses fćr lögmáliđ og Aron gćtir stafa ćtthvíslanna. Stafur ćtthvíslar hans hans laufgađist og blómgađist.

Vangaveltur um eiganda bagalsins sem fannst á Ţingvöllum

Heyrt hefur mađur og lesiđ alls kyns vangaveltur um hugsanlegan eiganda tau-bagalsins sem fannst i jörđu á Ţingvöllum. Eins og oft áđur á Íslandi, skal sú leiđa hefđ í hávegum höfđ, ađ einstakur gripur sem finnst í jörđu sé tengdur ákveđinni persónu í Íslendingasögum eđa álíka bókmenntum. Slíkir órar eru algjörlega út í hött. Hvort ţeir feđgar Gissur Ísleifsson eđa Ísleifur Gissurarson biskupar hafi átt tau-bagallinn á Ţingvöllum skal ţví hér međ öllu ósagt látiđ, ţó svo ađ  bagallinn falli tímalega ađ embćttistíma ţeirra sem biskupa í Skálholti. 

En kannski voru ţeir feđgar, líkt og svo margir kirkjunnar ţjónar, óđir međ međ öli, svo ađ ţeir týndu embćttisverkfćrum sínum á víđavangi? Hugsanlega misstu ţeir bagalinn á kvennafari og ţađ međ bráđóţroskuđum stúlkum? Enn annar ţanki gćti gefiđ ástćđu til ađ ćtla, ađ eins og fyrr og síđar hafi ţjófar hreiđrađ um sig á Alţingi. Baglinum gćti hafa veriđ stoliđ. Allt eru ţetta ţó óţarfa vangaveltur er menn vita ekki hvar á ađ leita ađ svörum um uppruna forngripa. 

Einhverjum datt nú síđast í hug ađ lögsögumenn hefđu gengiđ međ einhver tákn um stöđu sína á ţingi. Um slíkt var spurt á Vísindavefnum (sjá hér), ţar sem sérfrćđingur einn afneitađi sem betur fer međ öllu ađ slík tákn hefđu veriđ notuđ af lögmönnum; en af einhverjum furđulegum ástćđum birtist samt ljósmynd af Ţingvallabaglinum viđ greinina á Vísindavefnum.  Stundum geta menn ekki setiđ á sér í vitleysunni?


Tá-baglar í Evrópu á miđöldum
Hvar finnur mađur svo forláta bagal eins og ţann sem fannst á Ţingvöllum áriđ 1957? Sannast sagna hefur enn enginn tau-bagalshúnn líkur ţeim sem fannst á Ţingvöllum enn fundist í jörđu eđa varđveist á annan hátt. Ţađ ćtti ţó ekki ađ vera útilokađ ađ eins eđa svipađur gripur ćtti eftir ađ finnast einhvers stađar í nágrannalöndum Íslands. Húnninn er steyptur og gćtu fleiri húnar hafa veriđ steyptir eftir sama grunnmóti og hann. 


Ţeir Tau-baglar sem nánast ţola samlíkingu viđ stafinn frá Ţingvöllum eru baglar sem höggnir voru út á lágmyndum á írskum hákrossum.

carved-stones-irland-offaly-1 2

carved-stones-irland-offaly-1

Mynd byggđ á tölvumćlingu af Durrow-hákrossinum í County Offaly á Írlandi. Ţarna situr Jesús í dómsdagsmynd og heldur á tveimur af táknum sínum, krossinum og ormastaf ćttar sinnar. cross-ring-detail

Hér fyrir neđan sést greinilega á 3 ljósmyndum tau-bagall á dómsdagsmynd á hákrossinum frá Muiredach sem stendur viđ klausturkirkjuna í Monasterboice i County Louth á Írlandi. Krossinn er aldursgreindur til 9. eđa 10. aldar, sem stílfrćđilega virđist vera góđ tilraun ađ teygja grćna lopann. Krossinn er öllu nćr frá 11. öld.

33

Muiredach's_High_Cross_(east_face)_2

Muiredach's_High_Cross_(east_face)_(photo)

Hér fyrir neđan; Miđjumynd á hákrossi sem stendur í Clonmacnois í County Offaly. Á ţessum krossi stendur Jesús einnig stoltur međ tákn sín krossinn og međ tau-bagalinn ormastaf Levítans) og kross.

Irish_high_cross_Clonmacnois 2

Á syđri hákrossinn í Kells á Írlandi sem kenndur er viđ heilagan Patrek og Kólumkilla má einnig sjá Krist standa međ tross og ormastaf. Ţrívíddarmynd.

KELLS_SOUTH_CROSS_WEST_FACE_HEAD_CENTRE_WEB

Tau-baglar voru greinilega í tísku á Írlandi á fyrri hluta miđalda. Baglahúnar úr tré sem fundist hafa viđ fornleifarannsóknir í Dyflinni á Írlandi sýna ţađ glöggt. Ekki er nú alls endis víst ađ um baglahúna sé ađ rćđa í öllum tilvikum. Her eru teikningar af ţremur af fjórum ţeirra, sem  upphaflega birtust í bók James T. Lang (1988): Viking-Age Decorated Wood: A study of its Ornament and Style [Medieval Dublin Excavations 1962-81. Ser. B, vol 1], National Museum of Ireland.

DW58

DW44

3

Nokkur dćmi um taubagla í Vestur-Evrópu á fyrri hluta miđalda

Enginn tau-bagall hefur enn fundist eđa varđvesit í Skandinavíu; En víđa í Norđur- og Vesturevrópu hafa varđveist tau-baglar og einnig sjást ţeir í kirkjulist, sem sýnir ađ tau-stafir hafa veriđ algengir víđa um álfuna. Hér sýni ég fáein dćmi til gamans:

markImage
Brotinn húnn af tau-staf sem skorinn hefur veriđ úr fílabeini eđa rosmhvalstönn.  Hann er varđveittur í St.Peter Schatzkammer í Salzburg í Austurríki. Húninum er er gefin mjög breiđ aldursgreiningin eđa 800-1250, ţótt tímabiliđ 900-1150 sé mun líklegri greining. Silfurumgjörđ međ áletrun, sem er háls stafsins, er mun yngri en stafurinn og húnninn. Mál húnsins eru 4,8 x 13 sm (sjá nánar hér). Sjáiđ hve eyrun á orminum líkjast eyrum á orminum á tréhúninum hér ađ ofan frá Dyflinni.

02-0803-1 Köln dom ca. 1000Húnn af tau-staf úr fílabeini frá ţví um 1000 e.Kr., varđveittur í Dómkirkjunni í Köln.

Maastricht,_Schatkamer_Sint-Servaasbasiliek,_Servatiana,_zgn_staf_van_Sint-Servaas
Húnn af tau-bagli úr fílabeini varđveittur í Schatkamer Sint-Servaasbasiliek (kirkju heilags Servatíusar) í bćnum Maastricht í Hollandi.

1280px-Brit_Mus_17sept_010-crop

Tau-bagall frá 11. öld sem varđveittur er í British Museum. Hann er í Engil-Saxneskum stíl sem svo er kallađur.

03-crozier

Írskur tau-bagall sem talinn er vera frá 12. öld og sem varđveittur er í Ţjóđminjasafni Íra í Dyflinni.

broughanleaTvenns konar baglar höggnir í lítinn steinkross í Broughanlea í County Antrim á Norđur-Írlandi. Aldur óviss.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

31.12.2019


Syndafall á Ţjóđminjasafni

Screenshot_2019-12-27 Smycke

Sumariđ 1883 stundađi starfsmađur Forngripasafnsins í Reykjavík furđuleg forngripa(viđ)skipti međ ţjóđararfinn. Hann lét útsendara frá Nordiska Museet i Stokkhólmi hafa forláta brjóstkringlu frá 16. öld, sem hafđi veriđ búningasilfur kvenna á Íslandi í aldarađir. Brjóstkringlu ţessa, sem sem er úr logagylltu silfri, fékk Nordiska Museet ađ ţví er virđist ađ gjöf ţann 8. júlí 1883.

Áriđ 2008 fékk Ţjóđminjasafniđ brjóstkringluna aftur ađ láni í óákveđinn tíma og hefur hún nú hlotiđ safnanúmeriđ NMs-38867/2008-5-185. Ţađ vekur hins vegar furđu ađ starfsmađur Ţjóđminjasafnsins, sem fćrt hefur brjóstkringluna inn í Sarp, skráningarkerfi flestra safna á Íslandi, lćtur ţetta eftir sér hafa á Sarpi:

í skiptum fyrir R.A., 8.XII.  Brjóstkringla. Efni silfur, gylt. Ţverm. 6 cm. Sjá Afb. 2 - 3 , Pl. 3, 12 a - b. Fengin frá Forngrs. í skiptum af R.A., 8.XII.1883 kom hún. 

Eitthvađ virkar ţetta eins og endasleppt ruglumbull. En međ góđum vilja má ćtla, ađ menn á Ţjóđminjasafni viti á einhverju stigi ekki hvort brjóstkringlan hafi komiđ frá Svíţjóđ, en ţó er ég ekki viss, ţví mig grunar ađ starfsmađurinn sem skrifar ţessa ţvćlu kunni líklegast ekki setningarfrćđi og notkun spurningarmerkja. En kom kringan til Íslands? Ţađ má vera eđlileg spurning miđađ viđ allt ţetta rugl á Sarpi.

Međan ađ brjóstkringlan góđa var í Svíţjóđ, hafđi enginn í Stokkhólmi burđi til ađ rannsaka ţennan grip eđa uppruna hans, ţví ekki er hann íslenskur. Kringlan var ađeins skráđ ţar sem "smycken"  frá Íslandi og upplýst er ađ Forngripasafniđ hafi gefiđ hana Nordiska Museet.


Önnur kringla í "Endurlifnunarstíl"

Nú vill svo til ađ Forngripasafniđ átti annan, sams konar grip og kringluna, sem gefin var til Stokkhólms. Hún ber númeriđ 2156 (sjá hér) og henni fylgir löng keđja; hvortveggja er logagyllt. Kringlunni ţeirri í Forngripasafninu lýsti Sigurđur Vigfússon á eftirfarandi hátt:

sigur_ur_vigfussonHálsfesti úr silfri, algylt, l.um 135 cm., br. 6 mm., ţ. 2 mm. Öll samfelld; kveiktir hlekkir, grannir, dálítiđ undnir, svo festin verđur sljett; hún er svo sem tvöföld öll, samsett af tvennum hringum; kemur ţađ glegst í ljós er undiđ er öfugt upp á hana. Á henni leikur lítill grafinn silfurlás, gyltur, međ hring í, og í honum hangir kringlótt  kinga, 5,9 cm. ađ ţverm. og 48 gr. ađ ţyngd, steypt úr silfri og gylt, međ mjög upphleyptu verki beggja vegna og steyptri snúru umhverfis.   Annars vegar er syndafalliđ, Adam og Eva standa hjá skilningstrjenu góđs og ills;  Eva tekur ávöxt af trjenu og Adam heldur á öđrum.  Ormurinn (djöfullinn) hringar sig um trjeđ.  Dýr merkurinnar (einhyrningur, uxi, svanur, hjörtur o.fl.) eru til beggja hliđa. Yzt vinstra megin virđist vera Jahve og sendir frá sjer engil á flugi: en yzt hćgra megin virđist engill(inn) reka Adam burtu; eru ţćr myndir miklu smćrri en ađalmyndin. Trjeđ er međ mikilli krónu og fyrir neđan hana er letrađ: MVLIER . DE - DIT. MIHI/ ET . COMEDI . - GE . 2. ( ţ.e. konan gaf mjer og jeg át međ. Genesis  [1. bók Móse ] 2. [kap.]). Hins vegar er friđţćgingin fyrir syndafall og syndir mannkynsins; Krossfesting Krists. Umhverfis Krist ađ ofan eru geislar í hálfhring.  Sinn rćninginn er til hvorrar handar.  María frá Magdölum krýpur viđ kross Krists og heldur um hann.  Önnur kona ( María móđir Krists?) snýr sjer undan og gengur frá. Hermađur (Longinus) ćtlar ađ stinga spjóti í síđu Krists; annar ađ brjóta međ kylfu fótleggi annars rćningjanna. Höfuđsmađurinn (Longinus) situr á hestsbaki hjá krossi Krists og hefur spjót sitt á lopti.  Beggja vegna viđ krossana og milli ţeirra er leturlína yfir ţvera kinguna: MIS-ERERE. NO-BIS - DOMI-NE(  ţ.e. Miskunna oss drottinn ). Alt er ţetta í endurlifnunarstýl og líklega frá 16.öld.  Sennilega gjört í Ţýzkalandi, í upphafi, ađ minsta kosti. - Festin (og kingan) er sögđ ađ vera frá Jóni biskupi Arasyni, en seinast hefur átt hana Sigurđur á Vatnsleysu (Jónsson) (S.V.).

Öll ţessi frćđsla Sigurđar Vigfússonar var góđ og blessuđ, eins langt og hún náđi, og Sigurđur Vigfússon gerđi sér eins og sannur síđendurlifnunarstílisti far um ađ frćđast, sem og upplýsa ţá sem áttu ţjóđararfinn. Mćttu menn taka hann sér til fyrirmyndar, bćđi í á Nordiska Museet og á Ţjóđminjasafni nútímans.

Medalía en ekki brjóstkringla

hans-reinhard-d.AE.-taetig-1535-1568-fuer-johann-friedrich-den-grossmuetigen-von-sachsen-1532-1547-1066510
Ţó Sigurđur Vigfússon hafi miđlađ haldgóđum upplýsingum  og komist nćrri um flest hvađ varđar "brjóstkringlu", og sem sögđ var frá Jóni Biskupi Arasyni komin, hafđi hann ekki ađgang af öllum ţeim upplýsingum sem fólk hefur í dag, en sem sumir virđast ţó ekki geta nýtt sér til gagns eđa gamans.

hans-reinhard-d.AE.-taetig-1535-1568-fuer-johann-friedrich-den-grossmuetigen-von-sachsen-1532-1547-a-1066510

Međ örlítilli fyrirhöfn er fljótt hćgt ađ komast ađ ţví ađ ţćr tvćr "brjóstkringlur" sem varđveittust á Íslandi eru í raun medalíur, sem Jóhann fyrsti Friđrik hinn mikilfenglegi, kjörfursti af Saxlandi (Johann Friedrich der Großmütige von Sachsen;1532-1547) lét steypa (og ekki slá) einhvern tíma stuttu eftir áriđ 1535 - eđa um ţađ bil - eđa ađ minnsta kosti áđur en hann hrökk upp af vegna offitu og lystalifnađs. Hann var mikill fylgisveinn Marteins Lúters og átu ţeir kumpánar greinilega sams konar mat. 

Lucas_Cranach_d.J._-_Kurfürst_Johann_Friedrich_der_Großmütige_von_Sachsen_(1578)Lukas Cranach eilífađi Jóhann kjörfursta eins og kćfu í dós.

Medalíumeistarinn, eđa listamađurinn sem steypti medalíurnar, var Hans Reinhard inn eldri, sem starfađi á tímabilinu 1535 fram til 1568.

Nýlega var á uppbođi í Vínarborg seld medalía af ţeirri gerđ, sem frekt og ríkt siđbótarfólk bar um hálsinn á Íslandi er ţađ rćndi og hlunnfór ađra. Medalían fór á 700 evrur (sjá hér).

Fornleifur vonar nú ađ Ţjóđminjasafniđ taki viđ sér og fari á árinu 2020 ađ skrá ókeypis upplýsingar um gripi safnsins sem Fornleifur hefur nú í allmörg ár miđlađ hér á blogginu til almennings. Safniđ verđur vitaskuld ađ vitna í Fornleif og éta orđrétt eftir honum - Eđa eins og ritađ stendur ANTIQUUS DETID MIHI ET COMEDI og étiđ ţađ!


Stopp !! Fyrir alla muni

Skatthol Skúla

"Hver er eiginlega tilgangurinn međ sjónvarpsţáttunum Fyrir alla muni", spurđi einn vina Fornleifs í gćr? Honum var greinilega niđri fyrir vegna ţess hve lélegir honum ţóttu ţćttirnir, enda er hann smekkmađur á fortíđ, sögu og menningu.

Ég leit ţví á efniđ í ţessum ţáttum. Nú síđast var búinn til einskis nýtur ţáttur međ ţessu annars ágćta nafni fyrir skattpeninga landsmanna - af fólki sem greinilega veit lítiđ, eđa alls ekkert, um hvađ ţađ er ađ rćđa eđa frćđa um.

Jafnvel ţótt ţáttarstjórnendur leiti til rótgróinna menningarstofnanna eftir upplýsingum, verđa ţáttastjórnendur ţví miđur einskis vísari. Allur vísdómur virđist hafa flutt úr landi og jafnvel löngu fyrir hrun.

Í síđasta ţćtti Fyrir alla Muni (sjá hér) var fjallađ um međalgćđa empire-mublu (sem mér sýnist ađ sé spónlögđ). Hún er, ađ ţví ađ mér sýndist, frá miđbiki 19. aldar. Í ţćttinum er sögđ saga af fólki í Breiđholti sem telur ađ ţetta skúffedaríum hafi veriđ í eigu Skúla fógeta Magnússonar og ađ forfeđur ţeirra hafi náđ í ţađ í Viđeyjarstofu er hún vađ ađ hruni komin snemma á 7. áratugnum.

Ţátturinn byrjađi reyndar á ţví ađ ekiđ vestur í bć. En viti menn, allt í einu var bíllinn kominn upp í Breiđholt. Jafn öfugsnúiđ var allt annađ í ţessum ţćtti.

Sams konar (eđa álíka) mublu, chatol eđa skatthol eins og ţađ heitir nú á íslensku, er hćgt er ađ fá fyrir slikk í Danmörku, ţađan sem mér sýnist ađ skattholiđ sé ćttađ. Skattholiđ var reyndar ekki sýnt sérstaklega vel í ţćttinum Fyrir alla muni. Mér sýnist skúffedaríiđ vera lagt međ spón af eik eđa afrísku mahóní.

Eigendurnir sem eiga kjallarann í Breiđholti sjá líklega ofsjónum fúlgur faldar í skúffedaríinu, fyrst ţeir halda eđa telja sér trú um ađ Skúli fógeti hafi setiđ viđ ţađ. Í fjölskyldunni var ćvinlega talađ um skáp/púlt Skúla.

Greint var frá ţví í ţćttinum, ađ afkomendur eiganda skattholsins hafi leitađ til eins af stjórnendum ţáttarins til ađ finna kaupanda í útlandinu.  Reyndar er mublan í Breiđholtinu, sem er sýnd mjög lítiđ og illa í ţćttinum, ađeins neđri hlutinn af skattholinu. Toppskápinn vantar. Ţađ kom vitaskuld heldur ekki fram í ţessu frćđsluefni á vegum RÚV, frekar en svo margt annađ sem skipti máli viđ ađ leysa ráđgátuna sem sett var fram.

Stíllinn á skattholinu, einn og sér, sýnir ţađ ljóslega ađ mublan er í empire (boriđ fram ampír) stíl og er hún frá miđbiki 19. aldar. Ţess er ekki getiđ í ţćttinum. Danir framleiddu empire-mublur lengur en t.d. Frakkar, ţannig ađ skattholiđ gćti hugsanlega veriđ frá síđari hlut 19. aldar (síđ-empire).

Leitađ til Ţórs Magnússonar

Ţó enginn starfsmanna fáliđađs Ţjóđminjasafns hafi haft burđi til ađ frćđa skransala og eina af ţessum ćsiblađakonum sem vinna fyrir auglýsingatekjur RÚV, hefđi ekki ţurft ađ angra öldunginn og eftirlaunaţegann Ţór Magnússon, ţó hann sé sagđur "vita allt", til ađ láta hann segja ţjóđinni ađ ţetta geti ekki veriđ mubla Skúla vegna ţess ađ hann sá hana ekki í Viđey á 7. áratug síđustu aldar.

Rök Ţórs voru ćđi furđuleg og alls ekki byggđ á stílfrćđi húsgagnsins eđa frćđilegu mati.

Ţar sem Ţór var viss um ađ hann hafđi ekki séđ skattholiđ í Viđey á 7. áratug síđustu aldar, ţegar afkomendur stórbóndans Eggerts Briem Eiríkssonar fóru og sóttu skattholiđ, taldi Ţór ađ ţetta gćti ekki veriđ mubla Skúla. Furđulög rök ţađ, en enn meiri furđu sćtir ađ Ţór beitir ekki fyrir sér mikilli ţekkingu sinni og annálađri og bendi einfaldlega á ađ mublan sé í empirestíl og geti ţví ekki veriđ frá tímum Skúla fógeta. Eitthvađ viturlegra hefđi vissulega getađ hafa veriđ klippt út úr ţćttinum, ţví ţáttagerđarmenn eru óprúttnir í viđleitni sinni viđ ađ "búa til góđa sögu". Sannleikurinn er ekki alltaf besta sagan hjá fólki í ţeim bransa.

Skúlaskeiđ

Afkomendur Eggerts Briem Eiríksson, sem námu á brott mubluna í Viđeyjarstofu, gćtu hćglega veriđ ađ segja sannleikann um hvernig ţau náđu í húsgagn forfeđra sinna, ţví mublan er frá 19. öld og gćti ţví hafa veriđ ritpúlt Eggerts Briem eđa jafnvel föđur hans Eiríks biskupsritara.

Eeeen ekki áttu allir Íslendingar svona fínar mublur á 19. öld. Ţeir sem ekki voru höfđingjar, illmenni og arđrćningjar urđu ađ láta sér nćgja ađ geyma sitt dót í smákistlum og rita sín bćnabréf viđ ljósiđ frá grútarlampa á heimasmíđađri fjöl. 

Summa summarum er ađ skattholiđ í ţćttinum Fyrir alla muni hefur Skúli Magnússon hvorki setiđ viđ međ bókhaldiđ sitt, né séđ. Ţađ geta allir frćđst um viđ einfalda leita ađ orđinu chatol (t.d. á dönsku) á netinu (leitiđ líka ađ myndum af chatol). Í leiđinni geta menn, sem ólmir vilja eignast "Skúlaskápa", litiđ á verđ á álíka skattholum og séđ ađ ţađ er vafalítiđ lćgra en innflutningskostnađur. Lítiđ fćst fyrir 19. aldar mublur ţessa dagana. Kannski á ţađ eftir ađ breytast.

21 chatol

Ţađ verđur ađ teljast stórfurđulegt, ađ veriđ sé ađ búa til heilan sjónvarpsţátt međ kjánalegum spuna um eitthvađ, sem auđveldasta mál hefđi veriđ ađ ganga úr skugga um međ leit á veraldarvefnum. Ţá hefđu menn líklega einnig uppgötvađ, ađ á mublunni í kjallaranum hjá Brímunum í Breiđholtinu vantar toppstykki, eins og ţađ sem sjá má hér ađ ofan. Toppstykkiđ vantar greinilega líka í ţćttina sem Fornleifur leyfir sér ađ gagnrýna hér af sinni alţekktu grimmd.

Ţjóđ sem hendir

Íslenska ţjóđin hefur flýtt sér svo mikiđ úr "helv..." fortíđinni, ađ fćstir ţekkja vart stíl og smekk fólks fyrir 70-100 árum síđan eđa fyrr. Nú er allt eins konar Ikea, nema menn teljist til Epal-elítufólks sem er svo vel í álnum og vitstola, ađ ţađ kaupir ţađ sem flott ţykir á 100-200% hćrra verđi en ţađ selst á í nágrannalöndunum. Íslendingar henda einnig manna mest í Evrópu á haugana.

Vanţekking íslenskra skransala í gegnum tíđina, á ţví sem ţeir eru ađ selja, sýnir ţetta líka mjög glögglega. Skransalar ţurfa náttúrulega ekki ađ vita nokkurn skapađan hlut, en ţađ vćri nú líklega til bóta ef lágmarksţekking vćri fyrir hendir. En ţegar sölumenn, sem eru ađ fara međ "meint húsgögn" föđur Reykjavíkur í sölu til útlanda, vita ekki neitt um ţađ sem ţeir taka ađ sér ađ selja, ţá verđa ţeir fyrir alla muni ađ lesa sér betur til - og ţađ hefur reyndar aldrei veriđ auđveldara. Lestrarkunnátta Íslendinga hefur aftur á móti aldrei veriđ verri.

Saga af skransala

Hér segir frá sölumennsku skransala eins í Reykjavík, sem hafđi til sölu nokkuđ kindugan róđukross, sem hann kynnti til sögunnar sem "rómverskan"; og geri ađrir betur. Ţađ er kannski ekki í frásögur fćrandi, ađ skransala mannsins fór á hausinn og ađ hann er hinn sami Sigurđur Helgi Pálmason (Gunnarssonar hljómlistamanns) sem sér um stjórn ţáttanna Fyrir alla muni.

Áhugi ţjóđar, sem af öllu hjarta fyrirlítur fortíđina, var ekki mikill á dýrkeyptu silfri skransalans, sem vildi selja flest sem gulls ígildi. Í dag er Sigurđur Pálmason starfsmađur Myntsafns Seđlabankans, ţegar hann er ekki ađ skýra út skran á RÚV međ lítilli ađstođ frá stofnunum sem ćtti ađ hafa vit á fortíđinni.

soluro_a.jpg

Róđukross samsettum úr hlutum frá mismunandi tíma, reyndi Safnaramiđstöđin ađ selja á 4,6 milljónir króna hér um áriđ. Hér má lesa frćđilegt álit á hinum heilaga krossi samsettum á síđari tímum óheiđarlegum. Kannski kemur ţáttur um kross ţennan í röđinni Fyrir alla muni og góđ skýring á vel stćltum handleggjum Krists?

Fornleifur telur ađ sú ágćta kona, sem hlýtur brátt ađ verđa útvarpsstjóri á RÚV, ćtti ađ sýna sparnađ í verki og velta starfsmönnum stofnunarinnar af makindalegri vindsćng Bjarna Ben og taka af ţeim sólgleraugun. Síđan mćtti skipa ţeim ađ láta endursýna ţćttina Muni og Minjar, ţótt ţađ sé gamalt og sigiđ sjónvarpsefni (ja, vonandi er ekki búiđ ađ henda ţeim ţáttum á haugana). Fyrir mannsaldri síđan, reyndu Eldjárn og órykfallinn Ţór Magnússon ađ minnsta kosti ađ miđla vitsmunum í ţjóđina, Ţeir fornólfarnir, Kristján og Ţór, ţurftu ekki ađ aka Miklubrautina vestur í bć til ađ fara upp í Breiđholt til ađ fá gott "plott" í ţćttina sína.

Svo geriđ ţađ nú fyrir hann Fornleif ađ sökkva vindsćngum RÚV í skítalćk í Fossvogi og látiđ svo hendur standa fram úr ermum. RÚV verđur ađ geta gert betur fyrir allar auglýsingatekjurnar sem velta inn og sem ýmislegt grćđgispakk á sólbekkjum lífsins vill fá fingurna í. En ţćttir, sem gerđir er líkt og menn gangi međ tvöföld sólgleraugu í rökkri, eru kannski ţađ sem menn vilja sjá til ađ láta ljúga sig stútfulla. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband