Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2013

Er Minjastofnun Íslands spilavíti ?

Minjastofnun
 

Nýlega var sett á laggirnar ný stofnun á Íslandi. Minjastofnun Íslands, sem sett er saman úr Fornleifavernd Ríkisins og Húsavernd Ríkisins. Í morgun sá ég auglýsta stöđu arkitekts viđ stofnunina, sem ég skođađi, og athugađi ţá hvort Minjastofnun var komin međ nýja heimasíđu. Mig langađi ađ athuga hvort fyrrum forstöđumađur Húsaverndar Ríkisins hefđi sagt upp störfum, en hann er arkitekt og einn ţeirra sem sótti um stöđu forstöđumanns Minjastofnunar, en fékk ekki.

Stofnunin er komin međ vísi ađ heimasíđu undir www.fornleifavernd.is, allbreytta frá ţeirri fyrri. Ég leitađi einnig ađ upplýsingum um Stöng í Ţjórsárdal og verkefni sem Fornleifavernd sáluga efndi til um Stöng í fyrra. Jú upplýsingarnar voru ţar, en meira til mér til mikillar undrunar. Ţegar ég leitađi ađ Stöng. Komu greinilega upp upplýsingar um póker, Kasíno og rúllettu á pólsku og ensku.

Ţetta ţótti mér afar furđulegt og hrindi í Minjastofnun og bađ ritarann ţar ađ leita ađ Stöng í Ţjórsárdal á heimasíđunni og sá hún ţá hvers kyns var. Lét hún Kristínu Sigurđardóttur yfirmann stofnunarinnar hafa mig í símann og hún varđ vitaskuld líka undrandi, ţví póker og vefspilavíti held ég ađ sé ekki skemmtun sem dr. Kristín stundar, svo ég viti.  Kannski smá rúllettu? Nei, ekki held ég ţađ.

Mér og öđrum, sem ég ef sýnt ţetta, ţykir nokkuđ ljóst, ađ annađ hvort er sá sem er ađ byggja upp ţessa heimasíđu Minjastofnunar spilafíkill međ mikla pólskukunnáttu, eđa ađ einhver hefur brotist inn á heimasíđu stofnunarinnar og verpt ţar einhverjum fúlum eggjum.

Ţetta verđur auđvitađ ađ rannsaka, ţótt ţađ verđi ekki beint fornleifarannsókn. En ég gef lesendum mínum hér tćkifćri á ađ sjá ţessa „nýju ţjónustu" á pólsku sem mćtti halda ađ Minjastofnun sé farin ađ veita. Kannski vćri póker ágćt leiđ til ađ fjármagna ţessa nýju stofnun? Menn ţurfa auđvitađ á einhvern hátt ađ fjármagna 700.000.000 króna verkefniđ á Stöng.

Skođiđ skjámyndirnar betur  međ ţví ađ klikka á myndirnar

Minjasfotnun
Minjastofnun2

Af félagslegu lýđrćđi međal íslenskra fornleifafrćđinga

Archaeo
 

Í síđustu fćrslu gerđi ég athugasemd viđ drög ađ nýjum reglum sem Ţjóđminjasafniđ vinnur ađ um afhendingu gripa til safnsins. Mig hafđi ekki órađ fyrir ţví ađ saklausar athugasemdir mínar skyldu hafa í för međ sér hótanir um limlestingar og heimsóknir leigumorđingja.

Ţar sem ég fékk ţessi drög til umsagnar frá félagi sem ég er međlimur í, Fornleifafrćđingafélagi Íslands, ţá sendi ég athugasemd mína til félagsins og reyndar til allra félagsmanna. Ţar fyrir utan birti ég athugasemdir mínar á Fornleifi í gćr.

Mér var sagt af formanni félagsins, ađ athugasemdum mínum yrđi bćtt inn í athugasemdir félagsins. Fundurinn var svo haldinn í gćr á Fornleifafrćđistofunni á Ćgisgötu í Reykjavík, sem dr. Bjarni Einarsson rekur. Í bítiđ í morgun fékk ég svo athugasemd félagsins, en sá hvergi ţađ sem ég hafđi til málanna ađ leggja. Ég innti formann félagsins eftir ţví í dag og hann greindi mér frá ţví ađ hann "hefđi ekki alrćđisvald" og ađ meirihlutinn hefđi veriđ á móti ţví ađ bćta athugasemdum mínum viđ.

Ekki nóg međ ţađ, „reyndir félagar" í Fornleifafrćđingafélaginu, svo notuđ séu orđ formannsins, félagskap sem ég hef veriđ félagi í mjög lengi, töldu sig fullvissa um ađ ég vćri ekki félagsmađur, ađ ég hefđi gengiđ úr félaginu, og ađ ég hefđi ekki greitt félagsgjöld áriđ 2012 og 2013. Mér hefur ekki nýlega veriđ tilkynnt ađ ég vćri ekki félagi og hef fengiđ tölvupósta frá félaginu, sem setur hlekk í bloggiđ Fornleif á heimasíđu sinni.

Skođun mín á drögum Ţjóđminjasafnsins ađ nýjum vinnureglum, sem mér ţykja á flestan hátt ágćtar, féll svo mikiđ fyrir brjóstiđ á einum fornleifafrćđingi, ađ rétt fyrir fundinn skrifađi hann mér m.a. eftirfarandi svödu vegna ţess pósts međ athugasemdum sem beđiđ var um, og sem ég leyfđi mér ađ senda til allra félagsmanna svo ţeir fengju ţćr tímanlega fyrir fundinn:

Ţú gerir ţér grein fyrir ţví ađ ţessar endalausu tölvupóstsendingar ţínar fara ađ jađra viđ ofsóknir og ţú gćtir mögulega átt von á kćru frá mér vegna ţessa.  Ţví leyfi ég mér ađ segja ađ ég ţekki fólk í Danmörku sem getur vel tekiđ ađ sér ţađ verkefni ađ heimsćkja ţig - sofđu međ annađ augađ opiđ!  

Í SÍĐASTA SINN VILTU DJÖFLAST TIL AĐ TAKA MIG ÚT AF ÖLLUM JÁ ÖLLUM TÖLVUPÓSTUM SEM ŢÚ SENDIR OG BIDDU FYRIR ŢVÍ AĐ ŢÚ EIGIR EKKI LEIĐ TIL ÍSLANDS ŢAĐ SEM EFTIR ER ŢVÍ AĐ OKKAR FUNDIR VERĐA EKKI FAGRIR!!

Ţetta var nú heldur hressilega til orđa tekiđ og sýnir ađ mikiđ vatn hefur runniđ til sjávar síđan Kristján Eldjárn var fornleifafrćđingur. En mig langar strax ađ taka fram, ađ ég sendi hvorki endalausa tölvupósta til félagsmanna í Fornleifafrćđingfélaginu, né öđrum. Ég er ekki "spammari" og sendi mjög fáa pósta daglega. En hunsun „reyndra félaga" og ţeirra sem mćttu á fundinn í félaginu í Reykjavík í gćr, sem ég gat ekki mćtt á ţar sem ég bý erlendis, sýnir nú heldur betur nauđsyn ţess ađ ég sendi umbeđnar skođanir mínar til allra félagsmanna í Fornleifafrćđingafélaginu. Einn fór hamförum og hinir fóru ađ gera ţví skóna ađ ég vćri ekki félagi. Mér fundust svalir Moskvuvindar fjúka mér í móti. Ţađ er komin Kremlfýla af ţessu félagi sem ég er í.

Ţegar ég var búinn ađ fá vitneskju um ađ "reyndir félagar" í Fornleifafrćđingafélaginu hefđu lokađ fyrir skođanir mínar á opinberu skjali, sem opinber stofnun hafđi beđiđ um álit á, leyfđi ég mér einnig í dag ađ senda ţessa skođun til formanns Fornleifafrćđingafélagsins:

Sćll Ármann,

ţegar ummćli, sem beđiđ er um hjá félagsmönnum í félagi, eru ekki nýtt í umsögn sem félagiđ sendir frá sér, vegna ţess ađ reyndir félagar telja sig vita "hitt og ţetta" um félagsmanninn sem kemur međ athugasemdina, ţá kalla ég ţađ ekki beint "persónulegan tilgang" ađ nýta sér netföng félagsmanna og senda skođun sína til ţeirra allra, sér  í lagi ef félagiđ vill ekki miđla minnihlutaáliti.

Ţótt allir hinir í félaginu séu hugsanlega á ţeirri skođun, ađ fornt silfur geti fundist óáfalliđ í jörđu á Íslandi og ţađ sé í fínasta lagi fyrir Ţjóđminjasafniđ ađ týna sýnum sem safniđ hefur látiđ taka, ţá tel ég ţađ félagslegan rétt minn ađ segja öllum í félaginu, ađ ég hafi ađra skođun á ţví máli. Varđveisla gripa og sýna, fyrr og nú, tengist auđvitađ ósk Ţjóđminjasafnsins um ađ ráđa ţví hvernig gengiđ er frá sýnum og forngripum á Íslandi áđur en ţau eru afhent á Ţjóđminjasafniđ. Hvađ á ađ gera viđ silfur sem finnst óáfalliđ í jörđu? Ţađ kemur einfaldlega ekki fram í drögunum sem Ţjóđminjasafniđ sendi út fyrir áramót. En slíkt silfur hefur reyndar fundist.

Ef Ţjóđminjasafniđ vill ađ varđveislumál séu í lagi, er líkast til ekkert sjálfsagđara en ađ Ţjóđminjasafniđ skýri, hvađ varđ um sýni sem tekin voru fyrir safniđ áriđ 1994, eđa t.d. hvađa gripir týndust hér um áriđ, en komu svo sumir ađ sögn aftur í leitirnar eftir ađ blásaklaust fólk utan safnsins hafđi veriđ ţjófkennt. Ţađ lýsir ekki sérstaklega traustu ástandi í 150 ára sögu safnsins, og ţađ verđur ađ vera öruggt ađ slíkt ástand sé ekki enn viđ lýđi og endurtaki sig. Mér er mikiđ til sama hvađ öđrum félögum í félaginu finnst um ađ gripir sem ég afhenti til forvörslu á Ţjóđminjasafni hafi veriđ látnir grotna niđur.  Ţađ var einfaldlega eyđilegging á rannsókn minni, framin af einum af reyndustu félagsmönnunum í okkar félagi. Ţađ var einnig brot á Ţjóđminjalögum, og eftir ţeim eigum viđ ađ starfa.

Ég get alls ekki tekiđ undir ţá skođun meirihlutans og háttvirtra "reyndra félaga" félagsins, sem í gćr söfnuđust saman á Fornleifafrćđistofunni, ađ varđveislumál og frágangur fornminja sem finnast viđ rannsóknir eigi ađ vera á könnu Minjastofnunar Íslands. Ţá verđur ađ breyta Ţjóđminjalögunum, ţví ţau segja okkur ađ fara međ ţađ sem viđ finnum á Ţjóđminjasafniđ. Ţjóđminjasafniđ á auđvitađ ađ taka viđ ţví í góđu ásigkomulagi.

Mér sýnist ekki betur en ađ međan meirihlutinn og "reyndir félagar" í pólítbyrói félagsins vilja ekki hlusta á rök mín, ţá gangi ţeir kinnrođalaust erinda nýstofnađrar Minjastofnunar Íslands, sem einn félagsmađur okkar er forstöđumađur fyrir.

Ţjóđminjasafniđ hefur einnig skuldbindingar samkvćmt lögum. Ţađ er alls ekki nógu gott ađ á stofnun, sem á ađ taka á móti jarđfundnum menningararfi samkvćmt lögum, geti ekki gert grein fyrir ţví sem ţar hefur komiđ inn af sýnum og forngripum, eđa horfiđ. Ég geri vissulega ráđ fyrir ţví ađ mest af ţessum hvörfum og týnslum sé fortíđarvandi, sem hvarf fyrir fullt og allt međ núverandi ţjóđminjaverđi. En hún neitar ţó stađfastlega ađ svara fyrirspurnum um slík hvörf og lćtur ţađ líđast ađ starfsmenn sem bera ábyrgđ á hvarfi menningararfsins á sínum tíma svari ekki spurningum frá sérfrćđingum utan safnsins.

bestu kveđjur,

Dr. Vilhjálmur  Örn Vilhjálmsson

 

Afsakiđ ţađ er einhver ađ banka

tumblr_m7k5zvbcxW1r5ijn2o1_500

... Ţá er einum dönskum leigumorđingja fćrra Smile


Nýir tímar, breyttir siđir

Artifacts-From-The-Silver-007
 

Nýveriđ bárust mér drög ađ Leiđbeiningum um umhirđu forngripa. Skjal ţetta er upprunniđ á Ţjóđminjasafni Íslands. Ţađ lýsir óskum safnsins, á 150 ára afmćli sínu, um hvađ gera skal viđ jarđfundna forngripi úr fornleifarannsóknum, sem allir eiga ađ varđveitast á Ţjóđminjasafni Íslands, nema ef annađ sé tilgreint og ákveđiđ.

Ég fékk ţessa umsögn frá félagi sem ég er međlimur í, Forleifafrćđingafélagi Íslands, sem er eitt af tveimur félögum fornleifafrćđinga á Íslandi. Ég fékk skjaliđ harla seint, finnst mér, ţví ţađ á ađ rćđa um ţađ á morgun (29.1.2013), og félagiđ á ađ skila áliti til Ţjóđminjasafns ţann 1. febrúar nk.

Í fljótu bragđi sýnast mér drögin vera ágćt, ţótt vanda mćtti íslenskuna og varast endurtekningar. Nú á 21. öld verđum viđ ađ lúta fremstu kröfum um frágang á fornleifum og syndir forfeđranna má ekki endurtaka.

Mér er óneitanlega hugsađ til frágangsins á ýmsu ţví sem ég sá koma til Ţjóđminjasafnsins ţegar ég vann ţar frá 1993 til 1996. Ég uppfyllti langt frá ţćr reglur sem nú er ćtlunin ađ setja, ţegar ég afhenti fornleifar úr rannsóknum sem ég stýrđi, en ég gerđi ţađ eftir bestu getu og vitund. Ţađ gerđi líka Mjöll Snćsdóttir, er hún afhenti ţjóđminjasafni Íslands merka forngripi sem fundist höfđu viđ fornleifarannsóknir á Stóru-Borg sem fóru fram í fjölda ára undir hennar stjórn og á vegum Ţjóđminjafans Íslands. Ţví miđur hefur mikiđ magn forngripa ţađan eyđilagst á Ţjóđminjasafninu,  eftir ađ ţeir voru afhentir ţangađ. Ţar var um tíma enginn forvörđur og ţegar ţeir hófu loks störf var skađinn skeđur. Ţađ var menningarsögulegt stórslys.

Ég afhenti kassa af járngripum til forvörslu á Ţjóđminjasafni íslands áriđ 1984, í ţar til gerđum fundakössum sem ég hafđi fengiđ afhenta af forvörđum Ţjóđminjasafns Íslands, ţar sem mér hafđi veriđ lofuđ forvarsla á gripunum. Ţegar ég hóf ţar störf áriđ 1993, kom í ljós ađ járngripirnir sem fundust á Stöng áriđ 1984 lágu allir undir skemmdum. Ekkert hafđi veriđ gert síđan 1984. Áriđ 1984 var einn forvarđa Ţjóđminjasafnsins Kristín Sigurđardóttir, nýútnefndur forstöđumađur Minjaverndar Ríkisins.

Gripir sem finnast sýningarhćfir 

Stundum er mađur bara svo heppinn, ađ forngripir finnast svo ađ segja forvarđir.  Ţađ gerđist t.d. á Miđhúsum áriđ 1980. Silfriđ, sem fannst ţar, var óáfalliđ og forverđir ţurftu ađeins ađ bursta óhreinindi af gripunum. Kristján Eldjárn var mjög undrandi yfir ţessari ótrúlegu varđveislu og spurđu finnendur í ţaula út í ţađ. Ţór Magnússon Ţjóđminjavörđur hefđi örugglega falliđ á prófinu ef hann hefđi afhent silfursjóđinn á Ţjóđminjasafniđ í dag, ef hann hefđi gert ţađ eins og hann gerđi ţá. Samkvćmt ströngustu reglu Ţjóđminjasafnsins nú, hefđi hann alls ekki mátt setja sjóđinn í plastpoka ofan í stresstösku sína eins og hann gerđi samkvćmt ţví sem hann upplýsti. En hvađ á mađur ađ halda ţegar mađur finnur óáfalliđ silfur. Hvađ á mađur yfirleitt ađ gera ţegar mađur finnur óáfalliđ silfur í jörđu á Íslandi? Hingađ til hefur ţađ ţótt viđ hćfi ađ stinga höfđinu í sandinn í stađ ţess ađ spyrja spurninga.

Skýringar á ţví hvađ gjöra skal ef mađur finnur ááfalliđ silfur í jörđu vantar tilfinnanlega í nýjar leiđbeiningar Ţjóđminjasafns Íslands. Er ekki ósköp eđlilegt ađ hafa allan varann á, ef ţađ sem gerđist áriđ 1980 á Miđhúsum gerđist aftur. Ég hef ţví beđiđ félag mitt ađ beina ţeim breytingartillögum til Ţjóđminjasafns, ađ upplýst verđi hvađ gera skuli finni mađur óáfalliđ silfur í jörđu.

Eyđublöđ fyrir afhenta gripi og sýni 

Hvađ varđar eyđublađ yfir afhenta gripi og sýni sem Ţjóđminjaafniđ sendi einnig fagfélögum fornleifafrćđinga í nóvember sl., ţykir mér ţađ vera til sóma. En ég hafđi samt búist viđ einhverju öđru en einfaldri Excellskrá. Í ţví sambandi leyfi ég mér vinsamlegast ađ benda á, ađ jarđvegssýni sem ţjóđminjasafniđ lét taka af jarđvegi á Miđhúsum áriđ 1994 eru nú týnd - ekki til - og ekki skráđ inn í safniđ. Excell var reyndar til á ţeim tíma er sýnin voru tekin og er ţví engin afsökun fyrir ţví ađ sýni sem Ţjóđminjasafniđ lét taka séu horfin. Týndu jarđvegssýnin, sem voru frá Miđhúsum í Eiđaţinghá, höfđu aldrei veriđ rannsökuđ. Grunur leikur á ţví, ađ ţađ hafi veriđ notađ sem pottamold á Ţjóđminjasafni Íslands, en ekkert finnst heldur um ţađ á skrá eđa skjölum. Einn fremsti sérfrćđingur safnsins um silfur, ţjóđfrćđingurinn Lilja Árnadóttir vill ţó ekki enn tjá sig um máliđ.

Vitandi af slíku hvarfi, getum viđ fornleifafrćđingar nokkuđ fullvissađ okkur um, ađ Ţjóđminjasafniđ varđveiti ţađ sem afhent er til safnsins? Getur safniđ yfirleitt kastađ ţví á glć sem ţađ safnar, án ţess ađ stafkrókur sé til um ţađ á safninu? Samkvćmt nýjustu yfirlýsingum ţjóđminjavarđar á 150 ára afmćli safnsins er ţađ hćgt, án nokkurra frekari skýringa.

Safn verđur aldrei betra en ţađ fólk sem vinnur ţar.

Dćmi um nýlega og nokkuđ athyglisverđa forvörslu 

Á síđasta ári greindi ég frá fundi silfurbaugs í svonefndum Alţingisreit í Reykjavík. Á vefsíđu Ţjóđminjasafns er einnig greint frá ţessum fundi . Í myndasögu Ţjóđminjasafni er fyrst sýnd mynd af ţví er ungur fornleifafrćđingur er ađ grafa fram gripinn í felti.

Forleifauppgroftur-a-Althingisreit

Tekin hefur veriđ ákvörđun um ađ halda áfram uppgreftri á forvörsluverkstćđi Ţjóđminjasafns Íslands, og ţess vegna hefur gripurinn veriđ tekinn upp međ undirliggjandi mold, svo hćgt vćri ađ halda áfram nákvćmri rannsókn á honum. Svo sýnir Ţjóđminjasafniđ tvćr myndir af moldarkögglinum sem starfsmenn safnsins tóku međ sér í hús og bćtir viđ ţessari upplýsingu:

"Myndir sem sýna annars vegar moldarkökkinn og svo hins vegar ţegar búiđ er ađ hreinsa lausa mold ofan af honum, áđur en armbaugurinn var losađur úr honum. (Ljósm: Sandra Sif Einarsdóttir)."
armbaugur-2armbaugur-3

Takiđ hins vegar eftir ţví hvernig gripurinn leit út áđur en hann var tekinn upp sem "preparat". Var mikill jarđvegur ofan á honum ţá? Nei, ekki samkvćmt ţeim ljósmyndum sem hafa birst í fjölmiđlum.

Einnig má glögglega sjá á báđum myndunum, ađ köggullinn hefur brotnađ eftir ađ hann var tekinn upp og fćrđur á Ţjóđminjasafniđ, og er ţađ greinilega vegna ţess ađ preparatiđ hefur ekki veriđ styrkt međ gifsi, eins og tíđkast t.d. hér í Danmörku og á flestum öđrum stöđum í heiminum - nema á Ţjóđminjasafni Íslands.

Röntgenmynd af kögglinum sýnir ađ gripurinn hefur greinileg brotnađ ţar sem köggullinn hefur brotnađ.

Armbaugur Alţingi
Efst í ţessari fćrslu má sjá armbauga af sömu tegund og sá hringur sem fannst í Reykjavík. Ţeir fundust á Bretlandseyjum og eru frá ţví um 900 e.Kr.
Hér gleymdi forvörđur Ţjóđminjasafnsins ađ steypa sýniđ í gifs. Líklegast brotnađi hann ţess vegna, en gripurinn er í dag límdur saman.  Sjáiđ hér varđveisluna á silfri í Reykjavík. Hún er greinilega allt öđruvísi en fyrir Austan ţar sem silfur finnst óáfalliđ.

Illugi ritskođar sögu Sovétríkjanna

Serov

Illugi Jökulsson blađamađur hefur í árarađir veriđ ötull viđ ađ gera heimssöguna áhugaverđa og ađgengilega venjulegu fólki. Á hann mikiđ lof skiliđ fyrir ţađ, ţótt oft sé sagan hjá honum í hrađsođnu skyndibitaformi. Sagnfrćđileg nákvćmni er kannski ekki í öllum tilvikum sterkasta hliđ Illuga. Ţótt efniđ sem hann skrifar um sé fyrir almenning og ţađ sé yfirborđskennt, er ţó engin ástćđa til ađ hliđra til sannleikanum eđa slaka á heimildarýni og nákvćmni. Sérstaklega ekki ţegar saga Sovétsins sáluga er sögđ. Sovétríkin teljast nú til fornleifa, en sárin, sem stjórnkerfiđ ţar olli, gróa seint.

Um ţessar mundir skrifar Illugi á Pressunni röđ stuttra greina undir samnefninu Illugi í útlöndum. Í gćr birti hann samansuđu, sem mađur hefur svo sem ansi oft lesiđ og séđ í međförum margra annarra, en greinin fjallađi um myndafölsun í Sovétinu og endurritun og ritskođun sögunnar. Íkonografía Sovétríkjanna er á margan hátt álíka áhugavert rannsóknarefni og helgimyndalćrdómur rússnesku rétttrúnađarkirkjunnar.

Í grein sinni verđur Illuga illilega á í messunni og gerir sig sekan um álíka athćfi og Stalín og kumpánar viđhöfđu, ţegar ţeir strokuđu menn út af myndum og máluđu yfir atburđi á málverkum, og fjarlćgđu ţá úr sögunni eđa rćgđu ţá í svađiđ. Hver kannast ekki viđ ţađ andbyltingalega athćfi ađ setja glerbrot í smjör alţýđunnar. Menn voru meira ađ segja ásakađir um slíkt á Íslandi.

Illugi sýnir okkur mynd eftir stórmálarann Vladimir Serov frá 1947 (sjá efst), sem sýnir, ađ sögn Illuga, Lenín lýsa yfir stofnun Sovétríkjanna. Fyrir aftan hann standa Stalín, Felix Dzerzhinsky (sem Illugi kallar Drzinzinsky) og Yakov Sverdlov. Illugi greinir síđan frá ţví, ađ listamađurinn Serov hafi síđar málađ aftur sama myndefniđ, eftir ađ Stalín féll frá áriđ 1953, og sett nokkra velútitekna verkamenn í stađ samverkamanna Leníns. Illugi ritar: En 1953 dó Stalín og nokkrum árum seinna var skorin upp herör gegn arfleifđ hans og persónudýrkuninni sem hafđi fylgt honum. Ţá málađi Vladimir Serov mynd sína upp á nýtt og tók nú út Stalín, Drzinsinsky og Sverdlov og setti ţrjá almenna verkamenn í stađinn.

serov62 

Rauđliđar og verkamenn í stađ Stalíns, gyđings og pólverja. Vladimir Serov 1962

Illugi gleymir hins vegar ađ segja okkur, ađ endurskođun Serovs, sem hann sýnir okkur sem dćmi um pólitískar hreinsanir í list, er ekki máluđ fyrr en 1962, og ađ áđur en hann málađi hana málađi hann áfram eftir fall Stalíns (1955) sama mótíf, ţar sem sem Sverdlov og Dzerzhinsky standa bak viđ Lenín. Á verkinu frá 1955 er Stalín reyndar horfinn. Illugi fer ţví međ stađlausa stafi.

Serov 1955

Mynd eftir Vladimir Serov 1955. Ţarna standa Sverdlov og Dzerzhinsky enn.

Nikita Khrushchev var eins og gamalt fólk veit viđ völd frá 1955 til 1964. Í hans tíđ byrjađi Stalín smám saman ađ hverfa úr helgimyndalist kommanna og smátt og smátt hurfu líka gyđingar eins og Yakov Sverdlov og "Pólverjar" eins og Dzerzhinsky af hinum sósíalrellístísku íkonunum. Gyđingahatriđ á tímum Khruchchevs var ekki minna en á tímum keisarans, Leníns eđa Stalíns. "Fagrar" hugsýnir eins og kommúnismi Sovétríkjanna breytti engu í ţeim efnum. Í dag er jafnvel taliđ ađ Yakov  Sverdlov, sem upphaflega hét Jeshua-Solomon Moishevich Sverdlov, hafi veriđ barinn til bana af verkamönnum í Oryol áriđ 1919 eingöngu vegna ţess ađ hann var gyđingur. Til ađ koma í veg fyrir frekari andgyđinglega múgćsingu laug flokksforystan um afdrif hans og sagt ađ hann hafi dáiđ í flensu áriđ 1918.  En finnst Illuga ţá ekki skrítiđ ađ Sverdlov sé á málverki frá 1947, sem á ađ sýna stofnun Sovétríkjanna? Sovétríkin voru, síđast ţegar ég vissi, stofnuđ áriđ 1922.

jakov_sverdlov_avi_image3 

Sverdlov leggur á ráđin. Hann var barinn til bana áriđ 1919 og fjarlćgđur af helgimyndum Sovétríkjanna áriđ 1962

 

iron_felix

 Felix Dzerzhinsky

Hinn blóđi drifni böđull Felix Dzerzhinsky, sem einnig var fjarlćgđur af málverkum Serovs, var af pólskum ađalsćttum. Hann féll ekki opinberlega í ónáđ fyrr en 1991 (enda ekki gyđingur), ţegar risstór stytta af honum úr járni áriđ 1958, sem kölluđ var Járn Felix, var rifinn niđur ţar sem hún stóđ fyrir framan höfuđstöđvar KGB. Dzerzhinzky var einn stofnanda og yfirmađur Cheka, sem var illrćmd deild í kommúnistaflokkunum sem barđist gegn andbyltingaröflum og skemmdarverkum.

Checka samsvarađi Gestapo nasista. Síđar varđ ţessi illrćmda stofnum kölluđ GPU (Ríkislögreglan) sem var deild í NKVD, sem var forveri KGB. Felix Dzerzhinsky dó úr hjartaáfalli áriđ 1926 og Stalín hóf hann ţá upp til skýjanna. Áriđ 1991 réđst frelsishungrandi alţýđan á hina risastóru styttu af Felix fyrir framan KGB höfuđstöđvarnar í Moskvu og ţar á međal  fólk sem taldi ađ „Járn Felix" hefđi veriđ gyđingur. Gyđingum var alltaf kennt um allt í Sovétríkjunum eins og menn muna kannski, og er svo oft enn í Rússlandi Pútíns. Í fyrra (2012) tilkynntu yfirvöld í Moskvu, ađ gert verđi viđ laskađa styttuna af Járn Felix, en enn er ekki komin tilkynning um hvort og hvar á ađ reisa minnisvarđann um ţennan forvera Pútíns í rússneska byltingarmorđćđinu.

pomnik

Felix Dzerzhinsky féll loks áriđ 1991 sem persónugerfingur illsku og útrýminga sem áttu sér mestmegnis stađ eftir ađ hann var allur


Mittismjó brúđur eđa Venus frá Utrecht

Topless Dutch Woman

Sjötta getraun Fornleifs reyndist greinilega fornfálegu fólki á Íslandi um megn. Sumir voru ađ brjóta heilann í hálfan annan sólahring og langt fram á síđustu nótt. Ađrir voru enn ađ snemma í morgunsáriđ, eftir ađ ţessi raun hafđi tekiđ af ţeim allan svefn og sálarró ađra nóttina í röđ. Ég verđ nú ađ létta á spenningnum og lýsa ţví yfir ađ getrauninni sé formlega lokiđ. Sumir gerđust heitir en flestir stóđu á gati. Bergur Ísleifsson komst nćst sannleikanum allra ţátttakenda.

Ţađ sem spurt var um, og mynd var sýnd af, var ađeins brot af grip. Ţađ er ađ segja neđri hlutinn af lítilli styttu, sem sýnir hefđarfrú í fínum plíseruđum kjól. Gripurinn, sem er 8,6 sm. á hćđ, er tćplega 300 ára gamall, eđa frá fyrri hluta 18. aldar. Hann fannst í Amsterdam, nánar tiltekiđ í Vlooienburg-hverfinu (einnig ritađ Vlooyenburg), sem upphaflega var manngerđa eyja. Ţar stendur nú síđan 1983 nýtt óperuhús Amsterdamborgar, almennt kallađ Stopera. Áđur, á 17. öld og alveg fram undir 1940, var ţarna hluti af hverfi gyđinga. Á 17. og 18. öldu bjuggu á Vlooienburg margir portúgalskir gyđingar. 

Gripurinn er úr brenndum leir, svokölluđum pípuleir, sem er blágrár en verđur hvítur viđ brennslu á ákveđinn hátt. Gripurinn var framleiddur í Hollandi, hugsanlega í borgum eins og Delft eđa Utrecht, ţar sem viđ vitum ađ slík framleiđsla fór fram. Brot af sams konar eđa líkum styttum  hafa fundist í miklum mćli í jörđu í Hollandi. Hollendingar kalla brenndann pípuleir, pijpaarde (sem er boriđ fram peipaarde).

Á miđöldum var heilmikil framleiđsla á pípuleirsmyndum í Hollandi, m.a. í borginni Utrecht. Mynd af heilagri Barböru sem Kristján Eldjárn fann í kapellunni í Kapelluhrauni, var einmitt gerđ í borginni Utrecht eins og ég ritađi um í grein í Árbók Fornleifafélagsins um áriđ og síđar hér á blogginu. Stytta, sem virđist vera úr sama mótinu og brotiđ af Barböru sem fannst í Kapelluhrauni, var einmitt frá Utrecht. Ţá styttu má nú sjá á sýningu í Utrecht fram í febrúar. Á Skriđuklaustri hefur líklega stađiđ  altari úr nokkuđ stćrri pípuleirsstyttum frá Hollandi, m.a heilagri Barböru frá ţví um 1500.

Topless Dutch women 

Undarlegt má virđast, ađ allar styttur, eins og sú sem spurt var um, finnast ađeins brotnar. Ţađ er einvörđungu neđri hlutinn sem finnst. Sama hvort ţessar myndir finnast í Hollandi, Danmörku eđa annars stađar,  ţá eru ţađ ađeins neđri hlutinn, pilsiđ, sem finnst. Ég hef reynt ađ leita uppi efri hlutann á ţessum hefđarfrúm, en hef enn ekkert fundiđ. Greinilegt er, ađ ţessi mittismjóa hefđarfrú hafi haft veikan punkt um mittiđ. Hér sjást myndir frá ýmsum álíka styttum:

Alkmaar Hekelstraat

Two birds from Alkmaar

Rotterdam

Bakhlutinn á mittismjórri meyju frá Rotterdam

pijpaarde3-DSCN5439-30  

Nokkrir hollenskir pilsfaldar. Efri hlutann vantar, en vitanlega minnir ţetta sumt á digur og stutt ređur eins og einhver stakk upp á međan á getrauninni stóđ

L58_pijpaarde_beeldje_011_15_crop

Ţessi brotnađi einnig um mittiđ, enda ţvengmjó, og svo nokkrar úr Kaupmannahöfn hér fyrir neđan:

brotnar um miđju

Brotakonur frá Kaupmannahöfn. Stytturnar hafa margar veriđ málađar/litađar. Mynd úr Nationalmuseets Arbejdsmark 2012, sem Ţjóđminjasafn Dana gefur út.

Gripur sá sem getraunin gekk út á er í einkasafni Fornleifs. Mér var gefinn gripurinn af frćgum hollenskum safnara, Edwin van Drecht , sem á unga aldri tíndi lausafundi upp úr byggingagrunnum víđs vegar í Amsterdam. Ţá voru fornminjalög í Hollandi ekki eins og ţau eru í dag og áhugasafnarar gátu fariđ og safnađ sér fornminjum ţegar hús voru byggđ.  Edwin fann mikiđ af heilum diskum og gripum úr fajansa, rauđleir og postulíni í leit sinni og ánafnađi ţađ síđan virđulegum söfnum í Hollandi, sem gefiđ hafa út virđulegar útgáfur til ađ heiđra Edwin van Drecht. Sýningar á fundum hans hafa veriđ víđa um heim, t.d. í Japan.

Eftir síđari heimsstyrjöld voru mjög fá heilleg hús eftir í Vlooyenburg hverfinu í miđborg Amsterdam. Ţjóđverjar höfđu sprengt húsin ţar sem gyđingar höfđu búiđ. Ţađ var ţó ekki fyrr en á 8. og 9. áratug 20 aldar ađ bćjaryfirvöld ákváđu ađ byggja aftur á svćđinu, og ţá var m.a. tekin sú ákvörđun ađ reisa nýa óperuhöll Amsterdamborgar viđ Waterlooplein. Fađir minn bjó viđ Waterlooplein fyrsta ár ćvi sinnar, áđur en hann fluttist međ foreldrum sínum til Norđur-Amsterdam. Síđar á 4. áratugnum fluttust ţau til den Haag. Ţess má geta ađ í grennd viđ Vlooyenburg í Joodenbreestraat (Gyđingabreiđgötu) bjó Rembrandt Harmenszoon van Rijn á 17. öld.

Vlooienburg,_1688

Vlooienburg er innan bláa ferhyrningsins, hús Rembrandts innar ţess rauđa og portúgalska samkunduhúsiđ, Snooga (Esnoga) er merkt međ stjörnu

waterlooplein_1934

Vlooienburg áriđ 1934

Ţess má í lokin geta, ađ ţessi brotna hefđarfrú frá Vlooienburg og álíka styttubrot leiđa hugann ađ einu af frćgustu verkum Rembrandts sem gengur undir heitinu Gyđinglega brúđurin (Het joodse bruidje). Ţađ verk er frá ţví um 1667, og ţví nokkuđ eldra en styttan mín. Takiđ eftir ţví hvernig mađurinn á myndinni heldur um brúđi sína og hún leggur hönd í skaut sér. Stytturnar mittismjóu úr Hollandi eru einnig til í öđru afbrigđi, ţar sem mađur stendur viđ hliđ konunnar og hún leggur hönd í skaut sér, eins og brúđurin á mynd Rembrandts.

Rembrandt_-_The_Jewish_Bride_-_WGA19158
Gyđinglega brúđurin, Rijksmuseum, Amsterdam
 
25_details_theredlist
StoreKongensgadeNM
Brúđhjón eđa kćrustupar sem fundust höfuđlaus í Trřjborg kastala á Suđur-Jótlandi. Ljósm. NM Kaupmannahöfn. Eftir Mynd úr Nationalmuseets Arbejdsmark 2012, sem Ţjóđminjasafn Dana gefur út.
 
 
Middelburg 2012
Par frá Middelburg

Ég leyfi mér ađ halda ţví fram, ađ ţessi mittismjóa snót úr Amsterdam hafi veriđ barbídúkka síns tíma eđa stytta af brúđur, kannski stytta sem sett var á hlađin borđ í brúkaupsveislum líkt og kransakökumyndir af hjónum úr plasti eru settar á brúđhlaupskökur í dag. En hugsanlega var ţetta bara stytta eins og Venus frá Míló, ţessi sem vantar handleggi. Ţessar hollensku vantar hins vegar tilfinnanlega búk og haus, og lýsi ég hér međ eftir ţeim.

IMGP3685

Neđan á dömunni minni frá Amsterdam hefur sá sem steypti ţessa mynd skiliđ eftir sig fingra- og naglaför sín.


6. getraun Fornleifs

Getraun1
Nú er kominn tími til ţess ađ reyna fornvit lesenda Fornleifs og ţeirra sem taka vilja ţátt í leiknum.
Ţví spyr ég:
1) Hvađa gripur er á ferđinni hér á myndinni?
2) Hvađ er hann gamall?
3) Hvar fannst hann?
4) Til hvers var hann notađur?
5) Úr hvađa efni er hluturinn?

Nú hefur fílsminni mitt og nef veriđ útskýrt

MicroRNA-graphic 

Hér skal ég ekki gera mig klókan um ţađ efnin sem ég greini frá, og ţetta verđur ţví í styttra lagi í dag;  ţví sú fornlíffrćđi sem ég segi frá er vel handan ţess tíma sem ég skil. Fílsminni mitt segir mér hins vegar, ađ ţessi frćđi hafi veriđ til umrćđu á einhverjum bloggum og međal íslenskra frćđimanna/vísindamanna. En ţar sem ţetta er eins konar fornlíffrćđi, ţá lćt ég ţađ flakka. 

Í grein í Nature, sem birtist í fyrra, var greint frá vinnu dr. Kevins Peterson viđ Dartmouth College í New Hampshire, sem á síđustu árum hefur veriđ ađ endurrita ţróunarferli spendýra út frá rannsóknum sínum á míkró-RNAi. Míkró-RNA eru litlir bútar af erfđaefni, sem skipta miklu máli viđ skipulagningu á genum og hvernig gen rađast saman. Ţar fyrir utan hefur Míkró-RNA ţann áhugaverđa eiginleika, ađ ţađ breyttist lítiđ ef nokkuđ í milljónir ára, alveg öfugt viđ annađ erfđaefni. Gerđ ţess er mjög óbreytt í lengri tíma, ólíkt öđru erfđaefni og hefur erfst óbreytt međal margra tegunda dýra. Ţetta hefur Peterson nýtt sér og hefur nú eftir margra ára rannsóknir rćktađ allt annađ ţróunartré fyrir spendýr, en hingađ til hefur veriđ viđurkennt (sjá hér ađ ofan). Ţetta myndar auđvitađ gárur í sullupolli "viđurkenndra" frćđinga.

Samkvćmt rannsóknum Petersons erum viđ nú miklu frekar skyld fílum en t.d. nagdýrum. Ţetta hefur mig lengi grunađ.

Nú verđa menn ađ gera upp viđ sig, hvort ţeir trúi eđur ei. En athyglisverđ eru viđkvćđi og neikvćđni sumra vísindamanna viđ niđurstöđum Petersons, sjá hér

Án ţess ađ taka neina afstöđu međ eđa á móti, ţykir mér ţetta mjög áhugavert, og hefi lúmskan grun um ađ Peterson hafi mikiđ til máls síns ađ leggja.

Ítarefni:

Videnskab.dk: Mikro-RNA: Skal evolutionen tćnkes helt om?

Elie Dolgin (2011) Phylogeny: Rewriting evolution; Tiny molecules called microRNAs are tearing apart traditional ideas about the animal family tree. á WWW.Nature.com/news. Sjá hér


Egilio saga

Egilio saga
 

Ég hef áđur sagt lesendum mínum frá góđri vinkonu minni í Vilnius. Ţađ er hinn mikli eldhugi Svetlana Steponaviciené, sem er mörgum Íslendingum kunn. Svetlana er nýbúin ađ gefa út nýja útgáfu af Eglu í Litháen, Egilio sögu. Ţetta er frábćrt átak og Svetlana á mikil hrós skiliđ. Gaman vćri nú ef einhver gerđi bókmenntum Litháa eins hátt undir höfđi á Íslandi eins og hún gerir okkar fornsögum.

Svetlana sendi mér nýútkomna útgáfu sína af Egils sögu um daginn, eftir ađ ég hafđi samband viđ hana međ sorgleg tíđindi. Ég sendi henni tilkynningu af mbl.is um fráfall hins mćta manns Arnórs Hannibalssonar, sem Svetlana hafđi  ţekkt í mannsaldur og međal annar unniđ međ í Sovétríkjunum forđum. Arnór var einnig konsúll Litháens á Íslandi. Hann hafđi mikiđ hjálpađ Svetlönu viđ ţessa nýju útgáfu hennar og höfđu ţau síđast veriđ í sambandi á Ţorláksmessu.

Ţetta er ekki ritdómur. Egils saga er eins og Egils saga er, en í ţessari bók heitir Egill bara Egilis, Skalla-Grímur heitir Grimas Plikagalvis og Kveldúlfur Kveldulvas og var vitanlega Bjalvio sunus. Ég les ţví miđur ekki litháísku en bókin mun fá heiđurssess í hyllum mínum - og jafnvel gćti ég lćrt litháísku međ ţví ađ bera Egils sögu á íslensku saman viđ ţýđinguna á litháísku. Ég verđ ţví ađ gefa Egils sögu á litháísku 6 grafskeiđar.  

6 grafskeiđar  

Bókartitill:  Steponaviciené, Svetlana 20112. Egilio Saga; Is senosios islandu kalbos verte Svetlanda Steponaviciené [Vilnious universiteto Skandinavistikos centras] Aidai, Vilnius. 

(Bókin er međal annar gefin út međ styrk frá Bókmenntasjóđi).


Voru landnámsmenn hasshausar?

Sosteli
 

Ţótt mikilvćg jarđvegssýni hverfi á Ţjóđminjasafni Íslands, eins og greint var frá í síđustu fćrslu, er gömlum jarđvegssýnum greinilega ekki fargađ á Ţjóđminjasafninu í Kaupmannahöfn. Ţar hafa t.d. varđveist sýni frá sameiginlegum rannsóknum norskra og danskra fornleifafrćđinga í Noregi á 5. og 6. áratug síđustu aldar.

Sýnin, sem tekin voru á Sosteli á Austur-Ögđum í Noregi (sjá mynd efst), hafa nú loks veriđ rannsökuđ og sýna m.a. ađ í S-Noregi hafa menn haft frekar stórfelda rćktun á hampplöntum, cannabis sativa. Í jarđvegssýnunum hafa menn nú bćđi fundiđ mikiđ magn af frjókornum hampplöntunnar. Rćktunin í Sosteli mun hafa veriđ einna mest á ákveđnu tímabili á 7. - 8. öld.   

Hamprćktun

Var ţannig umhorfs í Sosteli á Járnöld?

Hampplöntuna er, eins og menn vita, hćgt ađ nýta á ýmsa vegu. Norskir fornleifafrćđingar hafa ţó ekki ímyndunarafl til annars en ađ álykta ađ kannabisplantan hafi veriđ rćktuđ í Noregi en til framleiđslu á ţráđum til vefnađar líkt og línplantan (hör). En ekkert útilokar ţó ađ  ţađ ađ seyđi af  plöntunum sem innihaldiđ hefur eitthvađ af tetrahydrocannabinóli, sem gefur vímuástandiđ, hafi veriđ nýtt. Spurningin er bara hvađ mikiđ plönturnar í Noregi inniheldur af efninu. Ţess má geta í gröf drottningarinnar á Osebergskipinu frá fannst kannabisefni, og frć hampplantna. Einnig hafa til dćmis fundist kannabisefni og frć hampplöntunnar í meni sem fannst í gröf "víkings" eins í Póllandi (sjá hér).

Sosteli
Fundarstađurinn í Sosteli á Austr-Ögđum í Noregi
polish-warrior-grave-amulet-container_45863_600x450
Í ţessari amúlettu (kingu?: pólsk: kaptorga) fannst kannabisefni og kannabisfrć, sem "víkingur" nokkur í Póllandi fékk hugsanlega međ í sína hinstu för.

Á Íslandi höfum í tungu okkar orđ sem greinilega sýna í hvađ hampurinn var notađur. Hempa, ţađ er hempur presta og munka og yfirhafnir kvenna, hafa líklega veriđ úr fínlega ofnum hampi. Ef menn ţekkja ekta póstoka, ţá voru ţeir lengi vel ofnir úr hampi (canvas). Um uppruna orđsins tel ég best ađ lćra af dönsku orđabókinni.

Ţví meira sem ég hugsa út í efniđ, ţví meira trúi ég ţví ađ landnámsmenn hljóta hafa veriđ stangarstífir af hassi viđ komuna til Íslands. Af hverju taka menn annars upp á ţví ađ sigla út í óvissuna til einhverrar fjarlćgrar eyju út í Ballarhafi. Íturvaxnar hempukladdar pusher-drottningar eins og drottningin í Oseberg, sem talin er hafa veriđ af innflytjendaćttum úr Austurlöndum, skaffađi vćntanlega efniđ. Ţessi sérhćfđa norska búgrein hefur síđan lagst af, vćntanlegra vegna lélegra skilyrđa til rćktunar á Íslandi. Eđa allt ţar til menn uppgötvuđu ađ hćgt var ađ stunda stórfellda rćkt á kannabis á fjórđu hćđ í blokk. En kannski vćri samt ástćđa til ađ athuga hvort hampplantan hafi skiliđ eftir sig frjókorn á Íslandi fyrr á öldum.

Cannabis and humulus
Erfitt er ađ greina nokkurn mun á frjókornum hamps og humals
cannibis_sativa_2_icon
Kannabis-frjókorn, mynd tekin međ rafeindarsmásjá
 

Einu langar mig ţó ađ bćta viđ, ţó ţađ geti veriđ til umrćđu í nýútkominni grein um fund frjókornanna sem út er komin í norska tímaritinu Viking, sem ég er ekki búinn ađ sjá og hef enn ekki náđ í.

Ţegar ég athugađi hvernig frjókorn hampplöntunar líta út, sá ég ađ ţau var nćr alveg eins og frjókorn humals (humulus) og ţetta hefur veriđ bent á áđur (sjá hér). Ég er ţví ekki alveg viss um hvort ég trúi ţví lengur, ađ ţađ sé frekar kannabis en humall sem rćktađur hefur veriđ fyrir 1300 árum í Sosteli í Noregi. Ekki fundust kannabis-frć í Sosteli. Ţađ verđur ađ teljast međ ólíkindum, ţar sem fornleifafrćđingarnir norsku álykta ađ frjókornin séu svo mörg á ţessum stađ vegna ţess ađ plöntunum hafi veriđ varpađ í mýri til ađ leysa plönturnar upp, svo hćgt vćri ađ brjóta niđur trefjarnar í hampinum til framleiđslu ţráđs.

Frćin finnast sem sagt ekki, en frjókornin er mörg.  Catharine Jessen jarđfrćđingur á Ţjóđminjasafni Dana, sem greindi frjóin frá Sosteli, sagđi mér, ađ magn frjókornanna, sem var óvenjumikiđ, bendir til ţess ađ ţađ hafi frekar veriđ kannabis en humall sem menn rćktuđu í Sosteli. Hiđ mikla magn frjókorna er ađeins hćgt ađ skýra međ ţví ađ plöntunum hafi veriđ kastađ í mýrina til ađ verka hana. Humall er ekki verkađur á sama hátt og hampur og engar trefjar unnar úr honum. Jessen mun leita frćja cannabisplantnanna viđ áframhaldandi rannsóknir sínar á jarđvegssýnunum.

Nú er best ađ hampa ţessu efni ekki meira en nauđsyn krefur. Kveikiđ í pípunni og komiđ međ hugmyndir.

Ítarefni:

Michael P. Fleming1and Robert C. Clarke2 Physical evidence for the antiquity of Cannabis sativa L. http://www.druglibrary.org/olsen/hemp/iha/jiha5208.html

http://videnskab.dk/kultur-samfund/vikinger-dyrkede-hamp-i-norge

http://sciencenordic.com/norwegian-vikings-grew-hemp


Moldin milda frá Miđhúsum er horfin

Mid 2

Rétt fyrri áramótin greindi ég frá einstökum varđveisluskilyrđum Miđhúsasilfursins. Margir höfđu undrast ţau á undan mér og áriđ 1994 var fornleifafrćđingur einn sérstaklega og leynilega beđinn um ađ taka sýni af jarđveginum á Miđhúsum til rannsókna. Menn grunađi náttúrulega, ađ hin einstaka varđveisla silfursins gćti tengst moldinni sem silfriđ fannst í.

Eins og ég greindi frá í desember, voru ţau sýni aldrei rannsökuđ og nýlega bađ ég um ađ fá upplýst, hvar ţau vćru niđur komin. Eins og ég hef áđur greint frá, hafa gripir oft annađ hvort horfiđ og týnst á Ţjóđminjasafni Íslands. Moldin frá Miđhúsum er nú einnig glötuđ og hefur reyndar aldrei veriđ skráđ inn í bćkur Ţjóđminjasafns Íslands ađ ţví er ţjóđminjavörđur upplýsir (sjá hér; Ég ítrekađi fyrirspurn mína um moldarsýnin ţann 13.12. 2012 viđ Lilju Árnadóttur safnvörđ í erindi til hennar ţann 3. janúar 2013 um moldina, en Margrét Hallgrímsdóttir ţjóđminjavörđur svarađi fyrir Lilju, sem nú er víst hćtt ađ geta svarađ).

Hvar er moldin? 

Ég ćtla ekki ađ fara ađ skapa neitt moldvirđi vegna ţess uppblásturs sem átt hefur sér stađ á sjálfu Ţjóđminjasafninu. Hugsiđ ykkur ef geimfarar NASA kćmu međ nokkur kíló af ryki frá tunglinu, og ađ ţađ týndist. Moldin frá Miđhúsum er kannski ekki eins einstök og mánaryk, en í henni varđveitist silfur eins og ţađ hefđi veriđ pússađ í gćr. Er mér barst svar ţjóđminjavarđar um ađ Miđhúsamoldin vćri ekki lengur tiltćk á Ţjóđminjasafninu, datt mér eitt andartak í hug, ađ Lilja Árnadóttir hefđi kannski notađ ţessa forláta mold fyrir pottaplöntu á skrifstofu sinni.

Í sama bréfi og ţjóđminjavörđur svarar fyrir starfsmann sinn Lilju Áradóttur, sem kemur ekki lengur upp orđum, vill ţjóđminjavörđur, Margrét Hallgrímsdóttir selja mér ljósmyndir af gripum sem eitt sinn voru týndir á Ţjóđminjasafni Íslands. Fyrirspurn mín um myndirnar af týndum gripum er reyndar alls endis óskyld moldarsýnum frá Miđhúsum, en ég ritađi tilfallandi til ţjóđminjavarđar um ţađ sama dag og ég sendi fyrrgreint erindi til Lilju Árnadóttur um moldina frá Miđhúsum.

Ég greindi einnig nýlega frá sumu ţví sem horfiđ hefur og týnst á Ţjóđminjasafninu (sjá hér og hér). Vandamáliđ er bara, ađ ég var alveg sérstaklega tekinn fyrir og spurđur út í hvarf nokkurra innsiglishringa á Ţjóđminjasafninu áriđ 1989. Ég vissi ekkert um ţessa gripi og af hverju ţeir höfđu týnst. Síđast kom í ljós ađ hringar ţessi höfđu fćrst til í skáp og ađ menn höfđu ekki leitađ nógu vel í skápnum áđur en ţeir höfđu samband viđ mig ţar sem ég var í doktorsnámi á Englandi. Ekki var hóađ í mig vegna hćfileika minna til ađ finna hluti og sjá, heldur vegna ţess ađ veriđ var ađ ţjófkenna mig.

Nú eru svo upplýsingar um endurfund týndu hringana glatađir og í ofanálag er moldin frá Miđhúsum horfin. Ég á ađ borga fullt verđ fyrir ljósmyndir af gripum sem menn hafa greinilega glatađ upplýsingum um á Ţjóđminjasafni Íslands? Ég ćtlađi ađ birta ţćr myndir hér á blogginu til ađ gera almenningi, sem borgar fyrir fornleifarannsóknir, innsýn í starfshćtti Ţjóđminjasafns Íslands hér áđur fyrr.

Ćtli séu yfirleitt til myndir af moldinni frá Miđhúsum? Mađur ţorir vart ađ spyrja, ţví í ljós gćti komiđ ađ ţćr vćru líka týndar.

Hvarf gagna sem safnađ er viđ fornleifarannsóknir varđar vitanlega viđ Ţjóđminjalög og á ţví verđur ađ taka. Ef rannsóknarefni ef vísvitandi kastađ á glć er um sakhćft atferli ađ rćđa.

Axlar núverandi ţjóđminjavörđur virkilega ábyrgđ á gerđum forvera sinna í starfi?

Núverandi ţjóđminjavöđur axlar í bréfi sínu til mín (sjá hér) ábyrgđ á gerđum og orđum forvera sinna í starfi, sem og undirmanna sinna. Viđ ţađ sýnist mér, ađ hugsanlega sé núverandi ţjóđminjavörđur líka farinn ađ týna sér. Vona ég ađ svo sé ţó ekki, ţví hún ber enga ábyrgđ á skussahćtti fyrri tíma á Ţjóđminjasafninu.

Án marktćkra niđurstađna á rannsóknum á silfursjóđnum frá Miđhúsum, og í ljósi ţess ađ mikilvćg sýni eru horfin, er ljóst ađ enginn fótur er fyrir ţví sem ég var rekinn frá Ţjóđminjasafninu fyrir hafa skođun á og tjá mig um opinberlega. Ég vona ađ forsvarsmenn Ţjóđminjasafns Íslands og ţeir sem bera ábyrgđ á ţví ćvarandi atvinnubanni sem atvinnuskussinn Ţór Magnússon setti mig í áriđ 1996, geri sér grein fyrir ţví ađ ţiđ hafiđ framiđ glćp gangvart einstaklingi.

Myndin efst sýnir Kristján Eldjárn, Ţór Magnússon (bograndi) og heimafólk á Miđhúsum á moldinni góđu. Myndin er úr frétt Sjónvarps frá 1980, af VHS spólu sem ég keypti af RÚV á sínum tíma, sem ég afhenti Menntamálaráđuneyti međan rannsóknir fóru fram á silfursjóđnum á Miđhúsum 1994-95. Menntamálaráđuneytiđ getur núna ekki fundiđ spóluna. Vona ég ađ ráđuneytiđ gangi í ţađ skjótt ađ fréttin verđi send mér í nútímahorfi á DVD, fyrst gögn týnast líka í ráđuneytinu eins og á Ţjóđminjasafninu. Hver veit kannski er fréttin nú líka týnd á RÚV?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband