Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019

Fornleifur er lesinn víðar en áður var talið

_98297851_matahari

Nú veit Fornleifur fyrir víst að neftóbaksfræði hans um íslenskt njósnakvendi eru lesin á flugvöllum í fjarlægum löndum. Njósnakvendið íslenska komst þó ekki með tærnar þar sem Mata Hari (mynd) var með háu hælana.

Síðastliðna nótt hafði prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson samband við ritstjóra Fornleifs í tölvupósti. Hann var staddur einhvers staðar í útlöndum á milli kennslustunda. Hann kallaði það smáræði, en margt smátt er stórt. Hann var með þær upplýsingar að "sér hefði verið sagt", að íslenska njósnakvendið, sem ég skrifaði um á aðventunni árið 2017, væri rangt feðruð af mér.

Sko, þessi tíðindi úr útlandinu glöddu mig vitaskuld mjög, því ég hef síðan 2017, þegar ég varpaðu fram spurningu til lesenda minna ætterni njósnakvendisins í Kaupmannahöfn, ekki fengið nein svör. Nú kom loks svar og það sýnir að auki, að menn eru að lesa Fornleif á alþjóðarflugvöllum í stórum stíl.

Reyndar "feðraði" ég sjálfur ekki konuna í grein minni 2017, en tók hrátt eftir fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, nafna mínum sem var Finsen að eftirnafni.

Vilhjálmur Finsen skrifaði svo nákvæmlega um íslenska konu í tygjum við nasista, að ég fékk lýsingarnar aðeins til að passa við eina konu, Lóló fegurðardís. Lóló var jafnaldra njósnakvendisins Guðrúnar hjá Vilhjálmi, hún var rauðhærð, dóttir útgerðarmanns, hún hafði verið í leiklistarnámi í Þýskalandi og fékkst aðeins við leiklist í Kaupmannahöfn. Hver gat þetta verið önnuð en Lóló? 

Ég spurðu því í varkárni hvort njósnakvendið hjá Vilhjálmi Finsen væri Lóló sú sem giftist inn í Thorsættina (sjá hér). Ekki kom svarið fyrr en í nótt og það líklegast alla leið frá Suður-Ameríku og frá Hannesi Hólmsteini, sem hefur verið að vasast í neftóbaksfræði Fornleifs.

Hannes hafði heyrt, að njósnakvendið í Köben væri ekki Lóló heldur systir Guðmundar frá Miðdal. Þetta kom mér töluvert á óvart og fór ég að vasast í minnigargreinar um þær Guðrúnu Steinþóru, Sigríði Hjördísi, Karólínu (Líbu) cand.mag. og Ingu Valfríði (Snúllu) Einarsdætur. Ég útilokaði þegar Karólínu (f. 1912) og Ingu (f. 1918). Eftir að hafa ráðfært mig við sérfræðing um Guðmund frá Miðdal, sjálfan Illuga Jökulsson, taldi ég víst að það væri heldur ekki Guðrún, þó svo að njósnakvendið hefði verið kallað Guðrún hjá Vilhjálmi Finsen í minningarbók hans Enn á heimleið (1956)   

Þá var aðeins eftir Sigríður Hjördís Einarsdóttir, og í því að mér varð það ljóst kom tölvupóstur frá Hannesi þar sem hann sat á flugvelli og var að fara út í flugvél til að losa meiri koltvísýring.

Hannes skrifaði áður en hann fór í flugvélina að upplýsingar sem staðfesti að njósnakvendið, sem Vilhjálmur Finsen kallaði Guðrúnu, hafi í raun heitið Sigríður Einarsdóttir frá Miðdal og það kæmi greinilega fram í nýrri útgáfu bókar Þórs Whiteheads á Styrjaldarævintýri Himmlers.

Ekki var frú Sigríður, sem Vilhjálmur Finsen gerði að innanstokkshlut hjá nasistanjósnurum í Kaupmannahöfn, rauðhærð - tja nema að hún hafi litað hár sitt rautt um tíma  - líkt og Mata Hari gerði. Samkvæmt Vilhjálmi var njósnakvendið Guðrún fyrst í tygjum við þýskan njósnara árið 1938. Kannski gat Finsen ekki einu sinni farið rétt með ártöl. En í minningargrein um frú Sigríði frá Miðdal kemur fram að hún hafi gifst ekklinum Guðna Jónssyni (menntaskólakennara) sem þekktastur er fyrir útgáfur sínar á Íslendingasögunum. Þau létu pússa sig saman þ. 19. ágúst 1938.Sigridur fra Middal

Þór Whitehead birti gögn um að Sigríður Hjördís Einarsdóttir frá Miðdal væri njósnakvendið sem Vilhjálmur Finsen fabúleraði um sem rauðhærða leikkonu árið 1956.

Heldur hefur frú Sigríður verið kvikk í karlana, ef hún hefur vart yfirgefið þann þýska fyrr en hún var komið heim Íslands og lét látið pússa sig saman við Guðna Jónsson, ekkjumann með fimm börn.

Svona að dæma út frá myndinni af Sigríði, er mér nú næsta að halda að áhugi þýskra nasista á henni hafi nálgast hinn hræðilega glæp í þeirra herbúðum: Rassenschändung. Sigga er sýnilega dekkri á húð og hár en Mata Hari. En nú er hins vegar vitað það sem menn vissu ekki áður: Að Mata Hari var 100%  Fríslendingur og ekki af indónesískum ættum eins og margir trúðu hér fyrr á árum.

Nú er ég líklegast búinn að fá svar við spurningu minni frá 2017, þegar mér datt út frá upplýsingum helst í hug rauðhærð fegurðardís. Lýsingar Finsens pössuðu best við hana Lóló. Enginn Thorsari hefur greinilega talið ástæðu til að leiðrétta það. Kannski lesa Thorsarar heldur ekki Fornleif eins fjálglega og prófessor Hannes.

lolo_5

En ef það var hún Sigga frá Miðdal sem lék sér í Kaupmannahöfn, frekar en einhver Gudda - og alls ekki Lóló - er mér alveg sama. Ég bið þó alla Thorsara velvirðingar á því að hafa yfirleitt látið mér detta þá í hug í ættartengslum við nasískt njósnakvendi.

Það sem skiptir máli er, að það sé farið rétt með; hafa það sem réttara reynist. En ef ekki er einu sinni hægt að treysta fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, lifum við á válegum tímum. - Hins vegar, ef sumir heimsfrægir sagnfræðingar treysta Gunnari M. Magnúss hvað varðar skoðanir á útlendingum á Íslandi - þá skammast ég mér ekkert fyrir að hafa trúað Vilhjálmi Finsen. Enn verra er ef menn hafa á einhvern hátt leyft sér að trúa Kurt Singer og verkum hans. Kurt Singer getur á engan hátt talist trúanlegur um eitt eða neitt í bókum sínum um njósnara. 

Ég þarf hvorki lífsýni úr Siggu frá Miðdal né Lóló til staðfestingar, en bíð nú eftir sönnunargagni frá Hannesi Hólmsteini úr bók Þórs Whitehead, þar sem sannleikurinn um Siggu birtist samkvæmt HHG í annarri útgáfu Íslandsævintýris Himmlers en þeirri sem ég á. Ég á aðeins gulnað ljósrit af fyrstu útgáfunni.Önnur útgáfan var ekki til á flugvellinum þar sem Hannes var, svo hann gat ekki sent mér staðfestingu..

Legg ég að lokum til, að einhver íslenskur porn-director taki sig til og búi til ljósbláa stórmynd um íslenska njósnakvendið Helgu X frá Ydal og tengsl hennar við Þjóðverjann sem gekk jafnan í leðurkápu í Kaupmannahöfn og var með ljótt skylmingaör á (rass)kinninni.

Fornleifur segir mér nú, að sér hafi verið sagt, að búið sé að framleiða heila sjónvarpsþáttaröð um þetta njósnakvendi og það fyrir löngu síðan. Hér koma brot úr henni:


Svartsýni á mánudegi

Barakkufaceu

Fornleifur er ýmislegt, en seint verður hann lastaður fyrir að vera rasisti - nema þá helst um helgar og á stórhátíðum. 

Nýlega var honum gefið þetta sjaldgæfa, japanska plakat frá 3. áratug 20. aldar.

Er plakatið rasískt, kynnu einhverjir að spyrja? Það tel ég varla. Þetta er bara auglýsing fyrir andlitsfarða. Þess vegna er það komið upp á vegg í stofu Fornleifs, sem finnst gaman af svona fíflaskap.

Japanir á 3. áratug 20. aldar voru ekki vel að sér um líffræði svarta mannsins. Geishan og sá blakki (blackface) á veggspjaldinu, sem er ugglaust líkastur fílamanninum heitna á Skriðuklaustri, benda svo elskulega á hvort annað. Engu er líkara en að hún haldi um negrabassann og að boðskapur þeirra sé: "Ef þú getur notað farðann minn, og ég get notað farðann þinn - eru við öll eins, inn við beinið". Þannig á heimurinn að vera.

JIJIEr ég fékk plakatið að gjöf í síðustu viku, minntist ég auglýsinga frá 1929, sem ég eitt sá í japönsku dagblaði, Jiji Shimpo árið 1929, sem var að finna í kassa frá 19. öld sem mér var gefinn í afmælisgjöf á sl. ári.

Jiji2

Í Japan höfðu menn áhuga á jazzmúsík eins og fólk um allan heim. Ég veit ekki hvað menn kölluðu jazz í Japan, annað en ef til vill Jazz-u. En í gamalli þýsk-íslenzkri orðabók frá 1935 eftir Jón Ófeigsson er orðið Jazz þýtt sem HARKTÓNLIST. Hverjir voru rasistarnir?

Á þeim tíma sem plakatið er frá, voru revíuatriði með blackface-þáttum ekki óalgeng og gamanleikarar eins og Kenichi Enomoto, Yozo Hayashi and Yozo Hayashi, sem voru heimsfrægir í Japan, settu á sig farða og léku svarta menn í jazzrevíum stórborgarinnar Tókýo. Made in Japan og Japanir kópíera allt. 

Allir sem hafa ferðast til Hong Kong eða Singapore vita að eitt þekktasta tannkrem álfunnar heitir Darlie. Áður en tannkremið fékk nafnið Darlie, var nafn þessa tannkrems Darkie. Fordómar gegn svörtu fólki fengu Asíumenn beint í æð frá Evrópumönnum.  Hins vegar veit ég fyrir víst vegna kynna minna af kínverskum námsmönnum á Englandi á sínum tíma, að Kínverjum þykir svart fólk mjög ljótt, og öllu ljótara en hvíti maðurinn, og þá er nú ekki mikið sagt. Fegurð Kínverja getur nú líka verið misjöfn. En hverjum þykir sinn fugl fagur.

f79763c0-f38c-11e8-bbe8-afaa0960a632_972x_183135

Fyrsti negrinn í Japan, Yasuke, kom með portúgölskum kaupmönnum til Eyjanna. Mjög skiptar skoðanir eru á því hvaðan hann kom í Afríku. Sumir segja að hann hafi verið frá núverandi Mósambík og aðrir telja að hann hafi verið frá Eþíópíu. En frá 17. öld fram til 20. aldar voru svertingjar sjaldséðir gestir í Japan. Á síðara hluta 18. aldar komu þó æ fleiri svartir menn til eyjanna. Þeir voru neðst í stéttarstiga þeirra sem þjónuðu heimsvaldasinnum, sem reyndu að festa klær hramma sinna í Japan.

Ætli Japan sé samt mikið verra, hvað varðar útlendingahræðslu eða rasisma, en aðrar menningarþjóðir sem halda til á tiltölulega einangruðu eyríki. Nihonjinminstrel

Hér er stutt heimildamynd um svarta íbúa í Japan í dag, og einnig er áhugavert fyrir þá sem áhuga hafa, og nenna því, að lesa vefsíðuna https://www.blacktokyo.com/ . Ef þið viljið hlusta á japanska jazz-samsuðu við japanska tónlist er hægt að mæla með því að hlusta á Koichi Sugii. Rats & Stars er söngsveit (borið fram "Lats and Stals" á japönsku) sem hefur lengi verið vinsæl hjá ákveðinni stétt Japana. Kannski ræða Japanir ekki eins mikið um pólitíska rétthugsun og eyþjóðin íslenska?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband