Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Olaf Olsen - In Memoriam

olaf_1273064.jpg

Látinn er í sæmilega hárri elli prófessor einn í Danmörku, Olaf Heymann Olsen að nafni, sem einnig var fyrrverandi njósnari fyrir Rússa, sagnfræðingur, fornleifafræðingur og þjóðminjavörður Dana svo fáeitt sé nefnt. Olsen var 87 ára að aldri er hann lést.

Hvorki myndi ég nú syrgja hann, né skrifa minningarorð í anda íslenskrar hefða, ef þessi merki maður hefði ekki verið prófessor minn fyrsta árið sem ég stundaði nám í fornaleifafræði í Árósum í Danmörku. Hann var síðar eftir að hafa áhrif á líf mitt. Þannig menn neyðist maður að skrifa nokkur orð um, þó þeir muni með vissu aldrei lesa grafskriftina - enda er sjaldan neitt satt í íslenskum minningargreinum, sem oftast lofa menn og prísa í hástert og það mest að ástæðulausu. Líf Olsens var þó þannig, að úr báðum flokkum, lofi og skömm, var nóg að taka og því set ég þessa grein á Fornleif en ekki í aðsendar minningargreinar í Morgunblaðinu, þar sem ekkert ljótt má um liðna menn segja, þó það sé allt deginum sannara.

Síðla sumars 1980 birtist ungur maður frá Íslandi á Afdeling for Middelalder-Arkæologi við Árósarháskóla. Var þessi náungi hrokkinhærður og bjúgnefjaður, svo notuð sé lýsing Nóbelskáldsins íslenska á fólki með nef eins og ég fæddist með. Olaf Olsen var stofnandi þessarar deildar, og var hann einnig með myndalegt nef. Þetta haust vantaði bráðlega stúdent í studienævnet á deildinni. Heyrst hafði í hornum, að þessi íslenski stúdent væri hávaxinn piltur, ljóshærður og gengi í lopapeysu í síðsumarshitanum og töluðu menn um að sá íslenski væri mjög vel talandi á dönsku. Þarna voru eldri stúdentar reyndar að rugla saman Íslendingnum bjúgnefjaða og dönskum eilífðarstúdent frá Álaborg, Ole að nafni, sem var fyllibytta en hinn besti drengur, sem aldrei lauk námi og hætti eftir tvö ár í fornleifafræðinni. Að íslenska stúdentinum forspurðum, mæltu stúdentar með honum í þessa nefnd, haldandi að Ole fyllibytta væri íslenski stúdentinn. Þannig háttaði það sig nú að ég komst algjörlega grænn á bak við eyrun í studienævnet fyrir miðaldafornleifafræði. Íslenska steríótýpan í Danmörku var greinilega fyllibytta með ljóst passíuhár í lopapeysu - (sem reyndar var norsk) - og sem keðjureykti pípu. Í þessari nefnd kynntist ég fyrst Olaf heitnum Olsen. Það var stíll yfir prófessornum.

Ég sat í tvö ár í nefndinni, var engum til óþæginda og sagði lítið annað en og ammen eftir efninu, enda sá ég fljótt að Olaf Olsen sat sem páfi á stól sínum og orð hans voru óskrifuð lög. Annars var Olaf skemmtilegur karl, sem barðist með bál og brandi fyrir sínu. Hann sagði meiningu sína óþvegna, og það þótti mér það besta í hans fari. Hann var vinnuþjarkur og svaf oft eftir langan vinnudag á Moesgaard, en svo heitir herragarðurinn sunnan við Árós, þar sem fornleifafræði og mannfræði voru kenndar. Fyndinn var hann, en hló gjarnan áður en hann sagði brandara sína. Vinsæll var hann meðal nemanda, og sérstaklega ef maður þoldi reykingar hans í fyrirlestrum. Tímar hans voru fjölsóttir en ég átti nokkuð erfitt með að skilja hann fyrst árið þar sem hann tuggði pípuna í einu munnvikinu meðan að hann talaði. Flestir reyktu í fyrirlestrum á Moesgaard á þessum árum en hinir fengu reykeitrun eða slæman astma.

5353292-spion.jpg

Olsen var reyndar ekki fornleifafræðingur. Hann var sagnfræðingur sem snúist hafði til fornleifafræði og skrifað doktorsritgerðina Hørg, Hov og Kirke (1966), sem að miklum hluti fjallar um íslenskar fornminjar. Kom hann til Íslands í tvö skipti. Í fyrsta sinn kom hann þegar hann vann að doktorsritgerð sinni og fór þá m.a. norður í land að Hofstöðum, þar sem Daniel Bruun hafði grafið mikla rúst í fljótheitum. Olaf gróf ekki mikið á Hofstöðum og er flest af því sem hann hélt fram löngu afsannað og mótmælt af sagnfræðingnum Orra og fornleifafræðingnum Adolf, sem hafa stundað merkar rannsóknir á Hofstöðum. Olaf sagði mér eitt sinn að hann hefði fengið senda grein frá þessum piltum, en hefði ekki lesið hana. Spurði hann mig hvort eitthvað væri að viti í henni? Því vildi ég sem minnstu svara, enda hafði ég ekki lesið grein þeirra.

Olsen sagði mér síðar að Íslandsdvöl hans hefði ekki verið honum mikil ánægja, frekar en íslenska skyrið sem móðir hans hafði reynt að troða í hann og bræður hans á unga aldri þeim til mikillar angistar. Olaf þótti Kristján Eldjárn áhugalítill um það sem hann vildi gera á Íslandi og naut Olaf mest aðstoðar Gísla Gestssonar altmúligmanns á Þjóðminjasafninu, sem minntist hans sem "Óla litla" þegar við töluðum um hann síðar. Svo illa vildi til að Olsen fótbrotnaði líka á Íslandi, og ekki bætti það úr skák. Hann flaug á brott með lítinn söknuð í huga og kom ekki aftur til Íslands fyrr en hann var orðinn þjóðminjavörður Dana, og reynda fyrst í lok embættistíma síns.

Olsen hafði þó fyrr á ævinni þekkt verri mótbyr en beinbrot, þannig að óvinaleg ásjóna Íslands kom ekki að sök. Árið 1943 þurfti Olaf Olsen að flýja með foreldrum sínum og bræðrum til Svíþjóðar. Samkvæmt kynþáttalögum nasista og lögmáli gyðinga, sem er tvennt mjög ólíkt, var Olaf gyðingur. Móðir hans, Agnete Bing, var gyðingur af gamalli ætt bankamanna og kauphallahéðna í Kaupmannahöfn, en faðir hans var kristinn Dani, Alfred Olsen, sem var merkur sagnfræðingur sem m.a. hafði verið dósent í Árósum og prófessor fyrir stríð. Í Lundi stundaði Olsen nám í menntaskóla.

Þótt Olsen væri í sænskum skjölum og pappírum danskra andspyrnumanna skilgreindur sem flóttamaður af gyðingaættum, gerði hinn ungi Olsen sér far um að sýna mönnum að hann væri sannur Dani, enda var hann ekki alinn upp á neinn hátt sem gyðingur, hvorki trúarlega séð né menningarlega.

Olsen sagði eitt sinn frá því í sjónvarpsviðtali að hann hefði ávallt gengið niður á eitthvað torg í Lundi eftir skólann og sporðrennt "korv" (pylsur) með öðrum menntskælingum. Líklegast sýndi hann með þessu svínakjötsáti að hann væri ekki gyðingur. Sumir danskir samnemenda Olsens í menntaskólanum í Lundi voru gyðingar, t.d. Herbert Pundik, sem síðar varð þekktur sem ritstjóri danska dagblaðsins Politiken, en einnig sem gyðingurinn og síonistinn Pundik sem barðist í frelsisstríðinu 1948 í Palestínu. Þangað fór Olaf aldrei. Olaf fékk að ganga í den Danske Brigade, hersveit Dana í Svíþjóð, þar sem mjög fáum gyðingum var leyft að vera með. Það ríktu miklir frodómar. Olaf slapp í gegnum nálaraugað enda var hann ljóshærður og arískari í útliti en t.d. flestir danskir meðlimir Waffen-SS á stríðsárunum. Heim kominn gekk hann í DKP, Danmarks Kommunistiske Parti.

Sjálfur hafði Olsen flúið til Svíþjóðar vegna slíkrar hóphyggju smámenna, sem flokkast saman undir einhverja vafasama foringjum og skammstöfun á flokki í nafni "allra" og einhverrar byltingar sem er aðeins annað nafn á blóðbaði. Slíkir hópar finna sér fljótt einhverja einstaklinga eða hópa til að hatast út í, loka inni og drepa, því lausn þeirra á vandamálum er alltaf að kenna öðrum um það sem miður fer og úthella blóði þeirra. Því kom það mörgum á óvart árið 2012, er það var afhjúpað í Danmörku, að Olaf Olsen hefði verið heimagangur í rússneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Þar hafði hann þann starfa að útbúa spjaldskrá með nöfnum Dana í menningar og lærdómsheiminum, sem búast mátti við að samsinntu ekki hugsjónum þeim sem Sovétríkin voru rekin eftir. Listinn óx og óx og taldi að lokum um 500 einstaklinga. Ekki nóg með það, Olaf skrifaði ævikafla og ítarupplýsingar um 75 af þessum Dönum á lista sínum, svo Rússar hefðu nægar upplýsingar um mögulega andstæðinga, ef þeir skyldu nú birtast einn góðan veðurdag á Strikinu, líkt og Þjóðverjar höfðu gert árið 1940.

Olaf framdi landráð með því að stefna lífi samlanda sinna í hættu, ef vera skyldi að Rússarnir kæmu og tækju Danmörku. Það gerðu Rússarnir reyndar aldrei, nema í draumaheimi sumra manna. Þótt dönsk yfirvöld uppgötvuðu árið 1945 glæpsamlega ídeólógíska tómstundavinnu hálfgyðinglega stúdentsins með aldanska nafnið Olsen í rússneska sendiráðinu, þá komst Olaf hjá því að vera lögsóttur og dæmdur fyrir landráð, því hann átti líklega góða að og var ekki lögráða er hann framdi glæpinn. Á þessum árum urðu menn ekki lögráða fyrr en þeir urðu 21 árs.

Sjálfur bar Olaf Olsen því við árið 2012, að hann sæi eftir gerðum sínum, en hann hefði á þeim tíma verið " en ung, glad og naiv kommunist". Þetta sagði hann fyrst þegar fjölmiðlar greindu frá athöfnum hans og hann leysti frá skjóðunni í viðtalsgrein í Jyllands-Posten (sjá hér), og sagði nánar frá athöfnum sem upphaflega var lýst ónafngreindum í mikilli skýrslu um Kalda Stríðið og leyniþjónustur Dana (PET-rapporten) sem út kom í fjölda binda árið 2009. Það voru reyndar svo margir aðrir, án þess þó að starfa fyrir erlend ríki, sem talið var að gætu stefnt öryggi Danmerkur í hættu. Olaf þurfti greinilega, einhverra hluta vegna, að sanna trúnað sinn við "málstaðinn" betur en aðrir. Hugsanlega hefur ætterni hans þar átt einhvern hlut að máli.

olsen-olaf.jpgÞess ber að geta, að Olaf hélt áfram að sporðrenna pylsum eins og hann gerði í Lundi til að falla inn í hópinn. Árið 1949, skömmu eftir að hann skráði samlanda sína fyrir sovéska leyniþjónustu og meðan að gyðingaofsóknir Stalíns voru sem ákafastar, ritaði Olaf Olsen grein í tímaritið Sovjet i Dag. Grein þessi bar titilinn 'Er der jødeforfølgelser i Sovjetunionen?'. Þegar GPU (fyrirrennari KGB) myrti listamanninn Solomon Michoels, þegar ríkisleikhúsi gyðinga í Moskvu var lokað, þegar gyðingum voru settar skorður til náms við háskóla og þúsundir gyðinga voru fangelsaðar og sendar í fangabúðir, þá skrifaði Olaf Olsen, að yfirlýsingar um þessa erfiðleika fyrir gyðingana væru aðeins "illkvittið og fjarstæðukennt slúður" ... "því vitaskuld væru ekki gyðingaofsóknir í Sovétríkjunum. Sérhver, sem hefði aðeins grundvallarþekkingu á kommúnistískri kenningu og sovét-rússneskri þjóðernispólitík, mætti skilja, að hvers konar kynþáttafordómar væru algjörlega óhugsanlegir í Sovétríkjunum", og enn fremur skrifaði hann að sovéskir gyðingar væru "frjálsari en gyðingar í nokkru öðru landi". (Sovjet i Dag, juli-august 1947).

Við sem höfðum Olsen sem lærimeistara fórum ekki varkosta af því að hann taldi sig vera mikinn "kommúnista". Sagði hann gjarnan frá langvinnri baráttu sinni við dönsk skattayfirvöld, sem ekki vildu gefa honum og öðrum húmanistum skattaafslátt á bókakaup sem tengdust fræðunum, en slíkan frádrátt gátu danskir læknar löngum skrifað á skattaframtalið og fengið góðan frádrátt. Lengi lifi byltingin!

5354300-dansk-historiker-udleverede-navne-til-sovjet-olaf-olsen.jpg

Fyrir kommúnista var Olaf sæmilega sáttur við hirðir og kóngafólk. Hér er hann nýkominn af fundi og orðuveitingu hjá Danadrottningu.

Hina blindu sýn á Sovétinu virðist Olsen hafa varðveitt vel þegar hann var ekki í baráttu við skattayfirvöldin, því um miðbik 9. áratugarins var hann og miðaldafornleifadeildin við Árósarháskóla, sem þá var undir stjórn Else Roesdal cand.art. í miklu samstarfi við háskólann í Leníngrad og við frekar frumstætt "menntafólk" við háskólann þar í borg, sem m.a. höfðu sent samstarfsmann sinn, gyðinginn Leo S. Klein í Gúlag fyrir þær sakir að hann væri hommi.

Mér var m.a. boðið að fara til Nowgorod til að grafa í verkefni í  þessu samstarfi. Ég afþakkaði strax gott boð, enda var ég upptekinn við eigin rannsóknir á Íslandi og þurfti því ekki að skýra afstöðu mína til Sovétríkjanna eða að ég á menntaskólaárum mínum hefði gengið með jakkamerki sem á stóð "Let my people go". Leo Klein, sem ég hef skrifað um áður (sjá hér), lifði af vist sína í gúlaginu. Þegar Klein kom í síðari fyrirlestraferð sína til Kaupmannahafnar í lok 10. áratugarins, bjó ég á Vandkunsten 6, beint á móti húsinu þar sem fornleifadeild háskólans í Kaupmannahöfn var lengi vel til húsa. Ég fór til að hitta aftur þennan merka mann og fékk blaðamann á Berlingske Tidende til að ræða við hann og skrifa grein um hann. Mjög fáir mættu á fyrirlestur hans. Þessi auma mæting varð til þess að Olaf Olsen, sem reyndar var ekki sjálfur viðstaddur fyrirlesturinn, skammaðist út í stúdenta í stúdentablaði Hafnarháskóla. Hann kallaði það skandal að svo fáir hefðu komið til að hlýða á hinn merka mann. Þá var mér nú hugsað til þess samstarfs sem Olsen hafði haft við háskólann í Leníngrad, meðan Leo Klein sat í Gúlaginu, þangað sem samstarfsmenn Olsens og Else Roesdahls lektors á Afdeling for Middelalder-Arkæologi í Árósum höfðu sent hann.

Eftir 006 vodka-class ár Olsens í þjónustu Sovétríkjanna, þegar hann var "ungur og einfaldur", hófst glæsilegur ferill í fræðimennskunni. Sumir hafa þó sagt við mig að Olsen hafi verið meiri "pólitíkus" en fræðimaður. Ekki legg ég neitt mat á það. Olsen skrifaði merka kandídatsritgerð um tukthús og barnavinnuhús Kristjáns konungs 4. Síðan kom doktorsritgerðin og 1971 var hann settur prófessor nýrrar deildar fyrir miðaldafornleifafræði við Árósarháskóla. Átti hann allan heiðurinn að stofnun þeirrar deildar. Þekktastur var Olsen fyrir rannsóknir sínar á Skulderlev-skipunum sem grafin voru upp í kví í Hróarskeldufirði á 7. áratug síðustu aldar. Sömuleiðis varð hann þekktur fyrir rannsóknir sínar á Víkinavirkinu Fyrkat nærri Hobro á Jótlandi, þar sem hann uppgötvaði m.a. að stoðirnar fyrir ytri stoðarholur skálanna á Fyrkat og Trelleborg á Sjálandi hefðu verið hallandi. Þetta breytti algjörlega þeirri hugmynd sem menn höfðu áður haft um útlit húsanna. Nákvæmar rannsóknir á stoðarholunum fékk Olaf til að skrifa grein, sem var skyldulesning og bar hún heitið Rabies Archeologorum. Þar predikaði Olsen að fornleifafræðingar ættu að skilja ákveðinn hluta fornleifa eftir í jörðu til að fornleifafræðingar framtíðarinnar gætu farið í saumana á því sem aðrir gerðu með betri aðferðum og meiri þekkingu.

Olaf Olsen var ekki þessi klisjukennda gerð af Indiana Jones-fornleifafræðingum, sveittum og skítugum í mismunandi ævintýralegum rannsóknarleiðöngrum. Olsen var hvítflibbafornleifafræðingur, sem oft er einkenni sagnfræðinga sem gerast fornleifafræðingar - eða fornleifafræðinga sem gerast sagnfræðingar. Olsen stjórnaði m.a. rannsóknum á Øm kloster á Austur-Jótlandi. Eitt sumarið, áður en ég hóf nám í Árósum, starfaði þar við rannsóknina bandarískur stúdent John Kudlik að nafni. Kudlik fékk nóg af snyrtimennsku Olsens, sem gekk í hvítum buxum og hvítum strigaskóm, sem aldrei virtust óhreinkast. Einn votviðradag þegar menn sátu og átu nesti sitt tók Kudlik sig til og hnoðaði drullukúlu á milli handanna og settist við fætur prófessors Olsens og gerði sér lítið fyrir og smurði hvíta strigaskó Olsens með forinni og sagði sísona: "I really hate how you can keep you shoes so fuc... clean". Olaf Olsen svaraði stutt og laggott: "Well".

Árið 1981 fékk Olsen stöðu Þjóðminjavarðar Dana og gegndi hann þeirri stöðu með glæsibrag fram til ársins 1995. Ekki voru þó allir ánægðir með Olsen, sem varð samnefnari mikils pólítísks niðurskurðar á Þjóðminjasafni Dana, þar sem safnið losaði safnið við vesalinga og hálfdrættinga í fræðunum sem bara höfðu setið þar árum saman og þegið laun og aldrei áorkað nokkru í fræðunum sem um var talandi. Gekk Olaf á þessum árum meðal sumra hatursmanna sinna undir nafninu 0-Olsen (Núll Olsen). Kom þetta nú aðallega af því að hann undirritaði bréf O.Olsen.

Síðari ferð Olafs Olsens til Íslands lagði hann í árið 1994. Þá var haldinn fundur Þjóðminjavarða Norðurlandanna í Borgarnesi, og sá ég og annar starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands um undirbúning stefnunnar. Ráðstefnunni í Borgarnesi lauk með skemmtiför um Snæfellsnes, sem var Olsen mjög eftirminnileg. Daginn eftir var haldin veisla Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar á Hótel Holti, sem sló út allt í mat og drykk sem áður hafði sést á ráðstefnum þjóðminjavarðanna. Villigæs var í matinn og hélt finnski þjóðminjavörðurinn mikla lofræðu um veisluna í eftir-eftirrétt. Við sem um undirbúning fundarins höfðum séð, prísuðum okkur sæla fyrir að hafa haldið öllu innan fjárveitingarinnar til fundarins. Þeirri ánægju stútaði Þór svo fyrir okkur með því að panta dýrasta koníakið á Íslandi og vindla á línuna í koníakstofu Hótel Holts. Hann leit ekki einu sinni á verðið i verðlistanum sem þjónninn afhenti honum. Sjaldan hef ég fengið svo gott koníak en naut þess ekki sem skyldi.

h_ndtryk.jpg

Árið 2014 tók Olsen við verðlaunum afhentum af Danadrottningu. Bernskubrekin, þegar hann setti t.d. Niels Bohr á lista fyrir Rússana, komu ekki að sök.

Meðan Guðmundur Magnússon var settur þjóðminjavörður, þegar menntamálaráðuneytið íhugaði hvað gera skyldi við Þór Magnússon sem hafði verið vikið frá um tíma af brýnni nauðsyn, fór ég nokkrum sinnum á fundi þjóðminjavarða Norðurlanda sem staðgengill Guðmundar. Ég var eitt sinn staddur í Kaupmannahöfn og hafði tilkynnt fjarvistir mínar úr einum af hádegisverðunum á Þjóðminjasafni Dana á milli fundahalda. Ég þurfti að hitta góðan vin minn, sagnfræðinginn og blaðamanninn Bent Blüdnikow, á kaffihúsi rétt hjá safninu. Olsen, sem líklegast var enn ekki búinn að gleyma því að ég var ekki lengur nemandi hans á fyrsta ári sem byrtist bjúgnefnaður á fyrsta fund ársins í studienævnet, spurði mig af hverju ég kæmi ekki með í mat, og sagði ég honum frá því. Varð hann þá mjög önugur og gat ekki setið á sér og kallaði vin minn Bent frekar ljótum nafni (den Bandit).

Vissi ég vel, að Olsen var ekki hlýtt til Blüdnikows sem ítrekað hafði gagnrýnt Olsen opinberlega í greinum í Weekendavisen, fyrir stjórn útgáfu danska alfræðiritsins. Gagnrýnin var mestmegnis fyrir að ekki væri skrifað rétt, eða yfirleitt nokkuð af viti um samband danskra kommúnista við við herrana í Moskvu á tímum kalda stríðsins. Olaf Olsen hafi oft orðið fyrir orrahríð Blüdnikows um menn sem ekki höfðu gert upp við blakka fortíð sína sem skósveinar herranna í Moskvuborg. Kom þessi fundur minn með Blüdnikow aftur til tals á einum fínasta veitingastað Kaupmannahafnar, Restaurant Els, þegar kona Olafs, Agnete Olsen, spyr mig um tengsl mín við Bent Blüdnikow. Skýrði ég hreinskilningslega frá því, enda getur maður vel verið vinur tveggja manna, þó svo að þeir séu óvinir - nema að maður sé illa haldið og sært hópdýr sem lifir eftir mottóinu "óvinir vina minna eru óvini mínir".

Eitt af síðustu verkum Olafs Olsens sem þjóðminjavarðar tengdust einnig Íslandi. Olaf gaf góðfúslega leyfi sitt, sem þjóðminjavörður Dana, til að silfursjóður sem fannst að sögn að Miðhúsum austur á landi yrði rannsakaður á vegum Þjóðminjasafns Dana eftir að breskur sérfræðingur í silfri víkingaaldar hélt því fram að eitthvað væri bogið við sjóðinn (og heldur hann því enn fram, nú síðast í skýrslu frá einum af alþjóðlegu Víkingafundunum). Sú rannsókn Þjóðminjasafns Dana er samkvæmt öðrum breskum sérfræðingum einskis virði (sjá hér). Niðurstöður rannsóknarinnar á Nationalmuseet i Kaupmannahöfn voru settar fram í fjölmiðlum af sérsveit Þórs Magnússonar, á þann hátt, að halda mætti að danska rannsóknin staðfesti að sjóðurinn væri allur frá söguöld. Svo er nú ekki og fölsuðu þrír íslenskir einstaklingar í raun niðurstöður danska þjóðminjasafnsins. Nokkru árum síðar þegar ég var búsettur í Kaupmannahöfn, greindi ég Olsen frá afleiðingum sem þessi mistúlkun íslenskra embættismanna, sem hvorki voru læsir á dönsku né almenna siðsemi. Var hann mjög leiður yfir útkomunni og sagðist aldrei hafa veitt leyfið ef hann hefði vitað hvernig niðurstaða rannsóknarinnar var misnotuð. Meira gerði hann nú ekki og þótt mér það miður.

348218.jpg

Nokkru síðar var ég aftur í síma- og bréfasambandi við Olsen, sem ég hitti reyndar endrum og ein á gangi í Kaupmannahöfn, þar sem hann og kona hans voru lengi með íbúð ekki langt frá þar sem ég bjó um tíma á Vandkunsten númer 6, 4. hæð til hægri. Oft keypti hann blóm hjá blómasala sem á þeim árum var á Vandkunsten, í húsinu við hliðina á húsinu sem ég bjó í. Við rannsóknir mínar á afdrifum gyðinga sem sendir höfðu verið úr landi og í dauðann af dönskum yfirvöldum á stríðsárunum (sem að hluta til voru gefnar út í bókinni Medaljens Bagside, 2005, sem má finna á góðum íslenskum bókasöfnum), rakst ég á upplýsingar um gyðinginn Dr.jur. Wilhelm Lewinski (f. 1903), sósíalista og jafnvel marxista, sem m.a. reyndi að komast til Íslands eða Færeyja. Kom í ljós í skjölum dönsku ríkislögreglunnar, að faðir Olsens og móðir höfðu tekið Lewinski upp á arma sér, og bjó hann m.a. hjá þeim um tíma áður en honum tókst að komast til Suður-Ameríku, n.t. Kólombíu. Foreldrar Olafs hýstu reyndar nokkra pólitíska flóttamenn, bæði gyðinga og aðra á heimili sínu í Árósum. Olaf skrifaði mér 17. júní árið 1997 og sagði að Wilhelm Lewinski hefði komið sem ferðamaður 10 árum fyrr og heimsótt móður Olafs, Agnete Bing Olsen. Þá hefði Lewinski íhugað að flytja til Kaliforníu, þar sem dóttir hans bjó. Reyndar bjó Lewinski þá í Chicago og andaðist árið 1989.

ok_-_olaf_olsen_29551154_2012-07-15t22_20_42.jpg

Síðast hitti ég Olsen árið 2011 um haustið, þegar haldið var upp á 40 ára afmæli Miðaldadeildarinnar í Árósum. Hann hafði tíma til að ræða lítillega við mig og spurði mig hvernig gengi. Ekki óraði mig þá fyrir því að hann myndi komast í sviðsljósið ári síðar sem eini danski njósnarinn á kaldstríðsárunum sem hengdur var út í fjölmiðlum eftir rannsóknir á þeim kafla í ljótri sögu Danmörku á 20. öld.

Ekki minnkaði hróður hans í öðrum þjóðfélagsstigum, þrátt fyrir bernskubrekin, því hann var verðlaunaður af sjálfri Danadrottningu árið 2013. Síðustu tvö árin gáfu fæturnir sig og hann var bundinn við hjólastól og hefur örugglega þótt það bölvanlegt þekki ég hann rétt. Höfuðið var víst alveg i orden að sögn frænda hans eins og sumra vina hans sem ég hef talað við. Leiðinlegt hefur honum öruggleg þótt, hvernig deildin hans gamla við Árósarháskóla var soðin saman við aðrar deildir, þannig að nafn hennar er eiginlega ekki lengur til, og kennsla og kennarar í miðaldafornleifafræði í Árósum eru ekki af sömu gæðum og fyrr. Af er það sem áður var, en lengi mátti sjá hvert stefndi. Hlutirnir visna þegar engin er næringin og ég bið engan eftirmanna Olsens á deildinni afsökunar á þeirri skoðun minni, og segi hana alveg kinnroðalaust.

Eftir þessa Sögu Ólafs flugumanns hins Austræna, og sama hvað mönnum þykir nú um Olaf Olsen, þá er það mín skoðun að þetta hafi á margan hátt verið mjög merkilegur karl, og ekkert verri þótt honum hefði orðið á í messunni fyrr á lífsleiðinni. Humanum errare est, auðvitað mismikið þó.

Olaf Olsen verður borinn til grafar við kirkjuna á Alrø nærri Horsens nk fimmtudag. Á eyjunni bjó hann lengi ásamt annari konu sinni, sagnfræðingnum Agnete Olsen, sem lifir mann sinn.

fyrkat_m_llegaard_plaque_olaf_olsen_ajb.jpg


Les boys are here again

kam_1272527.jpgkam.jpg

Politiken og andre danske dagblade har påtaget sig rollen som groupie-blade for "rockstjernen" Søren Kam. Kam skriver nu, mærkeligt nok, om sit landsforræderi, helt frisk fra graven men godt hjulpet af to danske historikere; Udgiveren er forlaget Lindhardt & Ringhof, som så udmærket ved at tusindvis af skøre, midaldrende danske mænd elsker og dyrker sine nazister. Nazi-svin sælger altid godt i Danmark, specielt op til jul. Nazibogen i år hedder Et liv uden fædreland, som er en ganske fejlagtig titel, for Søren Kam valgte med sine handlinger et andet fædreland end Danmark.

Politikens medarbejdere forstår tilsyneladende ikke, at Søren Kam og hans åndsfæller er pendanten til nutidens ISIS-soldater og Hizbut Tharir-medlemmer. Der er ikke, og bliver aldrig, noget rockstjerneagtigt over denne kriminelle dansker, som aldrig fik den straf som han fortjente.

Den danske stat, sammen med den tyske, hjalp charlatanen Søren Kam til en fredelig tilværelse i alderdommen. At udgive Kams "memoirer", er en skændsel mod hans ofre og forherligelse af den ideologi som han fulgte hele sit liv.

Når to historikere udgiver en bog af Kam, hvori der intet nævnes om den kamp som Simon Wiesenthal Center og andre har kæmpet, for at få nazisten og morderen Søren Kam retsforfulgt, så er de to historikere Kams forlængede og rejste arm. Sådan en indholdsfriseret bog er af ringe betydning for forskningen når den næste ikke henviser til eksisterende forskning og udgivne bøger om Kam, f.eks. journalisten Erik Høgh Sørensens bøger. Politikens og andre avisers opblæste reklame for Søren Kams dødsbiografi, hvorfra billedet her foroven stammer (det findes i en usminket tilstand i bogen, og det er forsangeren Kam i midten) er fuldstændig ude af proportioner og kan slet ikke forstås i forhold til Politikens ellers så fine moral og påståede eneret på alt som er rigtigt og korrekt.

Kam glemte sine møder med Werner Best i 1943

Når historikerne der udgiver værket ikke har opdaget en af Kams værste udeladelser, så bliver man nødt til at stille spørgsmålet, hvorfor man i det hele taget udgiver den slags nazi-litteratur? Historikerne, hvoraf den ene er intet mindre end "eksperten" i Werner Bests levned i Danmark, har overset, at Kam lige inden mordet på redaktør Carl Henrik Clemmensen i 1943 havde et møde med Rigsbefuldmægtigede Werner Best. Dette fremgår af Bests tjenestekalender (originalen befinder sig stadig i en privatejers samling!). Oplysningerne om møderne er heldigvis udgivet i to af Erik Høgh Sørensens seneste bøger om Søren Kam. Men Kam selv beretter intet om de seks møder som han i 1943, som relativt lavt rangeret SS-mand (Unterscharführer), havde med Nazistyrets øverste leder i Danmark. Den sluger læseren så som det rå rødkål til anden fra dammen, fordi eksperterne har vist det sløvsind ikke at korrigere denne væsentlige mangel/vildledning i Kams memoirer.

Søren Kam griner ad os fra graven i Tyskland, sit hjemland efter 1941. Tidspunktet for udgivelsen af hans løgne er perfekt, nu når halvdelen af danske besættelsestidshistorikere er af den mening, at den danske kollaboration med besættelsesmagten var en himmelsk velsignelse. Det var ikke blot nazistiske miljøer som feterede Søren Kam som en slags "rockstjerne". Nutidens historikere er også ivrige groupies og nyttige idioter.


Norðmenn eru sögulaus þjóð

akr-fb.jpg

og það háir þeim greinilega svo mjög að þeir eru nú farnir að fjöldaframleiða Flateyjarbók með teikningum eftir teiknisögulistamann, sem myndskreytir í sunnudagaskólastíl, sem hann mun hafa alist upp í ef trúa má Herópinu norska hér á árum áður (sjá hér). Hallelúja og amen!

Í fréttum Stöðvar 2 í gær mátti sjá nokkur verk Anders Rue Kvåle (myndin efst er af honum). Meðal annars má sjá norska kletta á Lögbergi. Þetta eru kjánalegar klisjur sem minna á sunnudagaskólamyndir amerískra sértrúarsafnaða.

Kerlingarnar með skuplurnar frá 8. áratugnum eru greinileg enn sexí í þessum "víkingalistiðnaði". Indíánarnir á Vínlandi eru hrein fjarstæða. Víkingalistamaðurinn Andrés hrjúfi frá Hváli hefði gert sjálfum sér og öðrum greiða ef hann hefði haft Íslandskort sér við hlið. Þá hefði ekki gosið í Vestmannaeyjum árið 1000 eins og á þessari mynd:

sunnudagskolamyndin.jpg

Í myndefninu fer "den konstruktive sagakritikken" hans Þorgríms frá Tittlingastöðum (Torgrim Titlestad) út um þúfur og víðan völl. Fornleifafræði, listfræði og lágmarks heimildagagnrýni virðist lítt geðjast prófessornum úr Stafangri. Eins og öllum má vera ljóst er Flateyjarbók uppspuni einn, ritaður af landeyðum til að komast í mjúkinn hjá norskum herrum. Alltaf sama sagan. Það sem nú hefur verið prentað í Noregi, og ber sama nafn og öndvegisrit okkar, er nútíma glansmyndasafn sem líklegast hefði glatt meðlimi "Hirðarinnar" í Norsk Nasjonal Samling meira en nokkra aðra. Þessi útgáfa er tær tímaskekkja!

Norðmenn fá að kjassa Flateyjarbók

Mér til mikils hryllings eru greinilega enn til Íslendingar sem setja öll lög og reglur úr sambandi til að þjónkast við duttlunga erlendra manna sem hafa áhuga á Íslandi. Meðan íslenska þjóðin hefur vart fengið að sjá Flateyjarbók nema ljótum kassa við Suðurgötu, og um tíma í öðrum kassa við Hverfisgötu, sem ekki var gætt nógu vel fyrir Forstöðukonu Árnastofnunar, svo hún lét fjarlægja handritin sem voru í vörslu annarrar forstöðukonu - þá getur norskur klisjumyndaframleiðandi og sagnfræðingur, sem hefur fengið einhverja flugu, fengið að hampa okkar rómaða menningararfi án þess að hafa hanska, líkt og einhver vergjörn norsk smástelpa sem fær að flaðra upp um Justin Bieber.

Fyrr má nú fyrr vera. Íslendingar eru fífl, enda flestir komnir af Norðmönnum. Það er ættarsvipur á mörgu. Nú má búast við halarófu af fólki sem kemur til landsins til að láta mynda sig með Flateyjarbók. Það liggur við að maður segi: Handritin aftur til Kaupmannahafnar!!!

img_5106.jpg

Þorgrímur úr Ballarkoti fékk líka að handfjatla menningararfinn í Þjóðmenningarhúsinu. Kannski var þetta tilefnið til þess að bókin var tekin þaðan í fússi af Guðrúnu Nordal? Eitthvað yrði nú sagt ef ég vippaði mér upp í Oseberg-skipið á skítugum skónum með tilvísun til þess að formóðir mín, Sigríður Svarta, hefði verið heygð í því. Ætli ég fengi ekki svítu við hliðina á berserknum Breivík fyrir slík helgispjöll?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband