Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2021

Mynd mánađarins á Fornleifi

Laxness á Svölum 1955 d

Fríbókin um Halldór K. Laxness hér á Fornleifi hefur veriđ í smáfríi. Verstu menn verđa öđru hvoru ađ láta reyna á sjóbrettin sín ţegar vindar er ţýđir. Ţannig er málum háttađ hjá mér. Nú er góđ alda, hafiđ er blátt og fallegar stúlkur sjást í sjóndeildarhringnum, ef ég set á mig lonníetturnar.

Á međan ţiđ bíđiđ eftir áframhaldinu, leggiđ ykkur á legubekkinn á svölum ykkar og lítiđ yfir dalinn. Fögur er sveitin. Jarm heyrist í fjarska.

Myndin mín frá 1955 var eitt sinn í eigu Svenska Dagbladet. Mér var bođiđ blađiđ til kaupa ... En nú ţrílýg ég eins og Laxness var langur til - en ég lét mér nćgja myndina af honum.

Í biđinni getiđ ţiđ einnig lesiđ ánćgjuskrif ţeirra sem um sárt hafa átt ađ binda vegna Laxness-lyga RÚV, fáfrćđi gúmmíselluprófessora í Háskóla Íslands og ofmetnađs einstakra kvenna međ sjálfsálit á viđ súrsađa karlpunga. Prófessor Hannes Gissurarson hefur vitanlega gripiđ gćsina á lofti. Ţađ hefđi ég líka gert í hans sporum og Björn Bjarnason er međ ágćtan pistil um máliđ hér. Alveg er ég viss um ađ ţeir félagar sleiki sólina á svölunum sínum.

Ég bjóst svo sem ekki viđ lofi eđa prís fyrir ţennan uppgröft minn í skjalasafninu í Ástin í Texas (og víđar), nema frá ţessum ágćtu mönnum til hćgri í litrófi íslenskra stjórnmála, eins mikill dýrđlingur og Laxness er greinilega orđinn međal dauđlegra manna á Íslandi.

Eitt vil ég ţó segja, ađ ekki vil ég verđa ađ svona allra handa gagni, eins og Laxness varđ, eftir ađ ég geispa golunni. En ţađ er heldur engin hćtta á ţví.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband