Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Det ville som sagt vćre meget beklageligt for skandinavisk arkćologi...

Miđhús halsring

Eitt af ţeim einkennilegustu málum sem upp hafa komiđ í fornleifafrćđi á Íslandi er máliđ sem spannst um Miđhúsasjóđinn. Ţađ var sjóđur gangsilfurs sem fannst óáfallinn í jörđu austur á landi áriđ 1980, svo hreinn ađ ţađ vakti undran Kristjáns Eldjárns og annarra. Á síđasta tug 20. aldar hélt virtur breskur sérfrćđingur ţví fram ađ sjóđurinn vćri ađ miklum hluta til falsađur. Ađdragandinn ađ rannsókn hans verđur lýst mjög ítarlega síđar hér á Fornleifi.

Ţjóđminjasafniđ, sem upphaflega hafđi beđiđ um rannsókn Graham-Campbells og borgađ fyrir hana, vildi ekki una niđurstöđu Graham-Campbells og pantađi ţví og keypti ađra rannsókn, annađ mat á sjóđnum hjá Ţjóđminjasafni Dana áriđ 1994. Ţjóđminjasafn Dana, Nationalmuseet, sendi svo frá sér skýrslu áriđ 1995, ţar sem meginniđurstađan var sú ađ silfursjóđurinn vćri ófalsađur, en lýst var miklum vafa um uppruna nokkurra gripa í sjóđnum. Danska skýrslan var ekki gerđ almenningi ađgengileg, heldur var skrifuđ íslensk skýrsla sem ekki var samróma ţeirri dönsku.  

Fyrirfram gefnar skođanir 

Fljótlega kom í ljós, ađ danski fornleifafrćđingurinn Lars Jřrgensen á Ţjóđminjasafni Dana var međ harla ákveđnar og fyrirfram gefnar skođanir á rannsókn James Graham-Campbells, sem hann lýsti viđ ţá tvo íslensku embćttismenn, Lilju Árnadóttur á Ţjóđminjasafni og Helga Ţorláksson hjá Háskóla Íslands, sem bćđi voru vanhćf til ađ standa ađ rannsókninni ađ mínu mati. Ţađ kom í ţeirra hlut ađ falast eftir rannsókn Ţjóđminjasafns Dana. Lars Jřrgensen skrifađi 17.11. 1994:

Det vil som sagt vćre yderst beklageligt for skandinavisk arkćologi, hvis Prof. Graham-Campbel  [sic] antagelser er korrekte. Nationalmuseet vil naturligvis derfor meget gerne medvirke til en afklaring af de pĺgćldende tvivlsspřrgsmĺl omkring dele af skattens ćgthed.

Í ţessum orđum Lars Jřrgensens felst  greinilega sú upplýsing, ađ hann eđa ađrir hafi lýst ţví yfir, áđur enn ađ rannsóknin hófst, ađ ţađ vćri mjög miđur, ef álit James Graham-Campbells vćri rétt.

Ţannig byrjar mađur auđvitađ ekki óvilhalla rannsókn og dćmir sig strax úr leik. Lars Jřrgensen hefur  harđneitađ ađ svara hvađ hann meinti međ ţessum orđum sínum, ţegar nýlega var leitađ til hans um ţađ. Ţó svo ađ honum hafi veriđ gert ljóst ađ ţessi orđ hans hefđi veriđ hćgt ađ lesa í ţeirri skýrslu sem lögđ var fram á Íslandi, sem var reyndar ekki skýrsla hans.

Jřrgenssen ţekkir greinilega ekki stjórnsýslulög í Danmörku. Hann hefur einnig neitađ ađ segja álit sitt á skođun helsta sérfrćđings Breta á efnagreiningum á fornu silfri, en dr. Susan Kruse lét ţessa skođun í ljós áriđ 1995. Dr. Kruse gaf ekki mikiđ fyrir rannsókn Ţjóđminjasafns Dana.

Vonandi neita menn á Íslandi ekki ađ skýra orđ Lars Jřrgensens ţegar til ţeirra verđur leitađ. Greinilegt er, ađ hann var annađ hvort ađ endurtaka skođun ţeirra sem báđu hann um rannsóknina, eđa ađ láta í ljós og endurtaka mjög litađa skođun sína, eđa kannski yfirmanns síns Olafs Olsens ţjóđminjavarđar, áđur en óvilhöll rannsókn átti ađ fara fram.

Miđhús uppgröftur 1
Ţór Magnússon finnur silfur á Miđhúsum áriđ 1980. Úr frétt á RÚV.

 

Rangfćrslur í skýrslu Ţjóđminjasafns

Ţetta mun allt ţurfa ađ koma fram. Hvađ segir t.d. prófessor Helgi Ţorláksson? Fór hann međ, eđa sendi, silfriđ til Kaupmannahafnar vegna ţess ađ hann taldi ađ ţađ vćri vandamál fyrir skandínavíska fornleifafrćđi ef James Graham-Campbell hefđi hitt naglann á höfuđiđ? Ţađ yrđi mjög leitt fyrir íslensk frćđi ef Helgi vildi ekki svara, en hann hefur nú ţegar veriđ spurđur. Hann er reyndar ekki fornleifafrćđingur og vill kannski ekki svara vegna vankunnáttu. En ađferđafrćđirnar í fornleifafrćđi og sagnfrćđi eru ekki svo frábrugđnar hverri annarri. Í hvorugri frćđigreininni taka menn ađ sér rannsókn á úrskurđarefni međ eins fyrirfram ákveđnar skođanir og Lars Jřrgensen hafđi á Miđhúsasjóđnum.

helgi-thorlaksLilja Árnalars-joergensen

Helgi, Lilja og Lars. Hvert ţeirra taldi, ađ ţađ vćri mjög miđur fyrir skandínavíska fornleifafrćđi, ef James Graham-Campbell hefđi á réttu ađ standa?

Ćtli ţau hafi í dag sömu skođun á aldri silfursins, ţegar ljóst er ađ efnagreiningar Ţjóđminjasafns Dana "on their own as they stand now could not prove that [it is Viking Age silver]" eins og dr. Susan Kruse skrifađi 1995. Ţáverandi formađur Ţjóđminjaráđs, Ólafur Ásgeirsson ţjóđskjalavörđur, hafđi ţegar í júní tekiđ undir ţá ábendingu James Graham-Campbells, ađ Susan Kruse yrđi fengin til ađ annast frekari rannsóknir á sjóđnum. Menntamálaráđuneytiđ vildi ekki taka afstöđu til tillögu Ólafs, en bćtti viđ ţann 12. september 1994:

"Ráđuneytiđ telur ţó koma til álita ađ leita til sérfrćđinga á Norđurlöndum, ţar sem sjóđir af ţessu tagi hafa veriđ ítarlega rannsakađir."

Sjóđir frá Víkingaöld í Skandinavíu höfđu aldrei veriđ efnagreindir ítarlega í heild sinni áriđ 1994, og nú er komiđ í ljós ađ Lilja Árnadóttir hafđi ţegar haft samband viđ Lars Jřrgensen í apríl 1994, heilum 6 mánuđum áđur en formlega var haft samband viđ Olaf Olsen, ţjóđminjavörđ Dana, í október 1994. Annađ er reyndar upplýst í skýrslu hennar og Helga um rannsóknina. Ţar er ekki sagt frá ţví ađ Lilja Árnadóttir og Ţjóđminjavörđur voru ţegar í apríl 1994 búin ađ ákveđa ađ rannsókn fćri fram á silfrinu í Kaupmannahöfn. Skýrslunni er ţví einfaldlega ekki hćgt ađ treysta; Í henni er greint rangt frá rannsóknarferlinu.

Er ekki kominn tími til ađ biđja dr. Susan Kruse ađ rannsaka silfriđ og láta sér í léttu rúmi liggja hvađ einhver lögfrćđingur í Menntamálaráđuneytinu heldur og telur um rannsóknir á silfri á Norđurlöndum? Ţessari spurningu er hér međ beint til Ţjóđminjasafns Íslands og Menntamálaráđuneytisins.

Hér má lesa skýrslu Ţjóđminjasafns Dana. Niđurhal pdf-skrár tekur talsverđan tíma.

Hér er skýrsla og Helga Ţorlákssonar og Lilju Árnadóttur, ţar sem ranglega er greint frá rannsóknarferlinu á silfursjóđnum frá Miđhúsum.

1993 er ekki 1989 

Ţess ber einnig ađ geta ađ ranglega er í skýrslu Helga og Lilju greint frá áhuga mínum á silfrinu frá Miđhúsum. Sagt er ađ ég hafi hreyft viđ ţví áriđ 1993, er Guđmundur Magnússon var settur ţjóđminjavörđur í leyfi sem Ţór Magnússon var settur í. 

Ég var ţegar búinn ađ hafa samband viđ Ţór Magnússon ţjóđminjavörđ áriđ 1989 um máliđ, sjá hér. Rannsóknarsagan í skýrslu sagnfrćđiprófessorsins og ţjóđfrćđingsins er eins og fyrr segir fyrir neđan allar hellur. Áhugi minn og ađkoma ađ málinu var vísvitandi rengdur međ skýrslu ţeirra. Áhugavert vćri ađ vita af hverju.

Virđingarfyllst,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson


Ţorláksbúđ stendur ekki á lagalegum grunni

Lögbrot
 

Fornleifur hefur látiđ rannsaka, hvernig stađiđ var ađ leyfisveitingu, ţegar endanlega var leyft ađ reisa "tilgátuhús" međ ţakpappa og steinull á tóftum Ţorláksbúđar í Skálholti. Ég hafđi samband viđ yfirmann Fornleifaverndar Ríkisins, Kristínu Sigurđardóttur, og hún sendi mér ţetta leyfisbréf frá fornminjaverđi Suđurlands, Ugga Ćvarssyni.

Ţađ sem mađur heggur eftir í ţessu makalausa bréfi, sem er í andstöđu viđ allt er reynt var ađ efla vćgi ţjóđminjalaga á 10. áratug síđustu aldar, er ţessi setning:

"Ađ öllu jöfnu leyfir FVR ekki ađ byggt sé ofan í tóftir en eins og málum er háttađ í Skálholti hefur veriđ gefiđ leyfi til ađ byggja ofan í tóft Ţorláksbúđar. Sú ákvörđun stendur á gömlum grunni, hefur sinn ađdraganda sem ekki verđur tíundađur hér."

Ţegar ég grennslađist fyrir um, hver hafđi "gefiđ leyfi áđur en ađ leyfi var gefiđ" og á hvađa "gamla grunni" sú ákvörđun stóđ, sem "hafđi sinn ađdraganda sem ekki varđ tíundađur" í leyfisveitingunni, fékk ég ţetta svar frá Ugga Ćvarssyni, sem nú ţvćr greinilega hendur sínar af ţessu einstćđa leyfi međ ţví ađ fullyrđa ađ: Ég sá aldrei formlegt leyfi til ţess arna en á 10. áratugnum var rćtt viđ Ţjóđminjasafniđ um slíka framkvćmd og ţar á bć voru  framkvćmdirnar ekki blásnar af ţó svo ađ skriflegt leyfi hafi ekki endilega veriđ veitt. Eins og gengur ţá eru slíkar ákvarđanir ekki alltaf rekjanlegar í kerfinu og satt best ađ segja veit ég ekki í smáatriđum hvernig á málum var haldiđ áđur en máliđ kom inn á borđ til mín 2009."

Ţetta er međ endemum og ungur embćttismađur hefur hér greinilega lent í miklum vandrćđum og veriđ undir mikilli pressu frá ađilum sem sitja honum hćrra í kerfinu. Ţeir bera ábyrgđ á vandalismanum, ekki hann.

Mér er ekki kunnugt um ađ ákvörđun eins og sú sem ýjađ er ađ í leyfisveitingunni hafi veriđ tekin á Ţjóđminjasafni Íslands, í fornleifanefnd eđa Ţjóđminjaráđi á tímabilinu 1992-1996. Ţetta var ekki stefna safnsins og fornleifavörslunnar, ţegar ég vann ţar. Ţjóđminjasafniđ eđa ţjóđminjavörđur hefur heldur ekkert međ ađ ákveđa svona framkvćmdir. Ákvarđanir á skjön viđ lög í kerfinu er satt best ađ segja vel hćgt ađ rekja til upphafsins. Legg ég ţví til ađ Menntamálaráđherra geri ţađ nú ţegar, og láti fjarlćgja Ţorláksbúđ viđ fyrsta tćkifćri, ţví bygging hennar er greinilega lögbrot og afleiđingar vamms í starfi ţeirra sem eiga ađ vernda fornleifar í landinu.

Einnig er ljóst, ađ gefiđ var leyfi til ađ reisa tilgátuhús sem byggđi á gamalli hefđ. Ţakpappi og steinull voru ekki í húsum á 16. öld. Leyfiđ hefur ţví veriđ misnotađ.

Greinilega má lesa bréf fornminjavarđar Suđurlands ţannig, ađ Ţjóđminjasafn Íslands beri ábyrgđ á ţví hvernig leyfisveiting hans var úr garđi gerđ áriđ 2010. Hvernig sem ţví líđur, ţá verđur hiđ rétta ađ koma fram í máli ţessu, og Ţorláksbúđ ţarf ađ finna annan stađ, ţannig ađ geđţóttaákvarđanir ráđi ekki ríkjum og lögbrot séu ekki framin.


Upp á stól stendur mín kanna ...

Kanna Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Margt dýrgripa er ađ finna á Ţjóđminjasafni, sem enn hefur ekki veriđ skrifađ um ellegar af vanţekkingu. Einn ţeirra er ţessi forláta kanna sem myndin er af. Henni var lýst svo í ađfangabók safnsins í lok 19. aldar:

Ţjms. 7169
Vatnskanna úr messing, sívöl, 11,2 ađ ţverm. um bumbuna, 4,2 um hálsinn, 8,5 um opiđ, sem er međ kúptu loki yfir á hjörum viđ handarhald, sem er á einn veginn, en langur og mjór stútur er gegnt ţví á hinn veginn: 4 cm. hátt, sívalt og útrent kopartyppi er á lokinu miđju.  Uppaf löminni á lokinu gengur typpi til ađ opna međ lokiđ, ef vill, um leiđ og haldiđ er í handarhaldiđ: ţađ typpi er sem dýrshöfuđ međ stórum, uppstandandi eyrum. Stúturinn er einnig sem dýrshaus og er pípa fram úr gininu á honum.  Undir bumbunni er um 6,5 cm. hár fótur, 3,5 ađ ţverm. en stjettin á honum 12,5 cm. Öll er kannan međ laglegu útrensli og vel smíđuđ, há og grönn og fallega löguđ: h. er alls 33,3 cm. Útlend er hún vafalaust og líklega frá síđari hluta 16. aldar, eđa varla yngri. Hún er frá Bólstađarhlíđarkirkju og mun hafa veriđ höfđ ţar undir skírnarvatn
.

Ekki er hćgt ađ fetta fingur út í svo greinagóđa lýsingu, en aldurgreiningin er hins vegar alvitlaus. Uppruninn hefur einnig veriđ greindur rangt í skrám Ţjóđminjasafnsins og ţar er nú vitnađ í Kirkjur Íslands 8. Bindi (bls. 125), ţar sem kannan er sögđ vera "ţýzk" og frá síđari helmingi 16. aldar, ţar sem „slíkar könnur sjást oft á málverkum frá ţeim tíma". Er sú tímasetning fjarri lagi og verđur ţađ ađ skrifast á höfund ţess verks.

Ímikilli frćđigrein frá 1975 lýsti A.-E. Theuerkauff-Liederwald: Die Formen der Messingkannen im 15. Und 16. Jahrhundert, grein til heiđurs Frau Prof. Dr. Lottlisa Behling. Í ţessari lćrđu grein kemur fram ađ málmkönnur ţeirri gerđar sem varđveittist í Bólstađarhlíđarkirkju séu flestar frá síđari hlut 15. aldar. Reyndar er ein nánasta hliđstćđa könnunnar frá Bólstađarhlíđarkirkju ađ finna á mynd á altaristöflu frá 1437 eftir Hans Multscher, sem sýnir Pílatus ţvo hendur sínar. Altaristaflan er varđveitt í Berlín, á Stiftung Preußischer Kulturbesitz.

Hans_Multscher_-_Christ_before_Pilate_(detail)_-_WGA16325

Ekki voru ţessar messingkönnur alltaf notađar fyrir vígt vatn eđa sem skírnarkönnur. Á heldri manna heimilum í Evrópu voru ţćr notađar sem vatnskönnur eđa til handţvotta. Ţćr voru iđulega seldar međ fati úr sama efni, messing eđa bronsi, svokallađri mundlaug, en á Íslandi og öđrum Norđurlöndum voru slík föt gjarnan notuđ sem skírnarföt. Könnur međ svipuđu lagi voru einnig steyptar í tin.

Hans Multscher 2

Kannan úr Bólstađarhlíđarkirkju í Austur-Húnavatnssýslu er úr messing, sem er blanda af  ca. 68% kopar og 32% zinki. Ţví minna sem zinkiđ er, ţví rauđleitari verđur málmblandan. Ţegar ţessum grunnefnum er blandađ saman í fyrrgreindum hlutföllum fáum viđ hiđ gyllta messing. Á miđöldum ţekktu menn ekki zink sem málm (grunnefni) eđa kunnu ađ vinna hann. Ţeir brćddu „Galmei", málmstein úr Eifel fjöllum, inniheldur mikiđ zink, saman viđ kopar sem helst kom frá Harz- og Erzfjöllum. Ef koparmálmblandan samanstendur hins vegar af kopar og tini gefur ţađ rauđleitan eđa appelsínugulan lit á málmblönduna, og er sú blanda ţađ sem flestir kalla brons.

Kannan frá Bólstađarhlíđarkirkju er svokallađ Dinanterí, ţ.e.a.s. fjöldaframleidd messingvara frá Niđurlöndum, sem fékk nafn sitt af bćnum Dinant í Namur í Belgíu, sem var ţekktust niđurlenskra borga í Maas-dalnum fyrir framleiđslu á ílátum úr messing. Erfiđara er ţó ađ segja til un hvort hún er ćttuđ frá öđrum borgum í núverandi Belgíu, eđa hvort hún sé frá Vesturhluta Ţýskalands, ţar sem einnig var fariđ ađ fjöldaframleiđa messingvöru til útflutnings á 15. öld. Ţetta var eftirsótt vara og höfđu Mercatores de Dinant heildsölur og markađi í mörgum stćrri borgum Evrópu og var sá ţekktasti Dinanter Halle í Lundúnum.

Ţví er haldiđ fram, og réttilega, ađ framleiđsla messingíláta og sala ţeirra hafa veriđ vagga kapítalismans í evrópskum viđskiptum. Meira um ţađ síđar.

Hingađ til lands hefur kannan án efa borist međ Hansakaupmönnum, sem áttu mikil ítök í t.d. Dinant og sáu til ţess ađ afurđir ţessa iđnađar bárust um alla Norđurevrópu og alla leiđ til Íslands. Saga messingiđnađarins á miđöldum í Niđurlöndum og Norđvestur Ţýskalandi er mjög merkileg, en allt of viđamikil til ađ lýsa henni frekar hér.

Ţví má bćta viđ ađ í Heynesbók AM 147 4to, sem er líklega frá 15. öld eđa byrjun 16. aldar, er ađ finna mynd af konu sem fćrir liggjandi konu könnu, sem mjög líklega á ađ sýna messingkönnu, ţar sem hún er gul á litinn. Sjá enn fremur hér.

heynes3

Upp á stól, stól, stól

stendur mín kanna.

Níu nóttum fyrir jól

kemst ég til manna

og ţá dansar hún Anna.

Eins og dr. phil.og úraauglýsingafyrirsćtan Árni Björnsson hefur bent á, fjallar ţessi vísa alls ekki um jólasveina. Ţeir eru ađ vísu margir um ţessar mundir á Ţjóđminjasafni, og hefur greinilega einn bćst í hópinn og heitir sá Aldavillir. Menn verđa ađ kunna deili á ţví sem ţeir eru  međ í söfnum sínum.

Ítarefni:

Hatcher, J. 1973. English Tin Productions and Trade before 1550. Oxford.

ter Kuile, Onno 1986. Koper & Brons. Rijksmusuem Amsterdam. Staatsuitgeverij. Gravenhage (den Haag).

Teuerkauff-Liederwald, Anna-Elisabeth 1975. Die Formen der Messingkannen im 15. Und 16. Jahrhundert. Rotterdam Papers II, A contribution to medieval archaeology, (Ritstj. J.G.N. Renaud), Rotterdam 1975.

Teuerkauff-Liederwald, Anna-Elisabeth 1988. Mittelalterliche Bronze- und Messinggefässe : Eimer, Kannen, Lavabokessel.Deutscher Verlag für Kunstwissenschaft, Berlin.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1983. Metallysekroner i senmiddelalderen. Hovedfagseksamensopgave, prřve e. Afdeling for Middelalder-Aarkćologi, Aarhus Universitet, maj 1983.


Tilgátuhús međ ţakpappa

Rugl
 

Viđ höfum fengiđ ađ vita ađ „Ţorláksbúđ", sú sem veriđ er ađ reisa ofan á friđlýstum fornleifum í Skálholti, sé tilgátuhús, ţađ er ađ segja tilgáta um hvernig hús var reist og leit út fyrr á öldum.

Myndin hér ađ ofan er sögđ sýna smíđi „tilgátuhússins" á lokasprettinum. Ţakiđ, sem er veriđ ađ ganga frá, á ţó ekkert skylt viđ ţök á húsum á fyrri öldum á Íslandi. Ég er hrćddur um ađ íslenskum smiđum fyrir 500 árum hefđi ţótt fínt ađ komast í ţakpappa og annađ gott frá byggingavörumarkađi.

Ţorláksbúđ Gunnars Bjarnasonar er alls ekki tilgátuhús. Gunnar Bjarnason, og ađrir sem hafa stađiđ ađ ţessum skrípaleik, hafa reist sér ćriđ lélegan minnisvarđa í Skálholti. Ţeir hafa leikiđ á allt ţađ fólk sem trúir ţví ađ ţetta sé tilgáta.

Kristín Sigurđardóttir forstöđumađur Fornleifaverndar Ríkisins, sem upphaflega leyfđi byggingu tilgátuhússins ofan á friđlýstum fornleifum, bođar nú til fundar ţann 6. janúar 2012:

Fornleifavernd ríkisins bođar hér međ til fundar föstudaginn  6. janúar 2012, kl. 13.00 og verđur umrćđuefniđ endurgerđ, viđhald og varđveisla  fornleifa. Frummćlandi verđur Kristín Huld Sigurđardóttir forstöđumađur Fornleifaverndar ríkisins. Ţeir sem hafa áhuga á ađ sćkja fundinn eru vinsamlegast beđnir um ađ tilkynna sig á netfangiđ

fornleifavernd@fornleifavernd.is

Stefnt er ađ ţví ađ halda fundinn hér í kjallaranum ađ Suđurgötu 39 í Reykjavík. Reynist ţátttakan fjölmennari en fundarherbergiđ í kjallarnum [sic] rćđur viđ, munum viđ flytja okkur um set og tilkynna nýjan fundarstađ međ góđum fyrirvara.

Ég hvet menn til ađ fjölmenna á fundinn, og mótmćla ákvörđun um ađ leyfa svokallađa endurgerđ á húsi frá miđöldum, sem búin er til úr efniviđi frá BYKO, ţakpappa og steinull, og ađ byggingin hafi veriđ reist ofan á friđlýstum fornleifum.

Rugl 3

Kjósum Kristján

Kjósum Kristján

Ţegar ég var í Ísaksskóla (1968) hélt ég ađ ég myndi fá ađ kjósa í forsetakosningum. Ţegar svo kom í ljós ađ ţađ var ekki hćgt, varđ ég vitaskuld afar vonsvikinn. Ég hafđi ţetta á orđi viđ Svenna vin minn í sandkassanum á róluvellinum okkar í Hvassaleitinu. Hann "kaus" Gunnar Thor eins og flestir í götunni, en ég ćtlađi svo sannarlega ađ kjósa Kristján, međal annars vegna ţess ađ altalađ var, ađ Gunnar vćri bytta, en ţó fyrst og fremst vegna ţess ađ Kristján var ŢJÓĐMINJAVÖRĐURINN, og hjá mér var ţađ ţađ sama og vera í guđa tölu.

Svo ég skríđi nú aftur í sandkassa minninga minna, ţá var ég leiđur yfir ţví ađ geta ekki kosiđ. Ég vissi ekki alveg hvađ ţađ gekk út á, en ég var stađráđinn í ţví. Ég borgađi meira segja hundrađkall, sem ég átti, í stuđningssjóđ Kristjáns Eldjárns, og á enn kvittunina, sem ég ćtla ađ láta innramma viđ tćkifćri. Sýni hana hér sem jarteikn.

Svo ţegar Kristján sigrađi í kosningunum, fór ég til ađ hylla hann á tröppum Ţjóđminjasafnsins. Ţar komst ég upp á tröppur. Ţar biđu mín líka vonbrigđi. Ég hrasađi á tröppunum og ţađ kom gat á buxurnar mínar. En ég stóđ ţarna og hyllti forsetann fyrir aftan risavaxinn mann og sá lítiđ annađ enn bakhlutann á honum, sem lyktađi frekar óţćgilega. Ég sá ekki einu sinni forsetann.

Ég beit ţetta ţó í mig ... og loks sumrin 1981 og 1982 komst ég eins nálćgt átrúnađargođi mínu eins og hćgt var. Ţá var ég byrjađur í námi í fornleifafrćđi og ţađ hafđi Kristján frétt og bođađi mig á fund sinn, tvo sunnudagsmorgna, og talađi um heima og geima og ţáđi af mér mína fyrstu frćđigrein um fornleifar fyrir Árbók Hins íslenzka Fornleifafélags, félag sem ég hafđi gerst félagsmađur í undir "lögaldri". Ég hef ţví miđur ekki veriđ í félaginu síđan 1995, og veit ekki af hverju, en ćtti líklega ađ ganga í ţađ aftur viđ tćkifćri.


Falskir Íslendingar í Ţýskalandi áriđ 1936

Eismennschen

Áriđ 1936 steig á fjöl frekar fölleitur leikflokkur í München. Leikflokkurinn kom fram á mörkuđum, kabarettum og á leikvöngum á Oktoberfest, ţar sem ţeir klćddust eins konar fornaldarklćđum. Íslenskur lćknir, Eyţór Gunnarsson (1908-69), (afi Péturs súperbloggara Gunnarssonar), sem um ţessar mundir var staddur í Ţýskalandi, nánar tiltekiđ viđ nám og störf á eyrnadeild Háskólans í München, brá sér á kabarett og sá sýningu ţessara listamanna. Eyţór Gunnarssyni ofbauđ sýningin svo, ađ hann fór daginn eftir í danska konsúlatiđ í München og setti fram kćru vegna ţessa hóps loddara sem sögđu sig vera Íslendinga.

Dr. Eyţór greindi frá ţví ađ flokkurinn kallađi sig "Eismännschen" (sem má víst útleggjast sem ísdvergar). Hann lýsti listamönnumum sem stríhćrđu fólki međ rauđleit augu. "Die ganze Aufmachung und die Primitivität der Darbietungen ist geeignet, bei den Zuschauern das isländische Volkstum herabzuwürdigen" var haft eftir íslenska lćkninum. Rćđismađurinn danski lét ţegar rannsaka máliđ og skrifađi skýrslu, sem send var danska sendiráđinu í Berlín og utanríkisráđuneytinu í Kaupmannahöfn.

Rannsóknin leiddi í ljós, ađ um var ađ rćđa 6 manna hóp og fékk rćđismađurinn mynd af hópnum. Í ljós kom einnig ađ hópurinn kallađi sig ekki Eismännschen heldur Eismenschen (Ísfólk). Á kynningarspjaldi var sagt ađ hópurinn kćmi frá "Islands hohem Norden". Kynnir sýningarinnar tilkynnti hins vegar, ađ hér vćri á ferđinni "blómaviđundur" frá Reykjavík. Ţađ kostađi 10 pfenniga ađ sjá sýninguna. Rćđismađurinn lét sig hafa ţađ. Hópurinn kom svo fram á einföldu sviđi og lék "Sunnuleiki" (Sonnenspielen), ţar sem töfruđ voru fram blóm svo ađ lokum varđ úr blómahafinu Reykvískur blómagarđur.

Eftir showiđ spurđi rćđismađurinn fyrirliđa hópsins, hvort hann eđa ađrir međlimir vćru í raun Íslendingar. Sagđi fyrirliđinn, ađ foreldrar hans og forfeđur hefđu veriđ Íslendingar, en ađ hann vćri sjálfur Austurríkismađur. Hann bćtti ţví viđ ađ allir í hópnum vćru albínóar. Er kynnir sýningarinnar var spurđur um uppruna hópsins, fór hann í fyrstu undan í flćmingi, en sagđi ađ lokum ađ mađur mćtti ekki búast viđ neinni ţjóđfrćđilegri sýningu - ţađ sem bođiđ vćri upp á vćru "Listir frá Norđurhöfum".

Rćđismađurinn, sem greinilega hefur brosađ út í annađ munnvikiđ ţegar hann skrifađi skýrslu sína, bćtti viđ: "Sýning ţessara albínóa gćti vel hugsast ađ gefa áhorfendum međ litla ţjóđmenningarlega ţjálfun ranghugmyndir, en hins vegar verđur ađ líta ţannig á máliđ, ađ ţađ er mjög lítill trúverđugleiki í sýningunni og ađ hana ber frekast ađ flokka undir töfrasýningu." Rćđismađurinn lauk bréfi sínu til sendiráđsins í Kaupmannahöfn međ ţví ađ skrifa: "Skylduđ Ţér, ţrátt fyrir ţađ sem fram er komiđ, óska eftir ţví ađ ég hafi samband viđ tilheyrandi yfirvöld hér í bć, ţćtti mér vćnt um ađ fá skeyti ţar ađ lútandi."  H.P. Hoffmeyer í danska sendiráđinu taldi ekki neina ţörf ađ eyđa meiri tíma rćđismannsins í erindi Eyţórs Gunnarssonar, sem móđgađist yfir blómasýningu sex albínóa í München áriđ 1936.

Ţetta á ekki ađ verđa lćrđ grein, en ţess má ţó geta, ađ albínóar ţóttu gjaldgeng viđundur fyrir sýningaratriđi í fjölleikahúsum fyrr á tímum. Hér ađ neđan er mynd af "hollenskri" albínóafjölskyldu, Lucasie, sem sagđist vera komin af negrum frá Madagaskar. Hiđ rétta var ađ herra Lucasie var frá Frakklandi, kona hans frá Ítalíu og sonurinn var fćddur í Hamborg. Hinn heimsţekkti bandaríski sirkusmađur Phineas Barnum, flutti ţau međ sér til Bandaríkjanna áriđ 1857. 

Allar frekari upplýsingar um austurrískan albínóa, son íslenskra hjóna, eru hins vegar vel ţegnar.

Fam. Lucasie

Ţessi fćrsla birtist fyrst áriđ 2007 á www.postdoc.blog.is

Heimildir voru sóttar á Ríkisskjalasafni Dana.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband