Var Sæmundur Fróði á gyðingaskóla í Þýskalandi?

Sæmundur á Selnum2

Grein þessi, sem örugglega er eftir að standa í hálsinum fræðimannaumhverfinu við Háskóla Íslands, eru viðbrögð, athugasemdir og viðbætur við merkilega og áhugaverða grein eftir prófessor við University College i London, Richard North. Greinin sem ber heitið ´Resident stranger: Sæmundr in the Ashkenaz´, mun brátt birtast í Strangers at the Gate: the (Un)welcome Movement of People and Ideas in the Medieval World, ed. by Simon C. Thomson, Leiden: Brill.  

Mynd: Kisinn á steininum er Sæmundur Séní, heimilisfress í Odda á Rangárvöllum.

Höfundur texta: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ph.D.

Sæmundur Sigfússon á selnum (ca. 1056-1133) ætlar víst að gerast ári víðförull áður en menn sættast á hvar hann lagði stund á fræðin sem gerðu hann svo fádæma fróðan.

Sæmundur var þó aldregi í Svartaskóla í París eins og lengi var ætlað, því Sorbonne-háskóli var ekki enn til er Sæmundur var uppi. Eftir að mönnum varð það ljóst að hann var ekki í París, eins og þjóðsögur segja, eru tilgátusmíðar um staðsetningu lærdómssetursins þar sem Sæmundur sótti nám sitt orðnar nokkuð margar og sumar ærið ævintýralegar - jafnvel hlægilegar á stundum.

Erlendir menn, bókmennta og sagnfræðingar sem þora að sökkva sér niður í fornbókmenntaarf okkar Íslendinga (sem fyrir löngu eru orðinn alþjóðlegt allramannagagn), eru oft miklu frjórri í hugsun en margir Íslendingar sem leggja stund á sömu áhugamál/fræði (nema kannski helst Ármann Jakobsson). Bæði er þetta vegna þess að menn erlendis geta jafnvel verið fróðari Íslendingum og haft langtum víðari sjóndeildarhring en landinn. Einnig hanga erlendir fræðimenn  ekki alltaf í sama farinu, líkt og sumir Íslendingar eiga til þegar þeir sýna því meiri áhuga hver ritaði söguna en hvort sagan geymdi aðrar nothæfar upplýsingar, sem miðaldaheimurinn var fullur af. Hins vegar er einnig hægt að leita of langt yfir skammt í tilgátusmíðamennskunni - og svo fara sumir menn að trúa á tilgátur sínar. Þeir hafa sumir tiltækan lofsöngskór af lærisveinum sem taka trúna á boðskapinn, sama hvað vitlaus hann er.

Leitin að skóla .þeim sem Sæmundar gekk í er eitt af þessum séríslensku átistaáhugamálum. Nú eru útlenskir fræðaþulir farnir að leyfa sér að þora að vera með - hugsanlega vegna þess að kynjafræðin getur ekki umbreytt Sæmundi í kenjótta prestsmaddömu eða eitthvert álíka absúrdítet þegar menn stunda þá fornu list að mjólka heimildir sem því miður eru ekki fyrir hendi og verða það aldrei.

Ritstjóri Fornleifs telur það þó vera fjandanum áhugaverðara að leita dauðaleit eftir nýjum upplýsingum en að kýta um hver stóru karlanna hafi skrifað bókmenntirnar. Tilgátur geta leitt af sér aðrar tilgátur og upplýsingar og þannig geta menn stundum fundið "nýjan" og betri "sannleika". Menn verða bara að varast að trúa því ekki blint sem þeir sjálfir leggja til og blanda ekki saman hýpótesu og teóríu og syntesu.

Ég hef  á Fornleifi rætt um frjó skrif ungs bókmenntafræðings sem heitir Richard Cole, sem nú kennir við háskólann í Árósum. Mér finnst gaman að lesa bókmenntafræði hans, enda maðurinn fjölfróður um annað en íslenska menningu.  Hann hefur skoðað hugsanleg, og líka óhugsanleg, áhrif gyðinglegra fræða og rita á íslenskar bókmenntir til forna. Mér hefur orðið um og ó vegna greinar hans um andgyðingleg minni sem hann telur að sé að finna í skrifum Snorra Sturlusonar. Einnig telur hann að Mökkurkálfi Snorra sé gyðingleg minni sem Snorri hefur tekið láni. Ég er hvorugu sammála, enda enginn að ætlast til þess, og færði fyrir því rök því í tveimur greinum hér á Fornleifi. Lesið þær svo ég þurfi ekki að vífilengja hér (sjá hér og hér).

Nú, maður getur auðvitað lítið gert við því að erlendir fræðimenn sjái ljós og fái hugljómun við að grúska í íslenskum fornbókmenntir. Ása-Þór er nú t.d. orðinn gay, eftir að kynjafræðiáhugafólk kastaði sér yfir hann. Ég er ekki enn búinn að skilja af hverju Þór ætti að hafa vera hýr og kann ekki formúluna að slíkri röksemdafærslu.

Nýjasta brumið í hugleiðingum um dvöl Sæmundar erlendis slær öllu við. Þær hafa verið settar fram í grein sem ekki er formlega komin út, en von er á henni. Greinin hefur, eins og áður segir, þegar verið sett út á Academia.edu sem sá um að ég fékk hana með bjöllukalli um miðja aðfararnótt annars í jólum.

Eins og flestir sem fylgst hafa með Sæmundi áður en hann og þjóðsöguselurinn strönduðu í mýrinni í  túnfæti Háskóla Íslands er tilgátuflóran um lærdómsetur það sem heimildir greina frá á Frakklandi, æði blómleg. Fyrrum og með Oddaverja annál í vinstri og þjóðsögur í hinni, töldu menn víst að hann hefði verið í Frakklandi og nánar tiltekið í háskólanum í Sorbonne. Þetta var fyrir þann tíma að heimildarýni fór að tíðkast á Íslandi. Sorbonne-háskóli eins og áður greinir ekki til á tímum Sæmundar og engir aðrar háar menntastofnanir í Parísarborg. Síðar bentu menn á, að með Frakklandi meintu menn ekki Frakkland nútímans, heldur Frankóníu eða Franken sem er landsvæði vestur af Tékklandi í Þýskalandi nútímans. Aðrir hafa, og mig grunar vegna lélegrar landafræðiþekkingar, fært það svæði aðeins úr böndunum.

Nýlátinn kaþólskur prestur og fræðimaður í Stykkishólmi, Edward Booth nafni, vildi staðsetja Sæmund í skóla í borginni Fulda í Franken, en hans fræðilega aðferð var miklu frekar "bókstafstrú" á tilgátuna um Franken í stað Frakklands, en "haldgóð" rök.

Nú hallast líklegast flest "átorítet" um Sæmund kölskaknapa á að með Frakklandi á 11. öld hafi menn átt við þær borgir sem lágu flestar við Vesturbakka Rínar, sjá staðsetningu á kortinu:

SpeyerWormsMainz

Sæmundur á meðal gyðinga í Ashkenaz? 

Hér kem ég mér svo loks að nýju greininni um Sæmund. Hana las hana fyrst fyrir nokkrum náttum, þegar fjörleg heilastarfssemi mín á stundum yfirbugaði nætursvefn og ég varð að fara framúr til að grúska eða skrifa. Kerfið í Academia.edu,(þar sem einstaklega fróðir menn setja inn eftir sig boðskap og afurðir), er svo bandsett að það lætur mann vita sérstaklega ef maður er nefndur í tilvísun í nýrri í grein. Ég er hafður fyrir því í fyrstu neðanmálsgrein hjá North, að gyðingar hafi ekki komið til Íslands fyrr en seint og síðar meir, en svo svissar höfundurinn út á eftirfarandi hátt:

While there is no evidence that the Jews reached Iceland until the seventeenth century, it may be suggested that Sæmundr inn fróði (the learned) Sigfússon (1056-1133), priest of Oddi and Iceland’s first book-learned historian, lived as a stranger among them in Germany in the 1070s.

Hér getið þið svo lesið grein Norths ef þið viljið fræðast.

Greinin ber titilinn Resident stranger: Sæmundr in the Ashkenaz. Í stuttu máli telur Richard North prófessor við University College í London sig leiða góð rök að því að Sæmundur hafi ekki verið í neinum venjulegum klausturskóla. Hann telur líklegra að hann hafi verið á gyðinglegu fræðasetri í borg við ána Rín þar sem hún rennur gegnum Þýskaland í dag. Skólar við samkunduhús gyðinga voru kallaðar jeshivur (yeshiva þýðir seta á íslensku; staður það sem maður situr við lærdóm). North telur, út frá því  fá sem við vitum um Sæmund úr síðari heimildum en löngu týnd rit hans,   aðeins til tvö atriði sem gæti bent til þess að Sæmundur hafi verið nemandi gyðings sem var meistara við gyðinglega skóla. Annars vega er það fjöldi beina í líkamanum, sem kemur fram í heimildum sem vitna í rit Sæmundar sem ekki eru til. Richard North ályktar að þar sem fjöldi beina mannslíkamanas í þessum íslensku heimildu kemst næst fjölda beina í trúarritum gyðinga, að þá sé líklegt að hann hafi lært í gyðinglegu umhverfi. Reyndar bendir hann á að sami fjöldi beina sem menn hafa eftir Sæmundi sé einnig þekktur úr síðari tíma heimildum sem vel gætu hafa verið þekktar á Íslandi.

Hitt atriðið sem Richard North telur benda til þess að Sæmundur hafi stúderað á meðal gyðinga, er frásögnin í Jóns sögu Hólabyskups ens helga um að Sæmundur hafi eftir ca. 10 ára dvöl sína erlendis fyrir 1078-79 misst niður móðurmálið og ekki lengur munað hvað skírnarnafn sitt, íslenskt, var. Sæmundur sagði Jóni Ögmundssyni (síðar Jóni biskup helgi) er Jón heimsótti Sæmund, að hann héti Kollur

Í lok greinar Richard North, sem ráðfært hefur sig við sérfræðinga í gyðinglegum fræðum, sem er alltént betra en að að nota aðeins argumenta e silentio sem margir íslendingar eru reyndar heimsmeistarar í, veltir hann út þeirri tilgátu að Kollur sé íslensk  "afmyndun" á hebreska orðinu kol (sem þýðir allt). North telur ungan mann, sem að sögn hafði misst niður móðurmál sitt, hafi verið kallaður "kol" af skólafélögum og  sínum og lærimeistara sínum; og að hann hafi kallað sig Koll (kollur í nefnifalli) er Jón Ögmundsson spurði hann til nafns. Jú, þetta gerist oft þegar höfundur eru orðnir bálskotnir í tilgátu sinni. Af hverju? North skýrir:

KolCould Kollr, Sæmundr’s new name which is open to so many interpretations, be derived from Hebrew kol [all], for the student of the bible who wanted to know everything? The rest is universal history.

Með lærdómi sínum um stjörnur og galdra braut Sæmundur samning sinn við meistara sinn (sem því miður er ekki nefndur á nafn), og þeir Jón komust til Íslands. 

Ekki er hér ætlunin að afskrifa tilgátu Richards North, þó hún færi okkur vart meira en fyrri tilgátur um Sæmund Fróða. Þó kol á hebresku þýði  allt, er kol ekki þekkt sem gælunafn fyrir fólk sem var sólgið í fræði og grúsk. Lexikonheilar og grúskarar af guðs náð eru ekki "kol" eða "kollar" þótt  kunningjar Richards North við Kings College í Lundúnum teljir að kollur hljómi eins og kol (allt) á hebresku. En maður sem misst hafði móðurmálið hefur vafalaust átt erfitt með því að ræða við Jón Ögmundsson og útskýra fyrir honum nýtt nafn sitt, nema að hann hafi gert það á Latínu. En þá má með réttu spyrja: Var latína  kennd í mörgum skólum gyðinga? Að illir nauðsyn hafa vel menntaðir gyðingar örugglega lært, eða réttara sagt þurft að lesa latínu. Latínu þurftu gyðingar sem aðrir að kunna til að standa í samskiptum við lærða sem leika, og þar sem afskipti yfirvalda voru alltaf mikil af gyðingum, hljóta þeir að hafa móttekið feiknin öll af opinberum bréfum á latínu, þegar þeim voru veitt leyfi til dvalar eða þegar þeir voru hraktir á braut eftir duttlungum latínulærðra.

Athugasemdir og viðbætur

Hér leyfi ég mér að benda Richard North, höfundi greinarinnar sem vitnar í mig í fyrstu tilvitnum, á frekari vísdóm. Vona ég að hann deili þessum fróðleiksmolum með prófessor Sacha Stern og júdaistanum Israel Stern á University College, sem og handritafræðingnum Stewart Brookes á Kings College, sem hjálpuðu honum með gyðinglegar skýringar í hluta greinarinnar.

Orðið kol á hebresku (sem = allt á íslensku) er ekki það eina sem hægt er að tengja Kollsnafni Sæmundar.

I) KOLONYMOS: Margar kynslóðir rabbína sem störfuðu í borgunum  Mainz (sem í íslenskum heimildum var kölluð Meginsoborg (Lat. Mogontiagum), Worms og síðar Speyer (í Speyer var reyndar var ekki komin nein sýnagóga meðan að Sæmundur var þar hugsanlega við nám) báru hið gríska nafn Kolonymos (sem á íslensku þýðir hið Shem tovsanna nafn - og sem er grísk þýðing á shem tov á hebresku). Ætt þessi með hið hellenska nafn kom að því að best er vitað frá Lucca á Ítalíu og sumir upphaflega frá því svæði sem nú heitir Gaza. Löngum voru nemendur (sem kallaðir voru bochurs/Buchers á jiddísku sem þróaðist á þessum slóðum í Þýskalandi) við trúarlega skóla gyðinga, jeshivur (Flt. Heb.: Jeshivot)  kenndir við lærimeistara sína eða ættir þeirra sem stofnuðu skóla þeirra sem oft báru nöfn ættarinnar.  Hallast maður frekar að bæjum við Rín frekar en kaþólska strangtrúarskóla í Fulda er nafn Sæmundar í náminu, Kollur, gæti alveg eins verið leitt af fyrst liðnum í nafni Kolonymos ættarinnar (sem einnig má bera fram sem kal) og verið bein vísun til að Kollur gengi á jeshivu einhvers Kolonymos/Kolonomus prestanna. Þetta er vitaskuld bara tilgáta mín, en engu fráleitari en að kol í Kollur sé allt á hebresku.

Kalonymus_house_pillar

Afsteypa af skreyti sem talið er hafa verið í húsi Kolonymos ættarinnar í Mainz.

II) KOLLEL: Hugsanlega hafa fullveðja menn, sem Sæmundur var líklegast orðinn, þegar hann hverfur frá námi og skilgreinir sig sem Koll er Jón Ögmundsson vitjar hans, vart lengur ver ungnemandi á jeshivu. Þá hefur hann verið orðinn hluti af Kollel Kollel(ísl: samkunda) sem var jeshiva fyrir fullorðna fræðaþuli eða kvænta menn. Þar lærðu (lernuðu svo notuð sé ís-jíddíska) menn dagana langa og unnu lítt annað þar fyrir utan. Þeir voru í fullu fræðastarfi. Ég veit sannast sagna ekki hvort Kollel voru til á tímum Sæmundar en tel það þó líklegt. Koller er þekkt eftirnafn meðal gyðinga og er vart dregið af Kohler, kolanámu eða kolagerðamanninum á þýsku, heldur af Kollel á hebresku. Koller var maður sem stundaði trúfræði á háu stigi á Kollel. Kannski leysir þetta kollgátuna?

III STJÖRNUSPEKI: Annað sem Richard North láist að minnast á í rannsókn sinni á því hrafli sem þrátt fyrir allt er til um Sæmund í síðari heimildum og þjóðsögum, er þekking Sæmundar á stjörnum og stjörnufræði. Stjörnufræði voru stunduð af sefardískum rabbínum (frá Spáni og Norður-Afríku) sem farnir voru að kenna á fræðasetrum í Vestur-Ashkenaz þessa tíma sem Sæmundur var uppi á, þ.e.a.s. í Þýskalandi og austasta hluta Nútíma-Frakklands, t.d. í Strasbourg þar sem gyðingleg búseta mun hafa hafist um 1000. Astrolabium (pl. Astrolabia; Isl. Stjörnudiskar/Stjörnuskífur) sem margir gyðingar í Spáni og í Portúgal voru meistarar í að smíða bárust til Frakklands og Rínardals og elstu byggða gyðinga þar. Kennsla í stjörnufræði var hins vegar harla ólíkleg austur í Fuldu þar sem séra Edward Booth vildi staðsetja Sæmund í náminu. Heimildir frá Fuldu geyma hins vegar ekkert bitastætt um kennslu í stjörnuspeki.

Psalterium-Ibn-Ezra

Hér sjáið þið síðu úr saltara Blönku eða Mjallar (Sp. Blanca) af Castilíu og Loðvíks IX. Handritið er frá því um 1220. Á lýsingunni í saltaranum má sjá fjölfræðinginn  Abraham ben Ezra (1092-1167), útbúa samning með hjálp stjörnuskífu (Astrolabium) við tvo munka sem hafa rakað koll sinn (krúnu, Lat. Tonsura) meðan gyðingurinn ben Ezra ber kollhúfu. Abraham Ben Ezra var flæmdur frá Spáni árið 1140 og lifði alla ævi flökkulífi í Norður-Afríku, Palestínu, Sýrlandi, Ítalíu og á Englandi. Frá Englandi fór hann til Rúðuborgar í Normandí, áður en en hann settist að í ellinni í Suður-Frakklandi. Meðal margra rita hans um hin ólíklegustu málefni var handrit sem síðar hefur verið nefnt  Keli ha-Nechoshet (bókstaflega á ísl: ritgerð um koparinn) og gerð stjörnuskífunnar. Ritið var snemma þýtt yfir á latínu. Ekki er ólíklegt að menn sem lærðu á stjörnur í skóla líkt og Sæmundur mun hafa gert samkvæmt varðveittum upplýsingum, hafi lært á stað þar sem kennd var notkun stjörnuskífunnar. Það gerðist helst hjá gyðingum búsettum við Rín og miklu frekar þar en hjá þeim sem bjuggu norðan og austan við Rín eða austar í Evrópu, sem fyrst og fremst voru uppteknir að trúarlegum vangaveltum, en síður stjörnuspeki.

1200px-Synagoge_Worms-4125

Mikveh i Worms (efst) og neðst í Speyer

speyer-mikwe-treppe-innenportal-ca-1920er

Lokaorð

Með þessum viðbótum mínum finnst mér grein Richards North um Sæmund í Ashkenaz ekkert vitlausari en svo margt annað sem ritað hefur verið um Sæmund Fróða. Það er að minnsta kosti gaman að greininni og hver veit, kannski var Sæmi á ungur fræðimaður (koller) á kollel (háskóla) í Mainz? Það er svo gaman að láta sig dreyma. En varast ber að trúa því öllu.

Við endum í gamansömum tón, því fyrrnefndur fróðleikur er allt fúlasta alvara; Nú býst maður við því að Steinunn Kristjánsdóttir eða einhver annar fornleifafræðingur sem grefur prufuholur út um allt, fari næsta sumar að Odda og finni þar algjörlega óáfallið astrolabium, tefillin Sæmundar og jafnvel bút af lögmálsrúllu hans.

Líklegt má einnig teljast að hellirinn sem byrjað var að rannsaka í Odda árið 2018 geymi mikveh (trúarlegt bað, laug) Sæmundar. Sæmundur hefur ekki lagt í að grafa sig lengra niður að grunnvatni eins og menn gerðu við böðin (hreinsunarlaugarnar) í Speyer, Worms, Köln og Friedberg (frá 13. öld; Friedberg liggur norðaustur af Frankfurt am Main). Um böðin skrifaði ég m.a. um í ritgerð um guðshús gyðinga á miðöldum (1986) sem var síðasta ritgerðin mín sem ég skrifaði um leið og ég vann með kandídatsritgerðina. En á þeim tíma datt manni sannast sagna ekki í hug að velta fyrir sér Sæmundi Fróða á vesturbakka Rínar. En eitt sinn fór hann yfir Rín og alla leið heim til sín.

Koller

Marx Brider: Oy vey, Koller der shlemyel iz antlafn.

Vau?

Tsu Iseland, aoyf di tsurik fun a groys treife fish.


Fundur ársins 2020 í Svíþjóð

hunnestad_sten-upp-2048x1536

Í gær, er  verið var að grafa fyrir klóakleiðslum í Ystad í Svíþjóð, fundu fornleifafræðingar sem þar fylgdust með framkvæmdum af gefnu tilefni, fornan stein með ristu af dýri. Fljótlega varð mönnum ljóst að þarna var kominn einn svo kallaðra Hunnestadssteina sem eru frá byrjun 11. aldar. Við þekkjum þá, þar sem þeir voru teiknaðir harla nákvæmlega fyrir verk Ole Worms, Monumenta Danica, sem prentað var árið 1643.

Hunnestadsmonumentet_skåne_ole_worm

Fornleifafræðingarnir sem í gær voru á vaktinni í Ystad voru nú ekki betur að sér en svo að þeir telja sig hafa fundið mynd af úlfi, og er Fenrisúlfur nefndur í fréttaflutningi hér í morgunsárið. Myndin sýnir greinilega hjört sem færður hefur verið í stílinn. Þetta er greinilega kristið tákn, enda aðrir steinar í Hunnestad með kristnum táknum.

Hvernig má vera að steinar sem stóðu enn um miðja 17. öld týndust og eru að finnast aftur nú nærri fjórum öldum síðar. Á 18. öld þótti mönnum þetta forna og heiðna ekki eins merkilegt og Óla Worm í Kaupmannahöfn, sem taldi nokkra Íslendinga til góðra vina. Steinarnir voru notaðir í brúarsmíði og sem betur fer hafa þeir verið settir svo til heilir í brúna. Þrír steinanna fundust aftur á 19. öld og eru þeir til sýnis í forngripasafninu gamla, Kulturen, i Lundi.

Þessi forna danska arfleifð í núverandi Svíþjóð er einstakur fundur og eru steinarnir frá Hunnestad syðst í Svíþjóð sambærilegir við Jalangurssteinana (svo notuðu sé Eldjárnska), þó þeir segi kannski ekki eins mikla sögu og stærsti steinninn í Jelling.

Better detail

BW filtered

Á koparristu í einu af meginverkum prófessors Ole Wors við Hafnarháskóla, Monumenta Danica í sex bindum, sér maður að það er vafalítið steinn sem hann tölusetti með 6, sem nú, 16.12.2020 er fundinn í klóakskurði í Ystad.

Ef ekki herjaði COVID-19 faraldurinn, væri þessi fornleifafræðingur líklega að hella upp á brúsann og smyrja sér samloku tilbúinn að leggja í hann til Svíþjóðar að skoða steininn í klóakrennunni í ferjubænum Ystad.

Steinninn góði sameinast vafalaust frændum sínum á Kulturen i Lundi og þangað mun ég fara þegar Svíar eru búnir að ná einhverjum tökum á austrænu græðgispestinni.

Svo er aldrei að vita; Kannski eru rúnir á steininum sem ekki voru skjalfestar árið 1643 af Worm og aðstoðarmanni hans.

Eins og lesendur Fornleifs vita, átti læknirinn og prófessorinn Worm marga íslenska vini og nemendur, sem hann hélt alla tíð góðu sambandi við, sjá hér og hér og í fleiri greinum sem þið finnið við leit.

Untitled-Grayscale-01

Steinninn grafinn betur fram en á efstu myndinni. Mynd Axel Krogh Hansen fornleifafræðingur, Arkeologerna.

 


Thor did not use a dysfunctional hammer

kross_foss_1110065_1371364

I saw it coming: Me teaching the Norwegians some fundamental facts about the difference between a hammer and a cross.

In 1992 I wrote about the Icelandic artifacts for the catalogues of the Viking exhibitions in Paris, Berlin and Copenhagen in 1992 to 1993. The English version was entitled From Vikings to Crusaders. Among the artefacts from Iceland that I wrote about was as silver cross-shaped pendant from Foss in Iceland (see illustration at top of the article). RYGH 2

The Huse-cross

To my best of knowledge, I was the first archaeologist to point out the obvious relationship between the cross from Foss (Hrunamannaafréttur, S-Iceland; Þjms 6077) and a silver cross from Huse (Romedal, Hedmark/Innlandet fylke, Norway, C13216) Recently I became aware of a new find of a similar cross found at Nes in Ringsaker Kommune i Hedmark by a Danish metal detectorist, Ole Harpøth, (see article in Danish here) .

71739410_2268988803340157_6899302474927046656_n

The Nes cross found by Ole Harpøth

Soon after the Kulturhistorisk Museum of the The University of Oslo informed me about still another cross found by a detectorist at Ven i Stange Kommune (C59393) of the same type as Mr. Harpøth´s metal-detector find and the cross from Huse.

4 Ven i Stange Innlandet

The Ven-cross

Shortly thereafter learned that the Norwegian press has taken an interest in the hammer found by Ole Harpøth. But why calls something a hammer, when it looks like a cross?

I refuse to believe this growing group of now 4 cross-shaped artefacts are symbols for the Hammer of Thor. This is an obvious cross, with a cross-shaped opening in the middle (a diamond-shaped on the cross from Ven).

A hammer, where the handle protrudes over the socked hole (the eye) on top of the head of the hammer cannot be wedged (fixed). Such a cross-shaped hammer would plane and simple be dangerous to use. Every carpenter or smith knows that as a fact.

A Norse pre-Christian god like Thor (Þór), best for his deeds from 13th century records, would certainly not have flown around in his goat-cart battering giants with a dysfunctional cross-shaped hammer, even if Þór was gay like genderism has recently revealed. An expert hammer-hitter, gay, bisexual or straight, doesn´t use a hammer like that.

In any case other verified Thor´s hammer pendants (Þórshamrar), which in the medieval Icelandic literature was called Mjölnir, have no similarities with the three cross-pendants found in Norway and the cross from Foss. However, the confusion is great and the assumption that hammer pendants found in Scandinavia symbolize Mjölnir has been a subject to great scholarly dispute. Some scholars did not fancy the idea that the hammer-shaped pendants symbolized the Hammer of Thor. However, in 2014 after the discovery of the the runic-Thor´s Hammer found in  Købelev on the Danish island of Lolland, there can hardly be more non-believers. It is so far the only pendant hammer-pendant bearing an inscription, which reads hmar x es = This is a hammer. Danish archaeologist Peter Pentz, of the National Museum in Copenhagen, in his well-known witty style, commented: 

»Now we have it in writing, that what we believed were hammers in fact are hammers«.

Right on Peter!

hammermedrunerbeskaaret Mjölnir from Købelev is a HAMMER.

Unfortunately non of the four cross pendants of the Foss/Innlandets fylkeskommune type (from Foss / Huse, Ven and Nes) have a runic inscription which states they are crosses. But come-on! A cross shaped object with a cross-shaped opening through the crossing of the arms. Can it be less clear? Not even the carpenter´s son, Jesus, most often connected to a cross, would hardly have approved of a tool like the alleged cross shaped hammers of 19th Century Norwegian art-historians. Dear Norwegians you cannot turn a cross into a hammer like you made Leifur Eiríksson (Leif the lucky Ericson) and Snorri Sturluson into Norwegians.  Or like the Danes put it so nicely: Lad os lige slå det fast én gang for alle, with a proper hammer.

Screenshot_2020-10-21 Sarpur is - Kross(3) b

The crucifix of Saint Peter from Rauðnefsstaðir.The Crucifix was found by Icelandic poet and natural scientist, Jónas Hallgrímsson, in 1843. He donated it to the National Museum in Copenhagen, which turned it back to Iceland in 1930.

The archaeologists at the Cultural Section of Innlannet Fylke municipality (Kulturarvseksjonen ved Innlandet fylkeskommune) have as a preliminary assumption/suggestion pointed out that a simple lead cross pendant, found at Rauðnefsstaðir in Rangárvallarsýsla, S-Iceland, is of the same type as the Foss/Innlandet cross-pendant type. This is incorrect. The crucifis (not a cross) from Rauðnefsstaðir (wich by the way translates Rednose Farmstead) is a small, flat cross cast of lead and doesn´t have a cross-opening through the centre of the cross. Similar crosses have been found in Britain. However the crucifix-pendant from Rauðnefsstaðir is cast showing a man hanging upside down, which allegedly was the horrible fate of Saint Peter when he was crucified in Rome. It is a Saint Peter´s Crucifix. Quite possibly the four crosses of the Foss/Innlandet type can also be a St. Peter´s Cross (in theory). They might possibly have been some kind of a Saint Peter´s Key, in fact the Keys to Heaven, in an early Scandinavian version.

Vilhjálmur Örn Vilhjalmsson Ph.D. is the author of all but one article on the blog Fornleifur.

02A16WM2-660x350


The Chewish People

Rare Hebrew Gum

SHALOM!

It´s a well known fact that the Israelis are the second most gum-chewing people in the world. The first time I was in Israel, I noticed this immediately. Everybody was chewing gum. Even some of de merst frummers vun de frum were chewing gum during their prayers at the Kotel (the Western Wall).

Probably many Israelis grew up with this gum (produced by Tamar in Tel Aviv) and trading the country cards in the packets. Some of them might possibly remember card #17 for Iceland (Island) from the late 1950s and how to say Shalom, Chever, Leitraot and Todah (Hi, Friend, Goodbye and Thanks)in Icelandic. The transcription of the Icelandic sound is as follows for those who know Icelandic, but remember to add a heavy and sexy Ivrit accent for the correct "erlie" 60s feeling:

Komit thér sælir (Komið Þér sælir)

Vínúr (Vinur)

Verit thér sælir (Verið Þér sælir)

Taq fýrír (takk fyrir)

Just as important: Remember to roll on the R in the back your mouth to make it very different to the frontal spitting Viking-R in Icelandic. And that´s what you get when you bring two very beautiful languages together.

Not to forget, chewing gum in Icelandic is called tyggjó or tyggigúmmí and in Jiddish it is keyen gam. Chew on that one.

Happy Hanukkah to all my friends.

Fornleifur, the proud owner of card #17

Rare Chewbrew 2


Haraldsslátta - og fyrsta íslenska verkfallið

Væringjalenín

Efni þessarar greinar er fyrsta verkfall Íslendings sem skráð er á bókfell. Greinin er í pólitískari endanum.

Verkfall var eitt sinn vopn þeirra sem voru láglaunaðir til að verja kjör sín og bæta og verjast því að á rétti þeirra væri troðið. En í dag er svo komið að hálaunamenn misnota almennan verkfallsrétt til að hækka laun sín úr öllu valdi. Það er náttúrulega ekki verkalýðsbarátta, heldur hin gamla íslenska græðgi þeirra sem þegar hafa nóg.

Ef einhver nennir að lesa verkalýðssöguna hér fyrir neðan, komist þið að því hvernig tvær fornar myntir og fornleifarannsókn tengjast fyrsta verfalli Íslendings óbeint - en á áhugaverðan hátt. 

Á hinum fyrsta, glaða og jafnvel fáránlega áratug þessarar aldar voru umsvifin mikil á Íslandi. Sumir íslendingar ímynduðu sér að þeir ættu orðið afar mikilvægu hlutverki að gegna á meðal þjóðanna. Ísland fór í gegnum hybris-tímabil, sem ein af afleiðingum eyjaþjóða-háttarlags og oft á tíðum hálfhjákátlegrar þjóðhverfu, sem einnig á um margt skylt við minnimáttarkennd.

Höfði House, norsk bygging í iðu dekkjaverkstæða og raftækjaverslana í Borgartúni í Reykjavík, hafði nokkrum árum fyrr verið lánað út undir mikilvægan lykilfund heimsstjórnmálanna. Þar með virtist tími skuttogara, dorgs og hraðfrystihús vera liðinn í takt við að veggur í Berlín var rifinn. Á Íslandi voru svín tekin í heilagra dýra tölu í stað sauðkindarinnar.

Íslenska þjóðfélagið hafði einnig verið tölvuvætt. Allt þetta venjulega varð vitaóarðbær, t.d. gamalt fólk, sér í laga það gagnrýna. Það var bara fyrir. Nýr aðall á Íslandi hagaði sér eins og kóngar og prinsessur - en þetta voru hrappar eins og við vitum nú öll, og þessi frásögn fjallar einmitt líka um konunglega hrappa og hvernig Íslendingar tóku þá í karphúsið.

Fornleifarannsóknir á fyrirhrunsárum

Því sem ég segi nú frá, gerðist á þeim tímum er sumir töldu peninga vaxa á trjám á Íslandi og bankaræningjar riðu sem hetjur um héruð og fóru í Víking í löndum þar sem fólk þyrsti eftir að láta pretta sig. Í þá daga var einnig þjösnast upp á hálendið til að grafa upp einhverjar fornleifar sem voru fyrir mikilvægum virkjunarframkvæmdum. Nógir peningar voru til alls. Nú átti að selja rafmagn til Evrópu gegnum óskhyggjuleiðslur eða hreinan þankaflutning. Fornleifafræðingar flógu feitan gölt á þessum uppgangstímum ímyndunarveikinnar á Íslandi. En þeir eru eins og kunnugt er afar látlaust og lítillátt fólk.

 

124699054_10158550191490967_6910451342396712910_o

Frá rannsókn FÍ á seljarústinni "Pálstóftum". Ljósm. Fornleifastofnun Íslands á FB. Þröngt hefa menn setið í seli.

Forn seljarúst uppi á heiði, sem annars hefði farið á bólakaf í uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunnar, var meðal þess sem tókst að rannsaka sökum beljandi uppgangs og blindrar bjartsýni í þjóðfélaginu. Seljarústin sýndi okkur vita óarðbæran rekstur fyrri alda í mæðu, móðuharðindum, riðu og ráðaleysi. En nú voru nýir tímar. Mistök fyrri alda átti að grafa úr moldu, svo þau yrðu ekki endurtekin.

Gildismatið var hins vegar ekki eins gott og vísustu menn töldu sig hafa fyrir séð. Allt fór loks í harðlífi og kút árið 2008. Sumir hafa þegar gleymt því eða troðið því neðst niður í undirmeðvitundina.

Á hinum hryllilegu árum, eftir allan uppganginn og svo hrunið, fóru sumir menn að berja á eldhúsáhöld í örvilnan sinni - en þeir sem valdið höfðu fárinu lögðu bara ný plön fyrir áframhaldandi prettum og fúski eins og erfðamengi þeirra hafði valið þeim að gera. Í  ónáttúrulegu vali manngerðarinnar homo fraudationis, sem hefur komist til mikilla metorða á Íslandi, gerjast alltaf eitthvað í pottinum.

Fornleifastofnun Íslands (FÍ) heitir fyrirtæki eitt úti í bæ. Þrátt fyrir hið mikilfenglega nafn, sem leiðir hugann um veglega og gljápússaða ganga í háskólabyggingu sem ber nafn Kristjáns Eldjárns, er FÍ hvorki háskóla- né ríkisstofnun. FÍ dafnaði vel á velmektarárunum fyrir hið andlega hrun þjóðarinnar árið 2008.

Fyrirtækið vann meðal annars útboðið á rannsókn á seljarústunum sem kallaðar er Pálstóftir í hausinn á Páli Pálssyni í Aðaldal, sem upphaflega hafði fundið rústina. Rannsóknir fóru fram árið 2004 og 2005 og rústin fékk nýtt vinnuheiti ættað úr tölvufræði sem hefur haslað sér völl í fornleifafræðinni á heldur furðulegan hátt. Grafin var upp "útstöðin" Pálstóftir. Nú, á hinum miklu framgangstímum var ekki lengur hægt að tala um eins skammarlegt fyrirbæri og útnorskt eins og sel. Mörgum varð reyndar ekki um sel er það gerðist.

FÍ heldur um þessa mundir upp á 25 ára starfsafmæli sitt, með rekstri sem það getur mest megnis þakkað opinberu fjármagni. "Einkavæðing" fornleifafræðinnar var hugsanlega nauðsynleg, til að koma henni úr ládeyðu þeirri sem ríkti meðan öll fornleifasýsla í landinu fór í gegnum í hæsta lagi tvo starfsmenn fornleifadeildar Þjóðminjasafns -  og síðar líka gegnum vitstola kerfi Þjóðminjaráðs og Fornleifanefndar, sem mest stóðu í því að reyna að ryðja ládeyðunum burt af Þjóðminjasafninu. Þetta var auðvitað allt áður en eldhuginn sem nú stjórnar Þjóðminjasafninu til sögunnar og framkvæmdastjóri Minjastofnunar eldaði grátt silfur við Fornleifastofnun Íslands. Varð oft af þessu mikil skemmtun, en í raun er öll þessi saga meinasorgleg.

En ekki vil ég útiloka að það væri betra að láta lítil fyrirtæki berjast fyrir því sem gera þurfti, en aldrei gerðist, vegna þess að Þjóðminjavörður var ódugandi, ráðuneytið skilningssljótt og stjórnmálamenn eins og álfar út úr hól eða á Klausturbar.

Versta hlið einkavæðingarinnar á uppgangstímunum var náið samstarf FÍ og annarra aðila við ráðríkan prófessor í New York, sem vildi hafa Ísland sem sitt eigið konungdæmi til að grafa upp dýrabein í öskuhaugum, og oftast í leyfisleysi. Stórkaninn (sem var eins konar homo trumpensis) reyndi leynt og ljóst að bola öðrum soltnum löndum sínum frá fjármagni til Íslandsrannsókna, sem hann mjólkaði einn í BNA, meðan að leppmenn hans á Íslandi hjá einkafyrirtæki með ríkisnafn mjólkuðu íslenska ríkiskassann í boði vinalegra ráðherra.

Til að halda upp á afmælið sitt, hefur FÍ birt nokkra pistla á Fjasbók sinni, þar sem greint er frá sumum merkum rannsóknum fyrirtækisins. Nú um daginn var röðin komin af útstöðinni Pálstóftum og var fróðleiksfúsum lesendum sagt, hvar þeir gætu fengið betri upplýsingar um rannsóknina.

Haraldsslátta og Íslendingurinn Halldór Snorrason

Það kom mér mjög á óvart, að síðan ég las grein um rannsóknirnar á Pálstóftum í Árbók hins íslenska Fornleifafélags (sjá hér), hafði vitneskjan og andlegi auðurinn úr jörðinni ekkert ávaxtast. Ekki virðist hafa verið leitast eftir því að verða vísari um það sem fundist hafði.

Þrátt fyrir heldur ófjölbreytta forngripaflóru, sem er víst tilfellið í mörgum seljarústum þar sem búseta var tímabundin í skamman tíma í senn, þá hefur ekkert meira verið ritað um tvær myntir sem í norskri og íslenskri tímaritsgrein var nefnd til sögunnar sem koparmynt frá tímum Haraldar Harðráða Noregskonungs sem ríkti frá 1047 til 1066.

Haraldur ætlaði í stríð við Vilhjálm Hróbjartsson fursta frá Normandí, en mátti í óðagoti sínu láta lífið í orrustunni við Stamford Bridge. Normannarnir voru einfaldlega sterkari en frændur þeirra Norðmenn. Í grein í Norwegian Archaeological Review, sem þýdd var yfir á íslensku í Árbókinni, sást engin viðleitni til þess að skilja eða hvað þá velta því fyrir sér hverju það sætti, að tvær myntir úr myntsláttu sama Noregskonungs fundust í seljarúst á afdölum Íslands. Reyndar er minnst örlítið á myntirnar tvær frá Pálstóftum í þessari B.A. ritgerð við HÍ. Ritgerðin gefur ágætt yfirlit.

Ég er ekki að biðja um að menn skáldi eitthvað þegar þeir sigla lens í fræðunum, eins og þegar menn fóru að trúa því að þeir hefðu fundið eskimóakonur austur á landi og austurlenska Allah-perla á Stöðvarfirði eins og margfrægt er orðið. Það er skáldskapur og allt önnur grein en fornleifafræði.

En þar sem myntirnar fundust austur á landi, hlaut að vera einhver merkileg saga á bak við þá, eða í það minnsta tengd þeim. Og fornleifafræðin er oftast lyginni sterkari. Það er fræðigrein þar sem menn þurfa eigi að stunda lygafréttir til að komast af. En fornleifafræðin á Íslandi hefur nú líka frekar verið framkvæmdarsýsla en fræðimennska í nokkra áratugi. Ég sendi Fornleifastofnun reikninginn fyrir fræðilega greiningu.

124766237_10158550191300967_100622818716712415_n

Myntirnar tvær í "Pálstóftum" hafa verið boraðar tveimur götum og þræddar upp á sörvisband (perlufesti), sem sumir seljadrengirnir skörtuðu líklega við mjaltir í kvíum. Þær teljast til mynta með skreyti sem ber gríska heiti fléttunnar/hnútsins sem skreytir þá, þ.e. Triquetra (Triquetra-gerð). Triquetra táknaði um miðja 11. öld heilaga þrenningu enda konungar þeir sem notuðu það kristnir. Skreytið kemur fyrr fyrir á dönskum og Engilsaxneskum myntum. Þessar myntir eru afar sjaldgæf gerð (skreyti) og árið 1975 höfðu aðeins fundist 257. En myntina er þó hægt að kalla grunninn að fyrsta myntkerfi Noregs. Sérlega sjalfundnar eru þeir peningar með þrífléttunni sem Haraldur Harðráði lét slá og sem hafa hring sleginn í fyrsta fjórðunginn (efst til vinstri) á bakhliðinni.  Norski myntsérfræðingur Kolbjørn Skaare  kallar þá gerð 75/R89. Vegna þess að þessi slátta Haralds innihélt stundum meiri kopar en silfur var ekki mikið lagt í sláttuna og stundum var textinn sem upphaflega var á latínu og jafnvel á norsku með rúnum orðið ólæsilegt hrafl eins og tilfellið er með myntirnar sem fundust í Pálstóftum. Þetta var svo sannarlega álkróna síns tíma. Ljósm. Fornleifastofnun Íslands.

Myntir geta sagt mikla sögu, fyrir utan að gefa góða hugmynd um að búsetalög, sem þær finnast í og við, séu ekki mikið eldri en myntin (ef hún hefur ekki fallið niður um rifu í gólfi). Þessi regla á kannski ekki við um myntir sem finnast í seljarústum. Ekki held ég að myntir hafi oft fundist við seljarannsóknir eða í "sætrunum" í Noregi. Hvað áttu menn svo sem að gera við peninga í seljum. Þeir sem þar unnu voru hálfgerðir þrælar eða á neðsta þrepi í launastiganum.

Starfsmenn FÍ nýttu sér ekki myntirnar og leitaði yfirmaður rannsóknarinnar, sem nú er prófessor við HÍ, ekki til þess mynt"sérfræðings" sem oftast hefur verið leitað til, Antons Holt fyrrv. safnstjóra Seðlabankans. Nei, í rauninni var lesandanum í sjálfvald sett að velta fyrir sér myntunum alveg einir og óstuddir. Það getur vitaskuld verið varasamt, ef maður er ekki fornleifafræðingur. Fornleifafræðingurinn sem stjórnaði rannsókninni var greinilega ekki vel að sér í fornleifafræði Norðurlanda, enda aðfluttur frá Bretlandseyjum. Ef hann hefði haft lágmarkskunnáttu á myntfræði Norðurlanda (sem fornleifafræðingar á Norðurlöndum eru ekki einu sinni sjálfir), hefði hann uppgötvað ýmislegt, sem gert hefði niðurstöðurnar fyllilegri og skilað meiru frá Fornleifastofnun Íslands til þjóðarinnar sem borgaði fyrir rannsóknina - svo atvinnuvegirnir og sala á rafmagni mætti blómgast í gylltri framtíð fyrirmyndaríkisins Íslands, þar sem bankar möluðuð gull úr lofti líkt og áburðarverksmiðjur.

Myntirnar tvær sem fundust í rústum Pálstófta eru úr svo kallaðri Haraldssláttu. Haraldsslátta var, eins og fyrr segir, slátta Haralds harðráða Noregskonungs, og er sláttunnar og annmörkum hennar rækilega getið í Sögu Haralds Harðráða sem sumir telja að Snorri Sturluson hafi ritað. Elsta varðveitta handritið er í Morkinskinnu frá 1275-1300 (GKS[Gammel Kongelig Samling]-1009 fol.; Handritið er enn í Kongunglega Bókasafninu í Kaupmannahöfn).

Mig grunar, að Haraldur kóngur (hinn þriðji) hafi verið ættingi og jafnvel forfaðir sumra útrásarvíkinga Íslands á 21. öld. Hann var að minnsta kosti með sömu brenglaða siðferðið og þeir. Hvort veldur uppeldi eða erfðir veit ég ekki. Hann þynnti kaupsilfur sitt með kopar. Það hefur aldrei verið talið efnilegt. Hann var því  svikahrappur og þessi málmblanda hans var ekkert annað en verðbólguskapandi aðgerð, sem ekki var algeng annars staðar í Vestur-Evrópu á hans tíma. Þessi meðferð á silfrinu fór líka í skapið á íslenskum hirðmanni hans, sem var forfaðir ritstjórans á Fornleifi. Silfrið í sláttu Haralds harðráða Sigurðssonar gat farið alveg niður í 50% eða minna. Á tímum, þegar nóg var til að silfri og koparpeningar ekki talin gangmynt var þessi þynning konungs afar einkennileg aðgerð til að pretta menn, enda var myntin ekki gjaldgeng annars staðar en í Noregi.

Í Sögu Haralds Harðráða og Sona Hans (hér höfð með smávægilegum leiðréttingum eftir útgefu Finns Jónssonar: Finnur Jónsson (1932) Morkinskinna; udgivet for Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur LIII. J. Jørgensen, Kbh, greinir frá Íslendingi einum, Halldóri Snorrasyni í Hjarðarholti (f. ca 1014), sem var liðsmaður Haraldar Sigurðssonar, er þeir voru væringjar, leiguliðar í lífverði keisarans í Miklagarði. Sagan segir frá óánægju Halldórs vegna lélegs silfurs sem Haraldur borgaði mönnum sínum með:

Oc er cømur enn atti dagr iola var monnum gefinn mali. Það var callat Harallz slatta. var meiri lutr copars. Þat bezta costi at veri helmings silfr, oc er Halldorr toc malann. hefi hann i mauttuls skavti sino silfrit ok litr á. oc syniz eigi scirt mala silfrið. lystr vndir neþan annaRi heNndi. oc feR þat allt i halm niðr. Barþr melti. q[aþ] hann illa meþ fara, mon konvngr þicciaz svivirðr i. oc leitað a við hann vm malagjofna. Ecki ma nv fara at slico s[egir] H [alldor]. litlo hettir nv til. Nv er fra þvi sagt at þeir bva scip sin eptir iolin. etlar konvngr svþr fyr land. oc er konvungr var mioc sva bvuinn. þa biosc H. ecki. oc melti Barþr. hvi bystv eigi Halldorr. Eigi vil ec s[agði] hann. oc ecki etla ec at fara, se ec nv at konvngr þoccar ekki mitt mal. Barþr s[egir] Hann mon þo at visu vilia at þv farir. Fer Barðr siðan oc hittir konvung, segir honum at Halldorr bysc ecki. mattv sva etla at vandskipaðr mon þer vera stafniN i stað hans. Konvngr melti. Seg honom at ec etla at ham scyli mer fylgia. oc þetta er ecki alogat feþ sia er með ocr er vm hriþ. Barðr hittr Halldor oc letr at konvngr vili enski costar lata hans þionosto. oc það rezc or at Halldorr feR. ...

En áfram hélst óánægja Halldórs, því fyrir utan nánasahátt Noregskonungs voru einnig þjóðernisfordómar í gangi á 11. öld. Þegar konungur hafði brotið frekar á Halldóri setti drengurinn Dóri önnur skilyrði:

H[ann]. s[agþi]. Eigi scal ec þo optaR vera a konvngs scipino. oc ef hann vill hafa mitt foroneyti lengr. Þa vil ec hafa scip til stiornar oc eignz þat. B[arþr]. s[agþi]. Þat samir eigi at lendir menn lati scip sin fire þer. oc ertv of framgiarnn. H.[alldorr] quaz eigi fara myndo elligar. Barðr s[agþi] konvngi hvers beitt er af Halldors hendi, oc ef hasetar þess skips eo jafntravstir sem styrimaþr þa mon vel hlvþa. Konvngr melti. Þott þetta þicci framala melt vera. þa scal þo af nacqvat gera.

Sannarlega var Halldór þessi forfarði ritstjórans hér á Fornleifi, og er greint frá því í nútímauppflettinu Íslendingabók. Trúi hver sem trúa vill, en ég er samkvæmt hinni mjög nákvæmu ættfræðiskrá (sem einnig var afsprengi fyrirhrunsæðisins), afkvæmi Halldórs Snorrasonar í 26. lið - enda jafn helvíti þrjóskur og þver og karlinn. 

En svikahrappar halda ávallt uppi uppteknum hætti, þannig að Halldór, sem var kannski ekki launþegi í nútímamynd orðsins, efldist allur í launabaráttunni gegn Noregskonungi. Í gildi miklu í Niðarósi var Halldór meðal gesta konungs. Hann sletti þessu í kóngsa við tækifæri:

... oc se ec at drotning [innskot Fornleifs: Ellisif Elisheva/Elísabet Jaróslavsdóttir] hefir hring ahendi þvi hofi mikinn. fa mer þann. Konvngr s. Þa verþvm vit fara eptir scalvm oc vega hringiN. Ecki þarf þess s. H. tec ec hann fyr lvt minn enda montv nv ecki prettonom viþ coma at sinni. oc sel fram titt. Trotning melti. Ser þv eigi s. hon. at hann stendr ifr. þer vppi meþ vighvg. tecr siþan hringinn og fer Halldori. Hann tecr við oc þaccar þeim baþom gialldit. oc bidr þar vel lifa. oc mono ver nv scilia. gengr nv vt oc melti við foronavta sina. biþr þa hlavpa sem tþast til scipsins. þvi at ofuss em ec atcveliaz lengi ibønum. Þeir gera sva. coma a scipit. og þegar inda svmir upp seg. svmir ero at bati. svmir heimta vpp aceri. oc bergsc hveR sem ma. oc er þeir sigldo vt scorti eigi hornnblastr i bønum. oc það sa þeir siðarst at .iii. langscip voru a floti. oc logþo eptir þeim. en þo beR þa vundan oc ihaf. scilr þar meþ þeim oc byrjaþi H. vel vt til Islanz. en konvungs menn hvorfo aptr. er þeir sa er Halldor bar vndan oc i haf vt. Nocorom svmrom siþar sendi Haralldr konvngr orþ Halldori. Snorra s[agði]. at haN scylldi raþas enn til hans. oc let at eigi scylldi verit hafa hans virþing meire en þa ef hann villdi farit hafa. En HalldoR quaz ecki nv myndo fara akonvngs fvnd heþan i fra. oc mondi nv hafa hvaR sem fengit hefþi. oc se ek gorla s.[agði] hann at þar etlar hann mer galga. ef ec køm. oc kan ec scaplyndi hans. oc mvn ec ecki trva honum. Oc er aleiþ mioc efi Harallz konvngs. þa er sagt at  [hann] seNdi Halldori orþ til að hann scylldi senda honum melracka belgi. villdi ger af þeim ifir recio sina. þvi at konvngr þottiz þa þurfa hlys. oc er Halldori com sia orðsending konvngs. þa er sat at hann scyti þvi orþi viþ i fyrstto. elldisc argalin [árgalinn/haninn] nv saþi hann en sendi honum belgi.

 

Savnet fra Bergen

Armhringur þessi (úr gulli) var meðal fleiri hundruða gripa sem rænt var á forngripasafninu í Bergen fyrir nokkrum árum síðan. Mikill hluti gripanna er kominn í leitirnar, en enn hafa menn ekki haft upp á þessum hring, sem gæti hafa verið eittvað í stíl við það sem Ellisif Jaróslavsdóttir úr Kænugarði bar og forfaðir minn hrifsaði með sér til Íslands og þóttist þá kvittur við kóng.

Svona lagað er auðvitað ekki hægt að gera lengur, enda eru sumir launþegar á Íslandi farnir að leika hlutverk konungsins.

Hvort refabelgirnir hafi verið fyrir rekkju konungs eða í kápu mikla á rússneska kerlingu hans, læt ég ósagt, en gamli konungurinn hafði greinilega tak á Halldóri sem líklegast hefur ekkert fengið fyrir sinn snúð fyrir láfætlur og skaufhalana, nema að Snorri Sturluson sé að ljúga þessu öllu.  

 

Hvað sýnir sagan og myntirnar í Pálstóftum okkur?

Myntslátta svikahrappsins Haralds Harðráða, og sagan sem sögð var um sláttuna snemma á 13. öld, sýnir okkur hve nauðsynlegt það er að svara fullum hálsi illa siðuðu fyrirmönnum og yfirmönnum, sem hafa ofmetnast, þannig að þeir telja valdsvið sitt og gerðir hafin yfir alla gagnrýni. Hrappsháttur er til í öllum þjóðfélagsstigum, og manngerðin sem hana ber kemur alltaf fljótt upp um sjálfa sig.

Halldór Snorrason var hins vegar ekki hinn dæmigerði launþegi. Hann var í austurvíkingi með norskum fursta. Þegar norrænir menn rændu og rupluðu meðal framandi þjóðar, voru þeir ekki taldir til þjófa, ef þeir sem rændir voru vissu að þeir væru rændir. En fólks sem stal frá öðrum í leyni, líkt og Haraldur konungur gerði, voru ótíndir hrappar og þjófar. Víkingar og Væringjar litu hins vegar ekki á sig sem þjófa því þeir létu þá sem þeir rændu finna fyrir því að verið var að ræna þá og jafnvel með brandinum og atgeir, og síðar með krossi.

Myntir Haralds konungs svikahrapps sem fundust á Íslandi, sýna okkur að við eigum heldur ekki að láta einkafyrirtæki með ríkisnöfn, sem siðlausir ráðherrar hafa sett beint á ríkisspenann, komast upp með það að skila af sér skýrslu fyrir rannsóknir, sem kostaðar voru með fleiri milljónum króna af almannafé, ef fornleifafræðingarnir/höfundar vita ekki að myntir þær sem þeir fundu hafi komið úr Haraldssláttu.

Þessar myntir voru ekki mikils virði er þær voru komnar til Íslands, hugsanlega með öðrum mönnum en Halldóri Snorrasyni, sem einnig höfðu verið sviknir af Noregskonungi. Myntirnar voru orðnar að skrauti og greinilega bornar hvunndagslega í seljum í lok 11. aldar.

Harla svívirðilegt væri af fornleifafræðingum á Íslandi, sem nokkrum er í nöp við heimildagildi fornritanna, að afgreiða Haralds Sögu Harðráða sem skáldsögu og uppspuna Snorra Sturlusonar; ef það var þá hann sem ritaði. Við höfum myntirnar tvær undir höndum og þær staðfesta söguna og sagan þær. 

Til hamingju Fornleifastofnun Íslands

En ég óska þó hér í lokin "stofnuninni" til hamingju með fyrstu 25 árin og fyrir að henni hefur öll þessi ár tekist að telja erlendum samstarfsaðilum trú um að þetta væri stofnun, Institut.

Fornleifastofnun Íslands hefur ekki alltaf staðið sig í stykkinu þau 25 ár sem hún hefur starfað og barist með ríkisfé í asa við aðra fornleifafræðinga á "markaði" og þjóðminjayfirvöld.

Ég hef því miður sært fólk með því að upplýsa það um hið hálfhrappslega nafn fyrirtækisins. Það er örlítill Haraldssláttubragur yfir því, ef ég leyfir segja skoðun mína. Einn erlendur maður lét eftirfarandi orð falla, er ég kom honum í skilning um að Fornleifastofnun Íslands væri bara einkabissness: Well, some people just need to be institutionalized.

Ítarefni: Coins and Coinage in Viking-Age Norway: The establishment of a national coinage in Norway in the XI century, with a survey of the preceeding currency history. Universitetsforlatet, Oslo-Bergen-Tromsö. Bókin er til á norsku í Seðlabanka Íslands. Ég set pdf-skrá með mikilvægustu blaðsíðunum í bókinni varðandi Haraldssláttu.

en-historisk-mynt-khm-970

Efst: Haraldsslátta áður en hún þynntist, og fyrir neðan mynt sem nýlega var seld á uppboði í Danmörku. Hún mun vera af sjaldgæfustu gerð peninga úr Haraldssláttu en með sæmilegu silfurinnihaldi.

image00328


Þegar draumur Laxness um Hollywood brast (endanlega) - Opið bréf til Halldórs Guðmundssonar og Björns Bjarnasonar

Stórlax í Hollywood

Vegna greinar Halldórs Guðmundssonar í Morgunblaðinu í dag, og reyndar líka vegna skrifa Björns Bjarnasonar á bloggi hans í dag, þar sem hann nefnir sömu heimildir og ég nefndi um daginn á Fornleifi fyrstur manna í "laxnessológískri" grein minni, sendi ég hér opið bréf. Morgunblaðið má gjarna birta það á prentuðum síðum sínum.

vegna greinar Halldórs Guðmundssonar í Morgunblaðinu í dag 25.11. 2020, langar mig vinsamlegast í þessu bréfi (sem er opið bréf) að benda honum á tvær greinar sem ég skrifaði á bloggum mínum sl. helgi. Lesa má þau hér og hér

Þegar ég á sínum tíma las bók þína, Halldór, um Laxness, fékk ég á tilfinninguna að þú hefðir fyrst talið bréfin varðandi skattamál Laxness vera eldheitt efni, en að þú hefðir svo að einhverjum ástæðum orðið að temja trú þína, því smátt og smátt gegnum þrjá staði í bókinni dregur þú úr eftirvæntingunni um hvað var að gerast í BNA varðandi bréfin um skattagreiðslur Laxness af Sjálfstæðu Fólki í útgáfu Alfred A. Knopf.

Ég man ekki eftir því að þú hafir haldið því fram að Atómstöðin hafi ekki verið gefin út í BNA vegna íhlutunar íhaldsins - en það er einmitt það sem ritdeila Ólínu og Björns fjallar um. Þú hlýtur að sjá það. Menn mega ekki láta pólitískan rétttrúnað sinn skyggja á kjarna málsins í sagnfræði. En það er greinilega mjög erfitt á Íslandi í báðum herbúðum þegar báðar dýrka og tilbiðja Laxness.

Reyndar má ekki gleyma því að árið 1955 féll dómur í Hæstarétti yfir Halldóri Laxness sem dæmdur var til að greiða aukaskatta við þær gjaldeyrisgreiðslur sem hann hafði fengið. En sem hinn sanni "laumukapítalisti" sem hann var og hafði alltaf verið, hafði Laxness reynt að stinga fé undan skatti og þrálátlega neitað að borga.

Tiltæk gögn sem deiluaðilar, Ólína og Björn, nota á afar mismunandi hátt, benda ekki til þess að íhaldið hafi komið því til leiðar að Sjálfstætt fólk yrði ekki gefið út í Bandaríkjunum, þótt Bjarni Ben hafi verið að reyna að sýna að Laxness borgaði ekki skatta. Það síðarnefnda mistókst. Þetta var vitaskuld stórpólitískt mál - á Íslandi.

En ekkert bendir til þess að Laxness hafi verið vandamál fyrir FBI, þegar þeir voru með fyrirtækið Alfred A. Knopf undir smásjánni líkt og Björn Bjarnason bendir á í dag líkt og ég gerði um sl. helgi. Ég er ekki vafa um að sá áhugi hafi fyrst og fremst verið vegna rótgróins gyðingahaturs Johns Edgars Hoovers, frekar en bókmenntalegs áhuga á höfundi eins og Laxness, sem Kanar "digguðu" bara ekki á árunum eftir stríð. Karlar eins og Hoover veðjuðu eins og margir Íslendingar frekar á Hitler og hötuðu gyðinga í öllum gerðum meira en hinn "mikla bjargvætt" Þýskalands.

Þið sem skrifið um Laxness, sem leyfishafar eða í algjöru óleyfi, verðið að skilja, að Sjálfstætt fólk var aldrei metsölubók í BNA, þó sú kredda hafi verið langlíf. Hún var tilnefnd sem Book of the Month, af samnefndu auglýsingafyrirtæki. Sérfræðingar þess sáu vitaskuld eitthvað í Laxness, en ótíndur lýðurinn þar vestra, sem bókmenntamennirnir vildu selja bækur, vildi helst kúreka, klám og krimma og var mestmegnis í bíó að horfa á dansfífl sem dönsuðu í regninu í París.

Ég leyfi mér hér að vitna í mikilvægi Laxness fyrir íslenska vinstrimenn, þar til hann lét snúast út af glæpum Stalíns: Kjartan Ólafsson hefur í bók sinni Draumar og Veruleiki skrifað:

Í samfylkingarbaráttu íslenskra kommúnista á árunum 1935–1938 var Halldór Kiljan hvarvetna í fremstu víglínu. Hann var þar enginn aukaleikari enda þótt hann vildi vera óháður og væri því ekki í flokknum. Sigra sína á þessum árum átti Kommúnistaflokkurinn engum manni fremur að þakka en Halldóri Kiljan, nema ef vera skyldi Einari Olgeirssyni.“ 

Þefinn af því fann Bjarni Ben og flokkur hans einnig og því var farið í skattaárásina gegn Laxness, sem loks lauk í Hæstarétti árið 1955. Kjartan hefur svo eftir Laxness sjálfum úr Skáldatíma um að hann:  „ hafi fyrrum verið haldinn ofsatrú á kommúnismann, trú sem hvorki tók tillit til skilningarvitanna né skynseminnar" Kjartan bætir við: „Það eru stór orð.“ En líkast til eru þau rétt, þó við lítum á allt úr bakspeglinum. Hin frjálsu öfl forlaga í BNA voru ekki til í Sovétríkjunum og möluðu því heldur ekki gull niður í vasa stórskálds Íslendinga í Moskvu eða Léníngrað. Hvað var upplag Laxness í Stalín-Rússlandi kæru landar?

William C. Trimble, leikfélagi Bjarna Ben í skattaatinu gegn Laxness, var furðuleg "stærð", og sannarlega mikill kommúnistabani. Hann lét t.d. BNA kaupa fisk frá Íslandi, svo fiskurinn væri ekki seldur til Sovétríkjanna. Þeirri áætlun greindi hann danska diplómatnum C.A.C. Brun frá eftir stríð. C.A.C. Brun er líklegast hægt að kalla fæðingalækni íslenska lýðveldisins, þó sagnfræðingur íhaldsins í þessu tímabili þekki ekki danskar heimildir og hafi því aldrei minnst á Brun, sem stýrði áliti State Department á Íslendingum. Síðar meir voru Rússar stórir bjargvættir íslenskra fisksala með Sjálfstæðisflokksskýrteini, svo vart hefur fisksöluhjálp Bandaríkjanna sem hann stóð fyrir varað lengi. Mig grunar að Trimble hafi einnig átt hlut á máli þegar Thor Thors tókst að fá metverð fyrir alla íslenska síld í BNA árið 1944 (sjá hér

Ég hef beðið Ólínu og Björn að skjótast til Austin í Texas, þegar færi gefst, og skoða heimildir um viðskipti Alfred A. Knopfs við Laxness. Ég legg til að þú farir með þeim í ferðina, sem eins konar málamiðlari, og jafnvel Hannes Hólmsteinn líka, og að þið skoðið þetta öll saman í rólegheitum.

Halldór Guðmundsson greinir frá því í grein sinni í dag að Alfred Knopf hafi gefið þá skýringu að hann hefði ekki haft lesenda á erlend tungumál til að ritrýna höfund eins og Laxness.

Gæti verið að BNA hafi ekki verið tilvalinn ritvöllur stórhöfundar eins og Laxness? Laxness meikaði það heldur ekki í Hollywood (sjá mynd), enda snjallir handritahöfundar (margir hverjir gyðingar) búnir að nýta sér öll atvinnutækifærið í bernsku kvikmyndaiðnaðarins á láglaunasvæði í Suður-Kaliforníu með dugnaði og bókmenntalegri færni. Kannski var Laxness ekki heimsborgari - nema á Íslandi, þó bók eins og Sjálfstætt fólk sé mikil perla. Hún átti einfaldlega ekki ekki upp á pallborðið í Bandaríkjunum og var aldrei metsölubók.  

Eftir rannsóknarmennsku ykkar í Austin, getið þið hoppað í laugina við hótelið og fengið ykkur hanastél og kannski sent mér skeyti um árangurinn. Ég kemst ekki með, en tek þó fram að meðal bestu vina minna eru líka nokkrir Bandaríkjamenn.

Með bestu kveðjum til Halldórs Guðmundssonar og Björns Bjarnasonar,


Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Danmörku

P.s. erfiðleikar Laxness í sambandi við örlög gyðinga komu óneitanlega upp í huga mér þegar ég skrifa þessa grein. Ollu ósigrar Laxness í Hollywood og hjá Alfred A. Knopf eftirfarandi, mjög svo ankannalegu afstöðu, sem kemur fram hjá honum í Þjóðviljanum - eða voru þetta bara almennar skoðanir sósíalista á morðæðinu í Evrópu dikteraðar frá Moskvu? Mér er spurn.

Halldór skrifaði í Parísarbréfi sínu í Þjóðviljanum árið, þ. 31. október 1948:

Morðingi Evrópu dró þessa umkomulausu flóttamenn sína hér uppi vorið 1940 [við hernám Frakklands]. Ég atti nokkra kunningja í hópi þeirra. Þeir voru pólskir. Mér er sagt að þeir hafi verið drepnir. Þeir hafa sjálfsagt verið fluttir austur til fángabúðanna í Ásvits (Oswiekim, Auschwitz) þar sem Hitler lét myrða fimm milljónir kommúnista og grunaðra kommúnista á árunum 1940-1945, jú og auðvitað „gyðínga“.


Ísland vex alltaf í augum Íslendinga

Untitled-TrueColor-01

Stundum þarf að snúa sjónaukum Íslendinga alveg við til að fá sæmilega raunhæfa mynd af íslenskri atburðarrás, og á þann hátt minnka þær hæðir og ofurstærð sem skoðanir, umræða og mat nær oft á Íslandi - og það ósjaldan vegna þjóðernisrembu, naflaskoðunar og minnimáttarkenndar hjá stórum hluta landsmanna. 

Ég talaði einu sinni við hollenska konu prófessors á Bretlandseyjum, sem stundaði norræn fræði. Hún kvartaði við mig að fyrra bragði yfir Íslendingum sem henni fannst ekki getað talað um neitt annað en sjálfa sig. Hún gladdist þegar ég sagðist vera á sömu skoðun og hún. Henni hafði einu sinni verið boðið í veislu Íslenska sendiráðinu, eða voru það snittur og hanastél. Það var henni "óþolandi", því Íslendingarnir vildu um ekkert annað tala en Ísland og Íslendinga. Það hvarflaði að henni að þetta gæti verið vegna þess að Íslendingar væru ekki enn nógu miklir heimsborgarar, en svo uppgötvaði hún loks að meinið var eintóm sjálfsánægja.

Eru Íslendingar ekki enn orðnir sjálfstætt fólk?

Undarleg rimma fer nú fram í Morgunblaðinu milli Björns Bjarnasonar og Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur. Síðast svaraði Björn á bloggi sínu (sjá hér). En bæði gætu þau grætt töluvert á því að fá sérkennslu í heimildarýni.

Rimma þessi, sem nú fjallar orðið um smáatriði í bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur - inn heilaga Halldór Laxness - er erkigott dæmi um þann þjóðarsjúkdóm Íslendinga, þegar þeir sjá sjálfa sig í miðri hringiðu heimsstjórnmálanna, við borð heimsfrægra manna, og jafnvel sleikjandi sig upp við prófessora á kennarastofu í Oxford hér um árið. Annað orð yfir þetta er veruleikafirring. Menn hringsóluðu og bökuðu pönnukökur til að komast í Öryggisráð SÞ og heimsóttu eitt sumar morðingjann Assad á Sýrlandi í þeim tilgangi. Æðið er ekki enn farið af mönnum, því sá sem nú situr í hásæti utanríkisráðuneytisins ætlar víst að leika sama leikinn og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem ætlaði sér að leysa allar deilur fyrir botni Miðjarðarhafs og koma þannig á heimsfriði.

Eiginnöfnin Björk og jafnvel Vigdís, svo og hugtakið Saga eru í raun einu íslensku orðin sem menn láta sig varða úti heimi. Sumir klæmast þó á Eyjafjallajoke-l.

Allir aðrir en Björk og Vigdís eru einungis "heimsfrægir" á Íslandi og Höfði-house er timburkofi í jaðri iðnaðarhverfis, nema í höfði Íslendinga. Þar breyttist heimssagan, ef dæma má út frá skoðun sumra Íslendinga. Höfði var þó aldrei annað en sviðsmynd heimssögunnar og að litlu leyti: Þetta var bara hús þar sem áfangafundur var haldinn í roki og rigningu. En á Ísland varð hvíta húsið að höll friðar. Hvergi nema á Íslandi leikur þetta hús annað eins hlutverk.

Svo, now it´s Laxness again.

laxness desk

Vissulega var Laxness mikill rithöfundur. Hann hlaut fjandakornið Nóbelsverðlaunin.

En þar fyrir utan er þekking umheimsins á þessum manni afar takmörkuð. Dræm sala á bók Halldórs Guðmundssonar um Laxness í Danmörku sýnir það á vissan hátt. 800 bls. doðrantur um íslenskt skáld á 20. öld verður aldrei metsölubók í landi þar sem sumt fólk er enn ólæst og einkum á eigin sögu.

Já, rimma Björns og Ólínu er harla hjákátleg:

Ólína hefur skrifar og gefið út ritgerð sem ber hinn mikla titil Spegill fyrir Skuggabaldur: Atvinnubann og misbeiting valds. Þótt Ólína fari ansi víða í bók sinni, en mest úr einu í annað, þannig að oft úr verði margar hálfkveðnar vísur, er bókin fyrst og fremst pólitísk ádeila frekar en heimildarit, þó að í henni sé að finna heimildaskrá.

Ádeila á Sjálfstæðisflokkinn, sem og aðra fyrirgreiðsluflokka, eiga vitaskuld fullan rétt á sér. Pólitík á Íslandi var lengi því marki brennd að hún var á öllum sviðum hreinræktuð sveitastjórnarpólitík, og var pólitík Sjálfstæðisflokksins engin undantekning á því allt fram á 9. áratug 20. aldar, þar sem flokkurinn var allra flokka lengst við völd og gat komið sínum fyrir og otað sínum tota, sem er hins vegar afar forn íslenskur siður þeirra sem völdin hafa.

Við getum fárast yfir því í dag, nú þegar við erum orðin svo góð og siðmenntuð, en maður þarf að vera sæmilega söguljós til að gera sér ekki grein fyrir því að aðrir flokkar stunduðu einnig sama leik og Íhaldið. Reyndar var það Sjálfstæðisflokkurinn sem braut út af venju og fór á tímabili að ráða alls kyns villinga með hættulegar stjórnmálaskoðanir í stöður, þó þeir væru langt frá því að vera verkfæri flokksins og þaðan að síður starfi sínu vaxnir.

En þegar Ólína svissar yfir Laxnessológíu í kveri sínu verða menn að fara að vara sig. Ólína tínir til tilgátuna um að Laxness hafi verið settur á kaldan klaka af bókaforlaginu sem gefið hafði út bók hans Sjálfstætt Fólk í Bandaríkjunum; og á Bjarni Ben að hafa staðið á bak við að Atómstöðin kæmi ekki út. Þess vegna er Björn Bjarnason væntanlega kominn á vaktina - til að vernda heiður pabba síns, en einnig til að leiðrétta leiðar villur hjá Ólínu.

Ólína dregur fram tvö bréf sem áður hafa verið nefnd af Ingu Dóru Björnsdóttur og af Halldóri Guðmundssyni. Bréfin sýna áhuga Bjarna Bens á því að fá upplýsingar um dollaratekjur Laxness af bókinni til að sýna Íslendingum að þetta sósíalíska skáld stingi undan skatti.

Inga Dóra Björnsdóttir kemst að þeirri makalausu niðurstöðu, að bréf Bjarna og aðgerðir stjórnvalda í BNA hafi valdið því að FBI setti pressu á Alfred A. Knopf forlagið í New York, þannig að það ákvað ekki að birta Atómstöðina í kjölfarið á "metsölubókinni" Independent People. Samkvæmt þessari Gróusagnfræði, sem stenst ekki skoðun, átti J. Edgar Hoover að hafa þrýst á forlagið til þess að úthýsa Laxness og það vegna stjórnmálaskoðana hans.

Í danskri útgáfu Laxness-bókar Halldórs Guðmundssonar, þar sem ég gegndi því merka hlutverki að fá hugmynd að hönnum kápu bókarinn (sjá hér) og sjá um lista yfir ritverk Laxness, kemur greinilega fram, að haft var samband við J. Edgar Hoover.

Þar sem ég á ekki íslenska gerð Laxness-bókar Halldórs Guðmundssonar, leyfi ég mér að hafa eftir honum á dönsku, það sem hann skrifar um bréfaskrifin þar sem Bjarni Ben vildi með hjálp Trimble sendiherra BNA á Íslandi fá upplýsingar um dollarareikninga Laxness í utanríkisráðuneytinu í Washington, svo hægt væri að væna stuðningsmann íslenskra sósíalista um græðgi og skattsvik. Halldór Guðmundsson ritar:

Trimbles overordnede i Washington reagerede med forsigtighed på hans iver, men udenrigsministeriet sendte dog hans anmodning videre til FBI, og i september 1947 skrev dens chef, J. Edgar Hoover, til sine medarbejdere i New York, om man ikke diskret kunne undersøge Knops betalinger til Laxness. Det blev ikke til noget, men State Department skrev til skattemyndighederne om efteråret, og de blev bedt om at undersøge Alfred Knopfs indbetalinger. I november var Trimble blevet temmelig utålmodig, og han skrev i et telegram til USA, at det hastede for den islandske udenrigsminister at få oplysningerne "i lyset af de intensiverede angreb, som Laxness retter mod regeringen for dens USA-venlige kurs og på grund af den mulighed, at det formentlig er Laxness som finansierer Den Patriotiske Forening [skýring Fornleifs: Þjóðvarnarfélagið], som atter har påbegyndt sin virksomhed." Men han fik det svar, at der ikke var blevet overført penge fra Knopf til Laxness i 1946, at man man måtte vente et helt år, før der forelå en opgørelse for 1947, og at der ikke ville blive gjort mere ved sagen foreløbig. Derved blev undersøgelsen foreløbig lagt på hylden.

Síðar, eða í mars 1948 komst William Trimble loks í upplýsingar hjá skattayfirvöldum Vestanhafs sem sýndu að Laxness hefði fengið greiðslu frá Knopf, 24.000 dali, en einnig kom greinilega í ljós að 21.000 dalir af þeirri greiðslu væru enn inni á reikningi Laxness í banka á Manhattan. Laxness hafði því ekki borgað fyrir kommúnistaáróður með fjármagni fyrir útgáfu Sjálfstæðs fólks í Bandaríkjunum eins og Sjálfstæðismenn ímynduðu sér. Og þetta var vel fyrir daga ásakana um Rússagull.

Laxness greiddi líka skatt

Í maí 1946 sendi bandaríska utanríkisráðuneytið William Trimble aftur afar neikvæðar fréttir. Laxness, eða útgáfufyrirtæki hans, höfðu greinilega greitt alla nauðsynlega skatta í BNA af tekjum hans. En skatturinn þarf ekki að hafa verið nema smáupphæð miða við prósentustig skatta á Íslandi í dag og þá.

17_-_Bjarni_r__ir_vi__Eisenhower_yfirhersh_f_ingja_NATO__ri__1951_-_Lj_smyndari_P_tur_Thomsen_-_Einkaskjalasafn_Bjarna_BenediktssonarBjarni Benediktsson með Eisenhower sem staldraði við á Íslandi veturinn 1951. Danskur sendiherra, samtímamaður hans, bar honum afar illa söguna og taldi manninn treggáfaðan afturhaldssegg, en aðrir eins og amma mín, sem var með honum í barnaskóla, þar sem menntun flestra kvenna stöðvaðist á þeim tíma, töldu hann til dýrlinga, því hann var svo "gáfaður" og "rétti alltaf upp báðar hendur" þegar kennarinn spurði um eitthvað. Hvernig hann fékk þá flugu í hausinn, að Laxness borgaði fyrir starfsemi sósíalista á Íslandi, verður seint svarað - en það lýsir ekki gáfulegri rökhugsun.

Herferð Bjarna Ben og vina hans misheppnaðist algjörlega. Stærð, frægð og eðli skáldsins hafði vaxið þessum mönnum mjög svo í augum.

Og þegar allt kom til alls var Laxness heldur aldrei strangur hugsjónamaður. Hann vildi eins og allir njóta þeirra ávaxta sem hann hafði ræktað með vinnu sinni og list. Við sjáum t.d. á ferðalagi hans til Berlínar árið 1936, að hann fór þá ferð fyrst og fremst til að bjarga tekjum sínum, ekki vegna þess að banna ætti bækur hans vegna meint illmælis hans um Þýskaland eins og haldið hefur verið fram síðar og af Laxness sjálfum. Laxness átti í erfiðleikum að fá tekjur sínar frá Þýskalandi, því fyrirtækið, sem gaf verk hans út. hafði að mestu verið í eigu gyðinga, og á þau hafði verið sett höft (sjá hér). Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni má segja til hróss, að hann kom þeim ferðaupplýsingum að í einni af bókum sínu um Laxness (eftir að hafa séð upplýsingarnar á fyrrnefndu bloggi mínu. Hins vegar hafði Halldór Guðmundsson ekki upp á því, og er hann með afar furðulega og óundirbyggða skýringu á samningum Laxness við dönsk og þýsk útgáfufyrirtæki.

knopf

 

Merki Alfred A. Knopf útgáfunnar.

Ólína Þorvarðardóttir notar einstaklega ógagnrýnin skrif dr. Ingu Dóru Björnsdóttur í Kaliforníu, sem heldur því fram að Independent People í útgáfu Forlagsins Alfred A. Knopf hafi verið metsölubók og að viðleitni Bjarna Ben hafi verið að sýna að skáldið borgaði fyrir "kommúnistaáróður" á Íslandi úr eign vasa og að hann hafi sannfært J. Edgar Hoovers um að koma í vef fyrir að hafi Atómstöðin kæmi út hjá Alfred A. Knopf í BNA . 

Höfum það sem réttara reynist: Bókin Independent People, þýðingin á Sjálfstæðu Fólki, var valin Book of the Month Club sem var bókaklúbbur sem var stofnaður af auglýsingafyrirtæki. Bækur mánaðarins hjá Book of the Month Club voru valdar mánaðarlega af frekar fámennu dómarapaneli. Bókin var talin líkleg til sölu, en það var mat dómaranna en ekki kaupenda. Bókin Independent People í bandarískri útgáfunni frá 1946 var því aldrei metsölubók. Harla léleg sagnfræði hjá Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur.

Bréfaskrif Bjarna Bens, sem leitaði eftir upplýsingum um auðæfi Laxness sem hann taldi öll fara í "kommúnistaáróður", voru aðeins rotinboruleg afskipti íslensk stjórnmálamanns, sem ofmetnast hafði í stöðu sinni. En þau ollu því ekki að Alfred L. Knopf var neyddur til þess að gefa ekki út Atómstöðina, líkt og Ólína apar upp eftir Ingu Dóru Björnsdóttur. Sjálfstætt fólk var einfaldlega aldrei metsölubók í Bandaríkjunum. Íslenska skáldið hafði vaxið í augum manna. Hann borgaði fyrir stjórmálaáróður af tekjum sínum og menn töldu greinilega lengi að sú ásökun tengdist því að menn reyndu að koma í veg fyrir útgáfu bóka hans.

En vitleysan fær svo vængi eins og má sjá hér.

new-knopf

Blanche og Alfred Knopf. Kannski líkaði henni ekki stíll Laxness og kom þannig í veg fyrir að Atómstöðin yrði gefin út. Engin heimild er til fyrir því að J. Edgar Hoover hafi beitt þrýstingi á Knopf-hjónin.

Þess ber einnig að geta, að allsráðandi útgáfudómari A.L. Knopf var kona hans, Blanche (fædd Wolf). Hún bar betra skynbragð á bókmenntir en Alfred. Alfred hafði fyrst og fremst peningavit. Vitað er að FBI reyndi að hafa afskipti af bókavali Blanche Knopf, en oftast kom það fyrir ekki. Hún andaðist árið 1966. Þegar eiginmaðurinn andaðist á 9. áratug síðustu aldar, voru afskipti FBI borin undir son þeirra Alfred Knopf jr.

Þegar Knopf jr. heyrði að FBI og illfyglið og gyðingahatarinn Hoover hefði haldið skrá  um fyrirtæki foreldra sinna, og haft það undir eftirliti, sagði hann þetta um föður sinn:

"He was the quintessential capitalist, but he published anybody he thought was worth publishing. He paid no attention to what their politics were."(heimild)

Má vera að slíkt sé erfitt að skilja í landi þar sem klíkuskapur og ætterni hefur lengi verið það mikilvægasta til að rísa til metorða. Vera kann að vegna þessa klíkusamfélags hafi Björk, Vigdís og Saga verið það eina sem komst á spjöld sögunnar í raun, jú og ef til vill hann Snorri "norski". Og þess ber að geta að Laxness er ekki nefndur á nafn í Knopf-skrá Hoovers. Heimurinn er nefnilega stór og Íslendingar fyrst og fremst merkilegastir heima hjá sjálfum sér.

Íslendingar eru samt ágætasta þjóð og upp til hópa gott fólk, en misjafn sauður er oft í sömu hjörð, eins og alls staðar á byggðu bóli.

800px-Director_Hoover_1940_Office

Mér finnst persónulega mjög lítill munur á því fasíska Loyality check sem J. Edgar Hoover beitti gegn þeim sem grunaðir voru um kommúnisma eða fyrir að vera "andstæðingar ríkisins"; Einnig á þeirri áráttu Íslendinga að setja menn á pólitískan bás og byggja það aðeins á einhverju óundirbyggðu kjaftæði í þorpi á hjara veraldar. John Edgar Hoover hefði líklega orðið góður og gegn Íslendingur í framvarðarsveit sama hvaða flokks sem væri við stjórnvölin.

Þjónslund sumra manna er hafin yfir hugsjónir. Kjölturakkaeðlið er því miður bara sumu fólki í blóð borið.

sigurdur_thorarinsson

Sjálfstæðisflokkurinn kom vitaskuld einnig upp kerfi um tíma, sem satt best að segja líktist mest stjórnkerfi í Austur-Evrópuríkjum, sem þeir hræddust sjálfir einna mest fyrir utan allar veislurnar sem þeir sóttu í rússneska sendiráðinu.

Flokkurinn, eða lögregluyfirvöld á stjórnartímabili flokksins, lögðust svo lágt að láta rannsaka íslenska menntamenn í erlendum löndum. T.d. höfðu einhverjir í "íslensku leyniþjónustunni" sem suma menn hefur svo sem dreymt um endurreisn á síðari árum, samband við Säpo í Svíþjóð. Bað  eitthvert yfirvald á Íslandi sænsku leyniþjónustuna um að fylgjast með Íslendingum - t.d. stjórnmálalega algjörlega meinlausum manni eins og Sigurði Þórarinssyni. Meira um það fyrir jólin. Og já það tókst ekki að brenna allt í ruslatunnu eins þeirra lítilmenna sem stunduðu þá þjónustu að njósna um landsmenn sína fyrir valdamenn. Sagan af rannsókninni á Sigurði er ekki með í ágætri bók Guðna forseta, Óvinir Ríkisins, en hefði sæmt sér vel í henni; svo lesendur Fornleifs geta farið að hlakka til jólanna. Þau verða vafalaust rauð í ár.

Kalda stríðið var mjög sjúkt tímabil og því verður ekki neitað af sagnfræðingum Sjálfstæðisflokksins, að saga flokksins var ekki fögur á þeim tíma. Björn Bjarnason verður að kyngja því - nema að hann hafi eitthvað að fela.


Íslenskir lyflæknar, sjúklingar og sjómenn í Amsterdam á 17. og 18. öld

Rembrandt_-_The_Anatomy_Lesson_of_Dr_Nicolaes_Tulp 1

Fornleifur birti fyrir tæpum þremur árum pistil um Vísa-Gísla, Gísla Magnússon (1621-1696), sem stundaði nám í Leiden í Hollandi. Síðan þá hef ég orðið margs vísari og get til að mynda upplýst að Gísli innritaðist í háskólann í Leiden þann 13. apríl árið 1643. Í skrám háskólans stendur

Gislaus Magnus, yslandus, annos natus 20, studiosus medicinae, op Rapenburg apud Jacubum Winckel”.

Cogito ergo sum

descartes

Draumórar eða óskhyggja íslenskra sérfræðinga (í þessu tilfelli heimsspekinga), um að Gísli hafi hitt heimsspekinginn Rene Descartes í Leiden, eða jafnvel setið hjá honum tíma í háskólanum þar, hefur einnig reynst vera út í hött. Slíkar vangaveltur sýna best þá leiðu staðreynd að íslenskir háskólamenn sem leggja stund á æðri fílu, sem í sjálfu sér ætti að framkalla lágmarks vörn gagnvart bábiljum, eiga nú orðið erfitt með að lesa sér til gagns á latínu. Einnig sýnir þetta að hið langsótta er enn í tísku á Íslandi og er það víðtækur vandi sem herjar á aðrar greinar en heimsspekinga. Menn hugsa ekki lengur en stunda yfirlýsingar.

Í bréfi Ole Worm, hins danska lærimeistara margra Íslendinga, til Gísla Magnússonar, ritar Worm aðeins þetta: 

"ef þú hefur fréttir af hverju við gætum átt von á varðandi heimsspeki Descartes, þá láttu vita."

Þessi setning þýðir ekki að Gísli hafi þekkt Descartes, og enn síður að hann hafi sótt tíma hjá honum, og engar heimildir höfum við fyrir því að hann hafi látið Worm vita nokkurn skapaðan hlut.

Það eina sem tengir okkar vísa-Gísla og Descartes saman var, að þeir bjuggu við sama díki (gracht) í Leiden, Rapensburger gracht, þar sem Gísli bjó hjá (í húsi) Jacobs Winckels og Descartes á númer 21.

Allt annað varðandi samskipti Gísla við Descartes eru draumórar íslenskra ríkisrekinna heimsspekinga á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Þessi tengin manna á Vísa-Gísla við Descartes minnir dálítið á grobb í pólitískum uppskafningum á Íslandi sem telja Íslendingum það til hróss að þeir hafi hugsanlega borðað á sama veitingastað og Hitler, svo tekið sé nærtækt dæmi.

Samkvæmt skrá háskólans í Leiden lagði Gísli stund á einhvers konar læknisfræði, líklega aðeins lyflækningar, og finnst mér það sínu merkilegra en hugsanleg tengsl við Descartes sem byggja á bágri latínukunnáttu og varasömum vangaveltum.

1132-jan_steen-fish_market_leyden-1646 lilleFiskmarkaðurinn í Leiden um það leiti sem Þorkell Arngrímsson bjó í borginni. Jan Steen málaði.

Thorchillus Arnegrimi Melstadius

Annar Íslendingur í Leiden á 17. öld, engu síður merkilegri en Vísi-Gísli, var Þorkell Arngrímsson frá Melstað, eða Thorchillus Arnegrimi Melstadius eins og hann er færður inn í bækur við skráningu í háskólann í Leiden.

Þorkell komst sem betur fer aldrei nálægt Descartes, svo íslenskir afdalaheimsspekingar geta ekki hlýjað sér yfir slíkum tengslum í þjóðernisminnimáttarkennd sinni. En hann var sonur Arngríms lærða, sem ekki var síður merkilegur en Descartes, en fyrir Íslendinga. Svo Þorkatli kippti í kynið. Margir halda því fram að Þorkell hafi verið fyrsti Íslendingurinn sem lærði einhvers konar læknisfræði eftir að forfaðir minn Hrafn Sveinbjarnarson (1166?-1213) nam lækningalist á Ítalíu á 12. öld. En nú verða menn að kyngja þeirri staðreynd að Gísli Magnússon sótti tíma í læknisfræði í Leiden á undan Þorkatli Arngrímssyni. Það kemur fram í skráningargögnum um Gísla (sjá efst).  

Hins vegar höfum við af því áreiðanlegar heimildir, að Þorkell starfaði sem læknir í stuttan tíma í Hollandi, þó það hafi aðeins verið brot úr ári eða þar um bil.  Árið 1652 vitjaði hann nokkurra sjúklinga í Amsterdam, sem hann lýsti í lækningaskrá sinni á latínu, sem er til í síðari alda afritum sem löngu síðar var gefin út árið 1949 með titlinum LÆKNINGAR - Curationes af Vilmundi Jónssyni landlækni.

Lýsingu á lækningu á íslenskum sjómanni í Amsterdam var lýst á eftirfarandi hátt:

Amsterdam, Anno 1652

Lækning III

Sjómaður að nafni Bogi (Boge) Finnsson (Finneson), veikur af Iliaca Passio [sýking í smáþörmum sökum E-coli gerla að því er talið er]. [Hann] hafði ekki haft hægðir í 10 daga, og haft viðvarandi þunga verki undir nafla með hita. Um kvöldið fyrirskipaði ég eftirfarandi hægðarlyf: 

Línolía (Oleum Lini) 8 únsur

Kólókvint (Trohiscorum alhandali) hálfönnur únsa*[Viðbót Fornleifs: Þess má geta fyrir þá sem eru mælingamenn að ein hollensk lyfjaúnsa sem stundum var skilgreind með þessu tákniScreenshot_2020-11-07 Stjórnborð - Bloggfærsla á 17, öld svaraði til  31.103 nútímagramma]. Þetta er soðið vægt saman, og þá er hægðarlyfið tilbúið. Það var gefið [sjúklingnum], sem fékk miklar og fjölbreyttar hægðir. Um morguninn fyrirskipaði ég, að tekið væri blóð af miðjum hægri handlegg sjúklingsins, en ásamt heilandi mætti sólarinnar og skammti af styrkjandi fæði, fékk ég hann aftur á fætur.

Þorkell lýsir einnig lækningu á Kristínu Lýtingsdóttur (Christina Litinga) í Amsterdam, sem og einni sannri meyju (ógiftri) Chatarinu Johannis. Katrínu Jónsdóttur, sem við vitum þó ekki með vissu hvort hafi verið íslensk, þó það sé líklegt.

Mikill fjöldi Dana og Norðmanna bjó í Amsterdam á 17. öld.  Nýjustu rannsóknir á veru Dana í borginni benda til þess að á 17 og 18 öld hafi búið að minnsta kosti 15-20.000 Danir i borginni. Danskir/Norskir karlar sem settust þar að stunduðu sjómennsku af ýmsu tagi, meðan konurnar sem samkvæmt sóknarlistum voru um 40% þeirra sem frá Danmörku fóru þjónustustúlkur eða þvottakonur, og voru þær oftast ógiftar er þær komu til Niðurlanda. Fólk sem kom til Hollands frá Danska konungsríkinu var verkalýður í heimsborginni Amsterdam - vinnuafl sem vantaði tilfinnanlega alla 17 öldina í umsvifamiklu Hollandi. Vegna sárrar fátæktar stunduðu mjög margar konur frá Danmörku og Noregi vændi í hafnarhverfum borgarinnar. Vændishús voru fjölmörg í Amsterdam og fjöldi danskra kvenna sem þar starfaði var mjög mikill samkvæmt nýjustu rannsóknum, sem m.a. komu fram í grein sem sett var fram á vinnufundi við háskólann í Óðinsvéum í fyrra, þar sem ég og dr. Ragnar Edvardsson tókum þátt.

douMálverk eftir Gerrit Dou frá 1655. Þjónustustúlka í glugga.

Hvort íslenskar konur, sem á einn eða annan hátt lentu í Hollandi, hafi fengið eða valið sömu örlög og kynsystur þeirra frá Danmörku og Noregi, skal ég ósagt láta. Fólk frá Skandínavíu bjó í fátækari hafnarhverfum borgarinnar, þar sem siðmenningin var á lágu plani samkvæmt velmegandi kapítalistum borgarinnar. 

Kirkjuhald Dana og Norðmanna í Amsterdam orkaði tvímælis á meðal Hollendinga og létu Norðurlandaþjóðirnar illa þegar þeim þótti lúterska kirkjan í Hollandi hundsa sig og lítilsvirða.  Áður en þegnar úr Danska ríkinu stofnuðu sína eigin kirkju um tíma í lok 17. aldar,(en hún var til að byrja með í tveimur pakkhúsum), létu þeir heimamenn oft heyra óánægju sína. Lýsing er til á því að Danir og Norðmenn hafi hent samankuðluðum miðum í hollensks meðhjálpara kirkjunnar sem innihalda áttu óskir um bænir. Meðhjálparinn kvartaði við yfirboðara sína yfir því að miðunum væri kastað í hann frá svölum kirkjunnar og að miðarnir innihéldu skammaryrði og klámyrði alls konar - í stað óska um frómar bænir. Líklegt verður að teljast að Íslendingar hafi sótt kirkjur konungsríkis síns líkt og aðrir og látið illa líka, eins og þeim einum er lagið. 

Íslenskir sjómenn í Hollandi á 17. og 18. öld

17th_century_plaque_to_Dutch_East_India_Company_(VOC),_Hoorn

Góðar heimildir eru til um ýmsa íslenska sjómenn sem unnu í Hollandi og voru í siglingum á 17. og einkum á 18. öld. Þær eru að finna í listum Austur-indíska Verslunarfélagsins VOC (Vereenigde Oostindische Compagnie), en á skipum félagsins unnu Íslendingar. Þeir voru þó aðeins nefndir til sögunnar, er þeir dóu í framandi löndum, eða af slysförum um borð á skipum VOC.

Fyrir rúmum tveimur áratugum síðan gaukaði hollenskur sagnfræðingur að hinum ágæta og afkastamikla sagnfræðingi Jóni Þ. Þór nöfnunum á tveimur Íslendingum sem voru í þjónustu VOC. Ritaði Jón lítillega um þá í grein sem birtist í erlendu riti árið 1998. 

Ég gróf dýpra en Jón og kollega hans og hér fyrir neðan er listi sem ég hef tekið saman úr skýrslum VOC í skjalasöfnum í Hollandi. Ekki er ólíklegt að einhverjir þeirra íslensku sjómanna sem fórust í þjónustu VOC hafi búið í Amsterdam, þegar þeir voru ekki á sjó.

VÖV Íslendingar hjá VOC

Skrá unnin af Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni úr skjalasafni VOC.

Lífið var erfitt fyrir suma á Gullöld annarra. Kapítalisminn blómstraði og fátæktin í takt við hann. Nárinn hér fyrir neðan, sem Rembrandt málaði, gæti því vel hafa verið af Íslendingi sem dó í fátækt í erlendri stórborg.Rembrandt_-_The_Anatomy_Lesson_of_Dr_Nicolaes_Tulp 2Dr. Nicolaes Tulp kryfur (Sjá alt málverkið efst). Sem yfirlæknir Amsterdamborgar hefur hann hugsanlega gefið Þorkatli leyfi til að stunda lyflækningar um skeið í borginni. En slíkt leyfi hef ég ekki fundið. Málverk málað af Leidenbúanum Rembrandt árið 1632, er hann var þá fyrir löngu fluttur til Amsterdam.

Eftir skamma dvöl í Amsterdam stundaði Keli nám og lækningar í Kaupmannahöfn - en settist loks að í Görðum á Álftanesi, fæðingarstað föður síns. Þar fékk Þorkell brauð og hélt í einhverjum mæli áfram lækningum sínum til æviloka.

Óáreiðanleiki íslenskra ættfræðinga

Ef athuguð eru nöfn þeirra Íslendina sem Þorkell Arngrímsson læknaði, og sömuleiðis nöfn Íslendinga sem fórust í þjónustu VOC, verður enn einu sinni ljóst að ættfærsla Íslendinga a 17. og jafnvel 18. öld er mikið til uppspuni og óskhyggja. Vitneskja manna um Íslendinga á þessum öldum er eins og slitrótt net. Ég hef átt erfitt með að finna þá sem nefndir eru sem sjúklingar Þorkels eða íslensku sjómennina í Hollandi í leitarvél ættfræðinga sem ber nafnið Íslendingabók. En við því bjóst maður svo sem heldur ekki.


Spúkí stöff - 12. getraun Fornleifs

Hvad er folkid ad gera

Nú þegar hrekkjavaka er orðin jafníslensk og þorrablót, er við hæfi að endurupplífga spurningaleiki Fornleifs, sem um árið voru vinsælir mjög hjá að minnsta kosti einum manni fyrir norðan.

Hvað er að gerast á þessum myndum?

Hvar fer þessi hryllingur fram, og

Hvenær?

Verðlaun eru engin nema heiðurinn af því að vera svaka klár, en færsla fylgir sem tengist koparristum þessum sem þið sjáið og skýrir þær frekar og tengir við Íslandi, miðpunkt heimsins.

RP-P-1887-A-12041


Mörg eru vandamál íslenskra lögreglumanna

IMG_20191207_120824

Í siðareglum íslenskrar lögreglu má lesa þetta:

Starfsmenn lögreglu skulu ekki misnota eða nota með óviðeigandi hætti lögreglufatnað eða lögregluskilríki, hvorki í starfi sínu né utan þess. Sjá nánar 11.gr. reglugerðar um einkennisfatnað lögreglu

Þetta er kjarni þess máls sem nú er á allra vörum, þar sem "glysgjörn" lögreglukona hefur sett á sig þrenns konar fána úr rugluheimi öfga og þvælu. Hún hefur brotið lög og siðareglur og vanvirt einkennisbúning sinn. Mál hennar og það sem hún hefur látið eftir sér hafa um starfsfélaga sína er næg ástæða til að staldra við og rannsaka, hvort hugsanlega sé komið upp vandamál meðal lögreglumanna landsins.

En lesandi góður: Af hverju er hér mynd af íslenskum lögreglumanni, að afhenda dómsmálaráðherra Sádi Arabíu bók eftir sig. Meðan þessi dómsmálaráðherra Sádanna hefur verið við völd hefur dauðadómum í Sádi Arabíu fjölgað mjög; t.d. frá 60 árið 2010 í 150 árið 2015.

Myndir þú lesandi góður hafa samskipti við alþjóðasamtök, sem hefur fyrir stefnu að mismuna konum og sem telur samkynhneigða réttdræpa? Og hvað ef sömu samtökin ala á trúarbragðahatri og telja að fólk sem aðhyllist "ranga" grein höfuðtrúarbragða sem þessi Alþjóðasamtök kenna sig við séu villutrúarmenn? Ég gæti vel trúað því að fólk héldi sig sem lengst frá slíkum öfgum og örugglega flestir heilvita Íslendingar. Dómsmálaráðherra Sádi Arabíu eru í forsvari fyrir slíkum Alþjóðasamtökum.

Íslendingar, aftur á móti, vilja flestir bæta heiminn og styðja ekkert svo auvirðilegt sem hatur á minnihlutahópum og konum.

Íslendingar láta ekki konur lifa á þakklætinu einu og berjast grimmt gegn öflum sem láta þrælahald líðast eða kvenfyrirlitningu. Ég er þá að ræða ræða um öfl sem telja alla þá sem ekki fylgja harðri stefnu trúarbragða þeirra óvelkoma í heilögustu borg trúar þeirra.  Samtökin sem ég er búin að nefna hafa heimilisfang í slíkri borg.

En sumir eru tilbúnir að ganga erinda alþjóðasamtaka sem telur samkynhneigða réttdræpa. Þeir þiggja fé frá slíkum félagsskap, sem jafnan þrífst þar sem mikill auður hefur safnast og óréttlæti er mest í heiminum. Sumir eru tilbúnir að selja sig  slíkum félagsskap, en ekki Íslendingar. Nei, "Íslendingar hafa hlutverki að gegna á meðal þjóðanna" og halda sig frá vondum félagsskap. Yfirvöld í landinu okkar hafa víst aldrei hvatt til samskipta við slík ríki.

Meginþorri Íslendinga er svo rétt þenkjandi og með á nótunum, að þegar grunur leikur á því að þeir sem halda eiga lög og reglu í landinu þeirra eru að dufla við öfgaöfl sem fyrirlíta minnihluta, þá umturnast réttlátir Íslendingar og fordæma slíkt, jafnvel þótt það sé aðeins lítill blettur eða falskur fáni á prýðisstarfssemi laganna varða á Íslandi.

Hver ber ábyrgð á íslenskri löggu í pontu hjá World Muslim League?

Hver sendir Íslending á ráðstefnu hjá alheimssamtökum sem mismuna konum, sem telur samkynhneigða réttdræpa og sem lýsir vanþóknun sinni á trúarbrögðum sem þeir aðhyllast ekki sjálfir? Íslendingurinn, sem ég segi nú frá, kom fram á sjarmafundi sádiarabísku samtakanna World Muslim League í Kaupmannahöfn árið 2019. Ekki var maðurinn á eigin vegum?

Ég þekkti manninn ekkert, þegar ég las um hann fyrst og hafði aldrei heyrt hans getið. Þess vegna brá mér illilega, þegar hann kom til mín eftir þing sem af mér mjög óskiljanlegum ástæðum var haldið í Pólska sendiráðinu í janúar sl.pater_and_revisionist_2_1357778

Maðurinn sem sýnir hvíta skinnið sitt hélt því fram að aðeins hefðu verið myrtar 300.000ir gyðinga í helförinni í Síðara stríði. Maðurinn sem heldur á míkrófóninum er hins vegar pólskur prestur á Ísland (var eitt sinn í Danmörku), sem dregur í efa að gyðingar hafi verið myrtir af Pólverjum í Jedwabne og Kielce. Fólk sem segir slíkt eiga yfir höfði sér fangelsisvist í Póllandi.

Ég fór gagngert til Íslands til að taka þátt í ráðstefnu þessari, þar sem mætti íslenskur helfararafneitari og pólskur prestur sem er meðlimur öfgasamtaka innan kaþólsku kirkjunnar sem hélt því fram að morð Pólverja á gyðingum í Jedwabne og eftir stríð í borginni Kielce væru lygar og vanvirðing við merka sögu Póllands.

Ég skrifaði um þennan furðulega fund í sendiráðinu og prestinn úr Keflavík hér á Fornleifi áður en ég hélt af landi brott (les hérhér og hér). Kunningi minn í Danmörku, kaþólskur leikmaður, sagði mér frá vandamálum sem frjálslyndir kaþólikkar í Danmörku finna mjög til vegna samtaka þeirra sem presturinn tilheyrir. 

Jú, sjáið til, Íslendingurinn sem í lok árs 2019 brilleraði á þingi World Muslim League í Kaupmannahöfn, var mjög ákafur að gefa sig á tal við mig að loknum fundinum í pólska sendiráðinu og hann kynnti sig til sögunnar sem rannsóknarlögreglumann. Maður þessi vildi upplýsa mig um að maðurinn (sjá ljósmynd) sem ég taldi vera helfararafneitara "væri ekki eins slæmur og ég héldi; og að hann þekkti hann".

Mér þótti lítið um þær upplýsingar gefið og sagði rannsóknarlögreglumanninum „að einstaklingur sem teldi að nokkur hundruð þúsund gyðinga hefðu verið myrtar í helförinni væri ekkert annað en helfararafneitari - annað orð væri ekki til fyrir slíkt.“

Íslenskur gyðingur ættaður frá Bandaríkjunum, sem boðist hafði til að aka mér heim þar sem ég bjó meðan á dvöl minni stóð gekk með mér og þessum manni niður tröppurnar í sendiráði lands sem nú hefur sett ný lög um þungunarrof, þar sem líkami pólskra kvenna verður nú eins konar eign pólsku ríkisstjórnarinnar en ekki kvennanna sjálfra. Afturhaldsöfl í Póllandi stjórna því nú á miðaldalegan hátt, hver getur farið í þungunarrof. Konurnar hafa ekkert að segja um það sjálfar lengur.

Þegar ég var kominn heim til mín - fjarri ágæti, fegurð og hreinleika Íslands - og ég var farinn að sakna góðra vina og hreina loftsins, þá gerði ég mér grein fyrir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem vatt sér að mér og bar í bætifláka fyrir Íslending sem afneitaði helförinni, var einmitt sami Íslendingurinn sem tók þátt í ráðstefnu World Muslim League í Kaupmannahöfn í nóvember 2019. En þau samtök lítilsvirða kinnroðalaust konur, samkynhneigða og önnur trúarbrögð.

Þá gerði ég mér enn betur grein fyrir því að mikið er að á Íslandi.

34B3FA7D-B0B4-409F-B652-115FA28831FE

Hver sendi rannsóknarlögreglumanninn á ráðstefnuna?

Fer rannsóknarlögreglumaður sem starfar undir embætti Ríkislögreglustjóra, hjá Lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu, frá Íslandi að sjálfdáðum á ráðstefnu umdeildra samtaka, eða var hann sendur af opinberri stofnun á Íslandi? Mér þætti vænt um að fá svör og greinargerð um eðli ferðarinnar. Ég get ekki fengið þau hjá honum sjálfum, því á FB hans er allt lokað og læst og í stáli.

„A day like this makes us better people. We can be inspired by each other and think bigger about the issues we face in society.“

Þetta lét lögreglumaðurinn hafa eftir sér. Var hann að vísa til fordóma í garð kvenna eða samkynhneigðra?

Við hvað starfar þessi rannsóknarlögreglumaður eiginlega? Þegar hann (í frítíma sínum) er ekki að spila stríðleiki með tindátum eða skrifa frægðarsögu herja Þjóðverja, þeirra sömu sem frömdu helsta glæp síðustu árþúsunda? World Muslim Leage fékk eintak af bók hans um blessað stríðið á Íslandi, þar sem hvergi er minnst á fordóma Íslendinga í garð einstaklinga í herjum þeirra sem vernduðu okkur gegn fjöldamorðingjum Þriðja ríkisins og hvað þá um stefnu Íslenskra yfirvalda, þmt lögregluyfirvalda sem í röðum sínum taldi nasista, að senda gyðinga í hendur kvalara þeirra. 

Á ljósmyndinni efst, sem er í boði World Muslim League, afhendir rannsóknarlögreglumaðurinn sem vatt sér að mér í Pólska sendiráðinu í Reykjavík fremsta manni World Muslim League bók eftir sig.

Nú veit þessi ágæti lögreglumaður að rannsakendur verða alltaf rannsakaðir sjálfir. Það er réttur manna í frjálsum ríkjum. Þann rétt vill hluti íslenskra löggæslumanna hins vegar skerða í dag og það er ein versta aðför að lýðræði og frelsi til skoðana sem Ísland hefur séð á síðari árum. Talsmaður lögreglumanna, Snorri Magnússon, talar nú um málaferli gegn fólki sem er óánægt með misnotkun lögreglumanna á einkennisbúningum sínum. Slík hótun er ástæða til sakamáls gegn talsmanni lögreglumanna, því hún sýnir aðför að grundvallarétti einstaklinga í lýðræðisríki. Sá réttur er heilagur og hann er að að spyrja spurninga varðandi störf og aðgerðir yfirvalda án þess að verða hætt af.

Sumir halda hins vegar að lýðræði sé rétturinn að versla og selja kók og pulsur og fara í flugferðir um heiminn, svo ekki sé talað um hinn heilaga rétt vestfirskra útgerðabaróna að sigla pestarskipum og taka veika menn í gíslingu vegna græðgi. Þeir verja réttinn til að halda strikinu, jafnvel þótt heimsfaraldur ógni lífi eldri borgara og þeirra sem eru veikbyggðastir í lýðræðisþjóðfélaginu.

Í siðareglum Lögreglu stendur:

Starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert það í starfi sínu eða utan þess, sem er til þess falliðað draga óhlutdrægni þeirra í efa við framkvæmd starfa sinna.

Á myndinni neðst sést íslenski rannsóknarlögreglumaðurinn /rithöfundurinn í pallborðsumræðum með danska imaminum Abdul Wahid Petersen (sjá frekar um þann ágæta mann hér).

CF6E29CD-B1B5-4AA0-8590-FFC9546F25F9


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband