Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2020
Křbmagergade áriđ 1894
27.8.2020 | 19:07
Safnstjóri Fornleifssafns taldi ástćđu til ađ gleđja Kaupmannahafnarbúa sem elska borgina sína, ţó hún sé sóđaleg og ađeins falleg á köflum. Hann efast um ađ hún hafi veriđ mikiđ betri áriđ 1894. En ţađ ár var myndin hér fyrir ofan tekin. Ţetta er handlituđ laterna magica skyggna.
Svo vildi til ađ mađur nokkur sem er međlimur á FB-síđu sem kallast Gamle Křbenhavn, birti gamla mynd frá Křbmagergade, sem hann hafđi fundiđ einhvers stađar á vefnum. Taldi hann ađ myndin vćri frá ţví um aldamótin 1900 (sjá neđst). Ljósmyndadeild Fornleifssafns vissi betur, en deildin á ljósmynd sem tekin vara af sama ljósmyndara og á sama stađ og myndin hér fyrir neđan. Ţiđ sjáiđ mynd Fornleifssafns efst.
Á myndinni sést fjörugt mannlíf á einni helstu verslunargötu Kaupmannahafnar. Sérstakan áhuga hafa Hafnarbúar, sem elska borgina sína, sýnt hinu vígalegu pólitíi fremst í myndinni, enda bera Danir mikla virđingu fyrir slíkum embćttismönnum - eins og vera ber. Áđur en langt um líđur verđur áhugasamur skarinn á FB-Gamle Křbenhavn búinn ađ hafa upp á ţví hver hann var. Brennandi áhuginn gefur oftast bestu athuganirnar.
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Kontrafaktísk sumarkveđja Fornleifs
24.8.2020 | 11:56
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Ásjóna konungs
22.8.2020 | 17:33
Ţađ verđur víst aldrei hćgt ađ halda ţví fram ađ ásjóna Kristjáns 6. Danakonungs hafi veriđ ígurfögur. Blessađur mađurinn var svo óheppinn ađ eiga föđur, Friđrik 4. (sjá hér í tímaritinu Skalk;6, 2015) sem einnig var óvenju ófríđur.
Friđrik 4. var afsprengi mjög svo skyldleikarćktađrar fjölskyldu, Aldinborgaranna (Hustet Oldenburg). Kona Friđriks, var ţýsk ađalskona, Louise af Mecklenburg-Güstrow, var einnig sćmilega heimarćktuđ. Ţađ varđ ţví ađ fara eins og ţađ fór međ Kristján sjötta, sem sat á konungsstóli frá 1730 til 1746.
Ekki var drottning Kristjáns, Sophie Magdalene af Brandenburg-Kulmbach minna spes. Dönsku hallirnar voru ţannig í hans stjórnartíđ fullar af blúndum og háhćluđum skóm og fólki sem tiplađi um langa gangana og talađi bjagađa ţýsku, ef ţađ rak ekki úrkynjuđ nef sín niđur í kaffibollann - og ţađ ekki fyrir slysni.
Kóngur hélt sig mest heima, í og viđ hallir sínar, og sást sárasjaldan međal fólsins. Ţó er vitađ ađ hann brá sér í skemmtiferđ til Noregs. Hann fór í "fjallgöngu" líkt og tveir forfeđur hans. Kona hans og tengdamóđir voru bornar í burđarstól upp á fjalliđ á Mannseidet. Á málverkinu neđst viđ ţessa frćđslu má líklega sjá norskt landslag - en ţađ getur líka í tilefni dagsins veriđ íslenskt, ţó konungur hafi aldrei til Íslands komiđ - en ţađ gćti málarinn hugsanlega hafa gert.
Ekki jók konungur á frćgđ sína er hann innleiddi vistarbandiđ í Danmörku áriđ 1733 eftir ţrýsting frá síđgráđugum landađlinum
Ljósmyndina efst tók ritstjóri Fornleifs í sumar í Frederiksborgarhöll í Hillerřd Sjálandi, sem í dag hýsir Nationalhistorisk Museum. Ţetta er vaxmynd sem geymd er ţar í glerkassa. Mun hún hafa sýnt konunginn á mjög sanngjarnan hátt. Hann var međ svokallađan Habsborgara-kjálka, reyndar vćgt tilfelli af honum. Habsborgarakjammi, lýsir sér miklu undirbiti og er hann ein af afleiđingum skyldleikarćktar međal kóngafólks og ađals í Evrópu og víđar, sem ekki gat hugsađ sér ađ kvćnast niđur fyrir sig og valdi í stađinn ađ leggjast á ungar frćnkur sínar - ef frćndurnir urđu ekki fyrir barđinu.
Já hann var ţađ sem danir kalla arveligt belastet. Kristján 6. var einnig međ furđulegt nef, langt mjótt og bogiđ, sem neđst endađi í eins konar goggi. Slík nef eru einnig afleiđing ţeirrar eđalseđlunnar sem tíđkađist í hćrri lögum ţjóđfélaganna fyrr á öldum.
Kristjáni 6. er lýst sem hlédrćgum manni, jafnvel feimnum á stundum og óframfćrnum. Hann var ţví ekkert líkur föđur sínum hvađ ţađ varđar. Stundum er talađ um hann sem ţunglyndan og innhverfan. Hann var ţó vel međvitađur um vald sitt og efldi ţađ međ ýmsum ráđum. Hvađ Ísland varđar var hann hjálendunni ekki allt of mikiđ til ama. Hann var hreintrúarstefnumađur (píetisti) en píetisminn haslađi sér völl í lútherismanum á ţeim tíma sem Kristján var uppi.
Á Íslandi hafđi hreintrúarstefnan m.a. í för međ sér lögfestingu ferminga. Ţćr urđu frá og međ 1736 skylda. En píetisminn í hans tíđ varđ einnig til ţess ađ gleđin hvarf úr ríki konungs. Kristján lét banna allar skemmtanir á sunnudögum og áriđ 1735 gaf hann út helgidagtilskipun ţar sem kirkjusókn varđ skylda. Gapastokkur beiđ ţeirra sem brutu öll ţessi helgilög.
Hallarbyggingar og önnur óţarfa eyđsla til lystisemda konungs tćmdi danska ríkiskassann (sem kóngsi stjórnađi ađ vild). Kristján konungur lagđi ţví mikiđ kapp á ađ krefja tolla af öllum ţeim sem sigldu um Eyrarsund, en ţar fyrir utan stofnađi hann seđlabanka, Kurantbankann sem var forveri Nationalbanken (danska Seđlabankans). Framleiđsla á pappírspeningum hófst, og jókst mjög líkt og stundum gerist ţegar verđbólga skapast og menn leika sér međ núllin. Ţađ má Íslendingum vera kunnugt.
Nćr öll áđurgreind hegđun og afbrigđilegheit, nema fjallgöngur, gerir kónga óvinsćla eins og viđ vitum úr ćvintýrum. Kristján barđist ţó ekki viđ skrímsli á Fjöllum, svo vćgi fjallgöngu hans var lítiđ. Ugglaust var hann međ svima alla leiđina upp.
Trúrćknin rak hann vafalaust til ţess ađ halda ţrćla.
Einhverja bónuspunkta fćr Kristján međ skúffukjammann ţó hér í lokin fyrir ađ vera fyrsti danski einvaldurinn um langt skeiđ, sem ekki stóđ í endalausum stríđsrekstri. Hann ćtlađi sér reyndar í stríđ viđ Svía áriđ 1743, en sá ađ sér er Rússar blönduđu sér í erfđamál sćnsku krúnunnar.
Muniđ ţó, ađ flagđ er oft undir fögru skinni. En sjá, var hann ekki líka ţrćlahaldari, bölvađur? Niđur međ hann og brennum ásjónu hans ađ fyrirmynd band-arískrar hámenningar ...
Bloggar | Breytt 23.8.2020 kl. 11:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Vegir liggja til allra átta
18.8.2020 | 16:18
Vissuđ ţiđ lesendur góđir, ađ tveir bandarískir hermenn á Keflavíkurflugvelli lentu í miklu basli vegna ţess ađ ţeir léku í kvikmyndinni 79 af stöđinni áriđ 1962? Líf hermannanna var ađ ákveđnu marki lagt í rúst. -
Nei, auđvitađ vitiđ ţiđ ekkert um ţađ; Og hvernig ćttuđ ţiđ svo sem ađ vita ţađ? Nöfn ţeirra eru meira ađ segja enn rituđ rangt á öllum listum yfir leikara myndarinnar, ţótt einn ţeirra hafi sannast sagna veriđ mun betri leikari en Gunnar Eyjólfsson.
Hér verđur borin fram stór og mikil kvikmyndfornleifafrćđi-langloka. Fyrir ţá sem eru fyrir litlar og lummulega samlokur međ miklu gumsi og stóryrđasalati, ţá gćti ţetta orđiđ erfiđ lesning. Ţađ verđur fariđ vítt og breitt og til allra átta.
Ţessi lestur er ţví ekki fyrir óţolinmótt fólk sem ekki getur lesiđ nema eina málsgrein án ţess ađ leggjast í rúmiđ af kvölum. Reynt hefur veriđ ađ létta lesturinn međ mörgum myndum og tónlist.
Sagan byrjar í Árósum
Sagan byrjar fyrir minna en mánuđi síđan, í lok júlímánađar 2020 í Árósum, nćststćrstu borg Danmerkur.
Árósar voru ţá ekki búnir ađ hljóta hina vafasömu útnefningu Smittens By í stađ gamla gćlunafnsins Smilets By sem bćrinn gengur jafnan undir, án ţess ađ nokkur viti af hverju.
Ég og litla fjölskyldan mín vorum í heimsókn í Árósum hjá mágkonu minni, sem býr í gömlu húsi í miđbć Árósa, rétt norđan viđ árósinn (sem er reyndar ađeins einn), sem bćrinn hefur hlotiđ nafn sitt af.
Snemma morguns lćddist ég og kona mín út til ađ ná í morgunbrauđ í góđu bakaríi á horni Badstuegade og Rosengade, ţar sem á okkar skólaárum var ágćtt missjónskaffihús, ţar sem áfengi var úthýst og jafnvel heiđingjum líka.
Ţegar ég sit á dyrapallinum og er ađ fara í skó, heyri ég einhvern opna hurđina á hćđinni fyrir ofan og ganga niđur. Ég vík vel fyrir eldri manni á tröppunni til ađ halda allar COVID-19 siđareglur. Mađurinn var ađ fara út eins og viđ og líklega til ađ kaupa inn eđa ná sér í dagblađ.
Ég virđi manninn ađeins fyrir mér og heilsa honum fyrir kurteisi sakir. Ţegar konan og ég erum líka komin út, hef ég strax á orđi ađ mađurinn komu kunnuglega fyrir sjónir. Ég taldi mig muna andlit hans frá Árósaárum mínum (1980-1993). Frú Irene fussađi og tók ţessu fálega eins og einhverju karlagorti.
Ţegar viđ snúum aftur úr verslunarferđinni er mér litiđ á nafnskiltiđ á jarđhćđinni. Ţar sé ég, ađ á hćđinni fyrir ofan systur konu minnar, býr mađur mađur sem heitir Arne Abrahamsen. Ţađ kveikir strax á perunni, ţví hann hef ég hitt og vissi hver hann var.
Abrahamsen kom viđ á Stöng í Ţjórsárdal í ágúst 1984, ţegar ég og ađstođarmađur minn Einar Jónsson, vorum ađ grafa nokkur sniđ í skálarústirnar ţar. Hann kom í fjögurra manna hópi sem var ađ gera sjónvarpsmynd fyrir DR (Danmarks Radio) sem er systurstofnun RÚV í Danmörku.
Einar Jónsson viđ teikningu um ţađ leyti sem Arne Abrahamsen kom í heimssókn á Stöng. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Titill myndarinnar, sem var sýnd um haustiđ áriđ 1984, var En rejse til Island i Martin A. Hansen og Sven Havsteen-Mikkelsens Hjulspor. RÚV hafđi útvegađ danska liđinu stóran Land-Rover jeppa gegn ţví ađ myndin yrđi síđar send ađ kostnađarlausu í íslenska sjónvarpinu.
Ég sá ađeins lítiđ brot af ţćttinum haustiđ 1984 í litlu svart-hvítu sjónvarpi sem ég átti á ţeim tíma, er ég bjó í lítilli einstaklingsíbúđ á stúdentagarđi í úthverfi Árósa.
Ţegar kona Arne Abrahamsens hafđi veriđ mikiđ veik á sjúkrahúsi í vetur, fćrđi mágkona mín honum mat, og fyrir ţađ var hann henni mjög ţakklátur. Ţegar viđ vorum komin heim eftir Árósaför setti Birgitte mágkona mín mig strax í samband viđ Abrahamsen.
Arne varđ ekki lítiđ glađur yfir ţví ađ ég hefđi ţekkt hann eftir 35 ár eđa tengt hlutina svona hratt saman. Hann skrifađi mér strax ţegar hann hafđi heyrt söguna frá Birgitte, og minningarnar voru margar.
Hann sendi mér handrit ađ tillögu ađ ţćttinum sem hópurinn hafđi notađ áriđ 1984 og ég er búinn ađ lofa ađ sćkja hann heim nćst ţegar ég kem til Árósa, til ađ sjá međ honum ţáttinn, sem hann á diski.
Arne og 79 af Stöđinni
Fyrir utan ferđalög danska ţáttargerđafólksins á Íslandi áriđ 1984, langađi Abrahamsen greinilega ađ segja mér frá frćgđarför sinni til Íslands á yngri árum sínum.
Ég varđ ađeins á undan, ţar sem ég var búinn ađ njósna um hann á Google. Ţar hafđi ég ţegar séđ ađ hann hafđi einnig veriđ 2. ljósmyndari viđ kvikmyndatökur á 79 af Stöđinni, skáldsögu Indriđa G. Ţorsteinssonar, sem var kvikmynduđ eftir handriti Guđlaugs Rósinkranz, sem var í forsvari fyrir íslenska kvikmyndafélaginu Saga-Film. Myndinni var leikstýrt af Erik Balling, sem síđar var međal fremstu kvikmyndaleikstjóra Dana.
Ljósmynd sem Arne Abrahamsen sendi mér og sem sýnir hluta af teyminu sem vann viđ tökur á 79 af Stöđinni. Abrahamsen situr í neđstu röđ lengst til hćgri.
Gamla manninum líka gott ađ sjá, ađ hann vćri ekki alveg gleymdur í tengslum viđ 79 á stöđinni. Erik Abrahamsen var vinnan í tengslum viđ myndina á Íslandi greinilega mjög minnisstćđ og nefndi hann í ţví samhengi í tölvupósti sínum ađ í myndinni hefđu leikiđ tveir Bandaríkjamenn af Vellinum, sem hefđu veriđ látnir fjúka úr flotanum fyrir ađ hafa tekiđ ţátt í gerđ myndarinnar. Ţađ voru fréttir fyrir mig. Nú kviknađi áhugi yfirritstjóra Fornleifs, sem aldrei ţótti mikiđ til 79 af stöđinni eđa Indriđa G. Ţorsteinsson koma. Ég man ţegar ég sá myndina fyrst í Sjónvarpinu áriđ 1970. Mér ţótti hún leiđinleg og langdregin.
Pigen Gogo var kanamella
Fyrst verđur ađ minna á ađ Gógó Faxen, sem Kritbjörg Kjeld lék, var ekki beint nein óspjölluđ jómfrú, heldur vel ţroskuđ kona sem samkvćmt íslenskum lýđ hafđi framiđ einn versta glćp sem sögur fóru af á Íslandi, áđur en Íslendingar uppgötvuđuđ barnaníđinga, rotna útrásavíkinga og fóru ađ sýkna morđingja í löngum bunum í hreinum leiđindum sínum.
Kvikmyndin 79 af stöđinni var fyrsta alvöru kvikmyndin sem alfariđ var kvikmynduđ á Ísland, fyrir íslenskt fé, var eins og áđur segir framleidd í Danmörku af danska leikstjóranum Erik Balling. Félagiđ Saga-Film var stofnađ til ađ halda utan um myndina og til ađ kría fé út úr íslenskum fjárfestum. Fyrir ţví félagi fór Gunnlaugur Rósinkranz.
Greint var frá myndinni í dönskum vikublöđum sumariđ 1962. Myndin er vinsamlegast send mér af Arne Abrahamsen
Indriđi G. Ţorsteinsson var höfundur bókarinnar sem verkiđ byggđi á, en hann lét ađ Gunnlaug Rósinkrans um ađ útbúa leikbúning ţess. Hinn nýlátni tónlistastjóri Bent Fabricius-Bjerre, sem ţekktastur mun vera fyrir titillagiđ í Olsen Banden myndunum, stjórnađi hljómsveitinni dönsku sem lék tónlist Jóns Sigurđssonar og Sigfúss Halldórsson međ glćsibrag. Ţetta var á Íslandi talin vera "alíslensk" klassamynd fullsett fyrirtaks dönsku kvikmyndafólki sem eftir var ađ gera ţađ gott í Danmörku og DDR. Á dönsku fékk myndin heitiđ Pigen Gogo. Hún var sýnd í Danmörku, en aldrei fyrir fullum sölum ţar frekar en í Svíţjóđ ţar sem hún var einnig á prógramminu.
Ég man helst hve leiđinlegur eltihrellir Gunnar Eyjólfs (Ragnar á leigubílnum) var; Og svo man ég ađ Ómar Ragnarsson var statisti í myndinni eins og Dr. Gunni hefur svo smekklega bent á í einni af doktorsritgerđum sínum:
Ţetta er annars nokkuđ fyndin mynd, ţá ađallega ţví ţađ er svo gaman ađ sjá allt í gamla daga. Flosi og Bessi Bjarnason eru ţarna ungir og hressir í leigubíl og Ómar Ragnarsson sést snarvitlaus í nokkrar sekúndur káfa á brjóstunum á einhverri dömu á leigubílastöđinni.
Ađ sögn Ómars sjálfs tók um tvo tíma ađ taka leik hans upp, en mestmegniđ af ţví var klippt í burtu. Súrt sjóv ţađ
Tvö af tíu andlitum Ómars, sem hann sýndi ţjóđinni í Fálkanum áriđ 1962. Hann var hins vegar eins og hvutti í 79 á stöđinni.
Ég verđ líklega einnig ađ láta Dr. Gunna lífga upp á minni mitt og neytenda langloku Fornleifs, hvađ innihald myndarinnar varđar - ţó svo ađ Dr. Gunni sé merkilegt nokk mér miklu yngri mađur. Hann gerir ţađ alveg listavel og nú man ég allt um 79 af Stöđinni og meira til.
Dunhagi 19 nú á tímum - og sumariđ 1962. Arne Abrahamsen sendi mér neđri myndina sem birtist í B.T.
Svo segir Dr. Gunni: Horfđi aftur á 79 af stöđinni til ađ endurnýja kynnin viđ frćga nágrannahurđ mína hér á Dunhaganum [Viđb. Fornleifur: umrćddar dyr voru á íbúđ Gunnlaugs Ţórđarsonar og frú Herdísar Ţorvaldsdóttur]. Ţetta er sögulega mikilvćg hurđ ţví Ragnar á leigubílastöđinni hangir á henni lon og don til ađ komast inn til Gógó Faxen sem býr fyrir innan.
Gógó er í ástandinu og ţegar Ragnar kemst ađ ţví verđur hann brjálađur sem von er og ekur til mömmu sinnar í sveitinni (ţví ţar er lífiđ, ekki í solli borgarinnar, skv. gildum myndarinnar og Indriđa). Ţađ endar ekki betur en svo ađ hann keyrir út af og deyr. Sem betur fer hafđi Ragnari tekist ađ njóta ástarmaka viđ Gógó nokkrum sinnum áđur. Kynlífsatriđin hafa eflaust valdiđ umtali 1963, en virka í dag ísköld og máttlaus, enda liggur Gunnar Eyjólfsson hreyfingarlaus ofan á Kristbjörgu Kjeld eins og hrađfrystur nautaskrokkur.
Yndislegt. Dr. Gunni má eiga ţađ, ađ hann getur peppađ upp óáhugaverđugustu söguţrćđi, en hann gerir sér ţó ekki grein fyrir ţví ađ "ástandiđ" var ađeins í gangi á stríđsárunum. Áđur en menn gera allar konur ađ "Kanamellum" í ástandi, er vert ađ muna ađ eftir stríđ völdu margar íslenskar konur Bandaríkjamenn fram yfir Íslendinga. Af hverju voru ţćr afgreiddar sem billegar drćsur af Íslendingum? Hrokakarlar telja sig eiga konur og eru ţví alltaf hrćddir viđ útlendinga.
Um Kanamellur
En samúđ Fornleifs er hins vegar öll hjá dátum og meintum "Kanamellum", en ekki hjá herforingjum, vćngbrotnum íslenskum sveitarasistum og heimalningum, eđa ţeim Íslendingum sem fengiđ höfđu ţá flugu í hausinn ađ Bandaríkjamenn vćru á Íslandi til frambúđar fyrir Íslendinga - ţeim sem fengu áfall hér um áriđ ţegar Verndarinn fór bara!
Ég kenni ţó alltaf dálítiđ til međ Ómari R, sem notađi svo mikinn tíma í upptökur á 79 af Stöđinni viđ ađ gramsa á brjóstum kvenna suđur á Velli.
En ţađ er ađ "Kanamellur" hafa veriđ krossfestar af skyldleikarćktuđum lýđ, sem ekki gerđu sér grein fyrir ađ konur sem "fóru í Kanann" voru ósjálfrátt ađ reyna ađ flikka upp á illa slitiđ genamengi Íslendinga.
Mannaval á Íslandi leiddi međal annars til "ástands".
Kanarnir í 79 á Stöđinni og hefnd Sáms frćnda
Á lista yfir leikara kvikmyndarinnar kemur fram ađ í henni hafi leikiđ tveir Bandaríkjamenn, John Tasie og Lawrence Schnepf.
Viđ vinnslu myndarinnar í Kaupmannahöfn, eđa jafnvel fyrr, hefur einhverjum orđiđ á í messunni. Eftir ţó nokkra leit mína ađ ţessum mönnum og örlögum ţeirra í BNA kom í ljós ađ ţeir hétu í raun John D. Tacy (1926-1984) frá Lawrence í Massachussets og Lawrence (Larry) Win Schneph frá bćnum le Mars i Iowa.
John Tacy lék byttuna Bob međ miklum tilţrifum í 79 af Stöđinni. Svo góđur ţótti leikur Tacys, sem ranglega var kallađur Tasie, ađ tekiđ var viđ hann hann viđtal í gamla Vísi í águst 1962, sjá hér.
John Tacy
Myndin sem hafđi fengiđ metađsókn á Íslandi, spilađi sig inn á nokkrum vikum á Íslandi, ţar sem ţúsundir manna sáu hana í Háskólabíó og Austurbćjarbíói. Í Danmörku gekk hún ekki eins vel.
En mesta athygli hlaut myndin vćntanlega í Bandaríkjunum. Ţađ var greint frá efni hennar í tímaritinu Variety. Endursögn á innihaldi greinarinnar var t.d. í Daily News í New York 26. apríl 1963:
Umsögn Variety, og jafnvel kvikmyndin sjálf, hleyptu illu blóđi ţingmann fulltrúardeildar bandaríska ţingsins, Frank J. Becker frá New York, sem var harđkristinn repúblíkani af ţýskum ćttum. Eftir síđara stríđ létu slíkir menn góđ bandarísk gildi og ameríska ţjóđerniskennd mjög til sín taka. Greinin í dagblađinu Daily News í New York ţann 26. apríl 1963, lýsir vel hvernig Becker og skođanabrćđur hans á hćgri vćngnum í BNA litu á myndina, ţó ţeir hefđu örugglega aldrei séđ hana. Becker hunsađi líka upplýsingar flotans sem komu frá manni sem varđ heimsfrćgur sem talsmađur hers BNA í Víetnam:
The Variety review said the movie was lousy anyhow but that the appearance of the American officers had made the front pages in the Swedish Press. The Navy reexamination of the affair followed receipt of Becker´s letter.
Assistant Defense Secretary Arthur Sylvester said that he did not have the name of the information officer who asked for, but never received a copy of the script. But Sylvester said Lt. (j.g) Lawrence W. Schnepf, then an ensign, and Electricians Mate 1 Cl. John Tracy had obtained permission and appeared as actors in the film.
Schnepf, a reservist, will complete his active duty tour in June, Sylvester said, while Tacy is a career enlisted man. Sylveser said the information officer had been assured there was nothing derogatory in the script.
Becker, sem eins og margir kanar ruglađist á Svíţjóđ og Danmörku, taldi hins vegar myndina koma ljótu orđi á Bandaríska herinn og ađ hermennirnir vćru eins konar föđurlandssvikarar ţar sem ţeir hefđu leikiđ erindreka lands síns í einskennisbúningi sem fyllibyttur (Tacy) og kvennaflagara sem eltust viđ íslenskar stúlkur og jafnvel eiginkonur (Larry).
Becker ţessi var mađur sem var vanur ađ taka til sinna ráđa. Hann kom ţví til leiđar ađ bandarísku hermennirnir sem léku međ í 79 af Stöđinni (Gogo the girl) var úthýst úr bandaríska hernum. Gaman vćri ađ fá frekari upplýsingar um ţađ. Sjá frekar um máliđ hér.
Danska blađi BT og sćnsk blöđ greindu frá ţessum snörpu viđbrögđum í Bandaríkjunum, sem ritađ var ţó nokkuđ um í BNA. Í kjölfariđ voru Morgunblađiđ og Alţýđublađiđ međ fréttir af málinu.
Viđbrögđ Indriđa G. Ţorsteinssonar
Miđađ viđ ţá ţekkingu sem mađur hefur á framsóknarmanninum Indriđa, sem fćddur var áriđ 1926 og sem síđar á ćvinni var mjög utarlega til hćgri í skođunum, ţá sýnist mér ađ Indriđi hafi samt, líkt og margir Íslendingar haft frekar lođnar kenndir til erlends hers á Íslandi. Ţó voru viđbrögđ Indriđa nokkuđ sérstök. Í nýrri blokkíbúđ sinni norđarlega í Stóragerđi í Reykjavík tók hann sig til og ritađi Frank J. Becker ţingmanni. Ţađ kom fram í Mbl. 27. apríl 1963.
Ţessu skrif Indriđa til repúblikanans Becker lýsa hugsanlega manngerđ Indriđa, sem var blanda af rithöfundi, ritstjóra, leigubílstjóra, sveitapilti sem varđ ađ götustrák sem vildi áfram í heiminum, til ađ verđa milljón dala ríkur og frćgur - eins og Björk varđ síđar, og Arnaldur sonur hans enn síđar.
Ekki ađeins Bandaríkjamenn gerđu ráđstafanir
Íslensk yfirvöld (eđa ákveđinn flokkur) töldu ađ 79 á Stöđinni vćri einfaldlega of djörf fyrir landsbyggđina. Ţau eintök sem sýnd voru utan Reykjavíkur höfđu veriđ ritskođuđ. Einum ţóttu bólferđir Gunnars Eyjólfs og Kristbjargar Kjeld vera hćttulegar landbyggđarfólki. Ímyndiđ ykkur hve hátt hefđi veriđ hlegiđ ef menn hefđu séđ hve líflaust kynlífiđ var fyrir Sunnan.
Örlög vegna kvikmyndar
Ég hafđi samband viđ góđvini mína hjá CIA og FBI (sem Indriđi G. sá í hverju horni á Keflavíkurflugvelli og var oft tíđrćtt um er hann var viđ skál eđa ţurfti ađ láta á sér bera á Hressó).
Ég fékk upplýst ađ Tacy hafi lengst af búiđ í N-Karólínu og Virginíu, ţar sem hann andađist 2. maí 1984 - ađeins 58 ára ađ aldri.
Tacy var samkynhneigđur (jamm, allt er FBI međ nefiđ í), og hafđi hann haldiđ áfram ađ starfa a fjölum leikhúsanna. Hann vann/lék um tíma međ leikhópi sem var undir stjórn ţekktra og hálfţekktra leikara frá New York, m.a. Donald Renshaw, sem lék í einhverjum kvikmyndum áđur en hann leikstýrđi í London og Ţýskalandi. Ţessi leikhópur ferđađist um Virginíu og víđar. Tacy hafđi einnig greint frá ţví áriđ 1962 í viđtali sínu viđ Vísi ađ hann hefđi starfađ viđ leikhús í Memphis í Tennessee.
Vonandi hafa endaloks hans sem sjónvarpsmanns, og eins og frumkvöđlum Kanasjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli, ekki haft of slćm áhrif á líf hans. Hann andađist í borginni Alexandríu í Virginíu.
Íslendingar mćrđu sjálfa sig međan ađ Tacy og Schneph gleymdust
Hvorugum leikaranna af Vellinum var bođiđ í frumsýningarveislu Saga-film áriđ 1962. Larry var um ţađ leyti ađ fara aftur til síns heima og John hafđi veriđ settur í "sóttkví" uppi á velli, ţar sem hann vann nokkra mánuđi, enn sem ţulur á Channel 8, Kanasjónvarpinu.
Viđ börnin á Reykvískum menningarheimilum, ţar sem ekki var aliđ á sjúklegu Kanahatri og fordómum um börn sem "fćđast dökk međ snúinn fót" suđur á Velli, horfđu á Roy Rogers, Trigger og týnda kjötfarsiđ á ţeirri stöđ, nćrri ţví frá blautu barnsbeini. Afi minn, Vilhelm Kristinsson, sem var Reykvískur heiđurskrati, fékk sér sjónvarp til ađ horfa á Kanana áriđ 1963 og ári síđar foreldrar mínir. Á Kanasjónvarpiđ var mikiđ horft ţangađ til mild ásjóna Vilhjálms Ţ. Gíslasonar birtist á alíslenskum skjá. Ríkisjónvarpiđ kom ţó aldrei í veg fyrir ađ amerísk menning flćddi áfram út í Reykvískar stofur á sjónvarpslausum fimmtudögum, og heldur ekki teiknimyndirnar sem sýndar voru alla laugardagsmorgna. Teiknimyndirnar urđu örugglega til ţess ađ mađur talar síđur enskuna međ íslenskum fjárhúsahreim.
Ţess ber ađ lokum ađ geta, ađ fyrir utan starf sitt viđ sjónvarpsstöđina á Keflavíkurflugvelli var John Lacy mikiđ partýljón og međ í country-western hljómsveitinni Eagle Westerners sem tróđ upp á Keflavíkurstöđinni.
Ţiđ sjáiđ gripinn hér fyrir neđan á ljósri treyju, ţar sem hann virđist klípa í rassinn á Lovísu Bílddal (síđar Reusch) söngkonu frá Siglufirđi, sem andađist í Orlando í Florida áriđ 2003 eftir ađ hafa búiđ lengst af búiđ í Illinois (Chicago-svćđinu). Til vinstri viđ hana sést gríđarlega kanalegur gći. Ţađ var ţó enginn annar en bassaleikarinn Erlingur Jónsson, síđar ţekktur sem myndhöggvari. Hann var ađ Vestan og var fađir Ásgeirs Erlingssonar sem las latínu í MH međ ritstjóra Fornleifs. Ásgeir, sem kallađi sig löngum Rossó Greifa, lék einnig listavel á bassa. Ţó ekki sveitarokk.
Heimurinn er lítill - og margir verđa útundan - en allir skipta ţó máli. Einnig útlendingarnir sem Íslendingar fyrirlitu, nema einna síst ef ţeir voru Ţjóđverjar eđa gyđingamorđingjar á flótta, og viđurkenniđ ţađ nú - Íslendingar eru ekkert betri en ađrar ţjóđir. Og ţegar vantar einhverja til ađ hatast út í á Íslandi, t.d. dauđa útlenska presta, er hatur lagt á ţjóđir viđ botn Miđjarđarhafs.
Ég er nokkuđ viss um ađ Indriđi G. Ţorsteinsson, og margir íslenskir karlmenn á hans aldri, hafi séđ sjálfa sig í sveitamanninum sem gerđist leigubílstjóri og dó vegna (fjall)konu sem hafđi "falliđ". Indriđi sýndi okkur birtingarmynd fordóma í garđ kvenna og útlendinga. Persónulega tel ég ađ bréf hans til Frank J. Beckers ţingmanns í Bandaríkjunum hafi veriđ hreinn og beinn tvískinnungur.
Kvikmyndafornleifafrćđi | Breytt 20.8.2020 kl. 07:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Frćndi minn međ hundakerruna
15.8.2020 | 08:36
Fađir minn sagđi mér nokkru sinnum af frćnda sínum einum, sem hét Roiter (Royter) ađ eftirnafni og var úr móđućtt ömmu minnar sálugrar í Hollandi. Ţessi frćndi var fćddur á 19. öldinni en fađir minn hafđi ţó séđ hann. Karl ţessi var ekki alveg eins og fólk er flest, og ţví ef til vill miklu betri fyrir bragđiđ. Hann hafđi ofan af fyrir sér af sölumennsku hvers konar, og fór um sveitir Hollands, norđarlega og seldi alls kyns varning sem hann ók međ um ţjóđvegina í hundakerru. Ţess konar kerrur kalla Hollendingar Hondenkar.
Svo vel gekk ţessi sölumennska ađ karlinn varđ nokkuđ auđugur en lifđi sparlega. Hann fékk á einhverju stigi stóra medalíu, eđa ţađ sem á Íslandi var kallađ ćrulaunamedalía (á dönsku: Fortjenstmedalje), frá konungsvaldinu. Karlinn átti enga afkomendur og ég á ţví ţessa medalíu í dag. Ég geymi hana vel til ađ minna mig auđmjúkan á hvađa kotungsliđi ég er kominn af, ţegar ég er ekki ađ monta mig af ţeim sveitaómögum sem eru forfeđur mínir á Íslandi fyrir utan kynóđa munka, fáeinum prestsskratta og vergjarnar prófastsmaddömur, sem ég rćđi sem minnst.
Ţegar ég sá ţessa mynd, laterna magica-glerskyggnu frá 10. áratug 19. aldar, til sölu um daginn á Kornvöllum á Englandi, hjá herra White sem selur mér laterna magica skyggnur, gat ég ekki á mér setiđ og gaf mér myndina í sextugs-afmćlisgjöf. Mađur verđur ađeins sextugur einu sinni á ćvinni.
Myndin sem er framleidd á England, er mjög vandlega lituđ og sýnir ungan sölumann međ kerru sem dregin var áfram af hundum. Sláninn sem rak ţetta eyki seldi grćnmeti í den Haag í Hollandi. Ekki get ég stađsett myndina nákvćmlega út frá bakgrunninum. Fólkiđ umhverfis grćnmetisnjólann sýnist mér geta veriđ af gyđingaćttum, enda var ţađ ekki óalgengt ađ gyđingar í den Haag seldu grćnmeti. Mér finnst pilturinn furđulíkur föđur mínum á yngri árum. Ţađ er ţví viđ hćfi ađ sýna ásjónu hans á svipuđum aldri á skólabekk í den Haag áriđ 1941, skömmu áđur en hann var sendur til Fríslands. Til den Haag hafđi fjölskyldan flust um 1935 frá Amsterdam.
Grćnmetissláninn á myndinni sem ég keypti virđist nú ekki hafa hugann mikiđ viđ salatiđ eđa blómkáliđ. Hann heldur á blekpenna (lindarpenna), sem hann virđist afar stoltur af.
Ţví verđur viđ ađ bćta ađ hundakerrur voru ekki sjaldséđar í Hollandi og Belgíu, sér í lagi á Flandri og víđar - á 19. öld og langt fram á ţá 20.
Líkast til eiga margir Hollendingar frćndur og frćnkur sem höfđu viđurvćri af ţví ađ selja varning sem dreginn var um strćti og vegi af hundum. Ţađ var ekki fyrr en 1963 ađ hundakerrur voru bannađar međ lögum í Hollandi, vegna krafna um dýravernd frá bónuđum gólfum ESB. Dráttarhundar urđu ađ leita sér ađ annarri vinnu.
Hundar draga mjólk á Flandri. Laterna magica skyggna frá 1890-1900.
Mér ţykir hundakerra nokkuđ rómantískt fyrirbćri. Hver veit nema ađ mađur fái sér slíka kerru og teymi fyrir henni tvo veglega hvutta og falbjóđi íslenska menningu og skreiđ fyrir utan ESB hallirnar í Brussellu.
Ţór Óđins-Jarđarson á ađ undirbúa för međ Tanna 1 og Tanna 2 fyrir framan höll sína Bilskirni? Eđa er ţetta ađalsdrengur á Englandi?
Hér í lokin lćt ég svo flakka ýmsar myndir af netinu af fólki sem áttu kerrur og vagna sem dregnir voru af hundum og geitum. Átti Öku-Ţór ekki slíkan vagn sem hann ferđađist í međ hjálp geithafranna Tanngnjósturs og Tanngrisnirs? Kannski hefur Ţór veriđ hollensk hugmynd eins og svo margt annađ.
Á eyjunni Walcheren viđ landamćri Belgíu.
Belgískur hermađur međ kanónuhunda; Líklega í smáskotaliđinu.
Mjólkurvagninn í Belgíu um 1885.
Í Frakklandi voru menn alltaf međ önnur kerfi. Ţess ber ađ geta ađ ţessi reiđmennska hefur enn ekki veriđ bönnuđ í ESB.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fiat Lux 5
11.8.2020 | 12:04
Hér skal leystur blíđur vindur í hitabylgjunni í Danmörku. Kannski er ţetta hálfgert prump, en sumir hafa ef til vill gaman af ţví líka, ef ég ţekki lesendahóp Fornleifs rétt.
Vind heitir hollenskt tímarit, sem ég hef eitt sinn skrifađ grein í og vinn nú ađ annarri. Nú vita allir Íslendingar sem aliđ hafa manninn í Niđurlöndum, ađ vaffiđ á hollensku og í orđinu Vind er boriđ fram međ sem íslenskt F. Vind er boriđ fram á niđurlensku líkt og fynd í fyndni á íslensku, og hefur ekkert međ vind ađ gera. Vindurinn á hollensku er wind. Vind (fundur) er hins vegar nafniđ á merkilegu og mjög fjölbreytilegu tímariti/magasíni um sögu, listasögu og fornleifafrćđi. Ţađ er í einstaklega háum prentgćđum og inniheldur hágćđaljósmyndir. Greinarnar í tímaritinu, sem kemur út 4 sinnum á ári, eru ekki allt of langar og mjög lćsilegar fyrir ţá sem geta lesiđ sig fram úr niđurlensku, ţó ţađ sé ađeins í litlum mćli eins og ţađ er raunin međ mig. Svo er tímaritiđ ekki dýrt í áskrift (sjá hér). Síđasta tölublađ er 210 blađsíđur. Eitthvađ af auglýsingum er í ritinu, sem skýrir hve ódýrt ţađ er. Auglýsingarnar eru ţó ekki til ama. Á međal ţeirra eru kynningar á mikilvćgum sýningum, uppbođum og menningarviđburđum víđa í Evrópu. Fyrir ţá sem eru ađ hugsa um ađ kaupa sér Rembrandt og álíka, ţá er gott ađ líta í tímaritiđ Vind.
Gluggum í ritiđ. Sem dćmi tek ég eina grein í nýjasta hefti Vind, sem ég byrja á í áskrift minni. Greinin er eftir Marloes de Moor um altaristöflu meistarans frá Haarlem, Dieric (Dirk) Bouts (1415-1475) sem stendur í dómkirkjunni í Leuven í Belgíu. Taflan er taliđ til einna af helstu meistaraverka Niđurlanda á gotneska tímabilinu í myndlistasögunni.
Ţegar ég var yngri og lćrđi fornleifafrćđi miđalda í Árósum, bráđvantađi mig góđa mynd af ljósahjálmi sem hangir yfir síđustu kvöldmáltíđinni á altaristöflunni í Leuven. Mađur varđ á einhverju stigi kandídatsnámsins ađ skrifa 14 daga ritagerđ um lausamuni frá miđöldum. Ţađ fólst í ţví ađ mađur hóf rannsóknarvinnu og bjó til 6 heimildalista yfir 6 mismunandi gripi sem mađur afhenti til samţykktar. Ţegar ritalistarnir höfđu veriđ samţykktir hófst lestur og nokkru síđar fékk mađur dagsetningu á eitt af efnunum sem mađur hafđi fundiđ og dundađ sér viđ. Ţar á eftir hafđi mađur ađeins fjórtán daga til ađ skrifa. Mér var faliđ ađ ađ skrifa um ljósahjálma og kom mér ţađ einkar vel, ţví ég hafđi mikinn áhuga á efninu enda er um auđugan garđ ađ gresja er kemur ađ ljósahjálmum sem varđveist hafa á Íslandi. Afrakstur áhugans getiđ ţiđ kynnt ykkur á neđarlega á hćgri spássíunni hér á Fornleifi, ţar sem má finna ýmsan fróđleik um ţessi forláta ljósfćri sem Íslendingar keyptu fyrir nokkra kýrrassa og notuđu fyrst og fremst í kirkjum sínum. Pistlarnir um ljósahjálma kalla ég Fiat Lux, Verđi Ljós.
Ţegar ég var í námi, voru ekki til góđar myndir á veraldarvef eins og í dag. Nú getur mađur nánast hlađiđ niđur ljósmyndum listaverkum og safngripum eins og t.d. töflunni í dómkirkjunni í Leuven, og ţađ í nćr óendanlegri upplausn (sjá hér). Í ţá daga, á síđustu öld, varđ mađur ađ gera sér ađ góđu ljósmyndir í lélegri upplausn úr bókum. Ég dró útlínur hjálmsins í Leuven í gegn á smérpappír, og endurteiknađi síđan útlínumyndina međ bleki á teiknifilmu fyrir ritgerđ mína. Myndin átti ađ sýna hvernig sumir ljósahjálmar af sömu gerđ og ţeir sem varđveist hafa á Íslandi, birtust í "samtímalist" meistara 15. aldar.
Á Íslandi varđveittust ljósahjálmar vel ţví ţar voru kirkjur ekki rćndar öllum málmgripum, líkt og gerđist víđa um Evrópu. Ţar geisađi nćr endalaust stríđ hjá friđsemdarfólkinu. Málminum (messing og bronsi) sem rćnt var úr kirkjum, var beint komiđ í vopnaframleiđslu.
Ritgerđ minni frá 1983 gaf ég titilinn Metallysekroner i senmiddelalderen og prófverkefniđ sem lagt var fyrir mig hafđi hvorki meira né minna en ţennan titil:
Der řnsker en beskrivelse af den senmiddelalderlige malmlysekrone i Vesteuropa. Desuden řnskes der en diskussion af anvendelse og produktionsforhold set pĺ baggrund af en kortfattet oversigt over bronzestřberiets historie i det senmiddelalderlige Nordeuropa.
Ritgerđin fjallađi um hina mörgu hjálma sem varđveist hafa á Íslandi međal annars í samhengi viđ ritađar heimildir, efnahagssögu, fornleifafrćđi og út frá listsögulegu samhengi.
Hér fyrir ofan sjáiđ ţiđ hjálm Bouts í ritgerđinni minni frá ţví fyrir 37 árum síđan. Ţađ er miklu auđveldara ađ skrifa háskólaritgerđir í dag miđađ viđ í "gamla daga1a" ţegar mađur varđ ađ standa á haus í bókasöfnum til ađ finna ţađ sem mađur ţurfti á ađ halda.
Kirkjugripir | Breytt 12.8.2020 kl. 07:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Cassida sine cornibus
8.8.2020 | 12:22
A distinguished professor from Durham has written an interesting article on a helmet.
Long time ago I stayed, without my horns, for two term as a visiting scholar in Durham, when the author, Professor Chris Caple, started working at the institute in Durham. I remember him only vaguely. Now he has come to the conclusion that a helmet from Yarn, which is on display in the Preston Park Museum in Great Britain is nothing less than "Viking" - see here.
It seems to me that the the Brits might suffer from some kind of aggression towards the good old Scandinavian horned helmet.
I (in irony) hew the following runes on the FB-wall of the Preston Park Museum with my axe, because i find a lot of confusion with regards to the origin of the helmet in the presentation of the Preston Park museum of the helmet.
O thou less horny one. Thee must knowest the the the answers to all your questions can bee found by reading between the lines of the honourable Icelandic Sagas and the less honourable Book of Settlement. That combined with the fine arte of interpretation DNA- sequencing of Modern Icelanders gives the clue. Like most of you know, the early Icelanders (specially those before the Landnam) where Norwegian men, who brought their favourite ewes with them to their newfound Island. In those olden days, the horne was well screwed into the all Icelandic shepherds. Eventually few of the shepherds missed the odd Norwegian girl for fun and for making more ga..happy shepherds. Since the shepherds were big shoppers they knew that the price for a lass in the Orkneys, Shetlands, Hebrides and Ireland was much lower than for original Norwegian blondes. However the Insular babes didn´t fancy them ´uge ´orns on the Icelandic boys. Due to the fancy of the British islanders the horn disappeared among the Viking Icelanders. The helmet you see before thou is the result of such an early cultural iconoclasm. Social outcast in Viking-land soon became known as "hornkerlingar" (horn-ladies).
The de-horned helmet of Yarm, on exhibit in the Preston Park Museum, is probably the second "Viking helmet" which can be verified as "most likely Viking" by valid arguments rather than hard-core dating. The other one is the world famous Norwegian motor-bike con goggle helmet from Gjermundbu, which is a bad Norwegian spelling of Geirmundsbú. But is the Gjermundbu-helmet in an Anglo-Scandinavian fashion from the Viking-Age, or is it a 9th-11th century Anglo-Scandinavian helmet without accessories? It is really difficult to come to any conclusion by reading Caple´s article. The helmet is loose on the head
The Gjermundbu-helmet is also a classic Viking, or Anglo-Scandinavian - or is it as Saxon-tradition biker helmets with goggles? The article in Medieval Archaeology by Chris Caple does unfortunately doesn´t clarify essential aspects.
The next "Viking"-helmet we work on must be found on a skull, which can be radicarbon dated and DNA-sequensed as Viking, before we draw any conclusions about the helmet.
Archaeology is not fiction.
Here one can view the helmet from different angles and below a modern Viking-weapon expert, archaeologist Philipp Roskoschinski, (Altertumswissenschaftler, Prähistorischer Archäologe) gives his assessment:
Bloggar | Breytt 9.8.2020 kl. 04:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)