Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

Afar sérstakur saksóknari

malverkin_tvo.jpg

Ég ritađi hér um daginn um nýja málverkafölsunarmáliđ, ţar sem tvö málverk eftir Svavar Guđnason voru tekin í hald lögreglunnar í Kaupmannahöfn sama dag og bjóđa átti upp málverkin hjá uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen.

Ţađ sem Bruun Rasmussen var ekki tjáđ nákvćmlega hvađan ákćran kćmi, samkvćmt upplýsingum Niels Raben yfirmanni uppbođa nútímalistar, og eigandi eins málverksins K.O. hefur heldur ekki fengiđ upplýsingar um hver hafi sett fram ákćruna, hafđi ég samband viđ Ríkislögregluna á Íslandi. Ţar sagđi mér lögfrćđingur, ađ Embćtti sérstaks saksóknar ađ Skúlagötu 17 í Reykjavík vćri ţađ embćtti sem sći um ţetta mál og hefđi sett fram kćruna sem leiddi til ţess ađ lögreglan í Kaupmannahöfn lagđi hald á tvö málverk.

Er ég hafđi samband viđ Sérstakan saksóknara í dag var mér tjáđ ađ Ólafur Ţór sérstakur saksóknari sći um ţetta fölsunarmál ásamt embćttismanni hjá embćttinu sem heitir Sveinn. Ţeir voru fara á fund og gátu ţví ekki svarađ erindi mínu, sem ég býst viđ ađ ţeir svari skriflega og hafa ţeir fengiđ erindiđ.

Spurning mín til embćttisins er einfaldlega sú: Hvernig ákćra frá forverđi viđ Listasafn Íslands, sem séđ hefur málverk á netinu og slćr ţví fyrirvaralaust út ađ ţađ sé falsađ, verđi mál sem sérstakur saksóknari og Lista Sveinn starfsmađur hans taka ađ sér ađ kćra í og krefja lögregluyfirvöld í Danmörku gegnum NORPOL ađ gera upptćk. Ég fć alls ekki séđ af lögum nr. 135/2008, ađ ţađ sé í verkahring Sérstaks saksóknara ađ rannsaka meintar málverkafalsanir. Sjá hér.

Hvađ kalla menn rannsókn ?

Samkvćmt nýjum lögum (2014) um ráđstafanir gegn málverkafölsunum hefur Alţingi ályktađ ađ fela "mennta- og menningarmálaráđherra ađ setja á laggirnar starfshóp skipađan fulltrúum Listasafns Íslands, Myndstefs, Bandalags íslenskra listamanna, Sambands íslenskra myndlistarmanna, embćttis sérstaks saksóknara, sem fer međ efnahagsbrot, og mennta- og menningarmálaráđuneytis sem geri tillögur ađ ráđstöfunum gegn málverkafölsunum og skilgreiningu á ábyrgđ hins opinbera í lögum gagnvart varđveislu ţessa hluta menningararfsins. Ţá fái hiđ opinbera frumkvćđisskyldu til ađ rannsaka og eftir atvikum kćra málverkafalsanir."

Ţess ber ađ geta ađ slíkur starfshópur hefur ekki komiđ saman. Hins vegar hljóp embćtti Saksóknara til nú eins og ađ verk látins íslensks listamanns vćru í verđflokknum Picasso plus, og sala á meintri fölsun á verki hans (sem dćmt var falsađ eftir ađ Ólafur Ingi Jónsson forvörđur sá ţađ á netinu/ţađ var ranbsókn) vćri brot sem setti efnahag Íslands í vanda. Ţađ er eins dćmalaust vitlaust og ţegar Bretar settu Íslendinga á hryđjuverkalistann. Vita menn hvađ áćtlađ verđ var á málverkinu á uppbođi Bruun Rasmussen sem K.O. á Jótlandi setti á uppbođ? Ţađ eru skitnar 5350 € (40.000 DKK/825.000 ISK) Er ekki mikilvćgara fyrir sérstakan saksóknara ađ setja bankafalsarana og bankaellurnar undir lás og slá?

Hvađ haldiđ ţiđ lesendur góđir? Er rétt ađ nota embćtti sérstaks saksóknara til ađ eltast viđ hugsanlega fölsun í Danmörku, ţegar embćttinu ber fyrst og fremst ađ lögsćkja menn sem settu Ísland á hausinn? Verk í eigu manns á Jótlandi, sem erfđi verkiđ eftir foreldra sína sem voru ţekktir listaverkasafnarar, sem keyptu málverkiđ áriđ 1994, getur vart hafa sett Ísland á hausinn áriđ 2008. En hvađ veit ég?

Hvenćr endar hin sér íslenska vitleysa? Vonandi verđur sérstakur saksóknari eins duglegur viđ ađ lögsćkja bankabófana og hann hefur veriđ í ţessu nýupptekna fölsunarmáli. Fyrir nokkrum árum síđan var málverkafölsunarmáliđ taliđ eitt mesta og dýrasta mál landsins. Nú eru slík mál bara peanuts bćđi hvađ varđar stćrđ og kostnađ.

bf6c200b165df26bf08deb3f0725afad.jpg

Tvćr falsanir af 900 ?

766301.jpg

Fyrr í ár var samţykkt ţingsályktunartillaga um ráđstafanir gegn málverkafölsunum. Ég skrifađi skömmu áđur lítillega um máliđ hér á Fornleifi.

Í fyrradag kom svo upp enn eitt fölsunarmáliđ. Forvörđurinn Ólafur Ingi Jónsson hafđi frétt af tveimur málverkum eftir Svavar Guđnason á uppbođi hjá uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Hann taldi sig ţegar sjá, ađ um falsanir vćri ađ rćđa. Hann sendi um ţađ greinargerđ eđa eitthvađ ţvíumlíkt til embćttis Ríkissaksóknara, sem svo glćsilega tókst ađ klúđra fyrri fölsunarmálum međ lagatćknilegu rugli. En nú átti greinilega ađ sýna röggsemi svo embćttiđ sendi lögreglunni í Kaupmannhöfn tafarlaust beiđni um ađ koma í veg fyrir sölu málverkanna, ţví ţau voru talin fölsuđ.

Ađ morgni ţess dags sem uppbođiđ átti ađ vera hafđi lögreglan í Kaupmannahöfn samband viđ uppbođsfyrirtćkiđ sem tók myndirnar af skrá, allt fyrir orđ sérfrćđings sem ađeins hafđi séđ ljósmyndir af málverkunum en ekki skođađ ţćr hjá uppbođsfyrirtćkinu eđa rannsakađ. Ţess verđur ţó ađ geta, ađ danska lögreglan vildi ekki gefa Bruun Rasmussen upp, hverjir hefđi kćrt í málinu og hver héldi ţví fram ađ málverkin vćru fölsuđ. 

_lafur_forvor_u.jpg
Ólafur Ingi Jónsson forvörđur Listasafns Íslands.

 

Íslenskir fjölmiđlar hafa nokkrir greint frá málinu og út frá ţeim fréttaflutningi má ćtla ađ málverkin séu m.a. talin fölsuđ, ţar sem ţau eru máluđ međ alkyd litum (akryl) og er ţví haldiđ fram í fjölmiđlum ađ slík málning hafi ekki veriđ framleidd fyrr en eftir dauđa listamannsins, Svavars Guđnasonar (1934-1988).  Í fyrri málum hefur einnig veriđ haldiđ fram ađ undirskriftin, signatúrinn, sé ekki Svavars sjálfs og ađ myndirnar séu viđvaningslegar. Ţar ađ auki var ţví fleygt fram í fjölmiđlum nú ađ málverkin sem síđast voru á uppbođi Bruun Rasmussens vćru líklega máluđ eftir fyrirmyndum.

Málverkin keypt áriđ 1994

Af uppbođsgögnum, sem ţví miđur voru dregin til baka, má sjá úr hvađa safni ein myndanna var. Ţađ voru hjón á Jótlandi sem voru ţekkt fyrir listaverkasafn sitt. Dönsk listasöfn höfđu haldiđ sér sýningar á hlutum ţess safns.  Sonur ţeirra erfđi öll listaverkin ađ ţeim látnum. Eins og einn sýnandi verka foreldra hans sagđi, ţá var hann dreginn međ á sýningar og listasöfn allan sinn barndóm, settur á baksćtiđ í bílnum međ bunka af Andrés Andarblöđum, međan foreldrarnir keyptu inn listaverk og ţrćddi öll listsöfn hins siđmenntađa heims međ hann á aftursćtinu. Hann selur nú ţessi verk sem hann hefur engan persónulegan áhuga á.  

Ég hafđi samband viđ K.O. son hjónanna og hann var undrandi ađ heyra ađ mynd hans hefđi veriđ tekin af uppbođinu og ađ hún vćri nú í vörslu lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Hann á kvittun fyrir kaupum málverkanna og voru ţau keypt af foreldrum hans af galleríi í Grřnnegade í Árósum 1994.

Vilhjálmur Bjarnason veit eitthvađ sem Bruun Rasmussen veit ekki

Vilhjálmur Bjarnarson alţingismađur, einn ţeirra sem setti fram ţingsályktunartillöguna sem fyrr er nefnd, hélt ţví fram viđ RÚV í gćr (24.9.2014) ađ honum vćri "kunnugt um ţađ ađ Bruun Rasmussen hafđi vísbendingar um ţađ áđur ađ verkin vćru fölsuđ. Ţannig ađ ţađ var ósköp einfalt ađ leita ţessara leiđa. " Ţetta bar ég í morgun undir Niels Raben hjá Bruun Rasmussen, sem sagđi ţađ af og frá. Hann hefđi ekki vitađ né haft neinar vísbendingar um ađ verkin vćru hugsanlega fölsuđ fyrr en hann fékk erindi frá Kaupmannahafnarlögreglunni, sem ekki vildi gefa upp hver á Íslandi kćrđi myndirnar sem falsanir.

Vilhjálmur Bjarnarson verđur ađ skýra ţessi orđ sín, og nú er líklega komiđ ađ ţví ađ framkvćma ađrar "rannsóknir" en ađ dćma út frá ljósmyndum á vefsíđum. Ţađ stenst einfaldlega ekki frćđilega og mađur leyfir sér ađ lýsa furđu á vinnubrögđum Ríkissaksóknara, ţó ţađ sé greinilega komiđ í tísku af öđrum sökum.

Ţáttur Ríkissaksóknara

Ég á mjög erfitt međ ađ skilja, hvernig hćgt er ađ fá Ríkissaksóknara ađ ađhafast nokkuđ í máli nema ađ fyrir liggi einhvers konar rannsókn, t.d. ferđ Ólafs Inga til Uppbođshúss Bruun Rasmussens í Bredgade í Kóngsins Kaupmannahöfn, ţar sem hann hefđ getađ skođađ myndirnar gaumgćfilega. En ţađ eru greinilega ekki venjulegar ađferđir Ólafs Inga eđa stofnunar ţeirrar sem hann vinnur fyrir. Eins má furđu sćta, ađ sú deild lögreglunnar í Kaupmannahöfn sem gerđi verkin upptćk sl. ţriđjudag hafi ekki viljađ upplýsa hver hafi sett fram ákćru og á hvađa grundvelli. Ţar međ hefur danska lögreglan líklegast brotiđ dönsk lög segir mér lögfróđur vinur minn.

Lesendur Fornleifs muna kannski eftir furđumyndunum 24 sem Ólafur Ingi sagđi hollenskar og frá 17. öld. Ţćr voru nú ekki hollenskar og eru frá 18. öld og eru líklegast málađar af Sćmundi Hólm, fyrsta Íslendingnum sem gekk á listaakademíu. Ólafur hélt meira ađ segja lćrđan fyrirlestur á Listasafni Íslands um hollensku málverkin áđur en ég sýndi fram á annađ og meira, sjá hér og hér.

Enn er ég ekki búinn ađ sjá neinn rökstuđning frá Ólafi Inga Jónssyni fyrir yfirlýsingum hans um ađ 900 falsanir séu í umferđ. Vissulega hafa veriđ falsanir í umferđ á Íslandi, og dreg ég ţađ ekki í vafa, en ţađ gefur mönnum ekki "veiđileyfi" á listaverkasala og uppbođshús ef haldbćrar sannanir liggja ekki fyrir. Enn hef ég ekki séđ efnagreiningar eđa lćrđar greinar eftir Ólaf forvörđ. Er ekki komin tími til fyrir Listasafn Íslands ađ gefa ţađ út?  Er hćgt ađ tjá sig um málverkafalsanir án ţess? Er nóg ađ mćta međ sjónvarpsmenn í gallerí, eins og Ólafur hefur gert í Reykjavík, og heimta ađ fá ađ rannsaka verk í beinni útsendingu. Hvađ varđ um hinn undirbyggđa grun, svo ekki sé talađ um grunninn?


Spurning á 400 ára fćđingarafmćli Hallgríms

hallgrimur_p2.jpg

Margrét Eggertsdóttir, einn helsti sérfrćđingurinn á sviđi starfs og lífs Hallgríms Péturssonar, hefur haldiđ ţví fram ađ ţađ sé ekki ađ finna tangur né tetur af gyđingahatri í Passíusálmum hans. Hún hefur ţó ekki sett fram nein haldbćr rök fyrir ţví, utan ađ sveifla sérfrćđingskortinu. Margrét er vitaskuld ekki gyđingur og leggur allt annađ mat á illa orđrćđu um gyđinga en gyđingar sjálfir, sem lesiđ hafa Passíusálmana og undrast ţađ sem vel má kalla dýrkun ţeirra og Hallgríms á Íslandi.

Hverjir ađrir en gyđingar hafa bestan skilning og dómgreind á ţví hvađ gyđingahatur er? Ţeir verđa fyrir ţví hatri, og hafa orđiđ fyrir ţví síđan ađ frumkirkjan hóf ađ stunda skipuleg leiđindi og ofsóknir gegn ţeim, ofsóknir sem leiddu til annars og verra og ađ lokum leiddi ţađ af sér helförina og ofsóknir í garđ Ísraelsríkis, sem til varđ vegna afleiđinga hatursins í Evrópu og annars stađar.

Áriđ 2011 gagnrýndi Stofnun Símon Wiesenthals, SWC, dýrkun á Passíusálmunum á Íslandi, ţví stofnunin telur sálmana andgyđinglega. SWC freistađi ţess ađ fá RÚV til ađ láta af árlegum lestri sálmanna. Margrét Eggertsdóttir sagđi ţá í raun rabbínum stofnunar Simon Wiesenthals, sem berjast gegn gyđingahatri, ađ ţeir vissu ekki hvađ gyđingahatur vćri. Páll Magnússon útvarpsstjóri vitnađi í sérfrćđiţekkingu hennar ákvörđun sinni til stuđnings. Passíusálmarnir verđa lesnir um ókominn tíma á RÚV og eru jafnöruggur dagsskrárliđur og hatur sumra fréttamanna RÚV í garđ Ísraelsríkis. Á Íslandi vega orđ Íslendinga meira en útlendinga og vitaskuld eru Íslendingar langtum meiri sérfrćđingar í gyđingahatri en gyđingar. Ţarf ađ spyrja ađ ţví?

En af hverju er ţetta gyđingahatur í Passíusálmunum ekki ađ finna í ţeim guđspjöllum sem  Hallgrímur orti upp úr, eđa telur Margrét bara ađ gyđingahatur sé óţarfa hársćri?

Fornleifur og fjöldi manna sem lesiđ hafa Passíusálma Hallgríms Péturssonar telja ţá innihalda svćsiđ, guđfrćđileg gyđingahatur (Anti-judaisma) 17. aldar,  sem  bćđi er tímaskekkja og smekkleysa, sér í lagi ef sálmarnir eru taldir uppbyggilegir og jafnvel mikil list sem á erindi til fólks á 21. öld. 

Til dćmis vekur ţađ furđu manna erlendis, ađ dćmigert trúarlegt gyđingahatur 17. aldar, sem er mjög ríkt í Passíusálmunum, sé enn vinsćlt og í hávegum haft á Íslandi á 21. öld. Menn undrast einnig ađ yfirlýstir guđleysingjar og trúleysingjar úr röđum íslenskra ţingmanna og annarra stjórnmálamanna flykkjast í kirkjur fyrir páska til ađ lesa upp úr sálmunum (síđast hér). Helgislepjan er ţá mikil, líkt og tvískinnungurinn. Ţetta einkennilega trúarćđi trúleysingjanna virđist reyndar vera bundiđ viđ Passíusálmana. Einhver fullnćging hlýtur ađ fylgja ţessari fíkn yfirlýstra atheista eftir sálmalestri í kirkjum. Ég hef vitaskuld velt ţví fyrir mér, hvort ţađ sé í raun gyđingahatriđ í sálmunum um manninn sem ţetta fólk trúir alls ekki á, sem gerir trúleysingja ađ sálmaáhugafólki?

Persónuleg lífsreynsla Hallgríms og gyđingahatur

Margrét Eggertsdóttir sagđi um daginn viđ opnun nýrrar sýningar um Hallgrím á 400 ára afmćlishátíđ hans, ađ "persónuleg lífsreynsla Hallgríms skíni í gegnum margt af ţví sem hann hefur ort og gert."

Réttmćt ţykir mér í ţví sambandi ţessi spurning :

Hvađa lífsreynsla síra Hallgríms gerđi ţađ ađ verkum ađ hann er svo illur í orđi gagnvart gyđingum, svo mikiđ ađ hvergi finnst annađ eins í varđveittum trúarlegum kveđskap frá 17. öld?

Hér skal reynt ađ svara ţví:

Marteinn Lúther

Eins og allir vita ritađi Lúther, guđfrćđingurinn međ harđlífiđ, rćtinn og sviksamlegan bćkling um gyđinga  Von den Jüden und i[h]ren Lügen sem út kom áriđ 1543. Hann bćtti um betur og gaf sama ár út ritiđ Vom Schem Hamphoras und vom Geschlecht Christi, sem skreytt var međ myndum af gyđingum í miđur siđlegum atlotum viđ gyltu (sjá neđar), sem var vel ţekkt minni úr kaţólskri list.  Ţrátt fyrir "siđbót" tók Lúther ţađ versta upp úr kaţólskri "guđfrćđi".

Líkt og sumir Íslendingar hatast út í múslíma í dag og t.d. halal-slátrađ kjöt ţeirra, sagđist Lúther hafa borđađ kosher mat, ţađ er kjöt af gripum sem slátrađir voru schechíta (slátrađ ađ hćtti gyđinga), og hafa orđiđ illt af. Lúther taldi gyđinga hafa reynt ađ byrla sér eitur. Ţau rit ţar sem Lúther greindi frá ţessu hatri sínu voru til í Kaupmannahöfn og hafa veriđ ađgengileg manni sem lćrđi til prests í Kaupmannahöfn. Ţess ber einnig ađ geta ađ nasistar notuđust óspart viđ ţessi rit Lúters sér til halds og gagns, og lúterska kirkjan hefur enn ekki beđist afsökunar á framferđi sínu eins og t.d. sú kaţólska hefur veriđ ađ myndast viđ ađ gera. Í litlu lútersku landi á hjara veraldar ţykir enn fínt ađ ţylja andgyđinglega, lúterska sálma.

wittenberg_judensau_grafik.jpg

 

Sumir guđfrćđingar lútersks siđar hafa afsakađ ţessi rit meistara síns međ ţví ađ halda ţví fram ađ gyđingahatriđ í Lúther hafi mest veriđ í nösunum á honum og hafi raun veriđ "hluti af stefnu hans gagnvart kaţólsku kirkjunni". Ţađ er vitaskuld dómadags rugl. Bábiljan lifir sem sagt enn, og er varin af lúterskum trúfrćđingum og líka kaţólskum. Ţá er ekki ađ furđa ađ menn dáist af Passíusálmunum, sem endurspegla andgyđinglega guđfrćđi Lúthers. En samt afneita "frćđimenn" og útvarpsstjóri Íslandi, og auđvitađ Egill Helgason sá er allt veit, ađ ţađ sé gyđingahatur í Passíusálmunum. 

Gyđingahatur Lúthers, sem ţjóđkirkja Íslendinga kennir sig viđ, hefur međ sönnu mótađ gyđingahatriđ í Passíusálmunum. Hiđ trúarlega gyđingahatur voru helstu fordómar Norđurevrópumanna á 17. öld. Undantekningu var ţó ađ finna í hluta samfélagsins í Hollandi.

Gyđingahatur var ríkt á tímum Hallgríms

Er Hallgrímur dvaldi í Kaupmannahöfn gekk bylgja af gyđingahatri yfir Danaveldi, fyrst og fremst ćttuđ úr Ţýskalandi. Gyđingahatur var ţó engin ný bóla, heldur löng hefđ úr kaţólskum siđ, sem Lúterstrúarmenn létu ekki af og gagnrýndu ekki. Gyđingahatriđ var eins og elexír fyrir kristna trú á ţessum tíma. Lúterskir biskupar Danmörku vildu fyrir enga muni leyfa gyđingum ađ setjast ađ í Danmörku ţegar ţađ kom til tals. Gyđingar voru hins vegar afar fáir í Danaveldi og ţeir sem til Kaupmannahafnar komu og ćtluđu sér ađ vera ţar eđa ađ halda til Íslands, var skipađ ađ taka kristna trú. Ţađ gerđist t.d. áriđ 1620 er Daniel Salomon, fátćkur gyđingur frá Pólandi var skírđur í Dómkirkju Kaupmannahafnar ađ viđstöddu margmenni og konungi. Síđar, áriđ 1625, fékk hann 6 ríkisdali frá konungi til ađ halda til Íslands. Ţá hét hann ekki lengur Daniel, heldur Jóhannes Salómon.

Glückstadt

En leiđum hugann ađ veru Hallgríms í Danaveldi. Sagan segir, ađ áđur en Brynjólfur Jónsson (síđar biskup) kom Hallgrími til náms viđ Frúarskóla í Kaupmannahöfn, hafi Hallgrímur hugsanlega veriđ járnsmíđasveinn bćnum Glückstadt í Suđur-Slésvík (Ekki Lukkuborg eins og sést hefur í ritum íslenskra sérfrćđinga um Hallgrím; Lukkuborg eđa Glücksburg er allt annar stađur en Glückstadt).

Brynjólfur mun hafa heyrt Hallgrím bölva húsbónda sínum á íslensku. Portúgalskir gyđingar voru ţá farnir ađ setjast ađ í Glückstadt, bć sem Kristján 4. stofnađi áriđ 1616. Hugsast gćti ađ Hallgrímur hafi veriđ í vist hjá gyđingakaupmönnum sem hann bölvađi, eđa veriđ nágranni ţeirra, t.d. Samuel Jachja, sem einnig kallađi sig Albert Dionis (einnig Anis eđa Denis og jafnvel Jan Didrichs; Portúgalskir Gyđingar notuđu oft mörg mismunandi nöfn allt fram á 20. öld; Ţessi nafnafjöldi var oft til ţćginda og til ađ koma í veg fyrir gyđingahatur), sem ţekktur var fyrir myntfölsun og ţrćlaverslun og var einmitt beđinn um ađ setjast ađ í Danaveldi vegna ţess, Samuel Jachja og auđur hans og sá auđur sem beindi til Glückstadts byggđi bćinn upp. Hins vegar gćti Hallgrímur allt eins hafa veriđ vinnumađur Danans Hans Nansen, guđhrćdds lúthertrúarmanns, sem settur var yfir Íslandsverslunina, Islandske Kompagni, sem frá 1628 hafđi sínar bćkistöđvar í Glückstadt. Auđur Íslands var einnig notađur til byggingar bćjarins. Nansen var hins vegar einn versti arđrćninginn sem "verslađ" hefur á Íslandi í einokuninni. Hann varđ síđar borgarstjóri Kaupmannahafnar, vellauđugur af viđskiptum sínum á Íslandi. Albert Dionis (Anis, Denis, Didrichs) setti ásamt öđrum gyđingum í Glückstadt einnig fjármagn í Íslandsverslunina og lagđi til skip ţegar fáir sigldu til Íslands.

gavnoe_anti-semitism.jpg
Háđungsleg mynd af gyđingum ađ deila um ritninguna. Málverkiđ (olía á fjöl) hangir í höll Thott ćttarinnar á Gavnř á Suđur-Sjálandi og er greinilega frá síđari hluta 16. aldar og ţýskt ađ dćma út frá textanum í bók sem gyđingarnir eru ađ bera saman viđ sinn Tanach (Nevi´im Aharonim) og stendur bókin opin viđ Jesaja 4:18 : Höret, ihr Tauben, und schauet her, ihr Blinden, daß ihr sehet!. Fjallađ var fyrir nokkrum árum síđan um málverkiđ í tímaritinu Rambam sem ég var ritstjóri fyrir í nokkur ár. 

 

Tíđarandinn var andgyđinglegur trúarlega séđ, ţó svo ađ konungur byđi gyđingum fríhöfn í Glückstadt. Í Danmörku var öđrum en Lútherstrúarmönnum bannađ ađ búa eđa setjast ađ. Vinátta og gestrisni Kristjáns 4. viđ gyđinga af portúgölskum uppruna, sem hann leyfđi ađ setjast ađ i Glückstadt kom sömuleiđis ađeins til af ţví ađ konungur sá sér fjárhagslegan ávinning í ţví. Hallgrímur gćti hafa kynnst gyđingahatrinu í bćnum Glückstadt (ef upplýsingarnar í ţjóđsögunni um veru hans ţar eru réttar) og hann gćti einnig hafa kynnst ţví međal guđfrćđinganna sem kenndu honum í Frúarskóla í Kaupmannahöfn.

Ţađ var ekkert í lífi Hallgríms, sem viđ ţekkjum sem réttlćtt getur hatriđ í píslarlýsingum hans. Ţetta hatur finnst, eins og áđur segir, alls ekki í nýja Testamentinu nema ef ţađ er túlkađ á hatursfullan hátt, líkt og öfgamúslímar hafa túlkađ Kóraninn til ađ myrđa međ honum og aflima fólk. Sálmarnir eru ţví afurđ ţess tíma sem Hallgrímur lifđi á. Ef menn telja ţann tíma eiga listrćnt og siđferđilegt erindi  viđ fólk á 21. öld, er kannski eitthvađ mikiđ ađ í ţví landi sem slíkt gerist, eđa hjá ţví fólki sem slíkt bođar. Ţetta hatur var hluti af ţeim tíma sem hann lifđi á.

Passíubókmenntir 16. og 17. aldar

Fólk sem kallar sig sérfrćđinga í lífi og verkum Hallgríms,  og sem segir lífsreynslu hans hafa mótađ list hans verđa ađ kynna sér líf hans og tíđarandann í Danmörku og Glückstadt betur. Ţeir verđa ađ ţekkja guđfrćđilegt hatur kennara hans viđ Frúarskóla og hatriđ í ritum Lúthers, hatriđ í ritinu Soliloquia de passione Jesu Christi , píslarsögu eftir ţýska skáldiđ Martin Moller (1547-1606) sjá hér, (Soliloquia de passione Jesu Christi ) sem greinilega hafa haft mikil áhrif á Hallgrím og sem var ţađ sama og í Passíusálmum hans. Píslarsagan eftir Martein Moller, sem reyndar er ekki lesin upp í útvarpi í Ţýskalandi, var gefin út á íslensku fram á miđja 18. öld í ţýđingum Arngríms lćrđa og einnig Péturs Einarssonar lögréttumanns. Greinilegt er ađ eftirspurn hafi veriđ eftir slíkri afurđ međal Íslendinga í trúarhita 17. og 18. aldar.

Önnur íslensk skáld, sem uppi voru á sama tíma og Hallgrímur, voru ekki ekki eins hatrömm í garđ gyđinga og hann. Jón Ţorsteinsson prestur í Vestmannaeyjum, sem var veginn í Tyrkjaráninu skrifađi t.d. og fékk prentađa Genesis-sálma á Hólum, ţar sem ekki var ađ finna snefil af illyrđum um gyđinga. Ţađ hlýtur ađ hafa veriđ eitthvađ í lífsreynslu Hallgríms sem gerđi hann örđuvísi en t.d. Jón Píslarvott í Eyjum.

Međan Passíónsbók Marteins Mollers er ađ mestu gleymd og grafin í Ţýskalandi eru Íslendingar, og jafnvel örgustu trúleysingjar á hinu háa Alţingi, á kafi í dýrkun Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Ţegar menn gera sér grein fyrir ţví ađ Hallgrímur var ekkert öđruvísi en samtími hans, sjá ţeir kannski hatriđ sem skín út úr sálmum hans.

Ţađ er frekar frumstćtt hatur 16. og 17. aldar sem ekkert erindi á til okkar á 21. öld frekar en hatursrit Marteins Lúthers, safarík passíón Mollers eđa ţá Öfgaíslam. 


Fiskveiđimaskína Sćmundar Magnússonar Hólm

saemundur_fornleifur.jpg

 

Ekki alls fyrir löngu skrifađi ég um 24 olíumálverk frá Íslandi sem Ţjóđminjasafninu áskotnađist áriđ 1928 úr dánarbúi dansks baróns. Ţau eru nú geymd í Listasafni Íslands. Myndirnar áttu ađ sýna ýmsa stađi á Ísland, en sýna miklu heldur ímyndunarafl listamannsins sem málađi myndirnar. Ég tel nokkuđ víst, ađ Sćmundur Hólm (1749-1821) hafi veriđ höfundur myndanna og ađ hanni hafi selt ţćr Otto Thott greifa. Fćrđi ég fyrir ţví ýmis rök (sjá hér og hér).

Otto Thott greifi skildi eftir sig meira sem Sćmundur hafđi gert og selt honum. Greifinn hefur ugglaust veriđ velunnari margra stúdenta á listaakademíunni í Kaupmannahöfn, en ţar var Sćmundur fyrsti Íslendingurinn sem stundađi nám. Otto Thott var líka mikill bóka og handritasafnari og safnađi m.a. ritum upplýsingaaldar. Eftir hann liggur eitt merkilegasta safn pólitískra ritlinga á franska tungu, sem margir hverjir varđveittust í Danmörku en ekki í ringulreiđ byltingar í Frakklandi fallaxarinnar. Thott greifi var afar upplýstur mađur. Hann safnađi sömuleiđis bókum og ritum um alls kyns atvinnubćtur og nýjungar í anda upplýsingaaldarinnar. Hann unni sömuleiđis mjög myndlist og fornum frćđum, ţó svo ađ hann hefđi ekki hundsvit á ţeim efnum. Í höll Thotts á Gavnř á Suđur-Sjálandi hangir fjöldi málverka af ţekktum persónum sögunnar. Myndirnar eru greinilega málađar eftir prentmyndum og koparristum. Gćđin eru ekki mikil og ţađ lćđist ađ manni sá grunur ađ Thott greifi hafi látiđ mála ţessar myndir fyrir sig á akademíunni. Vel get ég ímyndađ mér ađ Sćmundir ćtti ţar einhver verkanna.

Machina Sćmundar Hólm

Sćmundi var meira til listanna lagt. Hann úthugsađi líka vélar, Machinu, til fisk og selveiđa. Hann settist niđur og handritađi lítinn ritling á kynvilltri dönsku og myndskreytti, ţar sem hann lýsti tillögum sínum ađ veiđiađferđum á fiski og selum sem honum hafđi dottiđ í hug. Ritlinginn kallađi hann Nogle Tanker om Fiske og Laxe Fangsten.

Ég tel nćsta víst ađ verkiđ Traité général des pesches, et histoire des poissons qu'elles fournissent  (Almennar frásögur af fiskveiđum, og saga af fiski ţeim sem ţćr fćra) hafi haft einhver áhrif á Sćmund. Höfundar verksins voru Henri-Louis Duhamel du Monceau (1700-1782), sem var einn af risum upplýsingaaldarinnar í Frakklandi, og Jean-Louis De La Marre. Byrjađ var ađ gefa út ritiđ, sem var í ţremur bindum, í París áriđ 1769. Hér er hćgt ađ fletta verkinu góđa.

silungar.jpg
Teikning af laxfiskum í bók  Duhamel du Monceau og de la Marre

 

Ugglaust hefur ţetta verk veriđ til í einkabókasafni Thotts greifa, og einn ţeirra 120.000 titla sem eftir hans dag voru seldir hinu Konunglega Bókasafnsins. Eins tel ég nokkuđ öruggt ađ Sćmundur hafi komist í ţetta verk og hugsanlega hjá greifanum. Ţađ var ekki langt ađ ganga frá Listaakademíunni yfir í Kaupmannahallarslot Thotts, sem kallađ var Det Thottske Palae, sem á okkar tímum hýsir franska sendiráđiđ í Danmörku. Svo tilgátusmíđum og vangaveltum sé haldiđ fjálglega áfram, ţykir mér allt eins líklegt ađ Sćmundur hafi, líkt og íslendinga er siđur, sniglast í kringum fyrirmenn og fengiđ ađ skođa og lesa í ţessu merka franska verki um fiskveiđar og fiskirćkt.

Ljóst ţykir mér af öllu, ađ Sćmundur hafi veriđ okkar fyrsti Georg gírlaus, en greinilega var hann einnig haldinn vćgum átisma. Hann gat ekki lćrt dönsku sér til gagns, og latína var ekki hans sterka hliđ ef dćma skal út frá fleygum orđum á latínu á forsíđunni. En hann sá hins vegar smáatriđi í eldgosum og úthugsađi vélar í smáatriđum til ađ efla veiđar. Ekki ćtla ég ađ dćma um notagildi fiskivélar Sćmundar, en skemmtileg er hugmyndin.

tabula_vii_skarp_c.jpg
 
tab_iii_karlar_1245452.jpg
Hugmyndir Sćmundar Hólm
 
part_2_section_2_plate_17_b.jpg
Úr bók  Duhamel du Monceau og de la Marre 
 

Hvort Sćmundur hefur hugsađ sér ritkorn sitt til útgáfu, er ekki hćgt ađ segja til um međ vissu, en ţađ ţykir mér ţó líklegt. Greinilegt er út frá lýsingum á stađháttum ađ Sćmundur hefur haft íslenskt umhverfi í huga, enda hvergi neitt landslag í núverandi Danmörku sem líkist ţví sem hann lýsir í ritlingnum. Handritiđ komst í safn Háskólabókavarđarins, guđ og sagnfrćđingsins Abrahams Kall, sem var einnig mikill safnari í samtíđ sinni. Safn hans var síđar selt Konunglega bókasafninu. Handritiđ međ ţönkum Sćmundar um fisk og laxveiđar fékk handritaeinkennisstafina Kall 628 b 4to.

Hér skal ráđin bót á ţekkingarleysi Íslendinga á ţessu framtaki Sćmundar Hólm. Fornleifur gefur hér međ út lýsingu Sćmundar Magnússonar Hólm á fiskveiđimaskínu hans. Bókina er ekki hćgt ađ kaupa.

Hér er hćgt ađ lesa ritling Sćmundar Hólms Nogle Tanker om Fiske og Laxe Fangsten og hér má betur skođa myndir ritlingsins.

Hér er síđan hćgt ađ lesa afritun mína af af textanum í ritlingnum međ myndum Sćmundar.


Eldgosamyndir Sćmundar Hólm

katla_naermynd_eldingar.jpg
 

Nú á tímum flýgur meistari Ómar Ragnarsson jafnan fyrstur yfir nýbrunnin hraun og landbrot og getur samtíminn lengi ţakkađ honum ţau afrek, ţótt sum ţeirra jađri jafnvel viđ lögbrot.

Á 18. öld var Sćmundur Magnússon Hólm, prestur, listamađur og altmúligmađur ein besta heimild okkar um eldsumbrot. Sćmundur var jafnvel svo góđur, ađ han skrifađi bók, sem kom út á dönsku (Om Jord-Branden paa Island i Aaret 1783)  og ţýsku  (Vom Erdbrande auf Island im Jahr 1783) um Skaftárelda, og ţađ án ţess ađ hafa séđ eldana sjálfur. Reyndar var Sćmundur fćddur í Međallandssveit og kannađist ţví vel viđ alla stađhćtti. Lýsingar hans á Skaftáreldum byggja ţó eingöngu á rituđum frásögnum sem honum bárust til Kaupmannahafnar, ţar sem hann dvaldist viđ nám á međan á gosinu stóđ.

Ţótt áhugamenn um íslenska eldfjallasögu ţekki flestir rit Sćmundar um Skaftáreldana 1783, ţá kannast líklegast fćstir viđ litađar pennateikningar hans af ýmsum íslenskum eldfjöllum og gosum ţeirra. Sćmundur hófst greinilega allur á loft og teiknađi gos, sum hver sem hann hafđi aldrei séđ.  Hvađ hefđi ţessi mađur ekki getađ gert hefđi hann flogiđ FRÚ eins og Ómar. 

Myndir Sćmundar eru í dag geymdar á Konunglega Bókasafninu í Kaupmannahöfn og í fyrravor gerđi í mér ferđ á safniđ til ađ skođa ţćr og fékk ađ ljósmynda án eldingarljósa. Nú á ţessum síđustu gosvikum deili ég nokkrum af ţessum lélegu ljósmyndum mínum međ ykkur til ađ minnast meistara Sćmundar, sem var margt til lista lagt (eins og áđur greinir; sjá hér og hér).

Af ţessu má ef til vill sjá ađ Ármann Höskuldsson og  Magnús Tumi Guđmundsson komast ekki međ tćrnar ţar sem Sćmundur hafđi hćlana. Sérhver öld rúmar nefnilega ekki marga háfleyga Íslendinga.

Efst er mynd af Kötlugjá svo af Heklu, Skaftáreldum, Trölladyngju og Súlu. Líklegt er ađ Sćmundur hafi séđ gosiđ í Heklu áriđ 1766, ţá sautján vetra, en 1755 var hann ađeins sex ára er Katla gaus, en hver veit, ef til vill hefur hann séđ gosiđ. Takiđ eftir lýsingu hans á Kötlugosinu (efst). Jafnvel má sjá eldingar í gosmekkinum.

eldingar_yfir_eyjafjallajokli.jpg

Eldingar yfir Eyjafjallajökli

kotlugja.jpg
 

 

hekla.jpg
 
skaftarjokull.jpg
 
trolladyngja.jpg
 
sula.jpg

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband