Bloggfćrslur mánađarins, júní 2018

Elsta hljóđfćriđ á Íslandi er alls ekkert hljóđfćri

Munnharpa Stóra Borg
Áriđ 1982 vann ég viđ fornleifarannsóknina á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Ţá var ég nemi á öđru ári í fornleifafrćđi í Árósum í Danmörku. 

Á Stóru-Borg fundust býsnin öll af forngripum, sem margir hafa síđan fariđ forgörđum, ţar sem ţeir fengu ekki tilheyrilega forvörslu.

Viđ sem störfuđum viđ rannsóknina, unnum kauplaust fram á nćtur til ađ hreinsa gripina, setja ţá í kassa og poka og skrá. Lífrćna hluti, leđur, vađmál, viđ og bein settum viđ í poka međ tego-upplausn, sem var efni sem venjulega var notađ viđ handhreinsun á skurđstofum. Ţessi gćđavökvi átti ađ halda bakteríugróđri niđri ţangađ til lífrćnir gripir voru forvarđir. En hann reyndist vitaónothćfur. Margt af vinnu okkar var unnin fyrir gíg, ţar sem gripirnir fengu heldur ekki nauđsynlega forvörslu ţegar ţeir komu á Ţjóđminjasafniđ.

Einn hlutur fannst ţađ sumar, úr járni, sem einna helst líktist einhverjum keng eđa hluta af beltisgjörđ. Ég lét mér detta í hug ađ ţarna vćri komin munngígja, sem sumir kalla gyđingahörpu (jafnvel júđahörpu ef svo vill viđ) vegna áhrifa frá ensku, ţar sem slíkt hljóđfćrđi nefnist stundum Jew´s harp, sem mun vera afmyndun af Jaw´s-harp. Hljóđfćri ţetta kemur gyđingum ekkert viđ.

Er ég sneri til Danmerkur síđla sumars 1982, hljóp ég strax í bćkur, greinar og sérrit sem til voru um hljóđfćri á Afdeling for middelalder-arkćologi í Árósum, ţar sem ég stundađi mitt nám. Ţar hafđi einhver sett ljósritađa grein um Maultrommel, sem ţetta hljóđfćri heita á ţýsku. Mig minnir ađ greinin hafi veriđ austurrísk og ađ einn höfundanna hafi heitiđ Meyer. Fann ég greinina í sérritakassa í hillunum međ bókum um hljóđfćri og tónlist á miđöldum.

Í greininni fann ég mynd af munngígju, eđa verkfćri sem menn töldu ađ hefđi veriđ munngígja, sem var mjög lík ţví sem fannst á Stóru-Borg, en ţó ólíkt flestum öđrum munngígjum. Ég sendi Mjöll Snćsdóttur, yfirmanni rannsóknarinnar, ţessa grein og var heldur upp međ mér.

Mér er nćst ađ halda ađ greinin sem ég sendi Mjöll sé einmitt nefnd í ţessari austurrísku grein á netinu, og ađ myndin hér fyrir neđan sé nýrri ljósmynd af ţeirri ógreinilegu teikningu sem ég hélt ađ ćtti eitthvađ skylt viđ járnkenginn á Stóru-Borg.

Svissneskar munngígjur

Gígjur frá Festung Kniepaß bei Lofer í Austurríki

Maultrommel 2

Ýmis lög á munngígjum

Ekki gerđi ég mér grein fyrir ţví fyrr en nýlega, ađ ţessari upplýsingu minni var hampađ sem heilögum sannleika og hefur ţađ sem ég tel nú alrangt fariđ víđa, sjá hér, hér, hér, hér, í "ritgerđinni hennar Guđrúnar Öldu" eins og stendur á Sarpi án skýringa, og víđar.

En ţađ hefur sem betur fer gerst án ţess ađ ég sé á nokkurn hátt tengdur vitleysunni sem heimildamađur. Ég ţakka kćrlega fyrir ađ vera snuđađur um "heiđurinn", ţví ekki vil ég lengur skrifa viljugur undir álit mitt frá 1982.

Eftir 1982 hef ég lesiđ mér til um munngígur og veit nú ađ ţađ er nćrri ófćrt ađ fá hljóđ út úr gígju sem er smíđuđ úr flötu járni eins og járnhluturinn frá Stóru-Borg. Munngígju er flestar gerđar úr bronsi og steyptar eđa hamrađar ţannig til ađ ţversniđ gígjunnar er tígulaga eđa hringlaga. Ţćr gígjur sem eru úr járni eru einni formađur ţannig, og járniđ ţarf ađ vera í miklum gćđum. Efra myndbandiđ neđst frćđir menn um ţađ.

Járngripurinn á Stóru-Borg, sem mig minnir ađ ég hafi fundiđ, er ekki međ hring- eđa tígullaga ţversniđ, og er hvorki munngíga né elsta hljóđfćriđ sem ţekkt er á Íslandi. Ţađ er greinilegt ađ aldrei hefur veriđ teinn á ţessu ambođi.  

Ađ mínu mati ćttu munnhörpur ađ kallast munnhörpur, en ţađ orđ eins og allir vita upptekiđ. Munnharpan okkar hefur fengiđ nafn sitt úr ensku ţar sem munnharpa eru bćđi kölluđ mouth harp og harmóníka . Í Noregi var og er ţetta hljóđfćri kallađ munnharpe.  Ţess má geta ađ norskar munngígjur eru ekkert líkar ţví ambođi sem fannst á Stóru-Borg. Í Finnlandi er munngígja kölluđ munnihaarpu.

Ég mćli međ eftirfarandi myndböndum til ađ frćđast um munngígjur, sem eiginlega ćttu ađ kallast munnhörpur. Einnig er mikinn fróđleik ađ sćkja á vefsíđunni varganist.ru sem munngígjusnillingurinn Vladimir Markov stendur á bak viđ. Vargan er rússneskt heiti munngígjunnar.

Ţá er ekkert annađ ađ gera en ađ kaupa sér gott hljóđfćri og byrja á Gamla Nóa.


Kartöflurnar ţegar teknar upp í Ólafsdal

Ólafsdalur 2
Nú, ţegar fornleifagúrkan virđist sprottin úr sér á Ţingeyrum, berast gleđitíđindi úr Ólafsdal (í Dölum).

Ţar er nú fariđ ađ rannsaka skálarúst eina, forna.  Ţar eru ađ verki fornleifafrćđingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem ţrátt fyrir hiđ feikiríkisbáknslega nafn er bara einkabissness fornleifafrćđinga úti í bć sem ekki fá vinnu á Ţjóđminjasafninu. 

Ţađ er heldur ekki ónýtt ađ fyrrverandi ţjóđminjavörđur, einn sá besti á 20. öld, segir okkur fréttir af skála ţessum í Morgunblađinu sl. helgi (sjá hér).

Í sjálfu sér er ekkert nýtt ađ koma í ljós í Ólafsdal, ef svo má ađ orđi komast. Ţarna er greinilega ekki nein fucking "útstöđ" á ferđinni, eđa eskimóabćli, ađeins undirmálsskáli af norskri gerđ - um 20 metrar ađ lengd, sem virđist vera međalstćrđ húsa frá söguöld á Vestfjörđum. Skálinn er međ bogamyndađa veggi og viđ skálann eru líklega gripahús og hlađa, sem ekki er búiđ ađ fletta ofan af. Skálinn hefur ađ öllum líkindum veriđ lengdur, og má gera sér í hugarlund, ađ ţađ hafi gerst eins og sýnt er međ litum hér ađ ofan. Blálituđu veggirnir er viđbótin. Appelsínuguli liturinn sýnir grunnmynd upphaflega skálans. Sem sagt enn ein sönnun ţess ađ húsagerđ á Íslandi kom frá Noregi en ekki frá einhverjum hokinbökum međ litningagalla á Bretlandseyjum.

Spennandi verđur ađ sjá framvindu mála í Ólafsdal í sumar. Kartöflur uxu eitt sinn vel í Ólafsdal, en ef ég ţekki fólkiđ frá Fornleifastofnun rétt er ég ekki viss um ađ ţađ stundi fornleifagúrkurćkt í miklum mćli. 

Og ég sem hélt ađ menn ćtluđu ađ bjarga öllum rústunum og kumlunum sem eru ađ fara í sjóinn...

Viđbót síđar sama dag:

Nýrri mynd af rústinni sýnir ađ einhver minniháttar viđbygging hefur veriđ viđ hana. Myndina er hćgt ađ sjá á FB-síđur rannsóknarinnar, ţar sem einni er kynnt nýtt fornleifatvist.

Ólafsdalur3


Ţingeyraannáll inn ţriđji 2018

Kambur á Ţingeyrum
Nýlega lauk heldur snubbóttri auglýsingafornleifarannsókn á Ţingeyrum. Fréttaflutningur af rannsókninni var mjög fjölskrúđugur og byggđi vitaskuld á upplýsingum frá stjórnanda rannsóknarinnar hinum marsaga sagnarţuli Steinunni Kristjánsdóttur.

Upphaflega mátti skilja ađ nćr vćri taliđ víst ađ grafararnir vćru viđ ţađ ađ komast niđur á líkamsleifar munkanna sem dóu í hinum íslenska Svartadauđa, sem er pest sem ekki ţarf ađ eiga neitt skylt viđ ţann svartadauđa sem geisađi í Evrópu hálfir öld fyrr.

Fljótlega fannst hins vegar krítarpípa frá 17. öld, ofan á hausamótunum á munkunum sem bíđur ţess hlutverk ađ fćra okkur vitneskju, eđa réttara sagt allan sannleika um Svartadauđa.  Eins og lesendur Fornleifs geta séđ í fćrslunni hér á undan, var spá Fornleifs um niđurstöđur uppgraftrarins öruggari en venjuleg veđurspá á Íslandi.

Nú er rannsókninni lokiđ og Björn Bjarnsson fyrrv. ráđherra, sem er velunnari ţess sem er ađ gerast á Ţingeyrum, greinir frá niđurstöđum á ćvafornu á dagbókapári sínu, sem mun vera nćrri ţví frá miđöldum.

Björn birtir á bloggi sínu mynd af bronskambi skreyttum drekahausum, sem mér sýnist međ nokkurri vissu og ţekkingu líka, ađ sé frá lokum 12. aldar eđa byrjun ţeirra 13.Kamburinn fannst 22. júní sl.

Rannsóknin á Ţingeyrum virđist mér ţví vera hálfgerđur "dótakassi aldanna". Ţarna ćgir öllu saman, munkum sem dóu áriđ 1402 en sem finnast ekki, pípuhaus frá 17. öld, og forláta kambi frá fyrstu öld klausturlífis á Ţingeyrum. Allt er greinilega í belg og biđu, ţó ég efist ekki um ađ allt sé grafiđ upp mjög skikkanlega. En ţađ leitar á mann sú hugsun, ađ einhver hafi á síđari tímum veriđ ađ plćgja eđa frćsa í klausturstćđiđ, til ađ kartöflurnar yxu betur í menningarjarđveginum.

Yfirlýsingarnar sem leiđangursstjóri rannsóknarinnar á Ţingeyrum hefur sent frá sér eru heldur stórkerlingalegar. En slíkt mun nú vera í tísku á Íslandi. Helst skal ţađ sem sagt vera, vera algjörlega innistćđulaust og fyllilega ógrundađ, en algjör sannleikur ef ţađ er mćlt af konu. Ţess er nćr krafist af mönnum ađ ţeir ţekki allar niđurstöđur áđur en fariđ er ađ stađ. Annars fá menn ekki styrk. Orđiđ tilgáta á enn erfitt uppdráttar á Íslandi.

Nú er Steinunn Kristjánsdóttir, sem ţví miđur er ekki sérfrćđingur í miđaldafrćđum, kominn á ţá skođun ađ hún hafi veriđ ađ grafa í grunn húss Lárens (Lárusar) Christensen Gottrups sem var umbođsmađur á Ţingeyrum  frá 1685 og síđar lögmađur norđan og vestan 1695-1714. Ekki fann hún munkana, en pípan gćti jafnvel á einhverju stigi hafa veriđ í kjafti Gottrups.  Mćli ég međ ţví ađ DNA verđi skafiđ af pípunni, svo ţeim danska verđi gert hátt undir höfđi.

Kamburinn sem Björn Bjarnason segir frá er kirkjukambur sem lesendur Fornleifs hafa kynnst áđur, og ef ekki, ţá má lesa um ţá hér.  

Ţegar meira fé er komiđ í kassann, vonum viđ ađ gripirnir séu nćr hvorum öđrum í tíma en ţeir sem fundust á ţví herrans ári 2018, sem og ađ niđurstöđurnar séu meira samkvćmar sjálfum sér - eđa ađ ţađ sé ađ minnsta kosti einhver sannleiksţráđur í ţví sem logiđ er í fjölmiđlana. Annars verđur Fornleifi áfram skemmt konunglega og getur í allri teitinni enn og aftur minnst á fyrri yfirlýsingar Steinunnar um eskimóakvendi og fílamenn, svo nokkuđ af ţví furđulegasta sé nú reifađ enn einu sinni. 


Grafin upp pest og pípa

smell.jpg

Konu einni á Blönduósi varđ um og ó ađ heyra ađ fornleifafrćđingar vćru nú ađ grafa sig niđur í Svartadauđa á Ţingeyrum.  Hún las ţađ í Morgunblađinu (sjá hér og sér í lagi hér á Fornleifi í gćr. En síđar á gćrdeginum var RÚViđ komiđ međ fleiri fréttir af leit fornleifafrćđinganna ađ Svartadauđa (hér).

Svartidauđi átti samkvćmt Mogga ađ vera nánast undir nćstu hellu, og stutt var niđur á munka sem liđiđ höfđu hrćđilegan dauđdaga í Svartadauđa. En ţegar RÚV bar ađ garđi efldist yfirlýsingargleđin og fornleifafrćđingarnir komust í myndamöguleika og fundu viđ tćkifćriđ krítarpípuhaus frá 17. öld og munduđu honum í myndavélarnar.

Ţingeyrapípan
Vandast nú málin. Munkarnir á Ţingeyrum dóu Drottni sínum eđa einhverju öđru áriđ 1402 í Svartadauđa, en veriđ var ađ reykja rétt yfir hausamótunum á ţeim.

Íslendingar hafa ávallt veriđ framarlega á merinni, fremstir á međal ţjóđa, međ hlutverk fyrir mannkyniđ o.s.f. ....  Má búast viđ ţví ađ íslensk ruglufornleifafrćđi fari brátt ađ dylgja ađ ţví ađ Íslendingar hafi endurfundiđ Ameríku og hafi stađiđ í tóbaksflutningum og pípugerđ stuttu eftir 1402?

Ef mannkynssagan skal breytast, er auđvitađ ţjóđţrifaráđ ađ gera ţađ í Húnavatnssýslu, en hafa ber í huga ađ fornleifafrćđingurinn sem grefur nú upp Svartadauđa anno 1402 og pípu frá 17. öld í sömu andránni á langan feril ađ baki í ćvintýralegum tilgátum sem ekki stóđust. Hún hefur "fundiđ" fullt af sénsasjónum, t.d. eskimóa, fílamann og ýmsa furđugripi sem gleymdust ţó fljótlega eftir ađ ţeim var hampađ.

Konan á Blönduósi sem hrćđist enduruppvakningu Svartadauđa getur andađ rólega. En ţeir sem trúa á heppnina, á allt sé ţegar ţrennt er og snúa tarot kortum á morgnanna til ađ stýra degi sínum og gjörđum, segja vitaskuld ađ nú hljóti fornleifaspáin loks ađ rćtast og ađ útrýming íslensku ţjóđarinnar sé nćsta yfirvofandi. Valiđ er ykkar. 

Ég spái ţví hins vegar ađ stutt sé niđur á pípukarla og kerlingar sem drukku of mikiđ tóbak á 17. öld. Lengra er niđur á munkana og svartadauđa ţeirra. Grafa dýpra!

joos_van_craesbeeck.jpg

Viđ bíđum međ eftirvćntingu


Óska ţeim Svartadauđa sem fyrst

Langa fornleifagúrkan

Nú er fornleifagúrkan 2018 búin ađ taka gríđarkipp í gróđurhúsum vitleysunnar. Gerđur  A. Gúrkan garđyrkjubóndi á Grund (sjá mynd) hefur ekki séđ annan eins vöxt í gúrkum sínum í mörg ár.

Steinunn abbadís á Ţingeyrum sér líka mikinn ofvöxt í gúrkunni og er nú ţegar farin ađ nálgast "jarđlög sem geyma Svartadauđa". Svo segir ađ minnsta kosti Mogginn og hann lýgur aldrei. Vonandi finnur hún klausturkirkjuna á Ţingeyrum og nokkra munka međ svartadauđabakteríuna í glerungi tanna sína líkt og sumir vísindamenn halda ađ ţeir hafi fundiđ.

Fréttastofa Fornleifs vonar ţađ besta og helst ađ pestin sé ţarna af hreinni og ómengađri, íslenskri gerđ undir nćstu hellu - og ađ ţađ finnist til vara eins og einn eskimói eđa fjallamađur einn kveifarlegur í fullum drag fyrir 17. júní. Fílamenn voru aldrei til í Húnaţingi, svo ţeir finnast ekki á Ţingeyrum. DNA sauđa og hrossaţjófa er heldur til gruggugt, svo ţótt ţeir finnist í garđinum á Ţingeyrum er ekkert á ţví ađ grćđa. Ţađ voru örugglega kynóđir Skagfirđingar sem myrtir voru í Húnaţingi.

Hafa verđur ţó í huga, ađ Svartidauđi á Íslandi var ekki nauđsynlega ţađ sama og sá Svartidauđi sem geisađi á 14 öld í Evrópu eđa síđari pestin í Evrópu (t.d. Great Plague í London) um miđbik 17. aldar. Ţó einhverjir hallist ađ ţví ađ cokkobacillan sem veldur Yersinia pestis, hafi veriđ völd ađ Svartadauđa miđalda í Evrópu, ţá eru enn vert ađ gćta ađ ţví sem breski DNA-sérfrćđingurinn Thomas Gilbert viđ háskólann í Kaupmannahöfn hefur sagt og skrifađ um ađferđir til ađ leita uppi DNA úr bakteríu Svartadauđa og annarra útbrota af Yersinia pestis. Hćgt er ađ lesa sér til.

Eins ber fornleifafrćđingi, sem er ađ grafa niđur á "jarđlög sem geyma Svartadauđa", ađ vera kunnugt um ađ yfirlýsingar um ađ pestir hafi geisađ á Englandi áriđ 1401 sem borist hafi til Íslands og orđi ađ Svartadauđa Íslands, eigi ekki viđ rök ađ styđjast. Yfirlýsingin er vitaskuld alveg út í hött og má skrifa á reikning lélegs norsk sagnfrćđings. Annar norskur sagnfrćđingur, Ole Jřrgen Benedictow, hefur sýnt fram á ađ ţađ var ekki pest á Englandi áriđ 1401, né heldur á Norđurlöndum, sem valdiđ gat Svartadauđa á Íslandi áriđ 1402. Vandast ţví málin. Hvađa sjúkdómur geisađi á Íslandi og á Ţingeyrum? Bendi ég mönnum á ađ lesa bók hans The Black Death and Later Plague Epidemics in the Scandinavian Countries sem út kom áriđ 2016.
Blackdeath2

Fyrst Svartidauđi náđi til Englands og Noregs, ţví kom hann ekki til Íslands? Vildi hann ekki međ? Var fariđ allt fútt úr honum eđa allir dauđir sem ćtluđu til Íslands međ hann? Gćti hugsast ađ heimildir hafi ekki varđveist um viđkomu hans á Íslandi?

Pestin á Íslandi gćti hafa veriđ allt annars eđlis. Íslendingar voru heldur einangrađir á ţessum tíma og sömuleiđis var oft langt á milli komu erlendra manna og Íslendingar byggđu ţví ekki upp mótefni viđ tilfallandi sjúkdómum sem bárust ađ utan, flensu og öđru sem gat hćglega orđiđ mönnum ađ bana á Íslandi, ţótt slíkar farsóttir vćru vćgari viđ fólk annars stađar.

Ef Ole Jřrgen Benedictow hefur á réttu ađ standa er lítil ástćđa til ađ halda ađ merki um Svartadauđa finnist í glerungi tanna munkanna á Ţingeyrum og ađ Steinunn Kristjánsdóttir sé ađ alveg ađ komast niđur á jarđlög međ Svartadauđa.

Getur nú ekki einhver góđhjartađur mađur í sveitinni, sem les ţetta, gefiđ Steinunni og starfsliđi hennar flösku af Svarta Dauđa. Bokkuna ćtti grafararnir á Ţingeyrum ađ drekka sem međal. Ţegar ţađ er fariđ ađ virka, hefst kvöldlestur upp úr bók Ole Jřrgen Benedictows. Eitthvađ sterkt ţarf víst til svo ađ sumir kollegar mínir á Íslandi fari ađ verđa lćsir á ritheimildir og fái lágmarksţekkingu á ţeim. Sá sem skrifađ hefur á íslensku um Svartadauđa á Wikipedia ćtti líklega ađ fá sér eitthvađ ögn sterkara, jafnvel unglingabóluefni, ţví í unggćđingshćtti sínum er hann um ţađ bil hálfri öld á eftir ţví sem er ađ gerast í frćđunum.

Gerđur A. Gúrkan er fyrsti intersexbóndinn á Íslandi, ef einhver furđar sig á myndinni efst. Enga fordóma héér.


mbl.is Nálgast jarđlög svartadauđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđi hirđirinn í Fellsmúla og lélegi hirđirinn viđ Suđurgötuna

1051644

Fréttir (sjá hér og hér) herma ađ Ţjóđminjasafniđ hafi fengiđ plastkassa frá Góđa Hirđinum/Sorpuversluninni í Fellsmúla fullan af forngripum úr bronsi, járni og gleri, sem einhver skilađi af sér í Sorpu í nytjagám. Góđi hirđirinn hirti góssiđ en glöggir sérfrćđingar ţeirra sáu ađ Ţjóđminjasafniđ ćtti líklega frekar ađ fá gripina sem lent höfđu í nytjagám Sorpu í Kópavogi.

Einn ágćtur starfsmađur Ţjóđminjasafns  Íslands hefur nú sýnt ţessa gripi Morgunblađinu og Ríkissjónvarpinu en virđist greinilega ekki vita rass í bala um ţađ sem hann hefur á milli handanna.

oexi goda hirdisins

Hann talar um ađ sumir gripanna geti veriđ frá miđöldum, t.d. öxin. Ađ tala um spjót úr bronsi frá miđöldum líkt og hann gerir er álíka og ţegar bandaríski fornleifafrćđingurinn sem er giftur ruđningsboltafréttamanninum í BNA taldi sig hafa fundiđ danska koparmynd frá lok Víkingatíma í Skagafirđi (koparmynt var aldrei slegin í Danmörku á ţeim tíma). Hann hafđi reyndar fengiđ smá "hjálp" hjá myntsérfrćđingi Seđalbanka Íslands, sem er eins og allir vita stofnun sem ekki ţekkir aura sinna ráđ.

s-l1600

Ţessi öxi var til sölu á eBay. Kemur frá Úkraínu.

Ţađ virđist nú greinilegt ađ starfsmenn Ţjóđminjasafns Íslands hafa aldrei lćrt neitt um gripafrćđi rómverskar eđa keltneskar járnaldar (keltneska járnöld kalla Danir stundum ćldre romersk jernalder). Spjótsoddar ţeir sem í kassanum fundust eru frá ţví um Krists burđ eđa skömmu síđar og öxin er af gerđ sem notuđu var víđa, en ţó mest Miđ-Evrópu. Slíkar fornar axir er í dag reyndar hćgt ađ kaupa á eBay fyrir 100 bandaríkjadali. Ţegar á bronsöld á áttundu öld f.Kr. var ţessi gerđ af flatöxum notuđ í Evrópu, en síđar var fariđ ađ framleiđa ţćr úr járni. Sú gerđ sem hent var á haugana á Íslandi ver í notkun á frekar löngu tímabili, eđa frá ca. tveimur öldum fyrir Krists burđ fram á 1. öld eftir Krists burđ.

56842971_2_x

Ţessi öxi kom úr safni bresks safnara og var nýlega seld á uppbođi.

Ađ mínu mati má telja líklegt ađ ţessir gripir hafi komiđ frá Miđevrópu hugsanlega Póllandi eđa Litháen.

Góđi Hirđirinn og Sorpa sinntu skyldum sínum og sýndu frábćra árvekni, en Ţjóđminjasafniđ sýnir enn og aftur allt annađ en afburđahćfileika. Safniđ verđur aldrei betra en starfsfólkiđ. Safniđ ćtlar ađ bíđa ţangađ til einhver gefur sig fram sem eiganda ţessara gripa;

"Viđ förum nú ekki í rannsóknir á ţessu ađ svo stöddu"

eins og starfsmađur Ţjóđminjasafnsins orđađi ţađ í sjónvarpsfréttum 9. júní 2018. Já hvers vegna ađ afhjúpa vanţekkingu sína í einni svipan? Ţetta er uppgjöf í beinni.

En ţađ er tvímćlalaust hlutverk Ţjóđminjasafnsins ađ svara spurningum um ţessa forngripi og nú ţegar. Ef ţeir eru ekki frá Íslandi, sem er afar ólíklegt - en er auđveldlega hćgt ađ komast úr skugga um - ber safninu skylda ađ ganga úr skugga um hvađan ţeir eru ćttađir, svo ekki komist á kreik gróusögur um ađ ţetta séu fornleifar frá "landnáminu fyrir landnám", sem mörgum manninum er svo hjartnćmt. Nú ţegar eru  fjölmiđlar farnir ađ tala um ađ gripirnir gćtu "sumir hverjir veriđ frá fyrstu öldum Íslandssögunnar" og hafa ţađ eftir fornleifafrćđingi á Ţjóđminjasafni Íslands.

En ef ţessi "fundur" úr Sorpu, líkt og ég held, hafi veriđ eign eins margra ţeirra ágćtu Austurevrópubúa sem sest hefur ađ á Íslandi, sem hugsanlega er látinn eđa fluttur á brott, ţá geta menn orđiđ ađ bíđa heldur lengi eftir dćma má út frá ţeirri ađferđ sem starfsmađur  Ţjóđminjasafnsins ćtlar sér ađ nota: Ađ fara ekki rannsóknir á ţessu ađ svo stöddu.

Keđjan sem fannst er alls ekki nokkurra áratuga gömul eins og haldiđ var fram á RÚV, og er hvorki úr Bauhaus eđa Húsasmiđjunni. Gleriđ sem var í plastkassanum ţarf ekki ađ vera úr lyfjaglasi. Ţađ gćti allt eins veriđ úr rómversku glasi, til ađ mynda glasi fyrir ilmvötn.

Mér ţykir líklegt ađ gripirnir séu ekki allir frá sama stađ eđa nákvćmlega sama tíma. Ég útiloka ţađ ţó ekki.


Áđur en menn haldnir keltafári og ranghugmyndum um elstu sögu Íslands fara ađ ímynda sér ađ hér sé komiđ í leitirnar haugfé fyrir einn af leiđangursmönnum Pýţeasar frá Massalíu sem borinn var til grafar í Kópavogi, ađ ţetta séu leifar eftir Rómverja eđa jafnvel eftir Krýsa, góđkunningja Íslendinga úr bjánasagnfrćđi sjálfstćđisbaráttunnar -  svo ekki sé talađ um lyklana ađ skírlífsbeltum Papanna og vopn ţeirra, ţá leikur enginn vafi á ţví skv. lögum, ađ ţađ er algjör skylda Ţjóđminjasafns Íslands ađ rannsaka ţessa gripi og miđla frćđilegri ţekkingu um ţá. Safninu ber ađ hirđa um ţá fljótt og samviskusamlega líkt og starfsmenn Góđa hirđisins/Sorpu gerđu, er ţeir komu gripunum strax til Ţjóđminjasafnsins, sem ţeir héldu ađ hefđi sérfrćđiţekkingu til ađ upplýsa hvađ ţeir hefđu á milli handanna. En kannski er bara orđiđ betra ađ fara međ fornleifar beint í Góđa hirđinn  ţegar ţekkingin og áhuginn eru í algjöru lágmarki eins og raun ber vitni ?

Plastkassinn, sem gripirnir fundust í, gćti einnig veitt svariđ viđ spurningunni um uppruna eiganda gripanna. Ekki sýnist mér hann vera úr Ikea, Bauhaus, Hagkaup, eđa Húsasmiđjunni. Reyndar sýnist mér ađ á kassanum standi Plast Team, en ţađ eru danskir kassar, sem seldir hafa veriđ á Íslandi. En ţeir eru helst framleiddir í Slupsk í Póllandi. Nú verđa menn ţví ađ vinna fyrir laununum sínum á Ţjóđminjasafninu. Miđinn á kassanum gćti veriđ hjálplegur.

Kassinn


Tímavél Íslenskrar Erfđagreiningar er minnislaus

Uppruni 2

Ég tel persónulega ađ jáeindaskanninn sé merkilegri maskína en ný tímavel deCode. Í nýrri grein frá deCode (Íslenskri Erfđagreiningu / héđan í frá skammstafađ Í.E.), sem í gćr birtist í tímaritinu Science (1. júní 2018; Vol. 360, Issue 6392, pp. 1028-1032; sjá hér) er kynnt til sögunnar "algjör bylting". Ţađ er svo sem ekkert nýtt, ţví allt sem kemur frá Í.E. er iđulega kynnt sem algjörar byltingar - eđa ţangađ til annađ sannast og ţykir réttara - og ţađ gerist nú ćriđ oft.

22 ára saga Í.E. eru reyndar heil röđ eintómra byltinga, sem viđ nánari athugun reyndust ekki vera ţađ. Byltingar ţessar virđast einna helst hafa veriđ framdar til ţess ađ styrkja ć verđlausari bréf fyrirtćkisins á verđbréfamörkuđum og til ađ ganga í augun á furstum alheimslyfjafyrirtćkjanna.

Í byrjun aldarinnar var heiminum kynnt sú niđurstađa út frá rađgreiningu Í.E. á erfđamengi núlifandi Íslendinga, ađ landnámsmenn hefđu veriđ karlar frá Noregi og Skandínavíu, en ađ konurnar hefđu veriđ ţrćlar frá Bretlandseyjum. Sú "bylting" kom sér vel viđ ađ selja fyrirmennum auđtrúa lyfjafyrirtćkja ţá kreddu ađ Íslendingar vćru sérstaklega einsleitur hópur sem hentađi einstaklega vel til alls kyns erfđarannsókna, og ţar ađ auki til ţess ađ rannsaka erfđir ýmissa sjúkdóma sem lyfjafyrirtćkjaheimurinn telur sig best og fljótast geta grćtt á.

Í nýju greininni í Science, sem ber heitiđ Ancient genomes from Iceland reveal the making of a human population, er komist ađ nokkuđ annarri niđurstöđu um uppruna Landnámsmanna, eftir ađ erfđaefni úr tönnum 27 einstaklinga, beinagrinda sem búsettar eru á Ţjóđminjasafni Íslands, hafđi veriđ greint. 

Ţó svo ađ ađal erfđefnismannfrćđingur Í.E. hafi međ vissu heyrt um niđurstöđur danska líkamsmannfrćđingsins Hans Christian Petersens eru ţćr virtar ađ vettugi ţó svo ađ ţćr geti stađfest "byltingu" Í.E. Rannsóknir Hans Christian Petersen sem voru unnar á Ţjóđminjasafni í samstarfi viđ mig sem styrkumsćkjanda, fóru fram međ leyfi (1991) ţjóđminjavarđar á Ţjóđminjasafninu sumariđ 1993.

Öll mćlanleg mannabein úr kumlum á Íslandi voru mćld. Ekki ađeins bein 27 einstaklinga, eins og tennurnar 27 sem erfđaefniđ var rađgreint úr fyrir rannsóknina sem í gćr birtist í Science. 27 einstaklingar eru tölfrćđilega algjörlega óhaldbćrt úttak. Áriđ 1993 voru mćld voru bein 150 einstaklinga (landnámsmanna) fundin í kumlum, sem og bein 60 einstaklinga fundin í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal.   .

Helstu niđurstöđur Petersens voru ţćr ađ um 70 % elstu Íslendinganna hefđu veriđ af "norrćnum" uppruna; Ćttađir frá Noregi/Skandinavíu. Hér má lesa stutta greinagerđ H.C. Petersens.

Ég veit ţó mćtavel, ađ DNA-vísindamenn gefa afar lítiđ fyrir samanburđarmćlingar á hlutföllum á lengd útlimabeina. DNA eru nefnilega vísindi dagsins, alveg sama hve niđurstöđurnar eru oft mistúlkađar og misskildar og hafa jafnvel sent saklausa menn í rafmangsstólinn.

Tímavélin er komin 

Agnar Helgason, frćđilegur gúrú ţess fjölbreytta hóps sem framreitt hefur umrćdda vísindagrein Í.E., lćtur hafa ţetta eftir sér á vefsíđu deCode:

„Nú ţurfum viđ ekki lengur ađ áćtla á grundvelli arfgerđa úr núlifandi fólki. Ţetta er nánast eins og ađ hafa ađgang ađ tímavél. Núna getum viđ rannsakađ fólkiđ sjálft sem tók ţátt í landnámi Íslands.“  (Sjá hér).

Í kynningargrein Science um greinina er ţessu rugli fleygt í lesandann:

"Medieval histories suggest Iceland was first settled between 870 C.E. and 930 C.E. by seafaring Vikings and the people they enslaved, who possessed a mélange of genes from what is now Norway and the British Isles." (Sjá hér)

"Medieval histories" var ţađ heillin. Ţannig er íslensk rithefđ á miđöldum afgreidd í Science ţann 29 maí 2018.  Lágkúran hefur víst náđ lćgstu lögum.

Genaflökt var mikiđ og margs konar

Fyrir utan ađ nýja tímavélin hans Agnars gengur á DNAi úr ađeins 27 einstaklingum, sem er tölfrćđilega algjörlega óásćttanlegt úrtak, virđist mér innri tímavél og minni Agnars sjálfs vera í lamasessi.

Í lok síđustu aldar (1998) kynnti ég niđurstöđur mínar og Hans Christian Petersens á mannfrćđiráđstefnu á háskólanum í Kaupmannahöfn. Ţá ráđstefnu sat Agnar Helgason einnig og ég fann titil hennar á CV Agnars (1998 Nordic Meeting of Biological Anthropologists; Clara Lachmann Symposium. Copenhagen, Denmark, 29th –31st January 1998). Ţar hafđi mađur hafđi ekki meira en 10 mínútur til ađ segja frá niđurstöđum sínum. Ég nýtti ţćr til hins ýtrasta og gerđi merkilegum niđurstöđum H.C. Petersens góđ skil, en bćtti viđ upplýsingum um fjölbreytileika ţeirra hópa sem til Íslands hafa komiđ eftir landnám. Ţađ gerđi ég til ađ minna menn á, ađ DNA-rannsóknir, sem voru ađ hasla sér völl til rannsókna á uppruna ţjóđa, ţćtti mér oft settar fram of ógagnrýniđ og án ţekkingar á sögu ţeirri sem ţćr gćtu hugsanlega breytt. Ég minnti áheyrendur á ađ genamengi Íslendinga vćri flóknara en sem svo - og taldi upp ţćr tegundir af karlpungum sem mest sást til á Íslandi - og sem örugglega skildu eftir sig breytingar á genasamsetningu Íslendinga.

Ţetta var löngu fyrir tíma yfirhöfđafyrirlestra, svo ég sýndi ţessa fornu glćru (efst) sem ég hafđi útbúiđ og teiknađ. Um kvöldiđ ţáđi hinn ungi og efnilegi mannfrćđingur Agnar Helgason bođ mitt og konu minnar ađ koma í kaffi á heimili mínu á Vandkunsten 6 í hjarta Kaupmannahafnar, ţar sem ég bjó ţá. Ţar var lengi kvölds talađ um uppruna Íslendinga.

Ţá var Agnar ekki kominn á jötu hjá Kára Stefánssyni hjá Í.E. og var reyndar (og eđlilega) afar gagnrýninn á fyrirtćkiđ sem hann fann allt til lasts. Nokkru síđar var Agnar svo komminn á spenann hjá Í.E. og rannsakađi fyrir miljónirnar frá ónafngreindu lyfjafyrirtćki sem trúđi frekar blint á möntru og auglýsingar Kára Stefánssonar um einsleitni Íslendinga gegnum aldirnar.

Nú 20 árum síđar er Agnar líklegast búinn ađ gleyma öllu um fyrirlestur minn og niđurstöđur Hans Christians Petersens, ţegar hann setur fram niđurstöđur á rannsóknum á tönnum 27 einstaklinga úr íslenskum kumlum. Ţađ er nú frekar tannlaus niđurstađa. Agnar fékk á sínum tíma niđurstöđu Hans Christians í hendur en allt virđist ţetta hafa gleymst. DNA-gleymni - eđa selektíf hugsun vćri líkast til verđugt rannsóknarefni fyrir Í.E.

Á ráđstefnunni í Kaupmannahöfn forđum benti ég mönnum á ađ DNA rannsóknir á núlifandi Íslendingum myndi vera vandmeđfariđ efniđ í ljósi ţess hve margir Danir og Norđmenn hefđu haft viđkomu á Íslandi. Hans Christian Petersen sýndi međ hjálp beina fyrstu Íslendinganna, fram á ađ uppruni Íslendinga var allt annar en sá sem Agnar hélt síđar fram í fyrri greinum sínum um norska karla  og "keltneskar" griđkonur ţeirra.  Upplýsingar um niđurstöđur Hans Christian Petersens hafa veriđ ađgengilegar hér á Fornleifi í langan tíma og Agnar hlustađi á ţćr áriđ 1998. En DNA sérfrćđingar leggjast auđvitađ ekki svo lágt ađ lesa ţetta blogg og trúa á gamaldags beinarannsóknir.  

Fyrirlestur Agnars áriđ 1998 í Kaupmannahöfn hét reyndar: Drift and origins: Reconstructing the genetic and demographic history of the Icelanders. Síđar, eđa ţegar hann var farinn ađ vinna fyrir Í.E., virđist svo sem ađ hann hafi ţó gleymt ţví sem hann sagđi áriđ 1998 um genaflökt, er hann setti fram greinar sínar um íslenska landnámsmenn sem norska karla og "keltneskar" konur. Nú, ţegar borađ hefur veriđ í tennur 27 einstaklinga, eru genaflökt og önnur áhrif aftur komin á vinsćldalista Agnars.

Ţó dr. Agnari Helgasyni og teymi hans ţyki líklega ekki mikiđ til hefđbundinna hlutfallamćlinga á mannabeinum frá landnámi koma, ţá verđur ađ minna hann á ađ bein meirihluta fundinna landnámsmanna hafa veriđ rannsökuđ af einum fremsta mannabeinalíffrćđingi og mannfrćđitölfrćđingi Norđurlanda. Rannsóknir hans sýndu alls ekki yfirgnćfandi fjölda kvenna frá Bretlandseyjum, en ţó voru landnámsmenn ekki allir Norđmenn. Samkvćmt mćlingum á mćlanlegum beinum úr kumlum voru um ţađ bil 30% ţeirra  annars stađar frá; Frá Bretlandseyjum og úr Norđur-Noregi, blandađir fólki sem eru forfeđur Samanna í dag.

Ţađ var einfaldlega meiri munur á hlutföllum milli útlimabeina Skandínava og fólks á Bretlandseyjum, en munurinn á erfđaefni ţessara hópa. Mćlingar á hlutfalli á milli lengd framhandleggs og upphandleggs annars vegar, og sköflungs og lćris hins vegar, er ţví langtum gćfulegri ađferđ til ađ sýna fram á uppruna en DNA rannsóknir á frekar erfđafrćđilega líkum hópum.

Ţessi litla athugasemd mín verđur send Agnari Helgasyni og öđrum ábyrgđarmönnum greinarinnar í Science til minnis og ensk gerđ hennar verđur fljótlega send tímaritinu Science til upplýsingar um hve lítiđ Í.E. ţekkir til rannsókna annarra frćđigreina á sama viđfangsefni og ţeir birtu 1. júní 2018.

MaggieWalserandAggieFrá kynningu Í.E. á niđurstöđu sínum 31. maí 2018. Ţjóđminjavörđur, Joe W. Walser III og Agnar Helgason. Ljósmynd deCode/Í.E.

Ny-syn-a-uppruna-islendinga-012

Eins og sjá má gerir Agnar Helgason ekki ráđ fyrir uppruna í Noregi norđan Álasunds. Ljósm deCode/Í.E. 2018


Burtséđ frá allri gagnrýninni

Til ţess ađ ţetta verđi ekki allt eintóm gagnrýni á fornar syndir helstu nútímafrćđinnar, sem menn telja ađ leyst geti allar gátur, hefđi veriđ gaman ef niđurstöđur úr DNA rannsóknunum á 27 einstaklingunum hefđi veriđ bornar saman viđ mćlingar Hans Christian Petersens á útlimabeinum ţeirra sem DNA-rannsóknin nú hefur rađgreint . Ţá er hugsanlega hćgt ađ sjá, hvort mćlingar Petersen sýndu "kelta-einkenni" í einstaklingum sem hafa "kelta-DNA" í tönnunum. 

Vatnsdalur

Viđ mćlingar H.C. Petersens áriđ 1993 sýndu allar konurnar í kumlunum á Hafurbjarnarstöđum á Rosmhvalsnesi greinilega ađ ţćr voru ćttađar frá Bretlandseyjum. Greiningar Í.E. á tönnum kumlverja á Hafurbjarnarstöđum var ţví miđur ekki hćgt ađ nota. Erfđaefniđ hafđi ekki varđveist sem skyldi eđa rannsóknin mistekist. 

Kumlin í Vatnsdal í Patreksfirđi sýndu aftur á móti viđ hlutfallamćlingar á útlimabćnum, ađ fólkiđ ţar hefđi komiđ úr norđanverđum Noregi. Voru einstaklingarnir í kumlateigunum međ einkenni sem benti til blöndunar Sama viđ Norđmenn. Eins og ég hef oft bent á voru fornleifarnar og greftrunin öll mjög lík ţví sem viđ ţekkjum í nyrstu héruđum Noregs.

Rannsóknir á erfđamengi í tönnum úr kumlinu í Vatnsdal (VDPA) reyndist vel hentugt til rađgreininga og samkvćmt niđurstöđum sem birtar eru greininni í Science, er greinilegt ađ kumlverjar í Vatndal eru hvorki augljósir "Gael", né heldur hreinir Norđmenn. Ég merki ţá međ appelsínugulum stjörnum á grafi sem fengiđ er úr greininni í Science.

Erfđaefni úr tönnum úr kristinni gröf í Ţjórsárdal (ŢSK-A26) er tölfrćđilega mitt á milli kelta og norrćnna manna. Ţađ kemur einnig heim og saman viđ niđurstöđur Hans Christians Petersens á mćlingum hans á útlimabeinum Ţjórsdćlinga sem einnig sýna ađ einhver hluti Ţjórsdćlinga hafi átt ćttir ađ rekja til Norđur-Noregs. Ánćgjulegt er einnig ađ sjá C-14 aldursgreininguna 1120 sem Í.E. hefur fengiđ (ţótt hún sé alls ekki birt á réttan hátt). Hún sýnir einnig, eins og ég hélt fyrstur fram, og ađrir hafa síđar tekiđ undir, ađ byggđ í Ţjórsárdal hafi ekki lagst af í eldgosi áriđ 1104. Ég ţakka fyrir stađfestinguna.

Ţetta er kannski algjör tilviljun. Ég á einnig eftir ađ skođa niđurstöđurnar á greiningu Í.E. á tönnum úr öđrum haugverjum/kristnum gröfum og bera ţćr saman viđ niđurstöđur H.C. Petersens, í ţeim tilfellum sem ţađ er hćgt og beinin eru ekki fundin eftir 1993.

Ţó Í.E. líti ekki niđurstöđur annarra manna viđlits, gćtu ţćr hugsanlega veriđ stađfesting á ágćtum ţess sem Í.E. hefur nú loks framleitt, ţar sem ekki gleymdist ađ huga ađ genaflöktinu sem Agnar Helgason var svo upptekinn af ţegar hann var ungur mađur, en gleymdi síđan um langa hríđ ţegar varđbréf Í.E. seldust sem best.

En mikiđ hefđi nú veriđ gott og blessađ ef DNA-sérfrćđingar á Íslandi hefđu sýnt ađeins meiri auđmýkt en ţeir gera oft. Ţeir eru nefnilega ekki alltaf ađ uppgötva heiminn á undan öđrum. Ritarar Landnámu og Íslendingabókar, sem nú eru kallađar medieval histories af miđur fróđum mönnum úti í heimi sem eru ólćsir á íslenska menningarsögu, voru greinilega međ upplýsingar undir höndum, sem ekki voru langt fjarri niđurstöđum danska mannfrćđingsins Hans Christian Petersens. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband