Bloggfćrslur mánađarins, mars 2018

Ísland til sýnis í Tívolí áriđ 1905

DNT-119096 2
Myndin hér ađ ofan ekki frá alţjóđaţingi baráttukvenna áriđ 1905. Hún er frá sýningu í Tívoli sumariđ 1905 og snemma hausts ţađ ár, sýningu sem fór fyrir brjóstiđ á sumum Íslendingum sem kölluđu hana skrćlingjasýninguna.

Á sýningunni var ćtlunin ađ sýna skemmtanaglöđum Dönum hvađ var ađ gerast í nýlendum ţeirra, sem og í Fćreyjum og á Íslandi. Fullt nafn sýningarinnar var Dansk Koloniudstilling samt Udstilling fra Fćrřerne og Island.

DNT-119096


Ţó svo ađ sumir Íslendingar hafi á síđari árum veriđ ađ halda ţví fram á heimavettvangi sem og erlendis, en vegna algjörrar vanţekkingar eđa vegna misskilning, ađ litiđ hafi veriđ á Ísland sem nýlendu (koloni) á ţeim tíma sem sýningin var haldin, ţá fer ţví víđs fjarri. Einnig hafa einstaka furđufuglar í stétt danskra sagnfrćđinga, ţ.m.t. Bo Lideggaard sem keppist viđ ađ skrifa sögu Danmörku ađ smekk og ađallega smekkleysu ákveđins flokks í Danmörku, veriđ ađ halda ţví fram ađ Grćnland hefđi aldrei veriđ nýlenda. Ţađ er álíka mikil fjarstćđa. Ţetta eru skilningsslys, sem sýna vanţekkingu á sögu landanna og jafnvel erfiđleika viđ lestur.

DNT-120272
Sýningin í Tívolí var ekkert freakshow, og ţađ ađ setja Íslendinga og "kóloníurnar" saman var ekki gert međ illum ásetningi. Ţađ var fyrst og fremst viđleitni til menningarauka í skemmtigarđinum. En sýningin, og sér í lagiđ spyrđing Íslands viđ nýlendur fór fyrir brjóstiđ á mörgum og kallađi félagsskapur ungra Íslendinga í Kaupmannahöfn sýninguna eins og fyrr segir. Skrćlingjasýninguna. 

Sá titill kom nú helst til af af fordómum Íslendinga, sem litu međ fordómafullum augum samtímans á Grćnlendinga sem undirmálsfólk eđa og  vildu ekki vera undir sama ţaki og ţeir og negrar afkomendur ţrćla í Vestur-Indíaeyjum Dana. Íslendingar voru vitaskuld betri, ađ eigin sögn, og ţeir meintu ţađ.

Sýningin varđ til ađ frumkvćđi hinar margfrćgu konu Emmu Gad sem lét margt til sín taka.  Hún reyndi ađ komast til móts viđ óskir Íslendinga fyrir ţessa sýningu,  ţegar hún sá ađ Íslendingar í Kaupmannahöfn móđguđust, og t.d. fengu Íslendingar ađ lokum sérskála vegna "sérstöđu" sinnar og nafn sýningarinnar sýnir ljóslega vandann viđ ađ setja Íslendinga međ Grćnlendingum og negrum á sýningu.  Slíkt gerir mađur bara ekki, án ţess ađ móđga hreinustu og bestu ţjóđ í heimi.

Myndin efst sýnir íslenska konu í peysufötum á sýningunni, ásamt fćreyskri konu. Međ ţeim er frú Jensen, sem upphaflega var frá St Croix eyju, en sem hafđi búiđ í Kaupmannahöfn og var gift Dana. Vel virđist fara á međ ţeim kynsystrum og vonandi hafa ţćr getađ skeggrćtt um allt á milli himins og jarđar án ţess ađ láta lithaft og uppruna hafa áhrif á kynnin. Í sýningarbćklingum kveđur viđ annan tón um konuna frá Vestur-indíum og hún er ekki kölluđ frú Jensens heldur negerinden:

forlang af Negerinden en Cocktail, Icecream soda eller anden let Forfriskning og de vil da, medens Solen spiller paa Golfens blaa Havflade og St. Thomas’ Tage drřmme dem langt over Oceanet til de Smaařer, der forhaabentlig en Gang igen skal kunne benćvnes Vestindiens Perler.” 

Vart hefur veriđ hćgt ađ krefjast slíks af íslensku sýningarkonunni, nema ađ ţađ hafi veriđ til siđs ađ krefjast

"mysa, skyrhrćringur og eyjabakstur i regnen i Reykjavík ved peysufatakćllingen fra Hafnarstrćti."

En ţannig var nú ekki talađ um íslenskar konur, enda var Ísland aldrei nýlenda, líkt og sumir halda ţó enn á Íslandi.

Mér sýnist einna helst ađ konurnar séu ađ hlćja ađ látunum í fylliröftunum í Skrćlingafélaginu.

Ef menn vilja lesa sér meira til um ţessa sérstćđu sýningu og um skođanir íslenskra eilífđarstúdenta sem drukku ótćpt Bakkusi til samlćtis, og sjálfsagt til ađ deyfa sćrđar og smánađar ţjóđernistilfinningar sínar, er ágćtt efni um hana hér í vefsíđu um Emmu Gad eđa í góđri grein um Skrćlingjafélagiđ eftir Margréti Jónasdóttur sagnfrćđing í Lesbók MorgunblađsinsHér má síđan lesa sýningarskrána fyrir sýninguna í Tívoli áriđ 1905.

div_ad_hoc_jan_001


Chag Sameach Pesach

Fornleifur at the haKotel

With this Magic Lantern Slide from around 1900, which I recently bought from an antiques´ dealer in London, I wish all my Jewish friends Chag Sameach Pesach and wish we all will be Next Year in Jerusalem.

This photo was well known in the very beginning of the 20th century, and can be found in several later publications. The slide I bought is marked as P.P. 22, Jews´ wailing place and is from a slide series with 65 motifs from the Holy Land. Notice that the women and men were praying together at that time. 

Kotel color

A hand-coloured slide with the same photograph and below a clearer print

6a0120a610bec4970c01bb08f9a995970d-800wi

There are no preserved source-references to the "Western Wall" of the enclosure around the temple until 1546, and probably not before a huge earthquake that year hit the region. The Western Wall of the temple enclosure appeared again when clearance of rubble from fallen houses and structures was undertaken after the quake. The different faces of the wall date from different eras, of which the oldest is from the time of the Second Temple 515 BCE - 70 CE. The bottom stone row at the plaza today is some two metres above the base of the original wall.

The name "wailing wall" is a Christian derogatory invention, which bases on a misunderstanding. People pray at the Hakotel if no one shouldn´t have noticed yet.

To complete this semi-scholarly Passover message and photo-archaeological excavation, here is another photograph, a print from ca. 1870-80. This is the oldest known photo of the Western Wall shot by French photographer Félix Bonfils. Look at how the daveners lean up against the wall as if they are listening to it, in the same manner you often see Polish Jews davening in 19th century paintings. The daveners (pray´ers) on this photo, like the ones on my magic lantern slide, were standing on a surface, which was two metres / two rows of stones above the present surface in front of the Western wall.

Two stones 1865
I have coloured two of the stones in Félix Bonfils photograph from 1870-80 green, as well as the the same stones in a photograph that my son Ruben shot at the wall on 18 February 2018. The daveners on my magic lantern slide are standing at the very same spot. The ca 2 meter lowering of the surface and the initial creation of the HaKotel plaza took place quicly after 1967, when the area again became a part of a Jewish State.

Two stones

Ljósmynd Ruben Bang Vilhálmsson

sammen1og2

Everything is subject to change - or as Bob puts it - The Times they are a changin´.

57449be69ff81.image


Fyrsti ballettinn um Ísland var frumfluttur áriđ 1857

Detaille

Ţar sem Fornleifur getur alls ekkert dansađ, nema ađ brjóta tćr ţeirra sem hann dansar viđ, dansar hann mestmegnis einn, ţegar enginn sér til, snemma morguns og síđla kvölds. Einna helst dansar hann tvist og ađra villta hellismannadansa, en frekast dansar hann ekki neitt. Nú eru hins vegar ađ gerast undur og stórmerki, hann er farinn ađ skrifa um ballett. Ţađ ţarf líka töluverđa ţjálfun.

Fornleifur hefur uppgötvađ ađ Ísland í rómantísku ljósi var efni í ballettsýningu sem frumflutt var í París áriđ 1857. Ballettinn var ţó saminn og undirbúinn ţegar áriđ 1852, en komst ekki í náđina fyrr en Frakklandsprins fór í leiđangur til Íslands áriđ 1856. Ballettinn bar nafniđ Orfa og var frumfluttur á l´Académie impériale de Musique

Fullt nafn ballettsins var: Orfa (légende islandaise du huitičme sičcle): ballet-pantomime en deux actes eđa á fornmálinu: Orfa, (íslensk ţjóđsaga frá áttunda öld): ballett-látbragđsleikur í tveimur ţáttum).

Höfundur ballettsins, upphaflega var skrifađur og hannađur áriđ 1852, var Henry Trianon, en ballettmeistarinn viđ frumflutninginn áriđ 1857 var Joseph Mazilier (sjá um hann hér), sem var einn helsti danshöfundur Frakklands um miđja 19. öld. Leikmyndin var eftir mann sem hét Charles Cambon og Príma-ballerínan var engin önnur en Amalia Ferraris, sem var af ítölsku bergi brotin (sjá hér).[Orfa_ _esquisse_de_décor_[...]Cambon_Charles-Antoine_btv1b7001139d

Tillaga ađ leikmynd ballettsins Orfa. Myndin er efir Cambon.

Svo vel vill til ađ ef einhver vill setja upp ţetta stykki í Hörpunni, ţá er til koparstunga sem sýnir frumflutninginn í París, sem birtust í Le Monde Illustré No. 21, 5. september 1857.

ORFA 3 Fornleifur

Dansáhugi Fornleifs er nú orđinn svo gríđarlegur ađ hann keypti Le Monde Illustré á fornsjoppu í Frakklandi. Lýsingin á ballettinum var einnig gefin út í hefti ári eftir frumflutninginn, eđa áriđ 1858 - og má lesa heftiđ hér í heild sinni. Efniđ og söguţráđurinn er vitaskuld hiđ versta mođ og vart í frásögur fćrandi. En ţetta ţótti sumum Parísarbúum skemmtilegt og rómantískt um miđja 19. öld.

Ţar ađ auki eru til teikningar af tveimur rómantískum leikmyndunum eftir Charles Cambon af senunum í Orfa. Ţćr eru varđveittar í Ţjóđarbókhlöđu Frakka. 

ORFA 2

Fornleifi var sem ungum hrósađ af stćltum lćr og rassvöđvum sem skipta miklu máli í ballett. Međ árunum er komiđ mótvćgi í vaxtarlagiđ vegna bumbu. Nú er Leifur farinn ađ ćfa sleđaballettinn, Ballet des Traineaux, úr Orfa til ađ koma lagi á vöxtinn. Dansinn fer fram viđ styttu af Loka í Reykjavík. Í atriđinu Ballet Des traineaux sést ađ danshöfundar Orfa hafa séđ krókfaldinn íslenska á koparstungumyndum, og ađ öllum líkindum einnig búninginn á Íslandssýningunni í París 1856-57, sem Fornleifur greindi fyrstur frá eftir ađ ţađ gerđist - svo ţađ gleymist ekki.

Sleđadansinn a

Nú er okkur ekki til setunnar bođiđ stelpur. Elsti "íslenski" ballettinn verđur ađ fara á sviđ hiđ fyrsta. Ţađ yrđi heimsviđburđur í Hörpunni, sem í gćr var ţýtt sem Harpers Concert Hall í dönsku sjónvarpi. Ţađ fer enginn á svona mikilvćgt stykki í Ţjóđleikhúsinu, sem líklega yrđi kallađ Chocolate House af málvillingum í Danaveldi.

Mikiđ eigum viđ 19. aldar fólki annars mikiđ ađ ţakka. Ţá öldina voru nú einnig margir kexruglađir og flýđu eymd og fátćkt veruleikans međ rómantískum sýndarveruleika. Slíkt líferni er víst ađ verđa vinsćlt aftur. Hvort ţađ er hollt, veit ég ekki.

Hér eru svo myndir af búningum dansaranna af vef ţjóđarbókhlöđu Frakka. Ţćr eru allar teiknađar af Paul Lormier áriđ 1852, ţegar Orfa varđ til á "teikniborđinu":

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 2

Íslensk kona, islandaise, í krókfaldbúningi, teiknuđ áriđ 1852. Ţessi búningur var notađur í sleđaballettinum, sem fyrr greinir 

Sleđadansinn b

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 10

Skyssa fyrir íslenska búninginn í Orfa

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984

Ađalhetjan, íslenski veiđimađurinn Lođbrók

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 3

Orfa, ađal kvenhetjan. Ekki er mikiđ íslensk yfirbragđ yfir henni. Ćtli hún hafi veriđ pólskur nýbúi á 8. öld, sem bjó til grjúpán viđ Ţjórsárbakka

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 4

Prestur Loka dansar trylltan seiđdans. Tromma shamansins, sem hönnuđ var fyrir dansinn, má sjá hér fyrir neđan

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 tromma

 

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 7Óđinn ćđstur ása[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 6

Öldungurinn Óđinn

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 9

Loki, en Ţór er greinilega fyrirmyndin

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 5

Ţessi glađlynda stúlka var í hlutverki íbúa í gíg eldfjallsins sem var hluti af sýningunni. Ţar niđri réđi eldfjallaguđinn, smiđurinn Volcan ríkjum.

Ađrar búningateikningar frá 1852, ţegar hugmyndin af ballettinum varđ til, má sjá hér.


Íslenskar konur međ hlutverk á međal ţjóđanna

IMG_0002 c
Ţađ var snemma tekiđ eftir ţví ađ íslenskar konur teldu sig eiga ađ gegna hlutverki á međal ţjóđanna, ţótt öryggisráđ SŢ kćmi ekki til tals fyrr en í síđustu kreppu.

Glöggt er gests augađ ađ vanda. Franskir listamenn sáu fljótlega ţennan stórfenglega eiginskap íslenskra kvenna og stungu upp á alls kyns samstillingum viđ ađrar ţjóđir sem Frökkum ţóttu einkennilegar, dularfullar og framandi.

Ţessi mynd, sem Fornleifur keypti nýlega á fornsölu í Frakklandi, sýnir íslenska konu í faldbúningi á ţingi sameinuđu ţjóđa rómantíkurinnar. Ţví miđur gat skransalinn franski ekki sagt Fornleifi úr hvađa bók myndin er, en hugsanlega er hún úr einhverju riti um ţjóđbúninga og frá ţví um 1850-1870.  Ég er samt helst á ţví ađ ţetta hafi veriđ lausblöđungur, og flestir hallast ađ ţví ađ hann hafi veriđ prentađur 1859. Fólk gat keypt sér slíkar myndir viđ Signubakka á sunnudegi. Slíkar skildingsmyndir hafđi einhver hafđi leikiđ sér viđ ađ handlita. Ţađ mun bara koma í ljós hvers kyns er.

Ţarna má fyrir utan tvćr íslenskar heimasćtur, lengst til hćgri, sjá vel dúđađa ungmeyju frá Kiev, rússneskan bónda, norskan bóndason sem snýr óćđri endanum ađ lesandanum og rauđhćrđan Skota međ sporran-tösku sem virđist líkust dauđum ref. Ţetta sýnir ađ sá sem setti ţennan skoplega fund saman hafđi misskiliđ eldri myndir sem hann notađist viđ. Svo er ţetta samansull kallađ EUROPE og sennilegt ţykir mér einnig ađ ESB fantasíufólk hefur líklega haft svona draumsýn endrum og eins, enda misskilur ţađ svo margt.

Myndin var prentuđ af Dufour, Mulat og Boulanger í París

IMG_0001 b


Franskar upptökur

Ingibjörg Briem

Hlustiđ Hér

Í júlímánuđi áriđ 1912 komust franskir ferđalangar sem voru á Íslandi í feitt. Ţeir voru ekki auđkýfingar sem vildu kaupa fossa til ađ virkja, heldur virđulegir frćđimenn sem m.a. fundu flámćlta heimasćtu í Skagafirđi (sjá mynd efst). Ţótt flámćlt vćri, tóku Frakkarnir mademoiselle Ingibjörgu strax upp á Pathéphone sinn og hitinn í stofunni var 21 gráđa. Ţetta gćti veriđ fariđ ađ hljóma heldur grunsamlega og ţví fylgja hér frekari skýringar.

Nokkrir menn frá háskólanum í París, Sorbonne, nánar tiltekiđ frá Archives de la Paroles, sem var stofnun undir stjórn Ferdinand voru ađ safna röddum, tungumálum og söng allra ţjóđa kvikinda. Áriđ 1912 var komiđ ađ Íslandi. Stúlkan sem ţeir tóku upp fyrir nýtt tćki, Pathéphon sem Pathé brćđur höfđu áriđ 1906 ţróađ úr öđrum gerđum af plötuspilurum  var Ingibjörg Ólafsdóttir (alţingismanns) Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirđi. Ingibjörg las upp ţrjú ljóđ: Ísland eftir Jón Thoroddsen, Meyjargrátur eftir Friedrich Schiller í ţýđingu Jónasar Hallgrímssonar og Minni Íslands eftir Matthías Jochumsson. Hér er hćgt ađ hlusta á ungfrú Briem.

Briem 3 [Archives_de_la_parole]_Trois_[...]_bpt6k1282116
Ekki var Melle Ingibjörg sú eina sem Frakkarnir settu á skellakksplötu, ţó líklegt sé rödd hennar sé fyrsta íslenska röddin sem varđveittist ađ eilífu á plötu. Hér er hćgt ađ hlusta á Sigurđ Sigurđsson (f. 1884) sem las lög í Reykjavík samkvćmt skrá Frakkanna. Sigurđur ţessi var frá bćnum Flatey á Mýrum í Hornafirđi (bć, sem er ţekktastur fyrir ţađ ađ ţar er nú risiđ stćrsta fjós á Íslandi sem sögur fara af) lesa Á Sprengisandi eftir Grím Thomsen og Fífilinn og hunangsfluguna (1847) eftir Jónas Hallgrímsson.

Mjög líklega voru upptökurnar frá Íslandi fleiri, en ţćr eru ekki skráđar í Ţjóđarbókhlöđu Frakka líkt og skellakkplöturnar međ Ingibjörgu og Sigurđi laganema. Skellakkplöturnar, sem hinir frönsku Pathé-brćđur ţróuđu og settu á markađ áriđ 1906, áttu ţađ til ađ brotna fyrir algjöran franskan klaufahátt og grunnupptökurnar á vaxhólkum í mismunandi stćrđum bráđnuđu eđa urđu myglu ađ bráđ.

Mountain-Chief-of-Montana-Blackfeet-listening-to-phonograph-with-ethnologist-Frances-Densmore

Kannski hafa Fransmennirnir hugsađ sem svo, ţegar ţeir tóku Íslendinga upp á Pathéfóninn, ađ íslenskan yrđi horfin eftir 100 ár, líkt og indíánamálin í Ameríku (sjá hér). Hugsiđ ykkur gćfu Ameríkana, ađ geta í dag hlustađ á indíána sem ţeim tókst ađ stúta. Ekki ósvipađ og ţegar Pólverjar reisa söfn til ađ minnast gyđinganna sem myrtir voru í útrýmingarbúđum í Póllandi (sem voru vitaskuld ţýskar), svo ekki sé tala um öll gyđingasöfnin í Ţýskalandi. Söknuđur er skrítiđ fyrirbćri.

Briem [Archives_de_la_parole]_Trois_[...]_bpt6k1282116

Fyrsta platan međ Íslendingi?

Kannski hafa veriđ til fleiri Pathéphone-upptökur á vaxhólka sem fćrđar voru á skellakplötur (lakkplötur), sem Pathé-fyrirtćkiđ franska hóf framleiđslu áriđ 1906 (Sjá meira hér og hér) en ţćr tvćr sem ég nefni hér. Ég veit ţađ ekki.

En skýrslan um upptökuna á undurfagurri rödd mademoiselle Ingibjargar Briem er ţó til og ţađ voru 21 gráđu hiti í bađstofunni á Álfgeirsvöllum, er hún las upp ljóđin sín. Hitastigiđ skráđu vísindamennirnir hjá sér, ţví upptökur á vax sem fćrđar voru skellak ţegar til Parísar var komiđ varđ ađ spila viđ sama hitastig og ţćr voru teknar upp viđ - segir fróđur mađur ađ Norđan mér, sem tók upp öldugang á svona fóna í ćsku sinni á Skagaströnd.

Elstu hljóđupptökur af röddum Íslendinga eru hins vegar teknar upp á vaxhólka fyrir phónógraf Thomas Alfa Edisons. 

Á Siglufirđi, ţar sem allt rusl er sem betur fer varđveitt, fundust fyrir ekki svo ýkja mörgum árum Phonógraf (sem sumir kalla "hljóđgeymi Edisons") og tilheyrandi vaxhólkar; En fyrsti mađur til ađ taka upp söng og tal á hólka á Íslandi var Jón Pálsson og ţađ var áriđ 1903. En ćtli Ingibjörg Briem sé ţá ekki fyrsti Íslendingurinn sem fékk "plötusamning" á skellakksplötu. Enn er veriđ ađ hlusta á ungfrú Briem, en ćtli einhver hlusti á Björk eftir 100 ár?

Mér er sagt ađ Ingibjörg (1886-1953) hafi sagt manni sínum Birni Ţórđarsyni, lögfrćđiprófessor og ráđherra, ađ hún hafi veriđ tekin upp af Frökkum ţegar hún var heimasćta á Álfgeirsvöllum. Björn trúđi konu sinni aldrei. En hefđi betur gert ţađ, ţví konur segja alltaf satt - fyrr eđa síđar - en ţađ er ekki tekiđ nógu mikiđ mark á ţeim en mest ţeim sem ekkert er mark á takandi.

Hér má lesa og hlusta á áhugavert verkefni ţar sem upptökur Ferdinands Brunot og félaga eru notađar.

Líklegt er ađ hlustađ hafi veriđ mademoiselle Ingibjörgu á svona apparati. En "master-upptakan" varđ gerđ á vaxhólk og hún yfirfćrđ yfir á lakkplötu, sjá frekar hér varđandi tćknileg atriđi sem Fornleifur hefur ekkert vit á.


See you later alligator...

Alligator 2

í fyrra heimsótti ég land norđurljósanna og afturljósanna á hrađskreiđum rútum fullum af Kínverjum í spreng. Ég kom meira ađ segja tvisvar sinnum á ţessa framandi eyju á ţví herrans áriđ 2017.

Í annađ skiptiđ var ég ţar í nokkra daga um haustiđ. Ţá var ferđin m.a. gerđ til ađ fara í frćđilegan leiđangur. Ég fór ásamt tveimur gömlum og góđum vinum í afar merkilega rannsóknarferđ sem sagt verđur frá síđar hér á Fornleifi. Áđur en fariđ var úr bćnum, hitti ég liđsmenn mína, hvern fyrir sig. Fyrri leiđangursmanninn hitt ég í glćnýju/gömlu húsi í Austurstrćti 22 á veitingastađ sem Caruso heitir.

03 b

Austurstrćti 22, byggt 1801 en bćtt og breytt áriđ 1843

Ég kom nú í fyrsta sinn í Austurstrćti 22, eftir ađ húsiđ var "endurreist" eftir brunann mikla sem át upp gamla húsiđ áriđ 2007. Ég kom ţarna áđur í gamla húsiđ frá 1801/1843 áriđ 1994 eđa 1995 og ţá í fylgd arkitekts og ţáverandi starfsmann húsafriđunardeildar Ţjóđminjasafnsins, Guđmundar Hafsteinssonar. Ţá höfđu einhverjir framtaks samir menn gífurlega löngun til ţess ađ rífa niđur skorsteininn og eldstćđiđ í byggingunni. Löngu áđur keypti mađur gallabuxur í ţessu húsi. Síđar voru ţarna öldurhús og ýmsar vafasamar búllur, ţar sem fćstir vildu láta sjá sig sem gestkomandi.

Ţess má geta ađ Austurstrćti 22 er enn "friđlýst hús" (sjá hér hjá Minjastofnun) - kannski til ađ sýna ferđamönnum hve vel Íslendingar passa upp á minjarnar sínar. Eftir rúm 90 ár verđur líklega hćgt ađ friđa húsiđ og fljótlega ađ friđlýsa ţví bara líka.

Alligator í stofunni

Ţar sem ég sat viđ gluggann í Austurstrćti 22, varđ ég fljótlega meira upptekinn af norskum járnofni sem í stofunni var, en ágćtri pizzunni sem ég snćddi. Ég sá strax ađ einhver hafđi reynt ađ "endurgera" norskan járnofn, svo kallađan vindofn eins og ţessi tegund eru jafnan kölluđ í Noregi og oftast í Danmörku af ţeim sem ţekkja til tegundafrćđi ofna.

Sú uppsetning sem ég sá á Caruso var nú greinilega mest til skrauts, ţví ađeins sáust ţrjár hliđar ofnsins, og hafa ţeir sem gert hafa upp húsiđ ćtlađ sér ađ búa til eitthvađ sem líktist bíleggjaraofni (bilćgger). Á bíleggjurum gengur ein hliđin inn í ađaleldstćđiđ, pejsen, og er ofninn jafnan handan viđ vegginn og sömuleiđis eldhúsiđ. "Pćsinn" eđa bíleggjarinn, sem hugsanlega hefur veriđ í húsinu áriđ 1843, hafa síđan sameiginlegan skorstein. Hliđarnar á ofnplötunum á Caruso hafa voru kíttađar saman međ lituđu sillikoni eins og barmur sumra kvenna.

Eins og vindofninn stendur nú, virđist aldrei hafa veriđ kynt upp í ofni ţessum, ţví sú hliđ sem eldsneytiđ var sett inn í um lúgu, hefur veriđ múruđ föst út í vegginn, ef hún hefur ţá yfirleitt fylgt ţeim ofnleifum sem notađrar voru í ţessa skreytingu. Mér var mjög starsýnt á ofninn og tók nokkrar ljósmyndir af honum og spurđi starfsmenn, hvort ţeir ţekktu sögu ofnsins. Einn ţjónanna taldi víst ađ ofninn hefđi veriđ keyptur í tengslum endurbygginguna eftir 2009, en kunni ţó engin frekari deili á sögu hans. 


Ţar sem mađur getur ekki alltaf séđ, hvort slíkir ofnar eru eftirlíkingar, nema ađ sjá bakhluta steyptra járnplatnanna (á ţátta viđ um mörg önnur apparöt), hef ég í raun ekki hugmynd um hvort ofninn er frá fyrri hluta 18. aldar eins og áletrun og stíll benda til, ellegar afsteypa frá 19. eđa 20. öld.  En eftir ađ hafa talađ viđ Grétar Markússon hjá Argos, arkitektastofu ţeirrar sem sá um endurbyggingu hússins í gömlum stíl, veit ég ađ plöturnar sem voru notađar í endurgerđ ţessa eins konar ofns voru keyptar á uppbođi í Danmörku. Varla er líklegt ađ hlutar úr ófullkomnum ofnum hafi veriđ keyptir og líklegast ađ hann sé ekki eftirlíking, ţó ađ ég slái ţví ekki endanlega föstu. Kunnugir menn sem ég hef talađ viđ, hafa ekki séđ akkúrat ţessa gerđ ofna endurgerđa.  Viđ fornleifarannsóknir á grunni hússins eftir brunann, sjá hér, kom ekkert í ljós sem minnti á ofnplötur og slíkar sá ég heldur ekki áriđ 1994 eđa 5 í gamla húsinu.

Ţess má hins vegar geta, ađ eldstćđiđ eđa eldstóin (pćsinn) úr upphaflega húsinu frá 1801 var eitt af ţví fáa sem ekki brann til kaldra kola í Austurstrćti 22 og var flutt í burtu í heilu lagi. Mér skilst á vefsíđu veitingastađarins Caruso, ađ eldstćđiđ hafi veriđ sett aftur í nýja húsiđ.

04
Grétar Markússon arkitekt hjá Argos tjáđi mér, ađ ofninn međ alligatormyndinni hefđi veriđ settur ţarna, ţar sem sýnilegt vćri á teikningum eftir viđgerđir á húsinu áriđ 1843, ađ ţarna hafi stađiđ ofn. Oft voru ţessir ofnar (vindofnarnir, sem plöturnar á Caruso eru úr) á síđari hluta 18. aldar tveggja hćđa, líkt og ofninn sem sést á málverki Carls Vilhelms Hoslř hér neđar.

Holsř

Til ađ útskýra fyrir lesendum Fornleifs, hvernig svona ofn hefur litiđ út ţegar hann var nothćfur: Ţá stóđ hann einn sér međ fjórar hliđar úr járni sem hengdar voru utan á kjarna múrađan úr tígulsteinum. Allur ofnkassinn hvíldi á rammgerđum fótum, sem stundum voru úr tré en oftar járngrind. Upp af toppplötunni gekk síđan sívalt rör sem leitt var inn í skorstein hússins.  Öskunni var  mokađ út beint innan úr ofninum, og gjarna var járnplata höfđ á gólfi til ađ varna frá eldsvođum.

yngri ofnHér sést er veriđ er ađ múra saman vindofn af ađeins yngri gerđ en ţeirri sem plöturnar í Austurstrćti 22 eru úr. Innst er ofnrúm úr tígulsteinum og utan á eru hengdar og múrađar steypujárnsplötur.

AabenSkorsten_medBilaeggerovn

Bilćgger-ofn (bíleggari) skýringarmynd. Pejs eđa eldstćđi frá ţessum tíma hefur ţó líklega veriđ lćgri en sýnt er á myndinni. Menn hugsuđu ekki um vinnustöđu kvenna á ţeim tíma.


 
America Afflicta Gemens

Alligator 5
Hliđarplöturnar tvćr á alls endis ónothćfum skrautofninum á Caruso eru myndskreyttar.  Platan af langhliđ ofnsins sýnir fáklćdda indíánakonu sem situr kjökrandi á alligator. Fyrir framan hana er brotinn skjöldur og laskađur örvamćlir. Á bugđóttum borđa yfir indíánakonunni stendur á latínu America Afflicta Gemens, sem hćgt er ađ ţýđa yfir á islensku međ orđunum Hin bugađa og kjökrandi Ameríka. Ţetta myndmál er ćttađ frá Spáni, en ţekktast af koparristum frá Hollandi. Um miđja 17 öld voru fjórar myndir ristar í kopar af listamanninum Cornelis van Dalen sem sýna ástand heimsálfanna. Sjá t.d. hér. Myndin á ofninum á Caruso er unnin eftir ţví prenti.

Alligator 3

Framleiddur í Noregi af Johan Jřrgen Schram

Á hinni ofnplötunni, sem er nokkuđ minni en sú međ indíánakvinnunni leiđu, má sjá fangamark Friđriks 4. á steinnál sem á situr kóróna. Á skyldi á ferningsfleti undir nálinni má lesa R.Arv og árstaliđ 1713. Ţetta segir okkur allt um uppruna plötunnar sem gerđ var áriđ 1713 (ef hún er ekki eftirlíking) og af öllum líkindum af manni sem hét Johan Jřrgen Schram, og sem upphaflega var ţýskur. Hann kom til Noregs frá Kaupmannahöfn áriđ 1703 en hafđi lćrt list sína í Hamborg. 

Ofnar međ áletruninni R. Arv. voru framleiddir af Johan Jřrgen Schram í Noregi einhvern tíma á tímabilinu 1710-1721. R. Arv. ţýđir. Richelieus Arvinger. Erfingjar ţessar Richelieu höfđu sest ađ í Noregi. Einhvern tímann á  16. öld hafđi slćđst til Danaveldis herforingjaefni nokkuđ sem kallađi sig Richelieu, sem menn töldu vitaskuld franskan, en sem reyndist sleipari í ţýsku en frönsku. Hann sagđist vera af frönskum ađli kominn. Danir féllu fyrir ţessum manni, en sumir töldu ţó ađ ţarna vari kominn einhver ómerkilegur ţýskur málaliđi. En hann steig til metorđa eins og of gerist međ loddara. Ţótti afkomendum hans mikiđ til sjálfs síns koma og ćttin mćgđist viđ ýmsar eldgamlar ađalsćttir. En enn merkilegra ţótti mér samt ţegar ég fór ađ grúska meira í ţessari tegund af ofnum frá 18. öld, ađ í ljós kom ađ Regner Christoffer Ulstrup (1798-1836) landshöfđingi sem Jónas Hallgrímsson vann sem ritari hjá í Austurstrćti 22 var einmitt af ćttinni Richelieu. Hluti Richelieu-ćttarinnar í Danaveldi fluttust sem embćttismenn til Noregs og átti ćttin um tíma járnsteypuna í Noregi sem bjó til ţessa gerđ af vindofnum og margar ađrar.  Ţess vegna stendur R.Arv. (Richelieus Arvinger) á gaflplötu ofnsins.

Ţađ er hins vegar hrein tilviljun ađ keyptar voru ofnleifar, sem framleiddar voru á 18. öld af sömu ćttinni, sem síđar bjó í húsinu í Reykjavík. En skemmtileg tilviljun er ţađ ţó vissulega. Jónas Hallgrímsson hefur líklega ornađ sér viđ einhvers konar vindofn í Austurstrćti 22.  Mađur verđur eiginlega ađ vona ţađ fyrir Jónasar hönd.

Alligator 6

Hliđar af vindofnum frá Egelands-vćrket ţar sem Johan Jřrgen Schram starfađi fyrir norska grein Richeleieu-fjölskyldunnar. Johan Schram hefur líklega boriđ nafniđ fram sem EGGELANDS WERCK. Sjá Nygĺrd Nilssen 1944. 

 

Ađrir bíleggjarar og vindofnar á Íslandi á 18. og 19. öld

Ţar sem ekki er um auđugan garđ ađ gresja hvađ varđar steypujárnsofna frá 18. öld á Íslandi, ţótti mér merkilegt ađ slíkur ofn hafi veriđ settur í húsiđ eftir upplýsingum af teikningu frá 19. öld.  Ugglaust voru vindofnar eđa bíleggjarar sjaldséđir á Íslandi á 18. og 19. öld, en ţeir hafa samt veriđ til í vandađri heldri manna húsum. Ein hliđ af ofni međ mynd af Friđriki 4. og Lovísu hans er ađ finna á Ţjóđminjasafni. Ofnplatan er ekki norsk eins og starfsmenn Ţjóđminjasafni álykta, heldur gerđ í Frederiksvćrk í Danmörku (sjá hér).

Skrautplata af öđrum ofni frá lokum 18. aldar hefur einnig varđveist á Bessastöđum. Hún hefur einnig veriđ greind alrangt ţar sem grein var frá henni í tengslum viđ fornleifarannsóknir á Bessastöđum. Platan frá Bessastöđum, sem er skreyti af gafli ofns, sýnir mynd Vilhjálm 3 (1652-1702) af Óraníu, sem var gerđur ađ konungi Englands áriđ 1889 og síđar einnig yfir Skotlandi.

WR 1698

Ef allar hliđar vindofnsins hefđu verđiđ keyptar í nýbygginguna í Austurstrćti 22, hefđu ofninn til dćmis haft ţessa hliđar: Fyrir utan gaflmyndina međ fangamarki Friđriks fjórđa og allegóríuna um Ameríku, hefđi líklega veriđ hliđ um allegóríuna um Afríku og gafl međ hlemmi ţar sem eldurinn var fóđrađur.

 

Konan sem hélt ein upp á afmćliđ sitt í Hörpunni

Nú, eftir eftirminnilega alligator-málsverđinn á Caruso, var mér nokkrum dögum síđar bođiđ af hinum leiđangursmanni mínum á Hollywood-tónleika í Hörpunni og í flottan mat á undan á veitingastađ ţar í húsinu. 

Vegna tónleikahaldsins í húsinu ţetta kvöld átti vel viđ ađ miđaldra bandarísk kona sćti viđ nćsta borđ. Hún var skrafhreifin mjög eins og margra Kana er háttur.  Viđ voru vart búnir ađ klára eđalkrásir, ţegar viđ vorum komnir í hörkusamrćđur viđ ţessa konu. Hún var greinilega örlítiđ eldri en viđ, upphaflega frá New York, einhleyp og af gyđingaćttum. Allt lét hún flakka. Hún sagđist vera á Íslandi til ađ halda upp á afmćliđ sitt.  Hún hafđi fengiđ sér gríđarlega hamborgara. Rétt sem snöggvast hugsađi ég svo: "Hún hefur ţá fundiđ sér rétta stađinn til ađ kála sér eftir uppáhaldsmatinn".  En hún reyndist nú lífsglađari en ţađ og fór eftir ađ hafa spurt okkur spjörunum úr um Íslands, ađ sýna okkur myndir af húsinu sínu nćrri fenjum Flórída.

Kannski leist henni vel á gestgjafa minn - Hann hefur nefnilega ţetta íslenska ađalsmannalúkk úr Húnaţingi. Frúin frá Flórída vildi líka sýna okkur heimilisdýrin sín. "Ooh" hugsađi ég, "Einhver helvítis púdelhundur", og spurđi snöggvast gestgjafa minn hvort tónleikarnir vćru ekki ađ fara ađ hefjast. Nei hún sleppti ekki haldinu, frúin frá Flórída, sem líka vann hjá stóru bandarísku fyrirtćki eins og allir CIA-njósnarar. Hún hóf nú ađ sýna okkur myndband í símanum sínum sem var tekiđ af öryggismyndavél viđ húsiđ hennar međan hún var á Íslandi. Heimilisdýriđ var risa alligator (Alligator missisippiensis) sem heimsótti og kannađi húsiđ hennar á nóttunni. Ţá vaknađi ég allur og greindi konunni frá ţví ađ ţetta vćri annađ alligator-ţemađ í sömu vikunni hjá mér og sagđi frá ofninum á Caruso.

Svo var rćtt um alligatora í nokkrar mínútur og vissi konan allt um ţau dýr. Ég var eiginlega helst farin ađ vona ađ eitt af lögunum á Hollywood-tónleikunum yrđi See you later alligator, after 'while crocodile međ Bill Haley. Óskin rćttist ţví miđur ekki. Sinfóníuhljómsveit Ísland getur ekki rokkađ, er mér sagt. Viđ bćtum úr ţví hér:

Ítarefni:

Fett, Harry 1905: Gamle norske ovne. Norsk Folekmuseums Sćrudstilling Nr. 3, Katalog. S.M. Brydes Bogtrykkeri, Kristiania.

Nygĺrd-Nilssen, Arne 1944: Norsk Jernskulptur I og II (Norske Minnesmerker). J.W. Cappelens Forlag. Oslo.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband