Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2018

Getur einhver lesiđ á japönsku kassana mína ?

Fig 1b
Ég segi eins oft og ég get: Ég er međ heppnari mönnum, og ţađ er fyrst og fremst vegna betri helmingsins. Mín elskulega ektakvinna, hin síunga Irene, dekrar mjög viđ manninn sinn. Til ađ mynda nýlega, ţegar hún gaf mér afmćlisgjöf. Ég fékk gjöfina nokkrum vikum fyrir afmćliđ, alveg eins og í fyrra er hún bauđ mér á eftirminnilega tónleika međ Woody Allen og hljómsveit hans.

Í ár fékk ég hins vegar japanskan kassa fyrir afmćliđ mitt sem er 22. júlí ár hvert - en stundum skömmu áđur eđa í áföngum.

Eina sólríka helgi fyrir skömmu, (síđan hefur sólin brunniđ á himninum hér í Danmörku), brugđum viđ okkur í stórbćinn og fórum međal annars inn í litla verslun í Nágrannaleysu (Nabolřs), sem selur verđandi japanska forngripi. Verslunin er rekin af nokkrum ungmennum á ţrítugsaldri sem ferđast mikiđ til Japan vegna brennandi áhuga síns á landinu. Ţar kaupa ţau einnig góđa gripi sem ţau leggja örlítiđ á í Kaupmannahöfn og reyna svo ađ lifa af ţví sem ţau ţéna međ námi eđa til ađ greiđa fyrir frekari ferđir til Japans. Mig grunar ţó ađ ţau hafi ađgang ađ búđarrýminu fyrir lítiđ, ţar sem verslunin er á afar góđum stađ.

Kona mín sá strax ađ ég slefađi eins og krakki yfir bambuskassa einum í búđinni sem og loki af minni kassa. Ţetta var eini slíki gripurinn í versluninni. Kassinn og lokiđ eru frá byrjun 20. aldar og bera áletranir ritađar međ japönsku tússi. Ég keypti mér lokiđ fyrir lítiđ. Konan mín sá líka ađ mér langađi óhemjumikiđ í kassann  svo hún keypti hann sísona og gaf mér í fyrirframafmćlisgjöf.

Kassar sem notađir voru fyrir postulín eđa lakkvörur

Kassar sem ţessir voru jafnan smíđađir úr bambus utan um dýrmćtan varning svo sem postulín eđa lakkvöru, ţegar slíkir eđalgripir voru seldur á fyrri öldum. Konan mín, sem lagđi stund á japönsku međ námi sínu í stjórnmálafrćđi í Árósi á síđustu öld, gat ekki lesiđ áletrunina á kössunum. Hún sá strax ađ ţetta var ađ miklu leyti skrifađ međ kínverskum táknum sem kallast kanji.

Fig 3 b

Mynd II

Fig 4 b Mynd III


Ég spurđi ţá verslunareigendurna sem voru til stađar, hvort ţau gćtu lesiđ japönsku, en ţađ gerđi ađeins ein ţeirra, sem er hálfur Japani. Hún gat hins vegar heldur ekki lesiđ  áletrunina. Hún tók ţá myndir og sendi föđur sínum, sem er japanskur, og hann varđ líka ađ gefast upp, en upplýsti ađ ţetta vćri gömul japanska frá ţví yfir leturbreytingu á 20. öld. Ţegar hćtt var ađ nota ýmsa kínverska bókstafi og hljóđkerfi annarra stafa breyttist alfariđ. Í dag er ţessi japanska ekki kennd nema í háskólum, og afar fáir geta lesiđ texta međ kínverskum táknum og gamla hljóđkerfinu.

Ég hafđi ţá samband viđ Toshiki Toma prest innflytjenda á Íslandi, og síđar prófessor einn í Kaupmannahöfn, en báđa skorti aldur og ţekkingu til ađ geta lesiđ ţennan gamla kanji-texta. Til ţess ţarf mađur víst helst ađ vera orđinn rúmlega 90 ára eđa sérfrćđingur. Ekki ţýđir heldur ađ biđja Kínverja ađ lesa textann, ţví ţó ţeir ţekki táknin, ţýđa ţau og hljóđa oft á tíđum allt öđruvísi á gamalli japönsku en á kínversku.

Í kassanum á myndinni efst voru japönsk dagblöđ frá 3. áratug síđustu aldar. Ţađ gćti vel gefiđ hugmynd um aldur kassans.

Geta lesendur hjálpađ međ ráđningu textans?

Fig 2

Mynd IV

Vera má ađ lesendur Fornleifs séu sleipir í japönsku og geti lesiđ fyrir mig hvađ stendur á

(I)   kassanum (á myndinni efst),

(II)  innan á loki hans (mynd IV)

(III) báđum hliđum loksins af litla kassanum (myndir II og III)

Kassinn er listavel smíđađur og ekki er notađur einn einasti járnnagli. Hann er einnig mjög vel nothćfur. Ég nota hann eftir hreinsun og vöxun til ađ hylja snúrur og leiđslur sem hrynja í tugatali af tćkjum sem á okkar tímum fylla öll skrifborđ. Leiđslur frá tölvu, lömpum, hátölurum, hleđslutćki og skánskri myndavél, fara allar ofan í kassann og sem felur svarta spaghettíiđ sem lekur ofan af skrifborđinu mínu. Kassinn og áletranir hans sjást vel undir borđinu, en mig vantar enn skýringu á áletrunum til ţess ađ vera alsćll. Ég tek fram ađ ţađ stendur hvorki Honda, Toyota, Mishubishi, Nissan, Suzuki, Daihatsu eđa Datsun á kassanum.

Ţýđingarnar á áletrun kassanna minna ţarf ég helst ađ fá ekki miklu síđar en á morgun, sem minnir mig á ţađ hvernig vörumerkiđ Datsun varđ til:

   Framleiđendum Datsun vantađi fangandi, erlent nafn á fyrstu bifreiđina sem ţeir framleiddu. Ţeir leituđu til helsta ráđgjafa um fangandi bílanöfn á sínum tíma. Hann bjó í New York, sem hét vitaskuld Cohen. Cohen spurđi útsendara japanska bílframleiđandans hve fljótt ţeir ţyrfti ađ fá hiđ nýja nafn. "Aooh, Helst á morgun" sagđi sá japanski. Cohen svarađi ţá uppvćgur á brooklensku "Dat soon?" Ég sel ţetta ekki dýrara en ég keypti.


Catwalk međ íslenska hundinn

Dorrit á Alţingi mynd Alţingis

Hin glćsilega, fyrrverandi forsetafrú bjargađi uppistandinu á Ţingvöllum í gćr. Ađ vanda kom Dorrit, sá og sigrađi.

Hún  Dorrit fullkomnar nefnilega listina ađ vera alţýđleg. Hún gerđi sér lítiđ fyrir, líkt og oft áđur, og talađi viđ hinn almenna mann ţegar hún var komin niđur Almannagjá.  Hún fékk lánađan íslenskan hund í sömu litum og hún sjálf og saman tóku Mússa og Seppi catwalk á Ţingvöllum.

Ađ núverandi forsetfrú ólastađri, ţá sakna ég dálítiđ Dorritar. Hún var algjör hrádemantur. Ţađ var svo gaman á Íslandi ţegar hún var á Bessó.

Ég ţakka skrifstofu Alţingis fyrir ađ birta ţessa mynd, sem er frábćr. Loks hafa menn ţar á bć lćrt ađ taka almennilegar ljósmyndir. Ég ţakka fyrir hönd pöpulsins sem fylgdist međ úr fjarska.

... og Pía hvađ...


Out of Africa - or Eurasia

Homo-erectus-702x336

Hér fer Fornleifur mjög langt aftur í tímavél sinni til ađ kynna niđurstöđu íslensk vísindamanns í Lundi. Eldra getur ţađ vart orđiđ. Ţetta er jafnvel óţćgilega fornt fyrir Fornleif, ţó hann kalli ekki allt ömmu sína í forneskjunni.

Haldiđ skal aftur til ţess tíma er sum okkar urđum eldklár og ţenkjandi: sapiens sapiens, međan ađrir héldu áfram ađ vera bara sapiens, og jafnvel hálfgerđir imbecilles, eđa imbar og "silly".

Laglegi pilturinn, á myndinni hér fyrir ofan, er ekki mjög ósvipađur sumum af ţeim knattspyrnuhetjum sem berjast í Rússlandi ţessa dagana. Ţá er ég ekki ađ velta fyrir mér hve útiteknir ţeir eru (litinn ţori ég ekki einu sinni ađ nefna). Ţessi kappi, sem var ekki hávaxnari en 12 ára íslenskur krakki, er framkallađur á grundvelli hauskúpu sem er um tveggja milljón ára gömul og sýnir Homo erectus, forföđur ţeirra mannskepna, sem brugđu undir sig betri fćtinum fyrir ca. 2 milljónum árum síđan: Ţessi manntegund sem voru eđalmenni frá Afríku sem gengu upprétt, tók međvitađa ákvörđun eins og Bjarni F. Einarsson fornleifafrćđingur myndi kalla ţađ. Ţeir höfđu slitiđ barnsskónum í nokkur milljóna ára áđur en ţeir héldu í mikla langferđ norđur á bóginn. Ekki miklu síđar en fyrir um ţađ bil 1,8 milljónum árum, var erectus-ćttin búin ađ dreifa sér um ţađ sem síđar var kallađ Evrópa og Asía.

homo-sapiens

Homo Sapiens Sapiens, ţrútinn um augun af allt of miklum hugsunum og ákvörđunartökum

Karlinn hér fyrir ofan var hins vega yngri og var hann nokkuđ glúrnari en forfeđur hans sem flykktust norđur á bóginn. Hann er afkomandi ţess á efri myndinni. Ţessi mynd er gerđ eftir beinaleifum manns sem mun hafa veriđ uppi fyrir um 150.000 árum síđan; Og nokkurn veginn ţannig litu fyrstu forfeđur okkar einnig út, ţegar viđ af tegundinni homo sapiens sapiens byrjuđum ađ greinast ađ fullu frá Homo sapiens Neanderthalensis, fyrir meira en 500.000 árum síđan, einhvers stađar í Evrasíu.

Íslenskur vísindamađur, Úlfur Árnason, prófessor emerítus í sameindarţróunarfrćđi í Lundi, greindi frá ţeim skilnađi fyrir tveimur ári síđan í áhugaverđri grein tímaritinu Gene, á mjög sannfćrandi hátt. En fyrst fyrir 150.000 árum, eđa ţar um bil (ţetta er ekki svo nöje), hafi homo sapiens sapiens snúiđ til Afríku frá Evrasíu. Ţannig ađ skilja, ađ fyrstu viti bornu mannverurnar sem bjuggu í Afríku komu frá Evrópu og Asíu. 

Ţetta eru ugglaust ekki allir eftir ađ éta hrátt og eins hratt og niđurstöđur í ţróunarfrćđi mannsins og erfđafrćđi breytast, gćti sú kenning ţegar veriđ orđin úreld án ţess ađ ég vissi ţađ - en ég hef ekki haft spurnir af neinu nýrra. 

En ef fyrstu fullvita Afríkumennirnir voru "Evrópumenn" (frá svćđum núverandi ESB) eđa "Asíubúar", mćtti til gamans segja í anda ESB-keisarans Merkels, ađ ţeir Afríkumenn sem nú leita til Evrópu í miklum mćli, sér og sínum til ţćginda, séu bara ađ snúa aftur til síns heima. Tyggiđ á ţví, sem haldiđ í hreinum nasisma ykkar ađ Íslendingar séu óflekkuđ "ţjóđ" (sjá t.d. ţetta rugl). 

Ég heyrđi fyrst um frćđileg afrek Úlfs Árnasonar frá uppeldisföđur hans Gils Guđmundssyni, sem ég hitti oftar en einu sinni í flugvélum á leiđ til Íslands á 9. áratugi og rćddi viđ hann á Kastrup flugvelli. Ţá var Úlfur Árnason ađ vinna viđ erfđafrćđi hvala, ţar sem hann hefur unniđ mikiđ og ţarft starf.

Mér ţykir grein Úlfs Árnasonar, Out of Africa hypothesis and the ancestry of recent humans: Cherchez la femme (et l´homme) (sjá einnig ţessa frásögn í öđru riti) mun merkilegri en ţađ sem Íslensk Erfđagreining er ađ gera; T.d. ţađ skemmdaverk ađ ţeir fengu ađ  bora í tennur 97 íslenskra kumlverja sem hvíla á Ţjóđminjasafninu og rađgreina efniđ úr tanntökunni til ađ fá tölfrćđilega óhaldbćra niđurstöđu sem ekki segir neitt marktćkt (sjá hér), um leiđ og eldri rannsóknir međ öđrum ađferđum sem ekki reiđa sig á hiđ heilaga efni DNA, sameindina Deoxyribonukleinsýru, er hunsađar.

Jú, ţađ urđu greinilega ekki allir sapiens sapiens í einum grćnum hvelli. Stundum held ég ađ langt sé í ađ allir nútímamenn geti státađ sig af ţessu tegundaheiti, t.d. ekki forseti Bandaríkjanna, en í honum held ég ţó frekar ađ hafi orđiđ stökkbreyting, sem valdiđ hefur alvarlegri heilaskerđingu. Hugsiđ ykkur: Allt ţetta erfiđi viđ kynbćtur í gegnum hundruđ ţúsundir ára til einskis.


Fornleifafundur sumarsins: Ćvaforn skáti

Fundur sumarsins

Bjarni F. Einarsson leiđir nú keppnina um stćrstu fornleifagúrku sumarsins. Hann fer líklega međ sigur úr býtum ţegar upp verđur stađiđ í haust.

Hann hefur fundiđ hvorki meira né minna en fornan skáta. Geri ađrir betur. Skátinn "tók međvitađa ákvörđun" um ađ setjast ađ á Íslandi.

Fornleifur sagđi álit sitt varđandi fornleifar ađ Stöđ í Stöđvarfirđi í fyrra, sem og kenningasmíđ dr. Bjarna. Ţađ álit hefur ekkert breyst.

Viđ ţökkum Fréttablađinu ţessa smellnu fyrirsögn.

Tómar dósir


Brjánslćkjarkonur ota sínum tota

Valgerđur Briem NM Kobenhavn 3
Ég er farin ađ halda ađ kvenleggur Briemsćttarinnar (boriđ fram Brím en ekki Breim) sé sérstaklega lagiđ viđ ađ ota sínum tota.

Fornleifur greindi fyrr á árinu frá Ingibjörgu Briem, sem komst í franska upptöku, ţ.e.a.s hún varđ fyrst Íslendinga til ţess ađ komast á hljómplötu og ţar međ ađ eilífa undurfagra rödd sína. 

Frummóđir Briemsćttar, frú Valgerđur Briem á Grund í Eyjafirđi, kona Gunnlaugs sýslumanns Guđbrandssonar Briem frá Brjánslćk í Barđastrandasýslu (Briem er, af ţví er sagt er, afbökun á Brjánslćk) ćttföđur Briemsćttgarđsins valdamikla.

Valgerđur sem fćddist áriđ 1779 er talin vera sá Íslendingur sem fćddist fyrst allra ţeirra sem ljósmynd var tekin af á Íslandi. Ţví hélt Mogginn fram er Ţjóđminjasafniđ opnađi eftir breytingar hér um áriđ og birti ljósmynd af Valgerđi. Og ekki lýgur Mogginn. Er safniđ opnađi aftur eftir dýrar endurbćtur "breyttist allt" nema ţjóđminjavörđur, ţví miđur, en ekki ćtla ég ađ daga upplýsingar Ţjóđminjasafnsins um Valgerđi í efa án rökstuđnings. 

Ljósmyndina af henni sem Morgunblađiđ birti, var sögđ vera tekin af barnabarni hennar, Trggva Gunnarssyni trésmiđi, sem síđar gerđist bankastjóri (f. 1835). Tryggvi var í minni ćsku betur ţekktur sem "hundrađkallinn". Ţessi ljósmynd af frú Valgerđi mun ţó ekki vera á međal elstu ljósmynda af Íslendingi, heldur er ţví haldiđ fram ađ hún sé af ţeim Íslendingi sem fćddist fyrst ţeirra sem ljósmyndir voru fyrst teknar af.  Ljósmyndin á enduropnunarsýningu Ţjóđminjasafnsins, sem Morgunblađiđ upplýsti ađ vćri tekin af Tryggva Gunnarssyni, hlýtur ţá ađ vera frá ţví fyrir 1872, en ţađ ár andađist Valgerđur Briem. 

Akne Hustergaard ??

Sama mynd og sýnd var á Ţjóđminjasafninu eftir viđgerđ ţess, er til á Ţjóđminjasafninu í Kaupmannahöfn (sjá hér og efst). Á síđastnefnda stađnum standa menn algjörlega á gati hvađ varđar módeliđ. Í skráningu á myndinni er ţví haldi fram ađ ţarna sér komin "Akne Hustergaard". Já ég sel ţađ ekki dýrara en ég keypti.

Akne Hustergaard er vitaskuld einhver furđuleg afskrćmin eđa mislestur illa menntađs safnafólks í Kaupmannahöfn. Ţađ er víđar til en í Reykjavík. Gćti veriđ ađ ţađ standi Hřstergaard?  Myndin í Höfn er úr safni Íslandsvinarins Daniels Bruuns, sem ferđađist mikiđ um Ísland og skrifađi merkar bćkur um ţćr ferđir. Ţjóđminjasafn Dana telur ţá mynd af Valgerđi vera tekna af Bruun. En ţađ getur vart  veriđ, ţví hann hafđi ekki enn komiđ til Íslands fyrir 1872 er Valgerđur deyr. En ef myndin er tekin af Bruun, ţá er ţetta allt önnur kona en Valgerđur Briem.

Máliđ er greinilega flókiđ. Tryggvi lćrđi ljósmyndun í Kaupmannahöfn. Ţađan sneri hann ekki aftur frá Danmörku og Noregi fyrr en 1865. Ţá var Valgerđur amma hans á nírćđisaldri. Hann gćti ţví vel hafa tekiđ myndina.  En ef Daniel Bruun hefur tekiđ myndina, ţá er konan greinlega ekki frú Valgerđur Briem.

Valgerđur Briem Umbreytt Minjasafn Akureyrar
Til er önnur ljósmynd (greinilega prentmynd frá 20. öld) af Valgerđi í Minjasafninu á Akureyri (sjá hér). Á ţeirri mynd sýnist hún miklu yngri. En nćsta víst tel ég ađ sú mynd sé retúsering af ljósmyndinni sem fyrr var rćdd. Myndinni hefur veriđ breytt af ljósmyndara, ţannig ađ gamla konan liti yngri út ađ árum. En ţetta er samt sama ljósmyndin ađ mínum dómi. Módelinu hefur ekki veriđ gerđur greiđi međ ţví ađ yngja hana upp.

Eiríkur BriemŢađ sem ég trúi ţví ađ hvorug ljósmyndin sé af Valgerđi Eiríksdóttur Briem, lćt mér detta í hug ađ konan á myndinni sé móđir Tryggva Gunnarssonar. Hún hét Jóhanna Gunnlaugsdóttir Briem (1813-1878). Mér er ţó reyndar einnig ófćrt ađ sjá ađ Eiríkur Briem (1811-1894; Sjá mynd til vinstri), sonur Valgerđar og Gunnlaugs, geti hafa veriđ sonur konunnar á myndunum sem taldar eru vera af Valgerđi. Ef svo er, ţá hefur eiginmađur hennar, Gunnlaugur Guđbrandsson frá Brjánslćk, sá er tók sér nafniđ Briem, veriđ mun snoppufríđari en stórskorin kona hans. En nú má ekki gleyma ađ önnur myndin af henni er umbreytt. Ţar hefur ljósmyndarinn ekki gert gömlu konuna fríđari.

Látum meistara Dylan ljúka ţessari ljósmyndakrufningu Fornleifs međ laginu Girl from the North Country sem hann syngur í gegnum nefiđ međ Johnny Cash, ţó ađ Brownsville Girl hafi einnig veriđ viđeigandi. Í Brownsville Girl hlýtur Dylan ađ vera ađ syngja um stúlku af Briemsćtt. Brjánslćkur og Brownsville eru ekki ósvipuđ örnefni. Cash kemur ţessu hins vegar ekkert viđ, nema ađ ţví leyti ađ Briemsćttin hefur ávallt átt nóg af ţví og ţví mikiđ látiđ međ ţetta fólk, langt fram um efni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband