Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Elsta málverkið af skreið

32690368761_5ef38085d8_o

Maðurinn sem hér heldur á skreiðinni er Jan Jeliszoon eða Jan Gilliszoon Valckenier, eins og hann kallaði sig einnig. Hansakaupmenn og Danir kölluðu hann Johann Valkner. Jan fæddist í bænum Kampen á Norður-Hollandi árið 1522. Með honum á málverkinu er fjölskylda hans lífs og liðin. Frúin hans föl hét María Tengnagel, en saman áttu þau 9 börn. Tveir drengir, sem dóu sem kornabörn, eru sýndir í hvítum kirtlum. Jan Valckenier andaðist árið 1592.

Afi Jans Valckeniers hafði verið fálkahaldari greifa nokkurs í héraðinu Brabant (sem er í suðurhluta konungsríkisins Hollands í dag) og af þeirri iðju fékk þessi fjölskylda nafn sitt. Út frá honum er komin mikil ætt kaupmanna og er hús ættarinnar enn til í Amsterdam.

Detalje
433px-Klov33
Hús Valckenier ættarinnar í Amsterdam, afkomenda Íslandskaupmannsins Jans Gillissonar. Húsið hét upphaflega Het Gulden Heck, þ.e. Gyllti Djöfullin.

Þessi fasmikli maður var mikill kaupahéðinn eins og margir Amsterdambúar. Það vissu danskir konungar á 16. og 17. öld mætavel. Danska krúnan átti í endalausu stríði við Svía og þurfti alltaf á fjármagni að halda. Jan lánaði Friðriki II peninga og kóngur þakkaði fyrir sig með því að gefa Jan réttinn til að versla með fisk í Bergen, svo og til að stunda verslun og kaupmennsku á Íslandi og í Færeyjum.

Verslun með Íslandsfisk færði erlendum kaupmönnum eins og Jan Gilliszoon mikið í aðra hönd. Skreið frá Íslandi, þó að hún hafi lengi verið verið talin lélegri en skreið frá Noregi, var arðsöm vara. Kveldúlfur Þórólfsson, faðir Skallagríms (og afi Egils ef einhver kannast við hann), mun samkvæmt Eglu hafa flutt skreið frá Hálogalandi til Englands. Þetta var aðalútflutningsvara Íslendinga í aldaraðir. Um miðja 16. öldina var verið að flytja skreið og votsaltaðan fisk frá Íslandi alla leið suður til Kanaríeyja og Madeira, og voru þar á ferðinni hollenskir kaupmenn, sem sóttu t.d. fiskinn á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð.

Kaupmaðurinn Adriaen Pauwels í Rotterdam seldi t.d. árið 1657 20.000 pund af íslenskri skreið til Pedro Flaemuels kaupmanns í Teneriffa

Hvort þetta er léleg Íslandsskreið sem Jan Valckenier heldur á, eða einn af þessum þorskum sem hefur norsku að móðurmáli, er óvíst. Færeysk var skreiðin varla, því ekki þekktu færeyskir fræðingar og þýskur "sérfræðingur" Fornleifastofnunnar Íslands þennan handhafa verslunar á eyjunum þegar nýlega var rituð grein um verslun útlendra manna í Færeyjum (sjá hér). Skreiðin var að minnsta kosti boðleg forfeðrum ESBlinga í dag, og komust þeir mjög snemma á bragðið og berjast nú út af minnsta tittlingi sem í sjónum syndir. 

Bakgrunnurinn á málverkinu af Valckenier fjölskyldunni á að sýna Bergen (Björgvin), þar sem Valckenier bjó um tíma. Jan Valckenier heldur á skreið, einu eintaki af því sem Hollendingar kölluðu stokvis, og í hinni hendinni heldur hann á leyfisbréfi danska konungsins Friðriks II til að stunda verslun í Noregi, Færeyjum og á Íslandi.

Þetta mun, að því er ég best veit, vera elsta málverk sem til er af skreið. Smellið 2-3 sinnum með músinni á myndina til að stækka hana (gæðin eru því miður ekki góð). Málverkið tilheyrir Rijksmuseum í Amsterdam, en hefur lengi hangið að láni í sýningum borgaminjasafns Amsterdam. Hvort það er uppivið í augnablikinu veit ég ekki.

Enn sækjast útlendingar í íslenskan fisk. Þeir eru, eins og menn vita vel, ólmir í hann og héldu víst um tíma að þeir fengju hann framreiddan upp á silfurdisk af auðmjúkum, íslenskum krataþjónum í ESB. Nú eru þeir draumar brostnir og þeir eru með einhverja stæla. Ástandi er farið að minna dálítið á fyrri aldir, þar sem þeir börðust á banaspjót út af þeim gula.

Íslendingar framleiða nú og flytja út rúm 18 þúsund tonn af skreið á ári. Verðmætið á þeirri afurð árið 2012 nam um níu milljörðum íslenskra króna. Það munar um minna.

Norsk eða íslensk skreið?

Þótt íslendingar hafi fram eftir öldum verið að merja skreið með sleggjum eins og steinaldarmenn, þá kunnu menn suður í Evrópu að framreiða þennan herramannsmat. Skreiðin er klofin og hryggurinn fjarlægður. Fiskurinn er settur útvötnum í saltvatni í viku. Þar sýgur fiskurinn í sig vatnið og verður hvítur og fallegur. Ítalir kunna enn að elda skreið á annan hátt en Afríkumenn. Eitt sinn  fékk ég í Napoli skreið, sem sögð var norsk. Hún hafði verið lögð í vatnsbað, og var borin fram í tómatsósu soðinni á lauk, lárviðarlaufi og ólífum, sem og með bökuðum kartöflum. Það er með betri soðningu sem ég fengið. Það var sama hvaða hvítvín var borið fram með þeim rétti. Allt vín verður gott með slíkum herramannsmat.

Einu sinni þótti skreið góð vara, þótt Íslendingar hafi aldrei skilið það og hafi setið og barið skreiðina með steinsleggjum gegnum aldirnar. Nú er einungis stefnt að því að koma skreiðinni illa unninni til Nígeríu, þar sem hún er mauksoðin með banönum og öðru sem ég kann ekki að nefna.

Norðmenn kunna hins vegar að selja þessa góðu vöru og þannig og flokka Norðmenn sína bestu skreið:

Sorting categories - First Class Lofoten Cod

Ragno, 60 cm over

WM, Westre Magro 50/60 (thin Westre), 50-60 cm

WM, Westre Magro 60/80 (thin Westre), 60-80 cm

WDM, Westre Demi Magro 60/80 (semi-thin Westre), 60-80 cm

WDM, Westre Demi Magro 50/60 (semi-thin Westre), 50-60 cm

GP, Grand Premiere, 60-80 cm

WC, Westre Courant (ordinary Westre), 75-80 fish per 50 kg

WP, Westre Piccolo (small Westre), 100-120 fish per 50 kg

WA, Westre Ancona, 75-80 per 50 kg

HO, Hollender (ordinary Dutch), 58-60 fish per 50 kg

BR, Bremer, 50-55 fish per 50 kg

Lub, 40-45 fish per 50 kg

Á vefsíðu Norwegian Fishery Village Museum skrifa þeir: 

No other country can compete with this way of conserving good food. Many have tried, none have been too successful - like Iceland, for instance, who completed their final trial year in 1992.

http://www.lofoten-info.no/nfmuseum/history/stockfsh.htm

Ekki veit ég hvaða plokkara Norsarar eru að sletta á okkur þarna, en montið hafa Íslendingar greinileg fengið frá Noregi.

Við kunnum enn ekki að auglýsa góða vöru og fara vel með fisk. En hugsið ykkur þegar farið verður af framleiða "Grindavico Demi Courant, Sec du Sec, 80 cm", eða "Grand Amsterdammer de Rif", Premiere Stocca 60-90 cm", og því ekki " Langanes Septentrionale Grande Giallo di Islanda" og " Islandico Superiore", svo ekki sé talað um "Quota Maximo Bianca di duocente miglia dei Norte". Hægt væri að opna safn eins og Norðmenn hafa, "Museu dello Stoccafisso", og besta fiskinn ætti að kalla "Come gli 77 Pesce di Cristo" í stað "Lagos magos" sem nú er seldur.

Það er greinilega ekki verið að hugsa um gæðin á fiskinum sem sést á myndinni hér fyrir neðan.

Fiskur á bíl er verri en fiskur í kös
Illa er farið með skreið á Íslandi, enda er henni bara hent suður til Afríku

8. getraun Fornleifs

getraun 8

 

Nú verður aftur brugðið á leik og spurt um forna hluti og gulnaða.

Vissuð þið að getraunir setja í sumu fólki í gang sams konar ferli og hjá spilafíklum? Sel þetta ekki dýrara en ég keypti. Þess vegna er ég ekki með neinn vinning í þessari getraun, nema heiðurinn. Hann er ávallt sætur og eldist aldrei. Ég ætla ekki að leiða lesendur bloggsins út í neinar ógöngur.

Ykkur veikgeðja getraunafólki er hér með sýndur lítill bútur af málverki. Spurningarnar eru:

1) Á hverju heldur höndin á myndinni?

2) Hverjum tilheyrir höndin?

3) Á hvaða tíma var eigandi handarinnar uppi?


Merkir fundir í Surtshelli

1173898_502988443123130_327174489_n

Kevin Smith, bandarískur fornleifafræðingur, sem einu sinni lenti í afar ógeðfelldri ófrægingarherferð vegna áhuga síns á Íslandi, er sem betur fer enn að vinna við fornleifarannsóknir á landi okkar. Herferð þeirri, sem ég skýri betur frá síðar, var stýrt af Thomas H. McGovern prófessor í New York sem skrifaði bréf út um allar jarðir til að koma í veg fyrir að Smith græfi á Íslandi og til að gera lítið úr menntun og getu Smiths sem fræðimanns. Kevin Smith varð því um tíma eins og útilegumaður meðal allra þeirra útlendinga sem stundað hafa fornleifafræði á Íslandi.

Því er gott að sjá að Kevin, sem ég hef kynnst lítillega, er á réttum stað, í Surtshelli, sem er örugglega staður þar sem útlagar og útilegufólk hafa alið manninn. Í sumar hefur Kevin Smith ásamt fríðu fylgdarliði gamalla karla fundið nokkra merka grip í mjög þunnu gólflagi í hellinum, m.a. krosslaga hlut.

644331_502078283214146_1160871092_n
"Krossinn" in situ

Velta menn því nú mjög fyrir sér á kjaftaklöpp verkefnisins hver kyns sé. Í fjölmiðlum hefur Guðmundur Ólafsson starfsmaður Þjóðminjasafnsins velt vöngum yfir því, hvort útilegumenn eða hellisbúar hafi verið kristnir eða ekki. Ég býst nú við því að Guðmundur sé þar að velta því fyrir sér, hvort "dótið", sem hann svo gjarnan kallar fornminjar, sé frá því eftir að Kristni var lögleidd á Íslandi eða fyrir þann tíma, þ.e.a .s. fyrir 1000, eða þar um bil.

Ég leyfi mér að hafa skoðun á þessu. Krossinn sem fundist hefur í hellinum er að mínu mati met (lóð) úr blýi til að setja á reislu (vog). Slíkir blýkrossar hafa fundist í leifum eftir norræna menn á Bretlandseyjum og að sjálfsögðu í Skandinavíu.

Kross úr blýi með innlagðri koparþynnu, sem er úr blýi, hefur t.d. fundist í heiðnu kumli í Vatnsdal í Patreksfirði sem ég hef skrifað um (sjá hér).

Krossinn í Surtshelli og hinir gripirnir, sem líklega eru líka lóð frá "víkingaöld". AMS-geislakolsgreiningar sem gerðar hafa verið á dýrabeinum úr hellinum sýna dvöl manna í hellinum um 900 e.Kr. Varast ber þó að taka AMS-aldursgreiningar bókstaflega, þar sem AMS-aldursgreiningar og hefðbundnar C-14 geislakolsaldurgreiningar gerðar á sömu fornleifunum (sýnunum) geta oft gefið mjög mismunandi niðurstöður, þótt að sýnin séu úr sama trénu, dýrabeininu eða mannabeini (Sjá hér).

1044553_481369718618336_1202190482_n

Mér þykir þó líklegt að þeir gripir sem fundist hafa í hellinum séu frá 10. öld og að þarna hafi Þorvaldur Þórðarson Holbarki, bróðir formóður minnar Herdísar Þórðardóttur (þau vöru tvö nítján barna Friðgerðar sem var barnabarn Kjarvals Írakonungs og Höfða-Þórðar Bjarnasonar og líklega tvíburar), týnt metum sínum. Þorvaldur fæddist samkvæmt mér langtum fróðari mönnum árið 915, eða eins og segir í Landnámu (Sturlubók):

Þorvaldur holbarki var hinn fjórði [son]; hann kom um haust eitt á Þorvarðsstaði til Smiðkels og dvaldist þar um hríð. Þá fór hann upp til hellisins Surts og færði þar drápu þá, er hann hafði ort um jötuninn í hellinum. Síðan fékk hann dóttur Smiðkels, og þeirra dóttir var Jórunn, móðir Þorbrands í Skarfsnesi.

Fornleifafræðingarnir í Surtshelli kalla Þorvald af ókunnum ástæðum Þorkel og segja hann líka "hólbarka". En segjum nú (í gamni) að þetta séu met Þorvaldar ættingja míns. Þá hefur hann verið þarna um 935-40, á bestu árum sínum í sönglistinni og drápuflutningi, enda annálaður hálfírskur tenór. Hvaðan haldið þið að söngást Skagfirðinga sé annars ættuð? 

Þetta er spennandi rannsókn hjá Kevin og Co., en þekking manna á því menningarlega umhverfi sem þeir eru að rannsaka mætti oft vera aðeins meiri en raun ber vitni.


Þýski krossinn

616642 

Hvernig getur ólögulegur, íslenskur móbergshnullungur orðið að helgum krossi?  Fyrst að krossi úr "engilsaxneskri kristni", og nú síðast að krossi frá" Hamborg eða Bremen"? 

Í skrám Þjóðminjasafnsins er hægt að lesa þetta um stein sem fannst á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði: Steinkross úr móbergi. Veðraður. Upphaflega jafnarma og óreglulegur að lögun. Lögun bendir til uppruna úr engilsaxneskri kristni.

Skoðar maður svo greinargerð um uppgröft á Þórarinsstöðum frá 1998, þegar "krossinn" fannst, er þessu slengt fram:

"Steinkrossinn sem fannst við uppgröftinn er trúlega elsti tilhöggni krossinn sem fundist hefur hingað hér á landi. Hann er höggvinn í móberg og er um 45 cm hár. Krossinn hefur staði norðan við nyrðri langvegg stafkirkjunnar, á undirstöðu úr torfi og grjóti. Hann er jafnarma og nokkuð óreglulegur í lögun eins og títt hefur verið með krossa sem eru tímasettir til mótunarára kristninnar í Norður-Evrópu."

Hér vitnar höfundur skýrslunnar ekki í neitt, en hnykkir þess í stað út einhverju rugli fra hoften eins og Danir segja. Engin röksemdafærsla var fyrir því að þetta væri kross með engilsaxnesku lagi. Engin sönnun liggur fyrir því, að þetta sé yfirleitt kross og að hann sé þar að auki frá Brimum eða Hamborg.

Hvernig veit Steinunn Kritjánsdóttir að þetta hafi verið "jafnarma" kross? Þessu ber henni að svara og sanna, áður en áfram verður haldið með endalaust rugl og óra.

Stone-crossCredulus

Móbergs"krossinn" frá Þórarinsstöðum í lit og þegar hann fannst árið 1998.

En nú hefur Steinunn Kristjánsdóttir sent þennan hnullung, sem hún fann á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, á sýningu í Paderborn í Westfalen (sjá hér og hér). Sýningin er um Kristni og ber heitið CREDO. Samkvæmt fréttum lætur dr. Steinunn nú fylgja þá sögu með móbergssteininum, að hann sé frá Hamburg-Bremen. Ef menn suður í Paderborn trúa því, þá ætti frekar að kalla sýninguna CREDULUS (auðtrúa).

Ekki nóg með að þetta órökstudda rugl fær að fjúka í skýrslum og doktorsritgerð Steinunnar frá Gautaborg. Steinunn vitnar í einni rannsóknarskýrslu sinni í fund brots af tilhöggnum steini sem hugsanlega er af krossi eða grafsteini, og sem fannst við rannsóknir mínar að Stöng í Þjórsárdal. Fundur sá er ekki eldri en frá 11. öld. Á þeim steini sést að hann hefur verið höggvinn vandlega til og lagaður af einhverjum sem kunni til verka. Steinunn vitnar í grein eftir mig, þar sem hvergi er sagt að brotið sé frekar úr krossi eða grafsteini. Hvergi skrifa ég, að brotið sé frá síðari hluta 10. aldar eins og Steinunn heldur fram. Hvernig leyfir Steinunn Kristjánsdóttir sér að líkja hroðahnullungi sínum, án nokkurra sannanna fyrir því að hann hafi verið mótaður af manna höndum, við vandlega tilhöggvinn stein fundinn á Stöng í Þjórsárdal? Það eru afar óvönduð vinnubrögð. Vonandi kennir hún ekki öllu því fólki sem lærir fornleifafræði í HÍ slíka aðferðafræði.

grafsteinn 2
Kross2b
Brot úr steini sem fannst í kirkjugarðinum á Stöng í Þjórsárdal, minjum sem Minjastofnun Íslands vinnu nú leynt ljóst að því að koma í veg fyrri frekari rannsóknir á með byggingu stórhýsis í haciendastíl ofan á rústunum. Lesa má meira um steininn hér og hér. Tilgátuteikninguna neðst skal slá með mjög mörgum varnöglum. Ljósmynd og teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

 

Ólögulega, veðraða smákrossa, sem erfitt eða ógjörlegt er að aldursgreina, er að finna víða um Evrópu. Enginn þeirra er úr móbergi. En "krossinn" frá Þórarinsstöðum hefur ekki staðið og veðrast gegnum tíðina eins og þeir krossar. Hann er jarðfundinn. Þetta er mjög mjúkur íslenskur móbergssteinn, sem mylst úr við minnsta átak. Ég leyfir mér að efa að þetta sé yfirleitt kross. Á honum er ekkert mannaverk að sjá.

Menn hafa áður þóst finna mjög forna krossa á Íslandi, jafnvel úr harðari efni en móbergi, og er þessi saga kannski ágæt til að minna á það.

Hvernig er þá hægt að fara með ólögulegan móbergsstein til Paderborn og láta fólk trúa því að hann sé kross? Jú, ef ímyndunaraflið er sterkt og sjálfblekkingin mikil er greinilega hægt að segja allt á Íslandi og jafnvel líka í Þýskalandi (munið þið Icesave?). Þannig innistæðulaus fornleifafræði er greinilega kennd í Háskóla Íslands.

Það sem Steinunn hefur ekki fundið á Skriðuklaustri: Grænlenskar konur, Fílamaður, lásbogaör. Allt er hjóm og vitleysa og úr lausu lofti gripið. Annað, augljóst efni ræður hún heldur ekki við (sjá hér). Sama er tilfellið með hnullunginn við "stafkirkjuna" á Þórarinsstöðum. sem fannst á torfi, þar sem ekki var torfkirkja?? Ég er reyndar ekki viss um að Steinunn hafi fundið undirstöður stafkirkju á Þórarinsstöðum. Rústir voru þarna mjög raskaðar og ég tel að torf hafi upphaflega verið utan um eða í tengslum við steinhleðslu þá sem túlkuð er sem undirstaða undir stafkirkju.

Maður verður að spyrja. Hvenær hættir þessi ævintýrafornleifafræði Steinunnar Kristjánsdóttur? Þorir enginn að andmæla ruglinu? Verður ekki að hafa samband við einhvern í Paderborn og aðvara þá sem nú tilbiðja þar móbergshnullung frá Íslandi, því íslenskur fornleifafræðingur hefur fengið þá flugu að þetta sé þýskur kross - úr þessu fína Seyðisfjarðarmóbergi? Er enginn endi á vitleysunni?

Ach mein Lieber, þetta er að mati Fornleifs ekki þýskur kross sem þeir suður í Paderborn hafa fengið frá Íslandi, heldur óáfallinn ævintýrakross úr silfri úr Austfjarðarþokunni eða kannski bara illa farinn hundasteinn sem hundar hafa verið tjóðraði við svo þær kæmust ekki inn í guðs hús og migu á altarið. Mér hefur enn ekki tekist að finna mynd af steininum in situ (á fundarstað) eða á teikningum, en hann  mun hafa staðið "norðan við nyrðri langvegg stafkirkjunnar."

Lesið þessa grein um hringlaga kirkjugarða og óundirbyggða kenningu Steinunnar og annarra um að torfkirkjur séu arfleifð frá Bretlandseyjum meðan að stafkirkjur séu skandínavísk uppfinning.


Danish Holocaust Distortion

Danish historian Bo Lidegaard is busy advertising his new book, which will be published in no less than five languages in the fall.

The monologue of Bo Lidegaard on this YouTube video is a sales promotion for the strange historical perception adapted by some Danish historians in later years, who among other things believe that Nazi Collaboration of the Danish authorities was the main reason for the rescue of most of the Danish Jews to Sweden in 1943. This argument is usually rather lacking in reasonable documentation.

I have writtent this response to Bo Lidegaard:

 

The Jews who were deported from

Denmark 1940-43

A consequense of the WWII Collaboration Policy in Denmark

 

A comment by Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ph.D.

As a reader of most of Bo Lidegaard´s books during the past 10 years, wherein he has used every opportunity to praise the collaboration policy (Samarbejdspolitikken) in Denmark during WWII, I have never seen any mention of the Jewish refugees, among them children, whom the Danish authorities expelled to Nazi-Germany from 1940 to 1943.

The crimes againt Jews and other stateless individuals, were among the "highlights" of the Danish collaboration policy, which Lidegaard on the contrary argues rescued Danish Jews in 1943. He is quite wrong. The Danish authorities were from 1940-43, the haydays of the collaboration, in most cases far more eager to get rid of Jews to Germany than the Nazi-autorities were to receive them. Anti-Semitism was not any less the order of the day in Denmark than it was elsewhere in Europe.

In 2005, the results of my many years of research into the fate of stateless Jews in Denmark were published. When my book, Medaljens Bagside (The Other Side of the Coin), was released, the Danish Prime minister Anders Fogh Rasmussen, presently the General Director of NATO, presented an apology to the few surviving relatives of the expelled Jews from Denmark, most of whom were killed in camps in Germany and Poland.

platz2

Ernst Platzko, a businessman from London/Vienna, was expelled from Denmark in 1940 and killed in Sachsenhausen in 1942.

Fogh Rasmussen also presented a general apology to the Jewish People for the crimes of Nazi-collaborating Danish officials during WWII. However, in 2004 and 2005 Bo Lidegaard and likeminded scholars were busy bashing Fogh Rasmussen for his public critical stand on the collaboration of Danish Politicians and Political Parities with the Nazis during WW II. 

Danish food exports, another "highlight" of the collaboration during WWII, helped feed the Wehrmacht on the frontlines and those who engaged in the killing the Jews of Europe. The Danish Collaboration did in fact not rescue any Danish Jews. If anything, it aided  the killing of Jews in Europe.

Carol Janeway, of the Alfred E. Knopf Publishers, the publishing house which holds the rights to Dr. Lidegaard´s book outside Denmark, has in the Danish daily Politiken (which Bo Ledegaard is the editor in Chief of) stated that:

"She believes that if one in France and the Netherlands had manoeuvred oneself half as well through the war as did the Danes, WW II had not been quite so bleak"

(http://politiken.dk/kultur/ECE1959244/historie-om-danske-joeder-gaar-verden-rundt/).

This actually sounds like the well known mantra of a loud-shouting group of Danish historians, who want to make the world believe that Danish political collaboration with the Nazis was something that all Danes wanted, and that the collaborating politicians were heroes who rescued Jews. We must bear in mind that Carol Janeway also promoted another revision of history: The memoirs of the Swiss citizen Bruno Grosjean, who hoaxed his childhood memories and created an alter ego, Binjamin Wilkomirski, to fool the world into believing he was a child survivor of the Vilno Ghetto and Auschwitz. Her judgement on European WWII history is far from sound. The children in the ghetto in Vilno were killed with calories from Danish bacon and with collaboration of Lithuanians who were eager to help annihilating their fellow citizens if they were Jews.

A57 B 67

A: Szymon Zajtmann, a Polish born merchant from Hamburg, expelled from Denmark in 1941. Killed by gassing in Bernburg euthanasia asylum in Bernburg. B: Dr. Stefan Glücksman, a historian from Warsaw, was expelled from Denmark in 1941 and killed in the SS-camp of Gross-Rosen.

Now, according to Lidegaard and his American publishers, we are supposed to believe that the Danes, as the only nation in Europe, found some kind of a special cure, a unique response to the Holocaust, by collaborating and being nice to the Nazi occupants.

This new whitewashing of Danish Nazi collaboration can easily be viewed in parallel to the trend we are witnessing in other parts of Europe. In the Baltic states, praising of the local politicians and perpetrators, who collaborated with the Nazis, is seen as a virtue because the murderers of Jews also represent the fight against Communism and the Soviet oppression. In the Baltic, where anti-Semitism is persistent, the distortion of history equalizes the Holocaust with the Soviet terror and the fate of Estonians, Latvians and Lithuanians under Soviet Rule.

The Danes were lucky compared to the Baltic States. There was only one invader and one occupant, and according to Lidegaard the ultimate luck was that resistance was limited and collaboration was great. However, Lidegaard forgets in his self righteous monologue, to tell us that Danish Nazi collaboration and exports helped the killing machine of the Third Reich to prolong the murder of millions of people in Europe. And Carol Janeway seems unable to see that if other and more important countries under siege had behaved like Denmark, the outcome might very well have been a permanent Third Reich in reality.

22

A Danish State Prosecutor and perpetrator, Harald Petersen, Minister of Defence after WWII, was one of many leading officials who was engaged in the collaboration policy of expelling stateless Jews from Denmark 1940-43. After the war nearly all of the white collar criminals, anti-Semites and xenophobes of the The Ministry of Justice, the State Police and Ministry of Foreign Affairs, who engaged in the expulsion of Jews and other stateless persons from Denmark during WWII achieved fine careers, up to the highest offices of the state. No one asked questions about their crimes, which the modern authorities tried to hide as late as 2001.

47

German Political refugees being deported to Germany by the Danish authorities and Danish Police in 1941. Many of these men, who were imprisoned in the Danish Horserød internment camp north of Copenhagen lost their lives in concentration camps. Jewish prisoners in Horserød in 1941 were spared deportation and hard Danish effort to get rid of them, only because the German authorities did not wish to receive them.

122

Danish Police officials frolicking with German Gestapo officers at a Copenhagen hotel.

120

A Danish policeman (in the middle) of the Immigration Police fraternising with Nazi spies in 1936. The German on the left was sentenced to death for war crimes in Norway, while the Gestapo-officer on the right, Hans Hermannsen of Flensburg, who was an officer of the Sicherheitsdienst in Denmark during the German Occupation made Danish authorities' wishes for expulsion of unwanted individuals possible. After the war he worked for the Danish Police Intelligence Service as well as for American forces in Hamburg.

3132

Schulim and Ruth Fanni Niedrig, a young couple which the Danish authorities expelled to Germany in 1940. In 1943 Ruth Fanni was bitten to death in Auschwitz by dogs. Schulim, who was actually born in the town of Oswiecim, managed to survive in Auschwitz, being one of few survivors from Danish expulsions of Jews from Denmark 1940-43.

I love you
 
33b

The envelope of a romantic love letter from Schulim to Ruth Fanni, when they were imprisoned before their deportation to Germany in July 1940. Schulim added a heart and wrote "I love you". The official censorship added all the writing in red and blue pencil: "because letters with such contents will not be delivered to his wife". Ruth Fanni never received the letter.

II

Historian Bo Lidegaard presents us with a narrative of a Jewish mother, written in past-tense (which indicates that it was written after the war), and a list of things for her children to bring with them to Sweden. But we must not forget another Jewish mother in Denmark: Brandla Wassermann.

Brandla Wassermann managed to flee from Berlin with her three young children to Copenhagen in late October 1942. She was a slave labourer in a Berlin factory called Fermeta. She and her three children were helped and accompanied to Copenhagen by a Danish citizen, who did it out of the good of his heart - one of the real Danish heroes. When in Copenhagen she was helped by other ordinary Danes, but a Danish policeman, a fervent Nazi, who received her at the Central Police Station, sent her back with the consent of higher officials and a government minister. Within a month her children, Ursula (7), Jacky Siegfried (5) and Denny (2) had been gassed in Auschwitz.

88

Jacky Siegfried Wasserman didn´t find his safe haven in Denmark - and didn´t make it to Sweden in 1943.

Brandla Wassermann was executed by an injection of phenol into the heart in Auschwitz on 15 December 1942. The only list which we have, instead of a list of items for her children to bring with them to Sweden, is the list by the Berlin authorities, of the few belongings in Brandla Wassermann´s appartment in Keipelstrasse 41 which were expropriated to compensate for the rent she didn't pay when she was in Copenhagen.

Thanks to the Collaboration Policy, and to Bo Lidegaard for not telling us the story of Brandla Wassermann and her three children which didn´t fit his glorification of Danish Nazi Collaboration!

Not all Danes, as Lidegaard would like you to believe, collaborated with the Nazis. Brave, ordinary Danes helped rescue Jews to Sweden, while the Danish Government collaborated and participated in the destruction of Jews.  

III

The Danish daily Politiken, which Bo Lidegaard is the Editor-in-Chief of today, was publishing all through the Nazi occupation of Denmark. The daily and most of its journalists followed the safe and golden rule of Danish Nazi collaboration.

On 7 September 1941 Politiken brought a news release from Danish news agency Ritzau, which originated from the German News agency DNB (Deutsche Nachrichtenbüro), where the introduction of the legislation for the yellow star in Germany was announced. The legislation was introduced on the 1st of September 1941 and was active for certain parts in the Reich from the 19th of September 1941 - but not in occupied Denmark. Despite the irrelevance for Denmark, the Danish daily Politiken announced the introduction of the yellow star to brand Jews 10 days before the decree was active in the state of the occupants.

Moreover, the journalist at Politiken added his private view to the news release, which didn´t originate from the original decree and which certainly doesn´t harmonize with the Danish "Countryman" ideal now being promoted by Lidegaard: "From what one has learned  in connection with this decree, it has been caused by certain experiences, which made it appear desirable to make the Jews easily recognizable for anyone in public". 

On 30 March 1940, 10 days before the Nazis occupied Denmark, the Danish government passed a law making it criminal to hide a Jewish refugee in private homes. One of the "key player" of the collaboration with the Nazis and thus one of the people behind the rescue of the Danish Jews according to Lidegaard was the initiator for that legislation. That politician was social-democrat Hans Hedtoft-Hansen who after WW II became the Prime minister in Denmark (1947). Hedtoft-Hansen argued in the Danish parliament in 1940:

"The change in § 3 for punishments for those who help to keep foreigners hidden from the police, may sound harsh, but anyone who considers the condition that we today have in this country must recognize its necessity. Where the right of asylum for political emigrants are recognized in such an extent that is the case in Denmark, there is no occasion for real political emigrants to keep hiding and not at the Danish fellow citizens to contribute to this."

132
Sentenced for hiding a Jew, the father of her son. Margrét Vigdís Árnadóttir and Thor Daiel Schlesinger. Photo from Medaljens Bagside.

 

Margrét Vigdís Árnadóttir, The Icelandic mother of Thor Daniel Schlesinger received a sentence based on this legal "reform". She received a sentence of 60 days in prison, which was altered to 5 year suspended sentence. Her crime was to hide the father of her son, Fritz Schlesinger, a German Jew. Fritz Schlesinger was killed in Auschwitz in 1943 after he was expelled and deported to Germany - by the Danish authorities. Thor Daniel Schlesinger died of cancer in Iceland at the age of nine, and one of Lidegaard's heroes, Hans Hedtoft-Hansen, became the prime minister of Denmark, now praised as one of the great Danish collaborationists who according to Lidegaard made the rescue of the Jews in Denmark possible.


IV

Bo Lidegaard´s argument that the Danish Jews were jolly good "Countrymen" and equals of the Danes is a modern myth in the making. If the Jews were perceived as Countrymen, why were Danish born Jews, who had settled and married i Germany not helped, when they and their Danish families desperately sought permission to return to their families in Denmark?  In their cases one never sees the term Countryman in use. All af the Danish Jews, who in 1938-1940 couldn´t return home to their native Denmark, were all killed in the Shoah.

20  
In 1939 Emilie and Richard Eichwald were living in Hamburg. They had rescued their three sons to England, whereto they sent this photograph of themselves. Emilie and her sister Selly (nee Levinsky) were both born into a family of furriers in Copenhagen. They were not "Countrymen, when they were in need. The sisters were deported to Minsk in Belorus where their traces vanish.
 
In 1945 many Danish Jews were in fact applying for Alyiah, emigration to Israel, partly due to the negative attitude to the Jews and Israel in Denmark. One of the applicants was a young man, Bent Melchior, an 8th generation descendent of a Danish Jewish family. Bent Melchior later became the chief Rabbi of Denmark. In 1947 his father, Rabbi Marcus Melchior, tried to get the Danish authorities to allow the Jews on the Jewish Agency ship Exodus with 4500 Jewish refugees on board, who were denied passage to Palestine by the British, to go ashore in Denmark. The Danish authorities were totally negative to the request and referred to the fact that there were already 85.000 "displaced" Germans in Denmark. Instead the "passengers" of Exodus were placed for a while in two prisoner camps near Lübeck in Germany.

Register

Bent Melchior´s application to make Aliyah in 1946. From the present author's book Medaljens Bagside (2005).

At the same time stateless Jews, who had fled from Denmark to Sweden in 1943 were ordered by the Danish authorities to leave Denmark with a very short notice. Even a Jewish survivor who was expelled to Germany in 1942, and who made it back to Denmark in 1945, was imprisoned so he couldn´t tell his story. It wasn't told until 2005, because the Danish authorities for many year prevented historians who researched the fates of Jewish victims in Denmark in researching all relevant aspects of WWII in Denmark. At the same time Danish neo-Nazis bogus researcher got unlimited access to archives on Danish SS-volunteers, which the neo-Nazis removed systematically in large quantities from the National Archive in Copenhagen to sell to fellow fanatics. 

After WWII the relatives of Jews who had been expelled from Denmark 1940-43 received incorrect information about their relatives' expulsions from Denmark. Some received the information that their family members, who had been killed in Germany and Poland, had of their own free will moved to Germany during the war. 

That was the country in which the Jews were Countrymen. Who is Bo Lidegaard trying to fool?

V

The story about the flight of the Jews from Denmark in 1943, which Dr. Lidegaard is publishing in the USA, Germany, Norway, Sweden and the Netherlands is different in details from the story he has published in the Danish version of his book. In the first section of the Danish version of his book, Countrymen (Landsmænd), Lidegaard presents misinformation about the expulsions of stateless Jewish refugees from Denmark from 1940 to 1943. Lidegaard writes, and refers incorrectly to my book Medaljens Bagside [The other side of the coin] that the Germans demanded those expulsion. That is entirely wrong. 

After this statement in the Danish volume of Countrymen, one can read footnote 12, where Lidegaard starts by referring to a WWII "When, What and Who" that was published in 2002, which provides absolutely no information on the expulsions of Jews. My book on the subject was published in 2005. In Fact, none of the Jews, who were expelled from Denmark 1940-43, were expelled on the orders, demands or wishes of the German occupants. The crime was committed by Danish officials, eager to please the Nazis, as well as some of the Danish collaborationists politicians, who Lidegaard has turned into the rescuers and beneficiaries of Jews.

Worse still is when Lidegaard in the German version of his book has completely removes the mention of the Danish expulsions of refugee Jews from 1940 to 1943. Footnote 12 is also missing. In the English version he wrongly argues that the Nazi occupants demanded the expulsion of the Jews. Is the book beeing promoted for different taste in different countries? 

The purpose of the many foreign language versions of his book and the deliberate selection of the sources is now becoming clearer to me. Dr. Lidegaard has published a white-wash of the Danish WWII record for the Danish Foreign Ministry, a purification of the Danish WWII record. He propagates that the entire Danish society was helping Jews. His reason to blame the German occupants for the expulsion of Jews from Denmark from 1940 to 1943 in the Danish version of his book, and the reason why he e.g. doesn´t mention in the foreign language versions that 40.000 Danish men (1% of the population) volunteered to join the Waffen-SS is evident. That and much more does not fit the Danish WWII ideal society he is trying so hard to create. Dr. Lidegaard uses available sources very selectively. He presents horrible events like the Danish expulsions of Jews and other refugees to his Danish readers in a wrong an inappropriate frame, while he totally removes that saddest event of Danish Jewish history from his English speaking spectators - who might of course discover that something regarding the authenticity of the picture Lidegaard is trying to paint is all wrong.

Such are the working ethics of one of the leading historians of Denmark. Lidegaard begins his book with a quote from William Shakespeare´s Julius Caesar:

Friends, Romans, Countrymen lend me your ears;

I come to bury Caesar, not to praise him

the evil that men do lives after them;

The good is oft interred with their bones; ... 

*

There is obviously still something rotten in the State of Denmark.


Further reading

Medaljens Bagside published by Vandkunsten Publishers (http://www.forlagetvandkunsten.dk/93655/SOLD OUT

Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark´s Difficulties with its World War II Past (https://jcpa.org/article/rescue-expulsion-and-collaboration-denmarks-difficulties-with-its-world-war-ii-past/)

The stand of the Simon Wiesenthal Center

The King and the Star:

"The King and the Star" I Bastholm Jensen, Mette & Jensen, Steven B. (Ed) Denmark and the Holocaust. Institute for International Studies, Department for Holocaust and Genocide Studies 2003, 102-117.  

"Christian X og jøderne: Hovedrolleindehavere i dansk krigspropaganda". Rambam 19, 2010, 68-85. English Summary. / Kan også downloades her på Tidsskrift.dk.

See also how Danish Nazis used the yellow Star:

Boolsen, Vibeke 2010: Cimbrertyren - et kort, men brutalt kapitel af danske-jødisk historie under besættelsen. Ramban 19, 2019, 102-107.

forside_3_1215435

KingStar

Menntaskólaminningar

Latin America Vilhjálmur 1979 

Árið 1979, á haustönninni sem ég lauk stúdentsprófi í MH, var ég svo heppinn að njóta leiðsagnar Sigurðar Hjartarsonar sagnfræðings og sérfræðings um sögu Rómönsku Ameríku, og reður. Í söguáfanga um reður (Reður 115), fyrirgefiðið, um sögu Suður Ameríku, bauðst nokkuð fjölbreyttum hópi 12 nema að útbúa lítið kver um Suður Ameríku. Kverið gáfum við út og seldum. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og Sigurðar minnist maður fyrir vikið sem eins af betri kennurum sínum á lífsleiðinni.

Rómanska Ameríka
Halið bókina niður (það tekur tíma)

 

Þar sem kverið er orðið mjög sjaldgæft, hef ég skannað það til að leyfa fólki að sjá hvað menntskælingar í MH voru að bauka með Sigurði Hjartarsyni árið 1979. Verkfærin voru ritvélar,  skæri, lím og letrasett. Þetta var nú ósköp litað af óhörnuðum skoðunum manns á þessum tíma. En ég stend við textann sem ég skrifaði og skoðanirnar, enda var Sigurður ekki með neina tilburði til hugmyndafræðilegs áróðurs. Ef eitthvað var, þá var ég, sjálfur borgarskæruliðinn, líklega róttækari en Siggi.

Saga Rómönsku Ameríku er blóði drifin og auðvelt er að verða byltingarsinni ef maður leggur þá sögu fyrir sig.

Fyrir utan textasmíð og heimildarannsóknir, teiknaði ég tvær pólitískar teikningar í bókina, sem ég leyfi ykkur að sjá. Ég fann nýlega frumteikninguna af þeirri sem er efst. Ég skammast mín heldur ekkert fyrir þær. Þær sýna einfaldlega staðreyndir.

Dollardtango Vilhjalmur 1979
Í dag hefði ég frekar kallað þennan dans Tango Dollar

 


Sólin skín úr norðri

Horft til norðurs

 

Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar Íslands auglýsir enn ruglingsleg áform sín um að reisa suðræna villu ofan á órannsakaðar rústir á Stöng í Þjórsárdal. Nú síðast í fréttum RÚV.

Greinilegt er að Kristín, sem allra mest ber ábyrgð á hinum alræmda skrípaleik kringum Þorláksbúð, er til í enn eina vitleysuna. Síðan Kristín fékk upphaflega hina æringjalegu hugdettu sína (og annarra) um að nota 700.000.000 króna í endurbætur á Stöng (sjá hér, hér og hér) hefur verið haldin hugmyndasamkeppni um skýli yfir rústina. 

Vinningstillagan fyrir nýtt skýli á Stöng er algjörlega út í hött og er miklu verri lausn en það skýli sem nú er yfir Stöng. Vinningstillagan var svo forkastanlega vitlaus, að ein tillögumynd þeirra sem unnu samkeppnina sýnir sýn að Stöng, þar sem sólin skín úr heiði eins og á póstkorti - en úr norðri.

Á engu stigi mála hefur Kristín Sigurðardóttir haft samband við mig, en ég hef rannsakað rústir á Stöng meira en nokkur annar. Þessi vinnubrögð hjá forstöðumanni Minjastofnunar eru forkastanleg og sína dómgreindarleysi og einhvern persónulegan brest, jafnvel einhvers persónulegt hatur í minn garð. Forstöðumaður Minjastofnunar, sem á að fylgja lögum um minjavernd, brýtur þau hér vegna þess grafhýsis sem hana dreymir um að reisa yfir vinnubrögð sín.

Í fréttinni á RÚV í gær upplýsir Kristín Sigurðardóttir, að rústin að Stöng sé að eyðileggjast. Hún talar um skýlið sem nú er yfir Stöng sem það eina sem byggt hefur verið. Það er eins og margt annað í máli Kristínar eintóm þvæla.

Sjáið hins vegar myndirnar með fréttinni á RÚV. Rústin hefur greinilega aldrei verið í betra ásigkomulagi. Þakka ber það viðgerðum sem gerðar voru á 10. áratug síðustu aldar, sem aldrei var lokið almennilega við m.a. vegna skussaháttar Kristínar Sigurðardóttur þegar hún var yfir Fornleifavernd Ríkisins. Nú sé ég hins vegar að búið er að klæða rústina í framhaldi af því sem gert var árin 1994-96, en ekki var það gert í samvinnu við þá sem það verk unnu.

Kristín talar um vandann af hrossum í rústinni. Þetta er ekki nýtt vandamál og var t.d. greint frá því hér, í greinargerð sem ég sendi Fornleifavernd Ríkisins um árið um fyrri viðgerðir á Stöng. Á þeirri stofnum, sem nú hefur verið lögð niður, var Kristín yfirmaður, og svaraði þegar hún stjórnaði þar aldrei athugasemdum mínum um ruglingsleg áform sín á Stöng, að mér forspurðum. Þurfti ég að fá Úrskurðarnefnd um Upplýsingamál til að hjálpa henni við að upplýsa um málið  (Sjá hér).

 Pallur hylur rústir kirkju á Stöng

Kristín Sigurðardóttir er mjög hrifin af sólarpöllum og útsýnisþökum. Undir draumasólarpalli hennar, austan skálarústarinnar yngstu, mun kirkjan og kirkjugarðurinn á Stöng hverfa og flata þakið yfir rústinni mun aldrei bera þann mikla snjóþunga sem í sumum árum getur orðið Þjórsárdal. Hvernig á að leiða vatn frá slíku þaki,  sem er á stærð við körfuboltavöll?

Kristín greindi ekki frá því í fréttunum í gær, að nýja suðræna villan og pallarnir, sem alls ekki henta sem vörn fyrir rústina vegna hins mikla, flata þaks (sem mun ekki þola snjóþungann og regn, sem arkitektarnir gera augsýnilega ekki ráð fyrir), mun koma í veg fyrir frekari rannsóknir mín á kirkjurúst, kirkjugarði og smiðjurúst. Þessar rústir hef ég haft löngun til að ljúka rannsóknum mínum á. Nú kemur Kristín Sigurðardóttir endanlega í veg fyrir það með áformum um að reisa þetta glapræði ofan á rústirnar. Kristín Sigurðardóttir hefur alltaf ætlað sér að eyðileggja rannsóknaráform mín á Stöng og hefur vísvitandi greint rangt frá rannsóknarniðurstöðum þar á alls kyns skiltum sem hún hefur komið fyrir á Stöng.

Margar tillögur að skýlum fyrir Stöng í Þjórsárdal voru betri en sú sem hreppti 1. verðlaun í samkeppninni (sjá hér). 1. verðlaunin gætu hentað vel yfir rústir í S-Evrópu. Best þótti mér tillaga Arnars Birgis Ólafsson landslagsarkitekts, sem því miður er gerð mjög slæm skil í greinargerð samkeppninnar. Lokaverkefni Arnars í námi sem landslagsarkitekt í Kaupmannahöfn var frágangur rústa á Stöng og hönnun skýlis. Hann hafði fyrir því að hafa samband við þann aðila sem rannsakað hefur á Stöng í Þjórsárdal. Það hefur greinilega verið talið honum og tillögu hans til lasts. Hinir arkitektarnir sjá vart sólina fyrir sjálfum sér í sínum tillögum, ef hún skín þá ekki beint úr norðri eins og hjá þeim sem 1. verðlaun hrepptu. Meirihluti tillagnanna er vart gerlegur líkt og vinningsverkefnið.

Ætlar fornleifaráðuneyti Sigmundar Davíðs virkilega að setja peninga í óúthugsuð verkefni, þar sem lög eru brotin með því að byggja nýbyggingu ofan á órannsakaðar rústir, og þar sem nýbyggingin hylur rústir og kemur í veg fyrir rannsóknir?  Á ekki að hlusta á þá sem best þekkja til aðstæðna á Stöng áður en lagt er út í slík verkefni?

Ég vona að Sigmundur Davíð setji frekar fjármagn í rannsóknir á Stöng, svo mér takist að ljúka þar rannsóknum áður en Kristín Kristín Sigurðardóttir eða eftirmaður hennar fær svo að byggja grafhýsi sitt ofan á friðaðar minjar. 

En í landi, þar sem sólin skín úr norðri, er víst hægt að komast upp með hvaða vitleysu sem er. Ég er vonlítill um að tekið verði tillit til fornleifanna, þegar þjónkun við ferðamennskuna er talin áhugaverðara viðfangsefni en vitneskja um fornleifarnar. Einssýnt þykir mér því að Kristín Sigurðardóttir hafi, með því að halda fornleifafræðingum með Þjórsárdal sem sérsvið fyrir utan áform um úrbætur á Stöng, sett lokapunktinn yfir rannsóknum á Stöng með hjálp RÚV. 

Nú vona ég bara að Sigmundur Davíð stöðvi loftkastala Minjastofnunar og kynni sér málið, áður en fé verður dælt í hreina vitleysu. Það er of dýrt fyrir Íslendinga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband