Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2017
Julius A. Leibert, fyrsti rabbíninn á Íslandi
10.4.2017 | 15:44
Fyrsta trúarathöfn á Íslandi eftir ađ kristinn siđur var upp tekinn á Íslandi áriđ 1000, var haldin rúmlega 941 árum eftir formlega kristnitöku á Alţingi. Ţađ var trúarsamkoma gyđinga og ţađ ţurfti heimsstyrjöld til ađ ný trú vćri iđkuđ í ţessu menningarlega einsleita landi okkar.
Ađ öllum líkindum kom fyrsti rabbíninn sem stýrđi trúarlegri athöfn á Íslandi á vegum Bandaríkjahers til Íslands. Ţađ var á haustmánuđum 1942. Hann hét Júlíus Amos Leibert og var nokkuđ merkilegur karl og talsmađur nútímalegs gyđingdóms, reformed Judasism. Ţó Leibert hafi ađeins komiđ tvisvar eđa ţrisvar til Íslands er nokkuđ öruggt ađ hann sé fyrsti rabbíninn sem ţjónađi söfnuđi gyđinga á Íslandi. Ţykir mér ţví ćrin ástćđi til ađ minnast hans, ţví hann var á allan hátt mjög merkilegur mađur.
Zelig Lebedko fćddist i Litháen
Julius Amos Leibert fćddist ekki sem Bandaríkjamađur. Hann var eins og margir í ađrir Bandaríkjamenn fátćkur innflytjandi í hinu stóra landi. Innflytjendur leituđu ţangađ til ađ bćta kjör sín og á stundum til ađ forđa sér frá ofsóknum og vísum dauđa vegna ofsókna í heimalandi sínu.
Leibert fćddist í Litháen ţann 20. mars áriđ 1888. Sumar heimildir herma ţó ađ hann hafa fćđst ţegar áriđ 1885; Og ađ hann hafi međ vilja veriđ yngdur í skjölum til ađ eiga betri möguleika ađ ţví komast til Bandaríkjanna. Er Julius fćddist, heyrđi Litháen undir rússneska keisaraveldiđ.
Julius Leibert var ekki ţađ nafn sem ţessum fyrsta rabbína á Íslandi var gefiđ á Lithaugalandi. Drengnum var gefiđ hiđ gyđinglega nafn Zelig, og ćttarnafniđ var í rússneskum stíl, Lebetky, en um aldamótin 1900 var hann einnig skráđur sem Zalkan Lebedko (Lebedky og einnig Lebedkin sem eru nöfn sem afleidd eru af ha Levi).
Zalkan fćddist í bćnum Kedainiai, litlum bć sem gyđingar kölluđu Keidan á jiddísku. Keidan er ekki mjög langt frá Kaunas, sem gyđingar kölluđu ţá Kovno (sjá grein um frćgđarför mína í ţeim bć hér).
Nafn Lebedky-ćttarinnar hefur ađ öllum líkindum einnig veriđ skráđ á litháísku, ţegar hún var leyfđ sem tungumál í Kedainiai. Um ţađ leyti sem Zelig fćddist lögđu Rússar blátt bann viđ notkun litháísku. Menn voru fangelsađir eđa myrtir, prentuđu ţeir svo mikiđ sem stafkrók á ţví máli.
Foreldrar Zalkans Lebedkos voru ţau Chaim HaLevi Lebedky (ca. 1851-1936), sonur Itzik HaLevi Lebedkys (1806-1888), sem var sonur Dov (Berel) HaLevi Lebedkys (1751-1806). Móđir hans var Leya eđa Ley (Leah), fćdd Weintraub (1848-1902). Móđir Zelig Lebedky dó úr krabbameini í maga áriđ 1902 og Chaim andađist skömmu síđur. Áriđ 1904 flutti Zalkan/Zeug til Bandaríkjanna ásamt 6 systkynum sínum. Systkynin hétu Morris, og systurnar hétu (Fanny) Feige Elle sem síđar giftist Weinstein. Ađrar systur voru Bluma Magil, sem flutti til Kanada, Esther Feldman sem bjó í New York, Rachel Sager og Molly Moskowitz sem bjuggu í Los Angeles.
Í Bandaríkjunum breytti Lebetky hinn ungi, líkt og margir í hans sporum, um nafn og hét upp frá ţví Julius Amos Leibert. Systkini hans tóku einnig ţetta nýja nafn. Rabbí Leibert sagđi síđar sjálfur frá, ađ Leibert-nafniđ hefđi hann tekiđ til ađ fagna ţví frelsi, Liberty, sem honum hlotnađist í Bandaríkjunum. Leibert líktist Liberty ađ hans mati
Samkunduhúsin í Kedainiai
Ţegar Zalkan/Julius fćddist, voru margar synagógur, bćnahús og gyđinglegir skólar í Kedainiai. Sjö bćnahús á seinni hluta 19. aldar. Meirihluti íbúa bćjarins í lok 19. aldar voru gyđingar. Gyđingar settust fyrst ađ í bćnum á 17. öld og bćrinn varđ mikilvćg trúarmiđstöđ og lćrdómssetur, og ekki ađeins fyrir gyđinga. Skoskir mótmćlendur settust ţar einnig ađ. Í dag eru varđveittar tvćr fallegar byggingar frá 19. öld í Kedainiai sem fyrir helförina voru samkunduhús. Ţau eru i dag notuđ sem söfn bćjarins. Kaidan var einnig ţekkt fyrir framleiđslu sína á agúrkum (súrsuđum gúrkum) og var bćrinn og nćsta nágrenni helsti framleiđandi agúrka í baltnesku löndunum.
Fyrir 1920 hafđi gyđingum fćkkađ mjög í Kedainai. Margir trúađir gyđingar flýđu ţangađ frá Póllandi og Hvíta Rússlandi áriđ 1939, en eftir ađ Ţjóđverjar komu til bćjarins í lok júní 1941 myrtu ţeir fram til ágústbyrjunar sama ár 325 gyđinga í bćnum. Aftökurnar fóru fram í tveimur skógum umhverfis bćinn og ţađ međ dyggri hjálp margra heimamanna. Ţeir gyđingar í Kedainai sem eftir lifđu og sömuleiđis 1000 gyđingar frá minni ţorpum í nágrenninu voru myrtir viđ ána Smilaga. Ţar var fólkiđ látiđ grafa skurđi, sínar eigin grafir. Ţađ var skotiđ á stađnum, lík ţeirra rćnd og síđan heygđ í skurđunum.
Gyđingum í Keidainai smalađ saman til aftöku
Ţađ verđur ţví ađ viđurkennast ađ Helförin heppnađist vel í Litháen međ dyggum stuđningi heimamanna. Á okkar tímum dýrka margir Litháar morđingjana sem ţjóđhetjur og er af ţví MIKIL SKÖMM ţegar ţeir ţramma árlega um götur stćrstu bćja Litháens međ fullu leyfi yfirvalda. Breytt hefur veriđ um nöfn á götum og ţćr hafa á síđari árum fengiđ nöfn gyđingamorđingjanna.
Vinsćll rabbíni á faraldsfćti
Ferill Leiberts sem rabbína í Bandaríkjunum var mjög langur og spannađi allt frá 1915 fram yfir 1960. Mađurinn var mikill vinnuţjarkur og gat í raun aldrei sest í helgan stein.
Julius A. Leibert stundađi nám ađ kappi í landi möguleikanna. Framhaldsnám stundađi hann viđ Hebrew Union College i Cinncinati í Ohio undir prófessor Julian Morgenstern. Morgenstern var einn af af fremstu guđfrćđingum og stofnendum Union of American Hebrew Congregations (UAHC), hreyfingu sem síđar var kölluđ Union for Reform Judaism (URJ) . Julius Leibert lauk rabbínanámi sínu áriđ 1915, en fyrir utan guđfrćđinámiđ lagđi hann stund á laganám. Smá hlé urđu á náminu vegna herţjónustu Leiberts í fyrri heimsstyrjöld. Hann ţjónustađi sem rabbíni í bandaríska hernum, en fór ţó aldrei til átakasvćđa í Evrópu.
Fyrsta embćtti hans eftir ţjónustu í hernum sem rabbíni mun hafa veriđ viđ Beth El samkunduhúsiđ í Scott, South Bend i Indiana og síđar Aavath Shalom söfnuđinum í Indianapolis.
Julius Leibert kvćntist áriđ 1919. Kona hans hét Leona Goodmann (1896-1971),
Um ţrítugt fékk hann embćtti viđ nýtt samkunduhús, Emanu-El í borginni Spocane i Washingtonfylki, ţar sem honum var mjög vel tekiđ og honum og konunni var gefinn bíll áriđ 1920 sem ţakklćtisvottur fyrir vel unnin störf. Ferđuđust hjónin vítt og breitt í bílnum um vesturhéruđ Bandaríkjanna.
Leibert lét mikiđ til sín taka í Spokane, m.a. viđ byggingu nýs samkunduhúss og var mjög virkur í starfi fyrir ungmenni. Hann lét einnig í sér heyra opinberlega og oft ţurfti á ţví ađ halda ţví á ţessum slóđum var mikiđ gyđingahatur sem ađrir Evrópumenn, ţ.á . m. lúterskir Svíar höfđu flutt međ sér í ríkum mćli frá gamla landinu. Í Spokane starfađi Leibert frá 1919 til 1923.
1923 til 1928 ţjóđnađi Leiberts í Temple Israel á Langasandi (Long Beach) í Kaliforníu og um tíma í Temple Emanuel í Los Angeles.
Í lok árs 1930 var Leibert tilnefndur kapellán fyrir Hollywood Legion 43, sem var 43. deild í American Legion sem eru samtök fyrrverandi hermanna. Ţessi deild var talin ein stćrsta deild herdeildarinnar. Sem međlimur af varaliđi yfirmanna ţótti hann efnilegastur til ađ gegna ţessari heiđursstöđu.
Leibert starfađi einnig í CCC, Civil Conservaton Corps, ţar sem ungmenni fengu nytsama vinnu viđ ýmsar framkvćmdir í hinu mikla atvinnuleysi 4. áratugarins. Leikarinn Walther Matthau mun eitt sumar sem unglingur hafa veriđ í vinnu ungra gyđinga undir stjórn Leiberts og fór leikarinn frćgi fögrum orđum um ţađ sumar. Myndin hér fyrir neđan er frá haustinu 1935 er Leibert stjórnađi nýjárshátíđ fyrir gyđinga sem unnu fyrir CCC. Nokkrir kollegar Leiberts úr prestastétt bandaríska hersins tóku einnig ţátt. Leibert er annar frá vinstri.
Áriđ 1933 venti Leibert sínu kvćđi í kross og starfađi mestmegnis um tíma sem lögmađur í Los Angeles og oftast fyrir lítilmagnann. En svo braust síđari heimsstyrjöldin út og Leibert fór aftur í búning kapelánsins (chaplain) í Bandaríkjaher.
Til Íslands kom Leibert áriđ 1941
Julius Amos Leibert var Army Chaplain og major ađ tign frá 1940 og síđar lieutenant colonel og starfađi hann í Bandaríska hernum fram til síđla sumar 1945. Hann ferđađist víđa innan Bandaríkjanna sem og og utan á stríđárunum, og međal annars til Íslands. Til Íslands kom hann haustiđ 1942. Til ađ byrja međ höfđu gyđingar í herjum Breta og Bandaríkjamanna ekki međ sér rabbína (sjá hér og hér). Samkomur fóru fram undir stjórn kantora eđa ţeirra sem best voru ađ sér í helgisiđum gyđingdóms.
Ýmsar heimildir eru til um komu hans 1942 er hann stjórnađi nýárshátíđ (Rosh Hashanah) og friđţćgingadegi (Jom Kippur), en ţó helstar ţćr upplýsingar sem fram koma í blađi Bandaríkjahers The White Falcon. Skemmtilegustu lýsinguna á fyrstu heimsókn Leiberts er hins vegar ađ finna í Wisconsin Jewish Chronicle 23. október 1942 í dálki Boris Smolin, Between YOU and ME:
And here ar regards from the Jewish boys in Iceland and Greenland - Chaplain Major Julius Leibert of the U.S. army, who is stationed at Jefferson Barracks, St. Louis, Mo., has just returned from a special overseas mission. - He conducted services in Iceland on Rosh Hashanah and Yom Kippur. - More than 800 Jewish soldiers attended these services, among them, at least 40 officers and men of the RAF - On his way back from Iceland, Major Leibert conducted services for Jewish soldiers in Greenland and Labrador. - This is perhaps the first time in recorded history that organized Jewish services have been held in these far-flung northern outposts. In Iceland Major Leibert found two Jewish families, one of the refugees.
Yfirmađur herja Bandaríkjanna á Íslandi, Charles Bonesteel heimsótti söfnuđ gyđinga á Íslandi haustiđ 1942. Myndin byrtist í The Daily Times Tribune i Alexandria í Indiana í december 1942. Mađurinn međ gleraugum til hćgri viđ hershöfđingjann er enginn annar en Julius Leibert.
Sama mynd, en óskorin í The Edwardsville Intelligencer (Edwardsville, Illinois), 18, maí 1944. Sjá einnig Morgunblađiđ.
Áriđ 1943 tók rabbíni ađ nafni William H. Rosenblatt viđ trúarhaldi međal gyđinga á Íslandi og síđar starfađi á landinu rabbíni sem hét Abraham Goldstein. Oft tóku flóttamenn af gyđingaćttum, sem fengiđ höfđu ađ setjast ađ á Íslandi í lok 4. ártugarins, ađ taka ţátt í ţeim samkomum. Einn ţeirra sem mest kom til bćnhalds og stćrri hátíđa var Hans Mann. Hans (síđar Hans Jakobsson) fékk og notađi lengi bćnabók (siddur) sem Bandaríkjaher gaf út á stríđsárunum. Fjölskylda íslenskrar konu Hans hefur vinsamlegast leyft mér ađ nota mynd af bókinni sem er nú í ţeirra eigu.
Gyđingar hittust til bćnahalds á ýmsum stöđum í Reykjavík og nágrenni borgarinnar. Í White Falcon áriđ 1945, má sjá ýmsa stađi: 6. mars 1946 var t.d. bćnahald í Finley skála (Day Room) kl. 11.00. Á ţriđjudegi var guđsţjónusta í Davis Theater kl. 18.00, White Rose Hall Theater í Reykjavík klukkan 19.30 og í Turner Kapellu sömuleiđis kl. 19:30. Laugardaginn 10. mars var guđsţjónusta á skrifstofu rabbínans í Dailey-bragga kl. 11:00.
Áđur en Leibert kom til landsins, sá Benjamin Feldman um ađ all fćri sómasamlega fram.
Gyđingar og Henrdik Ottósson áriđ 1945.
Leibert, annar frá vinstri í aftari röđ, á ráđstefnu rabbína í hernumviđ Harvard háskóla í maí 1943.
Eftirstríđsárin
Eftir síđari heimsstyrjöld ţjónađi Leibert í ýmsum söfnuđum í Bandaríkjunum, bćđi í föstum stöđum og í afleysingum. Hann var í Pensacola í Florída (1951-1954), síđar í Anchorage í Alaska, San Luis Obispo, Eureka og San Rafael (1956-57) og Santa Cruz (1957-58) í Kaliforníu.
Júlíus og kona hans settust um tíma ađ í Marin County áriđ 1956 og byggđu ţar upp söfnuđinn Rodef Sholom og hann kenndi einnig trúarbragđasögu viđ menntaskóla í Marin. En ţar staldrađi hann heldur ekki lengi viđ, ţótt meiningin hefđi veriđ ađ setjast ţar ađ og njóta ćvikvöldsins. Önnur og ný verkefni biđu ávallt ţessa eldhuga.
Fangelsispresturinn Leibert 1954-57
Julius Leibert tók áriđ 1954 ađ sér sálusorgarstörf fyrir gyđinga sem voru fangar í San Quentin fangelsinu. Hann gegndi einnig störfum sem kapellán í fangelsunum í Folsom og Alcatraz, og ţar fyrir utan ţjónađi hann á flugstöđ hersins í Hamilton (Hamilton Air Force Base).
Störf Leiberts sem fangelsisprests voru mjög athyglisverđ og honum var mjög annt um réttindi fanga sem bandarísk yfirvöld reyndu ađ brjóta á og niđur. Áriđ 1957 sagđi hann starfi sínu lausu viđ San Quentin fangelsiđ. Ţađ gerđi hann vegna ţrýstings frá yfirvöldum. Hann var einn ţeirra Guđs manna sem neitađ harđlega ađ gangast undiđ lygamćlapróf. Yfirvöld vildu ađ sálusorgarar í fangelsum létu upplýsingar í té sem fangar hefđu hugsanlega trúađ prestum sínum fyrir. Julius Leibert lét ţá ţessi orđ falla viđ brottför sína úr fangelsiskerfinu:
"If the word of a man of God is not enough - be he rabbi, priest or minister - he might just as well take of his clerical gown and bury them".
Hann sagđi enn fremur:
"I resent the thought of having mechanical means testing my credibility".
Leibert skrifađi međ hjálp Emily Kingsbery bókina Behind Bars, What A Chaplain Saw in Alcatraz, Folsom & San Quentin . Bókin, sem kom út áriđ 1965, sýnir verk og hugsanir manns sem mat öll mannslíf jafnt og dćmdi ekki menn ćđsta dómi ţegar ţeir höfđu ţegar veriđ dćmdir brjálćđislega löngum og hörđum dómum í hinu miđur réttláta og jafnvel sjúka réttarkerfi BNA, ţar sem vísvitandi hefur veriđ trampađ á rétti minnihlutahópa ţjóđfélagsins; kerfi sem fleiri og fleiri Íslendingar virđast ţó ađhyllast.
Ađ loknum störfum í ţágu fanga, ţjónađi Leibert söfnuđi í Santa Cruz, en gat ţegar hann "komst á aldur" fyrir enga muni sest í helgan stein. Hann hóf nú ađ leiđa guđsţjónustur í Reno í Nevada. Hann var fyrstur rabbína nýs safnađar í ţeirri borg. Áriđ 1964 gaf hann söfnuđinum (Temple Sinai) sína eigin Torahrúllu, sem er enn notuđ. Mark Davis uppeldissonur Sammy David jr., (sem tekiđ hafđi gyđingatrú eftir bílslys), las upp úr er hann var fermdur (Bar mitzvah) í Reno áriđ 1973. Um Nevada skrifađi Leibert, sem var mađur andlegs frelsis: Nevada is the only state that has shed hypocrisy by allowing liberal attitudes.
Leibert međ fyrsta bar mitzva-drengnum (fermingabarninu) í Temple Sinai íReno 1964. Hann heitir Stephen Jaffe og býr enn í Reno.
Julius Leibert andađist áriđ 1968 og hvílir viđ hliđ konu sinnar Leonu í grafreit gyđinga á Hills of Eternity Memorial Park í Colma, San Mateo County í Kaliforníu.
Höfundur: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, í apríl 2017
Fyrri fćrslur um fyrstu samkomur gyđinga á Íslandi:
Fyrstu trúarsamkomur gyđinga á Íslandi
The first Jewish services in Iceland 1940-1943
Ţakkir/Thanks: to Josh and Jeff Weinstein, New York.
Gyđingar á Íslandi | Breytt 18.2.2020 kl. 07:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Afar líkleg strýtulausn
9.4.2017 | 13:39
Mér bárust ţessar línur frá Birni Hólmgeirssyni fyrrverandi starfsmanni Orkuveitu Húsavíkur:
Sćll Fornleifur.
Sendi ţér mínar hugmyndir um karlinn í strýtunni. Ekki ţekki ég manninn, en mér finns ég kannast viđ umhverfiđ. Ţessar myndir eru trúlega teknar 5-6km í vest-suđ vestur af Laxamýri í Ađaldalshrauni. Á mynd nr. 2 blasir viđ fjallgarđur sem ég tel ađ séu Kinnarfjöll. Bogamyndađa fjalliđ á bak viđ borgina er fjalliđ međ 3 nöfnin. Galti, Bakrangi og Ógöngufjall. Skessuskál til vinstri viđ manninn og Nípá fellur ţar niđur giliđ. Til hćgri á myndinni sést Skálahnjúkur gnćfa yfir fjallsbrúnina. Á 3 myndinni er horft til baka í austur og önnur hraunborg notuđ. Heiđin á bak viđ er Hvammsheiđi sem endar í Heiđarenda á bak viđ borgina. Undir heiđinni glittir í Laxá, ţar sem hún rennur til sjávar skammt norđan viđ Laxamýri.
Hugleiđingar Björns Hólmgeirssonar, Hóli á Tjörnesi.
Međ kveđju ađ norđan.
Mér ţykir tillaga Björns Hólmgeirssonar mjög líkleg eftir ađ hafa litiđ á Örnefnakort Landmćlinga og önnur kort. Sjálfur hef ég ekki komiđ ţarna í árarađir og aldrei gengiđ um hrauniđ. Mađur á ţađ eftir.
Líklegast gildir sú regla enn, sem manni voru innprentađar í prófum í gamla daga, ađ vera ekki ađ breyta neinu og stroka út á síđustu stundu. Myndin í York frá 1893 var fljótlega útbúin eftir leiđangur Tempest Andersons til Íslands. Ţetta var mynd í röđ skuggamynda og ţeim fylgdi fyrirlestur, sem Anderson hélt vítt og breitt á Bretlandseyjum. Bókin sem nefnd var í síđustu fćrslu var hins vegar fyrst birt áriđ 1903 og á 10 árum hefur eitthvađ getađ skolast til hjá höfundi eđa útgefanda.
Ţangađ til ađrar betri tillögur berast, heldur Fornleifur sig viđ upphaflega skýringu á stađsetningu strýtunnar (nćrri Laxamýri) og nú hina nákvćmari skýringu Björns Hólmgeirssonar. Fćri ég Birni mínar bestu ţakkir fyrir upplýsingarnar. Ţađ er ávallt gaman ađ sjá ađ margir lesa Fornleif og hugleiđa málin međ honum ţegar hann veđur í villu.
Sjá fyrri fćrslur um ljósmyndirnar hér og hér.
Bloggar | Breytt 16.2.2021 kl. 10:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar fregnir af karlinum í strýtunni
8.4.2017 | 09:31
Bergţóra Sigurđardóttir, sem er lćknir á eftirlaunum og mikill áhugamađur um náttúru landsins, ritađi Fornleifi snemma í dag og gerđi viđvart um mynd af sama manninum sem ritađ var um hér á Leifi í febrúar á sl. ári.
Í merkilegri bók Tempest Andersons, Volcanic Studies in many Land frá 1903, sem Bergţóra hafđi lesiđ, bregđur sama rauđhćrđa manninum fyrir á mynd (sjá hér efst). Ţađ er ţó ekki sama myndin sem varđveitt hefur veriđ á safni í York, og sem skrifađ var um hér á Fornleifi í fyrra.
Nú er sömuleiđis ljóst ađ upplýsingin viđ skuggamyndina sem varđveitt er í Jórvík er röng. Myndin getur á engan hátt hafa veriđ tekin nćrri Laxamýri. Enda kemur fram í bók Andersons frá 1903, ađ ljósmyndin af rauđhćrđa karlinum í strýtunni sé tekin norđvestur af Mývatni.
Ég ţakka Bergţóru Sigurđardóttur innilega fyrir upplýsingarnar. Vona ég svo ađ áhugasamt fólk leiti nú uppi ţessar strýtur og hugsi út í ţađ hver karlinn á myndinni hafi veriđ. Ef til vill var ţetta vinnumađur séra Árna Jónssonar (1849-1916) á Skútustöđum sem einnig var í för međ Tempest Anderson á ţessum slóđum. Hvađ hét karlinn í strýtunni? Allar ábendingar eru vel ţegnar.
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt 16.2.2021 kl. 10:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)