Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2023

Harley-Davidson og brúđhlaup á Borgundarhólmi

Harley í Svanneke 2

Í fyrrakveld komum viđ hjónin heim frá Borgundarhólmi, ţar sem viđ vorum viđstödd afmćli og síđar brúđhlaup afmćlisbarnsins sem vinnur á háskólanum í Hróarskeldu og brúđarinnar sem er fyrrv. samstarfskona konunnar minnar á DTU (Danmarks Tekniske Universitet). Sú heppna er nú starfsmađur á sama háskóla og eiginmađurinn. Sá heppni er af írskum ćttum og frá Nýja Sjálandi, en brúđurin er um 25 árum yngri en guminn, en ţau eru eins og sköpuđ hvort fyrir annađ.

Ţetta var mín fyrsta heimsókn til eyjunnar. Ég varđ ekki fyrir neinum vonbrigđum. Allt var líkt og í ćvintýri og brúđkaupiđ einstaklega fallegt og brúđkaupiđ ađ siđ húmanista fór fram á lyngi vöxnum klettum viđ hafiđ syđst á Borgundarhólmi.

Viđ voru á hólminum í rúma viku og tókum á leigu sumaríbúđ í Melsted nćrri Gudhjem. Gudhjem er m.a. ţekkt af ţví ađ G.Franklín forsetaframbjóđandi rak ţar hótel um skeiđ. Hóteliđ sá ég líka eitt kvöldiđ er bćrinn var skođađur. Ég skil ekkert í Franklíni ađ vilja verđa forseti, ţegar hann gat veriđ hótelhaldari í hálfgerđri paradís. En vetrarmánuđirnir á Borgundarhólmi geta víst veriđ frekar óarđsamir.

Villi var samt ekki alveg alsćll í Paradís. Um eyjuna alla rakst mađur á fjölmarga Alzheimerrokkara ađ viđra fáka sína. Alzheimerrokkarar eru gráhćrđir og stundum krúnurakađir karlar um sextugt á barmi blöđruhálskirtilskrabbameinsins. Ţeir eru kappklćddir í ţađ sem svarar heilu sófasetti af húđum af svartsútuđum nautpeningi. Stundum situr ćvintýraleg kona, örlítiđ alkahólíseruđ en prúđ, á aftursćtinu.

Síđasta daginn á eyjunni sátum viđ og nutum ískaffis á hafnarbakkanum í Svaneke. Ţá komu mjög pent, sćnskt helgar-MC gjeng, greinilega af öđrum toga en dönsku gamlingjarnir.

Samstarfskona konu minnar á DTU, sem einnig var gestur í brúhlaupinu, slóst í för međ okkur heim í Skódanum okkar og ég fór í tengslum viđ ađ mađur sá svo marga Alsheimersriddara, ađ segja henni frá ţví, er mér var eitt sinn bođiđ í MC-klúbb gyđinga og múslíma í Danmörku, ţví menn höfđu frétt ađ fyrir utan heimili mitt vćri af til lagt heljarins Hondu međ farţegasćti. Ţađ tilheyrđi reyndar ekki mér, en ađeins eldri manni sem bjó í íbúđinni fyrir neđan okkur. Hann er nú riđinn til himna blessađur karlinn úr einhverju innanmeini sem felldi hann eftir ađ hann skyldi viđ konuna sem átti íbúđina og ţau voru flutt á brott. Ég er viss um ađ hann brunar nú um vetrabrautina sem sendibođi á Himnaharley.

Ég sagđi svo frá hrćđslu minni viđ ţessi tćki, sem kemur til af ţví karl fađir minn var nćstum búinn ađ drepa sig á Harley-Davidson, sem hann keypti uppi á Velli, minnir mig ađ hann hafi sagt mér, eftir ađ hann flutti til Íslands. Hann var međ annan fótinn uppi á Velli. Hann var orđinn of ţreyttur ađ fara međ rútu frá Keflavík til Reykjavíkur til ađ hitta mömmu.

Fađir minn hóf ađ versla á Íslandi og ţurfti (vegna fordóma bankastjóra) fyrst um sinn ađ vera međ heildverslun sína í Keflavík, eđa nánar tiltekiđ í bílskúr í Njarđvík. Hjóliđ, sem hann keypti, var grćnt Harley-Davidson bifhjól frá fyrri hluta 5. áratugarins. Ţađ var hjól eins og ţau sem fađir minn sá bruna um borgir og sveitir Hollands, ţegar bandamenn frelsuđu heimaland hans. Sú sjón hefur örugglega veriđ ţćgileg tilfinning hjá ungum manni sem hafđi faliđ sig hjá ţremur mismunandi fjölskyldum á Fríslandi.

Eitt sinn um miđbik 6. áratugarin var karlinn á hjólinu á Hringbrautinni, neđan viđ Landsspítalann, ţegar svo illa vildi til ađ axlarólin á vindfrakka hans eđa Hekluúlpu krćktist í bakljós eđa krók á pallbíl sem ók framhjá honum og mjög nćrri. Pabbi dróst á eftir bílnum nokkra tugi metra og slasađist illa. Hann var međvitundarlaus í 2-3 daga og síđar í sárum í nokkrar vikur ađ ná sér á sjúkraheimili Hvíta Bandsins, sem var efst á Skólavörđustígnum (númer 37) ađ ţví er ég best veit.

Harleyinn var gerónýtur og fađir minn settist aldrei aftur upp á bifhjól. Hins vegar flutti hann inn létt bifhjól, eđa réttara sagt reiđhjól međ litlum mótor frá Tékkóslóvakíu sem Reiđhjólaverslunin Örninn tók síđan ađ sér, ţegar yfirvöld kröfđust verkstćđisţjónustu í tengslum viđ innflutninginn. Ţađ dćmi hafđi pabbi ekki alveg hugsađ til enda.

Nú, ţegar ískaffiđ var búiđ, löbbuđum viđ um Svaneke til ađ eyđa tímanum áđur en haldiđ skyldi til ferjulćgisins í Rřnne. Rétt handan viđ horniđ viđ höfnina, í götu sem kallast Lakseruten, rákumst viđ svo á "Harleyinn hans pabba". Svona atvik eru stórfurđuleg ađ mínu mati.

Ég hafđi upp á eigandanum í bílskúr á móti verbúđinni ţar sem hjóliđ stóđ. Hann var ađ dytta ađ mótorhjólum. Hann sagđi mér ađ hjóliđ vćri hans og ađ ţađ hefđi upphaflega veriđ kanadískt herhjól. Ég sagđi honum ađ ég hefđi veriđ ađ enda viđ ađ segja frá bifhjóli föđur míns og slysi hans fyrir um 66 árum síđan. Ţađ ţótti honum einnig "stćrkt" og "utrolig tilfćldighed".

Ţađ hjól sem ég sá í Svanneke um daginn var mjög umbreytt WLC 1942 gerđ, sem framleidd var í Kanada, og var kannski ekki alveg eins og ţađ hjól sem fađir minn brunađi á í nokkra mánuđi fyrir slysiđ sem hann lenti í á Hringbrautinni. En slík smáatriđi skipta ekki máli fyrir söguna.

Ég upplifđi ađrar tilviljanir í ţessari för okkar til Borgundarhólms, en ég segi kannski frá ţví síđar.

618681355cd19d020c918c95_a166940-v6

Sendibođinn J.W. King, á Harley-Davidson mótorhjóli, tekur viđ dúfnaskeyti úr hendi J. Hanleys korporals; Royal Corps of Signals (RCCS), Englandi 10. febrúar 1943. Sjá frábćra síđu um bifhjól kanadíska hersins á 20. öld hér.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband