Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2016

Vindmyllur sem duttu mér í hug

mylland_inholtsstraeti_litil_v_v_1276545.jpg

Hér um daginn var ég staddur í Reykjavík og gekk upp Bankastrćti eftir góđan kaffisopa á Café París, og fyrr um kvöldiđ frábćra tónleika í Sinfóníunni međ Mahler, Sibelius og Leifs, sem mér hafđi veriđ bođiđ á.

Ţegar ég gekk upp Bankastrćtiđ međ vini mínum, stöldruđum viđ ađeins í rokinu viđ Ţingholtsstrćti 1, ţar sem veitingastađurinn Caruso var lengi til húsa. Nú er ţar einhver túristapizzubúlla. En áđur fyrr, eđa fyrir 115 árum síđan, stóđ ţar ennţá á baklóđinni stór og vegleg mylla, dönsk af hollenskri gerđ.

myllan.jpg

6a00d8341f206d53ef0133f5089e28970b-800wi_1276418.jpg

bankast1.jpg

Myllur voru eitt sinn tvćr í Reykjavík, byggđar af sama manninum, stórkaup-manninum  P.C. Knudtzon (1789-1864). Önnur ţeirra var var reist áriđ 1830 viđ Hólavelli (Suđurgötu 20) en hin á horni Bakarastígs, (nú Bankastrćti) og Ţingholtsstrćtis áriđ 1847. Var sú síđarnefnda kölluđ hollenska myllan. Í myllunum var malađ rúgmél. Ţegar hćtt var ađ flytja inn mjöl til mölunar misstu myllurnar gildi sitt. Hólavallamyllan var rifin um 1880 og hollenska myllan áriđ 1902. Áriđ 1892 keypti Jón Ţórđarson kaupmađur lóđina, lét rífa timburhús sem ţar var viđ mylluna og reisti ţar forláta hús úr grágrýti, Ţingholtsstrćti 1, húsiđ sem ég kom viđ fyrr í vikunni. Ţá var mér hugsađ til myllunnar.

DMR-163365

Hér sést hollenska myllan um ţađ leyti sem dagar hennar voru taldir. Myndin er úr safni Daniel Bruuns og er varđveitt á Nationalmuseet í Kaupmannahöfn.

Ég á eintak af The Illustrated London News frá 29. október 1881. Ţar birtist mynd (stungan efst) af hollensku myllunni í Reykjavík. Í tilheyrandi frétt mátti lesa ţessar vangaveltur:

mylla_texti.jpg

Afar merkilegt ţykir mér ađ lesa, ađ fólk hafi búiđ í gömlu myllunni viđ Bakarastíg, ef ţađ er rétt. Fróđlegt ţćtti mér líka ađ vita hvađa manneskjur bjuggu í myllunni, ef einhver kann deili á ţeim.

Áriđ áđur en fréttin og teikningin af myllunni í Reykjavík birtist í The Illustrated London News á sömu síđu og fréttir af trúarlegum dómstólum í Kaíró, hafđi Hólavallamyllan veriđ rifin, svo hún er ekki nefnd í klausu blađamannsins. Hins vegar ţekkjum viđ tvö málverk Jóns Helgasonar biskups af myllunni, sem hann hefur ţó málađ eftir minni ţví hann var á 14. ári ţegar hún var rifin. Hann málađi myndir sínar af Hólavöllum árin 1910 og 1915. Ýmsar ađrar teikningar og málverk sýna mylluna í Bakarabrekku; sjá t.d. hér.

holavallamyllan_jon_helgason.jpg

holavallamylla.jpg

Mynd Borgarsögusafn Reykjavíkur, tekin af Sarpi.

holavallamylla2.jpg

Ţegar áriđ 1860 var ţessi stereoskópmynd tekin viđ Hólavallamylluna af J. Tenison Wood. Ugglaust er ţetta elsta ljósmynd af myllu á Íslandi.  Heimild: Ljósmyndarar á Íslandi eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur. JPV útgáfan. Reykjavík 2001.

animated-windmill-image-0033.gif

eskifjor_ur2.jpgAđrar vindmyllur voru ţekktar á Íslandi á 19. öld. Vitaskuld litla myllan í Vigur, sem enn stendur og svipuđ mylla en stćrri á Eskifirđi sem Auguste Étienne François Mayer sem var međ Gaimard á Íslandi gerđi frćga á tveimur koparstungum sínum. Ţví hefur einnig veriđ haldiđ fram ađ á Íslandi hafi veriđ ţekktar 42 vindmyllur (sjá hér). Ég hef ţó ekki séđ neitt ţví til góđs stuđnings. Líklegt ţykir mér ađ einhver Jón Kíghósti hafi komiđ ađ tilgátusmíđ ţeirri. Tveir útlendingar, međ takmarkađa ţekkingu á menningarsögu Íslands hafa skrifađ mest um myllur Íslands.

Ef menn lesa frönsku og hafa áhuga á ađ lesa um myllur og kvarnasteina á Íslandi er hér ritgerđ eftir Anouchku Hrdy sem ég á erfitt međ ađ sćtta mig viđ, ţví hún gerir sér t.d. ekki grein fyrir menningartengslum viđ Danmörku og áhrifum hefđa í myllugerđ frá Danmörku. Eins eru margar villur eru í ritgerđinni sem hún sćkir m.a. í grein A.J. Beenhakkers frá 1976, sem hún vitnar mikiđ í. Eins hefđi mademoiselle Hrdy ekki veitt af ţekkingu á fornleifafrćđi, áđur en hún kastađi sér út í ţessa ritgerđarsmíđ.

d3s_7278-edit-786x1180.jpg

Myllan á Kastellet í Kaupmannahöfn er af nákvćmlega sömu gerđ og Bakarabrekkumyllan. Ţessi vindmylla var reist 1846. Aldamótaáriđ 1900 var ađeins starfrćkt ein vindmylla í Kaupmannahöfn, sú sem sést hér á myndinni. Fćđ vindmylla í Kaupmannahöfn kom til af sömu ástćđum og á Íslandi.


Reykjavík 1862

Reykjavík Taylors

Bayard Taylor hét bandarískur rithöfundur, skáld, myndlistamađur og ferđalangur, sem m.a. kom viđ á Íslandi og teiknađi ţar nokkrar myndir, sumar nokkuđ skoplegar. Hann teiknađi Reykjavík, dómkirkjuna og önnur hús í bćnum.

Bayard%20Taylor-Photo-Cecpia-Cropped&Resized
Bayard Taylor

Síđar birtust teikningar ţessar, endurnotađar sem málmstungur í öđrum bókum og tímaritum, ţar sem höfundarnir eignuđu sér ţćr. Til dćmis í ţessari bók frá 1867 eftir Írann J. Ross Browne, sem er sagđur höfundur myndanna, en hann minnist oft á vin sinn Bayard Taylor, sem var listamađurinn.

Geir pískar Brúsu

Hér er einnig mynd eftir Bayard Taylor, af Geir Zoëga og hundinum Brussu (eđa Brúsu). Geir var greinilega hinn versti dýraníđingur. Einnig er gaman af mynd af neftóbakskörlum, og af ţjóđlegum siđ, sem sumum útlendingum, eins og t.d. Taylor, ţótti „An awkward Predicament". Rjóđar, ungar, íslenskar stúlkur rifu plöggin af erlendum karlmönnum eins og áđur hefur veriđ greint frá.

22903v22902r

Meira af ţessum skemmtilegu myndum hér og hér

Ţessi fćrsla birtist áđur á www.postdoc.blog.is, ţegar myndirnar birtust í fyrsta sinn á Íslandi.


Gulliđ í Gullskipinu er loks komiđ í leitirnar

a6736767a648731e88bda11197f63635_1276012.jpg

Margir hafa sennilega aldur til ţess ađ muna ţá sveit vaskra manna sem hundsuđu alla rökhugsun og heimildir og leituđu ár eftir ár ađ "Gullskipi" á Skeiđarársandi.

Eftir áratuga leit, á skjön viđ ráđ fróđra manna og t.d. rannsóknarstofnun bandaríska sjóhersins í Maryland, fundu ţessir karlar loks áriđ 1983 skip í sandinum. Ekki var ţađ gullskipiđ heldur ţýski togarinn Friedrich Albert, sem strandađi á sandinum í janúar áriđ 1903.

Ţjóđminjasafniđ eitt grćddi eitthvađ gullkyns á ţví ćvintýri ţví ţađ fékk nýjan jeppa, hvítan og austur-asískan ađ uppruna, til ađ taka ţátt í ćvintýrinu međ gullskipiđ áđur en ţađ varđ ađ martröđ međ ţýskan togara í ađalhlutverki. Áđur en ţađ gerđist var Ţjóđminjasafniđ komiđ í startholurnar og hafđi sent fólk austur á Sanda. Reyndar vildi Menntamálráđuneytiđ fá jeppann aftur eđa láta Ţjóđminjasafniđ borga fyrir hann ađ fullu og ţátttöku safnsins í vitleysunni, en ţađ tókst ekki. Heilar 50 milljónir fornkrónur gekkst ríkiđ í ábyrgđ fyrir á sandinum. Var jeppagarmurinn lengi kallađur Gullskipiđ af gárungum í fornleifafrćđingastétt.

ventill_alberts_1276025.jpg

Ţegar menn fundu ryđgađan ventil úr Albert togara fór víst allur vindur úr Gullleitarmönnum. Myndin birtist í DV í september 1983.

Ţrátt fyrir togarafundinn, héldu ofurhugarnir áfram leit sinni í nokkur ár á sandinum, en nú heyrist orđiđ lítiđ af Het Wapen van Amsterdam sem strandađi áriđ 1667 og meintum dýrindisfarmi skipsins.

Ţrátt fyrir ađ sameiginlegar farmsskrár skipsins og ţeirra skipa sem ţađ var í samfloti međ vćri birt á Íslandi og hún ekki sögđ innihalda neitt ţess kyns sem stórir strákar í sjórćningjaleik leita ađ, ţá héldu sumir menn ađ skrárnar innihéldu t.d. upplýsingar um ađ "49,280 tonn af kylfum eđa stöfum". Reyndar skjátlađist ţeim einnig sem birtu farmskrárnar og óđu í sömu villu og leitarmenn. Ţeir sem fróđari áttu ađ vera og hafa vitiđ fyrir ćvintýramönnum, höfđu ekki fyrir ţví ađ leita ađstođar manna sem gátu lesiđ hollensku. Ţađ sem velviljađir heimildarýnir menn vildu meina ađ vćru kylfur og stafir, voru 49,28 tonn af múskatblómu, foelie. Einhver spekingur ţýddi orđiđ foelie međ kylfum og stöfum (sjá hér), en foelie er gamalt heiti fyrir múskatblóm (muskaatbloem á hollensku), ţ.e. trefjarnar rauđu og bragđgóđu utan um múskathnotuna. Trefjarnar missa fljótt litinn og verđa gular og fölar og eru seldar malađar á Íslandi, oft undir enska heitinu mace.

000004_1276016.jpgŢetta kylfustand var föđur mínum sem var fćddur í Hollandi mikiđ undrunarefni man ég, en hann flutti einmitt inn múskatblómu og múskathnetur, og hann reyndi ađ hafa samband viđ björgunarmenn gullskipsins, ef ég man rétt sjálfan Kristinn í Björgun, en án mikils árangurs. Ţeir vildu ekkert á hann hlusta. Ţeir voru líklega farnir ađ leita ađ kylfum í sandinum blessađir mennirnir.

En nú fćri ég Gullskipsmönnum lífs eđa liđnum ţau gleđitíđindi, ađ gulliđ í gullskipinu sé svo sannarlega fundiđ. Ţađ hefur lengi veriđ vel varđveitt í kirkjum og söfnum síđan ţađ fannst, ţótt lítiđ vćri nú reyndar eftir af gullinu.

Gulliđ eru leifar af gyllingu, stundum gervigyllingu, á spjöldum úr skrautkistu međ svörtu lakkverki, sem var međal ţess sem menn hirtu úr flaki skipsins eđa af sandinum. Fróđir menn, og ţar á ég m.a. viđ Ţórđ Tómasson í Skógum hafa lengiđ taliđ ađ spjöldin ţrjú úr lakki sem varđveitt eru í Skógarsafni, Ţjóđminjasafni og Kálfafellskirkju hafi komiđ úr Het Wapen van Amsterdam. Ţar er ég alveg sammála meistara Ţórđi, og ţađ eru fremstu sérfrćđingar í Hollandi líka. Verkiđ á lakkspjöldunum kemur heim og saman viđ ađ ţađ geti hafa veriđ úr skipi strandađi áriđ 1667.

Hins vegar er nýtt vandamál komiđ upp sem ţarf ađ leysa. Lakkverk, sem á ţessum tíma tengdist oftast Japan var framleitt víđar í Asíu en ţar. Ţegar Het Wapen van Amsterdam lagđi upp í sína síđustuu ferđ frá Batavíu (síđar Jakarta) í Indónesíu, og ţađ var ţann 26.janúar 1667, var skipalest sú sem Skjöldur Amsterdams međ fylli ađ varningi víđs vegar úr Asíu. Hollendingar söfnuđu auđćfum, kryddi, vefnađi og postulíni í gríđarstór pakkhús í Batavíu sem ţeir sóttu til fjölmargra hafna sem ţeir sigldu á.

batavia_1661.jpg

Kastali Hollendinga í Batavíu áriđ 1661, stćrđ sumra pakkhúsanna sem sjást á myndinni var mikil. Njótiđ verksins, sem málađ var af Andries Beeckman áriđ 1661, međ ţví ađ stćkka myndina. Málverkiđ hangir á Rijksmuseum í Amsterdam.

Ein ţessara hafna var Macau, nýlenda Portúgala, sem ţeir lögđu áherslu á, eftir ađ Japanar höfđu úthýst ţeim frá Japan. Portúgalar höfđu smám saman gerst óvinsćlir međal Japana og stunduđu trúbođ í Japan. Ţađ líkađi Japönum lítt og voru Portúgalar loks flćmdir í burtu og einnig margir Japanir er tekiđ höfđu kristna trú. Međal ţeirra Japana sem fóru međ Portúgölum voru iđnađarmenn sem stunduđu lakklistavinnu. Ţeir settust ađ á Macau nćrri ţeim stađ sem síđar hét Hong Kong og héldu áfram ađ stunda handverk sitt.

Helsti sérfrćđingur Hollands og heimsins í lakklist telur nú mjög hugsanlegt ađ spjöldin á Íslandi sem ađ öllum líkindum eru komin í "Gullskipinu" frćga, hafi veriđ gerđ af japönskum listamönnum á Macau, ţó ekki sé búiđ ađ afskrifa ađ ţau séu frá Kyushu eyju í Japan, eđa verkstćđum í Nagasaki ellegar Kyoto.

1-1.jpg

Spjald sem taliđ er vera úr Het Wapen van Amsterdam. Varđveitt í Byggđasafninu í Skógum og var síđast notađ sem sálmaspjald í Eyvindarhólakirkju.

Efnasamsetning lakksins, sem á japönsku kallast urushi, verđur nú vonandi rannsökuđ ef leyfi fćst og er hćgt međ efnagreiningum ađ segja til um hvort ađ ţađ var framleitt í Japan, Macau, Síam eđa annars stađar. Vísindunum fleygir fram.

Fleiri tíđindi munu berast af ţví síđar á Fornleifi, sem alltaf er fyrstur međ fréttirnar - af ţví gamla.

Vona ég ađ ţessi gullfundur gleđji gullleitarmenn á Sandinum, ef ţeir eru ţá nokkrir eftir ofan sanda til ađ gleđjast međ okkur - líklega allir farnir međ gullvagninum aftur heim í skýjaborgirnar.


Skildir Íslands og Grćnlands á miđöldum

le_roi_dillande_grande.jpgÁriđ 1971 birtist í Árbók hin íslenska fornleifafélags grein á dönsku eftir danskan embćttismann, Paul Victor Warming ađ nafni. Hann kynnti fyrir Íslendingum ţá vitneskju ađ í frönsku handriti, nánar tiltekiđ skjaldamerkjabók, sem talin er hafa veriđ rituđ á tímabilinu 1265-1275 og sem kennd er viđ hollenskan eiganda hennar á 19. öld, Wijnbergen, mćtti finna skjaldamerki "konungs Íslands" á miđöldum (sjá mynd af merkinu úr handritinu hér til vinstri).

Í Wijnbergen-bókinni er skildinum lýst sem skildi le Roi dIllande. Ţrátt fyrir ađ norskur sérfrćđingur, Hallvard Trćtteberg, hefđi lagt lítinn trúnađ á ađ ţessi skjöldur hefđi veriđ til í raun og veru, var grein Warmings á dönsku í íslensku riti hugsuđ sem svargrein til Trćtteberg. Greinin varđ hins vegar ađ frekar krampakenndri tilraun Warmings, sem ekki fékk greinina birta annars stađar en í Árbókinni, til ađ sannfćra menn um ađ skjöldur ţessi hefđi ekki veriđ uppspuni einn líkt og Trćtteberg hafđi haldiđ fram.gissur_jarl_1275658.jpg

Grein Warmings í Árbók Fornleifafélagsins er öll full af fremur langsóttum skýringum, en ţó hann fari út og suđur í röksemdafćrslum sínum ţá hvet ég menn til ađ lesa greinina, ef danskan leggst vel í ţá.

Warming taldi enn fremur víst ađ skjöldur sá sem Gissuri Ţorvaldssyni var afhentur í Noregi áriđ 1258 međ jarlstign sinni, líkt og greint er frá í Sturlunga sögu, hafi veriđ eins og skjöldurinn hér til hćgri. Ţađ eru 12 ţverbjálkar, sex bláir og sex silfrađi til skiptis. Warming taldi ađ skjöldur Gissurar hefđi orđiđ ađ hluta skjaldamerkis Noregskonungs á Íslandi eins og ţví merki er lýst í Wijnbergen bókinni.

Í Sturlungu er grein ţannig frá jarlstign Gissurar:

Ok ţat sumar, er nú var frá sagt (ţ. e. 1258), gaf Hákon konungr Gizuri jarls nafn ok skipađi honum allan Sunnlendingafjórđung ok Norđlendingafjórđung ok allan Borgarfjörđ. Hákon konungr gaf Gizuri jarli stórgjafir, áđr hann fór út um sumarit. Hákon konungr fekk Gizuri jarli merki ok lúđr ok setti hann í hásćtihjá sér ok lét skutilsveina sína skenkja honum sem sjálfum sér. Gizurr jarl var mjök heitbundinn viđ Hákon konung, at skattr skyldi viđ gangast á Íslandi. Í Björgyn var Gizuri jarlsjafn gefit á fyrsta ári ins fimmta tigar konungdóms Hákonar. Ţá skorti Gizur jarl vetr á fimmtugan. En ţá skorti hann vetr á fertugan, er hann gekk suđr, vetr á ţrítugan, er Örlygsstađafundr var, vetr á tvítugan, er hann gerđist skutilsveinn.

Enginn getur veriđ viss um, hvort ađ ţessi skjöldur konungs Íslands hafi nokkurn tíma veriđ notađur á Íslandi, og ţađan ađ síđur veriđ ţekktur ţar fyrr en Paul Warming skrifađi um hann á dönsku og gerđi fróđa menn á Íslandi viđvart um handritiđ sem skjöldinn er ađ finna í.

Í dag er ekki lengur hlaupiđ ađ ţví ađ fá upplýsingar um, hvar Weijnberger-bókin er niđur komin. Koninklijk Nederlandsch Genootschap voor Geslacht - en Wapenkunde (Hiđ konunglega hollensk félag fyrir ćtt- og skjaldamerkjafrćđi), ţar sem handritiđ var í geymslu um tíma á 20. öld, hefur ţurft ađ skila bókinni til eigandans, sem ekki vilja lengur sýna bókina nokkrum manni og leyfir ekki ađ nafn eiganda sé upp gefiđ fremur en heimilisfang. Slík sérviska er afar furđuleg á okkar upplýstu tímum. Mig grunar ađ eigandinn hafi annađ hvort hellt kaffi eđa rauđvíni á bókina, og sennilega skammast sín svo ćrlega ađ hann hefur látiđ sig hverfa međ bókina. En vart gefur ađgangur ađ handritinu, sem hefur veriđ lýst nokkuđ vel af frćđimönnum áđur en ţađ var faliđ, frekari upplýsingar um skjöld Íslands, sem í henni er ađ finna.

Var skjöldur Íslands tilbúningur?

Persónulega hallast ég ađ skýringum Hallvards Trćttebergs og tel ég afar ósennilegt, en ţó ekki alveg óhugsandi ađ Noregskonungur hafi átt Íslandsskjöld, og enn síđur ađ Íslendingar hafi ţekkt ţann skjöld sem teiknađur er í frönsku skjaldamerkjabókinni sem kennd er viđ Wijnbergen. Sennilegt ţykir mér ađ einhver spjátrungur og merkikerti í Frakklandi sem sá um skjaldamerkjamál hirđar einhvers konungsins ţar í landi hafi hugsađ međ sér: "Hvernig ćtli skjaldamerki Íslands líti út?". Hann hefur ugglaust haft óljóslegar spurnir af einhverju Íslandi (Illande) og ţekkt skjöld norska konungsins. Síđan hefur hann skáldađ er hann teiknađi skjöld fyrir konungsríkiđ Illande (eđa Islande, sem er sennilegra ađ standi í handritinu) eins og honum hefur ţótt hann ćtti ađ vera. 

Ef slíkur skjöldur hefđi í raun veriđ til og veriđ notađur hér af erindrekum konungs eđa skósveinum hans íslenskum og skutilsveinum, tel ég nokkuđ öruggt ađ viđ ţekktum hann úr íslenskum heimildum eđa úr fjölda annarra svipađra skjalamerkjaverka sem varđveist hafa frá miđöldum. Skjöldur Íslandskonungs í Wijnbergenbókinni er hins vegar einstakur í sinni röđ og ţví ólíklegt ađ skjöldurinn sé annađ en tilbúningur.

Viđ megum ţó ekki útiloka, ađ einhvern daginn finni einhverjar fornleifafrćđingaómyndir mynd "íslenska konungsskjaldarins", skjöld Gissurar og allra helst vel fćgđan lúđur hans undir stórum steini. Ţangađ til er víst best ađ slá alla varnagla frekar fast.

Skjaldarmerki "Grćnlandskonungs"

Líkt vandamál og međ íslenska skjaldamerkiđ gćti veriđ upp á teningnum međ skjöld "Grćnlandskonungs", sem teiknađur var í tvö skjaldmerkjahandrit á Englandi. Ţau sýna hvítabjörn og ţrjá hvíta fálka á grćnum fleti.

Ef menn ţekktu til Grćnlands á annađ borđ, vissu menn ugglaust ađ ţar vćru birnir hvítir. Höfđu konungar á Bretlandseyjum fengiđ hvítabirni ađ gjöf frá norskum starfsbrćđrum sínum (sjá hér og hér). Í miđaldaheimildum var iđulega minnst á hvítabirni í tengslum viđ Grćnland. Veiđifálkar voru sérlega eftirsóknarverđiđ međal konunga og greifa og bar hinn hvíti Grćnlandsfálki ţar af. Hvađ var ţví meira upplagt en ađ setja ţessi dýr á grćnan skjöld? Landiđ hét ţrátt fyrir allt Grćnland.

En voru ţessi skyldir til í raun og veru til og t.d. uppi viđ í kirkjum eđa híbýlum Grćnlendinga. Eđa voru ţeir einungis hugsmíđ á bókfelli á Englandi og í Danmörku?

Nýlega nefndi Guđmundur Magnússon sagnfrćđingur, blađamađur og um tíma settur ţjóđminjavörđur međ meiru, ţetta grćnlenska skjaldamerki. Guđmundur hefur um margra ára skeiđ veriđ mikill áhugamađur um hugsanlegt skjaldamerki Íslands sem finna má í Wijnbergen-bókinni. Á fasbók sinni nefndi Guđmundur handrit í Lundúnum sem sýna m.a. skjaldamerki Grćnlandskonungs "Roy de Groyenlande", og vitnađi hann í málgagn sauđkindarinnar og basl- og biđrađaflokksins, Tímans sáluga, í grein sem birtist áriđ 1977 (sjá hér).

Handritin ensku eru tvö ađ tölu. Í greininni í Tímanum var sagt frá athugunum fyrrnefnds Paul Victor Warmings, sem ţá gegndi stöđu skjaldamerkjaráđs dönsku drottningarinnar. Áđur hafđi Warming unniđ sem dómarafulltrúi og síđar sem ritari, fulltrúi og deildarstjóri í ráđuneytinu fyrir opinberar framkvćmdir (Ministeriet for offentlige arbejder) sem lagt var niđur áriđ 1987 og ţá lagt undir samgönguráđuneytiđ.

Í grein Warmings, sem var endursögn úr grein sem áđur hafđi birst í danska dagblađinu Berlingske Tidende, voru hins vegar margar villur og meinlokur. Ekki voru ţó neinar ţýđingavillur eđa misskilningur á ferđinni hjá starfsmönnum Tímans. Warming var hins vegar eins og margir hirđmenn konunga fyrr og síđar, enginn sérstakur bógur í sinni ţjónustugrein fyrir sinn höfđingja. Betra vćri ađ skilgreina hann sem dugmikinn amatör. Furđulegustu menn og uppskafningar hafa sumir hafa tekiđ sér ađ kostnađarlausu, helst til ţess ađ geta talist til hirđarinnar og til ađ fá orđur og nafnbćtur. Slefandi snobbiđ ţrífst viđ hirđir nútímans, líkt og svo oft áđur. T.d. var einn af silfurgćslumönnum hirđarinnar á stríđsárunum lítilmótlegur nasisti, Dall ađ nafni, en löngu síđar tók viđ ţví starfi kennari nokkur sem engar forsendur hafđi til ţess annađ en löngun til ađ vera í sambandi viđ "háađalsboriđ og konunglegt" fólk.

Í greininni í Berlingske Tidende upplýsti Paul Warming, ađ hann teldi ađ til hefđi veriđ skjaldamerki konungs Grćnlands allt ađ tveimur öldum áđur en elsta ţekkta skjaldamerki Grćnlands (hvítabjörn á bláum fleti) ţekkist í Danmörku, annađ hvort höggviđ í stein eđa málađ. 

Ég hafđi samband viđ British Library og Society of Atniquaries of London á síđasta ári til ađ ganga úr skugga um aldur ţeirra handrita sem bera skjöld "Grćnlandskonungs" og til ađ útvega mynd af skyldi ţeim sem ekki var birt mynd af í Tímanum áriđ 1979. Hér skal sagt ţađ sem rétt er um ţessa tvo skildi og ţau handrit sem ţau er ađ finna í:

greenland_london_roll_1470.jpg

London Roll

Skjöld "Grćnlandskonungs" sem sjá hér ađ ofan má finna í svo kallađri London Roll. London Roll er ekkert annađ en tćknilegt heiti á seinni tíma viđbót viđ rullu (roll) sem kallst The Third Calais Roll. Ritunartími The Third Calais Roll er tímasettur nokkuđ nákvćmlega til ársins 1354. Handritiđ er varđveitt á British Museum í London. London Roll er  hins vegar safn fremur illa teiknađra skjaldmerkja aftan á The Third Calais Roll og hefur ţessi viđbót veriđ fćrđ inn (rituđ og skreytt) um 1470 eđa nokkru síđar. Teikningin af hvítabirninum og fálkunum ţremur í ţessi handriti er ţví í mesta lagi 160-170 árum eldra en elsta ţekkta birtingarmynd grćnlenska ísbjarnarins á bláum fleti í Danmörku.

roskilde_dom_innen_orgel_2.jpgWarming taldi ađ elsta ţekkta gerđ skjaldamerkis Grćnlands í Danmörku vćri ađ ađ finna á skreyti, ţ.e. útskornum skjöldum á elsta orgeli Hróarskeldudómkirkju. Skreytingin er tímasett til 1654, en kjarni orgelsins, er svokallađ Raphaëlisorgel frá 1554-55, byggt af hollendingnum Herman Raphaëlis Rodensteen. Hugsast getur ađ hlutar af skreytinu, t.d. skildirnir, séu eldri en breytingin á orgelinu sem gerđ var áriđ 1654. Ţví getur skjöldurinn á orgelinu í Hróarskeldu, sem sýnir skjöld Grćnlandskonungs međ hvítabirni á bláum fleti, frćđilega séđ veriđ mun eldri en frá 1654, ţótt áletrun á orgelinu upplýsi ađ ţađ sé frá 1654.

Ţađ var Paul Warming sem fyrstur manna uppgötvađi skjaldamerki Grćnlands á orgelinu í Hróarskeldukirkju, en áđur en hann gerđi ţađ töldu menn ađ elsta skjaldamerki Grćnlands vćri ađ finna á gullspesíu frá 1666, sem Kristján 4. lét slá međ mynd af sjálfum sér og skjaldamerki ríkis síns á bakhliđinni (sjá mynd X). Svo virđist sem uppgötvun Warmings hafi ekki slegiđ í gegn eđa komist til skila í frćđin, ţví enn eru menn ađ vitna í spesíu Friđriks 3. frá 1666 (sumir segja hvítabjarnarskjöldurinn hafi ţegar veriđ á spesíudal Friđriks áriđ 1665 sjá hér) sem elstu heimild um hvítabjarnarskjöld Grćnlands.

christian_1666.jpg

Ekki vissi Warming allt, ţví reyndar ţekkist hvítabjörn á grćnum fleti einnig af einu stórfenglegu safnskjaldamerki danska konungsríkisins frá 1654. Ţađ var ađ finna á gafla skrautskips Kristjáns 4. Sophíu Amalie, en smíđi ţess lauk áriđ 1650. Til allrar hamingju eru til tvö samtímalíkön af skipinu - eitt í Kaupmannahöfn og hitt í Osló og sést ţar ísbjarnarskjöldur međ grćnum bakgrunni undir skjaldamerki Íslands, tveimur skreiđum krýndum á rauđum fleti) og yfir fćreyska lambinu á bláum fleti.

Til upplýsingar ţeim sem stundađ hafa opinbera skjaldmerkjafrćđi á Íslandi og skrifađ um ţćr af miklum vanefnum á heimasíđu Forsćtisráđuneytisins, er ţví hér međ komiđ á fram ađ tvćr krýndar skreiđar voru einnig notađar sem skreyti á skildi Íslands á 17. öld. 

sophia_amalia_islandgr_nlandfaer_erne.jpg

sophia_amalia_traedaekker.jpg.

Sir William Neve´s Book

soc_ant_order_36.jpg

Ţennan grćnlenska skjöld Le Roy de Grenelond, dálítiđ frábrugđinn ţeim sem er teiknađur í London Roll, er ađ finna í svokallađri Sir William Neve´s Book (SAL MS 665/5), sem varđveitt er í Society of Atniquaries of London í Burlington House, Piccadilly í Lundúnum. Í Catalogue of English mediaeval Rolls of Arms (1950) eftir Anthony Wagner, sem var einn fremsti sérfrćđingur Breta um skjaldamerkjafrćđi á 20. öld, er upplýst ađ ţessi rulla sé 156 blađsíđur úr bók sem ekki er lengur til sem og ađ á blöđum ţessum sé ađ finna lýsingar á 936 skjöldum. Taldi Anthony Wagner ađ bróđurpartur  bókarinnar hafi veriđ frá ţví um 1500, en bćtir ţví viđ í lýsingu ađ handritiđ vćri frá 16. öld, en ađ eldra efni hafi veriđ bćtt inn í ţađ. Ţví er hćgt ađ fullyrđa ađ margt sé enn á huldu um aldur ţessa handrits.

Í Sir William Neve´s Book er hvítabjörninn teiknađur standandi (eđa gangandi eins og ţađ heitir á máli skjaldamerkjafrćđinga). Eigandi ţessara bókaleifa var Sir William le Neve af Clarenceux, sem mun hafa eignast bókina um 1640. William le Neve var uppi 1600-1661 og var skjaldamerkjaráđ, safnari og greinilega hinn mesti furđufugl. Hann missti nafnbót sína áriđ 1646 og var síđar lýst sem "lunatic" áriđ 1658 og sem "insane" áriđ 1661. Ekki fór ţví vel fyrir ţeim skjaldaverđi.

hugoderoselbyleneve.jpgSir William le Neve í einhvers konar fornmannabúningi sem hann hannađi sjálfur og gekk í ţegar hann tjúllađist. Kannski var hann bara á undan sinni tíđ, eins konar einhvers konar Sigurđur málari ţeirra Englendinga eđa nafni hans Vigfússon.

Ţađ voru ţví víst ýkjur hjá Paul Warming, ađ halda ţví fram ađ skildir "Grćnlands- konungs" í enskum handritum vćri allt ađ tveimur öldum eldri en hvítibjörninn á bláum fleti sem ţekktur er í Danmörku á 17. öld. Eins og fyrr segir, var einnig til skjöldur međ grćnlenskum hvítabirni á grćnum fleti á viđhafnarskipi Kristjáns 4. sem var fullsmíđađ áriđ 1650. En hvort hvítabjörninn sem ţekkist í enskum handritum hafi nokkru sinni veriđ notađur á Grćnlandi af norrćnum mönnum er hins vegar útilokađ ađ segja neitt um út frá ţeim brotakenndu heimildum sem til eru.

Silfurskjöldurinn frá rúst V 54 í Niaqussat

skjold_fra_hikuin_1980_lille.jpg

Ţađ er ekki svo međ sagt ađ ég telji ađ norrćnir menn á Grćnlandi hafi veriđ algjörlega menningarsnauđir og allslausir í hinni miklu einangrun sinni eđa međ minni ađgang ađ stórmenningu en t.d. frćndur ţeirra Íslendingar.

Vel getur veriđ áhugi á skjaldamerkjum hafi veriđ mikill á Grćnlandi. Ţađ virđist sem ađ einhverjir hafi jafnvel gengiđ međ litla ćttarskildi úr silfri á klćđum sínum á Grćnlandi. Í kotlegri rúst í Vestribyggđ á hjara veraldar fannst viđ fornleifarannsókn á 8. áratug 20. aldar örlítill skjöldur úr silfri. Hann er ađeins 1,8 sm. ađ lengd og 1, 2 sm. ađ breidd, eđa eins og ţumalsnögl ađ stćrđ. Ekki nóg međ ţađ: Í rústinni í Niaquassat í Vestribyggđ, sem ber heitiđ V 54, hafa einnig veriđ höggnir út skildir án skjaldarmyndar í tálgusteinsgrýtur. Mögulega hafa íbúar á V 54-stöđum í Niaqussatfirđi veriđ af fínum ćttum og ţví ţótt bráđnauđsynlegt ađ skreyta sig međ skjaldamerkjum ćttarinnar sem náđ hafđi lengra til vesturs en ađrir Evrópumenn.

Skjaldamerkjafrćđingur einn danskur, sem tjáđi sig um skjöldinn á V 54-stöđum er hann fannst, hefur međ mjög hćpnum rökum taliđ silfurskjöldinn í V 54 vera frá 13. öld og bent á ađ hann eigi sér engar hliđstćđur á Norđurlöndum. Sömuleiđis benti hann á ađ skjöldur skosku Campbell-ćttarinnar bćri svipađ merki og skjöldurinn sem fannst í V 54. Athyglisvert er ţetta ef satt vćri. Bjuggu kannski Skotar, fjarskyldir frćndur Campbell-klansins, á Grćnlandi á 13. öld? Skođum máliđ ađeins betur:

Ef rýnt er í fornleifarnar sem fundust viđ rannsókn á V 54, undir stjórn danska fornleifafrćđingsins Claus Andreasen, kemur fljótt í ljós ađ ţađ kann sjaldan góđri lukku ađ stýra, ađ fornleifafrćđingur sem lagt hefur stund á forsögulega fornleifafrćđi fer ađ fást viđ miđaldafrćđi á Grćnlandi  - eđa annars stađar. Claus Andreasen (sjá grein Andreasen hér) velur ađ fylgja hefđbundinni, og frekar kreddukenndri aldursgreiningu á endalokum byggđar í Vestribyggđ, sem menn hafa ályktađ ađ hafi orđiđ um miđbik 14. öld. Ađrar fornleifar frá V 54, svo sem gott safn horn- og beinkamba og kirkjubjöllubrot, sem einnig hafa fundist hafa annars stađar í Niaqussatfirđi, benda til ţess ađ búseta hafi ađ minnsta kosti haldist fram undir 1400.

Mjög góđar hefđbundnar kolefnisgreiningar á efni frá V 54 voru gerđar í Kaupmannahöfn, og gefa ţćr einnig til kynna ađ búseta á V 54 bćnum hafi geta haldist allt fram á 15. öld og ef til vill lengur. En Andreasen vísađi kolefnisaldursgreiningum hins vegar alfariđ frá í grein sinni. Hann upplýsti lesendur sína ađ ţar sem ein hefđbundin aldursgreining endaloka byggđar í Vestribyggđ hafi veriđ tímasett til 1350 ţá hlyti kolefnisaldursgreiningin ađ vera röng, ţví samkvćmt rökum Andreasen:

"Denne officielle dato vil jeg holde mig til her, da der ikke er 100% sikkerhed for, hvad der egentlig er dateret med sidstnćvnte datering."

Síđan Andreasen skrifađi ţetta hafa menn breytt skođun sinni og talađ er um endalok byggđar á seinni hluta 14. aldar.

Ég leyfđi mér sömuleiđis ađ rannsaka, hvers kyns sýniđ var sem greint var og hafđi samband viđ Ţjóđminjasafn Dana sem sendi mér strax niđurstöđur kolefnisaldursgreininganna sem Claus Andreasen birti ekki sem skyldi á sínum tíma (sjá hér). Ţá kom í ljós, ađ Andreasen hefur ekki ađeins hafnađ niđurstöđum fyrir gamla og forstokkađa kreddu sína, heldur einnig ruglađ kolefnisgreiningunum sem gerđar voru á efniviđi frá V 54 saman innbyrđis. Sýniđ K-3060 sem Andreasen segir sýna of ungan aldur til ađ hann geti notađ ţađ gerir ţađ alls ekki. Hins vegar sýndu sýnin K-3061 og K-3062 yngri aldur en hefđbundna lokaaldursgreiningu byggđar í Vestribyggđ. En ber ađ hafna ţeim niđurstöđum vegna ţess ađ menn eru óöruggir međ sýniđ? Ekkert bendir til ţess.

Meiri nákvćmni fornleifafrćđingsins hefđi veriđ óskandi fremur en frekar ţóttafull höfnun hans á niđurstöđum. Ţetta voru sannast sagna afar léleg vinnubrögđ fornleifafrćđings. Claus Andreasen hafđu, mér sjáanlega, enga haldbćra ástćđu til ađ hafna kolefnisaldursgreiningum á sýnunum. Niđurstöđurnar gćtu einnig vel stutt ţann möguleika ađ búseta hafi haldist lengur í Vestribyggđ en menn telja almennt, án annars en gamalla tímasetninga byggđa á eintómum alhćfingum. Ég endurreiknađi niđurstöđur aldursgreininganna frá V 54, sem má sjá hér.

k-3062_kalibreret.jpg

c-14_dateringer_n_54_vesterbygden.jpg

Ţar fyrir utan má vera ljóst, ađ ćttaskjöldur Campbell-ćttarinnar á Skotlandi er frábrugđinn silfurskildinum sem fannst í rústunum af "V 54 stöđum" á Grćnlandi. Ţríhyrningarnir í mynstri skjaldar Gampbell-ćttarinnar snúq ekki eins og ţríhyrningar skjaldarins sem fannst á Grćnlandi.

Portúgalar á Grćnlandi?

Ef til vill ber einnig ađ nefna, ađ skjöldurinn frá V54stöđum í Vestribyggđ sver sig frekar í ćtt viđ merki/fána Lissabonborgar. Portúgalar létu töluvert til sín taka í Norđur-Atlantshafi á 15. öld.

Menn telja sig vita ađ konungur dansk-norska sambandsríkisins, Kristján 1., hafi leyft Alfons 5. (Alonso V) konungi Portúgals ađ senda leiđangra til Grćnlands til ađ finna norđurleiđina til Indlands. Heimildir um ţađ eru hins vegar af mjög skornum skammti og í raun ekki eldri en frá seinni hluta 16. aldar. Tengjast ţćr ferđasögur óljósum sögum af ferđum Diđriks Pínings og Jóhannesar Pothorsts til Grćnlands og jafnvel til Vesturálfu, sem einnig reyndar er afar lítiđ vitađ um.

Portúgalar eru taldir hafa fundiđ Nýfundnaland á tímum Alfons V, og á kortum kölluđu ţeir eyju sem ekki er til í raun og veru Terra do Bacalhau (Ţorskaland), og vilja margir menn meina ađ ţađ hafi veriđ ţađ nafn sem Portúgalar gáfu Nýfundnalandi. Vel er ţví hugsanlegt ađ Portúgalar hafi hafi einnig siglt á Grćnland eđa komiđ ţar viđ. Tilgátur hafa einnig veriđ settar fram um ađ Portúgalar hafi sótt sér norrćna menn á Grćnlandi á seinni hluta 15. aldar og notađ ţá sem vinnuafl/ţrćla á Kanaríeyjum og Madeira. Ekki hefur ţótt mikill fótur fyrir ţeim tilgátum, en silfurskjöldur sem er međ sama merki og gamall fáni Lissabonborgar, sem finnst í rúst bćjar á afskekktum stađ á Grćnlandi, ţar sem byggđ gćti hafa fariđ síđar í eyđi en menn hafa taliđ, gćti frekar rennt undir ţađ stođum en hitt.

Ef til vill verđum viđ ađ vera ađeins meira opin fyrir öđrum hugmyndum en ađ skjöldurinn í rúst V 54 hafi týnst af klćđum Skota ađ nafni Campbell. Viđ ţekkjum ekkert til ferđa ţeirrar ćttar til Grćnlands á 15. öld. Hins vegar er góđum líkum hćgt ađ leiđa ađ áhuga Portúgala á Grćnlandi. 

Skjöldur Hákons unga, en hvorki Íslands né Portúgals

warming_portugaler.jpgŢví má viđ bćta í lok ţessarar frekar löngu enn "merki"legu greinar, ađ lýsing skjaldamerkis Grćnlandskonungs í handriti í eigu Sir William le Neve, handriti sem taliđ er vera frá ţví um 1470 eđa síđar, er ađ finna fyrir neđan skjaldamerki Noregskonungs og meints merki konungs Portúgals (Le Roy De Portyngale), sem í bók Sir Williams eru ţrír bátar, ofan á hverjum öđrum. Ţetta merki ţekkist hins vegar ekki í Portúgal, og gćti ţví veriđ enn einn uppspuninn og óskhyggjan í skjaldamerkjafrćđunum af ţví tagi sem áđur segir frá.

Ţađ ađ merkin eru sýnd saman í bókinni ţarf ekki ađ sýna tengsl á milli Noregs, Íslands og Portúgals líkt og Paul Warming lét sér detta í hug áriđ 1977 (sjá hér). Warming taldi hugsanlegt ađ vegna ţess ađ skjöldur konungs Portúgals vćri hafđur međ skjöldum Noregskonungs og Grćnlands í handritinu, ţá gćfi ţađ til kynna ađ menn á Bretlandseyjum hafi veriđ kunnugur áhugi Portúgala á Grćnlandi á 15. öld. Ţađ verđur nú ađ teljast frekar langsótt skýring áhugmannsins viđ dönsku hirđina.

Ţrjú skip ofan á hverju öđru á rauđum fleti var nefnilega um tíma skjaldamerki Noregskonungs. Skjöldur međ ţremur bátum á rauđum fleti er ţekktur á 13. öld í enskum handritum og ţá nefndur í einu handritanna sem skjöldur Hákons unga (1232-1257), sonar Hákons gamla Hákonarsonar (hins fimmta) Noregskonungs (1204-1263), sem ríkti á tímabilinu 1217-1263. Hann var fyrsti konungur yfir Íslandi. Hákon yngri var eins konar hjálparkonungur frá barnćsku um 1240 og fram til 1257 er hann andađist.

Skjöld Hákons unga er ađ finna í tveimur miđaldahandritum,sem eru samtímaheimildir. Annars vegar Historia Anglorum (Saga Englendinga) sem nćr yfir tímabiliđ 1070-1253, og sem er hluti af safnritinu Chronica Majora (British Library; Royal MS 14 C VII (sjá hér). Bćđi handritin eru eftir munkinn Matthew Paris (d. 1259). Historia Anglorum er öll skrifuđ af honum sjálfum á tímabilinu 1250-1255. Í Historia Anglorum stendur í skýringu viđ merkiđ međ ţremur skipum:

“Scutum regis Norwagiae nuper coronati qui dicitur rex insularum” sem ţýđa má: Merki Noregskonungs sem nýlega var krýndur og kallađur er konungur eyjanna"

canvas.png

Sumir vafasamir skjaldamerkjafrćđingar á veraldarvefnum (og nóg er greinilega til af ţeim) hafa vegna vöntunar á lágmarkskunnáttu á latínu ţýtt textann međ "krýndur konungur eyjunnar" og bent á ađ "eyjan" vćri Ísland. En nú stendur einu sinni rex insularum en ekki rex insulae. Ţannig ađ sú kenning, sem er ţví miđur farin á flug međal rugludalla, er algjör fjarstćđa. Annađ er ekki hćgt ađ stađfesta međ nokkrum hćtti, enda var Ísland ekki komiđ undir norskan konung ţegar Hákon inn ungi dó áriđ 1257.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, í janúar 2016.


Furđuleg frétt um 417 ljósmyndir

860276_1275630.jpg

Ţađ er víst séríslenskt fyrirbćri ađ segja frá fjögurhundruđ og seytján áđur óţekktum ljósmyndum á ţann hátt sem ţessi frétt gerir. Ađeins er nefnt ađ myndirnar hefi veriđ teknar í Íslandsferđ fimm ungra Svía sumariđ 1919. Ţeir eru ţó ekki nefndir á nafn og heldur ekki seljandinn. Merkilegt ţykir hins vegar ađ ţeir hafi tekiđ mynd af Matthíasi Jochumssyni og dóttur hans ári áđur en ađ skáldiđ andađist.

Ţetta er svo dćmigerđ birtingarmynd afstöđu Íslendinga til umheimsins. Allt fjallar um Íslendinga, en umheimurinn er algjört aukaatriđi.

Mér til mikillar furđu fann ég ekkert um ţessar 417 myndir, sem  Ţjóđminjasafniđ hefur fest kaup á fyrir ţjóđina, á forsíđu vefsvćđis safnsins. Vonandi verđur ráđin bót á ţví hiđ fyrsta, ţví ţjóđin á rétt á ţví ađ vita hverjir hinir fimm sćnsku ferđalangar voru og ađ sjá myndir ţeirra allar sem eina, sem nú eru sameiginleg eign landsmanna sem varđveitt er í Ţjóđminjasafninu. Ţađ eru til nógar myndir af Matthíasi t.d. kvikmynd (sjá hér), en náttúrulega er skemmtilegt ađ fá nýjar myndir ţar sem hann er ađ skvetta úr slöngu í blómagarđi sínum.


mbl.is Eignast yfir 400 ljósmyndir frá 1919
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heiđursnasistar í Morgunblađinu

445848_1_l_1275604.jpgGrein Morgunblađsins um Dietrich von Sauchen og Heinz Guderian er ófyrirleitin smekkleysa og blađamanninum til mikils vansa.

Ţó ađ "hetjan" Diedrich von Sauchen herhöfđingi hafi slegiđ í borđiđ hjá Hitler vegna ţess ađ honum ţótti vegiđ ađ ćru sinni sem herhöfđingja ţegar Hitler ćtlađi ađ skipa honum ađ fara eftir tilskipunum ómerkilegs umdćmis- stjóra (Gauleiter) nasistaflokksins, sem var ótíndur glćpamađur, ţá var von Sauchen engin hetja. Allir vita, ađ brjálađi eineistlingurinn Hitler snobbađi fyrir gamla herađlinum í Ţýskalandi og Hitler ađhafđist heldur ekkert gangvart von Sauchen fyrir ađ berja í borđiđ og taka ekki einglyrniđ af.

Heinz Guderian, sem blađamađur Morgunblađsins telur einnig til "hetja" var svćsinn gyđinghatari og í lok stríđsins áđur en Berlín féll lét hann  ţau orđ falla ađ hann Ťhefđi sjálfur barist í Sovétríkjunum, en aldrei séđ neina djöflaofna, gasklefa eđa ţvíumlíka framleiđslu sjúkrar ímyndunar.ť. Ţetta sagđi hann 6. mars 1945 fyrir framan ţýska og erlenda blađamenn er hann gerđi  athugasemdir um fréttir af útrýmingarbúđum nasista. Ţó stríđiđ vćri tapađ var hann enn til í ađ verja ósómann.

Bćđi von Sauchen og Guderian börđust fyrir nasismann og fyrir ţađ óeđli sem hann var. Ţeir tóku hvorugur ţátt í áformum um ađ setja Hitler af eđa drepa hann. Ţeir iđruđust aldri gerđa sinna og ţegar Guderian var leystur úr haldi bandamanna áriđ 1948 gerđist hann međlimur Bruderschaft, samtökum gamalla nasista undir stjórn Karl Kaufmanns fyrrv. umdćmisstjóra i Hamborg. Áriđ 1941 stakk Kaufmann fyrstur umdćmisstjóra nasistaflokksins upp á ţví viđ Hitler at senda gyđinga frá Hamborg austur á bóginn, svo hćgt vćri ađ nota hús ţeirra og íbúđir til ađ hýsa Ţjóđverja sem misst höfđu heimili sín í loftárásum á borgina. 

Skömm sé Morgunblađinu ađ mćra nasista og glćpamenn - ENN EINA FERĐINA. Ef blađamađurinn sem skrifađi ţessa meinloku er ósammála mér, má hann gjarna stíga fram opinberlega og verja skrif sín hér fyrir neđan í athugasemdakerfinu.

guderian_og_himmler_1944.jpg

Guderian stendur hér lengst til vinstri og hlustar af andagt á hinn mikla "leiđtoga" og ţjóđarmorđingja Heinrich Himmler


mbl.is Hellti sér yfir Hitler
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dummheit ist: Glauben, genug zu wissen

anita_und_jonas.jpg

Ţegar útlendingar voru fáir á Íslandi, sáu sumir Íslendingar gyđinga í hverju horni. Ţó gyđingar vćru löngum ekki velkomnir á Íslandi, frekar en flóttafólk í dag, töldu margir Íslendingar sig snemma vita hverjir vćri gyđingur og hverjir ekki. Íslendingar vissu ţannig allt um alla, jafnvel ţó ţeir töluđu ekki viđ útlendingana - og ţađ hefur greinileg ekkert breyst ađ ţví er ég best fć séđ.

"Gyđingurinn" Tierney

Ţannig kom t.d. til landsins á seinni hluta 19. aldar kaupmađur frá Leith á Skotlandi sem Tierney hét sem seldi Íslendingum gamla garma. Tierney ţessi var baptisti, en á hann var strax settur gyđingastimpill. Menn töldu víst ađ engir ađrir en gyđingar seldu fátćklingum "gömul pestarföt" frá Evrópu. Ég sagđi frá ţessum manni á bloggi áriđ 2013 og öđrum sem fengu gyđingastimpilinn á Íslandi, og hef nú frétt ađ hinn mikli mađur Thor Jensen hafi veriđ bölvanlega viđ "gyđinginn" Tierney og ađ Tierney sé afgreiddur sem gyđingur í sögu Borgarness. Fróđari menn hafa einnig sett gyđingastimpilinn á Thor Jensen, ţótt albróđir hans Alfred Jensen Raavad í Danmörku (sjá hér og hér) hafi veriđ gyđingahatari og afkomendur systkina hans hafi barist fyrir Danmörku í SS. Alfred Jensen hefđi einnig veriđ liđtćkur í hirđ núverandi forsćtisráđherra Íslands í ađ teikna hús í gömlum stíl til ađ friđţćgja ţjóđernisminnimáttarkenndina í sumum Íslendingum.

Hriflu-Jónas hittir Anítu sumariđ 1934

bla_amannaheimsokn.jpgEinn helsti forsvarsmađur hreinnar, íslenskrar menningar var Jónas frá Hriflu. Hann vildi líkt og Hermann Jónasson, flokksbróđir hans, helst hafa hér hreint og skyldleikarćktađ blóđ. Líklega hefur hann heldur ekkert skinbragđ boriđ á "óvininn" ţótt hann stćđi viđ hliđina á honum. Reyndar veit ég ţó ekki til ţess ađ Jónas hafi látiđ út úr sér óyrđi um gyđinga, líkt og ýmsir ađrir menn á Íslandi gerđu á 4. áratug síđustu aldar - og síđar.

Á myndinni hér fyrir ofan, (sem má stćkka til muna ef menn kunna ţađ), má sjá Jónas međ föngulegri konu, sem heimsótti Ísland áriđ 1934. Kona ţessi var fćdd í Rúmeníu áriđ 1902 og hét Anita Joachim (síđar Anita Joachim-Daniel).

Anita var gyđingur. Hún vann sem blađamađur í Ţýskalandi fyrir stríđ og var á ferđ á Íslandi fyrir Associated Press ásamt hinum heimsfrćga hollenska blađaljósmyndara Wim van de Poll sem tók frábćrar myndir á Íslandi sem nú má sjá á vef Ţjóđskalasafns Hollands í den Haag.

Mogginn eys af eitri sínu haustiđ 1934

Líklega hefur Hriflu-Jónasi ţótt unga konan ćđi fönguleg og ekkert haft á móti ţví ađ vera eilífađur međ henni fyrir framan Hérađskólann ađ Laugarvatni. Nokkrum mánuđum síđar ţótti hins vegar ritstjóra Morgunblađsins ţađ viđ hćfi ađ líkja Framsóknarmönnum viđ gyđinga og ritađi ţessi leiđindi í leiđara blađsins ţann 25. október: "

"Oftast er máliđ sett ţannig fram, ađ ţeir, sem orđiđ hafa fyrir ,,grimdarćđi nazistanna" sjeu dýrđlingar einir, sem ekkert hafi til saka unniđ annađ en ţađ ađ vera af öđrum ţjóđflokki en nazista-,,böđlarnir". Nú er ţađ vitađ ađ ţýska ţjóđin stendur í fremstu röđ um mentun og alla menningu. Ţess vegna verđur Gyđingahatur ţeirra mönnum algerlega óskiljanlegt, ef ţví er trúađ ađ hinir ofsóttu hafi ekkert til saka unniđ. Hjer er ekki tilćtlunin ađ bera blak af ţýskum stjórnvöldum hvorki fyrir međferđina á Gyđingum nje á pólítískum andstćđingum sínum. En hafa ţá Gyđingarnir í Ţýskalandi ekkert unniđ til saka? Jú, ţeir vćru öflug hagsmunaklíka í landinu, ríki í ríkinu, ,,ađskotadýr, nokkurskonar ,,setuliđ", sem hafđi lag á ađ ota sínum tota altaf og alstađar ţar sem feitt var á stykkinu … Hatriđ á ţjóđflokknum stafar af ţví, ađ einstakir menn af Gyđingaćtt höfđu misbeitt á ýmsan hátt ţeirri ađstöđu, sem ţjóđfélagiđ veitti ţeim. Ţađ er í rauninni hatriđ á klíkuskapnum, sem hjer er orđiđ ađ ţjóđhatri."

Fyndiđ, ţegar mađur hugsar út í eđli Sjálfstćđisflokksins. Ritstjóri Morgunblađsins áriđ 1934 lauk ţessari frumstćđu haturstölu sinni međ ţessum orđum:

,,Ţýska Gyđingahatriđ er sprottiđ af ţví, ađ einstaki menn ţess ţjóđflokks, ţóttu hafa rangt viđ í leiknum. - Ţađ er erfitt ađ fyrirbyggja ţađ, ađ andúđin snúist til öfga, ef ţví fer fram ađ ranglátir menn og óţjóđhollir vađa uppi í ţjóđfjelögunum. Og í ţví efni skiftir ţađ engu máli, hvort ţeir eru ćttađir frá Jerúsalem eđa Hriflu." (Sjá hér).

Skyldi ţađ vera svo ađ íslenska íhaldiđ hafi alltaf veriđ verstu gyđingahatararnir á Íslandi?

nl-hana_2_24_14_02_0_190-0483.jpg

Heimskonan Anita borđar afdaladesertinn skyr. Á myndinni hér fyrir neđan má sjá Anitu međ Guđmundi Finnbogasyni og Jóni Leifs á Ţjóđminjasafninu í Safnahúsinu viđ Hverfisgötu (nú Ţjóđmenningarhúsinu). Vart hefur mađur séđ glćsilegri mynd úr gamla Safnahúsinu.

nl-hana_2_24_14_02_0_190-0354.jpg

Dummheit ist: Glauben, genug zu wissen

Anita blessunin flýđi tímanlega til Bandaríkjanna, ţví líkt og vitgrannir vinstri menn og öfgamúslímar gera gyđingum lífiđ leitt í dag, ţá hamađist Hitler í ţeim á ţeim árum. Í Bandaríkjunum hélt hún áfram ritstörfum ţar til hún andađist í ţví stóra landi möguleikanna áriđ 1978 - Hún ritađi og gaf út fjölda ferđabóka í ritröđinni "I am going to" sem komu út á ensku og sumar á ţýsku í Basel í Sviss. Á seinni árum hefur hún, ţökk sé veraldarvefnum, orđiđ ţekkt fyrir ţessa fleygu setningu, mottói sem ég hef lengi fylgt: "Dummheit ist nicht: wenig wissen. Auch nicht: wenig wissen wollen. Dummheit ist: glauben, genug zu wissen."

Ţegar greint var frá myndum Wim van de Poll á hinni ágćtu vefsíđu Lemúrnum og einnig Reykjavík.com áriđ 2012 hefđu blađmennirnir nú mátt fylgja ofangreindu mottói Anítu. Myndir hollensk listaljósmyndara heilla Íslendinga ţví ţeir sjá Íslendinga, en ţeim er djöfuls sama um útlendingana sem á mörgum myndanna voru. Ţannig hefur "What do you think about Iceland-afstađa Íslendinga alltaf veriđ. Ekkert bitastćtt var ţví skrifađ um Anitu Joachim eđa Wim de Poll ţegar fólk komst fyrst í myndirnar frá frá heimssókn ţeirra á Íslandi áriđ 2012.

nl-hana_2_24_14_02_0_190-0456_1275124.jpgTil dćmis er ţessi mynd af stúlku lýst svona á Reykjavik.com af breskri konu sem lítur á máliđ úr sínum sínum ţrönga menningarkassa: "I wonder what this young lady pictured below was listening to; perhaps it was the golden age classic “My Baby Just Cares for Me” by Ted Weems and his Orchestra. We may never know, but it does make for a cracking soundtrack to go with these fabulous photos!"

Stúlkan á myndinni kallađi sjálfa sig Daisy og var ekki hćtishót íslensk og gćti alveg eins hafa veriđ ađ hlusta á ţýska eđa danska slagara á ferđagrammófóninum frekar en eittvađ engilsaxneskt raul.

Fyrst ţegar ţýskur rithöfundur, Anne Siegel, las um ferđir de Polls og Anitu Joachim til Íslands, var fariđ ađeins dýpra í efniđ en pennar Lemúrsins, en Siegel er hins vegar fyrirmunađ ađ greina frá uppruna Anitu Joachims líkt og hún í athyglisverđri skáldsögu sinni um ţýskar konur á Íslandi eftir stríđ fer kringum ţađ eins og köttur um heitan grautinn af hverju ţćr ţýsku komu yfirleitt til Íslands. Mćtti halda ađ ţćr hafi allar veriđ ađ leita ađ afdalarómantík. Ţađ er enn óskrifuđ saga og fer í gröfina međ ţeim flestum ef fjölskyldur ţeirra kunna ekki ţví betri deili á forsögu ţýsku mćđranna og ćttingja ţeirra í gamla landinu sem rústađi Evrópu. Íslendingar hafa líklegast miklu frekar áhuga á ţví hvađ ţeim fannst um Ísland, frekar en ađ vilja vita einhver deili á ţeim.

Ach so, ţar sannast aftur gćđi orđa Anitu: Dummheit ist: Glauben, genug zu wissen.

Blessuđ sé minning Anitu Joachim-Daniels! Hún vissi sko sínu viti.

anita_joachim_and_wim_van_de_pol_1275126.jpgAnita Joachim og Willem van de Poll á Íslandi.

willem_van_de_poll.jpg

Meistari Willem van de Poll (1895-1970) var ađ taka mynd af ţér, án ţess ađ ţú vissir af ţví. Hún verđur birt hér ađ neđan í athugasemdum, nema ađ ţú hafir veriđ ađ lesa bloggiđ mitt nakin/nakinn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband