Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Meira um garðahúfuna

DMR-160996

Hér á Fornleifi hefur áður verið skrifað um garðahúfuna (sem einnig var kölluð kjólhúfa og tyrknesk húfa). Það var gert út frá myndskyggnu frá lokum 18. aldar í safni hans sem sýnir slíka húfu borna af Reykjavíkurmeyju.

Þetta höfuðfat fær ekki náð fyrir tískudrósunum í Þjóðbúningaráði, sem er vitaskuld mjög mikilvægt fyrirbæri í landi þar sem fólk segist ekki vera þjóðernissinnað.

Í byrjun þessa árs uppgötvaði ég fleiri heimildir um garðahúfuna, sem aldrei fékk náð fyrir sjónum þjóðbúningasérfræðinga á Íslandi.

Danski liðsforinginn, landkönnuðurinn, fornfræðingurinn og Íslandsáhugamaðurinn Daniel Bruun sýndi þessari húfu nokkurn áhuga og teiknaði hana í þrígang. Teikningar hans eru varðveittar í Danska Þjóðminjasafninu. Ég birti þessar myndir hér í von um að einhverjar þjóðernissinnaðar konur geri þessu pottloki hærra undir höfði, því það getur allt eins verið eldri hefð fyrir en t.d. skúfhúfunni. Garðahúfan gæti jafnvel haft miðaldarætur (sjá hér).

Fornleifur er á því að menn hafi hugsanlega farið að kalla húfu þessa garðahúfu, eftir garderhue, dönskum hermannahúfum í lífvarðaliði konungs.

GardereBjarnarskinnshúfur voru ekki einu höfuðföt lífvarðar konungs. Teikningin er frá 1886.

DMR-161026 b

DMR-161021 b


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband