Bloggfćrslur mánađarins, september 2019
Burrr
14.9.2019 | 11:30
Hér kemur loks grein fyrir ykkur sem hafiđ gaman af bílaleik.
Bílafornleifafrćđi er samt ekki mín sérgrein. Ég veit sannast sagna mjög lítiđ um drossíur. Ţađ er ţó ekki svo ađ skilja ađ ég hafi ekki áhuga á fögrum bílum. Til dćmis keypti ég hér um áriđ einstakan bćkling (haandbog) frá 1922 sem fylgdi Ford bílum í Danmörku og eru menn sífellt ađ suđa í mér um ađ selja sér hann. Ég er bara einn af ţessum körlum sem á bíl til ađ ţurfa ekki ađ keyra međ strćtó og sem veit ađ kaggi eykur ekki kvenhyllina og tryllitćki lokka ađeins ađ léttkeyptar konur og vafasama drengi. Ást Íslendinga á bílum er óhemjuleg svo ég segi ekki of mikiđ.
Nú er ég líka í vanda staddur og ţarf á hjálp ađ halda hvađ varđa braggabifreiđina til hćgri á myndinni hér ađ ofan. Myndin var tekin sumariđ 1934. Mér sýnist ađ bíllinn, sem bar skráningarnúmeriđ RE543, hafi veriđ lagt viđ veginn, sem huganlega er Kleppsvegur, og ađ ţetta sé yfirbyggđur Ford T. Ţessi alíslenska hönnun hefur nú vart veriđ gjaldgeng á rúntinum, en hún var langt á undan sínum tíma.
En hvađa furđubíll var ţetta á leiđ austur (eđa jafnvel međ vélarbilun ţar sem enginn bílstjóri er í bílnum), og veit einhver hver smíđađi yfirbygginguna á bílinn?
Opelinn, sem mér sýnist ađ aki vestur Kleppsveg, var hins vegar eđalkaggi sem fluttur var sérstaklega til Íslands af nasistanum Paul Burkert, svo hann gćti ferđast um landiđ međ stíl. Burkert sem leit út eins og nefbrotinn SS-mađur, ferđađist jafnan í síđum, svörtum leđurfrakka og naut greinilega ákveđinnar kvenhylli á Íslandi eins og um hefur veriđ rćtt hér og hér. En kannski var ţađ kerran hans sem gerđi útslagiđ. Hvernig leit bílstjórinn á Opelnum út, ţá er hann átti (giftur mađurinn) í ástarsambani viđ rauđhćrđa ungpíu frá Íslandi sem húkkađi helst karla sem heilsuđu um hćl. Eins og ţiđ lesendur mínir getir séđ var hann ekki beint glćsilegur og hefur einhver kommúnisti líklega nefbrotiđ hann. Blćjubíllinn hefur ţví vafalaust veriđ honum ágćt framlenging.
Ökumađur bifreiđarinn RE543 átti sýnilega ekki hinn minnsta sjens í Njósna Paul. Íslenskir lúđar í heimameikuđum braggabíl dóu líklega endanlega út eftir stríđ og ţá var Nasistaópelinn líka á lágu gengi međal vergjarnra, íslenskra kvenna. Ţá komu einu gjaldgengu kaggarnir frá Vesturheimi.
Fornleifur veit ţegar heilmikiđ um Hr. Flick á ferđalagi hans á Íslandi; Til ađ mynda ađ Opel Aktiengesellschaft i Rüsselsheim lánađi ţýska njósnaranum bifreiđina.
En mikiđ vćri Leifur forni nú glađur, ef einhver gćti frćtt hann ađeins betur um braggabílinn RE543. Ekki vćri dónalegt ađ fá ađ vita í leiđinni hve mikillar kvenhylli eigandinn naut. Kannski lá hann á keleríi á ţćgilegu aftursćtinu, og ekki er ólíklegt ađ Hr. Flick (Burkert) hafi gefiđ honum far í bćinn.
Viđbót 4. febrúar 2020.
Bifreiđin međ flugvélaklćđningunni er til á ljósmynd sem Ljósmyndadeild Ţjóđminjasafnsins varđveitir og sem kemur hún ćí safniđ frá Safnaramiđstöđinni heitinni. Viđ bílinn á ţeirri ljósmynd stendur Björn Eiríksson (1901-1981); Sjá hér á Sarpi má lesa um ţá mynd.
Bílar og akstur | Breytt 18.5.2023 kl. 10:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Ţá var stíll yfir heimsborginni viđ sundin blá
9.9.2019 | 07:19
Í sumar var ég staddur í tvćr vikur á Íslandi međ syni mínum. Eitt af ţví ljótasta sem ég sá, fyrir utan eyđileggingu arkitekta á miđbćnum, voru lufsulegir verđir laganna.
Ég hafđi bođiđ syni mínum á ágćta hamborgaraholu nćrri húsakynnum RÚV, ţar sem viđ höfđu borđađ einu sinni áđur áriđ 2017. Viđ vorum ţar einir gestir fram ađ framreiđslu borgaranna, en allt í einu slengdust ţar inn tveir lögreglumenn, ungir menn á besta aldri. Ţađ hékk svo mikiđ af vopnum, verjum og drasli framan á ţeim og um ţá miđja, ađ halda mćtti ađ ţetta vćru haldnir offituvanda. En ţegar betur var ađ gáđ, hékk ţarna á ţeim skammbyssa, rafbyssa, vasaljós, blýantur, teikniblokk, vídeómyndavél, kylfa, handjárn, hamar, sigđ, skrúfujárn, töfrasproti og vitaskuld pínku sminktaska. Aumingja mennirnir sliguđust undan ţessu, og ţví var kannski ekki nema vona ađ finna ţá ţarna étandi kolvetnis og fituríkt fćđi í heimsborgaraholu Tómasar [ég tek fram ađ ég fć ekki grćnan eyri fyrir ţessa auglýsingu].
En mikiđ hefđi nú veriđ góđur heimur, ef íslenska löggan hefđi haldiđ frönsku pottlokunum frá 1926, ţegar 7, 8 og 9 á stöđinni smćluđu framan í bandaríska kvikmyndagerđarmanninn og heimsferđalanginn Burton Holmes (1870-1958) í einni mynd í stuttmyndaröđ hans Film Reels of Travel.
Í Austurstrćti brosti löggan og ţurfti ekki allt ţetta ameríska aukadrasl sem löggan hefur hangandi utan á sér í dag. Hugsiđ ykkur ef löggurnar vćru í svona múnderingu í Ađalstrćtinu í dag og fengu sér í rólegheitunum sterkt kaffi og croissant, kannski patat frites á París og heilsuđu fólki međ onnör og brostu keltnesku brosi. Er ekki hćgt ađ macrónísera lögguliđiđ í nćstu uppfćrslu og gefa greyjunum betri frakka líkt og starfsbrćđurnir báru áriđ 1926?
Síđar á 20. öldinni lagđi löggan meira upp úr hćđ manna en greind eins og kemur ljóslega fram á ţessari ljósmynd sem ţýskur nasisti, njósnari og flagari, Paul Burkert, tók í Reykjavík á 4. áratugnum og birti í bókinni Island, Erforscht, Erbaut, Erlebt (1936). En nú eru ađrir tímar...
10 árum síđar vou eintómir risar í löggunni, nema löreglustjórinn - hann var jafnan lítilfjörlegur nasisti: "Reykjaviks Polizeimannschaft. Der gröste 202 cm, der kleinste 196 cm."
Ferđamenn í Reykjavík 1926 á sćtsýn á bestu rútunni í Reykjavík.
Horfiđ hér á kvikmynd Burton Holmes frá Reykjavík áriđ 1926. Mikiđ hefur breyst, ekki bara löggan. Síđla í myndinni er hćgt ađ sjá Icelandic man to man wrestling sem glímumenn sýndu um borđ á ferđamannaskipinu sumum ferđalöngum til mikillar ánćgju. Ţađ var víst nćst ţví ađ komast á Café Babalú í dag.
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Ţađ var Ok
2.9.2019 | 12:47
Hér um daginn, ţegar mannfrćđihjú frá ţriđja flokks háskóla í Texas voru međ fjölmiđlasjó og útför viđ Okiđ, í fylgd Andra Snćs Magnasonar umhverfissinna og sjálfan sig, var mér hugsađ til Noregs.
"Og hvers eiga Norđmenn ađ gjalda", spyrjiđ ţiđ? Ţví er auđsvarađ: Norđmenn ţekkja, andstćtt ţví sem gerist á Íslandi, muninn á jökli og íshettu (no: fonne sem er í raun sama orđiđ og fönnin okkar; Fonne-jöklar eru á ensku kallađir ice-patches). Norđmenn hleypa heldur ekki hvađa fjölmiđlasirkus sem er upp á fjöllin hjá sér, t.d. mannfrćđingum í fjársjóđaleit fyrir deildina sína heima í Texas međ ţví básúna fávisku sína um jöklafrćđi, og bera til grafar jökul sem líkleg var aldrei jökull. Norđmenn rannsaka hlutina einfaldlega betur en menn virđast gera á Íslandi.
Kyrtill frá járnöld sem Landbreen-jökull hefur keflt. Ljósmynd Mĺrten Teigen, Kulturhistorisk Museum - Universitetet i Oslo. Lesiđ frekar hér um forngripi sem koma undan hlýskeiđi ţví sem nú breytir jöklum í Noregi og annars stađar.
Undan bráđnandi smájöklum Noregs og ísţekjum fjallstinda koma nú forngripir sem týnst hafa á 4000 ára tímabili, ţegar jöklar byggđust upp og hörfuđu á víxl. Ísinn hefur varđveitt gripi sem menn týndu er ţeir örkuđu um snćvi ţakin örćfin forđum á veiđum, lóđaríi eđa ölvímu. Fyrr á tímum bjuggu menn lengra inni á örćfum en síđar og flestar afdalabyggđir í Noregi fóru svo ađ hverfa eftir ađ ţađ kólnađi á sögulegum miđöldum á tímabili sem menn kalla Litla Ísöldin (ca. 1450-1900).
Norskir fornleifafrćđingar hafa brugđist fljótt viđ og fariđ á svćđi ţar sem jökull er ađ hörfa á nútíma hlýskeiđi (sem sumir telja fyrir víst ađ sé skapađ af mannskepnunni, og hafa ţađ fyrir trúarbrögđ. Norskir fornleifafrćđingar hafa tínt upp marga vel varđveitta gripi undan jöklum og snjóhettum, sem gerđ eru góđ skil á vefsíđunni https://secretsoftheice.com/ ţar sem međal annarra skrifar dugmikill danskćttađur fornleifafrćđingur, Lars Pilř ađ nafni, sem upphaflega er frá Sřnderborg í Danmörku. Ég ţekki lítillega til Lars ţessa, ţar sem hann las eins og ég fornleifafrćđi í Árósum. Ţar lauk hann aldrei námi heldur fluttist til Noregs og lauk námi í Bergen, Einnig man ég eftir systur hans, Anne, sem var góđvinur tvíburabrćđra sem bjuggu á sama gangi á stúdentagarđi og ég í Árósi. Ţeir lásu stjórnmálafrćđi. Einn tvíburanna kvćntist síđar góđri vinkonu konu minnar, en ţćr tvćr eru einnig stjórnmálafrćđingar. Svona er nú heimurinn lítill.
Línurit sem sýnir mismunandi stćrđ á "fonner" (smájöklum ice-patches) og jöklum á mismunandi tímum hlý- og kuldaskeiđ í Jötunheimum (Jřtenheimen). Skíđiđ frá Reinheimen (sjá efst) er frá járnöld. Sjá nánar hér. Viđ stefnum greinilega aftur á ástandiđ í byrjun og lok bronsaldar.
Fornleifafundur? viđ tind Oksins 2017
Nú aftur ađ Oki. Í september áriđ 2017 gengu félagar í FÍ hópnum "Nćsta skref" á Ok, - Félagi í ţeim hóp er hinn góđi drengur Sigurđur Bergsteinsson, sem er starfsmađur Minjastofnunar Íslands. Hann skrifađi á FB um ferđ sína á "fjalliđ sem var einu sinni jökull" eins og hann orđađi ţađ á FB sinni. Ţađ er ţó stóra spurningin, hvort fjalliđ hafi nokkurn tíma veriđ eiginlegur jökull, eđa réttara sagt ađ jökull hafi veriđ á fjallinu? Sigurđur er, líkt og margir ađrir fornleifafrćđimenntađir menn, duglegur ađ horfa niđur fyrir sig, fremur en fram á veg.
Og ég sem hélt ađ Siggi Bergsteinsvćri hćttur ađ reykja og kveikja í sinu vegna heimshitnunarinnar.Ljósmynd: Sigurđur Bergsteinsson, birt á FB hans í September 2019.
Ţess vegna fann hann í gönguferđinni áriđ 2017 skargrip í grjóturđ skammt frá toppi Oksins. Ţetta var glerhallur sem rammađur hefur veriđ í silfurumgjörđ. Ekki var ţađ falleg smíđi og hafi líklegast týnst ţarna af konu sem bráđnađi í hitanum er hún var ţarna á göngu áđur en félagarnir úr Nćstu skrefum komu á stađinn.
Mér dettur í hug ađ spyrja Sigurđ Bergsteinsson og Minjastofnun Íslands, hvor ekki sé hiđ besta mál ađ senda fólk út til ađ leita ađ leifum undan bráđnandi jöklum. Sigurđur Bergsteinsson hefur ţegar reynst stórtćkur viđ forngripafund undan jöklum. Vćri ekki tilvaliđ ađ láta Sigurđ og minjaverđi í héröđum ţar sem jöklar eru enn til, ganga sér til heilsubótar í hvert sinn sem jökull bráđnar og deyr drottni sínum vegna synda Andra Magnasonar. Ef heppnin er međ mönnum gćtu ţeir fundiđ heilfrosinn landnámsmann međ vopnum og verjum sem skáka myndi íslíkinu Ötzy hvađ varđar heimsfrćgđ - jú og ekki vćri ónýtt á okkar tímum, ef upp úr klaka kćmi fređin fornkerling, vel rög, međ belju í bandi. Hún myndi einfaldlega sigra heiminn.
En vinsamlegast flýtiđ ykkur hćgt á Íslandi. Forfeđur okkar í Noregi voru á hreindýraveiđum uppi á örćfum. Hreindýr hörfuđu oft upp á jökla til ađ vera laus viđ flugur og önnur sníkjudýr. Ţar var auđvelt ađ veiđa ţau. Ţađ voru líklega ekki miklar ástćđur fyrir Forníslendinga ađ hćtta sér upp á jökla.
Mannvistaleifar undan jökli og heimshitnun í dag
Nú er ég alveg viss um ađ HÍ fari ađ fjöldaframleiđa fornísfrćđinga til ađ sinna fornleifafundum undan jökli og snjóţekjum. En munum, Sigurđur Bergsteinsson er frumherji slíkra frćđa á Íslandi og meniđ sem hann fann sýndi óvenjumikiđ hlýskeiđ á fönninni á Okinu á okkar tímum, ekkert ólíku ţeim sem áđur höfđu breytt ásýndi Oksins eftir síđustu ísöld.
Ţar međ segi ég ekki, ađ hlýnun á okkar tímum geti ekki veriđ af mannavöldum. Ég er bara blendinn í trúnni og jafnan ekki auđtrúa. Ég vćri líka viss um, ađ ég vćri enn harđari á ţví ađ jöklabrćđsla nútímans sé manninum ađ kenna (sérstaklega Andra Snć), ef ég hefđi komist međ ranann í feita sjóđi sem veita styrki til alls kyns rannsókna til ađ sanna heimshitnun af manna völdum. Ţađ hefur Lars Holger Pilř ugglaust gert. Gegnt augljósum vitnisburđi fornleifanna er hann gallharđur á ţví ađ heimshitnun í dag sé einvörđungu af manna völdum (sjá hér). Gaman vćri ađ vita hve mikiđ af rannsóknum Pilřs, viđ hörfandi jökla í Noregi, eru fjármagnađar af styrkjum til loftslagsrannsókna (les heimshitnunar). Persónulega finnst mér línuritiđ hér ađ ofan áhugaverđara en rannsóknir sem stundađar eru eftir fjölmiđlaútfarir á löngu liđnum jöklum.
Ađ lokum er hér norskt háfjallabíó. Poppkorn bannađ:
Fornleifar | Breytt 3.9.2019 kl. 15:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)