Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2014

Fornleifafrćđingurinn í Eldhúsinu

kurbitur_i_cori.jpg

Ţiđ kannist líklega viđ Lćkninn í Eldhúsinu. Ţegar hann er ekki ađ lćkna gigt í gamalmennum í Suđursvíţjóđ, sýnir hann listir sínar og matarlyst. Sjaldan eldar hann lifur, nýru eđa ađra kirtla, og ţađan af síđur blóđpylsu. Mađur tekur vitaskuld ekki vinnuna međ heim.

En nú er komiđ ađ Fornleifafrćđingnum í Eldhúsinu. Fornleifur er náttúrulega međ gigt, en er aftur móti ekki međ hendur í holdi og opum fólks áđur en kokkađ er.  Eini kokkurinn í eldhúsinu er Fornleifur - Hann ţarf enga hjálparkokka. Í kvöld eldađi karlinn zucchiniblóm fyllt međ kjúkling ađ hćtti endurreisnarmanna í Lepinifjöllum undir áhrifum frá yfirkokki Borghesi-ćttarinar. Zucchini kallast kúrbítur á mörlensku, en hann bítur viđkunnanlega frá sér. Margir muna kannski eftir kúrbítnum međ humarfyllingunni á Carpe Diem í Reykjavík. Góđar minningar.

Leifur inn forni hakkađi kjúklingabringur af lífrćnt rćktuđum, ítölskum kjúkling. Svo fersk var pútan ađ ţađ lá viđ ađ hún gaggađi "Mama mia" er ég mundađi kutann. Ég blandađi í hakkađa kjötiđ örlitlu af brauđmylsnu (40 gr.), jómfrúarolíu og köldu sođi af kjúklingabeinagrindinni (1-2 dl.), salti, pipar og múskati (hnífsodd). Hakkiđ fyllti ég í zucchiniblómin og rađađi ţeim í blómamynstur í leirfat, hellti viđ sođi og örlitlu hvítvínstári. Síđast setti síđasta farsiđ í miđjuna í litla bollu og litađi hana og kryddađi međ saffran og chili. Skreytt var og bragđbćtt međ ţunnum sneiđum af lauk (sjá mynd).

cori_verond_kurbitur.jpg

Fornleifur eldađi kúrbítsblómaskrúđiđ í SMEG-ofninum, sveimérţá (Ţađ verđur ekki gaman ađ koma aftur heim og nota Bosch-rusliđ). Međ ţessu bar ég fram kjúklingalćrin og vćngina steikta í fati í ofni, pönnusteiktar kartöflur og salat.  Kverkarnar voru vćttar međ hvítvíni frá Latínu, Pellegrinogosi og vatni og ţurrar, saltar ólífur voru vitaskuld bornar fram.

Nćst ţegar kúrbíturinn er í blóma á Íslandi er ekkert annađ ađ gera en ađ muna ţessa uppskrift og gera betur. 

Áđur en eldađ var, fórum viđ upp í Rocca Massima til ađ kćla okkur og til ađ njóta útsýnisins í 730 metra hćđ.

rocka_rola_maxima.jpg

Bođunarkirkjan í Cori

cori_1244517.jpg

Sistínsku kapelluna í Vatíkaninu í Róm ţekkja flestir. Ekki ćtla ég ađ eyđa tíma mínum í umfjöllun um slíka síđpápísku, enda var nokkurra kílómetra biđröđ fyrir framan Vatíkaniđ í Róm í gćr. Ég hef líka séđ herlegheitin áđur og ţađ nćgir í ţessu lífi. Ég setti mér líka annađ fyrir en ađ heimsćkja Páfagarđ í suđurgöngunni nú. Viđ létum ţví nćgja ađ aka um í opnum Lundúnastrćtó og komum ţannig tvisvar viđ í Páfagarđi. En ég tók ţessa mynd handa Jóni Vali Jenssyni af Páfanum Rómi í sjoppu nćrri ađalsamkunduhúsi gyđinga í sömu borg.

papa_per_jon_valur_1244570.jpg
Papá 1€ ódýr

Til er önnur kirkja á Ítalíu međ freskum (veggmálverkum) sem er engu síđri en sú Sistínska. Ţađ er bođunarkirkjan (Chiesa della Santissima Annunziata) í Cori viđ rćtur bćjarhćđarinnar í Cori  í Lepinifjöllum í Latínu, suđaustur af Róm, ţar sem ég hef ađsetur ásamt fjölskyldu minni međan á Ítalíudvölinni stendur. Konan bauđ mér í ţetta stórfenglega ferđalag. Ég er bara bílstjóri og kokkur.

Viđ vorum búin ađ koma nokkru sinnum viđ hjá kirkju hinnar allraheilögustu Bođunar, en stundum hafđi gamla gćslukonan veriđ búinn ađ loka áđur en ţörf var á og hafiđ síestuna fyrr en gefiđ var til kynna á skilti viđ tröppurnar upp ađ kirkjunni. Morguninn sem viđ loksins komust inn vorum viđ einu gestirnir. Gćslukonan tjáđi mér, ađ ţví miđur kćmu ekki margir ferđamenn á ţennan fallega stađ.

Freskurnar í Bođunarkirkjunni Cori sýna helstu biblíusögurnar í 14. aldar stíl.  Hér er síđan hćgt ađ komast inn í kirkjuna í ţrívídd án ţess ađ vera í Cori og njóta lystisemda ítalskra ţjóđminja sem eru engu síđri en Sistínska kapellan í Vatíkaninu - og mađur ţarf ekki ađ bíđa í fimm klukkustundir međ heilagandann hangandi yfir höfđinu til ađ komast inn.

gamli_noi.jpg
Gamli Nói í örkinni (sáttmálsörkinni)
cori_fra_norbavej2_1244529.jpg
Cori di Latina, gula örin sýnir stađsetningu Fornleifs um ţessar mundir. Bílnum er lagt viđ hliđ Herkúleshofsins (2200 ára gamalt) rétt ofan viđ húsiđ. Smelliđ á međ músinni til ađ sjá Arnarhreiđriđ.

Hvađ er Palestína og Palestínuţjóđ?

Nú er aftur stríđ í Miđausturlöndum. Gyđingar ţurfa enn ađ berjast fyrir tilvist sinni og ríki sínu viđ ţjóđ sem fyrst varđ til á 20. öld. Íslenskir stuđningsmenn hryđjuverkasamtakanna Hamas eru mjög öfgafullir og afneita sögulegum stađreyndum, fornleifafrćđi og öllum eđlilegum rökum um tilvist Gyđinga. Ţeir hafa látiđ hildarleikinn á Sýrlandi sem vind um eyrun ţjóta, en skrifa ekki dögum saman á fjasbćkur sínar um tilfinningar sínar ţar ađ lútandi, ţó svo ađ 170.000 Sýrlendingar hefi falliđ í valinn. Ţađ fólk virđist ekki hafa sömu áhrif á ţessa friđarpostula.

Stuđningsmenn Hamas, t.d. fyrrverandi sagnfrćđiprófessor viđ Háskóla Íslands, keppast viđ ađ bera brigđur á sögu og tilvist gyđinga. Haldiđ er fram ađ gyđingar sé einvörđungu trúarhópur ađ saga ţeirra sé fölsun og ţar fram eftir götunum. Ekki er nóg međ ađ Hamas hafi dráp á gyđingum og útrýmingu Ísraelsríkis á stefnuskrá sinni, stuđningsmenn "baráttu" ţeirra útrýma gyđingum í huganum og í áróđrinum og líkja Ísraelsríki viđ frćndur Íslendinga, ţýsku böđlana sem Hitler stýrđi, og aröbum á Gaza viđ gyđinga í gettóum ţeim sem nasistar settu gyđinga í. En hverju má búast viđ af fólki sem styđur rétt ţjóđar, sem aldrei hefur veriđ til, til ađ eiga sér ţjóđríki á svćđi ţar sem margir forfeđur ţeirra hafa aldrei búiđ á? Rökin verđa mjög veik og klén - og mestur hluti ţeirra er gyđingahatur, antisemítismi, eđa jađrar viđ ţađ. Líkt og stuđningsmenn Hamas á sófanum á Íslandi afneita stađreyndum og stunda vísvitandi helfararmeđferđ á sögu gyđinga, afneita hinir guđlegu stríđmenn Hamas sögulegum stađreyndum og eyđileggja jafnvel fornminjar á Gaza til ađ eyđa stađreyndum um tilvist gyđinga á Gaza (sjá hér). "Ţjóđminjasafn" Gaza er nú í einkaeigu. Eigandi Al Mathaf lúxushótelsins á norđurhluta Gaza, auđmađurinn Jawdat Al-Khoudary, er međ safniđ á hóteli sínu og á vefsíđu hótelsins er saga svćđisins sögđ međ allmörgum rangfćrslum til ađ gera sem minnst úr tilvist gyđinga á Gaza fyrr á öldum (sjá hér).

Í ţessar stuttu heimildarmynd hér ađ ofan, sem er sagnfrćđilega rétt, en ekki einhver neyđarlegur áróđurssöngur eins og málflutningur menningarvitanna međ sérleyfi á sannleikann, er hćgt ađ rifja upp stađreyndirnar. Ţjóđ sem er til, og hefur veriđ ţađ lengi, ţarf ađ berjast fyrir tilvist sinni viđ nýtilorđna "ţjóđ" sem m.a. er stýrt af hryđjuverkasamtökum, sem voru búin til til ađ herja á gyđinga ţegar ţeir sneru aftur til ţess lands sem ţeir settu mest mark á í tímans rás, land ţađ sem ţeir ţráđu ađ snúa aftur til eftir ađ ţeir voru gerđir ţađan brottrćkir. 

Palestína og ţjóđ Palestínumanna er fyrst og fremst hugarfóstur, sem hefur ţróast í eitt alvarlegasta vandamál heimsins, ađallega sökum mismunandi gerđa gyđingahaturs, fávisku og hópćsingar.

Nú gerđist Fornleifur kannski frekar harđorđur fyrir margan auđtrúa mörlandann en sannleikurinn getur oft veriđ ein og löđrungur fyrir ađra. 

Vonum ađ ţessu stríđi ljúki sem fyrst. Ţótt börnin á Gaza lćri ađ ţau eigi ađ drepa gyđinga, er dauđi ţeirra ekki gyđingum neitt fagnađarefni. Gyđingar hafa misst nógu mörg börn sín gegnum aldirnar, fyrir höndum ýmissa illmenna annarra ţjóđa, og ekki síst sökum Kristninnar og Íslam, sem eru frekar ófriđlegar og ófullkomnar eftirgerđir af Gyđingdómi.

gaza_ruins.jpg
Áriđ 1917 var Gazaborg rjúkandi rústir eftir stríđ Breta og Tyrkja, ţar sem Tyrkir unnu mikinn sigur. Í Gazaborg bjuggu gyđingar allt fram til 1945. Engir voru ţar skráđir sem "Palestínumenn". Filistear bjuggu ţarna í öndverđu, en ţađ er ekki sama fólkiđ og Palestínumenn, ţótt ţau rök sjáist öđru hverju. Samson inn Sterki braut líka niđur hliđ Gaza, en ţađ er önnur saga.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband