Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2018

Marx Brothers

Marx Vilhjalmur Örn Vilhjalmsson 1976 small

Á yngri árum gćldi ritstjóri Fornleifs viđ teóretískan sósíalisma. Ég las sem minnst, ţví ţetta var svo leiđinlegt allt saman. En samt var ég jafnan viss um ágćti jafnréttis, hver fengi stćrstu kökuna og allt ţađ. Ég er ţó ekki vitlausari en svo, ađ fljótlega gerđi ég mér grein fyrir ţví ađ "sannir" sósíalistar eru síst af öllu fyrir jafnrétti og eru ţar ađ auki jafn veiklundađir og sannir kapítalistar. Ţeir hugsa ávallt fyrst og fremst um eigin hag og ţćgindi. Peningar eru ađaláhugamál ţeirra.

Áđur en sú opinberum rann upp fyrir mér, var ég fram undir tvítugt handbendi alheimsbyltingarinnar og hélt langar og leiđinlegar rćđur yfir hausamótunum á ţeim sem nenntu ađ heyra. Mest var ţađ yfir henni ömmu minni. En hún var međ heyrnartćki sem hún gat skrúfađ niđur styrkleikann á. Og svo brosti hún bara og leyfđi mér ađ masa. Mér var alltaf illa viđ flokka og er enn, bćđi til hćgri og vinstri. 


Eitt var ţađ gott, sem ég taldi mig geta leitt af mér fyrir heimsbyltinguna, en ţađ voru hćfileikar mínir til ađ hrađteikna helgra manna myndir af afguđum kommúnismans. Ég seldi nokkrar slíkar myndir til helsjúkra áhanganda byltingarinnar.

Nýlega hef ég veriđ ađ taka til á háa loftinu, ţ.e.a.s. í húsinu. Háa loftiđ á sjálfum mér ţarf ekkert ađ hreinsa og ég er fyrir löngu kominn međ sömu hárgreiđslu og Lenín. Viđ flutninga og tilfćrslur á kössum fast undir súđ, verkefni sem enn er ekki lokiđ, fann ég ţrjá verđmćta íkona neđst í bókakassa. Ţetta voru gömul prufustykki međ blandađri tćkni eins og ţađ heitir.

Lenín Vilhjalmur Örn Vilhjalmsson 1975 small

Mér til mikils hryllings uppgötvađi ég ađ smádýr, silfurskottur, höfđu ráđist á Karl Marx, sem ég rissađi upp áriđ 1976. En allt annađ í kassanum, bćkur og tvö íkon af Lenín og Trotsky höfđu skotturnar fúlsađ viđ, enda algjörlega blindar á fegurđ.

Njótiđ málverkasýningarinnar. Ţess ber ađ geta ađ ég teiknađi tvćr ţessara mynda eftir teikningum eftir frćga sovéska listamenn, sem var ađ finna í bók um byltingarlist sem til var á heimili mínu. Bókina hafđi fađir minn eitt sinn fengiđ sem gjöf á bás Sovétríkjanna á heimssýningu í Brussel á 6. áratugnum. Ég, sonur heildsalans, tók slíku ástfóstri viđ ţessa listaverkabók ţegar á unga aldri, ađ fađir minn taldi víst ađ ég yrđi kommi. Mér ţótti bara svo góđ lyktin af rússnesku prentsvertunni.

Myndirnar eru af eins konar Marx frá 1976, međ allt of gáfulegt enni. Hinar eru af brćđrum hans í byltingunni, ţeim Lenín og Trotsky.  Lev Trotsky skóp ég einnig áriđ 1976 međ hjálp lítillar ljósmyndar í bók. Ég málađi Trotsky međ brún augu, en nú veit ég ađ hann mun hafa veriđ bláeygur. Frida Kahlo trylltist er hún leit í blá augu Trotskys.

Sú teikning sem ég held mest upp á, og set líklega í ramma fyrst ég hef fundiđ hana eftir öll ţessi ár, er af Lenín og er frá 1975. Ég er nokkuđ viss um ađ fyrirmyndin, sem var eftir frćgan sovéskan agiografon, hafi veriđ ćtluđ fyrir úsbekískan markađ. Sjáiđ augun.

Ekki mun ég eyđa fé í dýra forvörslu á Karli Marx. Teikningin af honum sýnir í raun ástand alheimssósíalismans í dag. Hann er sundurétin af frumstćđum dýrum.

Mikiđ var mađur nú pervers ungur mađur.

Trotsky Vilhjalmur Örn Vilhjalmsson lille


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband