Færsluflokkur: Bloggar

Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri úti er ævintýri

Miðskipshjólið 1936

Þann 17 janúar sl. horfði ég á þátt í röðinni Fyrir alla muni, sem var sýndur í Sjónvarpi. Þætti í þessari röð hef ég horft á áður og í sannleika sagt þótt frekar þunnur þrettándi. En þátturinn sem hér um er fjallað (sjá hann hér meðan að hægt verður) var reyndar aðeins betri en fyrri þættir í þessari röð hafa verið.

Í þetta sinn var fjallað var um stýrishjól úr skipi í eigu manns í Reykjavík. Eigandi stýrisins (rattsins), Ingi Ingason, er barnabarn Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns, ráðherra, sendiherra i Frakklandi m.m. Ingi hafði fengið þá sögu með sér úr föðurhúsum, er hann erfði hjólið, að það væri líklega úr Pourquoi Pas? sem fórst árið 1936 við Álftanes á Mýrum (en ekki á Álftanesi og Mýrum  líkt og stendur í frásögn RÚV um þáttinn (sjá hér og skjámyndina hér neðar).

Docteur_Charcot_[15_août_1908]_[...]Agence_Rol_btv1b6910841t_1Skiltið á Pourquoi Pas? (hinu fjórða) með áletrunni ´Fyrir Heiðurinn og Föðrulandið´ fannst rekið á Álftanesi á Mýrum árið 1936 og sést það illa farið á ljósmyndinni efst.

Margir Íslendingar kunna mjög vel sögu skipsins og strandsins árið 1936. Þátturinn um meint stýri úr Pourquoi Pas? bætti þar litlu við. Þetta var mestmegnis þvaður um "stýri" sem Albert Guðmundsson hafði keypt sem "stýri úr skipi" sem stýrishjólið tilheyrði reyndar aldrei.

Screenshot_2021-01-24 Er þetta stýrið úr Pourquoi-Pas

RUGLIÐ Á RÚV gerir það ekki endasleppt. Skjámynd af frétt RÚV um þáttinn. Er þetta hægt í efni sem er unnið til sýninga hjá RÚV? - þ.e. að "stranda á skerinu Hnokka út af Álftanesi og Mýrum uppi í Borgarfirði" ?? Einnig er gegnum nær allan þáttinn talað um stýrið á skipinu, sem er allt annar hlutur en stýrishjólið (eða rattið eins og sumir kölluðu það) Menntun á Íslandi stendur greinilega á lægra stigi en hér áður fyrr. Til að skýra út fyrir landkröbbum, þá er stýri það sem Englendingar kalla Rudder, Danir og norðmenn kalla Ror og Hollendingar kalla Roer. Á frönsku er orðið fyrir stýri Gouvernail (sem er komið úr latínu Gubernacula). Stýrishjól er hins vegar allt annar handleggur. Frakkar tala t.d um Barre de gouvernail eða bara Bateau. Þess má einnig geta að Frakkar, sem skrifa af vanefnum um skipsskaðann árið 1936, rugla Álftanesi á Mýrum við Álftanes í núverandi bæjarfélaginu Garðabæ.

Þessi fornleifafræðingur, sem að mestu heldur sig ofansjávar og fjarri fósturlandinu, horfði á þáttinn 17. janúar, og það þrátt fyrir óvægan dóm minn á fyrri þáttum, sem sumir hverjir voru hrein hörmung. En þótt þátturinn nú hafi verið nokkuð áhugaverður, voru efnistökin ekki nógu fræðileg. Það eina sem gnæfði yfir hálfgerða æsifréttamennsku þáttastjórnandanna voru vís orð Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings, sem benti á að ef hlutur sé horfinn frá/úr upphaflegu samhengi sínu, væri oftast nokkuð erfitt að segja til um samhengið. Mér þótti samt nokkuð skondið að Ragnar var samt nokkuð heitur fyrir því að stýrið væri jafnvel úr Pourquoi-Pas? 

Viðtali við konu um vel þekktan máf um borð á Pourquoi Pas? hefði nú eiginlega verið hægt að sleppa, ef þáttastjórnendur hefðu haft fyrir því að lesa t.d. bók Illuga Jökulssonar um skipið og endalok þess - kannski bara Laxness, þó svo hann hafi ekki verið ólyginn - eða leitað á Timarit.is eftir upplýsingum. Það er ekki nóg að senda bréf til Frakklands. Fólks sem fæst við að búa til skemmtiefni með fræðilegu ívafi, verða líka að eyða örlitlum tíma í lestur og smá grúsk.

Með mikilli fyrirhöfn (bréfaskriftum til Frakklands) var haft upp á tveimur ljósmyndum sem sýndu stýrishjólið í stýrishúsinu miðskips á Pourguoi Pas?, en þær voru teknar löngu fyrir 1936. Síðan bárust þáttarstjórnendum upplýsingar frá Frakklandi um að skip sem bar nafn Jean-Baptiste Charcot hefði verið byggt árið 1908. Það skip var síðar leigt út til Noregs og síðar framleigt til Íslands. Á Íslandi fór þetta skip í slipp, þar sem fóru fram á því miklar endurbætur. Líklegast má því telja að stýrið sem þátturinn var spunninn utan um hafi komið úr Jean-Baptiste Charcot, en ekki Pourguoi Pas?.

1_CHAR1P45

Charcot við stjórnvölin á Pourquoi Pas? árið 1910 við strendur Chile.

En ef haft hefði verið samband við ofansjávar-fornleifafræðinginn sem þetta ritar, hefði hann getað bent leitandi sálum á ljósmynd af aftara stýrishjólinu (sem var beint yfir aftara stýrinu og beintengt í það) á Pourquoi Pas?.

Áður en ég sá þáttinn um stýrishjólið þann 17.janúar 2021 var ég búinn að finna mynd af Jean-Baptiste Charcot við aftara stýrið um borð á Pourquoi Pas árið 1910 úti fyrir ströndum Chile. Myndin var tekin í Öðrum leiðangri Jean-Baptiste Charcot til Suðurskautslandsins á Pourquoi Pas? (4. skipinu með því nafni), en smíðum á því var lokið árið 1908. Það var einmitt sama skipið og fórst árið 1936 við Íslandsstrendur. Þó myndin sé ekki skýr, er ljóst að árið 1910 hafi aftara stýrishjólið á Pouguois Pas? heldur ekki verið það sama og það sem er í eigu Inga Ingasonar.

Af hverju fann þáttagerðarfólkið ekki þessa mynd? Hana er auðveldlega hægt að finna með hjálp Google og lágmarks frönskukunnáttu? Ef menn gera heimildaþætti, er Google hentugt hjálpartæki. Kannski treystu þáttastjórnendur ekki upplýsingum úr leitarvélinni margfrægu? Mig grunar að þau hafa breytt þættinum töluvert og klippt til, þegar þau fengu bréf frá fróðum mönnum í Frakklandi.

Það er auðvita mest gaman að gera sjónvarpsþætti og vera ekkert að eyða spennunni og skemmtun þegar í fyrsta hlutanum með sannindum. Sjónvarp og uppspuni eiga best saman. Spenna og skemmtun er það sem fólk vill fá - frekar en blákaldar og leiðinlegar staðreyndir. Ákveðinn fjöldi fólks í þjóðfélögum vill líka alltaf láta ljúga að sér. Kannski veiti ég einhverjum litlum hópi grúskkarla með sannleikann sem þráhyggju skemmtun og fullnægingu með því að benda á að einnig sé til mynd af aftara stýrishjólinu á Pourquoi Pas? og ekki bara ljósmyndir af fremra hjólinu, sem sýndar voru í þættinum  af stýrinu miðskips. Svo getur restin látið ljúga að sér hverju sem vera vill.

Magni seldi

Stýrishjól hafa oft gengið kaupum og sölum. 2. febrúar árið 1978 var hinn vel þekkti kaupahéðinn Magni R. Magnússon í Frímerkjasölunni að reyna að losa sig við stýrishjól með smáauglýsingu í Dagblaðinu. Um tíma voru seld á Íslandi "puntuhjól fyrir gervisjóara" sem aldrei höfðu migið í saltan sjó migið. Ætli Magni hafi selt einhverjum slíkt hjól í það skiptið, eða var hann með hjólið góða úr Slippnum?

Ég tók svo eftir því, að það var ekki bara ég sem hnaut um ýmsar vitleysur í þættinum um Pourquoi Pas. Á FB heiðursmannsins Jóns Viðars Jónssona voru áhugaverðar athugasemdir varðandi þáttinn. Ég vona að fólkið á bak við Fyrir alla muni, læri fyrir alla muni af þessari gagnrýni minnig og rausi og geri betur næst.

Þegar ég var í París í febrúar pestarárið 2020, vissi ég ekki enn að J. B. Charcot var borinn til hinstu hvílu í kirkjugarði neðst við Montmartre norðanvert, aðeins smáspöl frá íbúðinni sem ég var í efst á fjallinu. Næst geri ég kannski sjómanna´onnör í kirkjugarðinum, en ekki fyrir alla muni.

Charkot

Myndirnar hér neðst, sem eru frá útför áhafnar Pourquoi Pas? (utan eins manns sem bjargaðist) og heiðursverði við skipshlið í Reykjavík, hafa ekki birst áður. Þær eru úr dagbók dansks diplómats sem var nýkomin til starfa á Íslandi, er Pourquoi Pas? fórst.

IMG_0004 b lille

IMG_0004 c lille

IMG_0005 b lille

IMG_0005 c lille

IMG_0006 b lille

IMG_0006 c lille

 


Spurning varðandi Ruth Rubin

Endurtekið efni: Hér er gamalt efni. Þennan greinarstúf birti ég árið 2008 á postdoc.blog.is

d_billeder_ruth_rubin

Nýlega [þessi grein var upphaflega birt árið 2008], þegar fréttir bárust af hryllilegu morði á 10 ára barni í Svíþjóð, urðu menn forviða og harmi slegnir. Allir, og sérstaklega allir foreldrar, fyllast harmi og hryllingi við slíkar fréttir frá nágrannalandi okkar, þar sem stór hluti þjóðarinnar hefur alið manninn og hlotið menntun sína og gildismat. Ekki vantaði heldur dóm íslenskra bloggverja yfir manninum sem framdi ódæðið. Hann verður örugglega dæmdur eftir þeim lögum sem gilda í Svíþjóð.

Annað var upp á teningnum fyrir fyrir u.þ.b. 16 árum, þegar farið var fram á rannsókn á máli meints stríðsglæpamanns á Íslandi sem hafði gerst íslenskur ríkisborgari eftir að hann strandaði hér á leið til Venezuela. Gömlum vitnisburði og skýrslum var til að byrja með hafnað sem KGB áróðri, t.d. af Morgunblaðinu, sem dældi út rógi um Simon Wiesenthal stofnunina. Lögfróðir menn, sem leitað var til, töluðu gegn betri vitund og rannsókn málsins var dregin á langinn. Maðurinn, Eðvald Hinriksson, var t.d. ásakaður um aðild að morði á ungri stúlku, Ruth Rubin, sem var í haldi lögreglusveitar þess sem hann var meðlimur í.  Evald Mikson hét hann, þegar sveit sú sem hann var í hóf gyðingamorð. Sveitin byrjaði á morðunum áður en Þjóðverjar voru almennilega búnir að ná yfirráðum í Eistlandi.

Mikson dó drottni sínum rétt eftir að Íslensk yfirvöld tóku við sér og ákváðu að líta á ásakanirnar á hendur honum.  Þrátt fyrir að honum hafi verið hlíft við rannsóknum og réttarhöldum, skilgreina eistnesk stjórnvöld hann nú sem stríðsglæpamann.

Forseti vor og utanríkisráðherra höfðu, þegar mál hins meinta stríðsglæpamanns var í gangi, ýmislegt til málanna að leggja. Hér  og hér getið þið lesið hvernig málið leit út frá þeirra sjónarhorni. Leiðtogar Hizbollah áttu alla samúð Ólafs, eins og það kæmi eitthvað máli eistnesks stríðsglæpamanns við, og Ingibjörg víðförla var á því að gyðingar ættu engan einkarétt á helförinni eða þjáningu. Mun hún endurtaka það í Öryggisráði SÞ?

Algjör þögn virðist nú vera um mál stríðsglæpamannsins á Íslandi. Blaðamaður í fremstu röð, "sem þorði meðan aðrir þögðu" var næstum því búinn að missa vinnunna vegna þess að hann skrifaði um málið. Hann ætlaði að skrifa bók um efnið, en stendur nú í staðinn í því að skýra gjörðir yfirvalda í Kópavogi. Ég bíð eftir bókinni.

Af hverju fyllist íslenska þjóðin af hryllingi yfir barnamorði í Svíþjóð, þegar stór hluti hennar vill verja mann sem ásakaður var fyrir að hafa nauðgað stúlku og myrt?

Ég geri mér grein fyrir því að fjarlægðin í tíma og rúmi getur gert menn miskunnsamari gagnvart voðaverkum og sekt? Það, að hinn meinti stríðsglæpamaður var orðinn Íslendingur og átti syni sem voru duglegir íþróttamenn á heimsmælikvarða, hafði líka mikið að segja í sambandi við álit Íslendinga. Hann var "einn af okkur". Svo þekkist viðkvæðið: "Aðrir skulu ekki koma hér og segja okkur fyrir verkum". Það heyrðist nýlega þegar Íslendingur fékk sjö ár í steininum í Færeyjum fyrir aðild að kókaínsmygli. Hann hefði, samkvæmt lögfróðum Íslendingum eins og Brynjari Níelssyni og Sigurði Líndal, aðeins fengið innan við ár á Íslandi. 

Það læðist að mér sá grunur að áhugi Íslendinga, og margra annarra, á fórnarlömbum og órétti stýrist t.d. af því hvaða þjóðflokkur hefur orðið fyrir órétti. Margir Íslendingar gráta frekar sænska stúlku en gyðingastúlku í Tallinn. Getur þetta verið rétt athugað hjá mér?

1929_Rubin_family
Ruth Rubin og fjölskylda hennar. Maðurinn lengst til hægri er Haim Arlosoroff, síonistaleiðtoginn sem myrtur var á hrottalegan hátt í Tel Aviv árið 1933. Kona hans, Sima, var föðursystir Ruth Rubin. Arlosoroff hafði á 2. áratug aldarinnar stundað nám í Berlín, þar sem hann var unnusti Mögdu Behrend, sem síðar fékk eftirnafnið Göbbels - já maðurinn hennar var einmitt sá Göbbels. Árið 2016 kom það fram að líffræðilegur faðir Mögdu Behrends hefði verið gyðingur, Richard Friedländer (sjá hér).
 
Mikilvæg viðbót:
 
Þegar þessi grein birtist fyrst árið 2008, gerði Þór Jónsson fyrrv. fréttamaður á Stöð 2 eftirfarandi athugasemd:

Komdu sæll, Vilhjálmur Örn, og gleðilegt sumar. Raunar sagði ég upp vinnu minni á Stöð 2 á sínum tíma vegna þess að þáverandi fréttastjóri [innskot Fornleifs: þetta var Ingvi Hrafn Jónsson] vildi að ég steinhætti öllum fréttaflutningi um Mikson-málið. Hann hafði áður látið klippa úr fréttum sem ég sendi að utan og ´kælt´ aðrar ofan í skúffu þar til aðrir fjölmiðlar hér á landi urðu á undan að flytja þær. - Það var forvitnilegt að sjá ljósmynd af Ruth litlu. Ég gleymi ekki þegar ég skoðaði frumgögnin um handtöku hennar og yfirheyrslu í þjóðskjalasafninu í Tallinn og barnslega undirskrift hennar á skjölunum sem áttu að gefa glæpsamlegu athæfi einhvers konar lögformlegan blæ. Hún var auðvitað drepin. Mig minnir að hún hafi verið 14 ára.

Þór Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:26


Thor did not use a dysfunctional hammer

kross_foss_1110065_1371364

I saw it coming: Me teaching the Norwegians some fundamental facts about the difference between a hammer and a cross.

In 1992 I wrote about the Icelandic artifacts for the catalogues of the Viking exhibitions in Paris, Berlin and Copenhagen in 1992 to 1993. The English version was entitled From Vikings to Crusaders. Among the artefacts from Iceland that I wrote about was as silver cross-shaped pendant from Foss in Iceland (see illustration at top of the article). RYGH 2

The Huse-cross

To my best of knowledge, I was the first archaeologist to point out the obvious relationship between the cross from Foss (Hrunamannaafréttur, S-Iceland; Þjms 6077) and a silver cross from Huse (Romedal, Hedmark/Innlandet fylke, Norway, C13216) Recently I became aware of a new find of a similar cross found at Nes in Ringsaker Kommune i Hedmark by a Danish metal detectorist, Ole Harpøth, (see article in Danish here) .

71739410_2268988803340157_6899302474927046656_n

The Nes cross found by Ole Harpøth

Soon after the Kulturhistorisk Museum of the The University of Oslo informed me about still another cross found by a detectorist at Ven i Stange Kommune (C59393) of the same type as Mr. Harpøth´s metal-detector find and the cross from Huse.

4 Ven i Stange Innlandet

The Ven-cross

Shortly thereafter learned that the Norwegian press has taken an interest in the hammer found by Ole Harpøth. But why calls something a hammer, when it looks like a cross?

I refuse to believe this growing group of now 4 cross-shaped artefacts are symbols for the Hammer of Thor. This is an obvious cross, with a cross-shaped opening in the middle (a diamond-shaped on the cross from Ven).

A hammer, where the handle protrudes over the socked hole (the eye) on top of the head of the hammer cannot be wedged (fixed). Such a cross-shaped hammer would plane and simple be dangerous to use. Every carpenter or smith knows that as a fact.

A Norse pre-Christian god like Thor (Þór), best for his deeds from 13th century records, would certainly not have flown around in his goat-cart battering giants with a dysfunctional cross-shaped hammer, even if Þór was gay like genderism has recently revealed. An expert hammer-hitter, gay, bisexual or straight, doesn´t use a hammer like that.

In any case other verified Thor´s hammer pendants (Þórshamrar), which in the medieval Icelandic literature was called Mjölnir, have no similarities with the three cross-pendants found in Norway and the cross from Foss. However, the confusion is great and the assumption that hammer pendants found in Scandinavia symbolize Mjölnir has been a subject to great scholarly dispute. Some scholars did not fancy the idea that the hammer-shaped pendants symbolized the Hammer of Thor. However, in 2014 after the discovery of the the runic-Thor´s Hammer found in  Købelev on the Danish island of Lolland, there can hardly be more non-believers. It is so far the only pendant hammer-pendant bearing an inscription, which reads hmar x es = This is a hammer. Danish archaeologist Peter Pentz, of the National Museum in Copenhagen, in his well-known witty style, commented: 

»Now we have it in writing, that what we believed were hammers in fact are hammers«.

Right on Peter!

hammermedrunerbeskaaret Mjölnir from Købelev is a HAMMER.

Unfortunately non of the four cross pendants of the Foss/Innlandets fylkeskommune type (from Foss / Huse, Ven and Nes) have a runic inscription which states they are crosses. But come-on! A cross shaped object with a cross-shaped opening through the crossing of the arms. Can it be less clear? Not even the carpenter´s son, Jesus, most often connected to a cross, would hardly have approved of a tool like the alleged cross shaped hammers of 19th Century Norwegian art-historians. Dear Norwegians you cannot turn a cross into a hammer like you made Leifur Eiríksson (Leif the lucky Ericson) and Snorri Sturluson into Norwegians.  Or like the Danes put it so nicely: Lad os lige slå det fast én gang for alle, with a proper hammer.

Screenshot_2020-10-21 Sarpur is - Kross(3) b

The crucifix of Saint Peter from Rauðnefsstaðir.The Crucifix was found by Icelandic poet and natural scientist, Jónas Hallgrímsson, in 1843. He donated it to the National Museum in Copenhagen, which turned it back to Iceland in 1930.

The archaeologists at the Cultural Section of Innlannet Fylke municipality (Kulturarvseksjonen ved Innlandet fylkeskommune) have as a preliminary assumption/suggestion pointed out that a simple lead cross pendant, found at Rauðnefsstaðir in Rangárvallarsýsla, S-Iceland, is of the same type as the Foss/Innlandet cross-pendant type. This is incorrect. The crucifis (not a cross) from Rauðnefsstaðir (wich by the way translates Rednose Farmstead) is a small, flat cross cast of lead and doesn´t have a cross-opening through the centre of the cross. Similar crosses have been found in Britain. However the crucifix-pendant from Rauðnefsstaðir is cast showing a man hanging upside down, which allegedly was the horrible fate of Saint Peter when he was crucified in Rome. It is a Saint Peter´s Crucifix. Quite possibly the four crosses of the Foss/Innlandet type can also be a St. Peter´s Cross (in theory). They might possibly have been some kind of a Saint Peter´s Key, in fact the Keys to Heaven, in an early Scandinavian version.

Vilhjálmur Örn Vilhjalmsson Ph.D. is the author of all but one article on the blog Fornleifur.

02A16WM2-660x350


Þegar draumur Laxness um Hollywood brast (endanlega) - Opið bréf til Halldórs Guðmundssonar og Björns Bjarnasonar

Stórlax í Hollywood

Vegna greinar Halldórs Guðmundssonar í Morgunblaðinu í dag, og reyndar líka vegna skrifa Björns Bjarnasonar á bloggi hans í dag, þar sem hann nefnir sömu heimildir og ég nefndi um daginn á Fornleifi fyrstur manna í "laxnessológískri" grein minni, sendi ég hér opið bréf. Morgunblaðið má gjarna birta það á prentuðum síðum sínum.

vegna greinar Halldórs Guðmundssonar í Morgunblaðinu í dag 25.11. 2020, langar mig vinsamlegast í þessu bréfi (sem er opið bréf) að benda honum á tvær greinar sem ég skrifaði á bloggum mínum sl. helgi. Lesa má þau hér og hér

Þegar ég á sínum tíma las bók þína, Halldór, um Laxness, fékk ég á tilfinninguna að þú hefðir fyrst talið bréfin varðandi skattamál Laxness vera eldheitt efni, en að þú hefðir svo að einhverjum ástæðum orðið að temja trú þína, því smátt og smátt gegnum þrjá staði í bókinni dregur þú úr eftirvæntingunni um hvað var að gerast í BNA varðandi bréfin um skattagreiðslur Laxness af Sjálfstæðu Fólki í útgáfu Alfred A. Knopf.

Ég man ekki eftir því að þú hafir haldið því fram að Atómstöðin hafi ekki verið gefin út í BNA vegna íhlutunar íhaldsins - en það er einmitt það sem ritdeila Ólínu og Björns fjallar um. Þú hlýtur að sjá það. Menn mega ekki láta pólitískan rétttrúnað sinn skyggja á kjarna málsins í sagnfræði. En það er greinilega mjög erfitt á Íslandi í báðum herbúðum þegar báðar dýrka og tilbiðja Laxness.

Reyndar má ekki gleyma því að árið 1955 féll dómur í Hæstarétti yfir Halldóri Laxness sem dæmdur var til að greiða aukaskatta við þær gjaldeyrisgreiðslur sem hann hafði fengið. En sem hinn sanni "laumukapítalisti" sem hann var og hafði alltaf verið, hafði Laxness reynt að stinga fé undan skatti og þrálátlega neitað að borga.

Tiltæk gögn sem deiluaðilar, Ólína og Björn, nota á afar mismunandi hátt, benda ekki til þess að íhaldið hafi komið því til leiðar að Sjálfstætt fólk yrði ekki gefið út í Bandaríkjunum, þótt Bjarni Ben hafi verið að reyna að sýna að Laxness borgaði ekki skatta. Það síðarnefnda mistókst. Þetta var vitaskuld stórpólitískt mál - á Íslandi.

En ekkert bendir til þess að Laxness hafi verið vandamál fyrir FBI, þegar þeir voru með fyrirtækið Alfred A. Knopf undir smásjánni líkt og Björn Bjarnason bendir á í dag líkt og ég gerði um sl. helgi. Ég er ekki vafa um að sá áhugi hafi fyrst og fremst verið vegna rótgróins gyðingahaturs Johns Edgars Hoovers, frekar en bókmenntalegs áhuga á höfundi eins og Laxness, sem Kanar "digguðu" bara ekki á árunum eftir stríð. Karlar eins og Hoover veðjuðu eins og margir Íslendingar frekar á Hitler og hötuðu gyðinga í öllum gerðum meira en hinn "mikla bjargvætt" Þýskalands.

Þið sem skrifið um Laxness, sem leyfishafar eða í algjöru óleyfi, verðið að skilja, að Sjálfstætt fólk var aldrei metsölubók í BNA, þó sú kredda hafi verið langlíf. Hún var tilnefnd sem Book of the Month, af samnefndu auglýsingafyrirtæki. Sérfræðingar þess sáu vitaskuld eitthvað í Laxness, en ótíndur lýðurinn þar vestra, sem bókmenntamennirnir vildu selja bækur, vildi helst kúreka, klám og krimma og var mestmegnis í bíó að horfa á dansfífl sem dönsuðu í regninu í París.

Ég leyfi mér hér að vitna í mikilvægi Laxness fyrir íslenska vinstrimenn, þar til hann lét snúast út af glæpum Stalíns: Kjartan Ólafsson hefur í bók sinni Draumar og Veruleiki skrifað:

Í samfylkingarbaráttu íslenskra kommúnista á árunum 1935–1938 var Halldór Kiljan hvarvetna í fremstu víglínu. Hann var þar enginn aukaleikari enda þótt hann vildi vera óháður og væri því ekki í flokknum. Sigra sína á þessum árum átti Kommúnistaflokkurinn engum manni fremur að þakka en Halldóri Kiljan, nema ef vera skyldi Einari Olgeirssyni.“ 

Þefinn af því fann Bjarni Ben og flokkur hans einnig og því var farið í skattaárásina gegn Laxness, sem loks lauk í Hæstarétti árið 1955. Kjartan hefur svo eftir Laxness sjálfum úr Skáldatíma um að hann:  „ hafi fyrrum verið haldinn ofsatrú á kommúnismann, trú sem hvorki tók tillit til skilningarvitanna né skynseminnar" Kjartan bætir við: „Það eru stór orð.“ En líkast til eru þau rétt, þó við lítum á allt úr bakspeglinum. Hin frjálsu öfl forlaga í BNA voru ekki til í Sovétríkjunum og möluðu því heldur ekki gull niður í vasa stórskálds Íslendinga í Moskvu eða Léníngrað. Hvað var upplag Laxness í Stalín-Rússlandi kæru landar?

William C. Trimble, leikfélagi Bjarna Ben í skattaatinu gegn Laxness, var furðuleg "stærð", og sannarlega mikill kommúnistabani. Hann lét t.d. BNA kaupa fisk frá Íslandi, svo fiskurinn væri ekki seldur til Sovétríkjanna. Þeirri áætlun greindi hann danska diplómatnum C.A.C. Brun frá eftir stríð. C.A.C. Brun er líklegast hægt að kalla fæðingalækni íslenska lýðveldisins, þó sagnfræðingur íhaldsins í þessu tímabili þekki ekki danskar heimildir og hafi því aldrei minnst á Brun, sem stýrði áliti State Department á Íslendingum. Síðar meir voru Rússar stórir bjargvættir íslenskra fisksala með Sjálfstæðisflokksskýrteini, svo vart hefur fisksöluhjálp Bandaríkjanna sem hann stóð fyrir varað lengi. Mig grunar að Trimble hafi einnig átt hlut á máli þegar Thor Thors tókst að fá metverð fyrir alla íslenska síld í BNA árið 1944 (sjá hér

Ég hef beðið Ólínu og Björn að skjótast til Austin í Texas, þegar færi gefst, og skoða heimildir um viðskipti Alfred A. Knopfs við Laxness. Ég legg til að þú farir með þeim í ferðina, sem eins konar málamiðlari, og jafnvel Hannes Hólmsteinn líka, og að þið skoðið þetta öll saman í rólegheitum.

Halldór Guðmundsson greinir frá því í grein sinni í dag að Alfred Knopf hafi gefið þá skýringu að hann hefði ekki haft lesenda á erlend tungumál til að ritrýna höfund eins og Laxness.

Gæti verið að BNA hafi ekki verið tilvalinn ritvöllur stórhöfundar eins og Laxness? Laxness meikaði það heldur ekki í Hollywood (sjá mynd), enda snjallir handritahöfundar (margir hverjir gyðingar) búnir að nýta sér öll atvinnutækifærið í bernsku kvikmyndaiðnaðarins á láglaunasvæði í Suður-Kaliforníu með dugnaði og bókmenntalegri færni. Kannski var Laxness ekki heimsborgari - nema á Íslandi, þó bók eins og Sjálfstætt fólk sé mikil perla. Hún átti einfaldlega ekki ekki upp á pallborðið í Bandaríkjunum og var aldrei metsölubók.  

Eftir rannsóknarmennsku ykkar í Austin, getið þið hoppað í laugina við hótelið og fengið ykkur hanastél og kannski sent mér skeyti um árangurinn. Ég kemst ekki með, en tek þó fram að meðal bestu vina minna eru líka nokkrir Bandaríkjamenn.

Með bestu kveðjum til Halldórs Guðmundssonar og Björns Bjarnasonar,


Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Danmörku

P.s. erfiðleikar Laxness í sambandi við örlög gyðinga komu óneitanlega upp í huga mér þegar ég skrifa þessa grein. Ollu ósigrar Laxness í Hollywood og hjá Alfred A. Knopf eftirfarandi, mjög svo ankannalegu afstöðu, sem kemur fram hjá honum í Þjóðviljanum - eða voru þetta bara almennar skoðanir sósíalista á morðæðinu í Evrópu dikteraðar frá Moskvu? Mér er spurn.

Halldór skrifaði í Parísarbréfi sínu í Þjóðviljanum árið, þ. 31. október 1948:

Morðingi Evrópu dró þessa umkomulausu flóttamenn sína hér uppi vorið 1940 [við hernám Frakklands]. Ég atti nokkra kunningja í hópi þeirra. Þeir voru pólskir. Mér er sagt að þeir hafi verið drepnir. Þeir hafa sjálfsagt verið fluttir austur til fángabúðanna í Ásvits (Oswiekim, Auschwitz) þar sem Hitler lét myrða fimm milljónir kommúnista og grunaðra kommúnista á árunum 1940-1945, jú og auðvitað „gyðínga“.


Mörg eru vandamál íslenskra lögreglumanna

IMG_20191207_120824

Í siðareglum íslenskrar lögreglu má lesa þetta:

Starfsmenn lögreglu skulu ekki misnota eða nota með óviðeigandi hætti lögreglufatnað eða lögregluskilríki, hvorki í starfi sínu né utan þess. Sjá nánar 11.gr. reglugerðar um einkennisfatnað lögreglu

Þetta er kjarni þess máls sem nú er á allra vörum, þar sem "glysgjörn" lögreglukona hefur sett á sig þrenns konar fána úr rugluheimi öfga og þvælu. Hún hefur brotið lög og siðareglur og vanvirt einkennisbúning sinn. Mál hennar og það sem hún hefur látið eftir sér hafa um starfsfélaga sína er næg ástæða til að staldra við og rannsaka, hvort hugsanlega sé komið upp vandamál meðal lögreglumanna landsins.

En lesandi góður: Af hverju er hér mynd af íslenskum lögreglumanni, að afhenda dómsmálaráðherra Sádi Arabíu bók eftir sig. Meðan þessi dómsmálaráðherra Sádanna hefur verið við völd hefur dauðadómum í Sádi Arabíu fjölgað mjög; t.d. frá 60 árið 2010 í 150 árið 2015.

Myndir þú lesandi góður hafa samskipti við alþjóðasamtök, sem hefur fyrir stefnu að mismuna konum og sem telur samkynhneigða réttdræpa? Og hvað ef sömu samtökin ala á trúarbragðahatri og telja að fólk sem aðhyllist "ranga" grein höfuðtrúarbragða sem þessi Alþjóðasamtök kenna sig við séu villutrúarmenn? Ég gæti vel trúað því að fólk héldi sig sem lengst frá slíkum öfgum og örugglega flestir heilvita Íslendingar. Dómsmálaráðherra Sádi Arabíu eru í forsvari fyrir slíkum Alþjóðasamtökum.

Íslendingar, aftur á móti, vilja flestir bæta heiminn og styðja ekkert svo auvirðilegt sem hatur á minnihlutahópum og konum.

Íslendingar láta ekki konur lifa á þakklætinu einu og berjast grimmt gegn öflum sem láta þrælahald líðast eða kvenfyrirlitningu. Ég er þá að ræða ræða um öfl sem telja alla þá sem ekki fylgja harðri stefnu trúarbragða þeirra óvelkoma í heilögustu borg trúar þeirra.  Samtökin sem ég er búin að nefna hafa heimilisfang í slíkri borg.

En sumir eru tilbúnir að ganga erinda alþjóðasamtaka sem telur samkynhneigða réttdræpa. Þeir þiggja fé frá slíkum félagsskap, sem jafnan þrífst þar sem mikill auður hefur safnast og óréttlæti er mest í heiminum. Sumir eru tilbúnir að selja sig  slíkum félagsskap, en ekki Íslendingar. Nei, "Íslendingar hafa hlutverki að gegna á meðal þjóðanna" og halda sig frá vondum félagsskap. Yfirvöld í landinu okkar hafa víst aldrei hvatt til samskipta við slík ríki.

Meginþorri Íslendinga er svo rétt þenkjandi og með á nótunum, að þegar grunur leikur á því að þeir sem halda eiga lög og reglu í landinu þeirra eru að dufla við öfgaöfl sem fyrirlíta minnihluta, þá umturnast réttlátir Íslendingar og fordæma slíkt, jafnvel þótt það sé aðeins lítill blettur eða falskur fáni á prýðisstarfssemi laganna varða á Íslandi.

Hver ber ábyrgð á íslenskri löggu í pontu hjá World Muslim League?

Hver sendir Íslending á ráðstefnu hjá alheimssamtökum sem mismuna konum, sem telur samkynhneigða réttdræpa og sem lýsir vanþóknun sinni á trúarbrögðum sem þeir aðhyllast ekki sjálfir? Íslendingurinn, sem ég segi nú frá, kom fram á sjarmafundi sádiarabísku samtakanna World Muslim League í Kaupmannahöfn árið 2019. Ekki var maðurinn á eigin vegum?

Ég þekkti manninn ekkert, þegar ég las um hann fyrst og hafði aldrei heyrt hans getið. Þess vegna brá mér illilega, þegar hann kom til mín eftir þing sem af mér mjög óskiljanlegum ástæðum var haldið í Pólska sendiráðinu í janúar sl.pater_and_revisionist_2_1357778

Maðurinn sem sýnir hvíta skinnið sitt hélt því fram að aðeins hefðu verið myrtar 300.000ir gyðinga í helförinni í Síðara stríði. Maðurinn sem heldur á míkrófóninum er hins vegar pólskur prestur á Ísland (var eitt sinn í Danmörku), sem dregur í efa að gyðingar hafi verið myrtir af Pólverjum í Jedwabne og Kielce. Fólk sem segir slíkt eiga yfir höfði sér fangelsisvist í Póllandi.

Ég fór gagngert til Íslands til að taka þátt í ráðstefnu þessari, þar sem mætti íslenskur helfararafneitari og pólskur prestur sem er meðlimur öfgasamtaka innan kaþólsku kirkjunnar sem hélt því fram að morð Pólverja á gyðingum í Jedwabne og eftir stríð í borginni Kielce væru lygar og vanvirðing við merka sögu Póllands.

Ég skrifaði um þennan furðulega fund í sendiráðinu og prestinn úr Keflavík hér á Fornleifi áður en ég hélt af landi brott (les hérhér og hér). Kunningi minn í Danmörku, kaþólskur leikmaður, sagði mér frá vandamálum sem frjálslyndir kaþólikkar í Danmörku finna mjög til vegna samtaka þeirra sem presturinn tilheyrir. 

Jú, sjáið til, Íslendingurinn sem í lok árs 2019 brilleraði á þingi World Muslim League í Kaupmannahöfn, var mjög ákafur að gefa sig á tal við mig að loknum fundinum í pólska sendiráðinu og hann kynnti sig til sögunnar sem rannsóknarlögreglumann. Maður þessi vildi upplýsa mig um að maðurinn (sjá ljósmynd) sem ég taldi vera helfararafneitara "væri ekki eins slæmur og ég héldi; og að hann þekkti hann".

Mér þótti lítið um þær upplýsingar gefið og sagði rannsóknarlögreglumanninum „að einstaklingur sem teldi að nokkur hundruð þúsund gyðinga hefðu verið myrtar í helförinni væri ekkert annað en helfararafneitari - annað orð væri ekki til fyrir slíkt.“

Íslenskur gyðingur ættaður frá Bandaríkjunum, sem boðist hafði til að aka mér heim þar sem ég bjó meðan á dvöl minni stóð gekk með mér og þessum manni niður tröppurnar í sendiráði lands sem nú hefur sett ný lög um þungunarrof, þar sem líkami pólskra kvenna verður nú eins konar eign pólsku ríkisstjórnarinnar en ekki kvennanna sjálfra. Afturhaldsöfl í Póllandi stjórna því nú á miðaldalegan hátt, hver getur farið í þungunarrof. Konurnar hafa ekkert að segja um það sjálfar lengur.

Þegar ég var kominn heim til mín - fjarri ágæti, fegurð og hreinleika Íslands - og ég var farinn að sakna góðra vina og hreina loftsins, þá gerði ég mér grein fyrir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem vatt sér að mér og bar í bætifláka fyrir Íslending sem afneitaði helförinni, var einmitt sami Íslendingurinn sem tók þátt í ráðstefnu World Muslim League í Kaupmannahöfn í nóvember 2019. En þau samtök lítilsvirða kinnroðalaust konur, samkynhneigða og önnur trúarbrögð.

Þá gerði ég mér enn betur grein fyrir því að mikið er að á Íslandi.

34B3FA7D-B0B4-409F-B652-115FA28831FE

Hver sendi rannsóknarlögreglumanninn á ráðstefnuna?

Fer rannsóknarlögreglumaður sem starfar undir embætti Ríkislögreglustjóra, hjá Lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu, frá Íslandi að sjálfdáðum á ráðstefnu umdeildra samtaka, eða var hann sendur af opinberri stofnun á Íslandi? Mér þætti vænt um að fá svör og greinargerð um eðli ferðarinnar. Ég get ekki fengið þau hjá honum sjálfum, því á FB hans er allt lokað og læst og í stáli.

„A day like this makes us better people. We can be inspired by each other and think bigger about the issues we face in society.“

Þetta lét lögreglumaðurinn hafa eftir sér. Var hann að vísa til fordóma í garð kvenna eða samkynhneigðra?

Við hvað starfar þessi rannsóknarlögreglumaður eiginlega? Þegar hann (í frítíma sínum) er ekki að spila stríðleiki með tindátum eða skrifa frægðarsögu herja Þjóðverja, þeirra sömu sem frömdu helsta glæp síðustu árþúsunda? World Muslim Leage fékk eintak af bók hans um blessað stríðið á Íslandi, þar sem hvergi er minnst á fordóma Íslendinga í garð einstaklinga í herjum þeirra sem vernduðu okkur gegn fjöldamorðingjum Þriðja ríkisins og hvað þá um stefnu Íslenskra yfirvalda, þmt lögregluyfirvalda sem í röðum sínum taldi nasista, að senda gyðinga í hendur kvalara þeirra. 

Á ljósmyndinni efst, sem er í boði World Muslim League, afhendir rannsóknarlögreglumaðurinn sem vatt sér að mér í Pólska sendiráðinu í Reykjavík fremsta manni World Muslim League bók eftir sig.

Nú veit þessi ágæti lögreglumaður að rannsakendur verða alltaf rannsakaðir sjálfir. Það er réttur manna í frjálsum ríkjum. Þann rétt vill hluti íslenskra löggæslumanna hins vegar skerða í dag og það er ein versta aðför að lýðræði og frelsi til skoðana sem Ísland hefur séð á síðari árum. Talsmaður lögreglumanna, Snorri Magnússon, talar nú um málaferli gegn fólki sem er óánægt með misnotkun lögreglumanna á einkennisbúningum sínum. Slík hótun er ástæða til sakamáls gegn talsmanni lögreglumanna, því hún sýnir aðför að grundvallarétti einstaklinga í lýðræðisríki. Sá réttur er heilagur og hann er að að spyrja spurninga varðandi störf og aðgerðir yfirvalda án þess að verða hætt af.

Sumir halda hins vegar að lýðræði sé rétturinn að versla og selja kók og pulsur og fara í flugferðir um heiminn, svo ekki sé talað um hinn heilaga rétt vestfirskra útgerðabaróna að sigla pestarskipum og taka veika menn í gíslingu vegna græðgi. Þeir verja réttinn til að halda strikinu, jafnvel þótt heimsfaraldur ógni lífi eldri borgara og þeirra sem eru veikbyggðastir í lýðræðisþjóðfélaginu.

Í siðareglum Lögreglu stendur:

Starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert það í starfi sínu eða utan þess, sem er til þess falliðað draga óhlutdrægni þeirra í efa við framkvæmd starfa sinna.

Á myndinni neðst sést íslenski rannsóknarlögreglumaðurinn /rithöfundurinn í pallborðsumræðum með danska imaminum Abdul Wahid Petersen (sjá frekar um þann ágæta mann hér).

CF6E29CD-B1B5-4AA0-8590-FFC9546F25F9


En lille arkæologisk sensation

72604735_2270793306493040_6833519561820602368_n

Foto: Ole Harpøth.

I Danmark er brugen af metaldetektorer tilladt for menigmand og der er skabt et godt samarbejde mellem museerne og dem som går rundt på markerne i al slag vejr - og ofte tilføjer ny og vigtig viden.

I en FB-gruppe som jeg tilhører og som hedder Middelalderarkæologi i Danmark, som er en blandet gruppe af læge og lærde, lagde jeg mærke til en kommentar fra en mand, lidt ældre end mig, at dømme ud fra billedet - hvis navn jeg ikke umiddelbar kendte fra det faglige miljø. Hans kommentar interesserede mig, så jeg kiggede lidt ind på hans væg for at se, hvem han var. Han hedder såmænd Ole Harpøth og er en af mange glade metaldetektor-entusiaster som hjælper arkæologerne i Danmark. Dem har vi ikke i Island, hvor menigmand ikke må gå rundt med detektorer - for vi har ikke så mange pløjemarker som storebrødrene i Skandinavien, og desuden en meget kortere historie og færre fund.

71739410_2268988803340157_6899302474927046656_n Foto:Ole Harpøth.

Denne snagen inde på Ole Harpøths facebook fik min kæbe til at falde mere end sædvanligt. Øverst på Harpøths side tronede en genstand (se de øverste billeder) som han har fundet og som jeg kan nikke genkendende til.

330px-Norway_Counties_Oppland_Position.svgJeg ringede kort til Ole, for jeg havde ærlig talt ikke forventet at finde denne genstand i Danmark. Men alt var i fineste orden; Han havde fundet genstanden i Norge, nbt i Ringsaker Kommune i Hedmark, som nu er slået sammen med Opplands fylke og betegnes som et nyt fylke, Innlandet fylke; Der havde nogle få danske metaldetektor-eksperter i 2019 fået lov til at søge på pløjemarker ved en gård.

Det drejer sig om et hængesmykke a la korset fra Foss i Island (se her samt billedet herunder), som jeg for mange år siden lokaliserede en ældre parallel til fra Huse i Romedal - som også er i Hedmarken i Norge. Det norske kors var dog uden dragehovedet som korset fra Foss har.

Jeg skrev om korset fra Foss og det lignede Kors fra Norge i  vikingekatalogerne for de store Vikingeudstillinger i 1992-93 i Paris, Berlin og København. Ole Harpøth mente, at der tidligere var fundet to lignende kors i Oppland som en gang hed Christians Amt. Men det er længe siden. Den ene har jeg fået oplyst er fra Huse i Romedal i Stange Kommune, Hedmark og den anden, som jeg endnu ikke har set, er fundet i samme kommune (Stange i Hedmark). Så nu er korsene af Foss-typen fire, dog kun ét med et dyrehoved.

 

kross_foss_1110065Kors fra Foss í Hrunamannaafréttur, S-Island. Foto: V.Ö.Vilhjálmsson.

rygh_2Kors fra Huse i Romedal, Hedmarken, Norge. Foto: Oldsaksamlingen i Oslo.

Med tilladelse fra Ole Harpøth har jeg fået lov til at bringe to af hans hans fine fotos af hans enestående detektorfund i Hedemarken i Norge. Fundet har han indleveret til Fylkesmuseet i Oppland.

Nu kan vi vel tale om en genstandstype, når vi refererer til korset fra Foss. Jeg mener der er tale om et kors, (muligvis en form for Sct. Peterskors foreslår en af læserne). Andre, som ikke har noget at have det i, påstår stadig at det er en slags overgangs-Thorshammer. Men periodemæssigt ligger vi sikkert i anden halvdel af 1000-årene, som er lidt sent for Thorshamre.


Hrekkjavöku 2020 þjófstartað á Kveik

Screenshot_2020-10-09 Menningar­verð­mæti og íslenskir vegir

Nokkrir "vinir" Fornleifs/Forngríms sendu honum hlekk í þátt á RÚV, sem KVEIKUR er kallaður. Ritstjórinn hefur sárasjaldan haft tíma til að horfa á þessa Sjónvarpsþætti. Sjá hér og hér .

Mig grunaði fyrst að þeir sem sendu mér hlekkinn hafi viljað drepa karlinn. Því svona hryllingsmynd, sem tekin er upp í dimmum og djúpum geymslum þjóðararfssafnara, getur valdið skynditappa og skjótum dauða hjá elstu mönnum hér á ritstjórn Fornleifs. Bara nafn þáttarins, Kveikur, getur sett ótta að heiðvirtustu safnamönnum.

Þessi þáttur Kveiks var að mati Fornleifs ein besta hryllingsmynd sem framleidd hefur verið á Íslandi og fær hún því sex skínandi Forngrímur, sjá neðst.

Fyrst í þættinum var talað um vegakerfið á Íslandi sem er sígilt vandamál og hryllingur á stórum köflum, en þó hálfgert kraftaverk miðað við stærð þjóðar og lengd vega. Geri aðrir betur þótt slæmt sé - og svo er alltaf hægt að aka hægar. Þið eruð ekki með í lélegri hraðaksturskvikmynd líkt og stundum mætti halda. Njótið útsýnisins og akið hægar! Það er álíka öryggi og að setja á sig sóttvarnagrímu.

Hins vegar var síðari hluti Kveiks enn hryllilegri en vandi veganna. Þjóðararfurinn er á heljarþröm. Það er vitaskuld sígild saga. Hvað á Fornleifur gamli að skrifa um, ef hann fuðrar upp eða flýtur út, og blekið rennur í stríðum straumi af skjölum sem maðkur kemst annars að?

Við að horfa á þáttinn og tilheyrandi frétt á RÚV, fékk maður á tilfinninguna að brennuvargurinn úr Klúbbnum væri á bak við næsta horn og að allir myndu núna þvo hendur sínar af mögulegum slysum við varðveislu þjóðararfsins í réttarhöldum eftir menningarlegt slys, þegar skjöl Tryggingarstofnunar fuðra upp í framtíðinni.

Ábyrgðin öll er vitaskuld hjá stjórnmálamönnunum, en ekki nema að litlu leyti starfsmönnum safna. En starfsmennirnir þora ekki að hrópa upp um vandann, því vinnan er í húfi.

Stjórnmálamenn eru margir brennuvargar með skemmdarfíkn sem búa til hættulega vegi. Stór hluti íslensku þjóðarinnar velur fólkið og hefur því ekki hinn minnsta áhuga á skjalaverki og skúfum safnanna, rokkum né kistlum Þjóðminjasafns. Málverk eru fyrir aðra -  eitthvað sem þeir kaupa í fermetratali til að betrekkja veggina heima hjá sér í kúlulánahöllunum við Svikaveg. Það pakk kaupir bara Kjarval og Erró eins og aðrir kaupa sér ost í matinn. Eitt sinn sá ég nýdæmdan Núpshlunkinn kaupa Kjarval fyrir slikk á uppboði í Kaupmannahöfn. Gaman væri að vita hvar sá arfur er nú niður kominn.

Upptökur með Stuðmönnum eru flestum mun verðmætari en eitt forpoka kuml úr Skagafirði. Þjóðin er því illa meðsek. Vill hún eiga betri söfn, þarf hún að borga hærri skatta eða fá minna í laun. Maður er eftir að sjá hvað gerist. Þangað til eiga Klúbbsbrennuvargar og hans líkir og afkomendur í þriðja lið náðuga daga á friðarstóli. - Kannski var þetta ekki góð samlíking, enda Klúbburinn lítill menningarstaður.

Ef "draslið" brennur, hvað á þá að sýna ferðamönnunum sem rísa upp úr Cóvinu. Halda menn að túristarnir, nútímasauðir Íslands, álpist til Íslands eingöngu til að skoða fjöll í rigningu, eða til að láta féfletta sig svo mjög að síðustu 5 dagarnir fari í að éta SS-pylsur?

Byggðarsafnið í Skógum hefur líka lengi verið ofarlega á lista flestra sem til Íslands koma. Söfn eru ávallt best í rigningu og af henni er og verður nóg á Íslandi. Hvar á að féflétta ferðamenn, íslenska sem og aðra?

Kveikur fær sem sagt Sexgrímu fyrir bestu hrekkjavökumynd ársins. Það er unaðslegt að sjá, hvernig nýjar hefðir ryðja sér til rúms á Fróni, þegar hinar eldri hverfa í brennum og vatnselg.

En hvernig það getur verið að kvikmynd frá Sovexportfilm (sjá efst) sé talin til þjóðarverðmæta Íslendinga? Það er mér algjörlegur óskiljanlegur hryllingur. Það er samt rosaflott auka-konfekt hjá Kveiksmönnum. Það verður víst að fínstilla áherslurnar hjá starfsmönnum safna sem draga fram sovétskt rauðkál á besta sendingatíma þegar ræða á um íslenska menningararf sem allar heimsins hættur steðja að.

Sexgrímur

 


Grímuleikur

Mask lille

Fornleifur breytir nafni sínu hér á forsíðunni. Fornleifur verður í einhvern tíma Forngrímur. Þetta er þó aðeins tímabundin útlitsbreyting meðan pestin er í hámarki. Skráningarnafn bloggsins verður sem fyrr Fornleifur, enda er það gegnumveirvarið nafn.

Forngrímur 8

Þetta er stálbundin járngríma sem Leifur hefur fengið sér til að koma á móts við óskir sóttvarnarlæknis. Þessi vörn kom því miður aðeins of seint, því doktor Þorgrímur Smit þurfti að sjá hvort ástandið á lesendum Fornleifs hefði batnað. Svo var heldur betur ekki. Fleiri og fleiri smitast af Fornleifi. Helsti áhættuhópurinn eru fróðleiksfíklar og þeir vilja einatt fróðleikinn beint í æð, óþynntan.

Gríman forna er mun öruggari veiruvörn en þær sem almennt eru í boði. Menn mega ekki halda að linkind leggist í Fornleif við breytinguna. Þetta er engin múlbinding, Leifur verður jafn beittur sem áður. Hér er nefnilega engin tilslökun gagnvart sýktu fólki. Gríman er með ábyggð og gagnrýn gleraugu og innbyggðar eyrnasíur. Fornleifur sér því allt, nú sem fyrr, og heyrir það sem hann vill.

Hornin á hjálminum eru bráðnauðsynleg fyrir blogg með allt á hornum sér. Fornleifur  var jafnvel að hugsa um að fara í bíltúr og veifa til smitaðra áhangenda sinna með grímuna á hausnum. Ritstjórinn tók sem betur fór af honum lyklavöldin. Það er alveg óþarfi að snýta þessari öruggu grímu framan í þá sem maður hefur um langt skeið haft hreðjatak á.

Skemmtun fyrir þá útvöldu sem náðu að lesa hingað er getraun dagsins: Hvaða gríma er þetta í raun og veru? Verðlaun fyrir rétt svör: Einangrun í 7 daga og skemmtiferð fyrir tvo í hreinsunareldinn í neðra.


Kontrafaktísk sumarkveðja Fornleifs

Pride 1907 d

Það var greinilega þetta ekki litla pride í mönnum árið 1907.


Ásjóna konungs

Christian VI c

Það verður víst aldrei hægt að halda því fram að ásjóna Kristjáns 6. Danakonungs hafi verið ígurfögur. Blessaður maðurinn var svo óheppinn að eiga föður, Friðrik 4. (sjá hér í tímaritinu Skalk;6, 2015) sem einnig var óvenju ófríður.

Friðrik 4. var afsprengi mjög svo skyldleikaræktaðrar fjölskyldu, Aldinborgaranna (Hustet Oldenburg). Kona Friðriks, var þýsk aðalskona, Louise af Mecklenburg-Güstrow, var einnig sæmilega heimaræktuð. Það varð því að fara eins og það fór með Kristján sjötta, sem sat á konungsstóli frá 1730 til 1746.

Ekki var drottning Kristjáns, Sophie Magdalene af Brandenburg-Kulmbach minna spes. Dönsku hallirnar voru þannig í hans stjórnartíð fullar af blúndum og háhæluðum skóm og fólki sem tiplaði um langa gangana og talaði bjagaða þýsku, ef það rak ekki úrkynjuð nef sín niður í kaffibollann - og það ekki fyrir slysni.

Mannseide detalje

Kóngur hélt sig mest heima, í og við hallir sínar, og sást sárasjaldan meðal fólsins. Þó er vitað að hann brá sér í skemmtiferð til Noregs. Hann fór í "fjallgöngu" líkt og tveir forfeður hans. Kona hans og tengdamóðir voru bornar í burðarstól upp á fjallið á Mannseidet. Á málverkinu neðst við þessa fræðslu má líklega sjá norskt landslag - en það getur líka í tilefni dagsins verið íslenskt, þó konungur hafi aldrei til Íslands komið - en það gæti málarinn hugsanlega hafa gert. 

800px-Christian_6 detalje

Ekki jók konungur á frægð sína er hann innleiddi vistarbandið í Danmörku árið 1733 eftir þrýsting frá síðgráðugum landaðlinum

Ljósmyndina efst tók ritstjóri Fornleifs í sumar í Frederiksborgarhöll í Hillerød Sjálandi, sem í dag hýsir Nationalhistorisk Museum. Þetta er vaxmynd sem geymd er þar í glerkassa. Mun hún hafa sýnt konunginn á mjög sanngjarnan hátt. Hann var með svokallaðan Habsborgara-kjálka, reyndar vægt tilfelli af honum. Habsborgarakjammi, lýsir sér miklu undirbiti og er hann ein af afleiðingum skyldleikaræktar meðal kóngafólks og aðals í Evrópu og víðar, sem ekki gat hugsað sér að kvænast niður fyrir sig og valdi í staðinn að leggjast á ungar frænkur sínar - ef frændurnir urðu ekki fyrir barðinu.

Já hann var það sem danir kalla arveligt belastet. Kristján 6. var einnig með furðulegt nef, langt mjótt og bogið, sem neðst endaði í eins konar goggi. Slík nef eru einnig afleiðing þeirrar eðalseðlunnar sem tíðkaðist í hærri lögum þjóðfélaganna fyrr á öldum.

Kristjáni 6. er lýst sem hlédrægum manni, jafnvel feimnum á stundum og óframfærnum. Hann var því ekkert líkur föður sínum hvað það varðar. Stundum er talað um hann sem þunglyndan og innhverfan. Hann var þó vel meðvitaður um vald sitt og efldi það með ýmsum ráðum. Hvað Ísland varðar var hann hjálendunni ekki  allt of mikið til ama. Hann var hreintrúarstefnumaður (píetisti) en píetisminn haslaði sér völl í lútherismanum á þeim tíma sem Kristján var uppi.

Á Íslandi hafði hreintrúarstefnan  m.a. í för með sér lögfestingu ferminga. Þær urðu frá og með 1736 skylda. En píetisminn í hans tíð varð einnig til þess að gleðin hvarf úr ríki konungs. Kristján lét banna allar skemmtanir á sunnudögum og  árið 1735 gaf hann út helgidagtilskipun þar sem kirkjusókn varð skylda. Gapastokkur beið þeirra sem brutu öll þessi helgilög.

Hallarbyggingar og önnur óþarfa eyðsla til lystisemda konungs tæmdi danska ríkiskassann (sem kóngsi stjórnaði að vild). Kristján konungur lagði því mikið kapp á að krefja tolla af öllum þeim sem sigldu um Eyrarsund, en þar fyrir utan stofnaði hann seðlabanka, Kurantbankann sem var forveri Nationalbanken (danska Seðlabankans). Framleiðsla á pappírspeningum hófst, og jókst mjög líkt og stundum gerist þegar verðbólga skapast og menn leika sér með núllin. Það má Íslendingum vera kunnugt.

Nær öll áðurgreind hegðun og afbrigðilegheit, nema fjallgöngur, gerir kónga óvinsæla eins og við vitum úr ævintýrum. Kristján barðist þó ekki við skrímsli á Fjöllum, svo vægi fjallgöngu hans var lítið. Ugglaust var hann með svima alla leiðina upp.

Christian_VI_med_tjener

Trúræknin rak hann vafalaust til þess að halda þræla.

Einhverja bónuspunkta fær Kristján með skúffukjammann þó hér í lokin fyrir að vera fyrsti danski einvaldurinn um langt skeið, sem ekki stóð í endalausum stríðsrekstri. Hann ætlaði sér reyndar í stríð við Svía árið 1743, en sá að sér er Rússar blönduðu sér í erfðamál sænsku krúnunnar.

Munið þó, að flagð er oft undir fögru skinni. En sjá, var hann ekki líka þrælahaldari, bölvaður? Niður með hann og brennum ásjónu hans að fyrirmynd band-arískrar hámenningar ...

800px-Christian_6


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband